Lögberg - 02.07.1914, Síða 6

Lögberg - 02.07.1914, Síða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JOLI 1914. Ltd Tvronto, á ÚTLENDINGURINN. SAGA FRA SASKATCHEWAN eftir RALPö CONNOR ‘'Námunni?” sagSi Kalman, og náöi toeplega andanum. “Þaö er þó ómögulegt. Heyröu Brown “Já, Brown er hér,” svaraSi hann, eg þekki -Brown, hann er nú karl sem segir sex; en hann hefir stundum á röngu máli aö standa, og svo var þaö í þessu máli.. Náma og félag, og héma er náunginn sem geröi þaö, Jack French; eg tek ofan fyrir hon- um af viröingu; hann er rétt nýkominn heim, viö vor um rétt í þessum svifum aö fá fréttirnar. — Þaö er skólahlé og hljóöfæraflokkurinn er aö byrja aö spila og leikurinn hefst. Faröu af baki af villihestinum þinum, durturinn þinn!” Og Brown þreif Kalman snögglega af hestinum. “Jack mun jafna þetta. Eg hefi ekki veriö svona heimskur um langan aldur. Eg hefir veriö í hinni ósýnilegu veröld síðasta mánuöinn, en nú er eg frjáls. Eg veit aö eg hefi verið heimskur, en alt er gott ef endirinn er góöur. Jæja, Jack, upp meö tjaldiö! — Áfram meö leikinn!” Máliö var ofur einfalt. Þegar t stað eftir að náman haföi fundist, kom French þvi til leiðar viö Robert Meuzies aö hann skyldi senda umsókn til skrifstofu innanríkismálanna í Ottawa, um hin nauð- synlegústu réttindi fyrir námunni. Umsóknin haföi verið send, en skrifstofunefndin hafði gleymt aö til- greina umboösmanninn. “Svo þú átt þá námuna aftur, Kalman," mælti Jack. “Nei, sagöi Kalman, “hún e[r ekki mín eign, alveg eins okkar eða ykkar — aö minsta kosti ekki mín.” “En hvaö er um hlutafélagið,” hrópaði Brown. “Segöu honum eitthvað frá því.” “Ó, sagöi French, út í bláinn. Mr. Meuzies hefir þegar stofnaö IíTutafélagiö. Þaö er einungis beöiö eftir samþykki námueigandans.” “Og málspartarnir munu koma hingað aö þrem vikum liðnum, eöa s^o, minnir mig að þú segðir. French,” bætti Brown viö i hirðuleysislegum róm. Andlit Kalmans varö eldrautt. Báðir mennimir störöu á hann. “Já, innan hérumbil þriggja vikna,” sagöi French “Ef eg væri ekki þannig geröur, aö vera fremur fráhverfur hinum alvarlegri störfum„ held eg aö eg mundi leggja fram lið mitt,” sagöi Brown. “Því þetta veröur eitt hið merkilegasta námufélag sem gerist, ef eg ber nokkurt skynbragö á slíka hluti.” En Kalman mælti ekki orö frá munni. Hann sveiflaði handleggjunum um herðar Jacks og sagði: ‘‘Þú er mikill maður, Jack. Eg hefði átt aö vita betur.” “Rétt er það,” sagði Jack. “Frá þessari stundu skulum viö veröa menn. Lifið er of dýrmætt, til þess að selja það af hendi fyrir ekki neitt! Námur eru góöar, en það eru til betri hlutir en þær.” “Tilgangurinn?” sagði Brown. “Mennimir!” sagði Jack meö áherzlu. “Kvenólkiö!” sagöi Brown, og vafði höndunum um konu sina. “Brown!” sagöi Jack hátíðlega. “Þú hefir á réttu að standa, eins og vinur minn Pierre Lamont mundi segja.” XVIII. KAPITULI. Ast og frelsi. Kofi Portnoffs stjómleysingja stóö i halla, mitt á milli Wakota og námunnar, hérumbil tvær mílur frá búgaröinum. Það var harla fátæklegur kof:. klöngrað saman úr þjálkum og límbdur meö leðju. Þakiö var reft meö espiviðarrenglum. Veggimir vom þvegnir, og einstaka skrautgripir mintu á tölu- verða siðmenningu. Út undir einum veggnum stóð leirofn, sem hafði það tvöfalda hlutverk, bæöi aö hita herbergið og sjóða matinn. Eins og titt er um hreysi Galiziumanna, stóö kofinn i miöjum garðinum, sem var skreyttur margvíslegu blómskrúði og fagurmynd- uöum runnum, ásamt vafningsviöar jurtum, sem teygðu sig varfærnislega upp meö leirlímdum veggj- unum. Þaö var í lok þriöju vikunnar eftir heimkomu French, aö þeir Portnoff og Malkarski, sátu síðla viö öldrykkju og reyktu pípur sinar. þrjú þúsund dali, held eg — og þaö munar um minna.” Portnoff æddi aftur á bak og áfram um herberg- iö. "Bannfærum hann! Bannfærum hann! Bann- færum hann!” öskraði hann upp yfir sig, með krepta hneíana fyrir ofan höfuð sér. “Vertu rólegur bróðir!” "Rólegur!” endurtók Portnoff. “Eg sé blóö. Eg heyra grátekka barna og kvenna. Eg sofnaöi, og mér fundust fingurnir á mér á milli tanna hans. Og eg vaknaði allslaus!” “Ó, nöldraði Malkarski, þolinmóður. Vertu þol- inmóöur, bróðir.” “Malkarski!’ öskraöi Portnoff og staðnæmdist “Eg hefi haft um sárt að binda í ýmsuin efnum af völdum þessa manns, hann hetir haft ill áhrif á sveitina mína, fólk mitt og hjarta mitt!” “Hvaö er þetta?” kallaði gamli MalkarsKÍ upp meö áherzlu. "Hefir þú?—hefir þú haft svona byröi að bera? — En Portnoff, viö verðum aö vera þolin- móöir.” Og hann talaði með slikri alvöru og hátið- leik í hljómblænum, að Portnoff var ekki lengi aö átta sig á þvi hvert hann fór. “Þú talar mjög sennilega,” svaraði hinn siöar- nefndi alvarlega. "Eg hefi fengið mjög góöar fréttir í dag,” bætti hann viö í breyttum málrómi. “Það viröist svo sem að Sprink”------ “Sprink!” tautaði Malkarski meö augljósri fyr- irlitningu; "hann er rotta,—svín og----Hversvegna að tala um hann?” “Þaö eru góð tiðindi,” mælti Portnoff, hálf- hlægjandi. “En þau eru kannske ekki sem ánægju- legust fyrir Sprink að skýra frá þeim. Það lítur út fyrir að hann hafi verið aö semja viö Mr. French. um hluttöku í námunni, en að hann hafi vísað hon- um burt úr félagsskapnum. Það var annars býsna kátlegt að heyra Sprink segja söguna sjálfan, með öllum sínum stóryrðum, formælingum og svardögum. Það hefir komið bláþráður á vinskap hans við French, grunar mig.” “Uss,” sagöi Malkarski. “Eg þekki endirinn á æfintýrinu. “Hann var svo ósvifinn, hundurinn sá arna, að ætla aö reyna aö ná í hina ungu heföarmey, Irmu. Það var dálaglegt! Og French rak hann greinilega út úr húsi sínu og gaf honum mínútu frest, til þess aö komast, sem kallað er, úr skotmáli.” “Það var rösklega af sér vikið,” bætti Malkarski gamli við, með kuldaglotti. “Hann er óþrifa rakki. Eg þurka hann út af minnistöflum sálar minnar.” “Viö verðum aö halda strangan vörð þessa dag- ana,” sagði Portnoff. “Þeir eru báöir eins, og vit- lausir hundar, og þeir munu bíta, hvar sem þeir ná til.” “Ha! Ha!” æpti Malkarski meö gríðarmiklum ákafa. “Ef það aðeins væri klárað í nótt!—í nótt.— Röddin skalf og varð líkust óhljóði.—í nótt! En þolinmæöin þrautir vinnur allar,’’ tautaði hann fyrir munni sér. “Guð komi til! Hve lengi á þetta aö bíða?” ............... “Hreint ekki lengi, vinur minn, svaraöi Portnoff.” “Nei, alls ekki lengi,” endurtók Malkarski. “Við skulum láta þá koma frá námunni. Þaö getur margt komið fyrir á járnbrautarteinunum á skömmum tíma. En umfram alt megum við ekki spilla neinu meö ónytsömu og hættulegu flaustri.” “Það er þinn dagur að standa á verði á morgun, Málkarski,” sagöi Portnoff. “Eg skal halda vörð á morgun,” sagði Malkarski. “Þegar alt kemur til alls, held eg það verði grín fyrir fjóra, að líta framan í smettið á honum, þegar við höfum komið fram áformi okkar.” Hann stóð á fætur og stikaði um gólfið. Aug- un, sem voru lengst inni í höfðinu, leiftrúðu eins og hvítglóandi kolamolar á tryllingslega og magra and- litinu. Og hann hélt áfram í myrkum bassarómi: “Já, það verður nú gaman.” Stöðugt, síðan Rósenblatt hafði komið í bygöina, var hann undir gæzlu annarshvors hinna gömlu stjórnleysingja; stöðugt við hlið dauðans, þótt ekki væri hann sér þess meðvitandi. Malkarski fékk það hlutverk, að gæta Rósenblatts næsta dag. Samningarnir í sambandi við námuna, voru í raun og veru fullgerðir. Það voru aðeins nokkur smávægileg atriði, sem eftir voru, og til þess að út- kljá þau, haföi verið ákveöinn fundur viö námuna, að kveidi hins næsta dags. Kalman hafði meö mestu tregðu lofast til að koma á fundinn. Fundarstaöurinn var í raun réttri ekki annað en dálítill hellir, sém hafði verið stækkaður, og gert úr honum rúmgott herbergi og þaðan höföu verið grafin jarðgöng yfir í brekkuna, og út frá mynninu á þeim göngum, vörú grafin önnur þvergöng, sem opnuðust hægra megin við hæðarendann. Hinumegin við gilið stóð lág og brunnu á hillum á veggjunum.. Þessir menn báðir voru sokknir niöur í alvar- legar samræður. Loks stóö Portnoff á fætur og tók aö stika um herbergiö. “Malkarski,” hrópaði hann, “þú mælist til of mikils. Þessi dráttur er aö veröa mér óþolandi.” “Bróöir minn,” sagöi Malkarski, “þú hefir beð- iö lengi. En það mega engin mistök koma fyrir i þessu máli. Þaö verður aö ganga hreint að verki. en við skulum vera þolinmóðir. En meðal annars,” bætti hann viö hálf-hlægjandi; “hver hefir sína byrði að bera. Missir námunnar, er eins og hnifstunga í hjarta hans. Það veröur annars nógu gaman, að sjá hann engjast sundur og saman, eins og skriðkvikindi. sem hefir verið stjakað við. Hann krefst mikils end- urgjalds fyrir það, sem hann hefir unnið. Eitthvað litil bjálkabygging, sem þeir herrar, Rósenblatt og Bjart var í kofanum af nokkrum kertum, sem Sprink höft5u notag sem‘ skrifstofu> á megan þeir réðu þarna lögum og lofum. Lengra niöri í gilinu voru verkamannakofar á strjálingi, sem nú voru í eyði. Þaö kostaði Rósenblatt og Sprink ærna fyrir- höfn aö undirbúa fúndinn og tók' langan tíma. Og að minsta kosti var allmjög liöið á kveldiö, er þeir höfðu lokið ráðstefnu sinni. Einni klukkustund síðar, eða svo, fanst Malk- arski, náfölur og máttlaus viö kofadyr Pórtnoffs. Gat haijn engu orði upp komið, fyr en Portnoff haföi dreypt á hann allrækilega af bezta whiskeyinu, sem hann náöi í. “Hvaö er þetta? hvað gengur á, bróöir minn?” hrópaöi Portnoff, sem ekkert botnaði i þessu tilfelli. “Hvaö á þetta ap þýða?” “Samsæri,” stundi Malkarski upp og saup hvelj- ur. “Það lang-svívirðilegast samsæri, sem hugsast getur!. Gefðu mér einn sopa til.” Við örftin þá, sem drykkurinn hafði í för með sér, náði Malkarski sér dálítið, svo að hann gat byrjað á sögu sinni. í hlé af trjáviðarkesti, sem var á bak við kofa Rósenblatts, og með höfuðið við sprungu á milli bjálkanna, heyrði hann alt, frá hinu smæsta til hins stærsta um samsærið. I þvergöngun- um, sem láu á bak við hellinn, var falið feiknin öll af púðri og sprengiefni. Og þangað átti að liggja þráður hæfilega langur. A vissum tíma ætlaði Rós- enblatt að yfirgefa hellinn, með því yfirskyni, að hann þyrfti að ná í skjöl, sem væru í kofa hans. n. meðan mundi kvikna í viðarkesti, sem ekki væri langt frá hellinum. Og á leiðinni til kofa síns mundi Rósenblatt kveikja í þræðinum, og bíða heima hjá sér, þangað til sprengingin væri um garð gengin. Svona lagað tilfelli frá náttúrunnar hendi hlyti að vera auðvelt að skýra, undir þeim kringumstæðum, sem um væri að ræða. Og til þess að byggja fyrir allan grun, ætlaði Rósenblatt að dvelja í tjaldi íyrri part kveldsins, æði langt í burtu. Samsærið var svo úr garði gert og svo um hnútana búið, að enginn grunur gæti fallið á hina seku. “Flýttu þér svo til Wakota,” bætti Malkarski við. “Eg veit að Kalman og French eru þar í dag. Eg ætla að snúa aftur til námunnar, til þess að vara þá við, ef ske kynni að þú mistir af þeim.” Portnoff gamli var fyrir löngu búinn að fel!a flugfjaðrirnar. Fyrir nokkrum árum hefði hann varla vílað fyrir sér annað eins og þetta. Veðrið var drungalegt, og leit út fyrir að hann mundi hvessa. Slóðin í gegnum liinn torfæra skóg, var mjög óglögg, og var illt að fylgja henni; svo að það var ekki fyr en seint um kveldið, að hinn aldraði maður náði til hins ákveðna staðar, og stundi upp sögu sinni með andvörpum, við Brown og foringja úr fjalla-lögreglu- deildinni; sem var staddur þar. “Hvar eru þeir French og Kalman ?” sagöi hann hvatskeytslega. “Farnir fyrir klukkustund,” svaraði Brown. "Þeir eru að líkindum komnir til námunnar núna.” “Er hægt að reiða sig á þennan mann?” spurði undirforinginn. “Já, áreiðanlega,” svaraði Brown. “Af stað!—eg mun fylgjast með.” - An frekari umsvifa var undirforinginn þotinn út úr húsinu, og kominn á bak hesti sínum. “Hvaða braut?” hrópaði hann. “Það verður bezt að fara meðfram ánni,” svar- aði Brown. “Eg held þú mundir tæpast geta fylgt þver-slóðinni. Farðu! Farðu, í guðs nafni!” bætti hann við með ákafa. Kona hans og Portnoff urðu honum samferða í áttina til hesthússins “Hvar er Pálína?” kallaði hann upp yfir sig. "Pálín'a er farin,” sagði kona hans. Hún hefir átt örðuga daga núna upp á síðkastið. Hún kemur og fer; en eg veit ekki hvert og hvenær. “Náðu í dreng,” sagði maður hennar og sendu hann út á búgarðinn. Það gæti hugsast að við gæt- um stöðvað þá þar. “Hérna er annar reiðhestur, Portnoff; légðu á hann í skyndi og komdu með mér. Við skulum fara þverbrautina; og við skulum biðja guð að vera með okkur. — Við veröum aö reyna aö komast í tæka tíö.” Geysistórir, lyfrauðif og brúnleitir skýbólstrar teygðust upp í vestrinu, hærra og hærra, og breiddu grímufald sinn yfir kveðjubros hinnar hnigandi kveldsólar. Djúp, aívarleg þögn hvíldi yfir öllu, og skógurinn var eins og söngvana eyðimörk. Brown lét svipuna ganga á klárnum og reið áfram alt hvað af tók, skeytti hvorki um farartálmana á veginum, né heldur um trjáviðarlimið, sem öðru hvoru slóst í höfuð hans. Portnoff gamli reyndi að fylgja honum eftir af öllum mætti. Þannig riðu þeir áfram, hverja míluna af annari. Oft mistu þeir vegarins sökum myrkurs- ins, en fundu hann þó jafnharðan aftur; þar til þeir að lokum, með hestana froðufellanli og skjálfandi af mæði, og sjálfir alblgðugir í framan af þyrni- stungunum, náðu inn í rjóðrið fyrir ofan gilsmynnið. Á meðan hafði fyrsti þáttur harmleiksins staðið yfir. French og Kalman biðu meö óþolinmæði við hellinn, eftir þeim, sem þeir áttu von á. Loksins mótaði fyrir Rósenblatt í myrkrinu, þar sem hann kom upp eftir gilinu. í Hann var fölur og hálfruglaður. “Eg hefi riðið mjög hart,” sagði hann. “Eg er allur saman skjálfandi eftir ferðina. Skjölin mín eru heima í kofanum, og eg verð að sækja þau.” Hann kom aftur eftir stundarkom með flösku i hendinni og tvo bolla. “Drektu” mælti hann. “Nei, þökk fyrir.” “Þá drekk eg sjálfur,” og hann helti fullan bolla af óblönduðu whiskey og tæmdi hann í botn. “Félagi minn kemur nokkuð seint,” mælti hann. “En hann hlýfur að verða kominn innan fárra mínútna. Á meðan getum við yfirfarið skjölin.” “Það er of dimt hérna,” sagði French. “Við sjáum ekki til að lesa. Þú hefir ljós i kofanum þín- um, þangað skulum við fara. “Sussu nei!” svaraði Rósenblatt snögglega, “Þaö er miklu skemtilegra að vera hérna. Eg hefi ljósker.” Hann flýtti sér lengra inneftir hellinum og kom þaðan meö ljósker. “Hérna er eldur,” sagði French, og kveikti á spýtu. Rósenblatt náöi eldspýtunum úr höndum hans og flýtti sér út úr hellinum. “Ó,” hrópaði hann. “Eg er allur af mér genginn eftir reiölagiö.” Meö mestu varkárni kveikti hann svo á Ijósker- inu fyrir utan hellinn, og setti það á borö, sem var skamt frá munnanum. French tók upp pípu sína, fylti hana og ætlaði aö fara að kveykja í, þegar Rósenblatt, óttasleginn og skjálfraddaður, greip fram í: “Reyktu ekki,” æpti hann. “Eg þoli það ekki — mér verður ilt af því — undir svona kringumstæðum.” French leit á hann með megnri fyrirlitningu. “Mér fellur það mjög illa,” mælti hann, um leið og hann kveikti i pípunni og kastaði eldspitunni á jörð- ina. Rósenblatt þaut út að hellisnuinnanum, en kom aftur að vörmu sjjori; svitinn bogaði af enninu á honum. “Þetta er óttaleg nótt,” sagði hann. “Viö skulum halda áfram. Við getum ekki beðið eftir félaga mínum. “Lestu, lestu!” Svo skjálfhentur að hann gat naumast haldið á blaði, rétti hann Kalman skirteinin. “Lestu” óskraði hann, “eg sé ekki nokkurn skapaðan hlut.” Kalman opnaði skjölin og reyndi að lesa þau gaumgæfilega við glætuna af ljóskerinu. French reykti pípu sína á meðan “Hefurðu ekki betra ljós en þetta, Rósenblatt?” spurði French að lokum. “Auðvitað eru kerti ein- hversstaðar hérna. Og hann fór yfir í hellisendann. “Guð sé oss næstur,” kallaði Rósenblatt upp yfir sig, og reyndi til þess að fá hann að borðinu aftur. “Sestu ,niður, í öllum hamingju bænum, sestu niður. Ef þú þarft að fá kerti, þá skal eg sækja þau, eg veit hvar þau eru. En við þurfum engin kerti héma. Ung augu eru betri en gömul,” sagöi hann með hlát- ursroku. “Lestu, haltu áfram að lesa!” “Það eru fleiri skjöl en þetta,” sagði French, eftir að Kalman haföi Iokiö við að lesa. “Það eru víst aðrir samningar.” “Seftnilega,” sagði Rósenblatt. “En það em ekki fleiri skjöl hérna—hérna ættu þau þó að vera,— nei, eg hlýt að hafa skilið þau eftir í kotanum minum. Eg má til að sækja þau undir eins.” “Jæja, flýttu þér þá,” sagði French. “Eg ætla að reykja mér eina pípu á meöan.” Hann tók! upp eldspýtu, kveykti á skósólánum sinum, og fleygði stubbnum við hellisendann. “Guð minn góður,” hrópaði Rósenblatt með hárri, en skjálfandi röddu. Báöir mennirnir litu á hann undrunaraugum. j “Ó,” sagöi hann, og lagði hendina á hjartað. “Eg i finn til svo mikils sársauka þarna,—eg er veikur j maður. En eg verð að ná í skjölin.” Hann var helblár í framan, og svitalækirnir streymdu bæði úr hári og skeggi hans. í sama vet- fangi þaut hann af stað og var horfinn á svipstundu. skiljandi eftir báða tvo mennina, gruflandi yfir skjöl- um sínum. — Skamt frá brennandi trjálimskestinum staðnæmdist hann nokkur augnablik, gagntekinn af hugarkvöl, óvissu og ótta. “Ó,” sagði hann, og baðaði út höndunum. “Eg þori því ekki! Nei, eg þori ekki aö gera það!” Hann þaut yfir að logandi kestinum, varpaði önd og sagði við sjálfan sig: “Heimskingi! hvað er að óttast?” Hann læddist, á bak við brennandi runnann, tók dálítið af logandi eimyrju, og hljóp með hana j þangað, sem þráöurinn var, er hann hafði búið til úr tuskum og vætt í vaxolíu. Skamt frá mynninu á jarðgöngunum lét hann glæðurnar falla, en þegar þann leit til baka, komst hann að raun um, að hann hafði fleygt eldnium niður við hliðina á hinni gegn- vættu tusku; og að þar rauk aðeins lítið eitt úr glæðunum. Með blóti og formælingum þaut hann aftur þangað sem viðarkösturinn brann, valdi sér vænan glóðarmola, bar hann varfærnislega að þræð- inum og fleygði oliuvotri tuskunni á eldinn, og beið þangað til alt stóð i björtu báli. Síðan hljóp hann af stað, alt-hvað fætur toguðu, eins og hann vissi af fjandanum sjálfum á hælunum á sér, þaut niður gilið og upp hinu megin, og leit hvorki til hægri né vinstri. fyr en við dyrnar á kofa sínum. Um leið og hann var búinn að Iæsa dyrunum, mátti sjá eitthvað í mannsmynd, læðast upp að inn- ganginum, og þar var að minsta kosti fleira en einn á ferli — þarna kom annar og sá þnðji; en dyrnar voru vandlega lokaðar, með óbilandi hengilás. Fáum augnablikum síðar birtist hið helbláa and- lit Rosenblatts, í litla ferkantaða glugganum, með starandi augum yfir gilið. Á sömu stundu kom Brown i ljós, hinu megin við gilið, ríðandi niður brekkuna á harða spretti eins og bandóður maður; hrópandi af lífs og sálar kröft- um: “French, French, Kalman! I guðs bænum, komið undir eins.” Dr.R. L. HURST, Member of Royal Coll. of S«rgeod«, Eng., útskrifaöur af Royal College <r| Physicians, London. Sérfræöingui f brjóst- tauga og kven-sjúkdómum Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portetie Ave. (k móti Eaton’sJ. Tals. M. 8)4. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, ísleozkir lógfræOÍBgar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenue Aritun: p. o. Box 1650. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg £♦♦♦♦♦ ♦ ♦ f ÓLAFUR LÁRUSSON | og BJÖRN PÁLSSON YFIRDÓMSLÖGMENN Annast lögfrœðisetörf á Islandi fyrir Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og núa. SpyrjiS Lögberg um okkur. Reykjavlk, - lceland P. O. Box A 41 ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦+♦♦ + M ♦♦♦♦♦»* GARLAND & ANDERSON Ami Anderson E. P. Garlaad LÖGFRÆÐINGAR 8oi Electric Railway Chamber* Phone: Main 1561 Joseph T. Thorson íslenzkur lögfræðingur Arituu: MESSRS. McFADDEN & THORSON 706 McArthur BuUding Winnipeg, Man. Phone: M. 2671. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TEtEPHONE GARRYSaO Offick-Tímar: 2 — 3 og 7—8 e. h Heimili: 776 V ctorSt. Tei.ephone GARRY 321 Winnipeg, Man. Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor, Sherbrooke & William rRI-EPHONEl GARRY 3!ÍU Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimi i: Ste 1 KENWOOD AP T'S. Maryland Street ■ftLEPHONEl GARRY TB3 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu 6 a selja me8öl eftir forskriptum lækna Hln beztu meööl, sem hægt er aB fa eru notuð eingöngu. pegar þér konvW’ meC forskriptina tll vor, megltS |>% vera viss um a8 fá rétt þaC sem lnfca.. irinn tekur til. COBCLiECGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke g« Phone. GarVy 2690 og 269Í. Glftingaleyflsbréf nnlá Kosningavísur. Þúsund smalar þenja skjá þörf er margt að frétta. Stjórnar hala hárin smá hringa sig og bretta. Kringla reisir kústinn si klerksins taúgaij skjálfa, básúnandi boðoröin blindra stjómar-kálfa. Andrúms loftið er ei holt aumka margir klerkinn; vel má kirkjan vera stolt, verkin sýna merkin. sinn Dr. W. J. MacTAVISH Offick 724J -Sargent Ave. Telephone -S'herbr. 840. ( 10-12 f. m. Office tfmar < 3-5 e. m. ( 7-9 e. m. Hkimili 467 Toronto Street - WINNIPEG tklkphonk Sherbr. 432. J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave 8t Suite 313. Tals. main 5302. ft Dr. Raymond Brown, I % ► k ► I i Sérfræöingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. 326 Somerset Bldg. Talsími 7262 Cor. Donald & Portage Ave. Heima kl. 10— 12 og 3—5 Lögberqs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, sebir Ifkkistur og annast om útfarir. Allqr útbún- iðor sá bezti. Knnfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina r«i'». He mlli Garry 2151 n OfTIce „ 300 og 87S H. J. Pálmason Chartered Accountant 807-9 Sonfersat Bldg. T»ls. H|. 273g \

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.