Lögberg - 24.12.1914, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.12.1914, Blaðsíða 3
LÖCTBERG, FIMTUDAGINN 24. DESEMBER 1914. 3 Flugumenn. Eftir Sir Arthur Conan Doyle. [Athugasemd. — Þessi smásaga er ein úr sögubálki þeim, sem Conan Doyle hefir samið um styrjaldir Na- poleons keisara hins mikla. Hann lætur einn af foringjum hans segja írá, og er sá mikill á lofti, ómentaöur eins og foringjar geröust þá margir, manna fjörugastur og vopndjarf- astur, og vænsti drengur, þó haröur sé i horn að taka, og þykir vænt um þrent: móöur sína, keisarann og hcstinn sinn. Einn af skæðustu ó- vinum Napóleons var Korsíku maö- urinn Paolo, er jafnan gerði honum það ilt er hann mátti, og eru um þaö ýmsar sögur. Talleyrand sá, sem aefndur er í sögunni, var lengi æzti ráögjafi Napóleons og meöal- lagi trúr. Murat og Lasalle nafn- kendir riddaraliðs foringjar.—£>ý5.] Þegar keisarinn þurfti á manni að halda, var hann jafnan reiöubú- inn aö gera mér þann sóma að minnast Etienne Gerards, þó það stundum liði úr minni hans, þegar Iaunum skyldi úthluta. Nú, en eg var samt höfuðsmaður 28 ára gamall og stýrði stórfylki þegar eg hafði einn um þritugt, svo að eg hafði enga ástæðu til að v'era óánægður með frama minn. Hefði styrjöldin staöið tvö eða þrjú ár lengur, mátti vel henda, að eg næöi í sprotann, þ. e. veröa marskálkur; og sá, sem sprotann spenti, var að eins fótmál frá konungs hásæti. Murat haföi tekið ofan húsara húfuna og sett upp konungs kórónu, og það sem einn léttur riddari hafði gert, mátti annar eftir leika. En hvað um það, allar slíkar vonir sloknuðu við Wat- erloo, og þó mér tækist ekki aö rita nafn mitt í söguna, þá er þaö fullvel kunnugt öllum, sem með mér börð- ust í hinni miklu styrjöld keisarans. í kvöld ætla eg að segja ykkur frá kynlejjum atburði, sem enginn vissi um nema við tveir, eg og keisarinn,. Sá atburður var upphaf gæfu minn- ar og skjóta frama. Áöur en eg byrja, ætla eg aö taka nokkuð fram við ykkur. Þegar þið heyrið mig tala, þá veröið þiö aö hafa þaö hugfast, að sá segir frá, sem sá og heyrði söguna gerast. Eg tala um þaö, sem eyru mín hafa heyrt og augu séð, og megið þiö ekki reyna að ósanna mál mitt meö því aö tilfæra meiningu einhvers bóka- béfusar eöa pennamanns, sem skrif- aö hefir sögubók eöa samtíning um ævi sína. Margt hefir við borið, sem slíku fólki er ókunnugt um, og margt, sem heimurinn aldrei fær að vita. Eg gæti meira aö segja sagt ykkur ýmsa undarlega hluti, sem fáir vita, ef mér þætti viö eiga. Söguna, sem þiö nú skuluð heyra, sagöi eg engum meö- an keisarinn var á lífi, með því aö eg hét honum því, en mér finst þaö ekki gera neitt til nú, þó aðrir fái aö vita um framgöngu mína viö þetta tækifæri. Þaö er þá frá þvi að segja, að um þaö leyti sem friður var gerður í Tilsit, þá var eg bara lautinant í 10. sveit hússaranna, fátækur og vina- laus. Fríöleik og hreysti hafði eg til mins ágætis aö vísu, og haföi fengið þaö orö á mig, aö eg væri einhver vopnfærasti maöur í hernum. En margur hreystimaöur var meö keis- aranum og þurfti meira til að ná skjótum frama. Samt trúði eg því, aö gæfan mundi til mín leita, þó mér aldrei kæmi til hugar, aö þaö yröi meö slíkum hætti sem raun varð á. Þegar keisarinn kom heim aftur eftir friöargeröina 1807, ,þá sat hann löngum meö drotningunni og hirð sinni í Fontainebleau. Þá var vegur hans sem allra mestur. Hann haföi þá í þremur herferöum kúgaö Aust- urriki, muliö undir sig Prússland og Ieikiö Rússann svo hart, aö hann varö feginn aö halda sig réttu megin viö Niemen, (við landamerki Rúss- lands og Þýzkalandsý. Hinn gamli rakkinn vestan viö sundiö urraði enn aö vísu, en komst ekki langt frá bæli sínu. Ef oss hefði auðnast að halda friöinum þá, mundi Frakkland hafa skipað veglegra sæti en nokkur önn- ur þjóö, siöan Rómverjar voru á dögum. Svo hefi eg heyrt vitra menn segja, en í þá daga hafði eg, fyrir mitt leyti, annað um að hugsa. Allar stúlkur uröu hernum fegnar eftir svo langa burtuveru, og þiö megið trúa þvi, aö eg fékk minn skerf vel úti látinn af blíðunni. Þið megiö nærri geta, hvort » eg hafi gengið í augun á þeim þá, þar sem eg núna, á 60. árinu---------> en llvl skyldi eg um þetta tala, sem er á hver9 manns vörum og allir vita? Húsarasveitin, sem eg var i, hafö- ist viö í Fontainebleau og haföi búöir meö sjassörum úr hestliöinu. Fontainebleau er lítill staöur, eins og þiö vitið, skógi horfinn á alla vegu, en um þaö leyti var þar liflegt og margt um manninn. Stór-hertogar og kjörfurstar og konungbornir menn tróöust kringum Napóleon eins og rakkar kring um húsbónda sinn, og vænti hver og einn aö beini yröi til sin kastaö. Þýzka heyrðist á stræt- unum meir en franska, því aö þeir, sem höföu barist meö okkur i striö- inu, voru komnir aö vitja launanna, en hinir, sem höföu fylt fjandmanna flokkinn, aö biöja af sér reiöi. •>♦■1 ♦ ♦ + »I-+-I-+++-f-» + + Sonur spámannsins. Okkur er sagt úr syni spámannsins Sörguöu lífiö menn hans lands og kyns — Áöur en þó aö gröfin hans varö græn Gengu þeir til og lögðust þar á bæn. Gryfjuna hans þeir gerðu aö helgum staö — Göngumann nokkurn bar þar seinna aö, “Hví”, mælti hann, er moldum sté ‘ann hjá, “Myrtuö þiö þann er trúöuö svona á?” Hendina lögöu hjartað flestir á, Hrópaöi svarið hver sem betur má; “Þaö geröum við, aö stytta tíma-töf Til þess við mættum dýrka hann i gröf.” — Þó aö eg rifji upp þessi gömlu svör Þannig, og sýni kýmnisbros á vör, Hef’ eg þó auga á öðrum nýjum reit, Innan viö garö, í minni heimasveit. 13. des. 1914. Stephan G. Stephansson. -f + •+ t t t t 4 •i* t I t t t t +- * ■f En frá honum er þaö aö segja, litla karlinum okkar fölleita, með gráu augun og kuldasvipinn, aö hann reið á mörkina á hverjum morgni til veiða, hljóöur og hugsandi, en allir fylgdu honum og v'ildu vera sem næst honum, ef hann skyldi mæla nokkuð. Þaö datt þá t hann stund- um, aö snara hundrað fermílum í einn, klipa annað eins af öðrum og færa landamerki konungsríkja eftir þvi sem fjöll eöa fljót visuðu til. Þetta var hans iðja, þessa litla stór- skotaliða, sem við höföum hafiö til slíkra valda með sveröum vorum og byssufleinum. Hann var ævinlega blíöur viö okkur, því hann vissi, hvaöan honum kom styrkurinn. Viö vissum þaö líka og sýndum þaö meö látbragöi og daglegri framgöngu. Okkur kom saman um það, skiljiö þiö, aö hann væri ágætastur fyrirliði í allri veröldinni, en hinu gleymdum við ekki, aö hann ætti bezta liðinu að stýra. Jæja, þaö var þá einn góöan veð- urdag, aö eg sat í rúmi mínu og spilaði viö Morat litla úr sjassöra- liöinu; var þá hrundiö upp huröinni og inn kom maður mikill vexti og fríður sýnum og hinn hermannleg- asti. Það var fyrirliöi hinnar ti- undu, Þaö var Lasalle, ofutsti hinnar tíundu riddarafylkingar. Þiö kannist allir viö hann og vitið hvílíkur fríö- leiksmaður og ofláti hann var. Hann kunni sig í hinum himinbláu her- klæðum þeirrar tíundu, maðurinn sá. Viö strákarnir hermdum alt eftir honum, spil og drykkjur og drabb og hverskonar sundurgerö. Okkur fanst svo mikið unt hann, aö allir vildu honum líkjast. Við gáöum þess ekki aö þaö var ekki fyrir vlndrykkju eöa spilamensku, aö keisarinn ætlaði sér aö setja hann yfir alt hiö létt- búna riddaraliö, heldur af þvt, að enginn kunni betur vígi aö sjá eður fylkingu, hversu styrk væri. Hann var og glöggur á, hve nær áhlaup skyldi gera til að tvistra fótgöngu- liði, og hvort þunnskipað væri um fallbyssur, og fanst enginn t öllum hemum honum snjallari til slíkra hluta. En við vorum svo ungir, aö viö gáöum þess ekki, og bárum vax í skeggið, glömruöum sporunum og drógum eftir okkur sVeröin þar til döggskórinn varö gatslitinn, og þótt- umst allir Lasalle líkir. Þegar hann kom inn til mín, þá stukkum við Morat báðir á fætur. “Drengur rninn,” segir hann og klappaði mér á öxlina; “keisarinn vill fá aö finna þig klukkan fjögur.” Mér varð svo hverft viö, að eg greip höndunum um spilaborðið. “Hvaö er að tarna I Keisarinn ?” “Hann og enginn annar,” svaraöi hann, og brosti aö því hvaö mér varð bylt við. “En keisarinn veit ekki, að eg er til, höfuðsmaöur, hví skyldi hann senda eftir mér?” "Ja, þaö er það sem eg skil ekk- ert í,” svaraði Lasalle og strauk yf- irskeggið. “F.f keisarinn þyrfti á góöu sverði að halda, hvi skyldi hann ]>á leggja sig niöur við einn af mínum lautenöntum, þegar hann gat fundið það sem hann vantaði hjá fyrirmanni sveitarinnar. En hvað um það,” segir hann og klappar mér aftur á herðarnar, alúðlega eins og honum var lagið, “gæfan leitar ein- hvern tima til allra; eg hefi ekki far- ið varhluta, annars væri eg ekki höfuösmaður þeirrar tíundu. Mér hæfir ekki að sjá ofsjónum yfir þínu gengi. Áfram góðurinn minn, og eg óska þér að ]>etta verði fyrsta sporiö til þess aö þú skiftir um Iautenants- húfuna fyrir þrístrenda hattinn.” Þetta var í mið munda og lofaði Lasalle að koma aftur klukkan fjög- ur og fylgja mér til hallarinnar. Þaö veit trúa min, að mér var ekki rótt innanbrjósts á meðan. Eg stikaði fram og aftttr um stoftikompu mina og reyndi aö geta mér til, hvað keis- arinn mundi vilja mér. Mér datt í hug, aö hann mundi hafa heyrt um byssumar, sem v'iö tókum viö Aus- terlitz; en margir höfðu tekiö byss- ur þar og nú voru liðin tvö ár síðan. Hv'er veit líka nema hann ætlaöi að urnbuna mér fyrir hólmgönguna við rússneska foringjann, einn af skjald- sveinum Rússakeisarans? En þá greip mig kvíði fyrir því, að hann mundi ætla að setja ofan í viö mig. Eg hafði háð nokkrar hólmgöngur, sem hann gat tekið illa upp fyrir mér og eitt eða tvö gamanbrögð í laumi síöan friður komst á. En þegar eg hugleiddi það, sem Lasalle hafði sagt, og aö hann hafði óskað mér hamingju, þá þótti mér líklegra, að þetta mundi nokkurs góös viti. Hann rendi sjálfsagt grun í, hvaö á ferðurn var, og ekki heföi hann farið aö gratúlera mér, ef þetta vissi á nokkuð ilt. Þegar þessi sannfæring festist i mér, þá varð mér glatt i sinni og eg settist niöur og fór aö skrifa henni móður minni, og sagði henni, aö nú biöi keisarinn eftir mér, til þess aö leita ráða hjá mér um vandamál. Og eg brosti að því með sjálfum mér, að það mundi líkast til ekki gera nema staðfesta álit hennar á hyggindum keisarans. Klukkan hálf fjögur heyröi eg sverðskeiðar glamra viö hverja tröppu í stiganum og var það La- salle, sem kom, og maður með hon- um, heldur lítill vexti, svartklæddur og snyrtilegur meö flúrað lín um háls og úlnliði. Viö þektum ekki marga borgara, við sem vorum í hernum, en þennan náunga var sann- arlega vert að þekkja. Hann var brattnefjaöur og drap titlinga og stakk við þegar hann gekk; hann var auðkendur, enda þurfti eg ekki ann- að en líta á hann; eg vissi, aö þar var sá eini maður á Frakklandi, sem jafnvel keisarinn sjálfur haföi beig af. “Þetta er Monsiör Etienne Gerard, Monsiör de Talleyrand,” sagöi La- salle. Eg heilsaði, en spekingurinn vfrti mig fyrir sér alt frá sporunutn upp að húfukambinum. “Hefirðu sagt lautenantinum hvern veg þaö bar til, að hann var kvaddur á fund keisarans?” Röddin var þur- leg og þó skræk. Þeir voru næsta ólíkir, þessi svarti bragðarefur og hinn stórvaxni, blá- klæddi húsari; hann studdi annari hendinni á meöalkaflann og hinni í síðuna. Þeir tóku sér nú sæti, Tal- leyrand hljóölega og Lasalle meö klið og glamri eins og prjónandi hestur. “Þaö kom svona til, drengur minn,” mælti hann skjótlega og djarfmannlega, eins og honum var lagiö. “Eg var staddur inni hjá keis- aranum í morgun og vorum viö tveir einir; þá var komið með bréf inn til hans; hann reif þaö upp og las; og honum brá sv'o viö, að þaö var rétt eins og hann heföi séö afturgöngu; hann sat á stólnum náfölur og starði fram undan sér og tautaöi: “Fra- telli dell’ Ajaccio.” Eg þykist ekki kunna meira í ítölsku heldur en maö- ur grípur á lofti í tveimur herferö- tim, svo aö eg botnaði ekkert í þessu; mér datt í hug, monsiör de Talley- rand, að hann væri genginn af vit- inu, og þú heföir haldiö þaö sama, heföiröu séö augnaráöið. Hann las bréfiö aftur og sat svo þegjandi og hreyfingarlatts í meir en hálfa kluk- kustund.” “Hvaö geröir þú?” spuröi Talley- rand. “Nú, eg stóö þarna og vissi ekki hvaö eg átti af mér aö gera, þangað til hann rankaði við sér; og þá spyr hann mig upp úr þurru: “Eg býst við, Lasalle, að þú hafir nokkra hrausta unga fyrirliða í þeirri tíundu?” “Það eru þeir allir, hátign,” svar- aði eg. “Ef þú ættir að kjósa skjótan og öruggan, en ekki of djúpsettan—þú skilur hvað eg meina, Lasalle ? — hvern mundir þú taka til?” Eg sá, að hann þurfti ntann, sem ekki sæi í ráðagerðir hans, og svar- aði: “Eg veit af einum, sem ekki er annað en sporar og skeggkampar og hefir aldrei um annað hugsaö en kv'enfólk og hesta.” “Þaö er maöurinn,” mælti Napó- leon. “Fylgdu honttm hingað klukk- an fjögur.” “Eg kom því beint til þín, góður, og sjáðu til, að þú gerir þeirri 10. sóma.” Skrifið eftir söluskrá vorri Ef þér hafiS ekkt feng- iS MlSsvetrar Söluskrá vora, þá skrtfitS eftir henni fctrax, því aö hún greinir frá hinum beztu kjörkaupum, er l Canada bjööast eöa boðin hafa veriö. paö eru ekki v^taleg til- boð, heldur sllk, að alt sóp- ast fljótt út, svo aö ef þér viljið hafa fult gagn af kjör- kaupum hjá oss, þá verðið þér að taka fljótt viðbragð. Til þess að panta, verður samt að hafa vora sérstöku kjörkaupaskrá, og oss er á- ngja í að senda hana, ef þér viljið. Orsökin til vorra ágætu tilboða er sú, að vér gerum ekki annað en selja gegn um póstinn, og vér gefum viðskiftavinum vorum áltka kaup eða betri en þau, sem boðin eru kaupendum I Winnipeg i dagblöðum borgariAnar á föstudögum. f Þessum kjörkaupaflokki hjá óss eru Muskrat yfirhafnir og I_____________________________________ Vér óskum yður Gleðilegra Jóla og farsæls nýárs The Empire Sash & Door Co. ---------------- Limited------------ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG KOL og VIDUR ALBERT G0UGH SIJFFLY CO. *V»JÍ.SSn* Skjót afgreiðsla. Largsta veið. TALSIMi: M. 1246 nærföt kvenna, yfirhafnir og utanyfirföt og annar klæðnaður fyrir karlmenn, föt handa drengjum, flikur handa stúlkum, fótabún- aður, vetlingar, sokkar og línklæði. Meðan sala vor stendur, skulum vér afgreiða eins fljótt og vér höfum jafnan gert, frá þvi verzlun vor byrjaði. l>að er svo að skilja, að vér afgreiðum nálega hverja pöntun sama sólarhring- inn, sem hún kemur til vor. Christie Grant Co. Limited WlNNIPEG Canada Oss er ánægja að fullnœgja kröftun yðar PIl.TAU, HfiR ER TÆltlFÆRI. $ Piltar, hér er tækifærið.—(lllum, $ sem stunda nám við IlcmphiU’s $ Uarber College, borgað gott kaup $ i allan vetur. Elzti rakaraskóli í $ Canada. Vér kennum rakaraiðn $ til hiitar á tveim mánuðum. At- $ vinnn úlveguð að loknu námi með $ alt að $25 kaupi á viku; vér getum $ lika hjðlpað yður til að byrja rak- $ araiðn & eigin spýtur fyrir lága $ borgun mánaðarlega; ótal stöðum $ úr að velja. Feikna eftirspurn $ eftir mönnum með Hemphills $ prófi; varið yður á eftirstælingum; $ komið eða skrifið eftir vorum $ fagra verðlista. Lltlð eftir nafn- $ inu Hemphill, áður Moler Barber $ College, á horninu á King St. og $ Pacitlc Ave., Winnipeg, eða 1709 $ Broad Street, Regina, Sask. $ OSS VANTAR MEN'N Oss vantar menn til að læra að fara með bifreiðar og gas trac- tors og læra það f bezta gasvéla- skóln I Canada. Að eins fáar vik- ur til náms. Áhöld ókeypis. Nem- endum vorum er kent til hlftar að fara með og gera við bifreiðar, trucks, gas tractors og alls konar vélar. Vér búum yður undir og hjálpum yður að ná í góðar stöð- ur við viðgerðir, vagnstjórn, um- sjón með vélum, sýningu þelrra og sölu. Sækið eða skrlfið eftlr verð- lista vorjm; hann er fallegur og kostar ekkert. Hemphill's, áður Chlcago School of Gasollne Engin- eering, 483 V4 Maln Street, Winni- BI.ZTC IÐNSKÓLAR AMERfKTJ Einu iðnskólar Amerfku, sem hafa stnar elg- in, sérstöku, ókeypls atvinnu skrifstofur tll þæg- inda fyrir þá, sem eru fullnuma. Komizt átram. með því að ganga á Success Business College á Portage Ave. og Edmonton St., eða aukaskólana I Regina, Weyburn. Moose Jaw, Calgary, Lethbrdge, Wetaskiwin, Lacombe og Vancouv- er. Nálega allir fslendingar 1 Vestur Canada, sem stúdéra upp á verzlunarveginn, ganga á Success Buslness College. Oss þyklr mikið til þelrra koma. J>elr eru góðlr námsmenn. Sendið strax eftir skólaskýrslu til skólastjóra, F. G. GARBUTT. President I>. F. FERGUSON, Principal. HVFRNIG KVEIKJA SKAL A ELDSPITU > ' ' * Stöku sinnum er kvartaö yfir því viö oss, aö eldspítur vorar detti í tvent, þegar kveikt er á þeim. Þetta er ekki eldspýtunum aö kenna, því aö Eddy’s Eldspitur eru búnar til eingöngu úr sér- staklega útvöldum, beinum viö. Þeim til leiöbeiningar, sem enn þá kunna ekki að halda á eldspýtu fog þeir eru margirj, skulum vér HEIjMUTH von moltke, sá er verið hafði æðsti maður I hinum þýzka her I sex ár og stjórnaði honum fyrstu mánuði stríðsins. Kei3arinn gerðist honum svo reiður, að hann setti hann frá völdum og sendi hann norður á þýzkaland og Iét her- menn gæta hans þar sem heitir Homburg Hohe, þvi að Moltke lét ekki af sinu, þegar keisari vildi annað, og sló I hart með þeim. — Hann er nú op- inberlega leystur frá herstörfum. Hann er bröðursonur hins fræga hers- höfðingja með þvl nafnl og er ættin kynjuð úr Danmörku. Svo er sagt, að fátt hafi verið með keisaranum og Moltke þessum, nálega frá því hinn síðarnefndi tók æðstu hervöld. Kei arinn kallaði hann oft ‘‘fúla Moltke” af því að hann gerði aldrei svo mikið sem að brosa, eða ‘‘úrtölu-Moltke’’, af þvi að hann tók vist ekki alt af vel tillögum og skyndilegri ráðabreytni hans. Moltke er kominn hátt á sjötugs aldur. Mér þótti skömm til koma, þegar eg heyröi ástæðurnar fyrir þvi, aö ofurstinn kaus mig, og hefir þaö víst sézt á mér, þvi aö ofurstinn hló dátt og Talleyrand kýmdi; siöan sagöi Talleyrand: “Eg ætla aö gefa þér eitt heilræöi áöur en þú ferö á staö Monsiör Gerard; þú átt nú vandrataöa leiö fyrir hondum og gætir þú fengið verri mann til leiösögu heldur en mig. Engpnn okkar rámar minstu vitund í hvaö til stendur, en okkar á milli sagt, varöar miklu aö viö, sem höfum framtíð Frakklands fyrir brjósti aö bera, höfum vitneskju um alt, sem gerist. Þú skilur, hvaö eg meina, Monsiör Gerad?” Eg skildi ekki minstu vitund, hvaö hann var aö fara meö, en eg hneigði nl>g °g lét sem alt væri opiö og önd- vert fyrir mér., “Faröu þá varlega, og segöu eng- um neitt. Ofurstinn og eg látum ekki sjá okkur meö þér, heldur biöum hér eftir þér, og viö skulum vera í ráöum meö þér, þegar þú segir okk- ur hvaö þér og keisaranum fer á milli. Nú er tími kominn fyrir þig aö fara, því aö keisarinn fyrirgefur aldre seinlæti.” Eg fór nú fótgangandi til hallar- innar, enda var þangaö skamt aö fara. Eg hélt til framstofu og var þar margt um manninn. Þar var Duroc í litklæðum og glóandi af gulli; hann flögraöi til og frá og hjalaði viö gestina. Eg heyrði hann hvísla aö Monsiör de Conlaincourt, aö flestir þeirra væru hertogar af Þýzkalandi og byggjust sumir við konungstign en sumir aö veröa sett- ir á hreppinn. Þegar Duroc varö mín var leiddi hann mig inn umsvifa- laust, og stóö eg aö vörmu spori frammi fyrir keisaranum. Eg hafði vitanlega séö hann í her- búöunum oft og tíðum, en aldrei staö- iö augliti til auglitis viö hann fyrri. Eg efast ekki um, að þið hefðuð mætt honunt á fömum vegi og ekki vitað hver hann var, þá heföuö þiö ekki sagt annað en þaö, að hann væri þunnleitur stubbur með mikiö enni og digra kálfa. Hann var í hvítum brókum aðskornum, af cashmere-dúk og hvitum silkisokkum, og bar vel á hans digru leggjum. En jafnvel ó- kunnugir hlutu að taka eftir augna- ráðinu; það gat orðið svo snarpt, að gömlum hermönnum bauö ótta. Þaö er sagt um Augereau, aö hann kunni ekki aö hræöast, en þó gugn- aöi hann fyrir þv'í augnaráði, og var þó keisarinn ungur þá og óþektur. Hann leit nú samt ofur blíölega viö mér og benti mér að vera kyr hjá dyrunum. De Meneval var aö skrifa eftir fyrirsögn hans, og leit upp á hann sínum hundsaugum milli hverr- ar setningar. “Þetta nægir. Þú mátt fara,” sagöi svo keisarinn alt í einu. En er skrif- arinn var út genginn, þá kom keis- arinn labbandi meö hendurnar fyrir aftan bakið og virti mig fyrir sér þcgjandi stundarkorn. Hann var sjálfur litill, en þótti þó gott aö hafa myndarlega menn um sig, og því ætla eg að hann hafi haft ánægju af að sjá mig. Eg hélt upp annari hend- inni til kveðju, en hinni um sverös- hjöltin og horfði beint fram undan mér á hermanna vísu. Loksins tók hann til oröa og klapp- aöi fingurgómunum á eitt gullhlaöiö framan á treyjunni minnL fFramh.J — 15. nóv. voru þrír mánuðir liðnir frá því Panama skuröurinn var opnaðtir. Á þeim tíma höföu 1,079,521 tonn af vörum veriö flutt um hann. gefa eftirfylgjandi undirvísun: Vísifingur hægri liandar á að sctja yfir haus sp£t- unnar og klppa honum snögt frá, þegsr loginn hlossar upp. Meö hessu reyuir ekki óhæfilega mikið á cldspltunu og hver og einn forðast ósjálfrátt brunann af blossanum. THE E. B. EDDY CO., Ltd., Hull, Canada Pathe Freres Pathephones BYLTING í TÓNANNA VERÖLD Bylting í tónanna veröld. Pathephone er eina áhaldið, sem læt- ur mannsröddina heyrast með öllum hennar hreina og skæra hljóð- blæ og hljóðfæraslátt með öllum hans einkennum, ljósum og skugg- um, jafnvel þeim allra fínustu. Pathephones eru seldir með öllu verði frá $18.00 til $500.00. Pathe Disc Rcpertoire hefir meir en 20,000 plötur á öUum tungu- málum og allar tvísettar, og seldar á sama verði, hvort sem lista- maöurinn er frægur eða ekki. Pathe plötur leika án nálar, en hljóðið næst með hinum fágaða, ó- slitandi sapphire, sem kemur í v'eg fyrir þann kostnað og fyrirhöfn, er því er samfara aö kaupa og breyta alla tíö um nálar. Pathe tvisettu plötur má leika á hvaöa phonograph sem er, aö- eins meö því aö setja á hann Pathe sapphire hljóðstokk. Yöur er vinsamlega boðið að koma til sýningarstofu vorrar og I mun hverjum og einum þykja gaman þar aö koma. THE CANAOIAN FHONOGRAPH & SUPPLY DISC CD. 204 Builders Exchange Building ÍÍ4- (Á ÖÖru lofti) Horninu á Portage og Uargrave, Winnipeg Bæklingar og veröskrár ókeypis. — Maöur nokkur í Toronto varð Itúsmóöur sinni aö bana og stytti sjálfum sér því næst aldur. Síö- astliðna viku haföi hann gerst 6- þarflega stimamjúkur viö konuna, sem var ekkja. A sunnudags- kveldiö ætlaöi hún aö fara meB fjögra ára gamlan son sinn á sunnudagsskóla skemtun. Maim- inum var á móti skapi að hún færi. Þegar hún vildi ekki undan láta, réöi hann henni bana meö byssu og særöi sjálfan sig því næst svo hættulega, aö litlar líkur eru til aö hann lifi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.