Lögberg - 03.12.1914, Qupperneq 1
27. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 3. DESEMBER 1914
VOPNAVIÐSKIFTI.
A Póllandi.
I>au hafa stórkostlegust veriö á j
Póllandi þessa viku, milli ÞjóC-
verja og Rússa, í hinni breiöu
tungu milli ánna Wartha og Vis-
tula, svo sem áöur er getiB,
keyröu þeir aftur á bak þaö liö
Rússanna, sem flóttann rak, lang-
ar leiöir. Rússar fóru undan, þar-
til þeir komu liöi viö, og yeittu þá
hart viönám. Jafnframt sendu
þeir fram liö beggja megin fljót-
anna, sem kom á hliö viö hinn
þýzka her, og leit út fyrir, um
stund, aö' Þjóöverjar væru afkró-
aöir og mundu annaBhvort strá-
falla eöa gefast upp. En þegar til
kom, höföu þeir sig úr bobbanum
meö afburöa hreystilegum áhlaup-
um og ógurlegu mannfalli, enda
þraut Rússa liösafla, þegar mest
lá viö. Þaö er ekki aö efa, aö
barizt hefir veriB af mikilli grimd
og hreysti á báöa bóga. LiS
þýzkra fór í þrem stórum fylking-
um, ein í miBiö, er komst austur
fyrir borgina Lodz, önnur fyrir
noröan, sú þriSja fyrir sunnan, og
stefndu allar til Lodz.
Fyrir austan þá borg hefir staöiS
áköf orusta alla þessa viku, og er
sú óútkljáB ennþá. Noröurherinn
mætti sveitum Rússa þarsem heitir
Lipno og haföi sigur, hélt svo
áfram til Plock, sem er beint norö-
ur af Lodz; æöilangt, og var þar
stöövaöur. Þriöji herinn kom
sunnan aö frá Wielun og tóku
Rússar sömuleiöis hart í móti hon-
um. Þann:g voiu báöir armar hms
mikla innrásar hers stöövaöir, og
varö þá aöalherinn tæpt staddur,
svo a« hann hefir barizt, ekki til
sigurs, heldur fyrir tilveru sinni,
í þrjá daga, og er þeirri orustu
ekki slitiö enn, sem áöur er á vikiö.
Hvorirtveggja þykjast hafa unniö
liö og farangur af hinum, en
þýzkir viröast hafa oröiö að lúta í
lægra haldi, aö svo komnu. Her-
ferö þessi var til þess stofnuö, aö
knýja Rússa til þcss aö létta sókn
af Austurríkis mönnum, en áfram
heldur hún, eftir sem áöur af
Rússa hendi; eru þeir komnir vest-
ur aö Cracow og hafa þegar skotiö
á þá borg. Ef þeir vinna hana,
eru þeir komnir þar aö Þýzkalandi,
sem landvarnir eru veikastar fyrir,
og þaö vilja þýzkir umfram alla
hluti koma í veg fyrir.
Herlið hafa Rússar sent suöur
á Ungverjaland, yfir Karpatafjöll
og hafa þar oröiö orustur; þykjast
Ungverjar hafa unniö sigur, og
tekiö yfir 2000 fanga.
Frá Austur Prússlandi hafa
100,000 manns flúiö undan Rúss-
um vestur í land og skiftir stjómin
því flóttafólki niöur á ýms héruö,
svo sem Hannover og Slésvík og
Holstein.
Rússar hafa lagt gjöld á borgir,
sem þeir hafa tekiö í austur
Prússlandi, samsvarandi þeim, er
Þjóöverjar lögöu á borgir i'Be'giu,
og heimt þau saman á likan hátt.
Rússakeisari haföi lofað því i
byrjun, aö þarsem liö hans tæki
borg af Þjóðverjum, skyldi þetta
fram fara.
Báöir keisaramir, Nikulás og
Vilhjálmur eru á vígvelli aö eggja
liö sitt.
Um Tyrkja heyrist lítiö getiö.
Þeir söfnuöu liði á Gyöingalandi,
og þóttust vera komnir ná'ægt
Suez skuröi, meö 75,000 manns og
létu mjög vígalega. Ekkert hefir
frézt af afrekum þess liös. Hiö
heilaga stríö, sem prestar þeirra
prédika, er ókomiö ennþá. Mú-
hameös trúar menn hafa skelt
skolleyrum viö því, og láta sig
engu skifta hemaö Tyrkjastjómar.
Armeniu menn sæta af þeim þung-j
um búsifjum, sem áöur. Tyrkir
hafa þá í fylkingar brjósti, í omst- j
um viö Rússa, og láta þá mæta
skotum, álíka og þýzkir hafa gert
viö pólska og au turrízka menn í
sínu liði. Um hervarnir á Egypta-
landi eru Bretar óhræddir, þykj-
ast mega trúa Kitchener til aö
hafa gengiö þar traustlega frá.
A Frakklandi.
Þar hefir verið tíömdalítiö framj
yfir helgi. En nú viröist þar aft-,
ur vera aö lifna cg er nú sókn at
hendi bandamanna. Talið er þaö
víst, aö þýzkir hafi lagt fram alt
sem þeir gátu, og muni nú fara aö
halla undan fæti hjá þeim, þeir
séu komnir aö því aö 1áta undan
og sleppa sínum heljartökum á
j noröurhluta Frakklands. En þeir
sem því halda fram, láta þess um
Ieið getið, aö þaö veröi ekki fyrir-
'hafnarlaust, heldur kosti mikið
blóö. Kitchener sendir nú lið sem
óöast til vígvallar, þó í mörg hom
lva.fi aö líta annars staöar, og sjálf-
ir safna Frakkar liöi; kappsamlega.
Um vígafar á hólminum' er lítið
getiö. Stórbyssumar hafa verið'
Imúkaöar mest, en fótgönguliö'.ö
hvílt, þartil á þriöjudag, aö Frakk-
ar létu byssukesjur ganga á óvin-
unum og hröktu þá úr skotgröfum
á ýmsum svæöum.
— Norskt gufuskip, er frá New
York lagöi áleiöis til Kaupmanna-1
hafnar, var tekið af brezku her-j
skipi í hafi og flutt til Halifax,
grunaö um aö hafa innanborös
silki og annaö er til loftskipasmíða
útheimtist, og er sagt aö farmur-'
inn hafi átt að fara til Þýzkalands. |
— í Mississippi dalnum í Illinois j
er brenna mikil, sem er tíu mílur áj
breidd og fimtíu á lengd, og logar
bæöi gras og skógur og hvaö1 sem
fyrir veröur. Stjómin hefir sent
hjálp, því aö fjöldamörg heimili
em í voöa.
— Þarsem heitir North Bay í
Ontario liggur kona a spítala og
er ekki æt'aö líf; nágrannakona
hennar haföi ráöist á hana meö,
öxi, í vígahug, og er sú í fange'si.
'heitir j>etta duft. Læknir þessi
hefir sent stórmikið af því til
þeirra þjóöa, sem eiga í stríðS.
— Hon. Pelletier, fyrmm póst-
mála ráðherra hefir fengiö yfir-
dómara embætti í Quebec, og
þykir merkilegt, þarsem heilsuleysi
var borið viö er hann lét af stjóm
póstmála í ráöaneyti Bordens.
Hver veit nema sessinn sé mjúkur
Og hægur.
«
— Tvö .gufuskip og tveir barö-
ar fómst í ofviöri á Superior
vatni þann 19. nóv., og hafa tólf
!ík fundist af þeim sem þá dmkn-
uðu, þar meö tvö kvennmanns lík.
— Gamli von Kluck, sá er stýr-
ir einum her Þjóöverja á Frakk-
landi, kom til Soissons í fyrra,
léz,t vera “business” maöur og
vilja kaupa lóö undir gorkúlna
akra og byggja verksmiðju til að
sjóða þá niður. Hann keypti allir
grjótnámumar í nánd við bæinn,
en þar er svo gott vígi, aö í ein-
um hemaði á Frakklandi, vöröust
— Lloyd George, fjármála ráö-
gjafi á Englandi, er sagður aðfram
kominn af ofmikilli áreynslu og
«m vinir hans hræddir um heilsu
hans.
— August Wilhelm heitir sonur
Þýikalands keisara, er mjaömar-
brotnaöi og meiddist á kjálka, í
bifreiöarslysi nálægt herfylkingum
þýzkra á Frakklandi. Þrem son-
uni keisarans hefir hlekst eitthvaö
á i stríöinu, en heill kvaö krón-
prinsinn vera á húfi ennþá.
— Svissneskur lækn'r, Kocher
aö nafni, sá er Nobels verðlaun
fékk í hitt eö fyrra fyrir afburða
fimleik í skurölækninguni, hefir
sett saman duft nokkurt, og þegar
því er helt í vatn og síðan Iátiö í
sár, þá legst himna yfir sárin og
ver þau óhreinindum. Coagulen
þar 200 manns heilum 'her í nokk-
um tíma. I námum þessum hin-
um fomu, leitaöi Klukkur vígis,
]>egar hann var hrakinn noröur
eftir Frakklandi, og situr þar enn,
á sinni eigin lóð, sá heljarkarl, og
er ílt viö hann aö fást í þvi örugga
vígi.
— Elisabet, drotning í Austur-
ríki. sú er myrt var af illmenni í
Svisslandi, hafði reisa látiö höll á
eynni Korfu í Grikklandshafi, mjög
fagra, og sat þar stundum í raun-
um sínum. Eftir dauöa hennar
var höllin seld Þýzkalarids keisara,
er bauö alla frá. Nú vill keisar-
inn losna viö höllina og býöur
hana til sölu í ýmsum löndum,
vegna þess, aö hann óttast. að1 þær
þjóöir sem hann á í höggi viö,
muni leggja hendur á hana, eink-
um Grikkir, ef þeir slást í striölð.
Hóteleigendur í Svisslandi hafa
gert skammarboö í höllina, og
engir aörir.
— Mrs. Saran tJrandon í
Belmort sveit í Ohio, datt og
mjaðmarbrotnaði einn daginn, og
leiddi það hana til dauöa fimm
dögum síðar. Hún var 113 ára
gömul og fám mánuðum betur.
— 1 nyrstu eyju Japans varö
sprenging í kolanámu og fórast
437 námamenn.
— Danskt gufuskip rakst á
sprengidufl í Noröursjó og sökk,
14 manns af skipshöfninni komust
á bát til Grimsby, en bátur sá er
yfirmenn voru á, hefir ekki komið
fram. ......
— Elizabeth Belgiu drotning er
veik og liggur rúmföst. Lagði
hún svo hart á sig í þjónustu
Rauða krossins, aö kröftum herin-
ar var ofboðiö.
— Montreal búar gera ráö fyrir
aö leggja eins cents toll á hvern
leikhúsmiða, sem seldur er í borg-
inni. Á að verja þessu fé til að
hjálpa bágstöddu fólki í borginni.
— Canada hefir gert miklu
minni utanlands verzlun tvo síö-
ustu mánuðina þetta yfirstandandi
ár, en sömu mánuði í fyrra. Inn
hefir verið flutt 30% minna og
16% minna flutt út. Þetta er ein
af afleiöingum stríösins.
— Bretar gera alt sem þeir geta
til þess að láta hermönnum sínum
líöa eins vel í skotgröfunum og
föng eru á. Þar sem þeir dvelja
til lengdar koma þeir sér upp eld-
húsum, matstofum, svefnklefum og
jafnvel hesthúsum. Einu sinni
vildi svo til aö þeir fundu kú á
flækingi í grend viö grafimar.
voru þeir ekki seinir á sér aö ná
í hana. — Þegar Frakkar komust
aö þessu, létu þeir sér aö kenningu
veröa. Nú hafa þeir stór fjós
neðan jaröar. Era kýmar þar feit-
ar og vel fóöraöar og soldátamir
fá mjólk og nýtt smjör.
— Sunnudaginn 14. febrúar er
gert ráö fyrir aö hundraö ára
friöarins milli Breta og Banda-
ríkjanna veröi minst í öllum kirkj-
um í Bandaríkjunum og Canada.
Ef til vill veröa einnig samkomur
haldnar 17. febr. til minnis um
daginn sem friöarsamningamir
voru undirskrifaöir. Allur íagn-
aður út á viö verður aö bíöa þar
til stríðinu er lokið.
— Kona noklcur í Minneapolis
hljóp upp á hátt borö, til þess aö
höndla uppáhalds himdinn sinn,
sem hafðí fariö þangaö í leyfis-
leysi. Boröiö brotnaöi, undan
þunga konunnaif og hún(/ ;'i(samt
meö hundinum, hrapaöi 100 fet.
Konan dó samstundis, en hundur-
inn komst af lítt skaddaöur.
— - Flestir bamaskólar í Þýzka-
landi hafa veriö geröir aö sjúkra-
’húsum. Til þess að bömin þurfi
ekki aö fara á mis viö blessun
mentunarinnar, eru jámbrautar-
vagnar notaöir fyrir kenslustofur.
Eflaust eru börnin ekki hnuggin
yfir þessari breytingu.
— Þjóðverjar hafa krafist þess,
aö svfensk blöö leggi niöur ljótan
mimnsöfnuð í garö þeirra, ella
skuli þeir jafna gúlana á þeim
sænsku.
— Sagt er aö stjóm Tyrkja
ætli að hrifsa undir sig eignir allra
banka og löggiltra félaga í land-
inu, sem óvinir þeirra eiga fé i.
Það sem stjórninni áskotnast á
þennan hátt, veröur varið til að
borga herkostnaö.
Aurora, sem átti aö flytja
nokkuö af ligi Shackletons til
Suðurheimskauts, hefir tafist í
Syney sökum vinnuteppu meöal
hafnar verkamanna þar. Er hald-
iö aö Shackleton muni ekki geta
lagt í þennan leiöangur fyr en
næsta sumar.
— Fjögur börn liöfðu flækst
frá heimilum sínum í nánd við
Medicine Hat, á laugardaginn.
Þau fundust ekki fyr en undir
kveld á sunnudaginn. Voru þau
komin í fimm mílna fjarlægö,
höföu legiö i jaröfalli um nóttina,
en vora þó heil og á uppréttum
fótum.
— Tvær ósprangnar þýzkar
sprengikúlur fundust í grend v'ö
Paris. þegar veriö var að' grafa
þar fyrir skotgröfum. Þær hafa
legiö þar í 40 ár, eöa síðan stríöiö
stóö milli Frakka og Þjóðverja.
— Simarnir á milii Fre ’ericia í
Danmörku og Libau og Petrograd
i Rússlandi, eru slitnir. Taliö er
vist aö Þjóðverjar hafi unnið þetta
spellvirki Þetta era einu símarnir,
sem liggja á milli Danmerkur cg
Rússlands. öll skeyti frá Rúss-
landi veröa hér eftir aö fara til
Svíþjóðar. Það eru siðustu út-
göngudyrnar.
— 14,500 útlendingar eru nú
teknir höndum á Bretlandi og
geymdir í stórum skálum, er her-
menn eru settir til aö gæta, hér og
livar um landið.
— Átta loftför, fjögur þýzk, tvö
brezk og tvö frönsk, áttust viö uppi
yfir Ýpres bæ, og lauk þeirra viö-
ureign meö þvi, aö hin þýzku voru
skotin niður og fórust þar átta
liösforingjar.
— Frakka kostar stríöiö rúmlega
$6,000,000 ' degi hverjum.
Konungur á vígvelli.
Konungur vor, George V. fór til
Frakklands um helgina, meö fylgd-
arliöi sínu og dvaldi þar um stund,
gekk til spítala og mælti viö sára
menn, svo og kannaði l;ö, leit á
fylkingar og kynti sér hag þess sem
bezt.
Svo er sagt aö ekki hafi Breta
konungar komiö á vigvöll síöan
1741, er George II. fór meö liö
nokkurt frá Bretlandi aö verja
ríki sitt á Þýzkalandi, Hannover,
og logaði þá Noröurálfan ö!l i báli,
útaf áleitni keisaraættar Haps-
borgara. Tveim áram siöar hófst
hin grimma sjö ára styrjöld útaf
ágirnd Friðriks 2. Prússakonungs
til landa. — Allir æöstu landstjó.n-
armenn þeirra þjóöa, sem í ófriði
standa, hafa komið til vígvallar,
nema hinn aldraði keisari í Aust-
urríki.
Fall riddara.
Hinar glæsilegustu hersveitir
Þjóöverja og Austurríkismanna
hafa sætt þungum búsifjum i
stríöi þessu, nálega stráfalliö, sum-
ar þeirra. Leifamar af hinni
frægu lifvaröarsveit Prússa hafa
verið sendar af orustuvellinum, til
aö hvílast og biöa þess aö fylt
veröi í skörö þau sem í hana era
höggvin. önnur fræg riddara-
sveit, kend við Honved, úr Austur-
riki, reiö til atlögu i Galiziu, yfir
óþektan vigvöll, þar var djúp
gryfja á leiðinni, bæöi löng og
breið; í hana riöi fremstu riddar-
ar og uröu undir þeim sem á eftir
voru og lágu 900 dauöir og lemstr-
aöir í henni aö lokum. Hiö sama
kom fyrir í orustunni viö Water-
loo, þarsem riddaraher Napoleons
reiö til atlögu og lentu 15^0 i
djúpri gröf, og brúaðist hún af
mannabúkum og hesta er þeir fóru
yfir, sem ófallnir voru. ,
Cj Af illum rótum.
Samkvæmt rannsókn er gerö
hefir veriö af hálfu Canada stjórn-
ar, er skýrsla er komin um til
Ottawa, hefir Mr. H. H. Stevens,
þingmaöur fyrir Vancouver borg,
lýst því í heyranda hljóði, aö skip-
iö ‘Komagata Mara’, eh flutti
Hindua til British Columbia í
sumar leið, hafi veriö gert út af
þýzku skipafélagi, og að1 þessi
sending var send í því skyni, aö
koma illu á staö milli Breta og ind-
verskra þegna. Mr. Stevens segir
ennfremur, aö til þess aö eiga óróa
vísan, hafi mörg illmenni verið
fengin í hópinn er skipið flutti,
meöal þeirra var hundraö af al-
ræmdum glæpamönnum, eftir því
sem lögreglustjóri í Shanghai
skýrir frá; og þegar þessir menn
voru sendir aftur til síns heima-
lands, þá komu þeir mannskæöui
upphlaupi á staö. Sú fyrsta fregn
sem birtist um þaö, aö skipið væri
lagt á staö frá Indlandi, kom frá
Rerlin til þessarar beimsálfu. Þeir
hafa blásiö víöa aö) kolunum í
brezka ríkinu, þeir þýzku, en era
nú hættir því, vonandi.
Miljónir ökumannsins.
Fyrir skömmu Iézt kaupmaöur
í Lundúnaborg og eftirlét reitur
sem námu mörgum miljónum dala.
Þótt karl heföi í mörgu aö snúast,
þá haföi hann ekki gleymt aö gert
erfðaskrá sína og skifti eigunum
jafnt milli sonar sins og dóttur.
En því var bætt viö, aö erfit,
kvnni aö verða aö finna manninn,
því aö misklílð heföi komiö upp á
milli feöganna svo aö sonur hans
heföi hlaupiö á brott og ekkert
lieföi til hans spurst 1 morg ár.
Þó að ætla mætti aö m.iðúrinn
væri datiöur, var þaö ákveðið, að
hans skyldi leitað þangaö til hann
fyndist, eða þangað til vissa væri
fengin fyrir því, aö hann væri clá-
inn. Fyr átti systir hans ekki að
fá hans hluta af arfinum. /
Nú var tekiö til aö leyta manns-
ins. Flestum konsúlum Breta um
víöa veröld, var boðið aö gera sitt
ýtrasta til þess aö reyna aö hafa
uppi á honum. En alt var árang-
urslaust.
Þegar ekkert haföist upp úr
þessari leit, kom mönnum loks til
liugar, aö leita hans í sjálfri
Lundúnaborg. Þar íanst hann
fyrir fáum dögum á háu sæti með
beislistauma í höndunum; hain
var ökusveinn. Hann kvaöst aldrei
lesa blööin og því heföi hann enga
hugmynd haft um aö verið væri aö
'eita aö sér og vissi ekki heldur,
aö faöir hans var dáinn..........
Þaö era dæmi til, aö fólk hafi
jafnvel hnigið örent niöur þ gar
þvi hafa borist fréttir svipaöar
þeim, sem þessi maöur fékk aö
heyra. En hann tók þeim meö
mestu stillingu og'kvaöst ekki vilja
sleppa stööu sinni, þó aö hann
væri oröinn miljónamæringur.
Hann kvaöst vera ánægöur meö
hlutskifti sitt.
Landið ekki til.
Eitt af því sem Peary þóttist
fundiö hafa. á leið sinni til noröi-
urpóls, var land mikiö og fjölló’t,
á stööum sem hann tók tik Nú
er frétt komin frá feröamönnum,
er sendir vora af náttúrufræöinga
félagi í New York, aö kanna þe‘ta
land, og segjast þeir hafa feröast
í tvo mánuöi um þær slóöir. er
Peary haföi vísaö á, en ekkert
fundu þeir lam'ið, og álíta aö
Peary hafði séö' hyllingar, en ekki
land. Fréttir af þessu komu frá
Knud Rasmussen, hinum danska
Grænlandsfara, er fundiö hafði aö
máli hina amerísku landkönnuöi
og komið bréfi frá þeim til manna-
bygöa. Pear\’ haföi skvrt landiö
sem hann þóttist hafa fwndið,
Crockers Land, en nú má taka þaö
aftur af ’andabréfum. sem búiö
var aö setja þaö á.
Sjóskaðar.
Einn kaffari ÞjóöVerja, nefnd-
ur U-18, varð fyrir baröinu á varö-
skipi Breta fyrir noröan Skotland,
og sökk. Skömmu síöar kom hann
UPP °S veifaöi hvitum fána, til
merkis um, aö hann beiddist vægö-
ar. Skipiö mun hafa granað, að
svik byggju undir, því aö kaffar-
ann rak á land og var skipverjum
bjargaö í fjörunni, 26 aö tölu, en
einn druknaöi. Þaö orö hefir
leikið á, aö griðafána þýzkra væri
ekki trúandi, og bera brezkir her-
menn þaö, aö þeir komi stundum
til atlögu meö hvítan tána í far-
arbroddi, og skjóti svo þá er í
móti þeim koma, til þess að taka
viö vopnum þeirra.
Annaö óhapp vildi þýzkum
tundurbága til, mjög stórum, fyrir
Falstebro í Svíþjóö, er þar var á
sveimi ljóslaus í náttmyrkri.
Danskt gufuskip, er nefnt er
Anglodane rakst á hann og skemd-
ist hann svo mikiB aö hann var ekki
sjálffær og uröu þýzkir kaffararaö1
draga hann til lands. Gufuskipiö'
skemdist ekkert, og þykir þetta fá-
gætur tilburöur. Enn eitt herskip
þýzkt, Hertha nefnt, rakst á turnd-
urdufl eöa varö fyrir tundtirsend-
ingu í Eystrasalti og ónýttist.
A Englandi sprakk herskip í
loft upp meö undarlegum haetti,
stórt og gamalt skip, aö nafni
Bulwark. Þaö hafði gæzlu fyrir
1 hames ár mynni, þartil einn
daginn, að það sprakk í loft upp.
Var herbrestur sá svo mikill, aö
þegar reykinn lagöi frá, sást ekki
örmull eftir af hinti mikla skips-
bákni. Fáeinir menn björguöust
af rúmum 800 er á því voru.
Haldið er, aö kviknaö 'hafi af
sjálfsdáöum eða einbverju óhappi
i skotfæra birgi skipsins, og stend-
ur yfir rannsókn þar að lútan li.
Að þetta skyldi vilja til á þ:ssum
staö, svo nærri Lundúnum, þvkir
næsta viðsjárvert; því aö mörgum
þykir líklegt, aö svik séu i tafli,
og hafi þýzkur snigill komizt í skip-
ið með einhverju móti.
NUMER 4
1
Vísa eftir Tennyson.
Hann kvaddi oss, trúr sem sæmdin sjálf,
Þó sæi í kenning lítil skil —
Því sannfús efi, trú mér ti),
Er trúfastari en kristnin hálf.
Þýðing S. G. S.
Silfurbrúðkaup.
Silfurbrúökaup Magúsar Johnsons
contractara aö 624 Beverley stræti
og Kristínar konu hans var haldiö
þann 30. Nóv., með því, aö vinir
þeirra veittu þeim heimsókn um
kveldið og færöu þeim aö gjöf áhöld
til kaffidrykkju úr silfri. Dætur
þeirra gáfu J>eim og gjöf, hundrað
25 centa peninga i vandaðri tösku.
Hr. Gunnl. Jóhannsson hafði orö fyr-
ir gestum og ávarpaöi silfurbrúö-
hjónin, um leið og hann afhenti giaf-
irnar, taldi frábærar vinsældir silfur-
brúögumans af öllum, sem honum
heföu kynzt, mikið eöa lítið, svo og
fyrirmyndar heimilis stjóm silfur-
brúöarinnar, er trúlega hefði haldið
sitt heitorö, að vera manni sínum ör-
ugg aðstoð á lífsleiöinni. Auk hans
töluðu Árni Eggetrsson, Ó. S. Thor-
geirsson, Guöm. Bjarnason, H. Hall-
dórsson, Jósep Johnson, Jóh. Joseph-
son, S Swainson, Mrs. Búason, Ásm.
P. Jóhannsson og séra R. Marteins-
son Mrs. Dahlmann og Mr. E. P.
Jónsson fluttu frumsamin kvæöi. Um
fjörutíu manns sátu hófiö, aö rausn-
arlegum veitingum, er gestirnir
höfðu með sér. Hljóðfærasláttur og
söngur fór fram aö loknum ræöu-
höldum, er Miss Eggertsson stóö
fyrir.
Silfurbrúöhjónin svöruöu bæöi
með ræöu og þökkuöu vinum sínum
góövild og gjafir.
Samsætinu sleit ekki fyr en um
miðnætti, og þótti öllum veriö hafa
framúrskarandi myndarlegt og
skcmtilegt
Ur bænum.
Þrir menn druknuöu í Rauðánni
skamt frá Selkirk á sunnudagskveld-
ið var. Þeir, sem druknuðu voru:
G Goodman og Frank sonur hans,
tólf ára gamall; þriðji maðurinn hét
Frank Twohay. Allir áttu þeir
heima i Selkirk. Þeir félagar höfðu
fariö á sleöa til skemtunar eftir ánni,
en isinn var ótraudtur og brast þeg-
ar minst varði. Fleiri voru i för-
inni og var G. Goodman bjargað úr
vökinni. En þegar hann sá, aö son
sinn vantaöi, ætlaöi hann aö reyna
aö ná honum, en tókst ekki, og létu
báöir feðgarnir líf sitt.
Margra ráöa er leitað til aö safna
fé i Þjóðræknissjóðinn. Ung stúlka
í borginni málaði nokkur veggalma-
nök og seldi. Andvirðið, sem nam
$20, gaf hún í þennan sjóð.
Samkoman í Grace kirkjunni verð-
ur haldin næsta þriðjudagskveld kl. 8.
Nálega allir strætavagnar fara fram
hjá þeirri kirkju, þar á meðal úr
vesturbænum: Belt Line og Sargent
Ave. vagnarnir, svo og þeir, sem
fara um Portage Ave. Allir . vilja
sækja samkomuna, þvt aö hún verö-
ur reglulega góð.
Samkoman. sem ungu mennirnir i
söfnuði Fyrstu lút kirkjunnar héldu
á laugardagskveldið í sunnudags-
skólasal kirkjunnar, var hin skemti-
legasta og bezta; skemtiskráin vönd-
uö og fjölbreytt og hlutverkin Vel af
hendi leyst Þar söng Franklin
Male Quartette nokkur lög og söng-
flokkur undir stjórn hr. B. Þorláks-
sonar; Miss Olla Oliver söng ein-
söng, hr. Th. Johnson lék á fiölu og
hr. A. S. Bardal sagði smásögur af
feröum sínum um gamla landiö. —
Piltarnir voru svo hygnir að selja
ekki aðgang, en tóku samskot á eft-
ir skemtaninni. Er líklegt að þeim
heföi aldrei komið til hugar að setja
aögangsgjald svo hátt aö numiö
hefði því, sem safnaöaist á þennan
hátt, svo vel sem var skemt. Skóla-
salurinn var laglega skreyttur og
flest sæti skipuð, enda áttu piltarnir
það fyllilega skiliö.
Tíðin hefir verið einmuna góö aö
undanförnu, varlá sést snjór og hlýtt
eins og vor væri í nánd. En aðfara-
nótt þriöjudagsins geröi kafaldshriö
sem stóð fram yfir miöjan dag.
Gekk sporvögnunum illa aö halda á-
ætlun og komu því margir seint til
vinnu sinnar um morguninn.
Leitið aö auglýsingunni um tom-
bófu og dans á öðrum stað í blaðinu;
Iesið hana og sækið svo samkomuna.
íslendingar í Leslie, Sask., hafa á-
kveðið að halda þar miðsvetrar-
samkomu, eins og aö undanfömu.
Hún verður haldin þann 21. Janúar
næstkomandi, og eru Leslie-búar
teknir að búa sig undir hana kapp-
samlega.
Afmælishátíð Tjaldbúðarkirkju
verður haldin þriöjudaginn 15. þ.m.,
og er viðbúnaður mikill af safnaöar-
ins hendi, að hún fari skörulega og
myndarlega fram. Frá þessu veröur
nánar greint í næsta blaöi.
Gefin saman í hjónaband í kirkju
Bræðrasafnaðar við íslendingafljót,
24. Nóv. síðastl., voru þau Stefán
Guöm. Johnson og Sigrún Vilfríöur
Eyjólfsson. Hjónavígsluna fram-
framkvæmdi séra Jóhann Bjarnason.
Á eftir fór fram rausnarlegt sam-
sæti í húsi Bændafélagsins og haföi
fjölda fó'ksvprið boðið. þtr á meöal
fólki úr Argyle-bygð, þar sem brúð-
guminn á heima. Foreldrar hans,
Þorsteinn Johnson og Guðrún kona
hans, eru merkishjón í Argyle-bygö.
Brúðurin er dóttir Þorsteins Eyjólfs-
sonar og Lilju konu hans, sem búa á
Hóli við Islendingafljót.—Ungu hjón-
in veröa framvegis til heimilis í Ar-
gyle. —• Heillaóskir vina og vanda-
manna briúðarinnar fylgja þeim
þangaö vestur.
íslendingar í Norður Dakota! les-
ið spánýja auglýsingu frá Elis Thor-
waldson, Mountain, á öðram stað í
þessu blaöi.
Hr. Magnús Einarsson í Spanish
Fork, Utah, ritar 17. Nóv.: “Héðan er
ekkert að frétta, nema góða Höan
manna á milfi; indælis tíð í alt haust,
sólskin og hitar og enn þá græn jörö,
þó hefir verið frost nú fjórar nætur,
3 til 4 stig. Allir búnir aö koma inn
sykur-rófum sínum í verksmiðjur, al-
menningur að plægja og sá haust-
sáöi: — í September andaðist heiö-
urskonan Sezelja Kristinsen; hún
var uppeldisdóttir Bjama Bjarna-
sonar frá Kirkjulandi í Landeyjum.”
Þjó ðrækniss jóðurinn.
Áöur auglýst.............$1778.00
Lestrarfélag tslendinga í
Cypress sveit, ..........$17.00
E. Magnússon, Winnipeg 1.00
Ami Hannesson, tsafold ... 12.00
S. Olafson, Leslie...........5.00
Mr. & Mrs. A. Thorsteinson
Westbourne................ 5.00
Sig Sölvason, Westboume 5.00
Einar G. John.son, Westboume 5.00
Siguröur C. Johnson, Tan-
tallon.................... 5.00
Hjálmar Eirickson, Tantallon 5.00
Jón Ámason, Winnipeg ... 10.00
Frá Skólabömum á Gimli 50.00
Samtals.........$1898.00
íslenzki Liberal
klúbburinn
I eldur fund í G00D TEMPLAR HALL
Fimtud. kv. 10. Des.
þar fer fram kosning embættismanna cg
er áríðandi að sem flestir mœti.