Lögberg - 20.08.1914, Side 2

Lögberg - 20.08.1914, Side 2
2 LöGBERG, FIMTUDAGINN 20. ÁGÚST 1914. Norræni kvennafundur- inn í Kaupmannahöfn 1. Hinn 10.—Il^ júní síöastliöinn var hinn 2. norræni kvenréttinda- fundur haldinn í Kaupmannahöfn. Aöalkvenfélag Dana, Dansk Kvindesamfund, haföi boöaö til fundarins og stóö straum af hon- um aö öllu leyti. Var kvenfélög- um um öll Noröurlönd boöiö atS senda fulltrúa á fundinn, og höfðu öll þau félög, er boöiö var, þegiö boöiö. Fundurinn var haldinn í Söng- höllinni miklu í Breiögötu (Kon- certpalæet), og var salurinn troö- fullur af fólki kl. 9 árdegis, þegar fundurinn var settur. Salurinn var skreyttur fánum allra þeirra landa, er þátt tóku í fundinum. og var hinn mesti hátíðablær á öllu. Fyrst var sunginn Kantate. er skáldkonan Gyrithe Lemcke haföi ritaö, og tónskáldiö Tekla vjriebe;- VVandal samið lög viö, og fór þaö hið bezta fram. Þá sté formaður Hins danska kvenfélags. Islandsvinurinn frú Astriöur Stampe-Feddersen i stólinn og bauð gestina velkomna og setti fundinn meö ræðu þeirri, er hér fer á eítir. Aöaltilgangur fundarins var aö ræöa um hjónabandslöggjöf og barnalöggjöf, enda eru þau sviö svo nátengd hvort öðru, aö erfitt er að aðgreina þau. Eins og les- endum blaösins mun kunnugt, hafa Danir, Svíar og Norðmenn þegar hafið samvinnu, er miðar aö því. aö koma löggjöf þessara landa í Var þar skýh: frá, hve langt væri komið aö ná jafnréttistakmarkinu í hverju landi fyrir sig. Iíöföu danskar konur vonast eftir að veröa þann dag nýbúnar aö öðlast pólitískt jafnrétti viö karla — eh landsþingið geröi, sem kunnugt er. — verkfall, og uröu hin nýju grundvallarlög því eigi samþykt á þessu þingi. Klukkan tíu um kveldiö hafði borgarstjómin boö- ið fundarkonum til veizlu í ráð- húsinu. Voru þar fluttar kveöjur frá hverju landi, og síðln þyrpt- ust allir að borðum, er voru hlaðin ýmsu góögæti; eftir á var kaffi drukkið og dans stiginn til kl. 12)4. Daginn eftir var tekiö til óspiltra málanna kl. 9y2 árdegis. Var þá barnalöggjöfin tekin til meðferð- ar,einkum var rætt um það, hvern- ig kjör óskilgetinna bama væru. og hvaða rétt mæður þeirra hefðu gagnvart barnsfeðrunum. Kjör þessara ógiftu mæðra og barna þeirra eru víðast hvar alt annað en glæsileg, hefir verið reynt að gera ýmislegt til að bæta úr bágindum þeirra, en flest mætt afarmikilli mótspymu hjá löggjafarvaldinu. En það er enginn vafi á því, að þetta mikilvæga framtíðarmál verður efst á dagskrá hjá öllum hugsandi konum á Norðurlöndum. þangað til það er komið í það horf, er bezt má verða. Öllum kom saman um það á fundinum, að ó- skilgetin börn ættu heimting á því, að faðirinn gæfi þeim nafn sitt og rækti skyldur sínar við þau. engu síður en móðirin. Danmörk og Noregur ganga á undan í þessu efni, hvað löggjöf viðvíkur, en það leiðir af staðháttum vomm. Islendinga, að ástandið að öllu samanlögðu mun vera bezt hjá okkur. Svíþjóð er langt á eftir í samræmi á ýmsum sviðum, að svo miklu leyti sem venjur ,og stað-1 þessu efni — og Finnland, veslings hættir leyfa. Meðal annars hefir | Finnland! þar liggur öll löggjöf nefnd manna af öllum þessum niðri sem stendur, — og þeir eiga þjóðum síðustu árin starfað að hjónabandslöggjöfinni, og er nú þegar búið að prenta fyrsta kafl- ann af hinni endurskoðuðu hjóna- bandslöggjöf — eins og nefndin hefir orðið ásátt um hann — “Om /Egtesikabs Indgaaelse og Oplös- ning”. Og nú ætlar nefndin að byrja að fjalla um þá tvo kaflana. sem eftir eru, kaflann um fjármál hjóna og kaflann um foreldra og böm. I nefnd þessa hefir af Dana hálfu verið skipaður Benzon pró- fessor, kennari í lögum við há- skólann. Hann var boðinn á fund- inn og var hinn fyrsti málshefj- andi. Skýrði hann allitarlega frá störfum nefndarinnar, og gerði glögga grein fyrir því, að nefnd við hina mestu kúgun að búa. Seinna um daginn var rætt um sérbann gegn ýmsri vinnu fyrir konur og bann gegn næturvinnu kvenna, og var fundurinn mót- mæltur hvorutveggja. Þá var störfum fundarins lokið og kl. 5 lögðu fundarkonur af stað til Skodsborgar ásamt fjölda manns, er fundinn hafði sótt. Þar átti að borða miðdag að skilnaði kl. 6. I þessum miðdegisverði tóku yfir 1000 manns þátt. Var mikið um söng og ræðuhöld og skemtu menn sér hið bezta. Hafði fundurinn að öllu leyti farið sem ákjósanlegast fram. Daginn eftir, hinn 12. júní, var öllum fulltrúunum boðið í morg- unverð á Marienlyst í Helsingör. inni væri einkar ant um að láta ()kum við þangað í 10 bifreiðum hina endurskoðuðu hjónabandslög- skreyttum smáflöggum, og héldum gjöf verða í sem fylstu samræmi! stað frá Höfn kl. 9 árdegis. við réttlætiskröfur vorra tíma, og Varð flestum starsýnt á vagnalest- að nefndinni væri full-ljóst, að j «na, er hún ók gegnum borgina. þetta gæti að eins orðið með því og sömuleiðis er hún fór um smá- eina móti, að konan fengi að öl!u! Þ»rp þau er liggja meðfram leið- leyti fullkomið lagalegt jafnrétti inn'- Ferðin tók hátt á þriðja kl,- við manninn í hjónabandinu. “En, sagði hann, “okkur vantar þvi mið- tíma og var hin Veðrið var hlýtt skemtilegasta. og lygnt og ur konur í nefndina; því sá veit SlaSa sólskin. Á vinstri hönd voru bezt hvar skórinn kreppir, sem ber i«grænir skógar og stundum akrar hann á fætinum.” En úr þessum húsaþyrpingar, en á hægri vandkvæðum hefir nefndin reynt hönd spegilslétt sundið, og handan að bæta á þann hátt, að bera vafa- við Það blasti sænska ströndin. spursmál undir helztu kvenfélög.; hjúpuð bláleitri morgunmóðu. hver í sínu landi. Hafa þau svo; As Mknum morgunverði var aftur kosið nefnd kvenna, er hefir settur fundur, til að ræða um að setið á rökstólum samhliða laga- horaa a f°t samvinnu meðal nor- nefndinni. og gert þær athuganir. rænna kvenna á þeim sviðum, er er þeim hefir þurfa þótt. Og sérstaklega snerta kvenréttindi og Jæssu fyrirkomulagi mun að lík- j barnalöggjöf. \ ar einróma álit. indum haldið framvegis. \ að slilc samvinna væri einkar æski- j . , leg og mundi geta borið góðan Þá er Benzon protessor hafði , s s f s . „. . 5 . .... v. . . „ ,1 „ arangur, ef hennt yrði haganlega! ok.6 ræSu Mnm, er aS ma eg-,, komi6 Var ikve6ie s eiknm var fagnaS meS d,n,aní, kvenféK ^ „ ,aka vild„ þátt o aktóppi. hoíua. umræsurnar um , sLvi„n„, skyldll kjósa1 iijonabandsloggjofina ÞaS er „ „„dirbyggju málií og un. , blaSagrem aS skyra ím 0 I- ^ svo ^ „m þeim afhugunum og ollum (i] s a# s ,tar| þeim tdlogum, er þar komu ímmJ ski la kri f ir I En óánægian með htð nuverandi, v J .. ,\ 7 . , SJ „ .. , Að endingu var tekin mynd af fyrirkomulag var*miktl og almenn. .... y 8 u * K ollum þeim fulltruum, er mætt Alhr voru samdoma um það, a«lhöffiu á fundi þessum. Q ag felagsbuið með einræði fra manns- ^ ^ hver he-m ta fn ms halfu væri miður heppilegt •— og komu fram mýmörg dæmi til j sönnunar því, hve mjög þetta fyr- j irkomulag væri misbrúkað af j manninum í öllum nágrannalönd-1 um vorum. En allir voru og á einu máli um það, að eigi væri auð- hlaupið að því, að finna fyrir- komulag á fjármálum hjóna, er eigi mætti misbrúka. En brýn nauðsyn ber til að breyta frá því| laufmikið lim og margkvíslaðar j ><tm nú er — eins og elzta og rætur. Þjóðir þær, sem teljast til fjörugasta konan, sem á fundinum þessa norræna kynflokks, byggja var, frú Jutta Boysen Möller" komst að orði, er hún sagði: “Við B. Blöndal. II. KVEÐJA til hins norræna kvenrétfinda- fundar í Kaupmannahöfn io.—ii. júní 1914. Hinum norræna þjóðarbálki er líkt varið og háu og miklu tré, með verðum að búa svo um hnútana. að ungu stúlkurnar geti óhræddar gifst, þó þær séu steinblindar á báðum augum af ást — og setji mannsefninu engin skilyrði. — Og við verðum að sjá fyrir því. að það geti aldrei komið fyrir að þær vakni á siðan við vondan draum — bundnar á höndum og fótum, af því lögin gefa þeim ekki ráð yfir eyrisvirði — og hvað meira er, ekki yfir sínum eigin bömum. — En svona er ástandið nú, eftir lögunum.” Kl. 7 síðdegis var pólitískur fundur — kosningaréttarfundur. 1 landið milli ísafjarðar qg Helsing- fors, milli Nordkap og Flensborg- arfjarðar, og eru það Svíar, Norð- menn, Danir, Islendingar, Færey- ingar o£ sænskir Finnar. Og all- ar tala þessar þjóðir — með meiri eða minni afbrigðum — hið sama tungumál. — Mál, sem á rætur sín- ar að rekja til norrænu. Þessar norrænu þjóðir hafa, er tímar liðu sundrast í ýms meir eða minna sjálfstæð ríki, en málin hafa þó eigi breizt meira en svo, að flestir skiljum vér hver annan, án mikilla erfíðismuna. Og þau af málunum. sem vér allir eigi auðveldlega skiljum, eru einmitt þau, er minst hafa breizt frá hinu upprunalega móðurmáli vor allra — norrænm tungu. Hinar norrænu þjóðir hafa, því miður, fjarlægst hver aðra mjög á umliðnum öldum. Og ófriður og blóðugir bardagar, er ríkin til skiftis áttu upptök að, fæddu af sér öfund og óvild í hugum þjóð- anna sín á milli. — Þetta voru bemskuár norrænu þjóðanna. — Hver þjóðin fyrir sig þurfti að fá svigrúm til að þroska séreðli sitt, og þær neyddust til að grípa til vopna, til þess að öðlast þetta svigrúm, stundum. Allar mæður. sem eiga mörg böm, þekkja þetta í smáum stíl úr heimilislífinu. Börnin eru hvert öðru ólík, og til þess að fá svigrúm fyrir séreðli sitt, verða börnin oft að fara í handalögmál. — En börnin eldas't og vitkast, og þá lærist þeim að leggja taumhald á sjálf sig, svo að aðrir geti þróast og dafnað sam- kvæmt eðli sínu jafnhliða þeim. Og þegar bömin eru komin út í buskann, þá eru það endurminn- ingarnar um æskuárin, sem þeim em kærastar, — og þá einkum endurminningarnar um það, að hafa unnið bug á framhleypni og hugsunarleysi bernskuáranna. Og á sama hátt fer þjóðunum. Allar höfum vér norrænu þjóð- imar, — hver einstök grein á hinum sameinaða stofni — orðið að heyja baráttu til þess að öðlast það svigrúm, er oss var nauðsyn- legt til þess óhindrað að geta þroskað séreðli vort sem þjóð. En bak við þessa baráttu fyrir fullu sjálfstæði liggur hin innilegasta og göfugasta tilfinning vor — hin skýra meðvitund vor um það, að vér allar saman erum frændþjóSir. Nú á timum gengur öflug frið- arhreyfing um allan heiminn. Að vísu lítur út fyrir, þegar litið er til atburða síðustu áranna, að hreyf- ing þessi muni eiga örðugt upp- dráttar — en að lokum hlýtur hún að sigra. Hún á nefnilega rætur sínar að rekja til hins bezta og göfugasta í mannseðlinu; tilfinn- ingarinnar um það, að vér allir erum meðbræður. — En að eins með einu móti getur friðarhreyf- ingin nokkru sinni átt sigri að hrósa — með því móti að rita sjálfkvæðisrétt hverrar þjóðar á fájia s,inn. 'Það kemur að litlu haldi, að manneskjurnar séu eins og systkini og gefa hver annari svigrúm til að þrosícast samkvæmt eðli hvers eins, ef þjóðirnar ekki gera hið sama innbyrðis. Þjóðar- eðlið þarf svigrúm til þess að þró- ast og dafna, eigi síður en manns- eðlið. Það er stórt spor í áttina til al- heimsfriðar, þegar , þjóðir þær. sem skyldar eru, ganga í fóst- bræðralag, gefa hver annari nægi- legt svigrúm fyrir séreðli sitt, og vinna að því að þroska hina þjóð- legu samúðartilfinningu. Hin sænska, norska, danska og íslenzka staðbundna föðurlandstilfinning má ekki sljófgast. En föðurlands- tilfinningar allra þessara þjóða verða að geta sameinast v víðtæk- ari heildartilfinning — hinni nor- rænu föðurlandstilfinning, sem setur sér það markmið, að gera öll Norðurlönd að einni þjóðar- heild. Hafa þá norrænu þjóðirnar nokkra sérstaka köllun í heimin- um? Já, á því er enginn vafi. — Því hér á Norðurlöndum hefir staða og kjör kvenna verið önnur og betri en með öðrum þjóð- um. Vagga heimsmenningarinnar stóð í Asíu, og Grikkir og Rómverjar fluttu Norðurevrópuþjóðunum menninguna. En hin foma menn- ing Grikkja og Rómverja, — sem listir þeirra, skrautbyggingar o. fl. bera svo fagran vott um — þessi menning bar fræið til sinnar eigin eyðileggingar í sér þegar frá upp- hafi: þar var ein stétt þjóðfélags- ins herra—ötinur Jiræll. En þá kom kristna trúin og flutti mannkyn- inu eitthvert hið mikilvægasta boðorð, — flutti það þannig, að það hlaut a« óma til endimarka jarðarinnar. Og boðorðið var þannig: “Það, sem þér viljið að aðrir geri yður, það eigið þér og J>eim að gera.” Ef þessi orð einhverntíma næðu að festa rætur í hjörtum manna. þá yrði kúgun einstakra stétta og kúgun annars kynsins með öllu ó- hugsanleg. Hér á norðurhveli heims hafa þessi orð Krists fundið betri jarð- veg til þess að þroskast og dafna í, en víðast hvar annarstaðar. Þrátt fyrir varmensku, eigingirni og rangsleitni manna, hafa þessi orð — þó lítið hafa áborið —• þó borið ávöxt, bæði hjá þeim, er Kristna trú játa, og osjálfrátt Iika hjá þeim, sem ekki eru kristnir. Og nú roðar fyrir einkennilega fögrum tímamótum, — nú Iítur út fyrir, að þeir sem áður dvöldu í myrkri muni öðlast hluttöku í sól- arljósinu — bæði þær stéttimar og það kynið, er sett hefir verið hja. til þessa. Og það er köllun norrænu þjóð- anna í heiminum, að ganga í broddi fylkingar i þvi að veita konum frelsi og full réttindi, og þess- vegna eigum við að starfa i sam- einingu að þessari mikilvægu köll- tin vorri. Hið danska kvenfélag hefir boð- að konur frá öllum hinum nor- rænu þjóðum á fund Jænna, í þeim tilgangi, að koma á fót sam- vinnu um þetta mikilvæga málefni vort. Á ótal sviðum er þegar tími til kominn, að vér norrænar konur byrjum samvinnu á þeim sviðum, er að kvenréttindum lúta. til þess fyrst og fremst að öðlast full borgaraleg réttindi. Vér erum hinum norrænu lög- gjöfum þakklátar fyrir það, að þeir hafa tekið tillit til þeirra ráða. er vér höfum á lagt viðvíkjandi ýmsum atriðum í Iöggjöf vorri. En einkum og sér í .lagi erum vér þakklátar fyrir það, að löggjafam- ir líta nú svo á, að vér konur þurf- um nú ekki lengur að koma auð- rnjúkar og biðjandi til ríkisþings- ins með óskir vorar um hvað og eitt, en að vér eigum rétt á því, að hafa hönd í bagga um lög þau, er vér eigum að hlíta, engu síður en sjálfir þeir, og eiga að vernda böm vor frá öllum hættum. Hinu danska kvenfélagi er hin mesta ánægja að því, að sjá svo margar af hinum ágætustu konum Norðurlanda hér sem gesti sína, °g eg vil bera hér fram þá ósk fé- lagsins, að oss megi auðnast á Jiessum fundi að leggja grundvöll- inn að samvinnu, er megi verða til gagns fyrir konur á öllum Norður- Iöndum, avo að vér finnum til Jæss, að vér megnum meira, ef vér hjálpumst að en ella. Og að end- ingu vil eg sem formaður hins danska kvenfélags biðja konumar frá öllum hinum norrænu Iöndum að vera hjartanlega velkomnar og leyfa mér að lýsa yfir því, að hinn ! 2. norræni kvennafundur í Kaup- mannahöfn er settur. Astr. Stampe-Féddersen. —Lögrétta. Hegning — hefnd Þegar sú nýung vildi til seint á ^ öldinni sem leið, að dauöadómur ! var kveðinn upp hér á landi, þá var eg að vona, að það yrði í síð- asta sinn. Nú hefir annar dunið yfir á þessu ári. Hvenær legst sá ójöfnuður niður, að þjóðfélagið þykist hafa rétt til að hefna sín svo greypilega á mannaumingjum? Sumir segja, að ekki saki þótt til líflást sé dæmt, því að konung- urinn “náði”. En sé það óhæfa að fullnægja líflátsdómi, þá ætti líka að vera óleyfilegt að kveða hann upp. Það hefir, að minu áliti ill áhrif á almenning að vita menn dæmda til dauða, þó að dómnum sé aldrei fullnægt. Sum- um verður það til Jæss að halda lífi í gömlu hugmyndinni, að rétt sé að gjalda líku líkt — “líf fyrir líf, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn”. Sumum vekur það eintóma andstygð á landslögunum. Eg er sannfærður um, að ef dauðadómi væri fullnægt hér, þá mundi marg- ur hafa meiri samúð við glæpa- manninn, heldur en við löghelgaða morðið og þann sem pað fremdi. En er það holt að eiga slíkt ákvæði í landslögunum, sem mannúð og réttlætistilfinning risi upp á móti. ef til framkvæmda kæmi? Er ekki kominn timi til að nema dauðarefsing úr lögum? En hvað sem því líður, er þó ekki a. m. k. kominn tími til að gera einhverjar umbætur á hegn- ingarhúsinu og aðbúð fanganna þar, svo að fangelsisvistin verði ekki enn ómannúðlegri en líflát? Eg veit ekki hvort til þcss þyrfti neina lagabreytingu. Lögin tala um betrunar-hixs, og er þá svo að sjá sem þau ætlist til að eitthvað sé stuðlað að betrun fanganna. En hver sem sér betrunarhúsið innan veggja, klefana sem föngunum eru ætlaðir, mun eiga bágt með að skilja, að einvera í slikum skúma- skotum sé vel löguð til þess að hafa góð áhrif á nokkurn mann. Alt er þar kuldalegt og harðneskju- elgt, skuggalegt og fúlt, og mér bggt'r við að segja mannvonsku- legt — líkast og ætlað væri óarga- dýrum; bezt lagað til þess að gera hvem mann að dýri, sem þar á að hafast við langvistum. Og eins er garðurinn, sem fangarnir fá að koma út í litla stund á hverjum degi þröngur og ógeðslegur. Alt sýnist bera vott um hefndarhug mannfélagsins til ólánsmannanna. sem J>arna hafa húsnæði. Eg veit ekki hvernig vist þeir eiga að öðm leyti, hvort umsjón- armaðurinn má gera nokkuð fyrir þá annað en að halda þeim til hlýðni og láta þá fá mat sinn — eftir einhverri reglugerð. — Nokk- uð er það, að þeim eru bannaðar samræður og öll glaðværð; hvorki mega þeir syngja né kveða — ekkert, sem venjulega mýkir skap- ið og léttir. Vera má, að þeir hafi gott af ströngum aga, og einhverskonar harðbýli. En þeir mega til að finna einhvern hlýleika, og verða þess varir, að manntélagið hugsar til þeirra öðruvísi en með hefndar- hug eða fyrirlitningu. Að öðrum kosti eru miklu meiri likur til að þeir verði verri menn, heldur en þeir betrist. Og þetta væri útlátalítið. Klef- ana Joeirra mætti gera vistlegri og líkari mannabýlum en þeir eru. Garðinn mætti stækka og prýða, á einhvern hátt. Og ætli það væri frágangssök að lengja ofurlítið útiveruna þeirra í garðinum og lofa þeim að gera þar eitthvert handverk í stað innivinnunnar, t. d. við garðyrkju á sumrum, stein- högg á vetrum? Ef enginn vegur er ui að gera neitt í J>essa átt, af því að enginn eyrir fáist til þess af almannafé. þá trúi eg varla, að ekki fengjust einhverjir einstakir mehn, og fé- lög til þess að útvega það sem þyrfti til að gera ofurlitla byrjun- artilraun. Þó ekki væri annað en það að laga til í garðinum áður en fangamir koma út og láta þá sjá, að einhverjar hlýjar hendur hefðu um hann farið í því skyni að gleðja J>á. Eg Jiekki þá illa sumar konur í Reykjavík, ef þær teldu það eftir sér, eða væru í vandræð- um með að finna upp á einhverju til að gleðja þá, sem. aðrir hafa útskúfað. — Eða mundi ekki fást svo mikið sem leyfi yfirvaldanna til J>ess? Verða reglugerðimar frá 22. jan. 1874 aS standa óhagg- aðar um aldur og æfi — Eg er svo ólögfróður; veit ekki hver er meginhugsun hegningarlaganna okkar. En ef hún skyldi vera sú. að betra skuli sakamenn með því að kvelja þá, þá væri áreiðanlega kominn timi til að endurskoða þau lög. Kjartan Helgason. —Nýtt Kirkjublað. Utanförin. Sigurður Eggcrz kemur til konungs Kl. rúmlega 10 í gærkveldi kom Sigurður Eggerz með eimlest frá Hamborg til Kaupmannahafnar. Hann var þreyttur og slæptur eft- ir ferðina, en lét það ekki á sig bíta og hélt rakleiðis til konungs- hallar. Konungur var háttaður og hirð- in öll, er Sigurð bar að garði. Sá hann þá ekki annað vænna en að vekja upp, þótt leitt væri. Höllin er portbygð og há mjög, sefur konungur í áfþiljuðu her- bergi fram af baðstofu uppi yfir stofunni. Sigurður er hár maður og mikill vexti, en svo er hátt til gluggans, að ekki treystist hann að ná þangað af jafnsléttu. Sá hann þá beykibút mikinn í hliðinú skamt frá dyrum. Tók hann kubbinn og bar að stofuþili, — var það erfiði ekki alllitið, en Sigurður er ramur að afli og fylginn sér. Sté hann nú upp á kubbinn, seildist til gluggans, drap hendi á rúðuna og hrópaði hátt: “Hér sé guð! — Gott kveld.” Kóngur var í þann veginn að blunda, — hafði hann áður lesið bæniraar sínar að vanda, — hrökk hann upp, seildist úr sænginni til gluggans, opnaði hann, rak út höfuðið og mælti: “Gott kveld! Hver er úti?” “Það er eg, Yðar Hátign!” svaraði Sigurður. “Hver er maðurinn?” mælti kóngur. “Sigurður Eggerz heiti eg, — frá íslandi!” “Nú! — það eruð þér! Gerið þér svo vel að hinkra við; eg skal undfr eins opna bæfnn!” Kóngur hnipti fyrst í drotning- una og mælti: “Heyrðu góða mín! Hann Sig- urður Eggerz er kominn. Þú verður líklegast að fara á fætur og ná í einhverja hressingu handa honum. Flann er langt að kominn. sjálfsagt svangur og þyrstur.” Drotning neri stýmmar úr aug- unum. “Já, góði, — eg skal koma. — rúmið handa honum hefir verið uppbúið í noröurstofunni í marga daga. Er ekki bezt að flóa handa honum mjólk?” “Jú. það er líklega! Við skul- um nu sjá til! sagði kóngur og fór fram úr. Hann fór í brækur °g sokka, brá yfir sig “slobrokkn- um , fór í flókaskó, gekk til dyra og skaut lokum frá. Sigurður beið við dyrnar. “Komið þér sælir, Yðar Há- tign!” sagði Sigurður. “Komið þér nú sælir, Sigurður minn, og verið þér velkominn!” sagði kóngur. “Gerið þér svo vel að ganga í bæinn. Þér verðið héma hjá okkur í nótt!” “Þakka yður fyrir, Yðar Há- tign!” sagði Sigurður. Þeir gengu inn í göngin og kóngur lokaði hænum. “Varið þér yður, — það er skuggsýnt héma í göngunum hjá mér!” sagði kóngur. “Svo er rík- isfjárhirzlan þarna rétt hjá gang- veginum, — það er slæmt að reka sig á hana.” “Uss, blessaðir veri þér. Eg er alvanur þessu, — ekki em göngin betri í Skaftafellssýslu sumstað- ar!” sagði Sigurður. “Og þvi trúi eg nú!” sagði konungur. Dimt var í stofunni — næturn- ar í Danmörku eru ólikar því sem er á íslandi —. Konungur kveikti á kertisstúf, benti Sigurði á silfur- stól með silkiflosi og mælti: '‘Gerið svo vel og tylla yður á stólinn þama! Þér eruð víst eftir yður eftir ferðina. Hvað má bjóða yður? Eitt vínglas?” “Nei, þakka yður fyrir! Eg hef aldrei bragðað vín á æfi minni og er bindindismaður!” “So-o-o?” sagði konungur. “En kaffisopa — eða flóaða mjólk?” “Þakka yður fyrir, — kannske eg þiggi mjólkurbolla!” sagði Sig- urður. Konungur brá sér fram, kom aftur að vörmu spori og tók Sig- urð tali. “Hvernig gekk yður nú ferðin, Sigurður minn?” “O-jæja, — svona slysalítið. Eg var 5 sólarhringa frá Rieykjavík til Lifrarpúls með brezkum dalli.” “Urðuð þér ekki sjóveikur?” “Ónei, ekki get eg talið það, ósköp lítið fyrsta daginn, en svo dreypti eg í Kínalífselixír og var góður úr því.” “Já það er fyrirtask “metall”, mælti kóngur. ::En hvemig kom- ust þér svo hingað?” “Ja, það er nú saga að segja frá því! Þeir voru alveg ærðir þama í Lifrarpúli, engan vagngarm hægt upp að drífa, allir vitlausir í önn- um, — það dugðu hvorki góð orð né “betalingur”, en loksins gat eg samt drifið upp einhverja bikkju, — þeir þorðu ekki annað en ljá mér hana þegar þeir vissu hver eg var og hvem eg ættaði að finna. Eg fékk strák til að fylgja mér til Haravíkur. Þar náði eg í eimbát og hélt til Hekk. Fékk eg áföll stór og yarð að standa í austri, bullóð í fæturna, en hef ekki gefið mér tíma til að hafa sokkaskifti síðan, svo mér er svona hálf hroll- kalt.” > “Hvaða ósköp eru að heyra þetta!” hrópaði konungur. “Þ!ér verðið að fara úr votu.” Stóð konungur upp og kallaði fram í eldhúsið: “Heyrðu góöa mín Hefurðu ekki þurra sokka af mér til Jæss að ljá honum Siguröi. Hann stendur í votu og þarf að hafa strax sokkaskifti.” Drotning rak inn nofuðið. “Mér meir en datt þaö í hug, að maðurinn væri votur, svo eg tók hérna ofan með mér rauðu silkisokkana þína, — þú átt ekki aðra þurra sem stendur!” Sigurður Eggerz stóð upp og heilsaði drotningu hæversklega. Hún tók kveðju hans vel ög leizt auðsjáanlega vel á manninn, sem ekki er furða, því Sigurður er hverjum manni fríðari og prúð- ari í framgöngu allri. Hafði nú Sigurður sokkaskifti, en drotning tók í hann. Hélt hann áfram á meðan ferðasögunni. “í Hekk keypti eg mér kaffi og með því, hélt svo tafarlaust til Hamborgar og dvaldist þar nokk- uð. ÆtlaSi eg aldrei að geta náö þar í eimlest hingað, allir voru þar við minningarguðsþjónustu, um erkihertogann austurríska og eng- inn heima nema tómail gamlar manneskjur, svo eg varð að bíða þangað til fólkið kom úr kirkj- unni.” Eitthvað hafa þeir nú getað gert yður gott?” spurði drotning. “Ó-já, — eg borðaði svið og blóðmör hjá borgarstjóranum og skyrhræring á eftir.” "Það var nú fyrirtak, — eg verð fegin því, því eg á svo bágt með að ná í mat í kveld,” mælti drotning. Sótti hún nú mjólkina og setti stóreflis rauðrenda “spilkomu” hvíta fyrir Sigurð með sjóðheitri mjólk. Tók drotning sjálf börk- inn ofan af, en Sigurður sagði: guðlaun! og smakkaði á mjólk- inni. Var hún heit og taldi kóng- ur bezt að láta hana rjúka ofur- Iítið. “Er nokkuð að frétta hérna í Höfn?” mælti Sigurður. “Ó-nei,” sagöi kóngur. “Ekki sem heitir, ja, það er þetta þref milli okkar Zahle um þá konung- kjömu, en eg hafði nú mitt fram; þeir sitja kyrrir, að hverju gagni sem það verður. En er nokkuö nýtt í fréttum hjá ykkur þarna norður frá?” “O — ekki það eg man! Ja. það hefir verið versta ár til sveita. horfellir sumstaðar — reyndar ekki í minni sýslu, en það kvað vera slæmt í Borgarfirðinum sum- staðar, eftir því sem hann Jóhann segir.” “Já, eg trúi það!” svaraði kon- ungur. Drotning bauð nú Sigurði góða nótt og urðu þeir kóngur nú tveir eftir. “Þér gerðuö mér orö að finna yður!” sagði Sigurður og saup vænan sopa úr spilkomunni. “Ó, já! Mér þótti vissara aö tala við yður svona um hitt og Jætta áður en þér takið við.” Já, eg skil það, en bagalegt er það nú, ef þingið hjá okkur tefst mikið við það svona um hábjarg- ræðistímann. — Æ,, það er satt: eg átti að bera yður kveðja frá honum Hannesi og eg held þeim öllum, — eg var rétt þúinn aö gleyma því!” “Gerir ekkert til, — þakka yður fyrir, — guð blessi þá! En viö förum nú ekki neitt út í okkar sakir í kveld, — J>ér þurfiö aö hvíla yður, — hérna er herbergiö yðar innar af og þér þurfið ekki annað en berja í loftið ef þér þurf- ið einhvers með. Þér borðiö svo morgunverð með okkur hjónunum og honum Zahle á morgun, svona eftir yðar hentugleikum og svo skreppum við út í ríkisráð. Ann- ars var Hafstein vanur að taka hjá mér morgunbitter þegar hann var hér á ferðinni, en það þýðir ekki að bjóða yður hann þegar þér er- uð bindindismaður.” “Nei, þakka yður fyrir!” sagöi Sigurður. “Jæ ja, góða nótt, Siguröur minn!” sagði konungur og stóö upp. “Látið þér alveg eins og þér séuð heima hjá yður.” “Góða nótt, Yðar Hátign!” sagði Sigurður og hneigði sig. Max Mystifax. —Vísir. Manstu? Manstu enn, við áttum saman einu sinni barna gull? manstu. J>egar sátum saman sungum, kváðum, táðum ull? manstu—Jjað var gaman, gaman —gamla snældan orðin full? Manstu, þegar litlu lömbin léku sér um stekkjar tún? manstu, hvernig litlu lömbin læddust, stukku heim í tún, —þá var nótt—og litlu lömbin löbbuðu seinast upp á brún. Einhver—held jeg—átti’ að vaka yfir túnum þá af stað, —það var sárt, ó, J>essi vaka þarna úti, — og bera tað, —aðrir sváfu,— og eiga að vaka allar nætur;— manstu það? Manstu fyrsta morgunroðann ? mikið—skelfing fór ’ann hægt; Urðum líka oft að skoða ’ann, annað varla sýndist hægt, svona fagran frelsis-boðann; —fundum túnið bráðum slægt. Manstu ? út um alla móa eftir berjum varð að gá, elta lóu, og hann spóa, eggin þeirra vildum sjá; en hvað blessuð Iitla lóan lék á okkur stundum þá. \ Manstu ! Manstu ! sáum svani synda þar með börnunum; það var alténd þeirra vani þreyta söng á tjörnunum. Ó, þú manst þá söngva-svani; eg sé þá enn á tjörnunum. Og við skruppum upp í heiði eftir fjallagrösunum; mörgum þótti mest í veiði mega skríða á nösunum; þegar sáum sól í heiði, sofnuðum þar á flösunum. Ó, þú manst það, og eg man það, alt er geymt í kistunni; sumt er kannske beygt og bramlað, en brotin eru í kistunni. Æskunni varð ekki hamlað eignast þau í fyrstunni. * *> ’ • T . «_ _ . __ P.S.—Þetta og því um líkt hefir nú verið sagt svo sem þúsund sinnum áður, og samt er það nýtt, ef það væri vel sagt. En hvað eru þessi svo kölluðu frumlegu kvæði? Eru þau nokkuö annað en það er á liðnum tíma hefir týnst úr lestinni, var ekki nógu þjóö- legt til að geta haldist við meö nokkru lífi; SUmt gott að hefir fund- ist aftur, en sumt, ja, betur ófundið. En svo er annað, sem aldrei týnist, það er lífið sjálft. Þess vegna verður manni ljúft að minnast þess; °g svo auðvitað syngur hver með sínu nefi—lagi eða lagleysu, og sjálf- sagt verð eg og er i laglausa flokkn- um; kann ekki málið—lærði aldrei annað en sveita og sjómannamálið, og það er nú farið að ryðga í 40 ára útlegð,— er því að sjálfsögðu hjá- róma við heiminn og hefi víst einlægt verið það að mörgu leyti. S. J. Björnsson■ Allir vélarstjórar á járnbrautar- lestum sem til Chicago koma, 'hafðu ákveðið ;að g-eraj Yerkfall 1. ágúst. Reynt var að miðla mál- um. Vélastjórarnir töldu sig fúsa til þess að leggja málið í gerö, en félögin neituðu því, og horfði þá til vandræða. Wilson forseti skarst þá sjálfur i leikinn per- sónulega og ávann það að félögin gæifu eftir og samþ(yktu gerðar- dóm. Málum varð því miölað. Kveðið eftir að lesa greinina “Að veita Ijósi yfir landið.”s Þessi mjög er greinin góð, gull í eðli sinu; eins og fögur Ijúflingsljóð lætur í eyra mínu. S. Símanarson

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.