Lögberg - 02.07.1914, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.07.1914, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JCLÍ 1914. 1 Veiztu það? Veiztu þaS aö um $7,000,000 (sjö miljónir dollara) er eytt fyr- ir áfengi í Manitoba á hverju ári, aSeins í gistihúsum? Væri þess-. ari upphæð varið til mentunar, þá hrykki hún til þess að menta á æðri skólum 2,000 unga menn og konur. Væri þessari sömu upphæö varið til þess aö byggja heimili, nægöi hún fyrir 2,000 hús, sem kostuöu $2,300 hvert. Glæpamaöur væri sá talinn, og hann voðalegur, sem legði eldi og brenndi upp 2,000 heimiLi, en sá sem að þvi er valdur að jafnmiklu fé er eytt í þessu fylki i brennivin og til þess þarf aö byggja 2,000 heimili, er enn þá stærri glæpa- maöur. Og hvers vegna?. Sá sem tapar heimili sínu i eldi, getur sloppið við alt annan en stundar óþægindi og fjártjón. Sá sem tapar fé sinu á vínsölukrán- um, getur það ekki. Hann tapar einnig miklu, af manndómi sinurn, hæfileikum; manngildi sínu og áliti. Veistu þaS að tala þirra, sem í fangelsi eru settir í Winnipeg á hverju ári, er 8383, og að af þeirri tölu eru 6235 settir inn fyrir drykkjuskap, beinlinis eða óbein- linis? Veiztu þaS, að i Winnipeg eru 75 drykkjuskólar, og i Manitoba- fylki 243? Þessar glæpastofnan- ir, þessar manndrápsholur, eru leyfðar meðatkvæði hinnar svo kölluðu kristnu þjóðar þessa lands. Veiztu hvað þú hefir á samvizk- unni, þegar þú greiðir atkvæði þitt með þessum drykkjuskólum? Veictu þaS, aö allar þessar 243 drykkjustiur, eru líka heildsölu- hús? Þar getur hver sem vill keypt heilan pott af brennivíni, eins oft og honum sýnist, og fariö með hann hvert sem honum þókn- ast? Veiztu þaS, aS áriS 1902 breytti Roblinstjóniin 'þannig vínsólulög ' um í fylkinu, aS hvert gistihús var þannig einnig gert aS stór- söluverzlun (sjá 9 síðu lagannaj. Veiztu þetta? Veiztu þaS. að í Manitoba eru 153 sveitir og að aðeins 30 bæir geta fengiö eöa haft heildsöluleyfi. Með öörum orðum, að ef vínsala er afnumin á gistihúsum. þá er algert vínsölubann í allri mynd af- numiö i 123 sveitum? Veiztu þaS, aö þegar búið er að afnema vinsölu á gistihúsum. þá verður haldið áfram aö vinna meö héraðsbannlögum, til þess að af- nema heildsöluna, þar sem hún er? Veiztu þaS, að vínsölulögin í Manitoba eru i tveimur deildum. Önnur deildin heimilar að vínsölu- leyfi sé veitt ef viss skilyrði séu uppfylt. Hin deildin heimilar að vínsala sé bönnuð, með vissum skilyrðum. Veiztu þaS, að afnám brenni- vinssölu á gistihúsum fer fram á þaö að ekki sé lengur hægt eða löglegt að veita leyfi á þessum stöðum, en á sama tima verði hér- aðsbanninu haldið áfram óbreyttu, þar sem þaö er, og heimild áskiliij til þess aö koma því á, þar sem það er ekki? Veiztu þetta? Láttu ekki villa þér ]>ar sjónir. Roblinsmenn segja þér, að ef afnám vinsölu á gistihúsum sé borið undir atkvæði og felt, þá séu héraðsbannlögin numin úr gildi. betta er bein visvitandi lýgi. Lesið sjálfir og sannfærist um það. Veiztu þaS, að atkvæði um af- nám vínsölu á gistihúsum, eiga aðeins við þá staði, þar sem. vin- sala á sér stað. Atkvæðin eru um það, hvort levfa eigi. aö vínsala á gistihúsum, þar sem hún er, haldi áfram eða sé afnumin. Það hefir því alls engin áhrif á þau svæði, sem ekki selja vin, Láttu ekki villa þér sjónir í þessu atriSi. Lestu sjálfur laga- frumvarpið. Veiztu þaS, að bindindisfólkið hefir í 12 ár beðið Roblin að breyta héraðsbannlögunum og bæta þau, en hann hefir altaf daufheyrst við bænum þeirra? Veiztu þaS, að Roblin hefir gert bindindismönnum það eins erfitt og í hans vakli stóð, aö koma á héraðsbanni ? Veiztu þaS, að Roblin hefir beitt bindindisfólkið brögöum með laga- flækjum, til þess að þóknast brennivínsvaldinu ? Veiztu þaS, að á síðastliðnum 7 árum hafa héraðsbannlög verið eyðilögð með tilstilli Roblins yfir 7o sinnum, eða 10 sinnum á hverju ári ? Vciztu þaS, að Roblin hefir veitt brennivínsleyfi í tugum héraða, í>ar sem héraðsbúar hafa sjálfir mælt á móti því að leyfi væri veitt? Vciztu þaS, að vínsöluleyfi í Manitoba hafa fjölgað frá 171 upp 'i 323 síðaní Roblinsjtórnin tók við völdum, þótt fólkinu hafi ekki fjölgað nema um 57%. Vinsöluleyfum hefir fjölgað miklu meira en fólkinu. Veiztu þaS, að ef ekki gengi fljótar að fá héraðsbann, en meö Roblinaðferðinni, þá tæki það Manitoba 60 ár aö koma þvi á í öllum sveitum. Se.rtíu ár! Ertu ánægöur með það? Veiztu þaS, að fyrir tveimur ár- um báöu 21,000 kjósenda stjórn- ina að leyfa atkvæðagreiðslu um afnám vinsölu á gistihúsum? Veiztu það aö þetta eru 30% af öllum greiddum atkvæðum við síð- ustu kosningar ? Veiztu þaö aö með þessa bænarskrá (undirritaða af 21,000), komu á þingið 2,000 manns? Og veiztu það, að sam- kvæmt skipun Roblinstjórnarinn- ar, voru greidd atkvæði á móti þvi að þessi sanngjarna og sjálfsagða beiðni væri leyfð? Veiztu þaS, aö bindindismenn hafa, ár eftir ár, sent nefnd eftir nefnd, og bænarskrá eftir bænar- skrá, og beðið ákveðið um afnám vinsölu á gistihúsum? Veiztu það að þessi beiðni var endurtekin í ár? Veiztu það að Roblin hefir ávalt neitað þessari kröfu? Veiztu það að þegar1 bindindismennimir þreyttust á Roblin, þá báðu þeir Norris um það sama. Veiztu það, aö hann hefir, sem leiðtogi Fram- sóknarflokksins og með sem- þykki hans, heitið þvi að veita i þessa beiðni og leyfa atkvæða- greiðslu um þaö og veita það, ef hann kæmst að stjóm. Roblin var beöinn aö leyfa atkvæðagreiðslu í um þaö og veita þaö ef þaö yröi I samþykt. Hann sagSi nei. Norris I var beðinn að leyfa atkvæði um j þaö, ef hann kæmist að, og veita j j)að ef þaö yrði samþykt, og hann | svaraSi já. Veiztu þaS, að öll bindindis- og siðbótafélög í fylkinu, hafa fallist á aö fylgja Norris, vegna þess að liann vill veita þetta? \ eiztu þaö, að allir bindindis- menn í fylkinu eru því skyldugir aö greiða atkvæði með Norris 10. ! júií ? Hver faSir, sem greiSir atkvæSi mcð Roblinstjórninni 10 . júli, j grciSir atkvœSi með glötun fyrir I drenginn sinn; eySilegging fyrir : lieimili sitt; sorg fyrir konuna sína; svívirSing fyrir þjóSina sína. --- 4 ______ | Bitar.............................. Hver bindinéismaður, sem greið- | ir Roblinstjórninni atkvæði sitt, svikur bindindisheit sitt. Hver faSir, sem greiðir Roblin- stjórninni átkvæöi. svikur þá skyldu, sem honum ber að rækja við afkvæmi sitt. Hver móSir, sem ekki gerir sitt bezta, til þess að hafa áhrif á mann sinn, son sinn eða bróður, svíkur þá skyldu, sem henni er lögö á lierðar gagnvart bami sínu. Hver kona og stúlka, sem ekki man Roblin þaS hvernig hann fer meö kvenfólkið, með þvi aö hafa áhrif á alla menn er hún þekkir, svikst um aö leggja til sinn skerf kyni sinu til frelsis og bjargar. ILver miSur eSa kona sem jheyrir til nokkurri kirkju en greiðir samt atkvæði -meö Roblinstjórninni, er hræsnari. AtkvœSi bindindismanna fyrir Roblinstjórnina er brot á bindind- isheiti, AtkvæSi föður með Roblin- stjórninni, er brot á föðurskyld- unni við bamið sitt. AtkvæSi eiginmanns fyrir Rob- linstjórnina, eru svik við konu hans. Heimskringla segir aö kýrnar muni greiða atkvæði með Skúla. Afturhaldsmaður lýsti því yfir há- tíölega í fyrra, að ef kýr og naut ættu atkvæði, yrðu þau öll með 'Jaylor. Nú eru þeir hræddir um aö þeir missi kýrnar, en nautunum þykjast þeir vissir að halda. Roblin liefir lýst því yfir nýlega að Framsóknarmönnum væri heimilt að tala á fundum sínum i fáeinar mínútur. Það væri þó því skilyrði bundiö, að Th. H. Johnson væri ekki valinn til þess. — Þetta er mesti heiður, sem nokkrum stjórnmálamanni hefir verið sýndur — og mesti heygul- skapur, sem nokkur stjómarfor- maður hefir sýnt. Roblin hélt fund í Weston; lrann kvað þar beina löggjöf glöt- un, hvar sem* hún hefði verið reynd. Bauð hverjum sem vildi að koma upp á pall og mæla móti. Dixon þág boðið. En jafnskjótt sem Roljlin sá þaö, flýði hann of- an af pallinum og út. — “Svo hann er þá líka bleyða,” sagði einn af þeim sem viðstaddir vom. Skólasókn barna i Manitoba hefir aukist um 50% ; áöur sóttu skóla 50%, nú sækja þá 73%, með öðrum orðum 73% er sama sem 100%. Sjá Heimskringlu 11. júní. Árið 1899 voru 1000 skólahús í Manitoba, nú eru þau 1447. Berið saman fólksfjölda Manitoba þá og nú og reiknið út hversu margir íbúar voru þá á hvern skóla og hversu margir eru á hvern skóla nú. Það sannar ykkur að fólkinu hefir fjölgað margfalt meira en skólunum. Með öðrum orð- um, mentuninni hefir stórhnignaö. Greenwaystjórnin lagði $15,000 meira til alþýðuskólanna á hverju ári, á meðan fólksfæðin var, en Roblin hefir gjört, eftir að fólk- inu fjölgaði. Lesið skýrslurnar þessu til sönnunar. Roblin lét C. N. R. félagið byggja járnbraut fyrir sjálfan sig, til þess aö láta það flytja fyrir sig sand. Brautin kostaði $5000 á rníluna, en Roblin lét fylkiö borga félaginu $10,000 á míluna fyrir þessa sína eigin braut. Og hann neitaði að láta rannsaka þetta, ]>egar þess var krafist. Lesið ])ingtíðindin og snnfærist um þetta. Roblin hefir klifrað með brezka fánann upp á hverja stöng i Manitoba, segir Heimskringla. Hann hefir haft nóg að gera þar. karlinn. Ekki er það furða, þótt hann gæti ekki sint mentamálum fylkisins. Roblin hefir sýnt aö stjórnn; getur haft hagnað af peningum; segir Heimskringla. — Já, hver efast um það? "Rpblin hefir verið frumkvöð- ull aö, og komið á lögum til að kenna mönnum hvernig megi fá héraðsleyfi til að selja brennivín,” I seg r Heimskringla. — Þaö er | er engin lýgi. “Roblin hefir aldrei veriö sak- aður um rán eða stuld á opinberu ; fé,” segir Heimskringla. Hvað v:ll hún segja um það, þegar hann | veitti $10.000 af fylkisfé á hverja mílu, sem hann lét byggja til að flytja eftir sand fyrir sjálfan sig og til einskis annars? Er Roblin reiðubúinn til að láta rannsaka það mál? “Roblin hefir séð fyrir nægu fé af inntektuni fylkisins, til þess að reisa miklar og tígulegar bygging- ar,” segir Heimskringla. — Það er satt, liann hefir séS fyrir því. 6. febrúar 1914 var stjórnin j kærð fyrir það, aö embættimsenn! hennar hefðu á ákveðnum stað og | tíma, gert sig seka í fölsun, mút- ; um, og ólöglegum vínveitingum, cg að stjóniin hefði verndað þessa glæpamenn. Rannsokn var heimt- uð, en henni neitað, og svo er sagt að stjórnin hafi aldrei verið kærð um glæp þ “Eg ber ekki ábyrgð á því sem eg segi í stjómmálum.” — Roblin undir eið 11. nóv. 1890. “Eiginkonur og mæður ættu að vera guði almáttugum þakklátar fyrir að nú er stjórni í Manitoba, sem hefir sannað einlægni sína þegar hún lofaði vínsölubanni.” Roblin 18. okt. 1900. “Þaö er alls ekkert vínsölubann (þessi sömu lög), það er aðeins lagafrumvarp, sem heimilar frítt brennivín.”—Roblin 21. jan. 1902. “Eg hefi aldrei sagt aö það væri' lagafrumvarp, sem_ heimilaði frítt j brennivin.”—Roblin 10. marz 1902. “Bændur eru svo eigingjarnir að þeir kref jast þess aö senda I hvéiti sitt sjálfir í vögnum, í stað ])ess aö fara með það til hveitifé-1 laganna á staðinn, aðeins til þess að fá 1—2 centum meira fyrir bushelið.”—Roblin 24. okt. 1902. “Maður i opinberri stöðú, sem liikar viö eða neitar aö láta rann- saka opinberlega frammistöðu sína í smáu sem stóru, nákvæmlega og fullkomlega, er óverðugur þess að fólkið treysti honum.”—Roblin 20. okt. 1908. — Þetta er þó heilagur sannleikur. — Munið þið eftir McDonald kosningunni? “Eg verð að segja það hér í kveld að séra Dr. C. W. Gordon, prófessor Blond og prófessor Osborne. eru ekki eintingis póli- tiskir (áráðlingar, heldur einnig siðferðisspiltir "menn. Þeir eru svívirðing stétt sinni. Eig veit hvað eg segi." — Roblin 7. marz 1907. “Enginn getur með sanni sagt. að Manitoba pólitík sé ekki hrein.” —Roblin í sept. 1912. “Eg vil ekki sjá konur saurga sig á því að eiga við pólitík, eins og hún er skitug.”-^Roblin i sept. 1912. Við skiftum á rjóma skilvindum okkar fyrir MAGNET Þessi setning er sögð svo oft við okkur að við álítum það rétt að láta hana koma út á prent, og segja hvernig á því stendur að allur fjöldi bændanna í Vest- urlandinu.hefir tekiö þaðráð að lofa hin- um skilvindunum að hvíla sig og fá sér MAGNET í staðinn. Þejr hafa gert það af sömu ástæð- um, bóndi góður, eins og þú mundir þurfa til þess að láta ónýtan vinnumann tara í burt og fá þér annan sem þú vissir að kynni aS vitina og gerði það án þess uð eyða tímanutn iil ónýtis. Dað héfir borgað sig fvrir þá að gera þetta. Þessvegna hefir MAGNET skilvind- an ekki verið búin til einungis til þess að geta selt hana ódýrt heldur aðallega til þess að geta selt fullkomna vél, þá beztn sem mannleg hugsun getur uppfnndið, með stuðningi fullkomn- ustu reynzlu. Það borgar sig fyrir þig að kaupa hana nú án þess að hugsa um verðið, og hún er svo ódýr að hver einasti bóndi á hægt með að kaupa hana ef hann hefir kýr á annað borð, og eitthvað handa skilvindunni að vinna. Hún er búin til af Canadamönnum, sem .,t>ér hafið jafnan hjá yður“ eins og t>á fátaeku. Þetta þýðir það að hvað lítið sem kann að skemmast í vélinni, þá er hægt að fá það lagað hvenær sem er, það verður gert í ræsta sölustað við þig. Við skulum sanna hvert einasta lofsorð sem við segjum um MAGNET ski!- vinduna. Sánna það heima hjá yður á okkar eigin kostnað. The Petrie Manufacturing Co., Limited Aðal akrifstofa og verkstæði: Hamilton, Canada Vancouver. Calgary. Kegina. Winnipeg. Hamilton. Montreal. St. John “Bein löggjöf ef í ströngu sam- ræmi viö öll brezk lög og stjórnar- skrá þessa lands.”—Roblin 1902. “Bein löggjöf er andstæö öllum brezkum lögum og beint brot á stjórnarskrá þessa lands.'—Roblin I9r4- Allir muna eftir hver náttúra fvlgdi kertinu hans Norna-Gests. — Um leiö og þaö brann út, hætti karlinn aö vera til. Samskonar kert^ kvað Roblin eiga. Þaö brennur út 10. júlí næstkomandi, og þá hættir hann líka aö vera til i pólitískum skilningi! SKRtTLUR. Dominion Hotel S23 Main St. - Winnipeg Björn B. Halldórsson, eigandi Bifreið fyrir gesti Sími Main 1 131. . Dagsfæði $1.25 A: “Mikill snillings málari er ■ hún Ethel.” B: "Af hverju veiztu þaö?" A:“Eg sé það frarnan í henni.” 1. Innbrotsþjófur: “Hvaö er að sjá þig í framan? þú ert allur ( hruflaður og marinn.” 2. Innbrotsþjófur: "Eg var svo óheppinn aö brjótast inn í hús í nótt, þar sem konan vakti og beið eftir manriinum stnum, og hún viltist á okkur. Guðjón Erlendsson var fæddur þann 25. desember 1857 aö Böömóösstöðum í Laug- ardal í Árnessýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin Erlendur Erlendsson og Margrét Ingimun l- ardóttir frá Böðmóðsstööum. Fluttist hann meö foreldrum sin- um aö Skálholti í Biskupstungum. Misti ltann þar fóöur sinn er hann var 16 ára. Fjórum árum síðar flutti hann aö Hliöi á Alfta- nesi og dvaldi þar á ýmsum stöö- um þar til árið 1885. aö hann fluttist aö Melshústtm i Bessa- staðahreppi og giftist þar þar.n 28. september sama ár, eftirlifandi konu sinni Valgerði Jónsdóttur Ingimundbrsonar frá Skipholti i Ytrihrepp í Árnessýslu. Næsta ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip Frá Montreal Frá Halifax til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD A FYRSTA PARRÝMI.......$80.00 og upp Á ÖÐRU FARHÝMÍ.........$47.50 og upp .4 þRIOJA FARRÝMI......$>11.25 og upp Fargjald frá fslandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri......... $56.1« “ 5 til 12 ára............. 28.05 “ 2 til 5 ára............... 18,95 “ 1 til 2 ára............... 13. 55 “ börn á 1. ári............. 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðimar, far- bréf 0g fargjöld gefur umboðsmaður vor, H. S. BABDAL, borni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annaat um far- gjalda sendingar til Islands fyrir þá sem til haug leit*. W. R. ALLAN 304 Mhln St., Winnipeg. Aðaluinboðsmjtðnr veiutniiuda. I Guöjón sál. var drengur hinn bezti og engan hef eg hitt, sem hafði kynst honurn til hlýtar, sem ekki væri vel til hans, og virðing- ar naut liann hjá öllum, þeim er kyntust honum. Bezta sönrun fyrir því, hvaða álits hann naut, er sú, að þau 14 ár, er hann bjó heima, var hann bamaskólakenn- ari í Bessastaöahrepp og oddviti þess hrepps og sýslunefndarmaö- ur um nokkur ár. Eins og áðnr er getið, flutti liann vestur um haf með fjöl- skyldu sína árið 1899. Fór hann |)’i fyrst til Ingimundar bróöur síns, er þá bjó að vestanveröu viö Manitoba vatn. Þar dvaldi hann einn vetur; næsta vor tóku þeir bræöur sig upp og fluttu lengra noröur meö sama vatni ásamt Eyjólfi bróður sínum og A. J. Johnson mági þeirra. Þeir sett- ust aö. þar sem kallað er aö Bluff og voru þeir fyrstu stofnendur þeirrar bygöar. Þar bjó hann í 14 ár, og hafði á þeim tíma kom- ist í góö efni og bygt þar mjög vandað íveruhús, sem kostaði yfir $2,000. Næstliöið sumar fann hann fyrst til sjúkdóms þess, er leiddi hann til bana. En aldrei var hann neitt þjáður. þartil ettir að hann kom til Winnipeg í lok febrúar s. 1. Eftir að hann kom til Winni- peg, dvaldi hann hjá Margrétu systur sinni og manni hennar, Árna Pálssyni. Og gerðu þau hjón alt, sem í þerrra valdi stóð, til þess að gera honurn hinar síð- ustu stundir hams bærilegar. Enda mun hann hvergi frekar hafa kosið að dvelja, en hjá Margréti systur sinni, úr þvi hann gat ekki komist heirn til konu sinnar og barna. Eins og áður hefir verið getið, andaðist Guðjón 29. apríl og var líkið flutt norður til heimilis hans og jarösett í grafreit bygö- arihnar viö hlið sonar hans, Jóns Þorbergs, er dáinn var fyrir 6 ár- um; þá 16 ára að aldri. hið efni- legasta ungmenni. Guðjón lætur eftir sig koru og* Þegar þér þarfnist byggingaefnis eða eldiviðar þá leitið til D. D. WOOD & SONS, -------------LIMITED------------------ Verzla með sand, mulin stein, kalkstein, límstein, pla*tur, tægjuplastur, brenda tígulsteina, brendar pípur, sandsteypu- steina, rennustokka úr gipsi, jarðrennu- steina, allskonar kol, eldivið og fleira. Talsímar: Garry 2620 eða 3842 skrifstofa : (]or> j(oss 0g Arlington Str. •»» t. • • * ■ * t % OVERLAND 6 börn, frá 6 til 25 ára að aldri. 8 barnanna eru helma hjá móður sinni, en eitt, drengur 7 ára, er til fósturs hjá Fr. og Mrs. A. Pálson. Af 17 systkinum Guðjóns eru 6 lifandi, þar af eru 2 ár Is- lar.di, en 4 fyrir vestan haf. Viö fráfall Guðjóns er stórt skarö höggviö í Bluff bygöina. því hann var lífið og sálin í öllu því, er til framfara horföi fyrir ])á bvgð. Kkkjan biður blaöiö aö flytja þeim hjónum, Mr. og Mrs. Pálson, sitt innilegasta þakklæti fyrir alla ])á umönnun er þau veittu Guö- jóni sál. í banalegu hans og sömu- leiðis Þiöriki Eyvindson, fyrir hina drengilegu hjálp hans við flutning á líkinu norður. “ísafold” er beðin að taka upp þessa æfiminningu. GuSjón Erlendsson, vor flutti liann að Kirkjubrú og reisti þar bú. Eftir tvo ár flutti hann að Sviðholti og bjó þar i 10 ár; frá Sviðholti fluttist hann aö Bessastöðum í sömu sveit og þar bjó hann í 2 ár. Brá hann þá búi og flutti vestur um liaf. Guðjón sál. var sérlega vel gef- inn, haföi mjög góðar námsgáfur, og minni meö afbrigðum. Til náms var liann einn vetur hjá séra Magnúsi Andréssyni aö Gilsbakka. Annarar mentunar naut hann ekki, utan þeirrar, er hann aflaði sér sjálfur. En óhætt mun aö segja aö hann var fjölfróöari en flestir samtíöarmenn hans, þeir er ekki CANAÐIA N NORTHERN RAILWAY SUMARFERDIR eftir STÓRVÖTNUNUM paT” TIL AUSTUR CANADA og BANDARIKJANNA í gegnum Port Arthur og Duluth í sambandi við stóru skipin HURONIC.HAMONIC, NORONIC (nýtt) Lestin fer frá Winnipeg kl. 6. e.h. og frá Duluth á þriðjud. fimtud. og laugard. kl. 4.S0 e. h. Fer frá Winnipeg kl. 6 e.h. daglega, og frá Port Arthur á miðvikud., föstud. og laugard. kl. 4 e.h. Lestin er einnig í sambandi við KYRRAHAFS og VATXA BATANA, frá PORT ARTHUR á sunnud., þriðjud., fimtud., föstud. og laugardögum Canadian Northern brautin á milli Winnipeg og Port Arthur er I gegn um fagurt landslag tll stórvatnanna- Farþegar I gegn um Port Arthur á “Northern” gufuskipi geta fengið lykla að farþegaherbergjum og að- göngumiða að matsölum skipanna í Winnipeg áður en farið er af stað, og komið þannig I veg fyrir tafir og öþægindi. Fæði og rúm á skipunum er innifalið í íargjaldinu. Fáið allar upplýsingar frá næsta Canadian Northern umboðsmanni eða skrifið R. CREELMAN, aðal ferðaumboðsmanni C.N.R. í Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.