Lögberg - 05.03.1914, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.03.1914, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. MARZ 1914. S Rœða dr. Guðm. Finnbogasonar í samsæti fyrir J. J. Bildfell, kaldin í Rvík 1. Febr. 1914. Þeir eru fáir staðirrlir i sögun- um okkar, sem viö lesum með meiri athygli eða eru skemtilegri en þeir, sem segja frá íslendingum erlendis. Hún er t. d. góS frá- sögnin um Brjánsbardaga í Njálu en minnistæðast verður þatj sem segir frá Þorsteini Síðu-Hallssyni: “Þorsteinn Siðu-Hallsson nam staðar, þá er allir flýðu, ok batt skóþveng sinn. Þá spurði Ker- þjálfaðr, því hann rynni eigi. “Þyí”, sagöi Þorsteinn, ‘at eg tek e'gi heim 'i kveld, þar sem ek á heima út á íslandi”. Hver íslend- ingur,, sem þetta les, mun rétta ögn úr sér um leið. Það snertir við streng sem liggur djúpt. þjóðar- metnaðinum, gleðinni yfir íslend- ingseðlinu. Ósjálfrátt finst manui það. skemtilegt, að það var íslend- ingux, sem varð ekki meira við þó allir flýðu í kringum hann en svo, að hann dundaði við að binda sko- þveng sinn. Og enn skemtilegra er svarið, mótað af andriki og þótta. Menn flýja af hræöslu, en ÞorjteÍnn læzt ekki skilja aðra giída' ástæðu til að renna en þá, að vilja komast heim, og Iætur þess getið, að hánn sé íslendingur. Það er eins og hann segði: “Eg flý ekki. af því að eg er íslendingur’. Vér mtindum dáðst að sliku svari þó maðurinn hefði ekki verið Islendingur, en oss mundi naumast þykja eins vænt um það, vegna þess að “ann hver s’inu” og vér þykjumst réttbornir erfingjar þess sem íslenzkt er, hvar sem það birt- ist Sé nokkur heimsborgari í þeim skilningi, að hann telji sér ekki eitt þjóðerni öðru kærara, þá er sá maður allra landa kvikindi og mun naumast skapa nokkuð það' er nokkur þjóð hefði ágirnd á. Því þjóðerniö er “háttur” sem menn eru ortir undir, eða mót sem menn eru steyptir í. Undir sama ltætti má kveða misvel, það fer eftir efni og meðferð. í sama móti má steypa misgóða gripi, það fer eftir þvi hve hreinn málmurinn er og hvernig á er haldiö. En ' þjóðemislaus maður væri “hátt- leysa” ein, eða eins og ómótaður málmur. Enginn getur flúið frá þjóðerni sínu. Hver maður liefir það í sér eins og kvæöið “háttinn” eða málmurinn mótið. Hitt er hverj- um manni ætlað, að yrkja sjálfan sig sem bezt innan þeirra tak- marka, sem “hátturinn” setur hon- um, og það er metnaður hverrar heilbrigðrar þjóðar, að sú drápa, ec synir hennar og dætur yrkja hver sitt erindið í, verði svo dýr og andrík, svo efnishög og inn- fjálg, að aðrar þjóðir hlusti á. Þjóðem:sbaráttan um heim allan er slikt kvæðakapp. Og sú þjóðin mundi þykjast mest, sem kvæði hinar í kútinn. Þess vegna er það, að hver þjóð hefir vakandi auga á þvf, hvemig börn hennar reynast meðal annara þjóða. Þess vegna lesum vér með svo mikilli athygli það sem sagt er af utanferðum forfeðra vorra í sögunum og þess vegna þykir oss svo vænt um að heyra af velgengni Vestur-fslendinga. Vér höfum'það jafnt og forfeður vorir á tilfinn- ingunni, að enginn sé fullreyndur í sinu fööurlandi, að kostir þjóð- emis vors komi ekki til fulls í ljós fyr en það fær að reyna sig við önnur þjóðern'. Menn mæla ekki hörku steinsins á alveg sams kon- ar steinum, heldur á frábrugðnum steinum, og einkenni gimsteinsins er að hann skefur af öllum öðrum. Eins og högum vorum er háttað hér heima, geta aldrei allar þær gáfur. sem í þjóðinni búa. komið hér í Ijós og riotiö s’m til fulls, og sízt þær, sem sérstaklegastar voru og fágætastar. Þær gáfur verðum vér því nauðugir viljugir að senda á heimsmarkaðinn, þar sem eftir- spurain er. Og það er mín trú, að sá flokkur íslendinga, sem sezt hefir að 1 Ameríku, sé oss ekki m'nst verður vegna þess að vér höfum þar eins konar mælikvarða á íslenzkt þjóðerni. Vér sjáum þar hvað íslendingar duga í sam- anburði við aðrar þjóðir, og vér sjáum þar hvers virði íslendingum er arfurinn þeirra, þegar þeir fá að bera hann saman við auðæfi annara þjóða. Sú reynsla, sem þegar er fengin í þessu efni, er sannarlega gleðileg. Alt bendir á að Vestur-íslendingar reynist þeim gáfum og mannkosthm gæddir, að þeir hafi alment traust og virð- ingu þeirra þjóða, er þe:r starfa þar með, og að þeir á ýmsum svið- um séu þeim snjallari, ef tekið er tillit t’.l þess, hve fámennur flokk- ur þeirra er. En hitt er ekki minna at5. síá. hve rík ástin á ætt- lörðinni ogr ollu þvi sem íslenzkt er 'fir í brjóstum þeirra og hvernig beir sýna hana f verkintt hvenær sem tækifæri er til. Þ'að hefir ekki sannast á þeim, að svo fyrnist ást- ir sem fundir. Hitt mun heldur, aö ísland sé hvergi fegra en í endurminningum og þrá Vestur- fslendinga. Vér eignm mörg gull- fögur ættjarðarljóð, en varla neitt yndislegra en kvæöið íslendinga- dags-ræðu” eftir Stephan G. Steph- ansson. Þar er þetta : Yfir heim eða himin Hvort sem hugar þ’in önd, Skreyta fossar og fjalls-hlið Öll þín framtíðar lönd! Fjarst í eiliföar útsæ Vakir eylendan þín: Nóttlaus vor-aldar veröld Þar sent víðsýnið skín. Stephan G. Stephansson er einn vottur þess hvaða kyngikraftur býr i íslenzktt þjóðerni og tungu. Hann fér héðan um tvítugt, er bóndi alla æfi og þó eltt af höfuð- skáldum vorum. Hjá engttm er stuðlabergið íslenzkara, en kraftar hans hafa magnast og fengið meira svifrúm við að þroskast í nýrri álfu, þó kjörin væru erfiö. það er ekki lítill skerfur sem hann og ýmsir aðrir Vestur-Islendingar hafa lagt til bókmenta vorra, auk þess sem þeir stvrkja þær óbeinlin- is.með kaupum sínum. Stundum er talað um það, að íslenzkt þjóð- erni geti aldrei orðið langlift í Ameriku. Úr því mun framtíðin skera. Það er um líf- þjóöernisins eins og e’nstaklingsins: Hver heilbrigður maður reynir að lifa sem lengst, og eng'nn drepur sig í dag af því hann viti ekki nema hann kunni að deyja á morgun. Og meðan Vestur-íslendingar em lík- ir þv’i sem þeir eru nú, má telja þá blómlega kv:sti á þjóðmeiði ís- lands. Vér erum komnir hér til að heiöra umboðsmann Vestur-íslend- inga í eimskipamálinu, og mér hef- ir verið falið að segja hér nokkur orð, þó eg sé að því leyti illa til þess fallinn, að eg þekki herra Bíldfell minna en margir aðrir hér. En það sem eg veit um hann er nóg til þess, að mér er ljúft að votta honum virðingu og þökk fyrir það sem hann er, og fyrir það sem hann hefir gert. Herra Bildfell er “self-made man”. Hann hefir ort sig sjálfur, svo eg haldi mér viö Iikinguna er eg notaði áðan, og “háttur” hans er íslenzk- ur. Efnið í æfierindi' sitt hefir hann fengið sumpart hér heima, en sumt vestan hafs: í jámbraut- arvinnu, skógarhöggi, við nám og kenslu, við gullgröft og allskonar mannraunir norður í Klondyke, við fasteignasölu i Winnipeg og alls- konar trúnaðarstörf í þarfir ís- Ienzkrar menningar vestanhafs. Og mér er sagt að erindið sé alt stillilega kveðið, en fastmælt og hortittalaust. Síðasta línan sem komin er af þvi eru afskiftin af eimskipafélagsmálinu. Herra Bíld- fell sá að hluttöku Vestur- íslend- inga i því var teflt í tvísýnu og hann gerðist til að fara hingað he:m á sjálfs síns kostnað sem um- boðsmaður Vestur-íslendinga, þó um hávetur væri og engar vissar skipaferðir í tæka tfð frá Englandi hingað. Og hann kom um jólin með botnvörpungi. Erindislok hans era öllum kunn. Hér hefir komist á það samkomulag að allir mega vel við una, og framkoma herra Bíldfells var svo vinnandi, að eg hygg hann hafi af þessum fundi hvers manns virðingu og hylli. Vér þökkum rionum þvi l hjartanlega fyrir komuna og ósk- um Vestur-íslendingum til ham- ingju með slíkan umboðsmann. Vér biðjum hann að flytja bræðr- um voram vestanhafs alúðar kveðju vora með þökk fyrir drengilega hluttöku þeirra i þessu máli sem öðram er þeir hafa látið til sín taka, og vér vonum að með þessu verki sé hafið nytt timabil 1 samvinnu fslendinga vestan hafs og austan. Vér vonum að þessi hluttaka Vestur-íslendinga sé fyr- irboði þess, að hafið verði minni og minni fjörður milli frænda, svo að bráðum komi að því að íslenzkt vit og drengslund, atorka og auð- magn hvar sem er í heiminum vinni saman að því eina marki sem oss er samboðið, en það er að: rétta hvað rangt er, reisa hið fallna, byggja og bæta böl með vizku, gjöra verk sem vara unz veröld eyðist! Lifi umboðsmaður Vestur-ís- lendinga I —Tsafold. Yfirlit ■yfvr starfsemi Rcektunarfélags Norðurlands 1913. Eftir Jakob H. Líndal, framkv.stj. Starfsemi félagsins hefir ekki tekiö miklum breytingum frá því siðastliðið ár. Viðfangsefnin era hin sömu. Nokkrum smærri at- riðum hefr þó verið bætt við, og störfin aukast ár frá ári. Eg vil því að þessu sinni geta orðið fá- orður um þetta efni, en drepa að- eins á nokkur atriði. Gróðrartilraunuir. Eldri tlraunum er haldið áfram. nokkrum nýjum bætt við. Af þvi skal nefna: Tilraunir við undir- búning fræsléttu og sáning á ýms- um tímum. Sáðt’iminn getur haft mikil áhrif á, hvemig grasfræs- sáningn hepnast. Sáðtfmatilraun- irnar eiga að gefa nanari upplýs- ingar um þetta atriði. Reitur var undirbúinn og sáð í hann seint 1 fyrra haust. Annar reitur var sáður snemma í vor, og liimn þriðji f vor eftir miðjan Júni. Sennilegt mætti virðast, að haust- sáði reiturinn hefði oriðð gras- laus, og svo leit reyndar út fyrst frani eftir vor'nu, en alt í einu þaut upp þéttur og vaxtarmikill gróður, svo reiturinn varð tvísleg- inn 1 sumar. Reiturinn, sem sáð var f snemma í vor, spratt eins vel og var tvísleginn, en það sem sáð var s’iðast, spratt lakast, og var ekki slegið. ReitirnV vora í góðri rækt. Grasfræ’nu var sáð einu saman, engu byggi né höfram. Þetta er auðvitað ekki næg reynsla til þess aö byggja á. Þetta þarf að endurtakast og sömu réit- irnir að reynast í fleiri ár. En af þessu má þó ráða, að haustsán- ing getur hepnast, að betra muni vera að sá snemma en seint aö vorinu, og.að grasfræslétta getur gefið talsvert af sér þegar sam- sumars, ef sáð er a hentugum tíma og góð ræktarskilyröi fyrir hendi. Byrjað var enn fremur á fræ- blöndunar tilraunir í mismun- andi ræktaða jörð, og reyndar nokkrar aðferðir til að koma rækt i illa sprottin tún; þar á meðal var völtun með gaddvalta, er stingnr og losar sundtir alla grasrótina, áburður er svo mulinn i holurnar jafnóðum. Þessi að- ferð bar auðsæastan árangur á fyrsta sumri, en tilraunirnar eru svo skamt á veg komnar, að um þær verður ekki dæmt að svo komnu. Nú eru einnig í byrjun beifartilraunir á tún. þar sem at- huguð verða áhrif ýmiskonar bú- peningsbeitar á grasvöxtinn. Korntegundir þroskuðuust ó- vanalega vel. Bæði hafrar og bygg náði fullum proska, en mundu þó liafa gefið fremur rýra uppskéru, ,þó i stærri st’il hefði verið ræktað. Rúgur mundi einn- ig hafa þroskast, en hann var eng- inn til á þeim aldri, aðeins sáð i sumar til næsta árs. Kartöfluvöxtur var með betra móti og kartöflurnar venju frem- 1 ur þroskaöar. f ritgerðinni um kartöflutilraunimar er nánara um það atriði. Þess er vert að geta, því það mun fremur sjaldgæft hér á landi, að nokkrar kartöfluplönt- ur báru talsvert þroskuð aldini. Berin vora græn að lit, l’itið eitt aflöng. Hið stærsta var 2þ$ cm. á lengdarveginn og 2 cm. á þykt. Það vo 7 gr. Því miður gat eg ekki viitað af hvaða afbrigði berin voru. Þau fundust í tilraunareit- unum og voru tekin án þess eg vissi, en eflaust hafa þau verið af einhverju bráðþroskaðasta af- ’ brigðinu. I Rófnauppskeran var heldur ( meiri en undanfarin ár, en þó ekki eins mikil og út leit fyrir í fyrstu. Var það að kenna ofmiklum blað- vexti og stöngulmyndun, er gerði vart við sig s’iðari; hluta sumars. Slik óáran gekk nú í sumar víða um land. Margir ætla að fræinu sé um að kenna, en sannanir hefi eg fyrir, að svo er ekki. Hér í Tilraunastöðinni var sáð mörgum gulrófnafræstegundum frá ýmsum stöðum, og var ekki hægt að gera þeirra mun í þessu efni. Fræ, sem reyndist vel i \fyrra og svo sáð aftur i vor, fór á sömu leið. En upp af samskonar fræi gætti njólavaxtarins mjög mismunandi m kið, eftir sáðtimanum og garö- stæðinu. Miklu minni eða jafnvel engar skemdir komu fram, þar sem seint var plantað eða fræi sáð: meiri njóli þar sem góð vaxt- arskilyrði voru en í lélegum görð- um. Liklegri ástæða ekki fnndin en kuldamtr í vor með svo mikl- um sumarhlýindum á eftir. Æitt- um vér ekki að gefast upp við aö rækta rófur, þótt svona færi að þessu sinni. Það er ekki Iíklegt að það komi fyrir aftur nú fyrst um sinn. Trjáræktinni hefir þetta ár orð- itö hið hagfeldasta. Á nokkrum reyniplöntum, þeim, er mest höfðu vaxið í fyrra, kólu reyndar topp- sprotamir í vor, en nú hafa þær eftur fengið 12 þuml. til álnar- langa sprota. Birki hefir viða vaxið um 12 þuml. og alt upp í 20 þuml. Greni og fura 8—10 þuml., sum tré talsveri meira. í vor var miklu af plöntum plantað út úr fræbeðum, og fer þvi félag- ið smátt og smátt að komast úr þeirri plöntukreppu, er það hefir verið í undanfarið. Nokkrum nýjum trjátegundum hefir verið sáð. Þar á meðal nokkrum frá Canada og Alaska í Ameríku. Hefir félag:ð fengið gefins þaðan ýmiskonar fræteg- undir frá félaga sínum Jóni Ein- arssyni. í vor var byrjað á tilraunum með mismunandi undirbúning jarðvegs fýrir trjárækt. — Úr ársriti Ræktunarfélags Norðurlands. Frá Islandi. Húsbruni á Húsavík. Reykjavik 4. Febr. Aðfaranótt síðastliðins föstudags kviknaði i húsi sem Sunnuhvoll hét á Húsavík nyrðra, og áttu þaö bræður tve’r, Friögeir og Hjálmar Magnússynir, og bjuggu þeir uppi '1 húsinu, en þriðja fjölskyldan niðri. Varð fólkiö niðri fyrst vart við eldinn, en hann var þá oröinn magnaður. Bjargaðist fólk:S út um gluggana, alt nema Hjálmar og sonur hans á þriðja ári. Hafði stigi verið settur upp að gluggan- um og farið inn að leita þeirra, en þeir fundust ekki. En daginn eft- ir fundust lík þeirra í rústunum og hélt Hjálmar drengnum í fanginu. Kona Hjálmars og tvö eldri börn þeirra komust úr brunanum. En sex af þeim sem björguðust, eru sögð skaðbrend á höndum og andliti. Því sem næst engu varð bjargað úr húsinu. Það hefði verið vátrygt, en innanstokksmunirnir ekki. Síðastliðna viku og fram yfir helgi voru rosar og snjóveður. Flóabáturinn tafðist frá póstferð í 3 daga. í gær og dag stilt veður og frostlaust. I gærmorgvin vildi það slys til á vélbáti, sem Matth. Þóröarson útg- maður á og var á leið héðan til Sandgerðis, að vélstjórinn féll fyr- ir borð og druknaöi. Hann hét Jónas Benónísson. Þetta var í ofsaroki og ókyrrum sjó. Raflýsing er nú í undirbúningi f fsaf jarðarkaupstað. f rokveðrinu í siðastl. viku, þeg- ar Grandagarðs-virkið skemdist hér, urðu skaðar á Akranesi af sjógangi. Sjógarður framan við verzlunarhús Böðv. Þorvaldssonar kaupm. brotnaði og bryggja skemd- ist töluvert i Steinsvör. Einnig urðu nokkrar skemdir á bátum. Stykkishólms bryggjan hafði skemst töluvert í stórviðri nýlega. T 1 útlanda fara nú með “Ster- ling” H. Daníelsson yfirdómari og Sv. Björnsson lögfr. til þess að semja um smíöar á skipum Eim- skipafélagsins. —Lögrétta. Reykjavik 5. Febr. Símað frá Vestmannaeyjum : f gærmorgun réru um 50 mótor- bátar til fiskjar úr eyjunum, í heldur vondu veðri. Einn bátur- inn, “Geys’r”, fékk línuna í skrúf- una og varð því að fara þegar til lands á seglum. Þar var þá ann- ar bátur við bryggjuna, “ísak”, hafði hann ekki róið um daginn, þar sem vélin var í ólagi, en var nú nýbúið að gera viö hana. Var þessi bátur þá fenginn t:l að fara út að ná því, sem eftir var af lín- unni. Fóru á honum S gurður Jónsson frá Fagurhóli, sem var formaður á Geysi, Guðmundur Guðmundsson frá Bygðarhóli, for- maSify á ísak, Daníel Bjamason vélstjóri að austan, Axel Þorkels- son og Sveinbjörn Kristjánsson báðir úr Reykjavík. Báturinn kom ekki aftur fram, en ekki vita menn hversu hefir að borið um slysið. ætla sumir að hann hafi fengið “landfall”, sem kallað er ^brotsjó^ út við sker það, er Bessi heitir, en aðrir að hann hafi fyllt við hnuna, en þá hafa menn venjulega opna lestma og er þá altaf hætt við að fylli, ef á gefur verulega. Mennirnir sem fórust voru allir einhleypir, nema Sigurður Jóns- son, hann lætur eftir sig konu og þrjú böm. , —Vísir. Reykjavík 14. Jan. Úr Flatey í Breiðafirði er skrif- að 3. þ. m.: “1 vetur hafa óvenjumargir dá- ið hér á eynni, þar á rqeðal háöldr- uð kona, Salbjörg að nafni, 100 ára; var ekkja Jóhanns bónda Eyólfssonar, bróður séra Svein- bjarnar heitins í Árnesi og Hafliða heitms í Svefneyjum. Hún hafði fóstrað Steingrím heitinn Thor- steinsson skáld í barnæsku hans og skrifaði hann henni við og við og sendi henni myndir af sér”. Hæst útsvar á Akureyri er 1250 kr. Það greiðir Kaupfélag Eyfirð- inga, sem Hallgrímur Kristinsson veitir forstöðu. Næst eru Höepfn- ers verzlun með 1175 kr., D. D. P. A. með 620 kr., Havsteen á Oddeyri með 600 kr., Gránufélag- ið meö 500 kr., en aðrir minna. alls er jafnað niður nál. 18.700 kr. á 887 gjaldendur. Á Seyð'sfirði er jafnað niöur þetta ár 10 þús. kr. á 262 gjald- endur. Þessir greiða hæst: Hluta- félagið Framtíðin 1600 kr., St. Th. Jónsson og Þórarinn Guömunds- son kaupmenn 1100 kr., Fr. Wathne kaupm. 500 kr., Gránufé- lagiö og Imsland kaupm. 375 kr., Jóhannes bæjarfógeti 275 kr. o. s. frv. Á Ormstöðum eystra bar það slys til nýlega, að vinnumaður bóndans Guðjón draknaði niður um ís. Var sjálfur á skautum og ók á undan feér sleöa með 4 börn- um i. Brast ísinn og tell maður- inn og e'tt bamanna niöur um ís- inn. Barninu varð bjargað, en Guðjóni ekki. Sagt er að bifreiöum hér f bæ fjölgi svo í vor, að yfir tylftina komist, verði 14 alls. Verður þá nauðsynlegt — og raunar þegar orðiö það — að semja reglugerð um ökuhraða þe:rra á götum bæjarins, og eink- um þó tryggja það, að þeir einir stýri þeim, er vit hafa á þeim og reynslu nokkra. Erlendis verða bifreiðarstjórar að ganga undir próf, áður en þeir fá að stýra vögnunum. Þeirri tilhögun þarf og að koma á hér. Erlingur Pálsson sundkappi fór til Englands á Snorra goða í fyrra- dag, til að framast í íþróttum. —ísafold. -áhöld Þessi mynd sýnir Milwaukee steínsteypu Vjel Spyrjið eftir verði THE STUART MACHINERY COMPANY LIMITED. 764 Main St., - - Winniptg, Man Hlutir keyptir í ísl. eimskipafélaginu vestanhafs. Áður auglýst........kr. 166.575 Gísli Jónsson, Narrows .. kr. 50 Indriði Benediktsson Spana- way Wash............... 100 Thorsteinn G. Isdal, Clover- dale B. C.............. 100 Aöalbjörn Guðmundsson, Prince Rupert.......... 150 Arni Eggertsson, Wpg . . 5000 fÁður lofað kr. 10.000). Rev. F. J. Bergman Wpg .. 1000 Samtals kr. 172.925 Forlög Tibets. í fána Kínaveldis eru fimm feldir og merkir einn þeirra Tibet, en nú mun ekki langt þess að bíða, að sá feldur verði úr merkinu tek- inn og Tibet skiljj við Kína. Árið 1904 þótti Bretum sem Rússar hefðu of mikil völd í því foma höf- uðbóli Búdda-dýrkunarmnar, og sendu þá hersveit til Lhasa, höf- uðborgar landsins, en sveit þeirri stýrði ofurstinn Younghusband. Hann tók höfuðborgina á sitt vald, og höfðu þar ekki hvítir menn komið áður, svo sögur vitni, nema einn missionari og tveir kaupmenn- enda var öllum bannað þar að koma, utan rétttrúuöum, og lögð við dauðahegning; svo mikla helgi höfðu Búddatrúar menn á þessum stað. Þar sat æzti prestur þeirra, Dalai Lama, er þeir halda fyrir heilagan mann, telja hann vera Búdda endurborinn; þessi páfi Búdda-manna flýði, tór flakkandi um Mongoliu en lenti loksins í Peking. Ekki fékk hann þar þær viðtökur, sem honum þóttu sér hæfa og hélt heimleiðis, en Kína- stjóm sendi herlið með honum að gæta laga. Eftir nokkurn tíma gerðust greinar milli hans og hins kínverska herstjóra og flýði þá Dalai Lama 1 annað sinn, i þetta skifti á náðir Breta og hefir siðan hafst við undir áraburði þeirra á Indlandi. Þegar það kom í ljós, að Rússar ætluðu sér yfirráð í Mongoliu, af- réðu Bretar að 'láta ekki Tibet fara sömu leið, heldur leggja hramminn yfir það, þó gagnstætt væri gildandi samningum. Um þetta hafa samningar staðið að undanfömu milli Indlandsstjómar, Kínverja og fulltrúa Tibetmanna og hefir loks gengið saman með þeim, að sögn. Tibet á að vera að fullu frjálst undan yfirráðum Kínaveldis, en Indlands stjórn skaf ráða landamærum og öðram á- greinings málum milli landanna; Innanlands málum í Tibet skal stjórnað með eftirliti fulltrúa er hin brezka stjórn Indlands ræður. Afleiðingin veröur vitanlega sú að Tibet verður í hendi Breta, álíka og önnur lönd, er stórþjóðim- ar hafa tekið undir sinn vemdar væng fyr og síðar. E D D Y S ]> V o T T B O R Ð Eddy’s þvottaborð hafa sérstakt lag, sem gerir þvottinn yðar mjög auðveldan. Og þau er rétt eins gótS og Eddy's eldspitur. Spara tima og hæta skap. E D D Y S 1> V o T T A B O R Ð Fara vel meÖ hendur og föt. YFIRFRAKKAR með niðursettu verði-' Vanal. $25. fyrir $17.50 “ 43. ‘‘ 32.50 “ 30. “ 20.50 “ 22. \“ 15.50 YFIRHAFNIR með Persian Lamb kraga Chamois fóðri, Nr. I Melton Vanalega $60.(0 fyrir $38.50 “ 40.00 “ $25.50 Venjiö yður á að koma til WHITE & MANAHAN 500 Main Street, lltlbúsverzlun I Kenora WINNIPEG THOS, JACKSON & SON BYGGINGAEFNI ÁÐALSKRIFSTOFA og birgSaból 370 COLONY ST TALS. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, MAN. GEYMSLUPLÁSS: Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63 í Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498 I Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland, Vér seljum þessi efni íbyggingar: Múrstein, eement, malað grjót, (allar stærð.), eldtraustan murstein, og eldleir, Flue Lining, möl, Hard- wall Plaster, hár, Keene’s Cement, hvítt og grátt kalk, hydrated kalk, viðar og málm lath, gyps, Rubble stone, Sand, ræsapípur, weeping drain Tile, ÝVood Fibre Plastur, Einnig Mortar, rautt, gult, brúnt, standard og double strength black. FURNITURE U i L 4 % t * * f % <• % \ OVERLAND J. J. Swanson & Co. Verzla meÖ fasteignir. Sjá um leigu ^ húsum. Annast lán og eldsátyrgðir o. fl. 1 ALBERT/\ BLCCK- Fcrtege & Carry Phone Main 2597 — Varningsmaður, ættaður frá Sýrlandi, fór um rræð poka sinn og seldi smávaming í Manitoba, að sinna landsmanna sið. Hann fanst rotaður einn daginn, á víðavangi, og líkið rænt. Misindismaður, hér- lendur, er tekinn fyrir, og dæmdur sannitr að sökinni, af kviðdómi. Gripa- og Korn-hlöðu m ENDIST LENGST Kaupið Lögberg og fylgist með tímanum Piltar, hér er tæki- færið Kaup goldiö meCan þér læriö rakara i8n I Moler skólum. Vér kennum rak- ara it5n til fullnustu 4 tveim míinuSum. Stöður útvegaðar að loknu n4mi, ella geta menn sett upp rakstofur fyrir sig sj41fa. Vér getum bent yður 4 vænlega staði. Mikil eftirspurn eftir rökurum, sem hafa útskrifast fr4 Moler skólum. Varið yður 4 eftlr- hermum. Komið eða skrifið eftir nýjum catalogue. Gætið að nafninu Moler, 4 horni King St. og Pacific Ave., Winnipeg, eða útibúum I 1709 Road St., Regina, og 230 Simpson St, Fort William, Ont. Þér fáið yður rakaðan og kliptan frítt upp á lofti frá kl. 9 f. h. til I e.b —Yfirmaður í lögregluliði New York borgar, Charles Becker, sá er dæmdur var fyrir morð á á- hættuspilaranum Rosenthal, hefir unnið mál sitt fyrir yfirrétti., Þar var undirdómurinn ónýttur vegna þess að rannsóknardómarinn hafði sýnt hlutdrægni undir rekstri máls- ins, og ekki verið óvilhallur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.