Lögberg - 02.07.1914, Page 3

Lögberg - 02.07.1914, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚLÍ 1914- 3 Or bygðum Islend- inga. Vatnabygðir. Ásmundur GuSmundsson á Wynyard er nýlega farinn vestur til Alberta; verbur hann þar um tíma, en fer svo aS líkindum til Winnipeg og dvelur þar um hriS, áður en hann fer til Evrópu. Von er á nýjum presti í hans staö i næsta mánuði. Asmundar veröur saknað hér þegar hann fer. Hann er hæfieikamaöur mikill og hefir þar aS auki aflaS sér margra vina. Jóel Sigurðsson frá Mozart sameigandi aö meðalabúSinni á Wynyard, er að flytja þangaS (til WynyardJ. Er hann aS byggja sér nýtt hús þar í bæ. Nýja Island. Séra Jóhann Bjarnason hefir fengiS köllun frá Minnesotasöfn- uSunum. Er nú veriS aS reyna aS halda honum kyrrum, því söfn- uðirnir í Nýja íslandi vilja ekki missa hann; bjóSa honum hækkuS laun ef hann verSi kyr. Aldrei hefir veriS bygt eins mikiS á Gimli einsog í ár. Alls er búiS að bygga þar 30—40 hús, og mörg fleiri í smíöum. Og eng- inn hörgull á iólki, því húsin fyll- ast jafnótt og þau komast upp, og sum fyrri. Islendingadag ætla Gimlibúar aS halda, laugardaginn 1. ágúst, og er undirbúningur undir hknn mik- ill. 4" Minnesota. Miss Olive. Olafson frá Minne- ota og G. A. Renike bankagjald- keri, voru gefin saman í hjóna- band í Marshall 26. maí. HöfSu þau haldiS geftingunni leyndri í tvær vikur. Miss Olafson var há- mentuö stúlka og vel gefin. Frá Islandi. Samsæti mikiS var haldiö í húsi K. F. U. M. fstóra salnum), af félögunum úr K. F. U.M. og K. F. U. K. í tilefni af 46 ára afmæli séra Friöriks FriSrikssonar, er nú dvelur í Ameríku. Voru þar sam- an komnir um 150 inanns, karlar og konur. ByrjaSi samsætiS kl. á sunnudagskveldiS og hélst fram yfir miönætti. Skemti fólk sér viS söng og ræSuhöld. Þar töluSu prestarnir Jóhann Þorkelsson og Bjarni Jónsson. S. Á. Gíslason og auk þeirra Þor- valdur GuSmundsson verzlunarm. Árni Jóhannsson bankabókari, Páll GuSmundsson stúdent, GuS- mundur Bjamason klæöskeri, GuSm. Ásbjarnarson trésmiöur o. fl. — FjölluSu ræSur manna mest um ýms félagsmál, auk þess sem afmælisbamsins var minst, meS hlýjum hug. Var séra Friörik af samsætinu sent ámaöar- og heilla- óska skeyti. Samsæti þetta var öllum þeim er þaS sóttu til ánægju og mikillar gleöi. — (Vísir). Hinn 6. júní voru gefin saman í hjónaband hr. Gísli Sveinsson yfirdómslögmaSur og ungfrú GuSrún Einarsdóttir. FöSurbróS- ir brúöarinnar, séra Eggert Páls- son á BreiSabólstað gaf saman hjónin. Veizla haldin í ISnaSar- mannahúsinu. Norskur varakonsúll hefir hr. J. A. Hansen veriö skipaöur í Reykjavík. GuSm. Oddgeirsson bankamaö- ur hefSi sagt lausri stööu sinni í Landsbankanum og er nú farinn þaöan. Hann hefir síöan gerst starfsmaSur í íslandsbanka. Um hvitasunnuhátíðina gengu yfir 40 gjaldendur inn í hinn nýja Fríkirkjusöfnuð í HafnarfirSi. Próf viö háskólann í Reykjavík hafa lokiS í forspjallsvísindum jæssir stúdentar: Eiríkur Albertsson. Gunnar Andrew, Halldór Gunnlaugsson, Hinrik Thorarinsen, Jakob Ein- arsson, Jón Bjarnason, Karl Magn- ússon, Kristján Arinbjarnarson, Páll GuSmundsson. Ragnar Hjör- leifsson, Sigturgeir SigurSsson, og Tryggvi Hjörleifsson. Hornsteinninn aS hinu nýja og veglega pósthúsi i Revkjavík var lagður 27. maí síSastliSinn. NýtrúlofuS eru Björn Þórðar- 1 son, settur sýslumaSur Húnvetn- ' inga. og ungfrú Ingibjörg Ólafs- j dóttir Briem frá Alfgeirsvöllum í | SkagafirBi. Hr. GarSar kaupm. Gíslason og hr. James Hay, hafa um hriS dval- iS í KollafirSi, ásamt tveim brezk- um námuverkfræSingum til þess' að rannsaka postulínsnámur, sem þar eru sagðar aS vera. Arang- urinn af för þeirra eigi kunngerö- ur að sinni. Sextugsafmæli átti 4. þ. m. einn hinna merkustu og dugmestu manna í kaupmannastétt vorri, Pétur J. Thorsteinsson. — Kunn- astur er hann frá þeim 20—25 ár- um, er hann sat á Bildudal. Hann kom því þorpi mjög upp og hafSi þar blómlegan skipaútveg og mikla verzlun, og mannvirki hans eru þar annálsverö. Síöan sefir hann stundaS útgerS og fiskiverzl- un hér í Reykjavík. — Er hann einn af hinum sívinnandi kjark- miklu eljumönnum, sem “lyfta meS Grettistökum”, þar sem þeir leggjast á. 15 húseignir i Reykjavík á aS selja á nauSungaruppboSi tvo næstu mánuSi.. Prestastefnan í Reykjavik hefst á morgun ( ). Séra Ólafur Vigfússon prédikar. Prestastefna Hólastiftis verSur haldin á Akureyri á mánudaginn Fjártjón af fóðurskorti tilfinn- anlegt i Mýra- og BorgarfjarSar- sýslum. SömuleiSis í Arnes- og Rangárvallasýslum. TíSindum hefir þaS þótt sæta, aö Þjórsá hafSi lagt á uppstign- ingardag, á svonefndu Gljúfri. skamt fyrir ofan Þjórsárholt. Þykir þetta einsdæmi í 50 sumur, enda muna elztu menn ekki eftir þvilíkri nepju. — (TVforgunbl.) Mjög merkilegt bréf frá Jóni Vídalín biskupi, til dönsku stjórn- arinnar, um ástand lands og lýös hér, hefir Jón Jakobsson lands- bókavörSur nýlega rekiS sig á. og liefir jiaS veriS óþekt áSur. Bréf- iS mun koma út í Andvara. Björn Kristjánsson bankastjóri, hefir legiS sjúkur um hriS af botnlangabólgu og meinsemd i1 maga. Var hann skorinn upp á j Landakotsspitala nýlega af GuSm. ! Magnússyni prófessor, og er nú j sagSur á góSum batavegi. Jon Helgason prófessor fer skemtiferS til Winnipeg í sumar, og leggur hann af stað 21. þ. m. Hefir TjaldbúSarsöfnuSur vestra boSiS honum og kostar förina aS öllu leyti. ÞjóSsögur Jóns Árnasonar aug- lýsir söngfélagiS, aS þaS ætli sér aö fara aS gefa út i heilu lagi, og korni 1. hefti þeirra meS bókum J félagsins á næsta ári, og síöan eitt j hefti á ári hvérju, 6. alls. ÞaS er j hið mesta nytjaverk, og mun al-1 menningi kærkomiS. Brillouin, sá er um hríö var ræðismaður Frakka í Reykjavík, er nýlega oröinn ræSismaður í San Diago á Kúba. Var hann á leiS þangaS ásamt konu sinni er síSast fréttist. * í Niöarósi ætla borgarbúar aS reisa Ólafi konungi Tryggvasyni vandað minnismerki innan skamms Er þegar fariS aö safna fé til þess, og kosin sjö manna nefnd. sem á aS ráSa úrslitum málsins og því, hvernig minnismerkiS skuli vera. SigurSúr Nordal magister, son- ur Jóhannesar Nordat íshússtjóra, hefir nýlega fengiS doktorsritgerS tekna gilda viö háskólann í Kaup- mannahöfn. Hann ver ritgerðina i Haust. Fánanefndin hefir lokið störf- um sínum, er nú veriö aö prenta skýrslu hennar, og mun hún koma út um miSjan júní eSa svo. Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar eru nýlega komnir út i enskri þýöingu eftir C. W. Pilcher í Toronto. Biskupinn af Durham hefir ritaS formála bókarinnar og lýkur lofsorði á islenzku þjóöina, tunguna og sálmakveðskapinn. Frakkar eru fai;nir aS gefa ís- lenzkum bókmentum dálítinn gaum. Tlefir málfræSingur einn er F. Wassé heitir, snaraS Lax- dælasögu á frakkneska tungu og er bókin gefin út af bóksala er Alcan heitir. Verrier háskólakennari er og vel heima i islenzkum bókmentum og hefir vakiS athygli nemenda sinna á þeim. Látnir eru nýlega Jón Kristjáns- son ökumaSur, formaöur verka- mannafélagsins á Akureyri og fyrrum bæjarfulltrúi þar. Og ennfremur Halldór Jóhannsson óSalsbóndi í Garösvik. — Gestur Einarsson sjómaSur í Hnífsdal, druknaSi viö fiskiveiöar á önund- arfiröi. — (Vísir). e Lögrétta flytur grein um nýja kjörfylkjaskipun, sem fer fram á aS landinu öllu sé skift í 34 .ein- mennings-kjörfylki, og er þessi 1 tilraun bygö á manntalinu frá 1. f das 1910. Björn hreppstj. Bjarn- arson í Grafarholti er uppástungu- maður aS jæssari tilbreytni. Kenzlukona Kristín Arason frá Hesteyri, hefir fengið ókeypis árskenslu á kennaraskólanum 1 Höfn næsta ár og 400 kr. styrk og 25 kr. til bókakaupa. Enn- fremur hefir hr. N. Stefánsson fengiS 300 kr. styrk auk ókeypis kenslu til þess aS ganga á dansk- an leikfimisskóla. — (Lögrétta). Jörðin legst í eyði. Franskur stæröfræöingur Vér- onnet aö nafni, hefir komist aS þeirri niðurstöðu, að eftir 2 mil- jónir ára, muni jörðin hafa lagst í eySi. Hann getur sér þess til, aS hiti sólarinnar muni nú vera hérumbil 6200 stig, og með ser- stakri reikningsaðferð dregur hann af þá ályktun, aS meSalhit- inn á jöröinni hljóti að vera hér- umbil 16 stig, en viö miöjarSarlin- una 34 stig. Þetta er og í alla staSi rétt. Hann segir ennfremur aö fyrir 2 miljónum ára, hafi hitinn á jörS- inni veriS 90 stig viS heimskautin. og í þann mund hafi á þeim stöS- um kviknað hiS fyrsta lif. En eftir tvær miljónir ára sé alt líf sloknað og jörðin einn íshnöttur. En það er hætt viS því aö minsta kosti, að Véronnet sjái ekki þenna spádóm sinn rætast. Kosuth dauður. Hann var sonur Ludvig Kossuth, frelsishetjunnar nafnfrægu, og var fæddur áriS 1841, Hann stundaöi nám í London og París og lauk þar verkfræSingsprófi. Vann hann síSan nokkra tíS á It- alíu. Landsmenn hans vildu ólm- ir fá hann á þing, en hann skorað- ist undan þvi, meðan faBir hans var á lífi. En sama áriS (1884) og gamli maöurinn andaöist, gerS- ist hann þingmaöur og um leiö foringi frjálslynda flokksins. Atti hann þá mjög í brösum viS Tisza greifa og Fejevary. En aS lokum sættust flokkarnir, og myndaSi |)á Wekerle, nýtt ráðaneyti, og varS Kossuth þá einn ráöherr- anna. EITRAÐAR ELDSPÝTUR Innan tæpra tveggja ára verður það ólöglegt að kaupa eða nota eldspýtur með eitruðum hvítum brennisteini. Hver einasti maður ætti að byrja á því að nota Eddy’s Eiturlausu Sesqui - Eldspýtur °g tryggja sér þannig öryggi á heimilinu. Aður en þú girðir grasflötinn þinn ættirðu aS fóna tll okk- ar og láta umboCsmann koma heim til þín og sýna þér allar þær teg- undir sem viö röfum. Qöö girSing borgar sig betur en flest annað er þú getur lagt peninga I; ekki einungis a8 þa8 fegri heldur eykur og verðmæti eignarinnar. Verðskrá vor og sýnis bók kostar ekkert. The Manitoba Ancor Fence Co., Ltd. Henry og Beacon Streets Phone: Garry 1362 WINNIPEG ♦ -f + + -f + X X -f + -f + -f + -f + + + + + + + + + -f + -f + ♦ + f + f + Staka. Mannæru þann og1 metnað brestur er metur ei sinnar þjóðar heiður, sá er því fuglinn sagður verstur er sitt í drítar eigið hreiður. S. J. Jóhannesson. f + t + + + X + t f + f + f + f + f + f + f + f f + f+f+f+f+fff+f+f+f+f+f+f XXf+f+f+f+f+f+f+f+f+4+f+f f-i Hvoru megin átt þú heima? Með stefnu Framsóknarmanna? Móti brennivíni.\ Allar kristnar kirkjur Allir sunnudagsskólar. Öll kristileg starfsfélög. Öll bindindisfélög. 5. Verkítmannafélög 6. Bændafélög 8. Allir sannir borgarar. Eftir séra C. W. Gordon D. D. Með stefnn íhaldsmanna ? Með brennivíni. 1. 2. 3. Roblin. Stjórn hans. Brennivínsvaldið. 4. Öll glæpa og spillingafélög. Thomas Johnson, IHI.P.P, Thomas H. Johnson HEFIR BARIST MEÐ DRENGLYNDI OG DUGNAÐI MÓTI LAUNPUKRI og SVÍVIRÐINGUM STJÓRNARINNAR OG HÓTELANNA. Thomas H. Johnson HEFIR BARIST ÓÞREYTANLEGA FYRIR ALÞÝÐUSKÓLUNUM og UPP- FRÆÐSLU ÆSKULÝÐSINS. Thomas H. Johnson HAFÐI EINURÐ TIL AÐ SEGJA STJÓRNINNI TIL SYNDANNA ÚT AF SVIVIRÐINGUM og ALLS ÓSÆM- ANDI UNÐIRFERLIS - IIREKKJA- BRÖGÐUM við GIMLI-KOSNINGARN- AR OG KRAFÐIST RÉTTMÆTRAR RANNSÓKNAR. EN ROBLIN LÉT ÞA SJALFSÖGÐU KRÖFU EINS OG VIND UM EYRUN ÞJÓTA. IIEFIRÐU GLEYMT ÞEIRRI SVI- VIRÐU? EF SVO ER, ÞA FÁÐU ÞÉR UPPLÝS- INGAR UM MÁLIÐ Á EINHVERRI AF NEFNDARSTOFUM THOS. H. JOHNSONS. 10. Júlí hljóta að verða stjórnarskihi Greiðið atkvœði landa vorum Thos. H. John- son, svo að hann geti skipað fyrsta sæti í Mið-Winnipeg SKRIFSTOFUR FLOKKSINS:' Central: 634 Main Street—Phone: Main 5356. Inglis Block, Notre Dame, nál. Sherbrooke—Phone G. 2792-3-4. 644 Sargent Avenue—Phone: Sherbr. 5183. Weston: 1456 Logan Avenue—Phone: Sherbr. 1642. MIÐ-WINNIPEG ROBLIN STJÓRNIN HEFIR VERIÐ DYGGUR ÞJÓNN HÓTELANNA og BRENNI- VINS KAUPMANNANNA. ÆFINLEGA OG ALSTAÐAR Á MÓTI SKÓLASKYLDU. ÆTIÐ OG ÓSPARLEGA AUSIÐ ÚT FÉ YÐAR SÉR OG SINUM FYLGIFISKUM TIL hagnaðar við kosningar. GLEYMIÐ EKKI GIMLI-HNEYKSLINU OG HINUM 93,000 ÐOLL., ER KASTAÐ VAR ÚT TIL ÞESS AÐ FYLLA KJÓSENDUR A BRENNIVINI OG TIL ÞESS AÐ MÚTA MÖNNUM TIL FYLGIS SÉR. GLEYMIÐ EKKI MacDONALD SVI- VIRÐINGUNUM, ÞAR SEM ALSAKLAUS- UM MANNI VAR VARPAÐ 1 FANGEI.SI AN DÓMS OG LAGA. ÞAÐ SÝNIR GREINI- LEGAST SVIVIRÐINGAR og SVIK STJÓRN ARINNAR GAGNVART ALMENNU RÉTT- LÆTI. BAK VIÐ ALT ÞETTA OG MIKLU FLEIRA STENDUR NÚVERANÐI STJÓRN SEM KLETTUR ÚR HAFINU, ASAMT SIN- UM ÓHREINU HJÁLPAR-ÖNDUM. HVERNIG LIZT YÐUR A?

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.