Lögberg - 25.06.1914, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.06.1914, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JCNÍ 1914. 7 Pú þarft að fá þér 01 LAVAL Rj óma skilvindu tafarlaust IEf þú notar enn einhverja gamla aðferð og „setur“ • rajólkina. AF I>VÍ tapitS er mest og gwSi rjómans minst um miSsum- ariS þegar mest er af mjólk- inni. AF pVÍ tímin er dýrmtustur á, bændabýlum um þetta leyti árs og tími sparaSur meS góSri skilvindu er mest virSi. AF I>VÍ undanrenningin er lq- legust þegar heitt er veSriS ef ekki er notuS skilvinda, og oft til meiri skaSa fyrir kálf- ana en gagns. AF þVl endurbættar DeLavai skiivindur gera fullkomiS verk og rjómin jafngóSur hvaSa veSur sem er. Ef þú hefir mjög gamla De Laval skilvindu eða lé- legri tegund. AF þVl tapiS viS bilega skil- vindu sem felst I ófullkomn- um aSskilnaSi rjómans, og ly- legum rjóma, vegna þess að erfitt er að hreinsa skilvind- una er mest um hita timan. AF pVÍ þaS sparar tlma aS hafa skilvindu sem mikið tekur. AF þVÍ endurbætt De Laval skilvinda er mfklu auSveld- ari og þægilegri meSferSar og hægr að hreinsa hana en nokkra aSra skilvindu, og þú mátt ekki viS því að eyða timanum til ónýtis um anna- tfman viS þaS að vera að stumra yfir skilvindu sem löngu ætti að vera komin út á haug. aS vera komin út á haug. AF 1>VÍ De Laval skilvinda eins og hún er nú er eins miklu fullkomnari öSrum skilvind- um eins og aðrar skilvindur eru fullkomnari “setningar" aSferSinni gömlu. Og allir yfirburðir De Laval skilvind- unnar koma bezt r ljós um hita tíman. De Lnval salinn í þínu bygðariagi lofar þér með ána'gju að reyna vélina lieima hjá þér. Ef þú þekklr ekki þann, sem selur vélina í nágrenni þínu, þá þarftu ekki annað en skrifa á næstu aðal skrifstofu. DE LAVAL DAIRY SUPPLY CO„ ltd PETERBORO WINNIPEC VANCOUVER Barnabálkur. Góða flóin og slœmi konungurinn. (Xftir Vktor Hugo). Þaö er sagt aö aldrei hafi skáld elskaö börn meira en Victor Hugo, frakkneska skáldiö mikla. Hann skrifaöi einu sinni bók sem er heimsfræg, aöeins af ást til lítillar stúlku sem hét Jóhanna og var hann afi hennar. Litla Jóhanna var full af galsa og gleöi, og afi hennar lét alt eftir henni. Þegar þingmaöur úr öldungaráöinu á Frakklandi kom einu sinni aö finna Hugo, til þess aö ráögast við hann um mikilsverð stjórnmál, þá kom hann aö honum þar sem hann gekk á fjórum fótum, og var að leika hest, en Jóhanna og George bróöir hennar tvímentu á bakinu á honum. Þegar Jóhanna varð þreytt aö leikja, sagði hún við ,hann: ‘'Segöu okkur nú sögu, afi; einhverja fell- ega sögu.” “Þaö er nú ekkert flj'tisverk aö búa til sögu,” svaraði Hugo. “Þaö er hægt fyrir þig; þú ert enga stund aö búa til sögu,” sagði Jóhanna og hjúfraði sig upp að honum. “Þú hefir búiö til marg- ar sögur. En segöu okkur sögu, sem er ekki í bÓKunum þínum. Góöi afi gerðu það.” Svo hölluðu þau sér bæöi upp aö honum, George og Jóhanna iitla, og hann byrjaði aö segja þeim söguna; ósköp skrítna sögu af góðn flónni og slœma kónginum : Það var einu sinni fjarska slæm- ur kóngur, fólkinu leið ósköp illa, þvi hann fór svo illa meö það. En það gat ekki losnaö viö hann, því hann var ákaflega ríkur og haföi heilan herskara af leigöum þjónum til þess aö gæta sin. Þegar hann vaknaði á morgnana, var ihann alt- WINDSOR -------------------- Windsor smjers leyaist vel upp setur Ijúffeng keim á smjerið. DAIRY ■" 11 -• 'ÍEÍÍÍfi Nálega hver hæstu verðlaun voru unn- in á stóru sýning- unni af smjeri sem Windsor salt hafði ,______________ ! jjt ; SALT af enn þá verri, en hann hafði verið daginn áður. Loksins var þaö að fló, sem var allra bezta grey, heyrði talaö um þetta. Já, þetta var allra bezta fló. Allar flær eru ekki jafngóðar. En þessi fló hafði veriö sérstaklega vel alin upp. Hú'n beit fólk aldrei nema þegar hún var alveg að deyja úr hungri, og jafnvel' þá reyndi hún ,að meiða sem minst. “Það er varla þorandi aö vekja kónginn,” sagði flóin, “en eg ætla samt aö reyna aö hætta á það.” Þegar kóngurinn var aö sofna um kveldið, fann hann eitthvað, rétt eins og hann væri stunginn með nál. “Ó, hvað er þettá?” sagði hann. "Þaö er svolítil fló, sem ætlar að láta þig bæta ráð þitt,” heyrði hann svarað. “Fló; við skulum sjá til; sú skal fá fyrir ferðina!” sagði kóngur- inn. Hann hljóp ofan úr rúminu rjúkandi reiður; hrysti öll rúmÍQt- in, vandlega, en hann fann hvergi flóna. Það var heldur ekki von, því hún hafði falið sig i skegginu á honurn. Hann fór upp í rúmiS aftur og hélt að hann heföi hrætt flóna, svo hún þyrði ekki aö veita sér frekara ónæði. Undir eins og hann Iagðist niður hljóp flóin úr skegginu á honifm og beit hann aftur. “Svo þú dirfist að koma aftur, litla kvikindið þitt!” kallaði kóng- urinn grenjandi reiður. “Þú sem ert varla eins stór og sandkorn; hvernig dirfist þú að ráðast á mesta konung heimsins?” Flóin lét sem hún heyrði þetta ekki, en hélt áfram að bíta hann. Konunginum kom ekki dúr á auga alia nóttnia, og var hann í afarillu skapi þegar hann vaknaði um morguninn. Hann lét hreinsa alla höllina og þvo og sópa, og hann fækk 20 lærða menn með stækk- unargler, til þess að skoða alt í herberginu sínu. En þeir fundu ekki flóna, því hún hafði falið sig undir kraganum á treyjunni kon- ungsins. Um kveldið háttaöi konungurinn snemma, og ætlaði nú að sofa vel og vært. En þegar hann var að leggja aftur augun, var hann bitinn ákaf- lega sárt. “Hvað er þetta?" kallaði hann. "'Það er flóin,” var svarað. "Hvaða erindi hefir þú?’ spuröi konungur. “Eg hefi það erindi, að biðja þig að fara eftir mínum ráðum og láta fólkinu liða vel,” svaraöi flóin. Konungurinn varð hamslaus af reiði og kallaði gremjulega: “Hvar eru hermennirnir mínir? hvar eru varðmenn mínir? hvar eru hers- höfðingjar mínir? Komið þið allir undir eins!” Allir þjónar hans og hermenn þyrptust til hallarinnar og þangað sem konungurinn var. Þeir rifu alt rúmið í sundur; þeir rifu pappírinn af veggjunum; þeir rifu upp gólfið; en litla fióin hló með sjálfri sér, henni var engin hætta búin, hún hafði fatið sig i hárinu á kónginum. Hann hljóp inn i annað herbergi og reyndi aö sofna þar, en flóin fór á kreik og byrj- aði aftur aö bíta hann, svo hann gat ekki sofnað. Um morguninn gaf konungurinn út yfirlýsingu viðvíkjandi öllhm flóm, þar sem hann skipaði þegnum sinum að drepa allar flær í ríkinu og gera það tafarlaust. En hann gat ekki flúið góðu flóna litlu, sem var að ónáða hann. Hann reyndi að ná henni, og barði sjálfan sig i hvert skifti, þar sem hún beit hann, til þess að reyna að handsama hana; hann var allur orðinn blár og mar- inn af þessu. Hann gat aldrei sofnað og hafði aldrei frið; Hann var orðinn skinhoraður og fölur eins óg nár, og hann hefði dáið innan skamms, ef hann hefði ekki tekð það ráð að hlýða litlu flónni. ‘"Eg skal láta undan,” sagði hann loksins, “eg skal gera það sem þú ferð frarn á; hvað er það sem þú heimtar?” “Þú átt að.láta fólkinti líða vel,” sagði flóin. "Hvernig á eg að fara að því?” spurði konungurinn. “Með því að fara úr landi taf- arlaust,” svaraöi flóin. “Má eg hafa nokkuð af auðæf- tim minum með mér?” spurði kóngur auðmjúklega. “Nei!” svaraði flóin. “En litla flbin var brjóstgóð og hún lofaði honum að fylla vasa ' sína af .gulli, áður en hann for. Þegar hann var farinn kom fólkið á hjá sér þjóðstjórn; það sfjóm- aði sér sjálft og varð mjög ham- ingjusamt — leið sérstaklega vel. Og George og Jóhönnu litlu þótti ósköp gaman að þessari sögu. ÆFIMINNIIiG io. apríl síðastl. andaðist Pétur | Jóhannsson ("Johnson) í bænum Calgary, úr lungnabólgtt. Pétur sál. var fæddur 14. júlí 1864 að Húsabakka i Skagafirði. Voru foreldrar hans Jóhann Guð- mundsson Sigurðssonar á Egg í Hegranesi og Helga Pálsdóttir Sigfússonar frá Karlsá á Upsa- strönd. Pétur ólst upp hjá foreldntm sínum á Húsabakka, og var þar hjá móður sinni eftir að faðir hans dó. Reisti þar síðan bú og bjó þar þangað til hann flutti til Vesturheims 1898. Dvaldi hann 13 ár hér í Winnipeg og vann við málningu, en hafði verið þrjú siðustu árin í Calgary. Pétur sál. kvæntíst 8. maí 1888 Jóhönnu Jónsdóttur frá Glaumbæ í Skagafirði og varð þeim 9 bama auðið, af þeim lifa sjö, tveir synir og fimm dætur, er syrgja föður sinn ásamt eftirlifandi ekkjtt. Áttunda mai 1913 héldu þau hjón silfurbrúðkaup sitt í Calgary. Pétttr sál. var sannur Islending- ur; unni þjóðemi sínu og máli sér- staklega; tók hann það sárt, ef hann sá eða heyrði eitthvað því til hnekkis eða niðrunar. Hefði hann, ef til vill, komist enn betur inn í anda og eðli canadisks lifs og canadiskra viðskifta, hefði ís- lendingseðlið ekki verið eins ríkt í honum. Það mátti svo að orði kveða, að hugsttn hans væri öðr- um þræði heima á ættjörðinni. Þrjá bræður átti Pétur sál. hér i álfu. Sigmund í Morden, Jó- ‘hann i Langruth og Indriða í Beckwell; eru þeir allir bændur. Systur átti hann hér tvær: Mrs. C. Ingjaldson í Winnipeg og Mrs. Thomson í Wild Oak. Sonttr þeirra Jóhann Arnór er kvæntur i Calgary, Björg Margrét dóttir þeirra, gift C. Smith í Winnipeg og Guðrún Margrét gift Sidney Carter í Calgary. Jarðarför hans fór f.ram að við- stöddum fjölda manns. Heyrði hann til verkamannafélginu í Calgary og fylgdtt þeir honttm til grafar í fylkittgu. Þakkarávarp. Hér með vottast mitt innileg- asta hjartans þakklæti til fólksins við Icelandic River og Geysir P. O. í Nýja íslandi, fyrir þá hjart- nærnu hluttöku, sem það tók í mínum sorglegu kringumstæðum næstliðinn vetur, er eg misti bam- ið mitt ástkæra, eftir langa og þjáningarfulla legu og drotni þóknaðist að taka þaö til sín. Mér finst þýðingariaust að telja hér upp nöfn allra þeirra er gáfu mér peninga eða liðsintu mér á ýmsan hátt. Enda veit eg að fólk- ið kærir sig ekkert um það. Eg trúi því að guð borgi fyrir mun- aðarleysingjann bágstadda. Og vil eg því biðja hann, sem ekki lætur einn vatnsdrykk, í hans nafni gefinn, ólaunaöan, að endurgjalda öllu þesstt blassaöa velgerðafólki mínu, á þann hátt, sem honum finst bezt henta. Geysir P. O., Man. 15. júni 1914. Mrs. Halldóra Támasson. Eftirfarandi vísu orti Kristján Júlíus. Menn höfðu verið að fljúgast á og sá kristján annan þeirra allan klóraðan í framan; hann; horfir framan í hann og kastar fram stökunni: "Lesið hefi eg lærdómsstef, þótt ljót sé skriftin; sízt eg efa sannleiks kraftinn; ,Sælla’ er að gefa’ en þiggja” — á kjaftinn.” Áttu mjólkurkýrnar þínar rétt að gamni þínu eða til hagnaðar? Beztu mjólkurkýr í Keimi geta venjulega gefið af sér eins mikið og náttúrulögmálið leyfir, en þú getur ekki Kaft þeirra fult gagn af mjólkinni nema með því að nota „MA6IMET“ til þess að draga það úr Kenni. Það er líka til bæði ágóði og tap við kúa- bú en tap og ábati eru að miklu leyti komin undir hvaða skilvindu þú notar. Magnet rjómaskilvinda á engan sínn lika til þess að gefa bóndanum ágóða af mjóikfnni, Þu getur ekki grætt það alt á kúnni þinni"sem mögulegt er án þessað hafa hana. Hún hreins- ar burt hverja ögn af óhreinindum, hún hefir skiljara í einu lagi f stórri stálskál sérstaklega tilbúinni af þe*su félagi; hún skilur rjómann algerlega og nær hon- um öllum: hún er hin sterkasta skilvinda sem tif er og auðveldast að nota hana, óg beztu kaup sem hægt er að fá. Vér getum Sannað hvert einasia lofsorð sem sagt er um MAGNET skilvind- una, vér getum sannað það heima hjá þér á vorn eiginn kostnað. The Petrie Manufacturing Co., Limited ASal skrifstofa og verkstæði: Hamilton, Canada Vaiicouver. Calgary. Kegina. Wiunii>eg. Ilaniilton. Montreal. St. Jolin ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip Frá Montreal Frá Halifax til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD A FYRSTA FAItRÝMI.......$80.00 og upp A ÖF>RU FARRÝMI.........$47.50 og upp A pRIF>JA FARRÝMI......$31.25 ngupp Fargjald frá fslandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri.................... $56. ia “ 5 til 12 ára......................... 28.05 “ 2 til 5 ára.......................... 18,95 “ 1 til 2 ára......................... 13-55 “ börn á I. ári....................... 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðirnar, tmr~ bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor, H. S. BABDAL, horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, lem ann&at nm fu- gj&Ida sendingar til íslands fyrir þá sem til hana leita. W. R. ALLAN $•4 Maln 8t., Wlnntpeg. ACalumboCamJlOur mi.nl.iii. Afarmikil málaferli standa yfir í Edmonton um þessar mundir. Er lögreglan kærö um aö hafa ver- iö í vitorði meö vændiskvenna- húsum og alls konar ólifnaði. Víöa er pottnr brotinn. ÆFIMINNING Laugardaginn næstan fyrir páska, þann 11. apríl þ. á„ and- aðist hinn heiðviröi öldungur Einar Jónsson, aö heimili bróður síns, Guðvalds Jónssonar, í grend við Elfros, Sask. Hafði hann verið mjög lasinn til heilsu frá því næstliöið haust, þjó oftast á fótum; þartil ntánuði fyrir and- látið, aö honum þyngdi mjög. Lá hann rúmfastur eftir þaö, oftast rænulítill, stundum í dvala eða dái. Hann1 var 83 ára aö aldri. Sein- ustu 16 árin var hann alveg sjón- laus, sá engan mun á nóttu og degi- Einar sál. var fæddur t Sand- fellshaga í Axarfirði i Þingeyj- arsýsltt á íslandi. Foreldrar hans vortt Jón Pétursson Þorsteinsson- ar og Guðrún Einarsdóttir bónda i Kltfshaga í Axarfirði Hrólfs- sonar. Kona Einars Hrólfssonar, móöir Guörúnar hét Ólöf. Kona Péturs Þorsetinssonar. móöir Jóns hét Hallný Jónsdóttir. Þáu hjón- in Jón og Gu^rún bjuggu allan sinn búskap i Sandfellshaga, var heimili þeirra viöbrugöið fyrir reglusemi, þrifnað, búsæld og gestrisni. Börn þeirra, er náöu fullorðins aldri. voru )>eir bræöttr, Eittar og Guðvaldttr, og tvær stúlkur Sig- ríðtir og Ólöf, báöar dánar. Binar ólst upp hjá foreldrum síntím, þar til hann var fullorðinn; tók ltann svo við búi í Sandfells- haga að föður sínutu látnum. Um þær mundir kvæntist hann ur.g- frú Hallfríði Þorgrímsdóttur frá Hámundarstöðum í Vopnafirði. Foreldrar hennar voru Þorgrimur óðalsbóndi á Hámtindarstöðum Pétursson frá Hákonarstöðum á Jökuldal í Norðurmúlasýslu. Þeir Péturssynir voru margir; urðu þeir allir góðir og gildir bændur í Múlasýslnm. Kona Þorgríms, móðir Hallfríðar, hét Sigríður Arnadóttir Stefánssonar Schevings prests að Presthólum í Núpasveit í Þingeyjarsýslu. Ami var bóndi í Gagnstöð í Hjaltastaðaþinghá. Kona hans hét Kristin; var húm dóttir Guðmundar er lengi bjó í Húsey í Hróarstungu. Filipusson- ar. Þau Einar og Hallfriður bjuggu ntörg ár í Sandfellshaga. Þegar hann var fimtugur að aldri. fluttu |jau búferlum að Djúpalæk á Langanesströndum. Þar bjuggu þau í tvö ár; þaðan fluttu þau að Hámundarstöðum og bjuggu þar í io ár. Af börnum þeirra náðu að eins tvær stúlkur fpllorðins aldri, hin dóu öll ung. Eldri systirin heitir Stefanía, er hún gift Bjama Guðmundssyni frá Ytra-Nýpi í Vopnafirði; hún þau nú i Islendingabygðinni í Minnisota. Yngri systirin heitir Guðvaldína. Sumarið 1892 seldi Einar ábúð- arjörð sína og búslóð og fór til Ameríku með fjölskyldu sína. Vom þau hjónin fyrst eitt ár í Minnisota. svo fluttu þau vestur til Norður-Dakota og voru þar í húsmensku með yngri dóttur sina í nokkur ár og leið vel eftir hætti. Seint um veturinn 1898 tók Hallfríður þungan, sjúkdóm; lág hún atllengi og andaðist', nálægt sumarmálum. Þá var Einari svo mjög þrotin sjón að hann treyst- ist ekki til að halda áfram sjálfs- menskunni, til að sjá fyrir sér og dóttur sinni, er þá var unglingur. Þá buðu þau hjón, Guðvaldur bróðir Itans og Kristín, er var systir Hallfríðar, honum að koma til sín. Það boð þág liann með ánægju. Fór hann þá til þeirra með dóttur sína, og hafa þau bæði verið stöðugt hjá þeim síðan. Þar naut hann ávalt hinnar ástúðlegustu umönnunar þeirra hjónanna og barna þeirra, sem öll gerðu sitt ítrasta, til þess að lífsstundirnar yrðu honum létt- ar og ljúfar, enda leið honum þar í alla staði vel. Einar heitinn var fullkominn meðalmaður á hæð og þrekvaxinn; mun hafa verið kraftamaður meira en í meðallagi á fyrri árum sín- um. Stórskorinn nokkuð í andliti, en bauð af sér góðan þokka. Jafnan heilsugóður, alt fram á seinustu ár æfinnar. Hann var einstakur iðju- og eljumaður alla æfi sína; eins eftir að hann misti sjónina. Þá vann hann stöðugt að því er var við hans hæfi. Þeim hjónum búnaðist vel frá því fyrsta til hins síðasta, enda var þeim samhent með reglu. þrifnað og nýtni. Gestrisin voru þau, og gjörðu mikið gott þurf- andi mönnum og bágstöddum. Þau tóku til fósturs af sárfátæk- um foreldrum stúlkubarn, ólu það upp sem sitt eigið bam og fóru með það til Ameríku; nú er hún gift kona og líður vel. Einar sál. var góður maðiúr, merkur og vandaður, grandvar i orðum og athöfnum. Það leit svo út, sem hann hefði á æskuárum sett sér þá reglu, að tala aldrei né gera vísvitandi neitt, er væri rangt. Hann var geðprúður og hátt- prúður hversdagslega. hreinskilinn °g tryggur vinur, jafnan þýður í viðmóti og glaðlegur, en aldrei mjög kátur, góður eiginmaður og umhyggjusamur faðir. Fróður var hann um rnargt, og kunni frá mörgu skemtilegu að segja. I fajin var ákveðinn í skoðunum sínum. um þau málefni er hann lét sig nokkru varða. og hélt hiklaust frani sannfæringu sinni við hvern sem var að etja. Eindreginn og ó- skiftur fylgdi hann hinni eldri trúarstefnu, og rækti vel þá trú, er gróðursett hafði verið í sál hans á æskuárunum. Hið mesta lá!n, s^m nokkrum manni eða konu getur hlotnast. er það að vera alment talinn góður maður og verðskulda fyllilega þann orðstír. Vér íslendingar vestanhafs, þó fáliðaðir séum, erum lánsamir í þessu efni. í vorunt hópi má finna marga ágæta menn og kon- ur. fyrirmyndarmenn, bæði meðal Þegar þér þarfnist byggingaefnis eða eldiviðar þá Ieitið til D. D. WOOD & SONS, ----------- LIMITED ------------- Verzla með sand, mulin stein, kalkstein, límstein, plaatur, tægjuplastur, brenda tígulsteina, brendar pípur, sandsteypu- steina, rennustokka úr gipsi, jarðrennu- steina, aliskonar kol, eldivið og fleira. Talsímar: Garry 2620 eða 3842 skrifstqfa_: (]or> Ross 0g Arlington Str. fURNITURE l . 1 • OVERLAND þeirra, sem mentast hafa á æðri og lægri skólum, og eins meðal hinna, sent mentast hafa aðeins i skóla reynslunnar. En þó erum vér öll breisk og brotleg. Allir hafa sína bresti. Hjá öllum hreifir sér einhver synd- samleg 'tilhneiging, njþ sumum meira. öðrum aftur minna. Þá er það listin. sem oft og einatt veitist örðugt að ltfera, en sem þó allir þurftu og ættu að læra, að temja sér á lífsleiðinni; það er listin að ná fullkomnu valdi yfir geðsmun- um sinum, fýsnum og tilfinning- j um. Þetta vald mun óhætt að | Nýjustu tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐV PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Columbia Press, Limlted Book. and Commwcial Printera Phone Garry 2156 P.O.Box3I72 WIN^IIPBG fuilyrða, hafði Einar heitinn mörgtim fremur. Minning hans verður um langan aldur gevmd, blessuð og heiöruð i brj<)sti dætra hans og annara nákominna ætt- ingja og vina. Eintt af sveitungum hins látna. CANADIAN NORTHERN RAILWAY SUMARFERDIR eftir STÓRVÖTNUNUM m""" íi{"h" TIL AUSTUR CANADA og BANDARIKJANNA í gegnum Port Arthur og Duluth í sambandi við stóru skipin HUR0N1C.HAM0NIC, NORONIC (nýtt) Lestln fer frá Winnipeg kl. 6. e.h. og frá. Duluth á þritSjud. fimtud. og laugard. kl. 4.30 e. h. Fer frá Winnipeg kl. 6 e.h. daglega, og frá Port Arthur á miSvikud .^östud. og laugard. kl. 4 e.h. I.estin er einnig í .sambandl við KYRRAHAFS og VAT.VA BATANA, frá PORT ARTHUK á sunnud., þriðjud., fimtud., föstud. og laugardögum Canadlan Northern brautin á milli Winnipeg og Port Arthur er 1 gegn um fagurt landslag tll stórvatnanna- Farþegar t gegn um Port Arthur á “Northern” gufuskipi geta fengið lykla að farþegaherbergjum og að- göngumiða að matsölum skipanna t Winnipeg áður en farið er af stað, og komið þannig t veg fyrlr tafir og öþægindi. Fæði og rúm á skipunum er innifalið í fargjaldinu. Fáið allar upplýsingar frá næsta Canadian Northern umboðsmanni eða skrifið R. CREELMAN, aðal ferðaumboðsmanni C.N.R. t Wlnnlpeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.