Lögberg - 20.08.1914, Page 1
27. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 20. ÁGÚST 1914
NÚMER 34
Island hafnar vöruflutning;s-skipi
hjedan ivegfna breyttra kringumstœda
Ráðherra Islands
Sigurður Eggers.
Símskeyti frá Islandi.
Eins og getiS var um í síiSasta
blaöi hafði B. E. Baldwinson
borist símskeyti frá ráöherranum
á Islandi, þess efnis aS spyrjast
fyrir um þaö, hvort mögulegt
mundi aö leigja skip meö vistir
frá Ameríku til Islands eftir þörf-
um á meðan stríöiö stæði yfir.
Samkvæmt tillögu fundar þess, er
Baldwinson kallaði heima hjá sér,
í sambandi viö skeyti þetta, hefir
hann gert sitt ítrasta til þess aö
ráöa fram úr þessu máli. Hann
símaði Allanlinu félaginu í Mon-
treal n. ágúst svohljóðandi:
“Winnipeg n. ágúst 1914.
. Allan línan Montreal.
Getið þið tekist á hendur að út-
vega gufuskip til matvöruflutn-
inga frá Ameríku til íslands með-
an striðið stendur yfir? Gerið
svo vel að síma ákveðið svar eins
fljótt og hægt er, og mun eg koma
svarinu til stjórnarráðsins á Is-
landi.
B. L. Baldivinson.”
Eins og getið var um síðast var
séra F. J. Bergmann staddur í
New York; var hann að fylgja
séra Jóni Helgasyni áleiðis. Ætl-
aði hann að gera sitt bezta í þessu
máli þar eystra. Baldwinson sím-
aði honum þvi einnig á þessa leið,
þegar honum var farinn að leið-
ast drátturinn:
Winnipeg, 11. ágúst 1914.
Séra F. J. Bergmann,
C.-o. Imperial Hotel, New York.
Allan línan hefir enn ekki svar-
að. Eg hefi simað þeim beina leið
til Montreal í dag. Reyndu að
finna þá þama austur frá, og
sömuleiðis Skandinavisk-Amerísku-
línuna. Við verðum að reyna að
láta þetta hepnast. Símaðu mér
tafarlaust þegar einhverjar góðar
undirtektir hafa fengist.
B. L. Bddwinson.”
Þess var fyr gQtið að Baldwin-
son hefði símað danska ræðis-
manninum í Boston og New York.
15. ágúst fékk hann svohljóðandi
skeyti:
“Boston, 14. ágúst 1914.
B. L. Baldwinson, Wpg, Man.
A. C. Lombards og synir, John
S. Emery og fél. og Charles Hunt
fél., sem eru skipaútgerðarfélög,
ætla að láta þig vita hvort gufu-
skip sé fáanlegt; Iát þá vita
hversu margar smálestir það þarf
að vera.
Ræðismaður Dana.”
Sama dag fékk hann þetta skeyti
frá New York:
“New York, 14. agúst 19x4.
B. L- Baldwinson, Wpg, Man.
Eg hefi boðið stjórninni á Is-
landi norskt gufuskip, sextán
hundrað og fimtiu smálestir, 800
pund sterling A4>4°° krónurj,
um mánuðinn, skrásett ekki yfir
4 mánuði, en fékk svar 12. ágúst
frá Reykjavík svo hljóðandi:
“Gufuskipið ekki þegið undir nú-
verandi kringumstæðum”. Ef þú
óskar þess, get eg, ef til vill, feng-
tð samskonar boð aftur, en þess
bið eg þig að láta mig vita hvað
þú æskir að eg geri.
Bech, danskur ræðismaður.”
Þess má geta að guruskip þetta
fékst með þeim skilmálum ein-
ungis, að það væri leigt í 4 mán-
uði fyrir nálega 15,000 kr. á mán-
uði eða sem næst 60,000 kr. í alt.
Daginn áður hafði Baldwinson
meðtekið skeyti sem hér fylgir:
“Montreal, 13. ágúst 1914.
B. L. Baldwinson, Wpg.
Eg hefí meðtekið frá Alllan
línunni kveldskeyti þitt til hennar
viðvíkjandi Islandi. Danski ræð-
ismaðurinn hér talaði um þetta
mál við mig fyrir nokkrum dög-
um, og bauð eg honum gufuskip;
sendi hann boð til Islands og fékk
það svar, að stjórnin á Islandi
gæti ekki notað það; en gaf engar
ástæður.
T. R. McCarthy,
gu+uskipaleigj andi.
Annað skeyti barst Baldwinson
um sama leyti þannig:
“New York, 13. ágúst 1914.
B. L Baldwinson,
Sherbrooke og Notre Dame,
Winnipeg, Man.
Island hefir neitað gufuskipi
sem því var boðið með skeyti til
New York í dag.
F. ]. Bergmcmn.”
Að þessum skeytum meðteknum
símaði Baldwinson til Islands á
þessa leið:
“Winnipeg, 14. ágúst 1914.
Eggerz, sljórnarskrifstofunni.
Reykjavík.
Dönsku ræðismennirnir í Mon-
treal og New York hafa tilkynt að
þið hafið neitað gufuskipi sem
boðið var.
Bddwinson.”
Auk þessa hafði skeyti komið
13. ágúst svohljóðandi:
“Montreal, Q., 12. ágúst 1914.
B. L- Baldwinson, Wpg, Man.
Því miður er svar okkar það að
við getum ekki útvegað Islandi
gufuskip.
H. og A. Allan.”
Skeyti þau sem send voru
dönsku ræðismönnunum í Boston
og New York birtust í síðasta
blaði.
Á mánudaginn 17. ágúst kom
enn símskeyti frá íslandi þannig:
“Reykjavík, 16. ágúst 1914.
Baldwin Baldwinson, Wpg.
Að boði danska ræðismannsins í
Montreal var ekki hægt að ganga,
breyttar kringumstæður.
Eggerz.”
Auk þess sem hér er getið, leit-
aði Baldwinson allra upplýsinga,
er hann hafði tök á hjá þeim
mönnum hér í bænum, sem líklegt
var að gætu orðið þar að liði.
Hann fann það einnig út að Vest-
India línan er fús til þess að
flytja vörur til íslands, til dæmis
hveiti, með því móti að ekki sé
minna flutt en 15000—20000
tunnur; og átti flutningsgjaldið að
vera $2,00 á tunnuna, en séra F.
J. Bergmann fann félagið persónu-
lega, og lofaði það þá að færa
flutningsgjaldið niður í $1,50 þeg-
ar svona stæði á. En þess má geta
að flutningur er dýrari nú en ella,
fyrir þá sök, að ekki er hægt að
treysta þvi að kol fengjust á Is-
landi eða nokkursstaðar á leiðinni,
skipið yrði því að hafa nægar kola-
byrgðir til þess að endast báðar
leiðir, en með því móti væri ekki
hægt að koma eins miklum vörum
í skipið. Þá var grenslast eftir
hversu mikið hveitimjöl mundi
kosta og var það um $20,00 tunn-
an. Eftir þessu hefði tunnan
heimkomin til Islands kostað ná-
lægt 100 krónum. í>að er ekki
hægt annað að segja, en að alt hafi
verið gert, þessu máli til heppilegra
úrslita. sem mögulegt var, og hef-
ir Baldwinson átt þar mestan og
beztan hlut að verki.
“Garnan hefði það verið” sagði
Baldwinson, “ef Vestur-Islending-
ar hefðu getað tekið þessu máli
þannig að senda heim skip hlaðið
hveiti. Ef það fólk sem í bæjum
býr hefði getað lagt til skipið og
bændurnir úti á landinu sent hveit-
ið." Hann gat þess einnig að ef
skip “Islenzka gufuskipafélagsins”
hefðu verið tekin til starfa, þá
hefðu þau nú komið að góðu haldi,
og ætti þetta því sérstaklega að
vera mönnum hvöt til þess að
vinna að því fyrirtæki með enn
meiri áhuga en áður og leggja sem
fyrst fram það fé, sem til þess
þarf.
Baldwin hefir þar rétt að mæla;
það væri skemtilegt þegar svona
vill til, að litla íslenzka þjóðin gæti
sent sín eigin skip til sinna eigin
bræðra í annari heimsálfu og
keypt af þeim þær vörur, er
þyrfti. \rerzlunarsamband milli
Islands og Vesturheims ætti að
geta komist á, og það gæti gert
óendanlegt gagn í mörgum skiln-
ingi.
Póllandi boðið sjálf-
stæði.
Svo segja blöðin að Rússakeis-
ari hafi boðið Pólverjum-frelsi, ef
þeir vildu berjast með Rússum
sem einn maður móti Þjóðverjum.
Eiga þeir þá að fá fullkomið trú-
frelsi, fullkomið skattfrelsi og
heimastjórn. Hvort þetta eru
áreiðanlegar fréttir er érfitt að
fullyrða. Um stríðstímann er svo
margt búið til í fréttaskyni sem
enginn fótur er fyrir. Aftur á
móti er það jafnvel óvist, hvort
Rússar stæðu við þessi loforð þeg-
ar til kæmi, þótt svo væri að þau
væru gefin á hernaðartímum. Þeir
sem lesið hafa sögu Pólverja og
Rússa, geta ekki annað en efast
um nokkra sanngirni þar af
frjálsum vilja.
Mexico.
Þar er nú loksins kominn á
friður, að nafninu til að minsta
kosti. Voru friðarsamningarnir
undirskrifaðir á fimtudaginn og
Venustiano Garranza viðurkendur
forseti til bráðabyrgða. Þykja
þeir Wilson Bandaríkjaforseti og
Bryan utanríkisráðherra hafa vax-
ið mjög af hluttöku sinni i Mexico
deilunni. Er álitið að engum öðr-
um núlifandi þjóðhöfðingjum
mundi hafa tekist að bæla þar nið-
ur óeirðirnar á jafnfriðsamlegan
’hátt.
Skemti- og fræðiför.
Eins og getið var um í síðasta
blaði komu 36 Skandinaviskir
blaðamenn frá Bandarikjunum
fyrra mánudag; voru þeir norskir.
danskir, svenskir og finskir. Og
tveir íslendingar bættust í hópinn
hér i Winnipeg, þeir B. B. Jóns-
son ritstjóri Sameiningarinnar og
J. J. Vopni ráðsmaður Lögbergs.
Eftir samkomuna hér, sem getið
var um síðast, hélt hópurinn vest-
ur í land, eftir C. N. R. brautinni,
og nam ekki staðar svo teljandi
væri fyr en í Wadena. Ferðuðust
þeir í tveimur sérstökum vögnum
og komu til Wadena um hádegið.
Var þeim haldin virðuleg veizla af
verzlunarmannafélaginu þar.
Gestunum var öðru hvoru skemt
með söng og hljóðfæraslætti með-
an þeir sátu undir borðum.
J. Harvey Heam bæjarstjóri i
Wadena hélt ræðu og mintist
stríðsins og skyldurækni þeirrar
sem Canada sýndi Englandi í því
sambandi. Ennfremur talaði hann
um systurlega samhygð milli ná-
grannalandanna Canada og Banda-
ríkjanna að ógleymdri þeirri hlut-
tekningu sem Canadaþjóðin að
sjálfsögðu léti i ljósi við fráfall
Mrs. Wilson, konu Bandaríkja-
forsetans.
M. S. Norelius ritstjóri svaraði
ræðu Hearns; kvað hann blaða-
mennina sjálfa reiðubúna að fara
í stríð ef á þyrfti að halda, til
þess að verja Canada. Vináttu-
böndin milli Canada og Banda-
ríkjanna væru svo traust að þar
væri engin hætta á ferðum. Hann
mintist á þær miklu framfarir sem
hefðu átt sér stað i Vestur Canada
á síðari árum og hin þrotlausu
tækifæri, er mönnum stæðu þar
opin i öllum greinum.
Að síðustu var sungið “God
save the King” og var svo farið í
bifreiðum út á land til þess að
skoða akra og búgarða. Seint um
daginn fóru þeir austur til Canora
samkvæmt áætlun sinni, og var
þeim tekið þar tveim höndum og
haldin önnur veizla af verzlunar-
samkundu bæjarins. Mr. Jenson
forseti verzlunarmanna félagsins
hélt stutta ræðu og bauð gestina
velkomna og lýsti þeirri þýðingu,
sem heimsókn þessara manna
hefði, frá ýmsu sjónarmiði. Að
því búnu var sungið: “God save
the King”. Næst flutti D. Scott
í Canora ræðu um kosti og tæki-
færi Canada, en séra B. B. Jóns-
son mælti fyrir minni Canada.
Tók hann það fram, hversu óend-
anlega miklu meiri framtíð þetta
land ætti en önnur lönd; annars-
staðar væri tæpast óbygður blettur.
hér væru heil landflæmi óunnin:
landið biði þess frjósamt og gróð-
ursælt að mannshöndin tæki á
plógnum og breytti sléttunum í
akra; óþrotleg auðæfi væru hér í
jörðu falin, sem enn hefði ekki
verið hreyft við. Hér væri óend-
anlegt tækifæri til þess að bvggja.
önnur lönd og aðrar þjóðir hefðu
svo að segja notað alt sitt bygging-
arefni og væru nálega uppiskroppa.
Til þess að reisa framtíðarbygg-
ingar yrðu menn að fara hingað;
hér væri bæði efnið og tækifærið.
Þetta land biði til sín öllum þjóð-
um, breiddi út faðminn móti öll-
um góðum mönnum og konum, án
tillits til þjóðernis eða tungu.
Hér væru fyrir hendi þau skil-
yrði sem til þess þvrftu að upp yxi
hraust og heilbrig i þjóð í öllum
skilningi. Þjóðblöndunin hefði
ávalt reynst happasæl, og þar sem
beztu þjóðir heimsins blöndtiðu
saman blóði sínu, eins og hér,
hlyti og yfinburðar þjóðflokkur að
rísa upp; fór hann í þessu sam-
bandi lengstum orðum um Skandi-
navisku þjóðirnar, lífsþrótt þeirra
og þróttseigju.
Þá mælti Victor Nilson fyrir
minni Svía. Taldi hann þá hafa
skarað fram úr þjóðum þessa
lands á ýmsurn svæðum, og lét þá
ósk í ljósi, að þeir gerðu það ekki
síður í framtíðinni. Fyrir rninni
Dana mælti Christján Rasmusen
ritstjóri ‘“Vikublaðsins”, minni
Norðmanna R. Bogstad frá Wash-
ington, minni Finna A. O. Hurya
finskur ritstjóri, og minni Banda-
ríkjanna M. S . Norelius. En
Scott starfsmaður C. N. R. fé-
lagsins fór nokkrum orðum um
þægindi þau, sem járnbrautarfé-
lögin legðu ferðafólki í þessu
landi, þar sem ferðast mætti við
alla sömu aðbúð og maður hefði
heima hjá §ér.
D. M. Frederickson talaði um
hin miklu auðæfi vestursléttanna,
lýsti hann fagurlega hinum bylgj-
andi koraökram, sem mættu aug-
um ferðamannsins eins og ómælis-
haf. Frederickson er dóttursonur
Monrads biskups, og einkar vel
máli farinn.
Frá Canora hélt terðamannahóp-
urinn til Saskatoon; var þeim tek-
ið þar með miklum fögnuði.
Veizlu slegið upp fyrir þá og
flutti F. E. Harrison bæjarstjóri
snjalla ræðu. Eftir það var farið
með gestina í bifreiöum um allan
bæinn og umhverfis hann; vora
þeim sýndar 'hinar miklu og veg-
legu háskólabyggingar, ásamt bú-
görðum þar í grendinni. Saska-
toon er einkar fagur bær á bökk-
um Saskatchewan árinnar og fanst
gestunum mikið til um framfarim-
ar þar, sérstaklega þegar tillit er
tekið til þess, að bærinn er aðeins
fárra ára gamall.
Frá Saskatoon var haldið til
Prince Albert. Þar var þeim
haldin samkoma mikil og skemti-
leg; var gengist fyrir því af “The
Daughters of the Empire”. A
þeirri samkomu voru fluttar marg-
ar ræður og skemt sér á ýmsan
hátt.
Séra B. B. Jónsson fylgdi
flokknum til Saskatoon og það.in
heimleiðis aftur, en J. J. Vopni
fór alla leið til Prince Albert. Eru
þeir báðir komnir heim aftur og
láta hið allra bezta af ferðinni.
Bi t a r.
Grand Rapid kosningaraar eru
ný afstaðnar. Ófrétt hvernig þær
fóru. — Sjálfsagt hefir Armstrong
haft þessar 400 hræður, sem á
kjörskránni voru, í vasa sínum. —
Hann hefir að minsta kosti verið
að róta við mýrarflákunum þar í
kring, þó hér standi alt kyrt.
Keisarinn á Þýzkalandi lætur
blátt áfram skjóta þá, sem sýna
honum mótþróa, og honum helzt
það uppi. — Dæmalaust hlýtur
Manitobakeisarinn að öfunda hann
Roblin bauðst til að safna 1000
mönnum í Manitoba, til þess að
senda í stríðið, en það var ekki
þegið. — Hver veit nema boðinu
hefði verið tekið, ef Roblin hefði
sjálfur ætlað að. vera foringinn.
Heimskringla hetir ekkert minst
á kosninguna i La Pas. — Hvern-
ig ætli að standi á því?
Menn eru strax famir að
hlakka til þess, þegar næsta þing
kemur saman; búist við að þar
gerist eitthvað sögulegt.
Lögreglan kom inn á einn versta
klúbbinn hér í bænum, þar sem 70
manns voru að drykkjuskap og
ólifnaðarverkum. “Ef þið hreyfið
við. mér” mæhi Anderson, eigandi
klúbbsins, við lögregluna, “þá
skuluð þið finna það út, að eg hefi
Flokkinn á bak við mig”. Og
hann benti hróðugur á stóra mynd
af Roblin í gyltum ranima, sem
klúbbnum hafði verið gefin í nýj-
ársgjöf í vetur.
Úr bænum.
Bjöm Pétursson kom vestan frá
Kyrrahafsströnd fyrra miðviku-
dag, ásamt konu sinni og bömum.
Guðmundur Skúlason faðir
Bárðar og Skúla Skúlasonar er
nýlega látinn að Mountain í Norð-
ur Dakota.
Jón Eyjólfsson frá Lundar kom
hingað á föstudaginn með Ragnar
bróður sinn; var að flytja hann
hingað til lækninga.
Daníel Arnfinnsson, Port Hope,
Ont., kom til bæjarins í vikunni
sem leið. Kom hann heiman frá
íslandi fyrir 35 árum og hefir ver-
ið aleinn Islendinga þar austur
frá allan þann tíma. Hann skil-
ur íslenzku, en á mjög erfitt með
að tala hana, sem von er. Hann
hefir altaf keypt Lögberg síðan
það kom út fyrst, og hefir það
óefað stutt að þvi að hann gleymdi
ekki málinu.
Viggo Sölvason yfirkennari við
háskólann i Winona, Minn., er hér
á ferð um þessar mundir; er hann
að heimsækja fósturforeldra sína
Svein Sölvason og konu hans.
Sölvason hefir hlotið alla æðri
mentun á háskólanum í Grand
Forks, N. D., og *sýnt frábœran
dugnað í því efni, eins og margir
aðrir Landar þar syðra.
Matthias Einarsson. sem hefir
ábyrgðarmikla stöðu hjá C. P. R.
félaginu, hefir verið heima á Is-
landi i sumar. Hann kom vestur
aftur í gærkveldi. Með honum
kom Mrs, Sveinn Pálmason, sem
ein'nig hefir verið í kynnisför
heima á íslandi í sumar.
Allir þeir mörgu viðskiftavinir
Lögbergs og kunningjar ritstjór-
ans, sem skrifa honum eða blaðinu
og ætlast til svars, eru vinsamlega
beðnir afsökunar á því, þótt það
fyrirfarist stundum. þegar ekkert
sérstakt áríðandi er að svara. Það
er ekki af viljaleysi né vanrækslu,
eða því að bréfin séu ekki velkomn-
ir gestir og höfundar þeirra virt-
ir, heldur af því að svo mörgum
er að svara, að það sem nauðsvn-
lega krefst svars verður að ganga
fyrir.
Bréf eiga á skrifstofu Lögbergs:
Páll Guðjónsson flsl. bréf).
Th. Magnússon.
Miss Kristjana Gíslason.
Magnús Markússon.
Sigurlína Jónsdóttir.
Næsta sunnudag verður í .Tjald-
búðinni sunnudagaskóli kl. 10 f.
h., guðsþjónusta kl. 11 f. h. og
kveldguðsþjónusta kl. 7 e. h. Alt
eins og venja er til.
H. S. Bardal fór norður til
Nýja íslands á fimtudaginn, til
Árborgar, Islendingafljóts og við-
ar, í erindum fyrir bókaverzlun
sína, og kom heim aftur á mánu-
daginn. Hann lætur vel af upp-
skeruhorfum þar nyrðra, einkum
við Fljótið. ,
Lesið auglýsingu Standard skó-
verzlunarfélagsins í þessu blaði.
Þar eru boðin ágæt kjörkaup.
Þær Ólöf Breiðfjörð og Soffía
Vestdal frá Wynyard, komu hingað
til bæjarins í vikunni sem leið. Dvel-
ur Ólöf hér um tveggja vikna tíma,
en Soffía fór á miðvikudaginn suð-
ur til Minnesota í kynnisför til ætt-
ingja sinna og kunningjæ
Séra B. B. Jónsson kom heim
aftur á sunnudagsmorguninn úr
ferð sinni með blaðamönnunum.
Hann dvaldi eina nótt í Kandahar
hjá Jóni bróður sínum og kom
snöggvast til Wynyard. Hann
segir akra líta mjög illa út vestur
i Saskatchewan fylkinu yfirleitt;
en í Vatnabygöinni kvað hann þá
miklu betri en á nokkru öðru
svæði, er hann fór yfir. Býzt hann
við að hveitiuppskera ,muni verða
þar 15—18 bushel af ekrunni, og er
það vel við unandi, þegar þess er
gætt, að verðið er óvenjulega hátt.
Annarstaðar í blaðinu er aug-
lýsing frá nýstofnuðu félagi, þar
sem tveir Islendingar eru aðal-
mennirnir, þeir H. J. Lindal og
L. Hallgrímson. Það er ekkert
efamál, að bændur ættu að geta
grætt mikið á þvi að hafa við-
skifti við vissa menn, sem gera
það að aðalstarfi sínu að selja
korn. Örlítið brot úr centi á
hverju busheli getur munað all-
miklu, hvað þá ef einnig munar
heilu stígi (gradej ; þar er það sem
oftast er haft af bændum, og það
ætti að mega trúa Löndum fyrir
því, að líta eftir hag viðskifta-
vina sinna og samlanda. Báðir
þessir rnenn, sem hér er um að
ræða, eru mestu dugnaðar- og
framkvæmdamenn, og má því
vænta þess að þeim tarnist vel í
þessu fyrirtæki.
Sveinn Thorwaldson þingmaður
og Dr. Thorbergur bróðir hans
komu til Winnipeg á þriðjudaginn.
Dr. Gísli Gíslason frá Grand
Forks er staddur í bænum urn
þessar mundir.
Nýr ritstjóri hefir tekið við
blaðinu “The Souris Messenger”,
sem Fred O. Larsen heitir, alvan-
ur blaðamaður, og er látið vel af
honum.
Fjölskylda sem flytja vildi burt
úr Winnipeg í haust, getur fengið
góð hús til íbúðar yfir veturinn
endurgjaldslaust. Er það á landi
rétt hjá Gimli, á vatnsbakkanum;
ágætt vatn og eldiviður fyrir ekki
neitt. Einnig fæst jörðin til leigu
i vor ef þess er óskað. Ritstjóri
vísar á.
J. J. Vopni kom heim aftur
vestan frá Prince Albert á laugar-
daginn. Hann kvað alt tiðinda-
laust þar vestra.
Christiana hjúkrunarkona Olafs-
son lagði af stað héðan úr bænum
á þriðjudaginn, suður til St. Louis:
hefir hún þegið þar stöðu á
hospítali. Hún heyrir til Rauða-
kross hjúkrunarfélaginu og býst
því við að verða kölluð von bráð-
ara til hjúkrunarstarfa í stríðinu.
Dr. Dumas, sem getið er um
annarsstaðar, hefir þegar verið
kærður um morð.
Stjarnan.
Ljúfa stjama ljáðu mér
lítinn rteista’ af kyndli þínum,
bros þitt fylling inndæl er
alls hins þráða’ í sálu mér.
Ef að til þín eitthvaö sér
æ er ljóst á vegi mínum.
Újúfa stjaraa ljáðu mér
lítinn neista’ af kyndli þinum.
Þú varst eina yndið mitt
allar þungar vökunætur.
Fyrir brosið fagra þitt
feginn gæfi’ eg hjarta mitt.
Minn á andinn óðal sitt
innst viö þínar hjartarætur.
Þú varst eina yndið mitt
allar þungar vökunætur!
Einar P. Jónsson.
Dr. séra M. A. Matthews frá
Seattle, hefir verið kallaðu hingað
til Winnipeg í stað Dr. séra J. L.
Gordon.
Stúlka sem Mary Klan hét, 17
ára gömul að 271 Alexander Ave.,
varð fyrir flutningsvagni á mánu-
dagskveldið og dó samstundis.
Svo segja þeir sem vit hafa á.
að ekki sé líklegt að matvæli hækki
í verði hér eftir svo nokkru nemi.
Bæjarstjórnin hefir skipað nefnd
manna til þess að rannsaka kærur,
sem komið hafa fram um það. að
ofmargir þjónar séu á skrifstofu
þeirri, sem það hefir með höndum
að líta eftir byggingum bæjarins.
Séra Fribrik J. Bergmann kom
heim aftur úr för sinni til New
York á mánudagskveldið, og verð-
ur því prédiakð í Tjaldbúðinni á
sunnudaginn, bæði að morgninum
og kveldinu.
Þau Ámi Eggertsson og kona
hans urðu fyrir þeirri sorg að
missa 4 ára gamla dóttur sína,
Sigríði að nafni, á sunnudaginn
var. Þau héldu til á sumarbústað
sínum Lundi nálægt Gimli, og and-
aöist barnið þar.
Húskveðjuna flutti séra Carl J.
Olson að heimili þeirra þar norður
frá kl. 5 á mánudagskveldið, en
jarðarförin fór fram á þriðjudag-
inn frá heimili O. S. Thorgeirsson-
ar og fluttu þeir þar báðir ræður„
séra B. B. Jónsson og séra Friðrik
Friðriksson. Mr. Eggertsson er
að láta gera við hús sitt hér í bæn-
um, þess vegna fór jarðarföririí
ekki fram þaðan. „
Séra Bjarni Þórarinsson og
kona hans komu inn á skrifstofu
Lögbergs á þriöjudaginn; voru
þau á leið heim til sín frá Gimli.
Séra Bjarai var að gifta þau
Guðrúnu dóttur þeirra hjóna og
Jón Hafliðason; verður bústaður
nýgiftu hjónanna framvegis i
Winnipeg.
Góða líðan sögðu þau hjón í
kringum Langruth, en uppekeru-
horfur fremur lélegar. Séra Bjarni
var kátur og fjörugur eins og áð-
ur. Einn mann sögðu þau þar úti
að mætti að ýmsu leyti kalla lífið
og sálina í félagslífinu þar í bygð-
inni; það er Halldór Daimelsson
fyrverandi alþingismaður.
Þess var getið í Lögbergi fyrir
skömmu að Mr. og Mrs. Donald
Eldings í Saskatoon misti 7 ára
gamlan pilt af slysum. Pilturinn
hét Teddy Eggertsson Elding.
Slysið vildi til þannig að drengur-
inn var að baða sig 13. júli í ánni.
en fór of langt; straumurinn bar
hann í burtu; annar drengur, sem
með honum var, rétti honum
spýtu, en hún brotnaði; hvarf hann
svo með öllu og fanst líkið ekki.
Mrs. Elding var vestur í La Pas.
þegar slysið vildi til, leitaði hann
uppihaldslaust meðfram ánni og
fann líkið þann 16. nálægt C. P.
R. brúnni. Hinn látni var jarð-
settur 18. júli. Mrs. Elding.
ásamt tvéimur dætrum sínum,
kom til Winnipeg skömmu siðar
og hefir dvalið hjá bræðrum sín-
um.