Lögberg - 25.06.1914, Side 5

Lögberg - 25.06.1914, Side 5
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 25. JÚNÍ 1914. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG VIÐUR ”LATH“ ÞAKSPÓNN Fljót afgreiðsla. Ábyrgst að kaupendur séu ánægðir Með því að gefa fólkinu kost á að láta í ljósi álit sitt með beinni löggjöf, er stjórnin að framfylgja stjórnarskránni í liennar insta eðli og rétt skilda tilgangi.” Þetta eru ummæli Roblin 27. marz 1902. Charles Fitzgerald, æðsti liáyfirdómari Canada-ríkis, stáðfesti þessa staðhæfingu Roblins. Hann gaf út þann úrskurð að bein löggjöf væri stranglega í samræmi við stjórnarskrá landsins og ein- dregið í anda brezkra laga. Hann segir enn fremur: “Enda ])ótt bein löggjöf sé ekki venjuleg; og jafnvel þótt hún hefði aldrei áður átt sér stað eða verið til, þá er hún alls ekki andstæð stjórnar- skránni fyrir það. Og meira að segja þótt hún væri þess eðlis að breyta stjórnar- skránni í fylkinu, þá er það eitt af skyldum stjórnarinnar, ]>egar þörf krefur.” Bein löggjöf liefir rutt sér til rúms meira en nokkur önn- ur stefna um síðastliðna tvo áratugi. Enginn maður og enginn flokkur er henni and- stæður, nema þeir, sem halda dauðahaldi í einveldis- og hnefaréttshugmyndina gömlu — það er eins og lengstum hef- ir verið, fólkið öðrumegin, kúgunin hinu megin. Til skýringar. Roblin segir að með beinni löggjöf ef hún komist á, geti bindindismenn heimtað at- kvæði um afnám vínsölu á klúbbum og gistihúsum og þess vegna sé það sama sem ekkert, sem Framsóknarmenn lofi bindindismönnum. Þetta er bæði sannleikur og ■lýgi- Það er sannleikur, að ef Framsóknarflokkurinn kemst að og þar með hein löggjöf, þá geta bindindismenn krafist atkvæðagreiðslu um áfengis- sölu. En* það er lýgi að því leyti að Framsóknarmenn bjóði ekkert í bindindismálinu. Ef aðeins ó að trevsta á beina löggjöf í því máli, þá mundi Roblin eða einhver annar vín- elskandi láta rannsaka það fvrir öllum dómstólum iands- ins, hvort leyfilegt væri fylkis- búum að semja vínsölubanns lög; þetta gerði hann þegar ógæfa fvlkisins setti hann við stýrið, og hann mundi gera það enn; það þýddi það að málið drægist í 2—3 ár, og á meðan héldu klúbbarnir áfram. Loforð Framsóknarflokksins til bindindismanna er ákveðið. Það er fyrst og fremst það að banna atkvæðalaust og um- svifalaust vínsöln á klúbbum —þeim verður undir eins lok- að sem vínsölukrám, þegar Framsóknarmenn komast að; í öðru lagi verður tafarlaust greitt atkvæði um það, hvort vínsala skuli halda áfram á gist'ihúsum eða ekki, og það verður gert að lögum að banna þar vínsölu tafarlaust, ef ein- faldur meiri hluti verður með því, an þess að það geti gengið til dómstóla; þjóðin verður þar látin vera æðsti dómstóll. Roblin segir að Norris hefði átt að láta kosningar snúast um þetta mál, lofa að gefa þetta- vínsölubann atkvæða- laust. Nei, þúsund sinnum nei. Bindnidismenn eru ekki svo ósanngjarnir að þeir vilji þren.gja sínum vilja upp á meirihluta. Það er sanngjarnt í þeirra augum, a^ hvenær sem meirihluti er með máli, þá eigi það fram að ganga, með- an meirihluti sé því andstæður sé það ótímabært og ósann- gjarnt að fara fram á það. En þeir álíta það nokkurn veginn víst. að hvenær sem atkvæði fáist um betta mál, þá verði það samþykt. Og astrrðan fyrir því að Roblin h.efir rrfinlega neitað að legfa fóVkinu atkvcrði um hað, er sv að hann hefir vitað að meiri hlvfi vrði með því; hann hefir þri vrliað láta minnihlut- ann raða, af þvi hann sjálfnr var r minnihlutanum.. Þetta er (teginnm Ijósara; hann gat enga aðra ástæðu haft fyrir neituninni. Rœður séra Gordons. Roblin og Norris. NitSurl. ÞaS er heilmikið talaö og skrif- aö af vitleysu, um hina svoköll- uöu “útlendinga”. Eg er ekki hræddur viö út- lendingana í Manitoba. Eg er hræddur viö þá sem reyna að múta og afvegaleiöa og ginna þá, sem hingað koma, á meöan þeir eru mállausir og skilja hvorki landiö, þjóðina né siðina. Vér krefjumst þess, aö pólitísku flokkarnir séu hreinir í hvötum sínum og fram- kvæmdum. Vér vitum aö brenni- vínsvaldið styöur aðeins þann flokk, sem vill þjóna því og styrk- ir þaö. Vér vitum að til eru póli- tiskir flokkar sem má kaupa, ef nóg er í boöi. Vér vitum aö póli- tískir flokkar hafa veriö keyptir af vinvaldinu. Þaö er þess vegna rétt og sjálfsagt, aö vér heimtum skýlausar yfirlýsingar og loforð af munni pólitísku flokkanna. Oss þykir fróölegt að vita livar Framsóknarflokkurinn er i vín- sölumálinu. Vér vitum hvar Roblin er í þvi máli. Hann trúir því að dtykkjnskapur sé félagsleg nauSsyn og aS hann ætti þess vegna aS vera gerSur útlœgur frá Manitoba mcS algerSu vínsölu- banni. Þetta sýnist nú auðvitað dálítið hvaö upp á móti öðru. En vér vitum þaö meö vissu hvar Roblin er í þessu máli — viö það er talsvert unniö. Hann er viður- kendur vinur brennivínssölunnar. Vér höfum biðiö þess í 9 ár aö Roblin og fhaldsstjórnin geröi eitthvað. Og vér liöfum biðið árangurslaust. Arér ætlum ekki að bíöa lengur. En nú komum vér til þin, vinur vor, Norris. Hvar stendur þú eöa situr i þessu máli? Ert þú bindindismaður af sann- færingu eða praktísku ? Ert þú á móti klúbba- og gistihúsa brenni- víni af einlægni? eöa fyrir flokks- heill? Er stefnuskrá þín til þess gerö aö komast inn á hejmi? Skoðar þú bindindismennina sem vini þina eöa ónæðisgesti? Komdu fram. vinur, og segðu oss eins og er. Flokk sem ekki er viö völd, biðjum vér um meira en tóm Iof- orö. Vér biðjum um yfirlýsingu af sannfæringu. Vér vitum hvar Roblin er, og vér viljum gjama vita eins ná- kvæmlega hvar þú ert. Mr. Norris, hvaö hefir þú að segja um afnám vínsölu á klúbbum og gistihúsum? Svaraðu þessari spurningu sam- vizkusamlega og einlæglega. Pólitískir menn kvarta oft um þaö, aö fvlgi bindindismanna sé litils viröi, Roblin biöur um bind- indisfvlgi og kvartar svo þegar hann fær þaö ekki. Norris biöur um fylgi þeirra og kvartar ef hann fær þaö ekki. Svar allra sannra bindindismanna er innifalið í þessum oröum: “Gef oss eitthvað til að styðja.” Skýröu skoöun þina; settu upp nierki þitt; dragöu upp flagg þitt og lát oss sjá hvaö- an vindurinn blæs.. Eða eins og Billy Sunday mundi segja: “Taktu til starfa!” Það sem bindindismáliö þarf í þinginu í Manitoba, er ekki ein- ungis vinur, heldur einnig örugg- ur bardagamaöur. Vér þurfum aö fá flokk, sem vér getum ekki aöeins greitt atkvæöi meö, heldur barist fvrir. Veikleiki Framsóknarflokksins í minum augum er sá, aö hann ger- ir sér ekki næga grein fyrir afli bindindismanna i fvlkinu. Bind- indisstefnan er sterk stefna. Það er stefna sem lifir og þroskast án pólitiskrar vélar, sem veití henni vernd og uppeldi. Það er stefna óstudd af pólitískum hlunnind- um. án sérréttinda, án valda, án auöæfa. og án hjálpar frá öllu bessu. Ræöa Dr. Wilsons frammi fyrir Roblin lýsti greinilega og trú’ega hinni sönnu bindindis- stefnu þjóðarinnar; þar sést hve voldug hún er. Vilja Fra^n- sóknarbræður vorir hagnýta sér þaö mikla tækifæri sem nú býöst? Bindismenn í Manitoba eru farnir aö vera óþolinmóðir. Þaö kostaöi þá 5 ár aö tá einni setn- ingu bætt i héraösbannlögin, til bess aö þau yrðu aö nokkru liöi. Þaö er engin furöa þótt þeir séu farnir aö veröa óþolinmóðir. Og eftir þessi 5 ár. eru þeir jafnvel ekki vissir um að þeir hafi fengið : þessa einu setnngu. Fyr eða siðar verður annarhvor i hinna stóru pólitísku flokka í Manitoba að segja skilið við" brennivínsvaldið. Hví þá ekki að j gera þaö tafarlaust? Takið eftir oröum mínum; Framsóknarflokkurmn í Manitoba j sigrar ekki Ihaldsmenn meö nein- um vægðartökum; hann verður að j koma fram meö þrumum og eld- ingum. Hingað til hefir hann ekki unnið með neinum stórskotum. Takið eftir! Syndasvefn Ihalds- leiðtoganna og morðingjakúlan hefir skapað tækifæri. Nú er tími til stárfa. Brennivínsmálið er aðalmáliö í hugum lólksins í Manitoba nú sem stendur. Eini möguleikinn fyrir Fram- sóknarflokkinn er sá, aö skjóta sprengikúlum á óvinina. Ahrifa- mesta sprengikúlan sem flokkur- inn getur sent, er að koma fram eindregið með afnámi vínsölu á klúbbum og gistihúsum. Við biðjum ekki Framsóknarflokkinn í Manitoba aö gera það hér, sem ekki hefir verið gert annarsstaö- ar. Annarsstaðar hefir bindindis- máliö gefið stjómmálaflokkum byr undir vængi, og þúsundir manna flykkjast um þaö ár frá ári. Það sem hér er íarið fram á, er þaö sanngjamasta, sem bindindisfólkið hefir nokkurn tima farið fram á. Þaö er sanngjöm málamiðlun; en þaö er aðeins spor í áttina; þaö er hæll, sem rekinn er niður í jörðtna til þess aö mæla þaö, hversu langt ver höfum komist i praktískn Iöggjöt gegn drykkjtibölinu. Misskiljið mig ekki. Málamiöl- un er aðalatriði allra stjórnmála, og afnám vinsölu, eins og hér er farið fram á, er allra sanngjarn- asta málamiölun, sem bindindis- menn hafa nokkru sinni boðið; hafandi i huga þann dag og þá stund, þegar síöasta víngerðarhús og siðasta vinsöluhola, verður lok- uð fyrir fult og alt. En það er málamiðlun; hálf sneið, og sá pólitískur leiðtogi, sem ekki er þess albúinn að taka því, hann er sannarlega ekki langt kominn 1 bindindisáttina. Áhugasamur stjórnmálaflokkur, sem ekki er við því búinn. að ganga ’heilming'inn af hálfri leiö, er ekki til neinna stórskotahríða liklegúr. Þetta er stefna margra bindind- ismanna: “Ef ekki er hægt aö fá neinn pólitískan flokk, sem vilji lofa afnámi brennivínssölu á klúbbum og gistihúsum, þá skui- um við mynda nýjan flokk með bindindi að aðalstefnu og sópa burt öllu brennivínsvaldi í allri mynd.” Fn við skulum sjá hvað Fram- : sóknarflokkurinn gerir. Þessi ræða var ilutt áður en bindindismenn héldu þing sitt; áð- ur en Framsóknarmenn tóku ■ bindindismálið upp á dagskrá. og 1 áður en Roblin hélt sina frægu bindindisræðu í Neepawa. stofnun — þeir sannarlega þurfa j þess, ef þeir veröa svo blindir að j kjósa hann. YFIRLÝSING THE ALBEBT GODGH SDPPLY CO. Til leiðbeiningar fyrir heima- t’rúboðsnefnd kirkjufélagsins og þá söfnuði sem prestlausir eru, lýsum við undirritaöir yfir því, að fyrir þann tíma sem Siguröur S. Khristophersson, hefir gegnt prestverkum hjá okkur. þá hafi hann leyst verk sín af hendi meö alúð og i þeim anda, sem nauð- synlegur er til þess að prestverk hepnist. Churchbridge, 19. júní 1914. í safnaðarnefnd Konkordia- safnaðar. G. Eggertson J. Arnason B. Thorbergson J. Finnsson S. Lpptsn. ÚR BRÉFI s^s Vestu, 9. júní 1914. Kæri vin! Þá erum við komin um borð í Vestu, með alt okkar dót, og leggjum af stað um miðjan dag á morgun. Ferðin hefir gengið vel, fengum að vísu hvassviðri á norð- austan síðústu tvo dagana, svo skipið valt mikið, en vorum ekk- ert sjóveik. Okkur líkaði ágæt- lega annað farrými á Corsican; við höfðum að vísu “inside berth”, af því við komúm svo seint, en þar var loftgott, og nógu kalt eftir að út á hafið kom. Aðhlynning öll og matur ágætur, og þjónustu- j fólk hið liprasta, og reyndi að láta j manni liða sem bezt. “Conserts”, j leikir, og alls konar skemtanir, ! sem við nutum vel, þarsem við j vorum ekkert sjóveik. í Glasgow höfðum við sama sem enga við- dvöl. Allan línu agentinn lét okk- ur hafa “cabs” fyrir okkur og allan flutninginn okkar ókeypis, ! og við vorum komin til Leith tæp- um tveimur klukkustundum eftir að við fórum af skipinu. Eg get ekki annað en verið hæst BYGGINGAEFNI OG ALLAR VIÐARTEGUNDIR OFFICE: 411 TRIBCNE BUILDING - - PHONE: MAIN 124B WAltE HOUSE: WALL SREET. PHONE: SHERBROOKE 2665 ánægður með meðferð Allan lín- unnar á okkur. Og þegar eg fer aftur yfir liafið, þá fer eg með Allan línunni. Kær kveðja til konu og bama þinna og allra kunningjanna. Þinn einl. Stefán Björnsson. y[ARKET J J ()Ti;i. Viö sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Séra Runólfur Marteinsson fór norður að Hnausum á þriðju- daginn. Var hann að flytja þang- I að konu sina og börn, sem ætla að j dvelja þar í súmar. Séra Runólf- ur á þar sumarheimili. Hann kom heim aftur i gær. V erðlaun i gefin fyrir kapphlaup á sunnu- dagaskóla “picnic” Fyrsta lút. safnaðar og Skjaklborgar-safnað- j ar haldið í Selkirk, 20. júni 1914. Drengfir, 6 ftra—1. Frank Gillies, 2. I Björn Steíánsson, 3. Stefán Hólm, 4. j Jón Jónsson Stfllkur, 6 ára—1. Svava Oddson, j 2. Arnbjörg Magnflsson, 3. Lilja Björnson, 4. Gíslfna Johnson. Drengir, 7' ára—1. Ragnar Jörgen- son, 2. Alfred Johnson, 3. Ágúst Ingimundarson, 4. Edward Oliver. I Stúlkur, 7 ára—1. Emma Ólafsson,: 2. Ragna Björnsson, 3? Hrefna Egg- ertsson, 4. Ingibjörg Stefánsson. Drengir, 8 úra-—1. Kjartan Eggerts- son, 2. Hugh L. Hannesson, 3. Her- bert Goodman, 4. Sveinn Sveinsson. Stfllkur, 8 ára—1. Kristín Magnús-j son, 2. Pearl Anderson, Inga Good- man, 4. óla IngimundarSon. Stúlkur, 9 ára—1. Helga Magnús- son, 2. Marta ‘Freeman, 3. Jewelj Swanson, 4. Elln Magnússon. Drengir, 9 ára—1. Willie Fergu- son, 2. Jóhann Thorsteinsson, 3. Stefán Oliver, 4. Karl Ingimundar- son. Ðrengir, 10 ára—1. Stefán Jónsson, 2. Hallgrtmur Magnflsson, 3. Gunnaf Stephensen, 4. ólafur Jðsephson. Stúlkur, 10 ára—1. Margrét Erlk- son, 2. Geira Freeman, 3. Sylvia Hall, 4. Alma Stephensen. Ðrengir 11 ára—1. Björgvin Kroy- er, 2. GuSmundur Björnsson, 3. Kon- ráS Joseph, 4. Wilfred Swanson. Stúlkur, 11 ára—4. Clara Hansson, 2. Magnea Einarsson, 3. Solveig Wal- terson, 4. Lillian Eyman. Drengir, 12 ára—1. FriSrik Mag- nússon, 2. Stefán SkagfjörS, 3. Mag nús Stephensen. Drengir 16 ára — 1. Porvarður Johnson, 2. FrlSrik Thorláksson, 3. GuSm. Johnson. Stúlkur, 12 til 14 ára—1. Lilly Jonson. 2. óltna Magnússon. 3 . Hltf SigurSsson. » Drengir 12 til 14—1. GuSmundur Bjarnason, 2. Clarence Julius, 3. Hálfdán Thorláksson. Stúlkur, 14 til 16 ára—1. GuSríSur Magnússon, 2. GuSvaldtna S. Ntelsson, 3. Jóna VopnfjörS. Drengir, 16 til 20—1. Emil Ðavid- son, 2. Egill Ingjaldsson, 3. Jor- varSur Johnson.' Stúlkur, 16* til 20 ára—1. Anna Vopni, 2. Kristfn Sveinsson, 3, Lára Blöndal. Stúlkur, 12 ára—1. GuSrfln Ingi- mundarson, 2. Anna Bjarnason, 3. ólöf Magnússon, 4. GuSrún Ingjalds- son. Menn, 20 ára og eldri—1. M. R. Kelly, 2. ólafur Bjarnason. Konur 20 ára og eldri—1. Mrs. ValgerSur Johnson, 2. Salóme ólafs- son. Ðrengjat Three-legged race—1. Magnússon and Bjerring, 2. Kelly and Björnsson. Kvenna Potato hlaup—1. Magný Einarsson, 2. Stefanfa Eydai. CANflOflí FINEST THEATW VIKUNA FRA 8. JÚNÍ SAGAN ÓGLEYMANLEGA AF CAPT. SCOTT sögð nieð ÍOO sannarlcgn fögruni hreyfiniyndum VIKUNA FRÁ 15. JÖNl CllAUCET OLCOTT lcikiir |>á í “SHAMEEN DHU” ALLA N STU VIKU Mats. Mlðv.il. og Laugard. Ilin árlcga hlngaðkoma CHAUNCEY O L C O T T í nýjum leik eftir Ilida Johnson Y'oung, sem Iieitir —“SHAAIEEN DHU”— Sætasala byrjar Föstudag kl. 10 f.h. Kveld $2 tii 25c. Mats. Sl.50 til 25C. Piltar, hér er tæki- færið Kaup goldiB mefian þér lært6 rakarn i8n I Moler skólum. Vér kennum rak- ara 18n til fullnustu á tveim mánutun. Stö8ur útvegaSar a8 loknu námi, elia geta menn sett upp rakstofur fyrlr sig sjálfa. Vér getum bent y8ur A vænlega sta8i. Mikil eftirspurn eftlr rökurum, sem hafa útskrifast frA Moler skólum. Vari8 y8ur á eftlr- hermum. Komi8 e8a skrlflS efUf nýjum catalogue. Gæti8 a8 nafninu Moler. S homi King St. og Pacifls Ave., Winnlpeg, e8a útibúum t 170* Road St„ Reglna, og 230 Simpaon St, Fort William, Ont. Þér fáið yður rakaðan og kliptan frítt upp á lofti frá kl. 9 f. h. til I e.h Robliil sagði í ræðu sinni í Carman, að ef hann yrði kosinn. skyldi liann sjá um að þar yrði bygt hæli fyrir blinda menn. — Gárungarnir segja að hann hafi meint blmdfulla menn.. "Það er stefna min”, sagði Roblin í Carman fyrra þriðjudag, “að vinna fyrir eindreginni bind- indisstefnu.” Heyr! heyr! sögðu vínsalarnir, sem við voru staddir. “Það er eitt, sem ritstjóri Heimskringlu hefir fram yfir alla aðra ritstjóra, sem eg hefi þekt,” sagði maöur nýlega. “Hann er reglulega í essinu sinu, þegar liann er að klæmast.” Þegar greiða átti atkvæði i þinginu um kvenfrelsi, sagði Rob- lin þingmönnum sinum, að ef þeir yrðu með því, þá skoðjaði hann það sem vantraustsyfirlýsingu til stjórnarínnar. Þeir þorðu því ekki annað en vera á móti því. Bjarni og Jón voru staddir á horninu á Sherbrooke og Sargent götum. Þar er kirkja og nýlega sett feikna stór auglýsing. Bjarni spyr: „Er þetta Grace kirkjan"? ,.Nei‘* svaraði Jón, „eg held það sé Dis-Grace kirkjan." Leitað var i gær að Dr. Simp- son og $28,000, en hvorugt fanst. Tjnítarakirkjan hefir verið gerð að einni aðalstöð Roblins. — “Þér hefið gert bús föður míns að ræn- ingjabæli” stendur þar. Nú er Roblin farinn að líkja sjálfum sér við Krist. Altaf fer bonum fram. Roblin sagði kjósendum í Car- man fyrra þriðjudag, að ef þeir kysil hann á ])ing, þá skvldi bann sjí um að þeir fengju blindra- Nafnfrægur flugmaður, sem flýgur i loftinu á sýningunni í W innipeg 10. Júlí. KJÓSENDUR í KILD0NAN 0G ST. ANDREWS! FÖSTUDAGINN 10. JÚLÍ ER KOSNINGADAGUR Atkvaeði fyrir þingmannsefni Framsóknarflokksins, er atkvæði fyrir betri stjórn. Þér þurfið að fá praktíska ráðvand| og færa stjórn. Þér hafið það ekki þar sem Roblinstjórnin er. * Það er kominn tími til að breyta. Óskað er eftir ábrifum yðar og atkvæðum. Virðingarfylst Yðar einl. GEO. W. PROUT, 1000 manna, sem Oröiö hafa heilsulitlir, hafa haft stór- mikiö gagn af hófsamlegri brúkun á DREWRYS Redwood Lager Hreinasta malt-tonic Æfinlega eins á bragö iö og jafn góöur. REYNIÐ ÞAÐ J. J. BILDFELL FASTEIGnASALI Soom 520 Union Bank TEL. 2685 Selur hús og lóöir og annast alt þar aölútandi. PeDÍngalán Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Korni Toronto og Notre Dame Phone Garry 2988 Hetmilfs Garry 899 Fáið ánægju af skóakaup- um með því að kaupa þá í Quebec Shoe Store 639 Main Street, Winnipeg Rétt fyrir noróan Logan Ave. Thorsteinsson Bros. & Co. Byggja hús. Selja lóðir. Útv«ga lán og eldsábyrgð. Fónn: M. 2982. 815 Somenet Helmaf,: G .73«. Wlnnipeg, Þetta erum vér Tke Coast Lumber Yards, Ltd. 185 Lombard St. Plione Main 765 I>rjú “yards” J. J. Swanson & Co. Verzla meS fasteignir. SjA um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 1 AlBERTfl BLOCft- Portaga & Carry Phone Main 2597

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.