Lögberg - 05.03.1914, Síða 1

Lögberg - 05.03.1914, Síða 1
THE EMPIRE SASH & DOOR CO.( LTD. Henry Ave. East, - - Winnipeg, Ma.n. VIÐUR, LATH, ÞAKSPÖNN. Fljót afgreiðsla. Ábyrgst að vel líki. THE EMPIRE SASH & DOOR CO.( LTD. Hertry Ave. East. - - Winnipcg, Man• VIÐUR, LATH, ÞAKSPÓNN Fljót afgieiðsla. Ábyrgst að vel líki. 27. ARGANGUR Ofbeldi Rússastjórnar. Fréttir ganga af því að Norð- menn, og einkum Svíar treysti landvarnir sínar sem bezt þeir geta og flota sinn slíkt hið sama, vegna hræðslu viö hiö áleitna ríkisbákn i nágrenn:nu að norðan og austan. Yfirgangur Rússa á Finnlandi fer æ í vöxt, og er auösær tilgðangur- :nn, sá, að kæfa niöur þjóöerni Finnanna og Svianna, sem þar í iandi búa. Stjórnarskrá Finna er gersamlega fótum tnoöin og stjórn iandsins má heita tekin úr höndum þe:rra. Yfirdómarar i Viborg sem reyndu aö vernda réttinda lands- ins voru settir í dýflissu. Rúss- nesk'-n bankar og verzlanir eru stofnaöar og efldar i Finnlandi, gagnstætt landslögum, en Firnum bannaö aö setjast aö i Rússlandi. Tungu sinni rnega þeir ekki halda, allir embættismenn eiga aö kunna rússnesku og enginn má fá aögang aö háskólum landsins nema hann kunni þaö mál. En rússneskir em- bættismenn, sem sífelt er fjölgað þar í landi, þurfa hvorki að kunna finsku né sænsku. Aö málfrelsi og ritfrelsi er sífeldlega hert. Ár:ö sem leið vöru 374 blöö og tímarit dæmd í sektir er námyu 70 þús- und dölum, 226 blöö voru gsrð upptæk og sextíu og þrír ritstjórar voru settir í fangelsi. Mörg önn- ur dæmi mætti telja um harðræði er Rússa stjórn sýnir ýmsum þjóö- flokkum í landinu og sanna öll sömu söguna, aö hún treður tungu þeirra og þjóöerni undir fótum. Jarðskjálftar. Jarðskjálfta hefir oröiö vart á austur strönd Ameríku í mánuöin- um sem leiö, þó aö hvergi hafi orö- iö skemdir svo teljandi sé, og sumstaðar vissu menn ' ekki af þeim af ööru en því, að jarö- skjálfta mælirinn sagöi til. Meö því hugvitsamlega áhaldi hafa menun komizt að þvi, að hræring- ar eru ákaflega tíöar. Þær koma einsog kunnugt er, af því, aö jarð- skorpan er aö dragast saman. Á sumum stööum hækkar hún, á öörum fer hún lækkandi. Alstað- ar er sjálft grjótið á hreyfingu, og helzt í stórum fjallgörðum. Þær hrevfingar eru frámunalega hægar og seinar, en látlausar. Jarö- skjálftar veröa þar nærri sem brestir eöa hröp veröa í skorpunni, og er tíðast á mararbotni, nálægt ströndum stórra landa, þarsem fjallgaröar eru á landi og smásíga. En víöa finnast sprungur, þarsem jarðlög hafa brostið sundur og barmarnir svo missigið, og jarðlög gengið í víxl. Ljósast dæmi um jarðskjálfta af þessum völdum hafa menn frá Japan, er hræring- arnar miklu komu þar árið 1891» er orsökuðust af slíkri sprungu, 50 mílna langri. f þessum stórsprung- um hrapa og færast úr stað feikna mikil skriðuföll og titrar þá jarðskorpan alt í kring, jafnvel langar leiðir, þó ekki veröi vart við það, nema á hrærmga mælira. Ljósan hvarf. Suður á Good stræti hér í bæ. varö kona léttari einn daginn, og sat yfir henni kona er hún hafði kynst vestur í landi. Þánn dag var hún ein heima, meö því að maður hennar hafði farið aö leita sér að vinnu. Þegar bóndinn kom heim liggur kona hans í rúminu, orðin léttari, en barnið var horfið og ljósmóöirin líka, en miða hafði hún skiliö eftir, er á stóö, að hún skyldi sjá fyrir barninu fyrst um sinn. Ljósmóðurina haföi konan kallað heim til sín gegnum talsíma, en ekki gat hún munað númerið þeg- ar bóndinn og lögreglan fóru að rannsaka málið. Ekki vissi hún heldur hvar hún átti heima, en ^orska hélt hún hana vera, og bún- jognum gat hún lýst. Málið þykir iskyggriiegt og er undir rannsókn lögreglunnar. Hjónin heita Jones °2r eru fátæk, búin að vera gift í tvö ár og var þetta þeirra fyrsta harn. : Stjórn Bandaríkja ætlar sér A^t ^era m'hlar járnbrautir í Alaska og hefir í hvggju að flvtja þangað^ áhöld frá Panama, svo og verkafólk, söm þar var orðh'ð verkum vant. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN Eitthvað stendur til. Það er aimennur orðrómur orð- inn austur i landi, að ejtthvað mik- iö standi til meðal járnbrauta fé- laganna. C. N. R. er í fjárþröng að vanda og hefir Mackenzie gengið hart að stjórn nni í Ottawa, að fá meira lán úr landssjóði til að fullgera brautina um þyert landið. Svo er að sja, sem ein- hver snuröa sé á því, aldrei þessu vant, og var fjármála ráðgjafinn látinn lýsa því opinberlega, þegar hann var nýbúinn aö taka yfir 20 miljón dala lán á Engiandi, meö háum rentum, að stjórmn mundi ekki framar taka lán á lands'ns kostnað og ábyrgö, handa járn- brautum. Rétt í sömu svipan kom Sir Thomas Shaugnessy, æzti stjórnari C. P. R., til Ottawa, og þáöi veizlu hjá vinum sfnum í stjórninni, ásamt gömlum og ötul- um lögmönnum C. P. R. á Ottawa þ'ngi, svo sem J. Á. M. Aikins úr Winnipeg. Útaf þessu og nokkr- um öðrum líkum þykjast menn vita, aö eitthvað standi til. C. P. R. á í handraöanum 250 miljón dala, sem eru tiltækar, hvenær sem á þarf aö halda, og vill margur halda, að' þær veröi brúkaöar til að kaupa C. N. R. félagið meö húö og hári, ef færi gefst. Hyerjar sem lyktir verða á því máli, þá er því almennt trúaö, aö þetta standi til, og það þó aö aðstandendur og v'nir C. N. R., svo sem stjómin hér í fylki, hafi margsinnis lýst því og lofað, aö aldrei skyk’i af sam- einingu þessara tveggja félaga veröa. Sagt er þaö, aö ein aðal orsök þess aö C. N. R- fær ekki lán á Englandi nú sem stendur. sé sú, aö Canada stjórn hefir tekið 70 miljón dala lán í London, á fimm mánuðum, og hafi við þaö1 félögum og einstökum mönnum hér í landi verið gert ómögulegt aö fá lán. Mörgum getum er leitt um þaö, hvað stjórninni hafi gengið til allra þessara stóru lána gegn há- um vöxtum. Bertillon dauður. Dauöur er í Parísarborg Bertil- lon sá er fann ráö ð til aö þekkja menn af fingraförum þeirra, meö því aö rákirnar á gómunum breyt- ast ekki, og eru ólíkar, á öllum manneskjum, þá var það ráð hans aö taka myndir af þessu á öllum glæpamönnum, sem komust í hend- ur lögreglunnar, og var eftir þaö auðvelt að þekkja þá aftur, ef fingraför sáust eftir þá. Hann lét líka mæla höfuðkúpuna og löngutöng á þeim glæpamönnum er hann haföi með að gera, og þótti þaö óbrigðult á fullvöxnum mönn- um. Hans aðferð er tekin upp í öllum stórborgum í víðri veröld. Hann var frægur maöur og mjög vinsæll í sinu landi, þangaötil hann komst í Dreyfus máliö og vildi sanna sök þess marg-umtalaða manns, og fékk óvild margra, þeg- ar því máli var snúið viö. BertilLn haföi þá stöðu í París, að þekkja aftur plæpamenn er í lögreglunnar greipar komnst, og í þeirri stöðu náði hann frægð sinni. Mikil uppskera. Kaupmannaráðið í Port Arthur hefir nýlega gert nokkuð svo ný- stárlegt, að flest blöð geta þess. Það bauð til veizlu bóndamanni nokkrum frá Ontario, Arthur Sitch, frá Thunder Bay, er unnið haföi hæstu verðlaUn af öllum bændum í Ontario, fyrir þaö að græða meira á einni ekru, heldúr en nokkur annar. Þessi ungi bóndi fékk af ekru sinni 427 bushel af kartöflum, eða 100 bushelum meir heldur en sá sem næstur honum komst, og 314 bushelum meir, heldur en vanalega fæst úr ekru hverri að meðaltali, yfir alt fylkið. Ágóði hans af þeirri einu ekru var $231.45. Þessi fyrirmyndar jarðræktar maður mun vera af þýzkum ættum, og er orðinn vel þektur um alt sitt fylki, þó ungur sé og aldrei hafi farið aö heiman, fyrir að skara fram úr öllum öðrum í ötulleik og fyrir- hyggju í búskapnum. Skúli Sigfússon þingmannsefni í St. George. Á fjölmúnnum fundi, sem hald- inn var í Ashern 25. Febr. og full- trúar sóttu til úr öllum pörtum St. George kjördæmis, var útnefndur sem þingmannsefni liberala í kjör- dæminu herra Skúli Sigfússon, kaupmaður á Lundar. Yfir hundr- aö' fulltrúar voru viðstaddir og út- nefndu þeir Skúla í einu hljóöi til að sækja til þingsætis í næstu al- mennu fylkiskosningum. Á fund- inum töluöu, auk þingmannsefnis- ins, þingmennirnir Vinkler og S. Hart Green og ýmsir aörir, og komu ræöur allra í einn staö niður, að styöja af ýtrasta megni hinn vin- sæla og valinkunna sæmdarmann til sigurs í kosningar baráttunni. Formaður félags liberala í kjör- dæminu, G. G. Serkau, kaupmað- ur á Ashern, var einnig í kjöri, en dró s:g til baka og kvaöst mundu veita Skúla Sigfússyni alt þaö fylgi, sem hann orkaði. Kominn aftur úr suður- för. Fyrir tveim eöa þrem árum lagöi brezkur liösforingi upp til aö ná suöurhe'imskauti, og um sama leyti tóku þrír aðrir sig til í sama erindi, einn frá Japan og varö þeim litið ágengt, þó vel væri út- búinn; kómst hann heill heim aft- ur, meö litla frægö. Hinum brezka reiddi svo af, se)m öllum er kunnugt, aö hann komst þangað sem hann ætlaði sér, en varö úfii á leiðinni til baka, og er sagt, að vistaskortur hafi orð:ð honum og hans félögum að fjörtjóni. Roald Amundsen komst heill á húfi til baka, með sína Norðmenn, að af- loknu erindi. Hlinn fjóröi, sem lagöi upp um likt leyti, var gerður út af Ástralíu stjórn, og skyldi kanna ýmsa staði, er óþektir voru þar syðra. Formaður fararinnar, Dr. Mawson, er nýlega kominn aftur og segir sögu af ferð sinni, sem hér skal stuttlega skýrt frá. Dr. Mawson skildi við lið sitt og vetrarbúöir og hélt af staö í könnunarför, með tverm félögum sínum, vísindamanni frá Sviss- landi, er hét Dr. Mertz og fyrirliöa úr brezka hernum, er hét N'nnis. Þeir höfðu tvo sleða meö hundum, en SVisslendingur var mikill skíða- maöur og rann á skíðum sínum í fararbroddi, skyldi velja leiöina og gera hina vara viö, ef hættulegar sprungur yröu á leiö þeirra. Nú héldu þeir áfram langar leiðir, þartd einn daginn, aö Jæir fóru yfir gjá nokkra, er þeir kpmust yfir auöveldlega, sá sem á skíðún- um rann og Dr. Mawson á hunda- sleða sínum. Ninnis fór síöastur og var vænn spölur á milli. Eftir stund verður Mawson litið aftur og sér þá hvergi Ninnis, Snýr þá til baka að gjánni og ter að leita hans. Gjá:n var svo djúp, aö hvergi sá í botn. Loks heyrðu þeir félagar ýlfur og vein og sáu þá hvar einn hundurinn lá á syllu í gjánni, og voru þar hjá honum brot af sleðanum og eitthvaö af dóti. Svo djúpt var niður þang- aö, aö engin ráö voru til aö síga svo djúpt niður, og uröu þeir fé- lagar aö fara svo búnir frá þess- um slysastað. Vistir þeirra voni flestar á sleðá. þefm, sem þannig fórst, svo aö þeir tóku þaé ráö, að snúa þegar aftur og leita til vetrarbúða sem fljótast. Þeir tóku þegar að draga við sig matinn, sem eftir var, en sáu þó skjótt, að hann mundi skamt duga. Hund- arnir horuöust niður, því að ekk- ert var til handa þe;m, var því engin næring í keti þairra, er menn- irnir tóku að slátra þeim, Er skemst af aö segja, að Dr. Meretz þoldi ekki þetta harörétti, veiktist og dó. Dr. Mawson drógst eftir það áfram með veikum burðum, unz hann hitti á vistaskýli, er menn hans höfðu gert, þeir er leit- að höfðu þeirra félaga dauðaleit, hrestist þá svo mikið, að hann komst óskemdur til vetrarbúðanna. — Af árangri ferðarinnar er það helzt sagt, að þdr félagar hafi kannaö strendur fastalandslns við suðurskaut, á ýmsum stöðum, er rrænn þektu ekki áðúr. Samsöngur og samkoma var haldin í Fyrstu lútersku kirkju á laugardags kveldiö var, sem fjögra manna söngflokkurinn “Franklin” stóð fyrir með aðstoð þessara: Miss Clara (Oddson, Mrs. Alex Johnson, Miss Martha Anderson, Mr. Alex Johnson og ennfremur aðstoðaði söngflokkur fjögra stúlkna úr Bandalaginu. Mr. og Mrs. Alex Johnson sungu saman lagið “Down the Vale”, hún meö soprano, hann með baritone rödd. Þaö er altaf skemtilegt aö heyra þau syngja, svo fallögar raddir og vel samstiltar. Miss Clara Oddson spilaði tvö lög á fiðlu. og þótti ágætlega vel takast. Hún hefir mjög góðan listarsmekk og fer stöðugt fram. Oss má þykja mikið' til koma að svo h’stfengin mær er vor á meðal, með eins miklum hæfileikum Qg hún hefir. Miss Martha AndersOn söng hið nýja lag Sveinbjörnssons “Fáninn” og var því ágætlega tekið. Miss Andersön hefir mjög mikla rödd og fagra, enda er hún nú ráðin til að syngja á “Wonderland Theatre” Stúlknakór Bandalagsins söng tvö lög, mjög svo lagleg. Þó aö ekki hafi þær haft stöðugar æfing- ar nýlega, voru þessi lög vel sam- æfö, og er óskandi og vonandi aö þær haldi áfram að sinna söngn- um og veiti mönnum þá ánægju aö láta til sin heyra sem oftast hér eftir. Mr. Paul Bardal Jr. söng úin- samall e:tt lag, meö sinni djúpu og hljómmiklu bassarödd, og tókst mjög vel. Hið sama má segja um fiðluspil herra Theo. Árnasonar, er lék lag eftir Próf. S. K. Hall, á fiðlu sína. Mr. Árnason er ný- kominn af íslandi, aö heita má, en hefir á þeim stutta tlma, sem hann hefir dvaliö hér, getiö sér vinsæld og góðan orðstír sem listaamður og kennari í fiðluspili. Séra Fr. Friðriksson flutti tölu, er var vel tekið. Hann skýrði stuttlega frá tilefni samkomunnar, lýsti því, hve fagurt það væri og skýröi frá hvernig nú horfði viö og hvaö í ráöi væri, og var tala hans vel rómuð. “Franklin” söngflokkurinn söng nokkur lög bæöi ensk og íslenzk og er óþarfi að geta þess, að þeim var vel tekið. Þeir fjórir Frank- lin-piltar eru allir góðir söngmenn aö upplagi, æfa sig kappsamlega og taka miklum framförum. Þaö er áform þeirra að halda samsöngva á ýmsum stööum í fylkinu. Þeim ætti aö vera alstaöar vel tekið, því að það er ánægja að heyra til þeirra og fyrirtækið, sem fær arð- ] inn af starfi þirra, er lofsvúrt í j alla staði, en þaö er Gamalmenna j hæli fyrir íslenzkt fólk, sem í ráöi er að stofna hér í borg. Hvaðanæfa. Enskur maöur, er viða hefir far- iö, er nýlega kominn til Montreal, og er þar aö útbúa leiðangur til óbygöanna í norður og aUstur hluta lands vors. Þessi enski maður segist hafa komið aö aust- an sem enginn hvítur maöur hefir oröiö til fyr en hann, en það er, aö fara íótgangandi yfir Behrings sund. Hann segist hafa verið tvo daga á þeirri leið, meö tveim fylgdarmönnum af Eskimóa kyni og hafi kuldinn verið 35 stig. Það var í Nóvember mánuði. Sundið er rúm þingmannaleiö á breidd, 36 enskar mílur, frá Prince of Wales höföa i Alaska til Anvyr höföa á Kamtchacka í Asiu. Þrjár eyjar eru i sundinu, óbygð- ar og skóglausar. Þokur og suddar eru þar mjög tíöir, enda mætast þar stríðir straumar frá Kyrrahafi og Norðurfshafi. í Saskatoon fanst Kínverji reik- andi með stórt sár á hálsinum. Hann var fluttur á spítala og gaf þar upp öndina eftir nokkra stund. Áður en hann dó sór hann það, að vel þektur kaupmaður og póst- meistari þar í bæ hefði veitt sér banatilræðið og nefndi hann með nafni og tilgreindi atvik. Kvið— dómur gaf þann úrskurð, að veg- andi væri óþektur maður. 5. MARZ 1914 NÚMER 10 Munið eftir spilafundi íslenzka Liberal klúbbsins næsta þriðju- dagskvöld, á venjulegum stað og tíma. Byrjað verður að spila á mínútunni kl. 8. Tvenn veiðlaun gefin. $ 10 verðlaun voru gefin á síðasta fundi. — Úti í St. Norbert drap maöúr konu sína á laugardaginn, meö því rnóti aö berja hana i höfuðið meö skóbursta skafti. Endinn á skaft- inu gekk inn úr höfuðbeinum kon- unnar svo aö hún dó samstundis. Maðurinn er franskur og dæmdur sannur að sökinni, að því vlöbættu, aö hann heföi framið ódæðiö í brjálæðis kasti. — Á Þýzkalandi var konu ný- lega slept úr fangelsi, eftir langa fangelsis vist, er hún hafði verið dæmd til, fyrir aö myrða bónda sinn. Þaö kom upp úr kafinu, er sveitakona þessi hafði hálfnað dýflissuvistina, aö hún var ekki sek um glæpinn, heldur var hún dæmd eftir líkum ©r spæjari nokk- ur haföi borið fyrlr rétti. — Dauður er í London Minto lávarður, sá er hér var landstjóri um hríö og síðan varakonungur á Indlandi, velkendur maður um alt hiö brezka ríki, lipurmenni, góö- gjarn og vinsæll, en þótti skorta skörungsskap í stöðu sinni á Ind- landi. er uppistand og samsæri hófust þar í hans stjórnartið. — F. D. Monk, sá sem slepti feitu embætti í stjórn Bordens, af því að honum fanst stjórnin ekki halda loforð sín við kjósendur, hefir nú sagt af sér þingmanns- stöðu, og ber fyrir sig heilsuleysi. Kjördæmi hans er afarstórt og fjölment, og hafði kosið' Monk alla tíö i 18 ár, meö miklum at- kvæöá itiun. — Ritstjóri nokkur eystra, vel kendur maöur, bjó sig eins og enskur sveitamaður og lézt vera nýkominn hingað tíl landsins, vildi með þessu móti vita sann á því, hvernig “gröntum” væri tekið hér. Þegar til Toronto kom, var hann tekinn fastur, sem' flakkari og settur í svartholið. Eftir tveggja daga veru þar, var hann tekinn fyrir dómara og sagði hann þá sögu sína. Dómarinn viildi engu oröi trúa, af því sem hann sagði og skipaði að halda honum í viku, þangaötil mál hans væri tekið fynr á ný; ekki fékk hann að gera boð til vina sinna. Einn þeirra sá þó nafns hans getSð, meöal flækinga í hafti í Toronto og fékk hann út- leystan. Ritstjórinn er æfareiðiir dómara þessum, fyrir að hafa beitt sig rang:ndum og segist skulu hafa þann mann úr embætti. — Meöal þeirra morgu staða, sem hafa oröið fyrir áfelli af stormum og byljum nýlega, er Nsw York borg. Þar kom bylur með ákafri snjókomu um síðustu lielgi, sem geröi mikinn usla og ná- lega tepti öll viö'Skifti. Um 16.000 menn voru þar aö snjómokstri dagana á eftir, og 2500 vagnar, margar miljónir tunna af vatni voru brúkaðar til að þýða snjó og klaka og það þó aö undir eins hitnaöi í veöri, eftir kastið, og mik- iö þiðnað af sólbráð. Alt um það var aöeins hægt að gera aðalgötur borgarinnar umferðar færar, á öll- um hliöargötum var nálega kaf- hlaup. eftir aö tveir sólarhringar voru liðnir frá kastinu. Járn- brautarlestir til og frá borginni urðu aö sitja þar sem komnar voru og vörusendingar innan borgar gengu mjög illa, var því skortur lifsnauösynja á mörgum heimilum í borginni. 9 — Einn af ráðherrum Quebec fylkis, Devlin að nafni, er snögg- lega látinn. Hann var írskur að kyni og mikill kappi í Liði liberala, meðal sinna landsmanna austan- lands. Hann var um stund þing- maður á Bretlands þingi, og gikk þar hart fram í liði íra. — Sex verzlunar búöir og mörg verzlunar hús eyddust af eldi í smábæ, sem heitir Chaplin, í Sask- atchewan, tjón er metíið á 100.000 dali. — f Calgary vildi slys til með því undarlega móti, að stúlka steig ofan á eldspítu, sem kviknaöi á, hljóp loginn í föt hennar, og stóðu þau á sömu stundu i björtu báli. Stúlkan lét líf sitt eftir lítinn tíma, við mikil harmkvæli. — Lauzon karl er ekki af baki dottinn. Hann neitaði að draga sig til baka sem þingmannsefni f St. George kjördæmi, nema með því móti, að hann fengi að bjóða sig fram annarstaðar. Hann skyldi “renna” og leggja Taylor að velli, ef stjórnin leyfði honum ekki að reyna sig í ööru kjördæmi. Hann haföi sitt mál meö þráanum, og er nú útnefndur í La Verandrye, til aö berjast við Dr. Molloy. — Mest allra mála hefir að und- anförnuu rætt verið morð hins brezka auömanns Bentons, sem Villa uppreisnarhöföingi í Mexico, lét taka af lífi, eöa drap sjálfur. Stjóm uppreisnarmanna aftók að gera nokkuð fyrir orð Bandaríkja- stjórnar í því máli, Bretar þóttust ekki koma því við, að gera gang- skör aö eftirmáli aö svo stöddu, en áskyldu sér rétt til að klappa um eftir á, þegar færi gæfist. Stjórn uppreisnarmanna hefir lof- að að rannsaka máliö', en ekki þyk- ir trúlegt, að sú rannsókn verði hlutdrægnislaus. — Suöur í Kyrrahafi var mikill stormur nýlega, og kom það niður á eyjum þeim, sem heita Félags- eyjar. Bylgjur gengu yfir sumar eyjarnar og sópuðu burt öllu, sem fyrir var, húsum, trjám og fólki. Ekki hefir frézt, hve margir hafi farizt. — Yfir Ontario. gekk veöur mikiö í vikubyrjun, sem olli mikl- um skemdum, einkum af því, að víða kviknaöi í þökum af neista- flugi, og brunnu margir sveita- bæir til kaldra kola, með því móti, — í sumar leið voru járnbraut- ir í Canada til samans 30.000 míl- ur á lengd, og höföu bæzt við þaö ár 2.577 milur. Ontario hefir mest af járnbrautum, um 9000 mílur, Quebec næst, og Manitoba, nálægt 4000 milur hvort. Saskatchewan hafði aukið mest við' sig á árinu, um 900 mílur. Alls hafa þessar brautir kostað, að meðtöldum gróða þeirra, 1,369 miljónir dala. Tekjur allra járnbrauta í Canada voru síðastliöiö ár 257 miljónir dala. Tekjur á mílu hverja voru $8.75, sem var nokkru meir en ár- ð áður. -Rússastjórn er að gera út leið- . angur til aö leita í norðurhöfum að fyrirliðanum Sedoff, sem hóf íör sína til norðurpóls i Ágústmán- uði 1912, og var sagt, aö hann ætl- aöi að nota tamda ísbimi til að draga sleða sína. Ur bœnum. Hinn 25. f. m. andaðist að heim- ili sinu 569 Simcoe stræti hér í borg, Magnús Johnson, Skaftfell- ingur og hafði dvalið hér í landi um allmörg ár, 61 árs gamall, dugnaöar maður og vandaður. Hann lætur eftir sig ekkju og tíu böm. Jarðarförin fór fram á laugardaginn. Prestlega þjónustu framkvæmdu prestamir Dr. Jón Bjarnason og séra R. MartcSnsson. Hátíðarguðsþjónusta til minn- ingar um þriggja alda afmæli Hallgríms Péturssonar verður heldin í Mozart sunnudaginn 8. Marz kl. 1 e. h. Eftir guðsþjón- ustuna heldur Sléttusöfnuður árs- fund sinn. Safnaðarmenn beðnir að fjölmenna. Rlaðið “The Statesman”, sem gef- ið er út hér í bænum. flutti nýskeð mynd af A. S. Bardal útafararstjóra í tilefni af kosning hans ti! að mæta á hástúkuþinginu í Kristjaníu í sum- a. Æfiatriða herra Bardals var get- iö um leið í blaðinu og farið Vum hann loflegum oröum aö makleg- leikum. Þriöjudaginn, hinn 24. Febr., voru þau Stefán S. Hofteig frá Minneota, Minn., og Margrét Benson gefin sam- an i hjónahand af séra Rún. Mar- teinssyni að 493 Lipton St. Brúð- hjónin fóru þegar í heimsókn til foreldra brúðarinnar að Wild Oak. Þaðan leggja þau af stað til heimil- is síns í íslenzku bygðinni í Minne- sota. Safnaðarnefnd Fyrsta lút. safnað- ar biöur þess getið út af sjúkleik Dr. Jóns Bjarnasonar, að hún óskar þess að menn ónáði hann alls ekki með prestsverkum meðan hann er jafn- veikur og hann er nú. 1 forföllum hans biður nefndin þess getið, að séra Friðrik Friöriksson gegni prests störfum safnaöarins, og menn beönir að snúa sér með þau til hans. Heim- ili hans er að 597 Bannatyne Ave., hjá h. J. J. Vopna, talsími G. 841. Herra Jón Hornfjörö frá Fram- ness P.O. og Sigurður Hlíðdal, voru staddir hér í bænum í vikunni. Jón var að finna son sinn Þorstein, sem fyrir skömmu gekk undir uppskurð hér á spitalanum. Á fimtudagskveldiö 5. þ.m. flytur séra Friörik Friðriksson fyrirlestur um hina kristilegu starfsemi meöal æskulýðsins í Reykjavík, sem hann hefir gengist fyrir og stýrt og stjórnað frá upphafi. Fyrirlestur- inn verður haldinn i sunnudagsskóla- sal Fyrstu lút. kirkju og hefst kl. 8 að kveldi. Aðgangur ókeypis. Vænt- um vér að fólk fjölmenni til að hlýða á fyrirlesarann, sem þegar hefir áunniö sér hylli margra, þó að hann hafi enn dvalið hér að eins skamma stund. Efni fyrirlestursins er og svo nýstárlegt og mikilvægt, að sem allra flestir ættu aö nota sér það góða færi, er nú býðst til aö fræðast um það, af manninum, sem öllum öðrum Islendingum er um það fróðari. Komið og fyllið húsið. Á öðrum stað í blaðinu er auglýs- ing frá þeim Thorlacius og Hansson, sem taka að sér að mála og skreyta hús; annar maðurinn í því félagi er hinn vel þekti landi vor Björnúlfur Thorlacíus; hinn er norskur maður. Væntanlega unna landar vorir þeim viðskifta, þvi að þeir “gera gott verk” og eru sanngjarnir í við- skiftum. Talsími M. 4984. Herra G. Johnson, sem um átta ára skeið hefir verið eftirlitsmaður við innflutningamála byggingarnar hér í bæ, hefir nýskeð verið sagt upp því starfi. Conservatíva stjórnin er ið- in við að sópa liberölum úr embætt- um. Það er i ráði að sameina þau tvö félög, sem aðallega hafa mjólkur- sölu Winnipeg borgar í hendi sér. Crescent félagið tekur að sér hús og áhöld og alla verzlun Carson’s fé- lagsins og rekur mjólkurverzlunina undir sínu nafni frá miðjum þessum mánuöi. Mjólkurprisana lofar hið nýja félag að lækka þann 1. Apríl í vor. Þriðjudaginn hinn 19. Febr., voru þau Böðvar Helgason Jakobsson frá Árborg og Guðlaug Eyjólfsson frá Geysi gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni. Vígslu- athöfnin fór fram að. 420 McGee stræti, heimili Mr. og Mrs. Fernis, en Mrs. Fernis er systir brúðarinnar. Að afstaðinni vígslunni stóð rausn- arlegt samsæti, sem nokkrir vinir brúðhjónanna tóku þátt i. Herra Páll Egilsson harðvöru- kaupmaður frá Calder, Sask., var staddur hér í verzlunarerindum eftir helgina. Herra Gisli Egilsson frá Lögberg P. O., kom til borgar eftir helgina og fór heim með konu sína, er verið hafði sjúk á spítala hér í borg um tima. Séra Jóhann Bjarnason biður þess getið, að Flóvent Jónsson við Is- lendingafljót hafi afhent sér $1 til Sigurlaugar Guðmundsdóttur í Rvík. AIls þá $8.00, sem bæzt hafa í þann samskotasjoð og komnir eru í vörzl- ur séra Jóhanns síðan aðaluppphæð- in var send heim í vetur. “Peg o’my Heart” er á Walker þessa viku, og hefir reynst prýði- lega vinsæll leikur, hér sem ann- arsstaðar. Höfundur leiksins bjó liann til, til þess að ná ástum stúlku er hann elskaði, og ber leik- urinn með sér þokka og fegurð, sem hrífur alla. — “Little Women” segir fallega og hjartnæma sögu af lifinu í Ameríku fyrir hálfri öld, og byrjar sá leikur á Walker 9. Marz. með matinees á fjórum síðustu dögum vikunnar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.