Lögberg - 29.10.1914, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.10.1914, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. OKTÓBER 1914. 7 Frá Þorleifi í Bjarnar- höfn. fúr “Sunnanfara.’7 I. Þorleifur dannebrogsm. Þorleifs- son, er lengi bjó aö Hallbjarnareyri og siðast í Bjarnarhöfn, og dó þar 1877, var mikilhæfur maður og heppinn læknir, þótt ólærður væri. Hann var gæddur þeirri gáfu, sem mjög er sjaldgæf, þ. e. fjarsýni, líkt og ísfeld snikkari. Hér skulu nokk- ur dæmi sögð um fjarsýni hans, er •eg veit fyrir víst aS sönn eru. Sveinn hét maður, er bjó aö Hól- um í Helgafellssveit. Hann lá þungt haldinn. Sveinn átti bróður, sem Jón hét, og var hann sendur út í Bjarn-/ arhöfn að sækja Þorleif. Þegar Jón kom þangað, varð nokkur bið, því að hestar Þorleifs voru langt í burtu. Nú þegar hestarnir koma, fóru þeir af stað, en þegar þeir koma inn að svo kölluðum Rollulæk, sem er skamt fyrir innan túnið í Bjarnarhöfn. Þá segir Þorleifur: “Nú þarf eg ekki að fara lengra, því nú er Sveinn dauður, en kannske ekkjunni komi það betur, að eg komi.” Síðan héldu þeir áfram; en er þeir koma að Hólum var Sveinn dáinn. fÞetta sagði mér sami Jón, er Þorleif sóttij. Bjami hét maður, er bjó í Drápu- hlíð í Helgafellssveit. Hann var for- maður á hverjum vetri undir Jökli. Einhverju sinni þurfti hann að sækja lækni og fór út í Bjarnarhöfn, og fór Þorleifur með honum. En þeg- ar Bjarni fylgdi honum aftur frá Drápuhlíð, þá voru þeir að spjalla um hitt og þetta, því að Þorleifur var mjög skemtinn og ræðinn. Þeg- ar þeir voru komnir út á svo kölluð Skeið, þá þagnar Þorleifur alt í einu og þeir ríða nokkra stund þegj- andi. Þá fer Bjarna að þykja þetta skrítið, og segpr við Þorleif: “Geng- ur nokkuð að yður?” Eftir nokkra þögn segir Þorleifur: “Ónei, ekki er eg sjúkur, en segðu mér, Bjarni:, Hver verður dragreipismaður hjá þér í vetur?” Bjarni segist halda, að það verði sami maðurinn og í fyrra. Þá segir Þorleifur: “Gættu að dragreipinu í vetur, Bjarni.” fDragreipismaður ræður, hversu mikið siglt er á þeim bátum, sem skautasegl hafa; hækkar hann og lækkar eglið eftir því, hve mikið bát- urinn þolirj. Þennan vetur reri Bjarni undir Jökli, ein og hann var vanur. Þá barst honum svo á, að bátnum hvolfdi á siglingu. Drukn- uðu tveir menn, en hinum var bjarg- að. Þetta slys var alment kent dragreipismanni. ('Þetta sagði Bjarni mér sjálfur.J Einhverju sinni, eftir að Þorleif- ur var fluttur inn i Bjarnarhöfn, reri hann fram á Höskuldseyjarmið. En þegar komið var til miða, þá horfir Þorleifur út fyrir borðstokkinn og| segir: “Við komum of seint. Fisk- urinn er farinn héðan, og róið þið betur í landið.” Þeir tóku skorpu- róður, þar til hann segir þeim að hætta, horfir út fyrir borðið og seg- ir: “Enn þá of seint, og róið enn til lands.” Svo var gert, unz hann seg- ir þeim að hætta, horfir út fyrir borðið og segir: “Hér er fiskur og rennið sem fljótast.” Það var gert og þeir hlóðu þar bátinn. í öðru sinni reri Þorleifur fram á Höskuldseyjarmið i flyðrulegu. Var það um vor í kalsaveðri. Þeir voru búnir að fá nokkrar flyðrur, og fóru hásetar að tala um, að bezt væri að fara að halda heimleiðis, því að þeir ÞETTA ER 5 DALA vikÐI FYRIR ÞIG Vér ætlum að komast eftir hvaða svör vér fáum við joessari auglýsing. Skerið hana úr blaðinu og sendið oss og skal það gilda sem $5 borgun fyrir þriggja mánaða kennslu í hverri deild skóla vors sem er. Greinileg skýrsla um störf vor veitt ef óskað er. Skrifið eftir skólaskýrslu vorri. ESTA BL/SHED Smjörgerð- armenn er fyrstu verð- laun vinna brúka r Dairy Salt myndu ekki fá meira en þeir væru búnir að fá. Ekki vildi Þorleifur það, því að hann var oft þaulsætinn. Hann horfir út fyrir borðstokkinn og segir: “Hér eru 3 flyðrur enn. Þær liggja undir stórum steini. Ekki fer eg fyr en við erum búnir að ná i þær.” Það stóð heima, þeir drógu þarna 3 flyðrur. Þá segir Þorleif- ur: “Nú skulum við fara, því að nú er ekki meira hér.” ('Þetta sagði mér Gísli Þorsteinsson vinnumaður Þorleifs, og var hann með honum í bæði skiftin.J Þegar Þorleifur var á Hallbjarn- areyri, fór hann eitt sinn sem oftar í hákarlalegu, og lagðist í Hafrafells- brúnarálnum niður undan Grundar- firði. Þeir voru búnir að liggja lengi, og urðu ekki varir við hákarl. Þorleifur hafði lagst fyrir aftur í skut og sofnað. Nokkru síðar vakn- ar hann og spyr, hvort þeir hafi orðið varir við hákarl. Þeir neita því. Hann horfir stundarkorn ofan í sjó- inn og segir: “Það er hákarl við vaðinn þinn, Gísli.” “Ekki finn eg það,” segir Gísli. Þá segir Þor- leifur: “Lófaðu mér undir vaðinn þinn.” Og óðara en Þorleifur hafði tekið við vaðnum af Gísla, var koni- inn hákarl á vaðinn. fÞetta sagði mér sami Gísli, sem undir vaðnum satj Árið 1849 fór Ólína sál. systir mín tii Kaupmananhafnar. Það var sið- ur í þá daga, að allir, er utan fóru hér um slóðir, urðu sjálfsagt að sigla með gamla “Svaninum”, því að hann var átrúnaðargoð allra, þótt hann væri sjaldan fljótur í ferðum, oftast nær 6—8 vikur. Þegar liðnar voru fimm vikur síðan “Svanurinn” fór, kom Þorleifur inn í Stykkishólm. Þá bjó hann á Hallbjarnareyri. Móðir mín spurði hann þá, hvort “Svanurinn” væri koininn til Hafnar. Þorleifur fór fram í forstofuna. gekk þar um gólf um stund, síðan kom hann inn og sagði, að “Svanurinn” væri enn ekki kominn til Hafnar, en það yrði nú bráðurn. Síðan fór hann heim. En nokkrum tíma eftir kom hann aftur og þá spurði móðir mín, hvað hann gæti nú sagt sér af Ólínu sinni. Þorleifur fór sem fyr fram i for- stofuna, og var þar stundarkorn. Síðan kom hann inn og sagði, að nú væri hún komin til Hafnar. Hann sagðist hafa séð hana úti á stræti, og lýsti klæðnaði hennar og kjóllit. Eg man, að þetta var skrifað upp sam- kvæmt lýsingu hans, og einnig var skrifaður mánaðardagurinn. Það stóð heima. “Svanurinn” var kom- inn fyrir 3 dögum. Það merkileg- asta var, að lýsing hans á klæðnaði og kjóllit stóð alveg heima. Mér er þetta svo minnisstætt, því að eg var viðstödd, og var eg þá á 13. ári, og heyrði oft SÍðar um þetta talað. Eitt sinn var Þorleifur á ferð oorður í Hrútafirði, og beiddist gist- ingár á bæ einuni, sem eg er búin að gleyma hver var. Honum var þar litill gaumur gefinn, og var visað til sætis frammi í baðstofu. Um kveld- íð gerði aftakaveður með kafalds- byl, og fór fólkið á bænum að verða hrætt um smaladrenginn, sem enn var ókoininn. Þá segir Þorleifur: “Honum líður vel, því að hann er núna inni í beitarhúsi.” Svo líður nóttin. En um morguninn kemur drengurinn, og það reyndist satt. er Þorleifur hafði sagt, að hann hafði verið í beitarhúsi um nóttina. Síðan fór fólkið að spyrja gestinn spjör- unum úr, og þegar það fékk að vita, að þetta væri Þorleifur læknir i Bjarnarhöfn, þá var hann hafður i hávegum. fÞ|etta pagði Þorleifur mér jálfurj. Einu sinni sem oftar var Þorleifur staddur íStykkishólmi í húsi Sigríðar sál. Schjöts. Þar var lika Magnús hafnsögumaður Einarsson í Elliðaey og synir hans: Jón úrsmiður í Stykkishóhni og Steinþór bóndi í Elliðey. Þetta var um vorið, og var verið að ræða um það, hvenær fyrsta skipið mundi koma frá útlöndum. Þá segir Þorleifur, að skip komi eftir 3 daga, ef hann hvessi ekki af norðri, því að nú sé það komið und- ir Jökulinn. En ef hann hvessi af norðri, þá komi það eigi fyr en að viku liðinni, og bætir því við, að þetta sé skip, er aldrei hafi komið þar fyr. Jón og Steinþór , er þá voru ungir, fóru að hlæja að þessu. Síð- an hvessir hann af norðri. En alt stóð heima. Þegar veðrinu slotaðii þá kom skipið, og var það skohnorta 70 lesta, sem “Geirþrúður” hét, og var eign stórkaupmanns Hans A. Clausens, og var þetta þess fyrsta ferð. Eitt sinn, þegar Þorleifur var á Hallbjarnareyri, fór hann í hákarla- legu fram á svo kallað Stjóralegu- brot. Þar lágu þeir lengi og fengu ekkert. Þá segir Þorleifur: “Ef við förum norður fyrir álinn, þá fá- um við 14 hákarla.” Þetta gerðu þeir og alt stóð heima. Þeir fengu þar 14 hákarla. Þá segir Þorleif- ur: “Nú fáum við ekki fleiri.” Samt lágu þeir þar lengi eftir það, en fengu ekkert. Árið 1875' var Jónatan Þorsteins- son, nú á Víghólsstöðum, vinnumað- ur í Bjarnarhöfn, og var liann á- samt fleirum úti í kirkjugarði að hlaða upp leiði. Þorleifur var þar líka. Þá kemur hrafn og sezt á kirkjuna og krunkar mjög. Þá seg- ir Þorleifur: “Þú ert þá að segja þetta, karlinn.” Jónatan segir þá við Þorleif: “Hvað er hrafninn að segja?” Þorleifur segir: “Hann segir, að Jón á Ámýrum sé dáinn.” Sama daginn kom maður frá Ámýr- um og sagði lát Jóns. fÞetta sagði mér áðurnefndur Jónatan.J Stykkishólmi. 2. Apríl, 1914. Ólafur Thorlacius. II. Það sést í allflestum blöðum, að láti;n<na merkismanna er rninstí. en þess manns, sem eg ætla nú að minn- ast á, hefir eigi verið getið utan einu sinni, af ókunnum manni, að mig minnir, i Sunnanfara fyrir nokkruð mörgum árum. Það var viljann að virða fyrir þeiin inanni, og var það lofsverð tilraun. Maður sá, sem eg etla nú að tala um, er Þorleifur sál. f>orleifsson dannebrogsm. í Bjarn- arhöfn. Hann á það skilið, ekki sízt af mér, því við vorum nákunnugir og vel til vina. Eg vil taka það fram, rð það er margs góðs að minnast, hvað hann snertir. Þorleifur sál. stundaði lækningar, sem margir vita, og get eg fyrir mína reynd sagt, að hann hafi bjarg- að mér úr dauðans kverkum tvisvar ef ekki þrisvar. Sérstaklega skal eg minnast á, hvernig hann læknaði inóður mína sál. Eg var þá á þriðja árinu, þegar hún lagðist, og lá hún í 18 vikur samfleytt í Grundarfirði, þar sem eg er uppalinn. Læknir í Stykkishólmi og héraðs- læknir var þá Kofod nokkur, dansk- ur maður. ‘Harnn var sóttur og með- ul fengin að hans ráði. í fyrstu virtust lcvalirnar linast af meðulun- um, en eftir því sem þau voru leng- ur við höfð, fór henni að versna. Það voru uppsölumeðulin, sem ætl- uðu að gera út af við hana. Þá var sent inn í Stvkkishólm með lýsingu af veikinni, og sendi þá Kofod meðul, sem kostuðu 10 dali (20 kr.J, og fór hún nú að viðhafa nýju meðulin, sem bæði voru inntök- ur og áburðir, en árarvgurinn af því var á, að henni þyngdi dag af degi; fékk hún óþolandi kvalir i hvert skifti sem hún tók þau inn eða bar þau á sig. Þó var haldið áfram með þetta í eina viku. En þá sá faðir minn ekki annað en hún mundi deyja. Rann föður mínum þá svo í skap, að hann tók meðulin og fleygði þeim öllum í sjóinn. Þá bjó Þorleifur sál. læknir, er stimir kölluðu að Hallbjarnareyri, og var þá lítt farinn aö fást við lækn- ngar. Þá segir faðir minn: “En ef við reynum að sækja Þorleif, þó hann kannske viti ekkert! Það get- ur þó aldrei verið verra.” Hann var sóttur og hann skoðaði móður mína nákvæmlega eftir beztu getu, og skrifar upp meðul eftir sínu höfði, og var sent af stað í nístingskulda um hávetur inn í Stykkishólm, sem er þingmannaleið. Nú komu meðul- in og bregður svo við, að henni fór að létta og batinn hélzt við, þó hægt færi, og loks varð hún alhata, en lengi bjó hún að uppsölumeðulunum hans Kofods. Þessu lík dæmi eru mörg, og minsta kosti má með sanni segja, að í Kofods tíð yrði Þorleif- ur bjargvættur margra í Snæfells- menn fóru að streyma til hans, bæði karlar og konur, og tók hann marga á heimili sitt, og sumir dvöldu lengi hjá honum, en flest var það kven- fólk. Mér er það í minni, þegar eg var unglingur, hversu margar vinnukonur voru á Hallbjarnareyri. En nærri höfðu þær allar komið til hans sem sjúklingar, og má af slíku sjá, að þeim hefir batnað. Oft kom það fyrir, að hann lækn- aði menn, sem læknir var genginn frá, Iweði innvortis og útvortis. Ó- sjaldan bar það við, að haiyi kom göngumóður í Grundarfjörð,- frá ein- hverjum fátækum sjúlcling, sem engin laun gat veitt, og jafnfús var hann að vitja hinna fátæku sem rík- ismannanna. Beztu launin þótti honum, ef mönnum batnaði, því það var honum fyrir öllu. — Þó kom það fyrir, að hann fór ekki, þótt hann væri sóttur, og þótti ölli/m kynlegt. En það mátti þá eiga það víst, að sá maður væri feigur, og sagðist hann hafa séð hann nokkru stuttu áður.— Þessu til sönnunar get eg sagt lítið dæmi, sem var, að eitt sinn lá eg rúmföst, af sullaveiki, sem eg þjáð- ist af í mörg ár. Hann vitjaði mín eins og hann var vanur, þegar hann köm í Stykkishólm. Nú kemur hann sem oftar heim til mín, þar sem eg lá í rúininu, og segist hafa séð telp- ur úti vera að leika sér, og heilsaði hann þeim. Hann sagðist hafa þekt þær allar, nema eina,' og þótti honum það skritið. En þessi telpa var yngsta dóttir frú Jósefínu Thoivaren- sen mágkonu minnar. Telpan var á 9. árinu. Segir hann við mig, að hann hafi orðið að spyrja hana að heiti. Þá sagði eg: “Þektuð þér ekki hana Guðrúnu litlu?” “Nei”, sagði hann; “það kemur oft fyrir.” Eg spurði hann, hvort það hefði nokkra þýðingu. Þá sagði hann, að sér hefði aldrei brugðist, að sú mann- eskja sé feig, sem hann ekki þekti. Þá spurði eg hann, hvort eg mundi komast á fætur, og kvað hann já við Honum duldist vitanlega ekki, að erfitt mundi verða, að skifta upp milli einstakra manna víðsveg- ar. Til dæmis að taka munlu let- ingjar og ónytjungar, er ekkert fengju, sjálfsagt reiðast því að duglegum náungum þeirra félli happ í hlut, og þeir mundu spyrja: “Hví gafstu honum, en mér ekk- ert?” Hann stofnar gistmgar stað. Nú skildi mannvinur þessi, að ekki var hægt að ráða fram úr því, að skifta upp á niilli allra einstak- l'nga, svo að lokum kom homim j>etta ráð í hug: Hann fékk sér land meðfram þjóðbraut og á því bygði hann gistihús, vel búið að cilu sem til þæginda og skem *..•> horfði svo og öllum nauðsynleg- L'.in hlutum. Herbergi voru víð og björt, ofn- ar fyrirtaks góðir, eldrviður næg- ur; skemmur fullar af allskonar komi og brauðmat, í kjallara var hlaðið miklum byrgðum af kálmeti, ekki vantaði telauf, sykur og mjöð, epli og allskyns gæði til matarbóta; góð voru líka rúmin, fatnaður, lín og skóklæði — í stuttu máli, hvað- eina sem 'menn þurftu að brúka var ríkulega fram lagt. Þar fanst nægur forði af öllu, sem hafa þurfti, fvrir hundrað manns' eða meir. Mannvinurinn þekti staðinn vel og vissi, að ekki fór fleira um brautina. en fyrir komst. Svo 'hann sagði við sjálfan sig: “Lof- um fólkinu að eta og drekka og taka það sem það þarf með, með- an það stendur við í inni þessu, og þegar forðinn er þrotinn, skal eg láta annað eins koma í staðinn.” Þegar hann hafði lokið öllum þessum umbúnaði. fór hann burt og beið þess sem verða vildi. Og góðir menn komu og svöluðu þorsta sínum og hungri og voru þar nótt. Stundum töfðu þeir STOFNSETT 1882 LÖGGILT 1914 D. D. W00D & SONS, ------------ LIMITED -------------- verzla með beztu tegund ,af = K O L U M Antracite og Bituminous. Flutt heim til yðar hvar sem er í bænum. Vér æskjum verzlunar yðar, SKRIFSTOFA: 904 Ross Avenue horni Arlington TALSÍMI: Garry 2620 Private Exchange y.&í Lófalestur KARO Hinn nýi lófalesari EftirmaCur Crescentia og læri_ sveinn hins fræga Cheiro, frá Regent St., London. 8 Stobart Block 290 I'ortage. F. Main 1921 ViSlátinn: 2 til 6 og 7 til 9 Gjald: $1.00 og $2.00 því. ^ Batnar mér þá alveg? spurði, e;nn (jag ega tvo Qg jafnvel heila eg- Já, þú átt mörg ár eftir ólif-, v;ku Oftlega tóku þeir fatnað eða skóklæði, sem þeir þurftu á að, og verður gömul, þrátt fyrir allar kvalirnar, sent þú nú líður, en Guðrún litla lifir varla allan þennan vetur,” sagði hann. Eg var þá 30 ára, en nú er eg 75 ára. Að viku liðinni veiktist Guðrún litla af garna- flækju, og var bæð'i Hjörtur læknir og Þorleifur viðstaddir. En alt kom fyrir sama. Hún andaðist eftir 3 daga. Þorleifi sáluga var margt til lista lagt framar en mörgum öðrum, og fiafði hann margbrotnar gáfur. Einnig hafði hann sönghæfileika, en því var ekki haldið á lofti í þá daga heldur en öðru, sem til framfara var i andlegum skilningi. Þorlefur sál. var bæði sjógarpur, búmaður og skytta með afbrigðum. og var eins og lánið léki við hann, hvað sem hann lagði fyrir sig, t.a.m. í hákarlalegum, ef hann var innanborðs, eins í |iski- róðrum. Sela og refaskytta var hann ágætur. — Aflinn streymdi á land á Hallbjarnareyri, og nóg var af matnuni á Eyri, því að margur svangur fór þaðan með fullan maga, og margur bar byrði sína þaðan af mat, því að ekki vantaði göfuglyndið og engum mátti segja nei. í stuttu máli: Þorleifur sálugi var bæði at- orkusamur og göfuglyndur. Þegar læknir E. Lind dó, sem var hér héraðslæknir, og áður en Hjört- ur sálugi Jónsson fékk læknisem- bættið, þá liðu nokkur ár, sem eng- inn læknir var hér, því að þá var dr. Jón Hjaltalín nýfarinn að kenna læknisfræði í heimahúsum, og var þá Þorleifur sálugi settur hér héraðs- læknir, eftir að dr. Hjaltalín hafði reynt liann í læknisfræði, og má af slíku marka, í hvað miklu áliti hann var hjá honum. TNl.J Dæmisaga eftir Tolstoy að halda og lögðti síðan alt í sömu skorður og áður var, er þeir komu að, svo að aðrir vegfarendur mættu líka njóta hinna sötuu gæða og réttinda og þeir sjálfir, og þegar þeir lögðu upp, guldu þeir þökk hinum óþekta velgerðamanni er alla þessa hluti hafði fyrir þá lagt. Og þessu fór fram meðan góðir og löghlýðnir menn stóðu þar við til að hvíla sig, og mannvinurinn hélt hinu sama fram, að leggja til þá hluti, sem gestirnir höfðu þurft á að halda, og hann gladdist í sínu hjarta. Deila kom uþp. kendu hver öðrum um og skömm- uðu hver annan, svo og gistihúsið og eiganda þess og «ur sem þeir náðu tungunni til. Þetta er dæmi þess, ‘hvað menn að hafast í þessari veröld, þegar þeir brevta á móti lagaboðum guðs. Þeir spilla sjálfs sín lífi og ná- unga síns, en aldrei virðist það koma þeim i hug, að öll eymd og alt þeirra mótlæti er sjalfum þeim að kenna. Þeir skella skuldinni á meðbræður sína alla tíð eða ásaka guð fyrir að hafa skapað svo skamtnarlega veröld. Til eru líka menn, sem hafa sömu skoðun á heiminum einsog vegfarendur á gestaskálanum, það er að segja, að hann hafi orðið til án guðs eða mannlegs tilverknaðar. En einn dag bar svo við, að þar bar að hóp af vondum og ófyrir- leitnum mönnum. Þeir tóku strax til að eta, drekka og svalla. Þeir gripu alt, sem þeir náðu höndum til og voru jafnvel ekki ánægðir samt. Á endanum fóru þeir að rífast og deila stn á milli um þá hluti, sem þeir höfðu hrifsað. Hver vildi eignast það sem hirtir höfðu lagt hendur á. Þjarki þeirra lauk svo, að þeir fóru að fljúgast á, þeir hrifsuðu hver af öðrum, og eyðilögðu vilj- andi hvað Jæir gátu, til þess að hvorki þeir sjálfir né aðrir hefðu gott af þvi. Loksins, þegar öllu var gersamlega eytt og spilt og þeir voru orðnir kaldir og hungraðir og illa haldnir af barsmíð og áverk- um, er hver hafði öðrum veitt, þá snérust þeir að eiganda gestaskál- ans og kendu honum um alt samati. “Hvers vegna stjórnaði hann svo illa því, sem hann átti að sjá ttm? Hvers vegna skildi hann^ ' :ð eigtir sínar varnarlausar? H trs vegna lagði hann ekki svo mikið til, að það entist? Og um- Þessa dæmisögu samdi Tolstoy fr.-m alt, því leyfði hann vondum skömmu fyrir dauða sinn, og er mönnum og íllþýði að koma hing- vafasamt hvort hann skrifaði aðr’ nokkuð síðar! | Hver um sig áleit sjálfan s g Einu sinni var mannvinur, sem góðan og félaga sína vonda. Sumir stundaði það alla sina ævi, að gera af þessum mönnum lýstu þvi, að alt sem í hans valdi stóð, til þess eigandi væri enginn, og að gesta- að meðbræður hans yrðu b:tri húsið hefði orðið ti! af sj'dfu sér. nessýslu og víðar, og meira að segja menn og liði betur. Þess vegna Og þannig héldu þeir áfram var hann sóttur vestur á ísafjörð, reyndi hann að finna ráð til þess veru sinni í nokkra daga cg þe ar því þar var þá enginn læknir. að skifta svo auð og efnum, að ekkert var orðið eftir i gististaðn- Nú fóru að berast sagnir um það, sem flestum mætti koma að not- um, og krldi og sultur svarf að — Ávarp hefir aðal stjóm verkamanna flokksins á Bretlamli útgefið á þá leið, að lýsa trausti á stjóminni fyrir afskifii hennar af ófriðnum. í því ávarpi segir, að hlutdeild alþýðu í landstjóm verði með öllu lokið, ef þjóðverjar nái1 yfirtökum í Evrópu. Þá muni ekki ráða sanngirni, heldur her- vald og hnefaréttur. Arlegar Jóla- . Ferðir Kjósa má um leiðir Fimm mánaSa farbréf NIÐURSETT FARGJ0LD TIL AUSTUR HAFNA í sambandi viö farmiða til Gamla landsins DAGLEGA—Nov. I til Oes. 31. Nákvæmar upplýsingar ge nar þeim sem æskja þess af öllum Can- adian Northern agentum eða R. CgEELMÁ^. Cen Passenger Agent WINNIPEC Glad to see you1 to Fall. Fit-Reform hvað mörgum hann hjálpaði, og um. ])eim, þá fóru Jieir þaðan burt,! 1 Pleased to find you looking so bright and happy ” replied Fall to Fit- Reform. ‘How do you like my new Suits?” said Fit-Reform to Fall. ‘ I always like Fit-Reform Suits”, replied Fall, “and this season they are more attractive than ever.” 5 Burns & Co. ‘291 Portage Ave. Næstu dyr við Mani oba Hall

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.