Lögberg - 04.02.1915, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.02.1915, Blaðsíða 4
4 ] ,ö(i BKlií'., VI MTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1915 LÖGBERG Oefl5 út hvern flmtudag af Tlie Colunitila Presa, Ltd. Cor. WilUam Ave & Sherbrooke Street. Wlnnipeg. - - Manltoba. KRISTJÁN SIGURÐSSON Editor J. J. VOPIÍI. Buslness Manager Utanftskrift til blaSslns: The COLCMBIA PRES8, Ltd. P.O. Box 3172 Winnipeg, Man. (Jtanáskrift ritstjórans: KUITOK LÖGBERG, P.O. Box 3172, Wlnnipeg, Manitoba. TAL81MI: GARRY 215« Verð blaðsin.s : $2.00 uin árið Agrip af raeðu Sir Wilfrid Lauriers hald- inni í Montreal 13. Des. 1914. Canada t stríði. Gleymið ekki )>vi, að þegar Bretland var komiS í stríð, var svo ástatt fyrir Canada, að nýjar skyldur voru lagðar stjórninni á herðar, svo og mótflokki 'hennar á þingi og þjóSmns í heild sinni. f sama bili og Bretland var komið í stríð, átti Canada og í stríði. Þetta er sannletkur sem vér urð- um að segja í heyranda hljóði og halda á lofti meðan vér vorum við völd og hlutum að gera ráðstafan- irí samkvæmt því sem viðgangi landsins var samboðið, sem sjálf- stæðu í ríkinu, en ekki sem ný- lendu. “Ekki könnuðust aUir við þenn- an sannleik. Stórmiklu af ósann- indum var þyrlað upp ú,t áf hon- um og þaðan stafaði að miklu leyti ósigur vor 1911; en eg fyrir mitt leyti segi j>að enn, að eg hef ekkert að iðrast eftir. Það er margfalt betra að vér stöndum hér sigraðir fyrir að hafa hug til að brýna fyrir þjóðinni i Canada nýj- ar skyldur, og að þeirri brýningu var tekið, heldur en að vera við völd með því að vanrækja skyldtt sem stjórn landstrts ber að'sinna. En þá reyndist nú atíðéelt', að leika á hleypidóma sumia, en það sýndi síg næsta fljótt og áþreifan- lega, að þegar Bretland er i stríði, þá er Canada í þvi jafnframt, því að strax eftir að búið var að lýsa stríðinu, þá voru skipakviar yðar hér i Montreal alsettar skipum fermdum af varningi þessa lands, albúin til ferðar, en ekki lögðu þau út, heldur lágu við land, vegna þess að þau vora tæk sem herfang ef óvinir ríkisins kæmust i færi við þatt á rúmsjó. Þau lögðu ekki út fyr en flotinn brezki var búinn að hreinsa hafið og brezk herskip voru tilbúin að fylgja þeim yíir sjóinn, — en þarmeð innti hinn brezki floti skyldu af ‘höndum, sem að mínu áilti átti að gerast af Canada þjóð- inni sjálfri. Unnjx'i skýrara sannaðist yður, að Canada eí í stríði hvenær sem Bretland kemst í stríð, er sendi- herra Þjóðverja í Washington lýsti þvi að þýzkir gætu lierjað á Can- ada, og það var tekið til utnræðu, hvort Monroe reglan væri því td fyrirstöðu að Jiýzkir mættu herja á land vort. HVað sem í þeirri reglu kann að felast, þá er hún ekki lagastafur er gildir fyrir allar þjóðir. Hún segir til stefnu þjóð- arinnar í Ameriku, og undir henni er komið, hvernig reglti Jieirri kann að verða beitt í hverju tilfclli, eins- og mjög skýrlega var í ljós látiö nýlega af manni sem flestum frem- ur er bær um að dæma þar urn, ,í þvi landi. Eg hef alla tíð dáðst að þjóðinni í Ameríku. Ég hefi alla tíð gimzt, að þjóðin í Canada ætti við hana gott eitt og eins vinsam- legt samkomulag og imt má verða; og mér þykir vænt að geta hugsað og sagt, að l>egar vér sleptum völdum árið 1911, )>á var sam- komulagið milli Bandaríkja og Canada stórum vinsamlegra, held- ttr en þegar vér tókttm embætti 1896. En þrátt fyrir ait þetta segi eg svo sem Canada maður, að ef Canada á að frelsast, þs'i vil eg ekki að það verði fyrir Monroe regluna, heldur fyrir orku og áreynslu þjóðarinnar I þessu landi. Ekki svo að skilja, að ef vér ætt- um að verja landið fyrir herferð þýzkra, að eg þá ekki væri reiðu- búinn að þiggja liðveizlu þjóöar- innar í Ameríku, hddur svo, að eg viidi elcki þurfa að biðja um hana. Eg vil að Canada þjóðin treysti sjálfri sér og taki hjá sjálfri sér alt sem hún getur, og þarf eg að taka það frarn við yður, mítiir herrar, að engin þjóð á slolið að bera það nafn nema hún sé æfin- lega reiöubúin til að verja sjálf- stæðí sitt og berjast fyrir því, ef þörf krefur. “Vér erum frjáls þjóð, algerlega frjáls. Stjómarskrá vor heimilar oss réttindi til að skera úr þvi, hvort vér viljum talca þátt i sltkti stríði sem þessu, eða sitja hjá. Úr því ber Canada þingi, Canada stjóm og Canada þjóð að skera, og engum öðrum. .Þetta frjálsræði er Bretum, er veita það, bæði til sóma og frægðar, og Canada líka, er notar það til að vdta Bretlandi lið. Frjálsræði er aðalgrundvöllur brezkra stofnana. Þér finnið það frá lægsta til hæsta þreps í stigan- um. Herþjónustu skylda hefir al- drei verið á I retlandi og mun al- drei verða. Vér norum heyrt fræga spekinga segja, að Stór- bretland mundi fara að dæmi ann- ara eftir stríðið og setja herskyldu á hjá sér. En herþjónustu þving- un á ekki við skap brezkra manna. Þeir eru seinþreyttir til stríðs, ófúsir til ófriðar og búa sig aldrei út í hann, fyr en hann er skollinn á, en þeim tekst furðanlega að bera bærri skjöld að lokunum. Ríki Bretaveldis, ,sem sjálfstjóm hafa, eru ekki lögskylduö til hem- aðar, þau eru öll frjáls að því, hvort þau vilji berjast með Bret- um eða láta J>að vera. Þetta er brezka frjálsræðið, er því olli, að hvaðanæfa úr- hinu brezka veldi streymdu menn til liðs við brezku stjórnina í þessari miklu baráttu, en sú hollusta kom Þjóðverjum mjög á óvart og jók þdm gremju og áhyggju. Frjálsræði gefur af sér hollustu og trúnað, þvingun kemur æfinlega á stað óhug og uppreisnum. En jafnvel þó að nú hafi sýnt sig hinar frábæru afleið- ingar af stjórnvizku Breta, ekki eingöngu á Bretlandi, heldur al- staðar í ríkinu, þá finnast menn í þessu landi og á Englandi sömu- leiðis, sem halda þvi fram, að frelsi það sem nú á sér stað, beri að aftakast og i stað Jæss beri að færa stjórnarvaldið sem mest á einn stað og gera J>að að laga- skyldu sem áður var imdir sjálf- vilja komið. Það eru til menn sem prédika þennan lærdóm, en aítur halda aðrir þvi fram að brezka ríkið geti því aðeins nawlíst, að fylgt sé þeirri stefnu, sem ráðið hefir hingaðtil: frelsi og sjálfræði hinna einstöku rikisparta. Ef ekki væri stríðið, þá mttndi eg segja yð- ijr hvoru megin liberalar hafa lengi staðið að þessu máli. En vér eig- um nú í stríði og stríðstímar eru ekki hentugir til að tæða svo þýð- ingarmikil mál og affara stór. Nú sem stendur höfum vér aSeins eitt um að hugsa : að binda enda á ófriðinn og fresta öðrutn málum til síðari tíma. HernaSar hœtta. “Það er engin hætta á, að þýzkir herji á Canaöa, meðan Bretar bafa yfirhönd á sjó. En J>ó að sú hætta sé ekki til staðar og þó að mér detti ekki annað í hug, en að bandamenn sigri, þá vofir enn yfir sá möguleiki, einsog nú stendur, að skyndi-áhlaup verði gerð á borgir vorar við landamær- in. Það leit jafnvel út fyrir, að British Columbia muixJi fá eina slíka heimsókn. Þeir þar óskuðu | eftir að hafa hjá sér hið smáa, og mjög svo fyrirlitna herskip Rain- lx>w. Skipshöfn var. aftur ráðin á Niobe við hina strönd landsins og þessi uppnefndi flotavísir varð þannig til hlífðar strandborgum vontm og viðskiftum. Hættan var tij staðar, stgi eg. Sú hætta mink- aði mikið, þegar Emden var eyði- kgð af herskipinu Sydney, er Ástralia átti. Hættan minkaði enn meir, er Bretar sigruðiu við FaJk- lands eyjar. En láti|m oss muna eftir þvi, að eins lengi og stríðið stendur, er liættan til staðar, en eg fyrir mitt leyti vil ekki fjölyrða um Jætta atriöi, því að eg vona, að stjóm landsins hafi vakandi auga á því hverju sinna beri og að hún geri ráðstafanir gegn Jæirri hættu. Einhver spurði mig, hvers vegna eg fylgdi stjóminni að þvi máli, að senda menn héðan til orustu. Hví átti liberal flokkurinn ekki að láta kyrt um sig og vera afskiftalaus um það mál og lofa stjóminni að vera ein um vandann og áhyggj- umar? Svar mitt er: “Mér þyk- ir ekkert sérlega væint um stjómina, en mér þykir vænt um landið mitt, mér þykir vænt um ættjörð feðra minna, Frakkland. Mér þykir vænt um land frelsisins, Bretland og heldur vildi eg hætta afskiftum af opinberum nr'ilum algerlega, heldur en láta annað eins mál af- skiftalaust, sem foringi liberala flokksins. Kosningar. Það var engin ástæða til nýrra þingkosninga í júní eða júlí síðasfr- liðið siunar og því síður er nokkur ástæða ti! þeirra nú. Stríðið stendur ennþá yfir. Móti þeirri stefnu stjómarinnar, að uppfylla skyldur þessa lands við brezka ríkið, höfum vér alLs ekki lagt. Vér höfum veitt þeirri stefnu fylgi og því er engin ástæða til að bera hana undir þjóðina. Og fyrir mitt leyti verð eg að segja, eítir þessum ástæðum, að eg trúi ekki aö stjóminni sé alvara, að stofna til nýrra kosninga, og ganga þar- með á bak orða sinna, jafnvel þó að nokkrir afvega leiddir ákafa- menn séit' því fylgjandi.” Njósnarar. Þegar fregnin um það barst vestur um haf, að Carl Hans Lody, sem einu sinni dvaldi í Omaha, hefði verið skotinn sem njósnari í Tower of London, fanst Banda- ríkja búum þeim sem þektu hann persónulega, sem deksta skugga styrjaldarinnar hefði að nokkru leyti borið yfir þá; og þeim fanst það svo ósennilegt, að margir létu scgja sér það tvisvar áður en þeir trúðn. “Skotinn sem njósnari”. Þessi orð gagntaka jafnt öldunginn sem skóladrenginn, svo b'.óðið sýðk ur í æðunum ef þeir eiga nokkra agnar ögn af ímyndunarafli og æfintýraþrá. Fátt þykir fyrirlit- legra en það, að vera njósnari. En hitt er þó engu að síður víst, að hvort sem þjóðirnar eru að búa sig til stríðs, eða eftir að út í stríð er komið, þá getur enginn maður betur sýnt þjóðrækni og ættjarð- arást, en með þvt að gerast njósn ari og fáir eru í annari eíns hættu staddir. Það sannast máske betur á þeim en nokkrum öð’rum, að “verður það oft þá varir minst, vofeifleg hætta búin finst”. og fá störf eru þjóðinni sem unnið er fyrir jafn dýrmæt og þau, sem njósnarinn innir af hendi, þótt hann sé fyrirlitinn af flestum og fáir vilji við hann kannast. Hegningin sem liggur við njósn- um, er slíýrt ákveðin í herlögum þjóðanna. Þar gildir einu hvort sá sem sekur finst er ungur eða gam- all, karl eða kona. Hver sem vinnur að því á laun, á ófriðartxm- um, að koma skeytum þess eðlis, frá einum óvini til annars, að þau megi verða hinum að liði í ófriðn- um, er dauða sekur. Það eina sem liann á heimting á er það, að mál hans sé rrannsakað' samvizkusam- lega. Og jafnvel þó að hann sé dæmdur fyrir herrétti og skotinn, og það komi seinna í ljós, að mað- urinn hafi verið sýkn, þá er engra l>ófra að vænta fyrir rangdæmið. Jafnvel á friðartímum mega njósnarar vænta harðrar refsingar ef upp um þá kemst. Hjá öllum stórþjóðum liggur þung refsing við því, að ná í upplýsingar um herbúnað í laumi fyrir aðrar þjóð- ir. f Englandi er það talinn glæp- ur og liggur ’við margra ára fang- elsisvist og eins er í Þýzkalandi. f Bandaríkjum er það glæpur, að taka myndir af eða gera teikning- ar af víggirðingum þar. Wilson bannaði flugmönnum aðl fljúga yfir Panama skurðinn og ritstjóri mánaðarrits var kallaður fyrir lög og dóm fyrir að láta rit sitt flytja myndir af skurðinum sem teknar höfðu verið í loftfari. Frakkar og Englendingar hafa um langan tíma óttast. að þýzkir njósnarar væru á annari hverri þúfu í þeirra lönd- um. Það hefir verið hlegið og Iient gaman að þeim ótta, sem víða hefir ríkt í Bandarikjum fyrir japönskum njósnurum, og margir Englendingar hafa haft gaman af njósnara óttanum þar í landi. En samkvæmt skýrslu stjórnarinnar þar, hafa 120,000 grunsamir út- lendingar verið skráðir og af þeim hafa 342 manneskjur verið settir í fangélsi og það er sagt að enginn minsti vafi geti á því leikið, að tnargir þeirra séu sekir. thugun arverðara en þetta er þó það, að skömmu eftir að stríðið byrjaði, komst það upp, að þýzkur njósnari var í berzka sjóliðinu. Hann sím- aði frænda sínum í Berlín allar fréttir sem hann gat náð i og hann kom heim til hermáladeildar stjórnarinnar. Það virðist þvi ekki ólíklegt, að “Bulwark” hafi sokkið fyrir tilstilli þýzkra njósnara. Engin þjóð hefir jafn fjölmenn- ar og vel æfðar njósnarasveitir og Þjóðverjar. Til dæmis má benda á það, að örfáum dögum eftir að brezka stjómin hafði fullyrt, að hún hefði klófest alla þýzka njósn- ara innan ríkisins, vom mörg skip þeirra sprengd í loft upp, verðir skotnir, sendibréf og fregnmiðar sem höfðu inni að halda mikiívæg- ar upplýsingar fyrir Þjóðverja, náðist af tílviljun, en þýzk herskip komust slysalaust fram hjá varð- skipum og það á þeim slóðum sem hafið var stráð timdurduflum. Þau senda skeyti sín á land í Sufolk og komast heilu og höldnu til baka. Brezka stjómin veit hvetnig sumar af þeim upplýsingum, sem Þjóð- verjar urðu að fá til þess að geta þetta, komust til þeirra. Að vísu hafa sökudólgamir enn ekki náðst og þeir leika lausum hala. “Hlut- lausú” fiskisldpi. voru gefnar bend- ingar þegar skyggja tók. Þessar THE DOMINION BANK rnr WHOKD B. MLU, M. T„ Twm W. D. MftTTHKVB .Vtw-Pm. C. A. BOGERT. General M»ua*er. w NOTIÐ PÓSTINN TEL BANKASTABFA. j>ér þurflC eklcl a5 gera yCur Íer8 tll borgar U1 a5 fft pen- inga út ft ftvlBun. leggja Inn penlnga eCa taka ÚL NotlC p6at- inn I þess staC. YCur mun þykja aCferC vor aC sinna bankaatörfum bréf- lega, bæCl ftreiCanleg og hentug. Leggja mft inn peninga og taka flt bréflega ftn tafar og ftn vanskila. KomtC eCa skriftC rftCsmannlnum efUr nftkvæmum upplys- ingum viCvikJandi bréflegum banka viCsklftum. Notre bame Branch: W. M. HAMILTON. Munagei. MLIUHK BBANGH: J. UBUUiLE. Msaacer. bendingar voru gefnar með ljós- um sem raðaö var í glugga á efra lofti í litlu húsi sem stóð skamt frá ströndinni. Óðara en skipið hafði fengið þessi ljósaskeyti hélt það áleiðis til Hollands. Á þessu skipi var einnig dúfnaskýU, þannig fyrir komið, að það hefði ekki fundist l>ó lauslega hefði ver- ið leitað á skipinu. Fám stundum eftir að dúfunni var slept lausri, voru allar fregnir sem njósnarar þýzkara höfðu komist eftir, komn- ar í hendur þeirra sem gátu fært sér þær í nyt. Þessi skollaleikur var leikinn í marga daga. En þeg- ar launráðin komust upp, voru all ar ferðir um Norðursjóinn bann- aðar. En njósnaramir náðust ekki Lord William Cecil segir svo frá, að þýzkur njósnari hafi að minsta kosti einu sinni afstýrt áhlaupi, sem ensk flotadeild ætlaði að1 gera á aðra þýzka. Nokkrum enskum sjómönnum hafði lent saman við öldrykkju. Stríðið og aðgerðir enska flotans bar þar á góma. Þótti mönnum, sem enski flotinn hefði til lítillar frægðar unnið; aðrir kváðu hann liafa fullnægt vonum manna og vel það og til að styrkja málstað sinn, sagðist einn sjómaðurinn vita það með vtssu, að nú væri ensk flotadeild á leið- inni þangað sem hann til tók og mönnum var kunnugt um. að þýzk herskip höfðu tœkistöð sína. “Þiö skuluð sjá hvemig fer þegar þau hittast”. Skömmu seinna. var veitinga- húsinu lokað. Einn úr hópi þeirra er tekið hafði þátt í samræðunni um aðgerðir enskaflotans, tók reið- hjól sín og hjólaði til strandar. Þetta var um kveld og á hjólun- um var óvenjulega sterkt ljós. Þegar maðurinn hafði hjólað litla stund á sjávar ströndinni, fór hann af baki og hleypti loftinit út úr slöngunni á framhjólinu. Hann lét svo sem gat hefði gomið á slönguna og þóttist leita að því, finna það og gera við þaö. Á meðan hann var að þessu, gekk hann oft fyrir ljósið. Stundum virtist hann þurfa að flýta sér, stundum staðnæmdist hann góða stund beint fram undan ljósinu. Þegar hann þóttist búinn að gera við gatið á slöngimni, fylti hann hana aftur með lofti og hjólaði til borgar. En þegar hin brezka flotadeild kom þangað sem þeir áttu von á að skip Þjóðverja væru fyrir, vora þatt öll á bak og burt. Hjólreiðamaðurinn var þýzkur njósnari. Hann ritaði skeyti sitt með löngum skuggatímabilum og stuttum, eins og símþjónninn ritar sín skeyti með löngum strykum og stuttum. Þýzkur kaffari hafði beðið skamt frá landi og tekið á móti skeytinu, Það er auðvelt og hættulítið að senda boð með ljósum og skugg- um til skipa sem bíða eftir þeim. Meira hugrekki þarf til að hafa flugvéla bækistöð í landi óvina sinna og njósna þann veg. Þéssi njósnunar aðferð er alveg ný og eflaust geta flugmenn grafið margt npp. sem enginn annar gæti kom- ist eftir. Sem sönnun þess, að Bretar eru hrædtíir um, að þess konar njósnarar hafi bækistöð sína á brezku eyjunum, má geta þess, að stjómin hfir heitið $500 verð- launum fyrir upplýsingar er leitt geti til þess, að slík flugvélastóð finnins. Það er haldið að Þjóð- verjar hafi þess konar stöðvar ein- hvers staðar í Skotlandi, en hefir þó enn ekki fundist. Þessi grun- ur hefir kviknað vegna þess, að svo oft hafa sést óþektar flugvél- ar á sveimi yfir norður hluta Bret- lands. , .Njósnarar vinna sjaidan jafn op- inberlega og nú hefir verið á vik- ið. Oftast nær þræða þeir svo krókóttar leynigötur, að sjaldan kemst upp um þá nema óvænt og óvenjuleg atvik beri að höndum. Fáir mundu vera svo skarpskygnir, að að sjá nokkuð gmnsamt við einfaldar landlagsmyndír gjörðar með blýanti. Vegna þess, að eng- an grunaði þetta, var það að minsta kostt í upphafi ófriðarins, að Þjóðverjar komtt nákvæmum skýrslum tií þýzkalands, um vig- girðingar og vigbúnað óvinanna með einfðldum og illa gerðum landlagSmyndum á bréfspjöldum, svipuðum þeim sem daglega eru til sýnis t búðagluggunum. En i höndutn hermálastjómarinnar þýzku, eru þessi meinlausu og marklausu bréfspjöld nákvæmlega athuguð, en það er ekki fyrir listagildi þeirra. Lág, aflíðandi hæð eða lítill hóll á ntyndinni, merkir víggirðingu; einföld vír- girðing merkir gaddavírsvíggirð- ing; smárunnur á iiæ'oabrúnlnni merkja fallbyssur og stór tré tákna ytri víggirðingar. Þannig sendir njósnarinn nákvæma lýsingu af víggirðingum með einfaldri og. meinlausri landslags mynd. Svipuðu táknmáli, þó annarar tegundar sé, hefir verið beitt í Belgiu og á Frakklandi. Banda- menn veittu því eftirtekt, að víða höfðu verið teiknaðar krítar mynd- ir af kúm á girðingar og húsveggi. Þessar myndir eru gerðar eftir vissum reglum, en ekki hafa banda- menn enn lært að lesa það mál. Hitt er þó víst, að mynd af kú, sem teygir upp halann og af ann- ari sem hengir hann niður, þýðir sitt hvort. Einnig var víða á landamærum Frakklands fest upp spjöld, sem virtust vera sápuaug- lýsingar frá alkunnri þýzkri sápu- verksmiðju; en þessar auglýsing- ar voru ekkert annað en uppdrætt- ir af víggirðingum, skýrslur um vistaforða og annað sem Þjóðverj- um mátti að haldi koma þegar þeir komu inn í landið. Mörgum öðrum brögðum er beitt, sem erfitt er að skilja. Föt þarf að þvo og þau eru þvegin jafnt á ófriðartímum sem á friðar timum. En það er hægt að láta föt á þvottasnúm tala. Þá má tala við fólk í mikilli fjarlægð með vængjum á vindmillum. Það má 'hjálpa til að sigra heilan her og brjótast inn í borgir með því að þvo glugga í húsi. Njósnárar geta verið á hverju strái og sjaldnast er hægt að þekkja vin frá óvini. Þannig kom það í ljós í npphafi ófriðarms, að rnarg- ir franskir liðsforingjar og aðrir hermenn voru þýzktr njósnarar. Einu sinni var brezkur maður að flytja liði sínu skotfæri. A leið- inni mætti hann brezkum liðsfor- ingja í bifreið. Hann sagði aö leiðin fram undan væri ekki óhult. “Farðu veginn til vinstri”, sagði hann, “og þegar þú hefir fariö 10 mílur, þá skaltu beygja af til hægri.’ Með þessi orð á vömnum þaut hann í burtu á bifreiðinni sem fugl flygi. Skömmu seinna mætti ltann brezkri herdeild - og varð ’hann að stanza. Hann talaði að vísu ensku sem innfæddur maður, en þetta var þýzkur njósnari og var skotinn þar sem hann stoð. En á þeirrí leið voru Þjóðverjar fyrir sem hann afði ráðlagt mann- inum að halda. Fyrir fáum vikum fréttist það, að á Orleans eyjunni t St. Law- rence fljóti hafi fundist stein- steypu stöplar, sem stórar fall- byssur mætti setja á, ef á þyrfti að halda. Þýzkur maður keypti landspildu á eynni fyrir tveim ár- um og reisti þar steinsteypu verk- smiðju.. A þessari landspiidu og skamt frá verksmiðjunni fanst steinsteypustöpullinn. Með fáum fallbyssum má hefta alla umferrð um fljótið. , NORTHERN CROWN BANK AÖALSKRIFSTOFA I WINNIPKG Höfnðstóll (löggiltur) - - - $6,000,000 Höfuðstóll (greiddur) - - - $2,850.000 STJÓRN ENDIIR : Formaðni' . - - - - _ - - Sir I>. H. McMILLAN, 1C.C.M.G. Vara-formaðiU’ - Capt. WM. ROBINSON Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION W. J. CHRISTIE. A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVEL Allskonar bankastörf afKreiiltl. — Vér byrjum relknlnga vIS eda- stakllnga eða félög og sanngjarnlr skilmálar vetttir. — Ávísanir seldar tll hvaSa staðar scm er á Islandi. — Sérstakur gaumur geflnn spari- sjóðs innlögmn, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar vlU á liverjiim scx mánuSnra. T E. THORSTEINSSON, RíS.-aSar (’oi'. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Ma». Liege var sigruð með 42 centi- metra fallbyssum. Þjóðverjum var vel kunnugt um varnir þeirr- ar borgar, því að þeir höfðu hjálp- að til að reisa víggirðingamar. Ein af þessum stóru fallbyssum var sett á steinsteyptan stöpul, sem bygður hafði verið löngu fyrir fram á landspildu sem þýzk verk- smiðja átti. Skotmálið hafði þann- ig verið melt löngu áður en stríðið byrjaði. Þar fóm því fá skot til ónýtis og ekki var lengi verið að hitta skotspóninn. Eft r að þetta komst upp. tóku bæði Frakkar og Englendingar cftir þvt, að verksmiðjur, sem Þýzkarar áttu bæði á FraJcklandi og Skot- landi, voru bygðar á steinsteypt- umi grunnum, sem nota mátti til að setja á hinar stærstu fall- byssur. Bréf, sem fara á miíii njósnara og aðstoðarmanna stjómarinnar, eru oftast eins og flókin gáta eða meinlaus skrif. Setjum svo, að bréf sem félli i óvina hendur væri á þessa leið: “Verð að afturkalla pöntunina. Jóhann mjög veikur. Tapað fjórum dögum. Fer innan skamms.” Það virðist ekki mikið athugavert við þetta bréf, en þó var það einmitt þessu líkt bréf, sem var aðal sönnunargagnið gegn Lody. Þannig vinna njósnarar og þann- ig mistekst þeim. Lody þóttist stundum vera Ameríku maður, talaði ensku reiprennandi, var gagnkunnugur í Bandaríkjunum og hafði jafnvel ameriskt vegabréf, sem hann hafði stolið og gekk þá ttndir fölskit nafni. Hann komst þannig til Forth Bridge, Liverpool, Dublin og víðar. Hann njósnaði um brezka flotann, komst að því að hvorki varð Englan,ds banka né þinghúsinu grandað með Zeppelíns kúlum, því að báðar þær! bygging- ar eru varðar traustu vimeti og kom nákvæmum skýrsltim um alt þetta til hermálastjómarinnar þýzku. Lody færðist of mikið í fang, eins og fleiri sem stimda samskon- ar atvinnu. Því er hann horfinn og bráðum gleymdur. Hefir jörðin sál? (Framh.) Eins og likami vör er jörðin úr föstum, fljótandi og loftkendum efn- um, í margvíslegum samböndum og flækjflm. Hún liðast og greinist í margvíslega parta, stóra og sntáa, einfalda og samsetta. Inst er jarð- kjaminn, sem að líkindum er bráð- inn, þá jarðskorpan, hafið, andrúms- loftið, hinn lífræni heimur, þar t jurtaríkið, dýraríkið og mannkynið; hvert þessara ríkja greinist aftur í einstakar verur, jurtir, dýr og menn. Og þó er þetta í raunini ekki aðskil- ið, heldur tengt órjúfandi böndtitn jarðarheifdarinnar. Þá má og þýða björg og steina móti tönnum og beinum kvikinda að því leyti, að þessi “foldarbein" veita hinum hreyfanlegu hlutum jarðar hakl og form er þeir færast úr atað- t aðalatriðunum eru þessar hræring- ar reglubundnar; svo er um flóð og fjöru, aðalstrauma hafsins, fljótanna, loftsins, um alt það er stendur í sambandi við árstíða og dægraskift- in, um sambönd hins lífræna og hins ólífræna, jurtaríkis og dýrarikis, og algengustu atburðina í lífi jurta, dýra •>g manna; en því nánar sem vér gá- um að einstökum atriðum, því meiri fjölbreytni, frjálsræði og breytíng finnum vér,. 1 störfum jarðarinnar má greina stærri og minni hringrásir og tíma- bil eða skeið, eins og í lífstörfum lík- ama vors, en hringrásir hans og skeið eru ekki annað en greinar af hriug- rásum og skeiðum jarðarinnar. Eins og vér, á jörðin Viðskifti við umheim, er hefir áhrif bæði á ytri hreyfingar hennar og innri störf, en hún sýnir sjálfstaklingseðli sitt í því, hvernig hún verður við þessum á- hrifum að utan og hagar sinum innri störfum á sérkennilegan hátt. Þróunarsaga jarðar er og svipuð likama vors að þvt, að hún (eftir skoðttnum núttðarmanna) er af sprengi stærri hnattar og hefir með fulltingi þeirra afla er í henni bjuggu tekið á sig Iögun sína og greinst í aðalhluta, en heldur síðan áfram að smábreytá mynd sinni og vinna betur úr efnum stnum; starfa þar saman ytri öfl og innri, efnin em á sífeldri hringrás og stöðugt koma fram nýjar myndir og mynd- breytingar; upptök og framþróun líf- veranna á jörðinni og allar þær breytingar, er mennirnir og aðrar lif- ándi verur hafa þar valdið, eru þáttur í framþróun jarðarinnar, eti það sem myndast þannig í jörðinni, skilur ekki fremur við hana en það sem vex í líkama vorum við hann. Þau líffæri líkama vors er standa t nánustu sambandi við sálarlífið. heilinn og skynfærin, eru efst 4 hon- um og í yfirborði hans. Eins er um jörðina. Hið lífræna ríki með mann- kyninu og öllum þess viðskiftum, er á yfirborði jarðarinnar. Þó að svona likt sé nú ákomið með Hkama vorum og jörðinni í öll- um þessum atriðum, þá eru þau í ýmsum greinum gagn-ólík, sem kem- ur af því, að líkami v'or er partur af líkama jarðar og störf hans að eins einn þáttur í störfum jarðarinnar. Parturinn getur likst heildinni, en aldrei verið henni að öllu líkur. Aðalmismunurinn er nú sá, að jörðin hefir á margfalt æðra stigi þá eiginleika, er vér teljum oss helzt til giklis. Einn af þeim er sjálfstæði gagnvart Öðrum verum. Jörðin er að eins háð öðrum himinhnöttum og þó í fáum greinum. En alt, sem vér þtirfitm að sækja út fyrir sjálfa oss, loft. vatn, hvers konar fæðu, félaga o.s.frv., hefir hún í sér. Hringrás- irnar í Hkama vorutn ertt ekki sjálf- um sér nógar, vér getum ekki lifað án efnaviðskifta við umheiminn. En það getur jörðin. Hún er sjálfri sér nóg í óteljandi atriðum, þar sem vér verðttm nálega alt að sækja til henn- ar. Ytri sambönd v'or eru innri sam- bönd hennar, efnaskifti vor við t»m- hverfið eru efnabylting í Hkama B—11, neðansjávar tundurbátur Breta, er stakk sér undlr tundurdufla- garC mnrgfaldan t Dardanelln nundt og eyCllagCl tyrkneskt herskip.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.