Lögberg - 20.08.1914, Blaðsíða 5
LÖGBERÖ, FIMTUDAGINN 20. ÁGÚST 1914.
The Empire Sash & Door Co.
------------- Limited ----------
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
VIÐUR ”LATH“ ÞAKSPÓNN
Fljót afgreiðsla. Abyrgst að kaupendur séu ánægðir
THE ALBERT &0U&H SUPPLY CO.
BYGGINGAEFNI
OG ALLAR VIÐARTEGUNDIR
OFFICE: 411 TRIBUNE BUHjDING - - PHONE: MAIN 1246
WARE HOUSE: WALL SREET. PHONE: SHERBROOKE 2665
minni íslands; þaS hefir veriö hans
hlutverk síöan fyrst að hann kom
hér, og er þaö sterk sönnun þess, aö
hann leysir þann starfa vel af hendi.
Kristján Jónsson talaöi fyrir minni
Canada, en prófessorinn mælti nokk-
ur lofsyröi um Vestur-íslendinga og
stefnuskrá búnaðarskólans í Olds.
ísland held eg hann þekki ekkert;
gott ef hann veit hvar þaö er á
hnettinum, en ræöan var löng og
skörulega flutt. Ekki ætla eg mér þá
dul aö þylja efnið úr ræðum ræöu-
mannanna á Islendingadagpnn; en
eitt atriði get eg ekki annaö en minst
á í formálanum fyrir minni íslands.
Hann saman stóö af smá-atriðum,
sem oft var hlegið aö. Eitt var um
fyrstu þjóöhátíð íslendinga í Mil-
waukee í Wisconsin í Bandaríkjun-
um 1874. Einn af áheyrendum þeirr-
ar hátíðar var nú forseti dagsins, á
fertugasta þjóöhátiðar-afmæli sinu
og Vestur-íslendinga. Þar höföu öll
stórmenni Vestur-íslendinga þá ver-
ið saman komin og forseti þeirrar há-
tíðar var að sögn Ólafur Ölafsson frá
Espihóli. Sagnritaíinn hans O. S.
Thorgeirssonar í almanökunum, ætti
að ná i sagnir, ræður og nýort kvæði
ef til eru af þeirri fyrstu þjóðhátíð
Vestur-lslendinga 1874; ef hann er
ekki búinn að því.
Tíðarfar heitt og þurt; haglstorm-
ur æddi hér yfir 28. Júlí; skemdi og
eyðilagði akra meira og minna beggja
megin Red Deer árinnar, en þó mest
suðaustur af bænum Innisfail; í bæn-
um til dæmis brotnuðu um 250 rúður,
blómabeð og kálgarðar eyðilögðust;
nokkrir landar með fram ánni urðii
fyrir talsverðum skemdum á ökrum,
kálgörðum og engi; hjá mér sprengdi
haglið kornið af stönginni og hjá ná-
grönnum mínum.
Kornskurður byrjaði hér 6. Ágúst
hjá tveim bændum, en alment held eg!
hann byrji um miðjan mánuðinn eða [
seinna. Heyskapur gengur vel; nýt-
ing góð, harðvelli sízt; strá lágt, en
axið býsna gott, þar sem það er ó-
skemt.
Olíu-“boomið” dó út með stríðs-
fréttunum; öll lán af tekin.
/. Björnsson.
betta cr lausleg þýðing á grcininni,
sem Björnson getur um.
Markerville, 4. ágúst 1914.
í gær var enn þá haldinn íslenzkur
þjóðminningardagur hér. Engir bænd-
ur voru við heyvinnu, þrátt fyrir það,
þótt glaða sólskin væri allan daginn,
en allir vörðu deginum til skemtunar
á hátíð Islendinga, sem er gleðifólk
niikið, eins og aðrir Skandinavar.
Það virðist samt vera næsta undar-
legt, að þessi þjóð skuli halda eins há-
tíðlegan annan ágúst og hún gerir;
daginn sem er sameiningardagur ís-
lands við Danmörku; því íslenzkar
bókmentir skýra svo frá, að þjóðin sé
mjög óánægð með sambandið; því í
staðinn fyrir vernd og frelsi, eins og
■heitið var möð sambandslögunum, hef
ir Danmörk sogið merg og blóð úr ts-
lenzku þjóðinni með þungum skatta-
álögum og niðurlægingu fyrir ísland,
bæði félagslega og stjórnarfarslega.
Svo virðist sem betur ætti við að Is-
lendingar héldu sorgarhátíð 2. ágúst,
til þess að láta í ljósi vanþóknun sina
á sambandinu, sem svifti þá frelsi, en
að halda gleðihátíð í minningu þess
að þeir hafi á móti vonum sínuni ver-
ið rændir frelsi og sjálfstæði sem þjóð
og heimilum þeirra og þjóðlífi þannig
stofnað í háska. Má vera að einhver
íslenzkur mentamaður geti gefið heim-
spekilega skýringu á því, að Islending-
ar halda almenna gleðihátíð til minn-
ingar um þetta. Má vera, að þrátt
fyrir hnefaréttinn, sem þeir hafa
þannig verið beittir af sterkari þjóð,
sem þó er þeim nákomin, þá telji þeir
það vænlegra til sigurs að gleyma
misgjörðum hinnar sterkari systur og
hugsi sér að keppa að hærra takmarki
frelsis og framfara og vinna það
þannig með jafnaðargeði, sem ekki
var hægt að vinna með afli. Má vera
að þeir á þennan hátt ætli að láta
Dani skammast sín fyrir fyrri gjörðir
og gefa eftir af þeim ástæðum.”
Athugasemd.—Þótt undarlegt megi
virðast, þá er þetta að sumu leyti
sama skoðun, sem fram er haldið af
sumum íslendingum. Þeim finst það
óviðurkvæmilegt að halda hátíð í
minningu þess að ísland fékk stjórn-
arskrá, sem þjóðin er ekki ánægð með
°K vill breyta. En þetta er misskiln-
mgur. Þjóðin heldur þessa hátíð í
minningu þess, að með þeirri stjórn-
arskrá sem þá fékst, fengust hinar
fyrstu stjórnarbætur á íslandi sem
teljandi séu; frá þeim tíma má telja
aÖ ísland hafi fæðst í þeim skilningi
að það hefði nokkur ráð. Þá var
lagður aðalgrundvöllur að sjálfstæðis-
möguleikum íslands og á hann hefir
verið bygt og er verið að byggja og
verður haldið áfram að byggja. Það
er í minningu þess að hátíðin er hald-
in, og það er sannarlega þess vert.
Það atriði greinarinnar, að íslandi
sé ofþyngt með sköttum frá Dana
hálfu, þarf ekki að ræða; allir Islend-
ingar vita að því er alls ekki þannig
varið nú.
Samband íslands við Danmörku er
yfirleitt fullkomlega eins frjálslegt og
samband Canada við England, og
meira að segja að sumu leyti enn þá
frjálsara.
A Iftavatnsbygð.
Lík af ókendum manni, sem allar
líkur benda til að hafi verið myrtur,
fanst í heyhrúgu sem kveikt hafði
veríð í skamt frá Deer Horn, á fimtu-*
daginn var. Gat var á hauskúpunni
eftir skammbyssuskot, og hlaðin
skammbyssa fanst skamt frá líkinu.
Líkið var brunnið að miklu leyti og
auðséð var, að hey hafði verið borið
á líkið og síðan kveikt í.
Vel þótti þeim hafa tekist, leik-
fimisfélögunum héðan á Islendinga-
daginn, ekki meiri æfingu en þeir
hafa haft; sýnir það berlega, að hér
eru hraustir menn, sem mikils má af
vænta í framtíðinni, enda munu þeir
hafa það í hyggju, að auka heldur
við sigurlaunin.
Barnastúka með 28 meðlimum var
stofnuð hér fyrir nokkru af Mrs. B.
Blöndal frá Winnipeg.
Nýja bifreið keypti Dr. Blöndal
fyrir skemstu. Mun hann hafa
hennar fulla þörf, því hann hefir
allmikla aðsókn, enda hefir hann
getið sér góðan orðstýr hér í sumar.
Norður Dakota.
Magnús Johnson Dondi nálægt
bænum Adams várð fyrir eldingu
fyrra föstudag, þar sem hann var
að slá akur sinn, og dó samstund-
is.
Fyrra föstudag andaðist Dóm-
hildur Stefánsdóttir Johnson á
Mauntain hjá bróður sínum Ar-
mann Stefánssyni. Hún hafði
verið veik í sex mánuði og dó1 úr
krabbameini. Mrs. Johnson var
42 ára gömul og kom heiman frá
íslandi fyrir þremur árum til
þess að stunda föður sinn, sem
heima á 'hjá Ármann syni sínum
og er 92 ára gamall.
Þresking byrjaði alment í Norð-
ttr Dakota þann 14. ágúst. Hveiti
sem búið er að þreskja er mest
númer 1.
VatnabygQir.
Heilmikið hefir gengið á í
Wynyard að undanförnu; lög-
reglustjórinn hefir fengið hverja
kæruna á fætur annari; sumar
fyrir áflog, aðrar fyrir meiðsli.
Óvíst hvernig fer. Lögreglustjór-
inn er írskur og heitir McNamee.
Samkomuhús hefir verið bygt á
Kandahar og var þar 'haldin fyrsta
samkoma 5. ágúst. Var mikil þörf
á þessu húsi.
Nýlega er látinn Stefán Johnson
nálægt Kandahar. Hann var rétt
um áttrætt. Hafði hann orðið
fyrir slysi fyrir fjórum árum og
aldrei náð sér eftir það. Johnson
var faðir J. G. Stefánssonar
bónda og átti hann heima hjá
honum. Hann lætur eftir sig
ekkju og tvo syni, Magnús sem
heima á í Selkirk og Johnson sem
hann átti Jieima hjá.
Samkomuhús hefir nýlega ver-
ið bygt í Wynyard og er það þriðja
samkomuhúsið þar í bœnum.
Kristján Anderson frá Kristnesi
og Maria Ólafson frá Quill Plains
voru gefin saman í hjónaband af
séra Háraldi Sigmar að heimili
foreldra brúðarinnar 14. júlí s. 1.
Samdægurs héldu þau til Winni-
peg og dvöldu þar viku tíma. Er
Kristján nú seztur að á heimilis-
réttarlandi sínu 4 mílur austúr af
Leslie.
Nýja-Island.
Heiðraði ritstjóri Lögbergs:—
Viltu gjöra svo vel og lána eft-
irfylgjandi línum rúm í þínu
heiðraða blaði, þvi það er fremur
sjaldan, sem fréttapistlar sjást í
blöðunum úr þessu bygðarlagi. Er
þó bygð þessi mörgum Islendinga-
bygðum blómlegri og fegri, og
kannske fult svo sögurik og hinar.
Það er ekki meimng mín að
skrifa langa fréttagrein, því til
þess er eg lítt hæfur; en aðal or-
sökin fyrir því að eg drap niður
pennanum er sú, að nýtt félag
hefir verið stofnað hér, sem eg
álit þess virði að minst sé á opin-)
berlega. Þetta félag, sem er grein
út úr komyrkjumannafélaginu var
myndað hér snemma í vor, og er
nefnt eftir bygðinni, eða “Geysir
Branch”,. Voru fjöldamargir við-
staddir á þeim stofnfundi, og
gengu allfléstir inn um leið, og
síðan hafa meðlitnir bæzt við á
hverjum fundi. Maður var sendur
frá Winnipeg, til þess að stofn-
setja þetta félag, ásamt annari
deild sem hann stotnaði í Víðir-
bygð. Hann útskýrði stefnu, vöxt
og viðgang komyrkjumanna fé-
lagsins í þessum þrem sléttufylkj-
um, og gat um þá örðugleika, sem
það hefði átt við að stríða í byrjun;!
um þær ýmsu umbætur, sem!
snertu verzlun bænda, sem það
hefði til leiðar komið, og alla þá
mótspymu sem það hefði fengið
frá jámbrautar- og mylnufélögum
og jafnvel frá stjóminni, sem
vanalega stæði með auðfélögunum.
eins lengi og hún sæi sér fært.
Aðal tilgangur þessa félags-
skapar er að vinna að velferð og
heill bændastéttarinnar með öllu
löglegu og heiðarlegu móti Fylgj-
ast með löggjafaratriðum lands-
ins, og beita sínum áhrifum, fsem
betur megi fara) með sterkum og
velvöldum fulltrúa sendinefndum.
Líka til þess að glæða og auka hjá
meðlimum víðtækari þekkingu.
með stofnun lestrarstofa og ann-
ars þess sem gæti orðið til ment-
unar og upplýsingar andlega og
likamlega. Getur svo þetta félag
tekið þátt í velferðarmálum þjóð-
arinnar í sambandi við aðalfélagið.
Eins getur það verzlað með afurð-
ir meðlima sinna og keypt sínar
nauðsynjar í gegnum aðalfélagið,
eða þá deild þess sem hefir um
slíkt að fjalla, og orðið þannig að-
njótandi í sanngjömu heildsölu-
verði og viðunanlegum markaði.
Vil eg minna alla meðlimi þessa
félagsskapar á Geysi að athuga
þetta, sem hér er minst á, viðvíkj-
andi stefnunni, og færaj sér það í
nyt; eins umfram alla inuni að
sækja vel fundi og styðja félags-
skapinn af fremsta megni, því það
er sannarlega að vinna fyrir sinni
eigin velferð og framtíðarheill.
Svo eg skjóti nú inn í nokkru
öðru, úr því eg er kominn svona
langt; þá hefir tíðarfarið í vor og
sumar verið það allra ákjósanleg-
asta, og uppskeruhorfur þvi mjög
góðar, enda mun ekki af veita, ef
við verðum krafðir um margar
$50,000,000, fimtíu miljónir, í
þessa sjálfsvarnar og föðurlands
baráttu brezka ríkisinsj
Héðan verða eflaust send mörg
járnbrautarhlöss af hveiti, höfr-
um og byggi í haust, eða alt að því
helmingi meira en i fyrra sumar;
og er þá heldur farið að rætast úr
fyrir aumingja Nýja-Islandi. Því
sú var tíðin, að þeir þurftu frek-
ar að kaupa ofan í sig og skepn-
ur sínar, en að senda kornvöruna
frá sér. Sumir hér um slóðir hafa
nú yfir 100 ekrur undir ræktun.
Heilsufar manna hefir líka ver-
ið hér ágætt. Hraust fólk, og lít-
ið fyrir læknirinn að gera. Verð-
ur þá sem áður, einn að líða fyrir
fjöldann.
Það er eitt enn, sem eg vildi
lítillega minnast á, áður en eg
hætti; og það er þessi stóra mold-
veðursalda, sem rís á undan kosn-
ingum, og fellur að baki þeirra.
Ein sú alda valt að okkur um þess-
ar nýafstöðnu kosningar. Svik.
lýgi, mútur; allar vammir og
skammir sem nöfnum tjáir að
nefna, eru þá bomar upp á and-
stæðingana og þeir útataðir i þeim.
í því augnamiði að glepja fyrir al-
múganum og villa honum sjónir.
Það kvað nú svo ramt að fúkyrð-
um og ókurteisi hér í fundarsat
bygðarinnar, að konur, sem við-
staddar voru, máttu ganga af
fundi. Og er það í fyrsta sinn í
þessari bygð, að svo óskammfeilið
orðalag hefir átt sér stað á opin-
berum fundi, og þó mesta furðan
hvaðan það kom, nefnilega frá
Skafta Brynjólfssyni. hínum nafn-
kunna.
Konur bygðarinnar höfðu fjöl-
ment á þennan fund, og sýndi
það áhuga og félagslyndi; bjugg-
ust þær við góðri skemtun, en svo
fór, að þær máttu frá hverfa. Og
er þetta þó þeirra eigið hús. Þær
hafa haldið við sínu félagi, gegn-
um þykt og þunt; gegnum heitt og
kalt; nú upp í 15 ár. Þær hafa
bygt fundarsal fyrir bygðina. Þær
hafa rétt nauðstöddum hjálpar-
hendur þegar þörf hefir gerst.
En samt em þær snoppungaðar;
fyrst af stjórninni, í þessu svokall-
aða frelsislandi Canada, með því
að þeim er neitað um réttinn að
taka þátt í landsins heilla- og vel-
ferðarmálum, með atkvæðum sin-
um. Og svo næst með gífurlegum
klúryrðum á almennufn fundum,
frá talsmönnum stjómarflokksins.
Þegar þær em þar komnar að
fræðast um aðferðir stjómarfars-
ins. Er þessu nú bót mælandi. Eg
segi nei!
Yðar einl.
G. O. Einarsson.
Komizt áfram.
meS því aS ganga á. Success Business Óollege á Portage Ave.
og Edmonton St., eSa aukaskólana' I Regina, Weyburn, Moose
Jaw, Calgary, Lethbrdge, Wetasklwin, Lacombe og Vancouv-
er. Nálega allir lslendingar 1 Vestur Canada, sem stúdéra
upp á verzlunarveginn, ganga á Success Business College.
Oss þykir mikiS til þeirra koma. þeir eru góSlr námsmenn.
SendiS strax eftir skðlaskýrslu til skólastjðra,
F. G. GARBUTT.
President
D. F. FERGUSON,
Principal.
Vinna fyrir 60 menn
Sextlu manns geta fengiS aSgang
aS læra rakaraiSn undir eins. Tll
þess aS verSa fullnuma þarf aS eina
8 vikur. Ahöld ðkeypis og kaup
borgaS meSan veriö er aS læra. Nem-
endur fá staSi aS enduSu námi fyrir
815 til 520 á viku. Vér höfum hundr-
uS af stöSum þar sem þér getiS byrj-
aS á eigin reikning. Eftirspum eftir
rökuruiu er æfinlega mikll. SkrlfiS
eftir ðkeypis llsta eSa komiS ef þér
eigiS hægt meS. Til þess aS verBa
gðSir rakarar verSiS þér aB skrifast
út frá Alþjóða rakarafélaginu.
Ó, heim; ó, heim.
Ó, hcim; ó, heim, til landsins ljúfa
mín, löngun er og hjartans þrá,
ég ógna hafsins öldur kljúfa
vil eins og fiskur kaldan sjá.
Til þess að lita íshafs eyju
og ástarblíða frelsismeyju.
Sem elding þjóta skruggur, skúrar,
og skunda’ um víðan himingeim, —
eg vildi, Frón, sem krummi kúra
í klettasprungu, fjWa heim,
og hjá þér una alla daga
og auð og kraft úr björgum draga.
Ó, heim; ó, heim i draumlands dali
mig dregur hugðnæm töframynd,
þars rósum stráður brosir bali
og brotnar geisli á jökultind,
þars fossins drynja dimmu hljóðin
og dafna bezt mín hjarta ljóðin.
Ó, heim; ó, heim, æ alt mig dregur,
hver æskuminning, fjöllin blá.
þar Ægir gamli ýmislegur,
er úfinn, sléttur; hraunin grá.
Eg alsæll væri ef einu sinni
ég Island liti i fjarlægðinni.
/. G. Hjaltalín.
Almennar fréttir.
Félögin neita því að þau beri
ábyrgð á gerðum umboðsmanna
sinna, en það þykir ekki trúlegt
að umboðsmennimir geti gert lög-
lega samninga fyrir hönd félag-
anna, en félögin beri samt enga
ábyrgð á gerðum þeirra.
Geysimikill eldur ’hefir verið í
bænum Detroit í Michigan að
undanfömu og valdið voðalegu
eignatjóni.
Þegar stríðið byrjaði skipaði
Bretakonungur að láta lausar all-
ar kvenréttindakonur, sem í fang-
elsi voru; en þær lofuðu því aft-
ur á móti að leggja niður allar ó-
spektir, á meðan á stríðinu stæði.
Kvenréttindafélagið lýsti því yfir.
að, það hætti á meðan aðalstörfum
sínum, en tæki í þess stað að
vinna að því að hjálpa þeim sem
þess þyrftu í sambandi við afleið-
ingar stríðsins.
Þegar þinginu var slitið á Eng-
landi io. ágúst, lýsti Asquith því
yfir, að hann hefði góða von um,
að geta miðlað svo málum meðal
Ira, að allir yrðu sáttir.
Svíþjóð og Noregur hafa lýst
því yfir, að þau tækju alls engan
þátt í stríðinu.
Haglstormur mikill kom á
sunnudaginn í kring um Portage
la Prairie og gerði afarmikinn
skaða; hveiti, bygg og hafrar eyði-
lögðust; rúður brotnuðu í húsum,
hænsni drápust viða og allskonar
tjón leiddi af haglinu.
Þriggja ára gamall drengur varð
fyrir gufuvagni á Winnipeg
Beach á mánudaginn og beið bana
af. Pilturinn var sonur A. C.
Miller, sem heima á að 455 Stiles
str. hér í bænum.
Konur á Þýzkalandi hafa verið
kallaðar til þess af keisarafrúnni
að leggja fram alla krafta í þeirra(
valdi í herþjónustu. Hvetur hún
þær til þess að standa við hlið
mönnum sínum, sonum og bræðr-
um, föðurlandinu til varnar.
Hackin bæjarstjóri í Toronto
hefir stungið upp á því við Can-
adastjórnina að hún láti plægja
1,000,000 ekrur af landi í vestur-
fylkjunum í haust, til þess að
tryggja það að uppskera geti orð-
ið sem mest að ári. Er talið víst
að afarmikil eftirspurn verði eftir
hveiti, og því um að gera að akr-
ar séu snemma tilbúnir í vor.
Páfinn er sagður hættulega
veikur.
Gufuskip sem G. T. P. félagið
átti strandaði í gær í Chatham
sundi, rétt fyrir norðan Prince
Rupert. Skipið hét Prince Albert.
William McKenzie aðalmaður
C. N. R. félagsins, er nýkominn
frá Englandi. Hann ætlaði að fá
lán út á $45,000,000 ábyrgðira,
sem Canadastjórnin veitti honum,
en var neitað um það.
Robert Bickerdike, sambands-
þingmaður frá St. Lawrence kjör-
dæminu i Montreal, flytur enn
frumvarp um afrtám dauðadóma í
Canada.
Svo segja blöðin i gær að
Rússakeisari hafi heitið Gyðingum
fullu borgaralegu og trúarbragða-
legu frelsi.
$10,000,000 í gulli hafa verið
lagðir inn á banka í Ottawa, fyr-
ir hönd Englandsbanka, til þess að
ekki þurfi að óttast peningaskort
í bráð, þótt stríðið haldi áfram.
Svanberg Guttormsson og Bert-
ina Sigurðson, bæði frá Arnesi í
Nýja Islandi, voru gefin, saman í
hjónaband af séra Bimi B. Jóns-
syni að 120 Emily St., síðastliðinn
þriðjudag, 18. þ. m.
Ekkjan Ingibjörg Sveinsdóttir
andaðist að heimili sonar síns.
Sveins Sigurðssonar, 576 Simcoe
St. á þriðjudagskveldið var. Hún
var 86 ára gömul og hafði verið
rúmföst fjögur síðustu ár. Börn
hennar eru Sveinn og Guðmund-
ur hér í borg og Sveinbjörg í
Vancouver. — Jarðarförin fer
fram frá Fyrstu lútersku kirkju í
dag (fimtudag).
Frá Islandi komu í gær fmið-
vikudag) systurnar frú Kistín
Pétursdóttir, ekkja séra Lárusar
sáL Halldórssonar fríkirkjuprests
og Guðrún Pétursdóttir, ekkja
séra Jens sál. Pálssonar; dvelja
þær hér um tíma hjá systrum sín-
um og öðm venzlafólki.
Halldór Jóhannsson frá 848
Banning St., fór norður til Mikl-
eyjar í gær, ásamt konu sinni og
börnum; ætlar hann að dvelja þar
um tveggja vikna tíma hjá Þor-
bergi Fjeldsted, tengdaföður sín-
um.
Eg hafði hugsað mér að senda
pilt, sem eg á, til náms á einlivem
skóla, þar sem hann yrði fyrir
sem beztum áhrifum; því eg tel
það mikils vert atriði, þegar um
unglinga er að ræða. Eg afréði
að senda hann á íslenzka skólann
í Skjaldborg, og er eg sannfærð
um að það var vel valið. Eftir
þeim áhrifum að dæma, sem hann
hefir orðið fyrir og eftir öllu, sem
eg síðan hefi kynst í sambandi við
þann skóla, álit eg að sem flestir
islenzkir unglingar ættu að nota
sér hann. Eg vil sérstaklega beina
þakklæti mínu til séra Runólfs.
sem hefir skólastjómina á hendi;
hann hefir komið fram þar sem
annarsstaðar með dæmafárri lip-
urð og mannúð.
Ekkja.
Ekki hægt að halda áfram með
nein opinber verk í Manitoba fyrir
féleysi, en nægir peningar í kosn-
ingamútur. — Ekki vantar stjórn-
semina hér i landi.
15,000 konur á Englandi em að
búa sig til hernaðar. Taka þær
allar saman höndum; drotningin
og Mrs. Pankhurst hvað þá aðrar.
Mrs. Pankhurst á að verða her-
foringi. Markmiðið er að geta
gripið til vopna, ef hermenn skyldu
ráðast á vamarlaus heimili og ætla
sér að ræna og svívirða konur,
eins og oft á sér stað í stríði.
Þýzka stjórnin lætur
taka foringja jafn -
aðarmanna af lífi
Dr. Liebknect, leiðtogi Jafnað-
amianna á Þýzkalandi, neitaði að
fara í hemaðinn, með því að jafn-
aðarmenn em andvígir stríðinu.
1 og taldi hann það brot á stefnu
þeirra að taka þátt í því, en stjórn-
in gerði sér hægt um vik og lét
taka hann af lífi án dóms og laga;
eru Jafnaðarmenn æfir mjög yfir
þessu níðingsverki, sem von er.
Sólmyrkur á laugardaginn.
21. þ. m. verður myrkvi á sól
að morgninum. Sést hann í sum-
um löndum alllengi og er full-
kominn myrkvi, t. d. í Alger, á
Rússlandi og sumstaðar í Skandi-
navisku löndunum. Hér í norður
Ameríku sést hann rétt um sólar-
uppkomuleytið.
Slys.
Ungur maður Arthur Stevens
varð fyrir bifreið á laugardags-
kveldð á hominu á Aðalstræti og
Portage Ave. og beið bana af.
Atti hann heima að 239 Smith St1
Kona að nafni Mrs. A. L. Nares,
frá 252 Roslyn Road ók bifreið-
inni eftir götunni; var hún að
forðast konu með bami, sem hún
var hrædd um að yrðu fyrir bif-
reiðinni, en svo illa tókst til að
bifreiðin rakst þá á talsímastaur
og stóð maðurinn upp við hann.
Stevens var 19 ára gamall, kominn
hingað til lands fyrir nokkrum
árum; vildi slysið til á af-
mælisdaginn hans. Hann var
námsmaður hér í bænum, en átti
enga að hér nema föður sinn.
Wonderland.
Ur bœnum.
Steingrímur Guðnason frá
Glenboro, sem getið var um í
Lögbergi að skorinn hefði verið
upp við krabbameini, andaðist í
gærmorgun á Almenna spítalanum.
Þorlákur bróðir hans frá Bald-
ur hafði verið hjá honum frá þvi
á Laugardag; hann hafði þá feng-
ið skeyti um það að Steingrímur
mundi ekki komast til heilsu aftur
og brá við tafarlaust og kom til
Winnipeg.
Steingrímur sál. var fæddur 1.
apríl 1858, á Húsavík í Suður-
Þingeyjarsýslu; kom hingað vest-
ur 1887. Hann lætur eftir sig
ekkju og fósturdóttur.
Stríðið.
Fréttir af þvi eru allar óáreið-
anlegar; aukablöð gefin út af
Free Press og Telegram oft á dag
með alls konar fréttum, sem flest-
ar eru óvissar; það borið til baka
aðra stundina, sem sagt er hina.
Eins og Lögberg hefir skýrt frá
eru allar herfréttir bannaðar í
öllum ófriðarlöndunum. Þær
fréttir sem blöðin flytja eru því
j flestar búnar til á skrifstofum
þeirra eða annarsstaðar; hafa
blöðin með þessu móti stórfé út
1 úr fóikinu fyrir verra en ekki
neitt, og ætti slíkt að vera bann-
að með lögum og hegning lögð við.
Á eftir hinni miklu skemtun.
sem var á Wonderland vikuna sem
leið, hefir leikhúsið nú skemtanir
sem ættu að draga að sér jafnvel
enn þá fleira fólk næstu viku, en
þar var þá.
Fimtudaginn og laugardaginn
21. og 22. verða sérstakir dagar
og miljón dollara leyndarmálið
sýnt; 7. partur.
Þessi eina mynd er svo mikils
virði, að þú ættir að vera viss um
að sjá hana og fýlgja hinni áhrifa-
miklu sögu til enda. Þar verður
einnig fleira til skemtunar sem
þess er virði að sjá og heyra og
allir ljúka upp sama munni um.
Á mánudaginn og þriðjudaginn
24. og 25 verða sýnd æfintýri
fréttastúlkunnar “An ‘Imp’ ” i
International Barber College
Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan
riS Main St., Wlnnipeg.
1000
manna, sem oröiö hafa
heilsulitlir, hafa haft stór-
mikiB gagn af hófsamlegri
brúkun á
DREWRYS
Redwood Lager
Hreinasta malt-tonic
Æfinlega eins á bragB
iB og jafn góBur.
REYNIÐ ÞAÐ
J. J. BILDFELL
FASTEIQn A8ALI
Room 520 Union Bank - TEL. 268S
Selur hús og lóðir og aunast
alt þar aOlútandi. Peningalán
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐI:
Horni Toronto og Notre Dame
Phone
Qarry 2988
HelrallU
Qarry 89S
Thorsteinsson Bros.
& Co.
Byggja hús, Selja lóðir. Útvega
lán og eldsábyrgð.
Fónn: M. 2992. 815 Someraet Bldg
lleiinaf : G .736. Winnlpeg, Mjuu
Þetta erum vér
The Coast Lumber
Yards, Ltd.
185 Lombard St.
Phone Main 765 prjú “yarda”
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sjá um
leigu á húsum. Annast lán og
eldsábyrgðir o. fl.
1 ALBERT^ BLOCK- Portage & Carry
Phon« Main 2597
W. E. B. DuBOIS
Rithöfundur svertingjanna;
hinn mikli menta- og lær-
dómsmaður, og framúrskar-
andi mælskumaður, maður-
inn sem allir kannast við fyrir
göfgi og hæfileika. Heldur
fyrirlestur í Convention Hall
í Industrial Bureau, miðviku-
daginn 16. September.
tveim pörtum.
Þessi saga, sem er skrifuð af
einu hiftna beztu skálda vorra
tíma, er þess eðlis, að hún hlýtur
að falla öllum í geð.
Á miðvikudaginn og fimtudag-
inn 26. og 27. verða sýnd “The
Trey O’Hearts”.
Er það ný saga í þáttum, eftir
Louis Joseph Vance. Þessi saga
kemur í staðinn fyrir Lucille Love.
sem var enduð í vikunni sem Ieið,
er hún jafnvel enn þá skemtilegri
og alveg viss að draga að sér at-
hygli allra sem leikhúsið sækja.
“The Trey O’Hearts” hefir
verið undirbúinn án tillits til kostn-
aðar, og ættu menn að sækja þann
leik frá því fyrsta röð byrjar og
þaggað til honum er lokið. Hann
er spennandi, fjörugur og við allra
hæfi.
Sérstakur síðdegisleikur og sýn-
ingar handa bömum á laugardag-
inn kl .1 e. h.