Lögberg - 22.07.1915, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.07.1915, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1915 3 Kaupið ELDSPÍTUR eins og þér munduð kaupa aðrar nauðsynja- vörur—með tilliti til hagnaðar. Þegar þér kaupið Eddy’s Eldspítur oá fáið þér fullan kassa af áreiðan- egu kveikiefni. Biðjið um EDDY'S “SILENT PARLOR” ELDSPÍTUR ♦♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+-♦<+♦+♦++ Flytjanleg, bárótt kornbúr + Að þau hafi verið notuð í 12 ár, + er bezta sönnun fyrir gæðum þeirra X Vér höfum reynzluna; þér þurfið + engar tilraunir að gera. + Skrifið eftir fullum upplýsingum. J Winnipeg CeiJing & Roofing Co., Ltd. + P.O. Box 3006 L. Winnipeg, Man. + ++++♦+♦+++++++++++++++f+++++♦+++++♦+++++♦+++f+f+f4- Luther Burbank og lífsstarf hans. Plöntu kynbsetur. Fianileiðsla nýrra teguntla í jnrtaríkinu. Það er nú orðið alkunnugt, að gera má kynbætur í jurtaríkinu engu sður en í dýraríkinu og jafnv'el að framleiða megi nýjar plöntutegundir. Ekki veit eg samt til, að þetta hafi ?eynt verið hér á landi. Þó er þetta þýðingarmeira atriði en mörgum kann að virðast við fyrstu umhugs- un. Árangurinn af þessu kynbóta- starfi í jurtaríkinu hefir hjá sumum orðið geysimikill. Einkum hefir Amerikumönnum, sem við þetta hafa' fengist, orðið mikið ágengt. Til dæmis má nefna Niels E. Hansen prófessor í jurtafræði við landbúnað- ar háskólann í South Dakota i Banda- ríkjunum. Hann sótti harðgerða villitegund af lúsernum til Norður- Asiu, blandaði henni við ræktaðar lúsernur og fékk svo út af því kyn- blending, sem reyndist miklu nytja meiri en hinar upprunalegu tegundir. Með þessu tókst honum að fram- leiða nýja tegund af lúsernum. Svo mikinn árangur hafði þetta kynbóta- starf hans, með þessa einu tegund, að jarðeignir í Bandaríkjunum eru nú taldar 2000 miljónum króna v’erð- meiri en þær voru áður. Þá má nefna hollenzka grasafræð- inginn Hugo De Vries, sem talinn er frægasti grasafræðingur í Evrópu. Einkum hefir hann fengist við kyn- bætur á blómjurtum og orðið tals- vert ágengt. Fyrir nokkrum árum sá eg í einhverju blaði, að einn blómalaukur í hans kyni, var seldur frá Hollandi fyrir 6,000 kr. og er það sá dýrasti blómlaukur, er menn vita til að seldur hafi verið. Luther Burbank er orðinn heims- frægur maður og má segja að hann standi einn í sinni röð í heiminum. Þó að fleiri hafi fengist við sams- konar starf og hann o^ það með góðum árangri, þá hefir samt eng- iþn náð eins frumlegri aðferð, eða getað framleitt eins margar tegundir og hann. í bók, sem kom út fyrir þremur árum, “New Creations in plaht Iife,”'sem er um lífsstarf Bur- banks, er þess getið, að hann sé búinn að framleiða yfir hálft þriðja þúsund af nýjum tegundum. En eg hefi séð það í ritum þeim, sem Burbanksfélagið gefur út á hverju árið, að alt af bætast við nýjar teg- undir á söluskrána, sem panta má eftir. __Eg vil með fám orðum minnast ofurlitið á æfiatriði Burbanks. Hann er fæddur 7. Marz 1849 í borginni Lancaster nálægt Boston. Faðir hans var af enskum ættum, en móð- ir hans var af skozku kyni, göf- ug og mentuð hjón. Sérstaklega var móðir hans hneigð fyrir blóm- rækt og næm fyrir allri náttúrufeg- urð. Margar sögur eru um Bur- bank frá uppvaxtarárum hans, sém benda á það, hve snemma hugur hans hneigðist að blómum og trjám, fjölbreytni náttúrunnar og uppfind- ingum. Um tvítugt yfirgaf hann æsku- stöðvar sínar og fór suður til San Francisco i þeim tilgangi að setjast þar að og byrja á garðyrkju. En Burbank varð, eins og margir aðrir ágætismenn heimjsins, að ganga í gegnum margar þrengingar áður en hann kom áformi sínu í fram- kvæmd. Hann varð ekki að eins að þola örbirgð og skort, heldur og ómilda og ranga dóma þeirra, er ekki skildu hann. Hann ferðaðist víða um California, en gekk illa að fá vinnu og eyddust því skjótt pen- ingar hans, er hann hafði haft með sér að heiman. Og svo fór um síðir, að hann gat ekki borgað fyrir sig húsaleigu og varð um tíma að sofa í hænsnakofa. Á meðan hann hélt til í kofa þessum, veiktist hann af sólsting, og urðu þá fáir til að hjúkra þessum einmana útlending. Fátæk kona úr nágrríininu kennir í brjósti um hann og færir honum mjólk á hverjum degi; en hann bannaði henni að gera þetta, þvi hún mundi aldrei fá það borgað. En konan hélt áfram að gefa hon- um mjólkina og bjargaði þannig lífi hans. Svo reis hann aftur við af sjúkra- beði og lagði á stað tómhentur með veiklaðan líkama, en með sterkan og óskiftan hug. Hann fór viða um og smám saman unnust hon- um inn svo miklir peningar, að hann gat um síðir byrjað á sjálf- stæðu starfi. Hann trygði sér land- spildu og kom á fót gróðrarstöð, sem síðar varð svo fræg fyrir þær kynja tilraunir, er þar fóru fram, að vísindamenn telja, að með henni byrji nýtt tímabil í jurtaríkinu. Mikinn misskilning og umtal vakti aðferð Burbanks fyrst í stað hjá þeim, er ekki höfðu séð til hans eða skilið hann, og varð hann því fvrir ómildum dómum. Hann var álitinn einhver kynjavera , sem byggi til allskonar ónáttúrlegar Iífmyndir og tæki jafnvel fram fyrir hendurnar á guði. Aðferð Burbanks verður varla í stuttu máli betur lýst en með vísuhendingum þessum eftir Stephan G. Stephansson: “Að umskapa’ ið bezta’ í ið betra, að byggja upp það farsælast er”. Meginregla hans er úrval — úr- val lið fyrir lið. Hann gerir þetta á þrennan hátt: 1. Að gera umbót á gömlum úr- valstegundum, ávöxtum, blómum, grasi, trjám og garðmeti. 2. Að blanda saman ræktuðum og óræktuðum plöntum. 3. Að búa til eða framleiða al- gerlega nýjar lífmyndanir, sem áður hafa v'erið með öllu ókunnar og er það aðalatriðið. Einnig notar hann ágræðslu aðferðina, eins og drepið verður á síðar. Kynblöndun jurta er ekki ný kunnátta, en vanalega hefir það ver- ið í smáum stíl og með fáar teg- undir. Burbank sá snemma að þetta var seinunnið verk og tók upp of langan tíma. Það tekur langan tíma að framleiða nýjar plöntur með úr- vali og kynblöndun, jafnvel 20 ár, en eftir því gat Burbank ekki beðið, enda þótt undirstöðuatriði hans væri alt lirval. Hann velur úr hundr- uðum eða þúsundum, tekur af þv'í työ úrvöl og kemur þeim í frjóvg- únarsambönd og tekur svo úrvals afkvæmi þeirra til frekari tilrauna. Þessa aðferð notar hann einnig, þegar hann tekur ósamkynja teg- undir til meðferðar og þá er það, að hann fær fram nýjar tegundir, áður óþektar heiminum. Þetta hefir Burbank hepnast svo vel, að öll hans nýju afbrigði skra langt fram úr gömlu tegundunum, bæði að feg- urð, þroska og frjósemi. Þó er einna mest um vert, hvað þessar tegundir hans hafa verið fljótar að v'axa—hvað fljótur hann hefir verið með hverja frjóunar hringferð. Sýnist hann í þessu hafa komist inn á nýja aðferð, sem öðr- um er ekki kunn, nema ef til vill þeim, er hjá honum hafa lært. Margt af ávaxtategundum hans hef- ir náð margfaldri stærð á við upp- runalegu tegundirnar, eins og strand- plóman, sem er sögð 10 sinnum stærrri en vanalegar plómur og vaxi í ófrjóvum jarðvegi og óblíðu lofts- lagi. Hann tók til meðferðar ame- ríska villiplómu, japanska plómu og apríkósu. Þessar þrjár tegundir braut hann saman og ávöxturinn, sem hann fékk út af þessu, v'ar frá- brugðinn að samsetningu, lit og bragði, öllum áður þektum ávöxtum. Mjög er Burbank vandur að ætt og kynþróun tegunda þeirra, er hann tekur til meðferðar. Hann veit að hver þeirra á að taki sér langa og breytilega sögu, fulla af reynslu og tilviljunum, eins undarlegum og margbreyttum eins og á sér stað hjá manninum. “Ekki er gott”, seg- ir hann á einum stað, “að byggja traust á þeim manni, sem rakið get- ur syndaferil ættar sinnar langt til baka; hann hlýtur að vera háður óhamingju ættar sinnar. iAlt af geta einhver óhöpp borið honum að höndum, ef ekki dauði, þá óstjórn- legar tilhneigingar eða ótti, ofsa- fengin ást, , óstjórnlegt hatur eða þá alger lífsstefnubreyting með snögg- um afbrota-umskiftum. Svo er og með plöntuna þó í vægara skilningi sé þá er hún að sínu leyti á eins þýðingarmikinn hátt háð mistökum og lamandi áföllum hips liðna Að þessu leyti er líkt á komið um mann- innl og jurtina. Upprunalegum á- föllum og eftirkomandi breytingum getur fylgt andverkun og afturhvarf á vissu stigi í hverju sem er, en eins og þolgæðisumhyggja, þolinmæði og skynsamlegur lifnaðarháttur og æðri aðstoð, geta hjálpað manninum til baka og stutt hann á betrunar- skeiði hans, svo er og um jurtina frá fyrstu tilveru hennar, hún nær að lokum fastari rás á nýrri braut og heldur áfram að auðga heiminn og gera hann dásamlegri. Ný tré. Þúsundir manna heimsækja Bur- bank á hverju ári, þar á meðal margir vísindamenn. Fjöldi fólks sækir um að fá að vinna við gróðr- arstöð hans, minsta kosti tima og tima, þar á meðal ungir menn er lokið hafa námi á háskólum. Ame- ríkumenn skammast sín ekkert fyrir það, þó háskólagengnir séu, að leita sér fræðslu hjá sérfræðingum, þó þeir séu ekki “innstimplaðir” með háskólaprófi, eins og lítilsháttar hef- ir orðið vart hér á landi. En Bur- bank er vandur i vali manna eins og með plöntnrnar sinar. Þeir mega ekki brúka tóbak eða neyta neins á- fengisvökva. Þeir v'erða ekki að- eins að kunna verkið, heldur lika að bera innilega og næma hluttekningu fyrir sjálfu verkinu. Það er því ekki öllum inngöngu auðið. Einu sinni heimsótti Burbank á- hugamikill trj áræiktarmaSur, sem vakti máls á því, hvort ekki mundi hægt aS koma viS kynbótum á trjám meS úrvali og vixlfrjóv'un fCross- fertilizationý. Hann spurSi Bur- bank hvort hann mundi geta komiS viS samskonar kynbótum á trjám, eins og á öðrum tegundum í jurta- ríkinu. En þá kom til greina, hvort þessar tilraunir þyrftu aS ná yfir marga liSi, því jafn seinþroska og tré eru aS eSli sínu, mundi sá maS- ur, sem byrjaSi á tilraununum, fyrir löngu tlauSur, áSur en verulegur á- rangur yrSi sjáanlegur. En Bur- bank gat svaraS spurningunni. Hann þurfti ekki annaS en benda gesti sinum á trjáröS fyrir framan húsiS hans, Santa Rosa. Svo heitir bústaSur Burbanks. Tré þessi eru há, tignarleg og fögur ásýndum og breiSa vítt út limríkar greinar. Tré þessi sanna aS tilganginum hefir veriS náS, þau eru árangur af kyn- bótum og úrvali. Fljót hafa þau veriS aS vaxa, aS eins 14 ár, og eru því frá hagfrælSissJjón,ármiSi þýS- ingarmikil. Burbank hafSi fyrir löngu síSan tekiS eftir því, aS mögu- leikar voru til staSar, aS gera um- bætur á vissri tegund Valhnotutrjáa. Hann tók fyrst til reynslu enska val- hnot og algenga Californi brúnval- hnot, fékk svo út af þeim fræ, valdi svo úr því þaS allra bezta og hélt svo áfram koll af kolli þangaS til hann hafSi fengiS þaS kynblendings- fræ, sem nálgaSist mest hugsjón hans og hann þorSi aS treysta. 6 tré hafSi hann gróSursett í harSa jörS fyrir framan húsiS sitt og voru þau ekki talin njóta neinnar sérstakrar aShjúkrunar—voru alger- lega látin eiga sig. 14 ár liSu og ár- iS 1905 voru trén orðin nálægt 80 fet á hæS og greinaummál þeirra nálægt 75 fet, en bolurinn 3 fet aS ummáli, 12 og 15 fet upp frá jörSu og neSstu greinarnar litiS eitt grennri. ViSur- inn í trjánum er meS fíngerSum æS- um mjög, harður og þéttur í sér, gljáandi og tekur ágætlega póleringu. ViSurinn þykir mjög hentugur í inn- anhússmuni og hverskonar skraut- gripi úr tré. Hinumegin viS gangstíginn hjá húsi Burbanks stendur önnur val- hnotutrjáröS, sem sett var niSur fyr- ir 31 ári. Þau höfSu fengiS rúmlega helmingi lengri tíma til aS vaxa en trén hinumegin viS stiginn. Þau vöru 20 fet á hæS og bolur fieirra 6—8 þumlungar aS þvermáli. Þessi tré heyra til gamla tímanum, en trén hinumegin viS stíginn heyra til fram- förum nútímans. Á 14 árum uxu þessi tré sex sinnum eins mikiS og gömlu trén á 30 árum. Þessi nýju tré nefnir Burbank Paradox, en þessi Paradox er sérstaklega vel fallin fyrir Californiuloftslag, þar sem vetrar eru mildir. Hann vildi því koma sér upp annari trjátegund, sem væri eins viðagóS og eins fljót aS vaxa, sem væri svo harSger, aS þola hv'aSa loftslag sem er, eins og NorSurlanda brúnvalhnot. Hann tók því innlenda Californiu brúnvalhnot Ný-Englands brúnvalhnot, framleiddi af þeim nýjan kynblending, sem hann nefndi “Royal”. Þessi tegund hefir einnig reynst vel. ÞaS er ekki aS eins prýSi og feg- urS aS þessum nýju trjám, þau hafa líka afarmikla hagsmuna þýSingu. ÞaS er gert ráS fyrir þvi, aS 12 ára gömul tré gefi af sér 300 fet af timbri, en 1000 fet af timbri kosta frá 200—700 dollara eftir gæðum. Ef aS bóndi ræktar brúnvalhnot á 160 ekra landi, þá fengi hann í upp- skeru eftir 12 ár alt aS 460,000 doll- ara, eSa rúmlega hálfa aSra milj. kr. fyrir utan allan utanafgang. Auk þessa hafa þessir nýju kynblending- ar boriS miklu betri og verSmeiri hnetur en hin upphaflegu móSurtré. SíSarnefnda tegundin, Royal, hefir reynst vel í óblíSu loftslagi, en þaS hefir komiS fram seinna, aS hún er ekki eins fljót aS vaxa eins og sú fyrri, en miklu fljótari en vanaleg brúnyalhnot. ' Eg tel 'vist, aS þessi Royal tegund mundi þrífast vel hér á íslandi, svo framarlega sem nokkr- ar útlendar trjátegundir geta þrifist hér að nokkrum mun eSa til lang- frama. Hún vex vel í Nýja Eng- landi, sem eru fylki á norSaustur- strönd Bandaríkjanna, fyrir sujinan Lárents-flóann. Út af Nýfundna- landi, sem er fyrir norSan flóann, mætast tveir straumar, Golfstraum- urinn aS sunnan en Labrador eða ís- hafsstraumurinn aS norðan. Kastast þá kaldi straumurinn upp aS strönd- um Nova Scotia og suSur meS ströndum Nýja Englands ríkjanna og veldur miklum kulda og óbliSu vormánuðina og fram eftir sumri. A8 því leyti er ekki ósvipaS loftslag þar og hér á landi. Sú uppástunga hefir komiS fram hjá Amerikumönn- um, aS byggja tröllagarS austur af Nýfundnalandi, 300 mílur, eftir brún sem liggur þar í austur. Upp á þess- ari brún er ekki nema 30 til 50 faðma dýpi en feikna dýpi fyrir norðan brúnina. Ef þessi hugmynd Jtæmist i framkvæmd, mundi þaS breyta og bæta loftslagiS á norðausturströnd- um Ameríku og víSar, t. d. á íslandi og Grænlandi. Burbank hefir framleitt mesta fjölda af nýjum berjum og ávöxtum, sem skara langt fram úr hinum upp- runalegu tegundum, bæSi aS stærS og næringargildi. Hann hefir gróð- ursett tómata kvist á kartöflu-rót, tekið svo aftur kvist af þessum kvn- blending og gróðursett á tómata rót og fengiS út af þessu nýjan og mjög einkennilegan ávöxt. Einnig hefir hann komiS fram meS mikinn fjölda af skrautjurtum með nýjum litum og angandi ilmi, sem mikil eftirsókn er eftir í blómgarða. Þessar ilm- jurtir hafa líka sína þýðingu sem verzlunarvara. Af þeim er búin til ilmkvoða fextractý, en fyrir hver 30 gr. af þessari ilmkoSu fæst á ensk- um markaSi 18—26 kr. Einkenni- legur margbreytileiki hefir komiS fram á sumum afbrigSum Burbanks, eins og valniúu kynblendingunum. Þúsundir planta eru hver annari ó- líkar — blöðin á öllum sitt meS hverri gerS; hiS sama má segja um blómberja kvnblendinginn. ASur en Burbank fór suður til California var hann búinn aS fram- leiða nýja kartöflutegund, sem reynst hefir ágætiega og gerði uppskeru Bandaríkjamanna 60 miljónum kr. meira virði en hún var áSur. Síðan hefir hann gert margar tilraunir með kartöflur. Hann hefir safnaS aS sér kartöflum frá ýmsum löndum, bæði ræktuðum og óræktuðum. Sumar af þeim eru býsna einkennilegar; snák-kartöflur frá SuSur-Ameríku, 3 þumlungar á lengd og hálfur þuml- ungur á þykt. Arisona kartöflur, sem enginn mundi trúa aS væri kartöflur; sumar aS stærS og útliti sem rúsínur, svartar, rauðar. brúnar og ljósar. Kynblendingurinn, er hann hefir fengiS út af öllu þessu safni, er sagt aS þrífist í hvaða jarðvegi sem er, hafi gott mótstöSuafl móti sjúkdómum, þoli vel storrna og vel hæfur aS laga sig eftir umhverfinu. Þessar kartöflur eru sagSar frá- brugðnar öSrum kartöflum á hragS, Ijúffengari og hafi í sér mikiS sykur efni. Einnig hefir hann framleitt eina kartöflutegund, sem hefir 25 af hundraði meira af línsterkju en yanalegar kartöflur. En línsterkjan er ágæt v'erzlunarvara á heimsmark- aSinunr. Mikil eftirspurn er eftir þessum afbrigðistegundum Burbanks. Ár- lega fær hann um 40 þúsundir bréfa, sem hann þarf aS svara. Hajin er önnum kafinn frá morgni til kvölds og hefir afmarkaðan tíma fyrir hvert starf. Á kveldin gefur hann sig viS bókmentum og hlustar á hljómlist. Margar nýjar trjátegundir hefir Bur- bank framleitt og sumar þeirra þríf- ast hvar sem er á hnettinum, eða þar sem nokkur tré geta á annaS borS vaxiS. — Snemma á vorin, áður en laufknappar taka út aS springa, eru greinar skornar af ungum trjám, 3—• 5 ára gömlum, 2 þuml. á lengd meS 2—3 blómhnúta á hverjum bút. Svo eru þessir smákvistir sendir i þús- undatali víSsvegar út eftir pöntun- um. Svo þegar trén eru aftur orSin kvisti vaxin, er sama aðferSin end- urtekin. Á þennan hátt má fram- leiða þúsundir trjáa af einu tré. Út af einu plómutré, sem Burbank var lengi aS gera tilraunir meS, þar til hann var orSinn ánægSur meS þaS, eru nú komin miljón trjáa. ÞaS plómutré er líka orðiS mjög frægt. Eg get ímyndaS mér og hefi enda orðið þess var, aS sumir þeir er litið hafa heyrt Burbanks getiS, álíta þaS öfgakent, sem um hann er sagt. Þess vegn liefi eg veriS mér úti um áreiðanlegar sagnir merkra manna. Eg skal aS eins taka hér upp um- mæli eins manns, er allmargir ís- lendingar þekkja. ÞaS er hollenski grasafræðingurinn Hugo De Vries. Hann er talinn helzti grasafræSingur í Evrópu og hefir sjálfur fengist mikiS viS kynbætur á jurtum. Eftir aS De Vries hefir heimsótt Burhank og kynst verkum hans, fer hann um hann sv'o feldum orðum: “Engan mann í allri Evrópu er hægt aS taka til samanburSar viS Burbank. Eigi mun þess langt aS bíSa, aS hann verSi eins vel þektur og viSurkend- ur í California eins og hann er nú á meðal vísindamanna í Evrópu. Hann er óviSjafnanlega mikill hug- vitsmaður (genius).” Og enn fremur segir De Vries á öSrum staS: “Sérkennileiki Bur- banks er ekki aðallega fólginn í kyn- ferðilegu vali tegundanna, heldur og í aSferðinni, er hann notar viS þær. Og jafnframt því, er hann hefir náS hinni fullkomnustu aSferS, er árang- urinn svo afarmikill, aS þaS hlýtur aS vekja aðdáun alls heimsins. Plómurnar og sveskjurnar hans hafa sýnt svo mikla frjósemiseiginleika, aS þrátt fyrir mikinn tilkostnaS viS undirbúning og gróSursetningu, hafa þær getaS kept við Evróputegundir meS bezta árangri og gefiS ágætis árstekjur á stórum svæðum, sem áS- ur voru álitin lítt hæf til ræktunar. Svona breytilég framleiSsla hlýtur aS hafa mikil áhrif á vöxt og framgang jarðyrkjunnar og garSræktar. Svöna fyrirtæki gefur þúsundum manna at- vinnu og tækifæri aS fljótfengnum gróða.” AuSheyrt er hvaS mikiS De Vries hefir fundist til um Burbank á eftir- fylgjandi: “Blóm og ávextir Californiu eru ekki eins undraverð og blóm þau •og ávextir, er Burbank hefir búiS til; þau eru óviðjafnanleg. ÞaS sem kom mér til aS fara til Ameríku, var þaS, hð sjá þaS sem hann hafði gert. Honum hefir tekist aS koma kynbótum í jurtaríkinu aS ákveðnu takmarki. Slíkur dugnaður aS ná föstum tökum á jurtalífinu og slík þekking á eiginleikum náttúrunnar, virðist aS ei*s gefin þeim, er öðlast hafa vísdómsgáfu æðri köllunar. Hann stendur einn í sinni röB í þekkingu á náttúrunni og eSlisfræð- islegri meðferS og í því aS túlka möguleika hennar og krafta. Hann hefir nú þegar leitt til fullnustu meira verk á þessu sviði en nokkur annar maður, sem uppi hefir veriS. Og þegar öll kurl koma til grafar, þegar öll afreksverk hans verSa lýS- um ljós, mun ekki of sagt, að hann hefir unniS heiminum meira gagn, en allir aðrir til samans, er viS jurta- kynbætur hafa' fengist. Hann hefir gert meira í þvi, aS framleiSa nýjar nytjategundir, heldur en náttúran sjálf gæti gert, án hjálpar, á þúsund árum.” Margt fleira hefir De Vries lof- samlegt um hann sagt. Eitt af hinum merkustu og þýS- ingarmestu afreksverkum Burbanks er þyrnalaus kaktus. Þessi jurt hef- ir víða vaxiS i suðurlöndum og eru til margar tegundir hennar, en flest- ar meS þyrna'. hefir jurt þessi þvi oft orðið mönnum og skepnum aS tjóni. Kaktusinn cr notaSur til skepnufóSurs, þegar búiS er aS brenna af honum þyrnana. Burbank sá snemma, aS kaktusinn hafði mikla möguleika til aS taka umbótum. Nú er hann búinn. aS vera í 16 ár aS fást viS kaktusinn og er hann nú auglýst- ur til söfti hjá Burbanksfélaginu. Fyrsta sérstaka ritiS um kaktus fékk eg núna nýverið. Þyrnalaus kaktus tekur svo langt fram hinni uppruna- legu tegund, aS þar á er enginn sam- jöfnuður. Af spildu sem áSur feng- ust 10 tonn, fást nú 100 tonn. Þessi þyrnalausa tegund Burbanks er mjög lifseig og nægjusöm aö því er jarð- veg snertir, getur vaxiS í eyðimörk- um, söndum og klettagljúfrum; en frost þolir kaktusinn ekki nema 8— 10 stig og mikiS votlendi á illa viS hann. Hann er sérstaklega vel fall- inn til aS rækta meS honum þurar eySimerkur, því aS sagt er aS honum dugi aS fá Vökva tvisv'ar á sumri. Vitanlega gefur hann því betri upp- skeru, því hetri jaröveg sem hann vex í. Þaö er sagt, aS ef að eins allar ey'ðimerkur og óræktaS land á hnettinum væri ræktaS upp meS kaktus, þá yrSi þaS nóg til aS fæSa alt þaS sem á hnettinum lifir, bæSi menn og skepnur, þó aS talan tvö- faldaðist. Ein ekra alfalfa, sem er bezta fóðurjurt Ameríkumanna, fóSr ar eina kú, en ein ekra af fóður- kaktus fóðrar fjórar kýr. Á þremur árum nær kaktusinn 5—600 punda þyngd, fjögra ára gömul planta hefir náS sjö fetum á hæS. En kaktusinn er $nn í háu verði. Ein planta af fóður-kaktus kostar 60 cent, hundraS plöntur 40 dollara, en ein planta af ávaxta-kaktus kostar 2 doll, en ]00 plöntur 100 doll. Ávaxta-kaktus er allur nytsamur frá toppi til rótar, blöSin bezta skepnufóSur og ávext- irnir bezta manneldi, sykurríkir, holl- ir og nærandi. Kaktusinn hefir fjölda af þykkum blöðum. Á einu blaði hafa vaxiö yfir 30 ávextir. Margar af hinum nýju ávaxta- plöntum og trjám Burbanks eru undra frjósöm. Margar af þeim gef af sér 50—200 pund af ávöxt- um á einu uppskerutímbili. Sumar tegundirnar bera ávöxt einu sinni á surnri, aSrar tvisvar, t. (j. seint í Júní og bólar þá fyrir öðrum nýjum á öSrum staS, sem fullþroska eru aS haustinu. Burbank er gott dæmi þess hvaS mikiS má gera, þegar einhuga viti og vilja er meS alúð og áhuga beitt aS ákveðnu marki. Hann hefir sýnt þaS, hvaS náttúran er eftirgefanleg og tileiSanleg inn 'á nýjar breyti- legar brautir. Hann hefir sýnt mönn- um þaS, hvaS náttúran getur veriS örlát viS þá, sem af alúð leitast vi'S aS grafa eftir hennar huldu fjár- sjóðum. Hann hefir bent mönnum inn á nýjar brautir í jurtaríkinu og um leiS vakiS menn til umhugsunar um þaS, hvort ekki mætti gera eitt- hvaS svipaS i dýrarkinu, hvort þar rnætti ekki leiða fram nýjar tegundir sem tækju hinum eldri fram. ÞaS er ekkert smáræði, sem Bur- bank hefir auögaö heiminn meS hinti árangursríka lifsstarfi sínu. Mun þaS koma betur i ljós er tímar líSa. Fáir munu hafa staSiS eins auglti til aug- litis frammi fyrir náttúrunni og lært eins vel aS þýða hiS dulda þagnar- mál af v’örum hennar. ,MarkmiS nátt- úrunnar eSa alls lfsins, frá hinni ör- smáu lífögn upp til hinnar fullkomn- ustu lifandi veru, er þaS, aS komast áfram og upp á viS, hefjast upp í æðra veldi og ná meiri þroska. Þetta er frumatriði lífsins. Ef nú er hægt að sameina tvær lífmyndanir í eitt, t. d. tvær sellur. þá koma þær fram meS aukinn þrótt í nýja stefnu, ef umhverfiö er þeim hagstætt, sem einstaklings sellunni er ómögulegt. Takist því aS sameina tvo einstak- lings krafta, þá næst þetta fullkomn- unar markmiS náttúrunnar miklu fljótar. ÞaS er eins og náttúran bíði einlægt eftir því, aS einhverjir komi, sem kunni aS túlka hina til- leiöanlegu og margbreyttu krafta hennar. Þjórsártúni, 5. Maí 1915. ólaíur íslelfsson. Hannes Eymundsson Undir nafni ekkjtmnar. Fyrrum v'oriS fanst mér fult af ró og yndi; söngsins hreinu hljómar hröktu ama úr lyndi. Nú er eins og ekkert unaS geti veitt mér; alt, um söknuð syngur. Sorgin hefir breytt mér. Þegar þú mig kvaddir, þrautum sjúkdóms bundinn, dó mér daga gleöi, dauðasár varS stundin: því eg vissi aS vorir vegir hlutu aS skilja, en gat ei greitt þaS numið guðs að lúta vilja. Eg sá þig allra síðast \ sverði dauðans sleginn, og leit frá leiði þínu liggja grýttan veginn yfir eyðisanda, yfir jökla kalda, þangað, sem að svellur síðsta timans alda. v Jóðin litil ljúfan látinn föður gráta; vinir vininn kæra viðkvæmt harmað láta. Alt er autt og dapurt, angurs sktiggi hvílir yfir ekkju sölum. Öllu drottinn skýlir. Þér eg þakka, vinur, þúsund gleðistundir; sakna’ eg sólskins daga, svíða hjartans undir. Hátt í laufgu limi ' litlir fuglar kvaka. Mér i muna sárum minningarnar vaka. Vorið ljúfa leysir lifið alt úr dróma; guðs i góðum heimi gleðiraddir hljóma. Af þér viðjum varpstu, of vegalausa geima sveifst á sólar vængjum við söng til ljóssins heima. Himinn leiðið lága Ijúfum döggvar tárum. Þig eg þreyi, kæri, þögul, trega sárum. Sofðu vært, minn vinur, vorsins rósir bindi blómsveig bústað þínum og hliki sólar vindi. María G. Arnason. Þakkarávarp. Hjartanlegt þakklæti langar mig til að votta öllu því fólki, nær og fjær, sem á þessu vori v’eittu mér svo drengilega hjálp i veikindum mínum, þá er eg varð að leita mér lækninga til Winnipeg og ganga þar undir uppskurð við innvortis meinsemd. Sérstakar þakkir finn eg mér bæði ljúft og skylt að votta þeim Mr. og Mrs. G. Eggetrsson, sem gengust f)frir samskotum niieðal bygðar- manna; Mr. Á. Árnasyni, sem safn- aði fé í kringum Churchbridge: Mr. og Mrs. B. Laxdal í Winnipeg, sem veittu mér beina og umönnun fyrir litla þóknun á meðan eg var aö ná mér eftir veikindin; að ógleymdum lækninum, Dr. Brandson, sem gerði uppskurðinn, stundaði mig með stakri alúS þar til eg var albata, og gaf mér alla læknishjálpina. Enn frem- ur kvitta eg meö hjartans þökk fyrir peningagjafir þessar: O. Gunnars- son og J. Gislason $10 hv'or, Sigb. GuSmundsson $9, V. Vigfússon, B. Thorbergsson, G. Eggertsson, M. Magnússon, K. Eyjólfson, H. Hjálm- arsson, E. Gunnarsson, M. Hinriks- son, A. Eggetrsson fWpg.J, A- Árna- son, Mrs. Kr. Johnson, H. Uíslason, Mrs. Kr. Kristjánsson, H. Thorgeirs- son, H. Árnason, Mrs. Kr, Thorvald- son, A. Olson, $5 hvert; séra G. Guttormsson, S. Loptsson, G. Finns- son, $3 hver; E. Bjarnason, Mrs. M. Thorláksson, B.Hinriksson, K.Einns- son, H. O. Loptsson, B. Thorleifsson, S. Bjarnason, E. SuSfjörB, J. Áma- son, O. A. Austmann, B. Jónsson, Th. Laxdal, Mrs. G. Brynjólfsson, J. F. Johnson, G. Guöbrandsson, E. Hin- riksson og Mrs. Ástrós Johnson fSvold P.O., N. Dak.J, $2 hvert; P. SuSfjörS, B. Benediktsson, Mrs. E. SuSfjörS, V. Magnússon, A. Magn- ússon, S. Thorláksson, M. Bjama- son, Th. Thorlákson, Miss E. Eyjólf- son, E. J. Thorláksson, G. L. Árna- son, Mrs.S.Þorsteinsdóttir, Þ. ÞórS- arson, G. Olson, Mrs. P. Johnson, Miss S. Vigfússon, $1 hvert; M. BreiSfjörS, 50c. Auk þe^sa ber mér aS þakka margs konar aSrar gjafir og aðstoS mér og börnum mínum veittar af vinum og vandalausum og hluttekning þeirra allra, sem komu aS sjá mig i veikind- um mínum, bæSi heima hjá mér. og á meöan eg lá á sjúkrahúsinu, sem of langt yrði hér upp aS telja. Ljúft er mér einnig aS votta þaö, aö hjúkrun og aSbúS öll á Winnipeg General Hospital, þar sem eg lá legu þessa, v'ar svo góS sem eg hefði fram st á kosiö. BiS eg svo góSan guS, sem ekki lætur eipn vatnsdrykk ó- launaöan, aS veita þeim öllum ríku- lega blessun, sem meS orSum og verkurn sýndu mér bróSurhug og kristilega hluttekning í þessu and- streymi minu. Bredenbury, Sask., 5. Júli 1915. Anna S. Thorgeirsson. Kristján sál. Jónasson. Kristján Jónasson dó mánudaginrr 5. Júlí á spítala í Red Deer, Alta. Fædduiv 25. Apríl 1871 á Knararnesi á Mýrum. Dauöamein hans var Ptomainc Poisoning; v'ar hann veikur aS eins sex daga. Fór jarðarförin fram 6. Júlí frá Methodista kirkju í Red Deer, undir umsjón Foresters félagsins, hverju hann tilheyrSi, að viöstöddu mörgu fólki. Hinn látni var vel þektur og kær öllum bæSi ís- lendingum og innlendum. Hefir þar ekkja, einn sonur og sex dætur aS sjá á bak og syrgja ástríkan eigin- mann og elskaöan föður. _ G. S. pAKKARÁVARP. Sama daginn og maSurinn minn sálugi, 1/ristján Jónasson, var jarö- aður, komu til ntín fjögur systkin; þaS roru þrjár konur og einn karl- maöur, og rétti ntaSurinn mér um- slag, sem hafSi aS geyma $21. Það var gjöf til mín frá þeim öllum. Þetta voru þau Mrs. H. Ásmundsson, Mrs. J. Gíslason, Mrs. J. Johnson og Mr. Páll ÞorvarSsson. Þetta er ntik- il upphæö frá svo fáum, í þessu ár- feröi, sem nú er, og þrjú af þessum systkinum eru ekki búin aS v'era neina eitt ár í þessu landi, svo þaö hefir veriS rnikill og góður vilji, sem knúði þau til þessa. Eg biS guS aS blessa þessi systkin og gefa þeim góða framtíö. — Svo hefi eg mikitt tilefni til aö þakka öllunt íslending- um, sent hér eru í Red Deer, fyrir þá innilegu hluttekning, sem þeir hafa tekiS í niinni sáru sorg og mikla mis'si. Eg biS guS aS þekkja þá alla og endurgjalda þeim fyrir mig og börn mín, af sinni miklu ntiskun. — Svo er margt af hérlendu fólki, sent hefir veriS okkur fyrirtaks gott og bauS ntér hjálp. En guðs hönd er sterkust og gerir sinn vilja, og hans vilji er beztur. Red Deer, Alta., 10. Júlí 1915. Halldóra Jónasson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.