Lögberg - 04.11.1915, Qupperneq 1
Þarf að fá undireins
Skólabækur frá öllum »kólum landsins. Vér borRum
bæsta verð fyrir þær, þó þær bafi verið brókafar og séu
nú úr gildi. Vér seljum og brúkaðar skólabækur og skift-
um á þeim.
“Ye Olde Book Shop”, 253 Notre Da«e Ave.
Gegnt Grace Church, Talt. G. 3118
Két með
sijcrnarefiirliti.
Búnaðar stjórnardeild Canada lætur stimpla két af öllunt
»ke num, sem slátrað er í þeim stofnunum, sem hún hefir
eftirlit með: „Canada approved." Vor aðferð er að selja
aðeins két af heilf-rigðum skepnum. GætiB að stimplinum
FORT GARRY MARKET C0„ Limited
330-336 Garry st. Phona M. 9200
28. ARGANGUR
WLNNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. NÖVEMER 1915
NÚMER 45
FJÖRUTÍU ARA AFMÆLI
Eins og áður liefir verið drepið á í Lögbergi, eru nú f jöru-
tíu ár liðin síðan Islendingar smíðuðu vöggu þjóðar vorrar liér
vestan háfs. Fjörutíu ár eru liðin síðan þeir stigu fyrst á
land í Nýja Islandi og einkendu þar ýmsa staði með íslenzkum
nöfnum. Foringjar fararinnar, þegar þangað var flutt, voru
auðvitað noklcuð margir, en einn var þar þó öðrum fremri;
einn var leiðtoginn. Það var Sigtryggur Jónasson. Hann
var þess fremur öðrum ráðandi, að sá partur þessa lands, sem
nú heitir Nýja Island, skyldi valinn sem framtíðarbústaður
þjóðar vorrar. Þangað fór hann, sem guð og gæfan bafði
beint öndvegissúlum þeirra. 1 fjörutíu ár hefir liann barist
i'yrir því, að sú nýlenda yrði eins rammíslenzk og nýlenda get-
ur verið, án þess þó að það yrði að einangrunarstefnu og
stæði fyrir þrifum. Það var eiginlega í Október árið 1875,
sem hinir fyrstu íslendingar námu þar land, en ýmsra orsaka
vegna dróst að minnast þessa merkisviðburðar í sögu vorri—
og sögu Canada—þangað til 2. Nóvember. En af þeirri ástæðu
var sá dagur til þess valinn, að 2. Nóvember í fyrra gekk fyrsta
járnbrautarlest norður til Islendingafljóts, og var þar með
uppfylt sú ósk, er efst liafði verið í hugum bygðarbúa um
fjöldamörg ár.
Til þess að minnast landnámsins og sérstaklega til þess að
votta Sigtryggi Jónassyni — föður Nýja Islands — verðugar
þakkir fyrir starf hans og framsýni, var því safnast saman í
hinu veglega húsi Fljótsbúa. Voru menn þangað, komnir iir
ýmsum áttum, og horfðu klökkum þakkaraugum á gráu hár
hins aldurhnigna leiðtoga.
Samkvæmið hófst með því, að Bjarai Marteinsson bauð
gesti velkomna og las að því búnu upp langt og snjalt ávarp
til heiðursgestsins, og aflienti honum það. Dundi við lófa-
klapp svo undir tók í salnum, þegar nefnt var nafnið Sigtrygg-
ur Jónasson. Ávarpið var stílað til þeirra lijónanna beggja,
en sökum lasleika gat frú Jónasson ekki setið samsætið, en
sendi þakklætisskeyti og heillaóskir.
Jafnframt ávarpinu aflienti fundarstjóri heiðurgestinum
gullbúinn staf, með því áletruðu og með þeim ummælum, að
þetta væri þess lítill vottur, að Jónasson hefði stutt börn bygð-
arinnar á æsku- og erfiðleika-árunum eins og faðir þeirra, og
^afnframt þegjandi loforð þess, að þeir vildu nú með verðiig-
um þökkum styðja framvegis það verk, er hann hefði byrjað.
Næstur forseta stóð upp Nikulás Ottenson of afhenti heið-
urgestinum skrautritað skjal, sem vináttu- og virðingar-merki
frá sjálfum sér; verður því lýst nánara í næsta blaði.
Heiðurgesturinn stóð upp og flutti fagra ræðu. Mintist
hann þess í fáum orðum og greinilegum hvílíkir liefðu verið
erfiðleikarnir á fyrri dögum og hvílíkt hefði verið festa og á-
reynsluþol frumb'yggjanna. Kvaðst liann liafa reynt að gera
skyldu sína gagnvart þjóð sinni eftir beztu sannfæringu og
vera þakklátur forsjóninni fyrir þá handleiðslu, er hann hefði
fundið og þreifað á þrátt fvrir erfiðleikana. Hann gat þess,
hversu mikið áhugamál sér hefði verið það, að Islendingar
legðu fram alt það góða, er þeir hefðu flutt með sér liingað úr
föðurgarði. Og kvað hann eina ástæðu með ótal öðrum hafa
verið orsök þess. Hún var sú, að hann hefði kynst Dufferin
lávarði, er hann hefði ferðast um Island og ritað um það bók
sérstaklega vingjarnlega. Þegar íslendingar fóru fram á
hjálp stjórnarinnar til þess að koma sér fyrir, lagði Dufferin
lávarður það til, að sú hjálp væri veitt, en hann var hér þá
ríkistjóri. Hafði liann sagt það við stjórnina, að hann væri
viljugur að setja drengskap sinn í veð fyrir því, að sá styrkur
er íslendingum yrði veittur, mundi margborgaður í því hversu
góðir borgarar landsins þeir yrðu þegar tímar liðu fram.
Sigtryggur kvaðst hafa fundið það skyldu íslendinga að leysa
út þetta veð lávarðsins með því að bregðast ekki ])ví trausti,
sem liann liefði borið til þeirra. Og hann kvaðst hafa talið það
skylclu sína, að hjálpa til að leysa það veð.
Mörgum árum síðar hafði Sigtryggur skrifað ritgerð fyrir
sögufélag Canada, sem til þess var valin að verða tekin upp í
söguna. Þar kvaðst hann liafa getið þessa trausts og þessa
veðs Dufferins lávarðar. Þá var hann hniginn á efra aldur og
hafði orðið fyrir ýmsum vonbrigðum í ellinni, en átti heima í
London á Englandi. Kitgerð Sigtryggs hafði borist honum í
hendur, og skrifaði hann honum þakklætisbréf fyrir.
Heiðursgesturinn lýsti því yfir fyrir hönd konu sinnar, að
hún hefði því miður ekki getað komið sökum veikinda. En
ekki bæri henni síður en sér þökk fyrir einlægni í starfi sínu á
landnámsárunum. Sannarlega hefði hún lagt fram alla þá
krafta, sem henni liefðu verið gefnir, og barist eins og Iietja í
sínum verkahring. Þakkaði hann með geðfeldum og klökkum
orðum þá virðingu og þá viðurkenningu, er sér hefði verið
veitt. Ræða lians var þess virði, að vera birt öll í heilu líki, en
til þess eru ekki tök í þetta skifti, og hafa hér því að eins verið
tilfærð örfá atriði hennar.
Næst las fundarstjóri, Bjarni Marteinsson, upp símskeyti
með heillaóskum frá ])ingmannsefni kjörd., Mr. Adamson,
og bréf frá Einari Jónasyni á Gimli, sem var einn liinna fremstu
og fyrstu frumherja nýlendunnar. Árnaði hann heiðursgest-
inum langra lífdaga og tjáði honum þakkir.
Þess má geta, að fundarsalurinn var skreyttum fánum, ís-
lenzkum og brezkum og var yfir framdyruin að innanverðu
skráð stórum stöfum: “Yelkomnir, gestir.” En borð höfðu
verið sett niður og vistir fram bornar svo ríkulegar og stór-
manlegar, að sjaldan hefir betur verið liér á meðal vor. Mun
mörgum, er að borðum sátu, hafa runnið til ryfja þegar þeir
rendu klökkum huga til grafanna er geyma marga þá í skauti
nýlendunnar, sem bezt og trúast unnu að sáningu til þeirrar
ríkulegu uppskeru, sem framtíð og nútíð lætur í té. Þegar þeir
liugsuðu um þann skort og þau fátæklegu borð, er þeir menn
og þær konur urðu að gera sér gott af og þær byrðar, sem þau
báru möglunalaust.
Var nú sezt að snæðingi, en á meðan lék lúðraflokkur bygð-
arinnar og mun fleirum hafa fundist það en mér, að frá töfra-
djúpi tónadýrðarinnar liafi straumar mætt ])eiin álirifaöldum
er risu í sál manna við hugsunina um hið liðna, og lirifið þá
sterkum tökum.
Yfir borðum talaði hver við sinn sessunaut í fullkomnu
frelsi, og voru margar sögur sagðar og margar endurminning-
ar raktar upp. Að því búnu var því lýst yfir, að skáld bygðar-
innar—þeirra eigin skáld—Guttormur Guttormsson, flytti
kvæði fyrir minni lieiðursgestsins. Las hann það upp vel og
skýrlega og verður það birt í næsta blaði ásamt öðrum kvæð-
um, er flutt voru.
Forsetinn, Bjarni Marteinsson, flutti þar næst ræðu fyrir
minni heiðursgestsins. Á þá ræðu verður ekki minst nú, en
Lögberg vonarst til að sreta flutt hana heila og óskaddaða síð-
ar, þar sem hún nýtur sín betur, en þótt einstöku atriði hennar
væru hér rituð eftir minni. Þá flutti Magnús Markússon fall-
egt kvæði fyrir minni heiðursgestsins og Niklás Ottenson ann-
að; verða þau bæði birt í næsta blaði.
Kallaði nú fundarstjóri á Ásgeir Fjeldsted og söng hann
“Tárið” eftir Ivr. Jónsson, en Mrs. S. Sigurðsson lék undir á
hljóðfæri. Voru þau kölluð fram í annað skifti og hlýddu því.
Næst flutti Sig. Júl. Jóhanesson kvæði fyrir minni landnem-
anna; það verður prentað síðar; en séra Jóliann Bjarnason
flutti ræðu fyrir sama minni. Mintist hann á þá hreysti, er
þeir þyrftu að hafa er í því starfi tækju þátt að skapa þjóðir
og ryðja brautir. Lögberg mun reyna að fá þá ræðu alla til
birtingar; hún var bæði skörulega flutt og sérstaklega íhugun-
arverð.
Lúðraflokkurinn skemti næst og að því búnu flutti séra
Rúnólfur Marteinsson ,ræðu um bygðarmenn til forna og sam-
anburð á niitíð og fortíð. Lagði liann út af þremur “ess-
um”. Það var skógur, stríð og sigur. Skógurinn liafði verið
bæði óvinur og vinur bygðarmanna ; hann hafði verið þeim
uppspretta elds og hlýju; hann hafði veitt þehn húsaskjól; en
hann hafði líka verið ])ehn erfiður þrándur í götu. Ræðunni
væri ekki nógur sómi sýndur með því að segja að eins úr henni
einstök atriði, og mun hún birtast síðar.
Kvæði flutti næst skáld bygðarinnar, Guttormur Gutt-
ormsson, fyrir minni Nýja íslands, afar einkennilegt og
meistaraverk í sinni röð.
Næst flutti Sig. Júl. Jóhannesson ræðu fyrir minni Is-
lands. Mintist þess, hversu mikið Ný-lslendingar hefðu lagt
til þjóðþrifa vorra liér vestra; hversu marga framúrskarandi
menn það hefði lagt til canadisku þjóðihni. Nefndi sérstak-
lega námsmennina Þorvald Þorvaldsson, Þorberg Þorvalds-
son, Stefán Guttormsson og fleiri og síðast en ekki sízt hinn
heimsfræga mann Vilhjálm Stefánsson. Kvað liann verkleg-
ar framkvæmdir í raun og sannreynd vera íslands bezta minni,
og það minni flvttu Ný-lslendingar í heild sinni með þeim
manndómi, er frá þeim liefði borist út um alla þessa álfu.
Ásgeir Fjeldsted og Mrs. Sigurðsson voru oá aftur kölluð
frarn og söng hann enskan einsöng.
Fyrrir minni Canada flutti Thomas H. Johnson ráð-
herra snjalla ræðu. Bar hann fyrst samkvæminu kæra kveðju
frá tengdamóður sinni og mintist stuttlega Friðjóns sál. Frið-
rikssonar, sem eins þeirra er framarlega stóð í flokki frum-
byggjanna. Johnson kvaðst sjálfur vera Ný-lslendingur og
það væri kona sín einnig. Hann sagðist sjá letraða hér inni
setningu, sem alt af ætti bergmál í huguin manna: “Islending-
ar viljum vér allir vera.” Ilann sagðist vilja breyta læssari
setningu í lcveld og liafa hana svona: “Ný-íslendingar viljum
vér allir vera.” Var að því gerður góður rómur. Johnson
hefir sérstakt lag á því að halda athygli áheyrenda og létta
skap þeirra. Talaði hann um stund um bygðina og liðna æfi
og kryddaði orð sín vel völdurn smásögum, sem tekið var með
gleði og lófaklappi. Þá sneri hann sér að liinni alvarlegu hlið
málsins, því ræða hans var fyrir minni Canada. Sýndi hann
fram á hversu mikið vér ættum þeim manni að þakka, er flutt
hefði fyrstur hingað til lands. Það hefði verið hið stærsta
gæfuspor, sem fyrir hefði getað komið, ekki ei'iV.ngis þeim er
hingað fluttu og hér ílengdust, heldur einnig fvrir þjóðina
heima. Þangað liefðu áhrif borist héðan svo sterk að sýnileg-
ir ávextir væru þegar í ljós komnir. Og þess kvaðst hánn full-
viss, að ef Islendingar gættu þess að gleyma aldrei skvldum
sínum við ættland sitt jafnframt því að skapa beztu borgara
þessa lands, þá ætti Island í framtíðinni mikið Vestur-íslend-
ingum að þakka. En sem brezkir borgarar kvað hann skyddu
vora vera fyrsta og helgasta við þetta land. Hann kvaðst sjá
það og finna hversu djúpt þakldæti vér öll bærum í huga vorum
til þeirra, sem vöggu vora liefðu sett hér. Foreldrarnir, sem
flutt hefðu hingað á efri árum með börn sín, liefðu vitað það
fyrirfram, að gæfuleitin yrði aðalega barnanna vcgna; um
sjálf sig befði faðirinn og móðirin síður liugsað. Fórnfæring-
arandinn hefði þar ráðið, og sæist það enn í dag, að íslenzka
þjóðin hér væri ekki sneidd fórnfæringunum, þvj ekki væru
þeir allfáir sem til vopna liefðu gripið samkvæmt heilagri
skyldu sinni, ])egar fósturjörðin væri í voða. Og liann kvaðst
sjá í anda allmarga. trékrossa á meðal liinna ótölulegu leiða
austur í Evrópu, nokkra trékrossa, sem bæru það með sér á
nöfnunum sem á þeim væru letruð, að þeir sem þar hvíldu
hefðu verið af íslenzku bergi brotnir. Fyrir þetta land ættum
vér að vinna; fósturlaunin ættu að vera þau, að vér reyndumst
trúir borgarar. Fyrir þessa þjóð og þetta ríki ættum vér að lifa
—og deyja ef á þyrfti að halda.
Næstpr flutti ræðu Sveinn Þorvaldsson kaupmaður fyrir
minni kvenna. Hann kvað það vera hér sem annars staðar, að
konan hefði átt sinn skerf í baráttunni og sigrinum, þótt ekki
bæri alt af mikið á. Væru störf mannsins eins og plægð jörð,
er skorti regn, ef kvenhöndin legði þar ekki á blessun sína. Og
það kvaðst hann vita, að þessi bygð ætti mikið kvenhöndunum
og kvenhjörtunum að þakka.
Nikulás Ottenson kvað rímur og þótti mönnum skemtun að.
Þá talaði Tlios. H. Johnson ráðherra á ensku til þeirra
fáu er þar voru og ekki skildu íslenzkt mál. Kvaðst hann
kenna í brjósti um hvern þann, er hér væri nú, og ekki skildi
málið, því hér hefði sannárlega margt farið fram, sem vert
væri á að hlusta. Sú ræða var sannarlega þess virði, að birt-
ast öll og verður hún því að bíða næsta blaðs sökum rúm-
leysis.
Samsætið var að öllu leyti liið myndarlegasta og skemti-
legasta. Voru sungin ættjarðarkvæði fram á morgun.
Stríðsfréttir
Ef til vill þykir það ekki trú-
legt, en þó er þaö satt, aS tæplega
liefir nokkuö það gerst í stríSinu
umliöna viku, er vert sé um að
geta. Því þótt skrifa mætti tugi
bóka um öll einstök atriöi sem
hverjum degi fylgir, þá er til-
gangur blaöanna ekki sá, heldur
hitt aS gefa lesendum rétta hug-
mynd um hvernig stríöiS stendur
yfir höfuS. AS því leyti eru þar
engar breytingar, aS teljandi séu.
Asquith forsætisráSherra Breta
kom aftur fram á þinginu á
þriðjulaginn, eftir nokkurra daga
lasleika. Var honum ágætlega
fagnaS. Hann kvaS enga orsök
til svartsýnis á striSinu. StríSið
væri ekki mál sem afgreitt yrSi á
fáeinum augnablikum. Var þaS
næsta einkennilegt aS hann viS-
hafSi nálega bókstaflega íslenzka
málsháttinn: “Spyrjum aS leiks-
lokum, en ekki vopnaviöskiftum’’.
Sigur bandamanna væri alveg vis,
en tíminn sem til þess þyrfti aS
sigra væri óákveSinn.
Þótt ekki hefði gengiS sem bezt
á landi þá bætti flotinn þaS upp,
því verk hans væri aðdáanlegt.
Hann héldi ÞjóSverjum i skefjum
á öllum höfum heimsins; hefði
gerf: þaS hingað til og héldi því
áfram hér eftir. Flotinn hefSi
þegar flutt 2 j/2 miljón manna á
vígyöllinn, þar af væru 1,000,000
undir vopnum á Frakklandi. Auk
þess hefSu veriS fluttir 32,000
j særðir og sjúkir og viö alla þessa
flutninga hefðu þeir ekki tapaS af
flotanum nema 1-10. af 1%. Alls
kvaö hann vera fallna á Frakk-
landi og í Flandre af brezku liði
377,000. Hann kvaS þolinmæöi og
. þrautseigju og hugrekki vera þaS
sem brezku þjóðinni riöi nú á
fremur en nokkru öSru. Ekki
kvaSst hann sjálfur mundu leggja
niður byrði stjórnarábyrgðarinn-
ar meSan sér entust kraftar til
þess aö rísa undir henni. Hann
kvaS brezku neSansjávarbátana
hafa reynst aödáanlega vel og
sannleikurinn væri sá aS ÞjóSverj-
ar þyrSu ekki út á sjóinn.
Asquith skýrSi frá því aS Canada
hefSi þegar lagt til 96,000 manns,
Ástralía 92,000, Nýja Sjáland 25,-
000 og Newfoundlanl 1600.
Carson sem af sér sagði ríkis-
lögmannsstöðunni kvað sundrung
og afbrýSissemi ríkja meSal
stjómendanna og þaS hefði verið
orsök ósigursins á Balkanskagan-
um. Fyrir þetta kveðst hann hafa
sagt af sér. Asquith kvað ámæli
Carsons röng; kvað alla í stjóm-
inni hafa veriS sammála um aS
senda lið austur, eftir beiðni Veni-
zelos, er þá var forsætisráðherra
Grikkja, en þegar Búlgarar komu
á móti og Serbar voru einir eftir,
þá var liöið of fátt og hjálpin
þraut frá Grikklandi.
Hann kvaS útlitiö eystra vera
að mörgu leyti hiS glæsilegasta.
Þar á meöal væri brezki herinn
kominn svo aS segja alla leiS til
Bagdad. Eitt kvaS hann vera sitt
ráð eindregið og það væri að fækka
þeim, er hermálunum réðu heima-
fyrir. Vildi hann kjósa til þess
3—5 manna nefnd og gefa henni
mikiö vald. Hann kvaðst engu
hafa breytt i stefnu sinni; ekkert
þurfa aS taka aftur og á engu
fyrirgefningar aS biðja.
John Redmond fulltrúi íra lýsti
fullu trausti á Asquith og kvaS
írsku þjóSina algerlega á einu
bandi meS stjórninni.
Grikkir eru enn óákveðnir i
stríöinu; er þeim taliS ómögulegt
aS taka verulegan þátt í því aS
svo stödlu, því þá mundi alt fara
1 uppnámi innbyrSis. Rumenia
virSist altaf færast nær því aö
tengjast bandamönnum og fara i
stríðiö.
Konungur Breta hefir sent ávarp
allri þjóSinni og lagt ríkt á við
hana að spyrja ekki um vopnavið-
skifti heldur leikslokin; og þau
fari aðeins á einn veg — aSeins
fullur sigur. N
Canadiskir herforingjar sumir
hafa reynst svo óæfðir að þeir
hafa verið taldir ómögulegir til
liSstjórnar og þeim því vikið aftur.
78,00 hermenn hafa veriS flutt-
ir veikir á hospítal úr brezku liSi
á Balkanskaganum.
Sir Frederick Smith heitir sá,
er gerð’ur hefir verið að rikislög-
manni í stað Carsons, er af sér
sagSi.
Asquith lýsti því yfir í ræðu
sinni í gær að Serbar yröu aldrei
yfirgefnir af bandamönnum til
þess að verSa aS bráð Þjóðverjum,
Austurríkismönnum og Tyrkjum.
FYLKIÐ GRÆÐIR HUNDRUÐ ÞÚS-
UNDA Á STJÓRNARSKIFTUNUM
Norrisstjómin hefir þegar gefiS
tryggingu fyrir því aS þinghúsiö
verði ekki dýrara en upphaflega
var ákveSið $3,000,000. Ef gamla
stjórnin hefSi haldið áfram þá
heföi þaS að minsta kosti orSiS
$5,500,000.
Á þessari einu byggingu græSir
þvi fylkið $2,500,000. Enn frem-
ur hefir þaS þegar veriS reiknað
út að fylkið mun þurfa aS borga
$200,000 minna fyrir lögreglu-
stööina nýju en búist var viö. Á
þessari einu byggingu græðir því
fylkið viö stjórnarskiftin meira en
alt það sem konunglegu netndim-
ar kostuSu.
Svo er eftir aS vita hvaB græS-
ist á búnaSarskólanum og fleiru
þegar rannsakað verður.
verður siöbótarinnar minst meS
stuttum ræSum, er nokkrir Banda-
lagsmenn hafa tekið aS sér aS flytja.
VerSur uppbyggilegur fundur.
Canadamenn fallnir, £
særðir, fangaðir.
Séra Bjöm B. Jónsson skrapp suð-
ur til Mountain, N.D., á mánudaginn
ov kom aftur á þriSjudagskvöld. Á
þriöjudaginn laust fyrir hádegi
íramkvæmdi hann, hjónavígslu í
kirkjunni' á Mountain. Var þaS
sóknarpresturinn, séra Kristinn K.
Ólafsson, og ungfrú FriSrika Björns-
son, sem gefin voru í hjónaband.
Margt manna var viöstatt vígsluna í
kirkjunni. Borðhald rausnarlegt stóð
á heimili foreldra brúöurinnar, Sig-
urgeirs og GuSfinnu Bjömsson, og
voru þar viSstaddir ættingjar og
vinir brúðhjónanna. Séra Kristinn
og frú Ólafsson lögSu á staS sama
dag í skemtiferS suður um ríki.
RAÐSKONA.
FullorSin stúlka eSa kona getur
fengið ráðskonustöðu í litlum bæ.
— Ritstjóri visar á.
íslenzki liberal klúbb-
urinn heldur sinnj f
fyrsta fund.
Fyrsti fundur í stjórnmálafé-
lagi frjálslyndra manna ýLiberal
Club) var haldinn á mánudags-
kveldið í Goodtemplarahúsinu.
Embættismenn fyrir næsta ár voru
kosnir þessir: Forseti Siguri5ur
Melsted, varafors. J. J. Swanson,
skrifari GuSmundur Bjamason,
aöstoðarskr. C. B. Júlíus, féhirðar
Halldór SigurSson og Chr. Olaf-
son. I f ramkvæmdarnefnd:
Thordur Johnson, Barney Finson
og Sig. Júl. Jóhannesson. — Fund-
urinn var sá fjölmennasti sem
nokkru sinni hefir venð haldinn íi)
félaginu; húsiS alveg troðfult.
Yfir 40 nýir félagar bættust í hóp-
jinn og var þaö auöséö og heyrt
að mönnttm var alvara með það
aö starfa duglega næsta timabil.
— J. J. Swanson, sem hefir veriö
formaSur félagsins, hefir lagt því
til miklu meiri tíma og áhuga, en
alment gerist, og sýnt framúrskar-
andi hæfileika til aö efla félagiö.
bundur verðtir haldinn á mánu-
I dagskveldið kl. 8 i neöri sal
j Goodtemplara hússins. Veröur
| það spila og skemtifundur. Ósk-
I að eftir að sem flestir komi.
Upp aS 15. október höfSu 15,187
manns frá Canada tapast í strið-
inu. Af því voru 677 herforingj-
ar og 14,510 hermenn. Hafa for-
lög þeirra orðiS sem hér segir:
Herfor. Herm.
Fallnir í orustum .. . • 99 1.625
Dánir af sárum . . • 25 674
Dánir af sjúkdómum 6 172
Dánir a*f slysum .. . . 2 38
Herfangar • 56 1,251
Týndir . • 32 1,110
Særöir •457 9,660
Alls 677 14.530
Þáttaka fylkjanna^
í stríðinu. '
Fylki Fúlksfj. Sjálfb. %
Ontario . .. 2,338,27436,3001,44
Quebec .. .. 2,002,23213,8000,61
Man. og Sask. 858,046 24,000 2,78
A. -Strandf. 937.955 7.400 0,79
B. -Columbia 392,480 10,000 2,55
Alberta .... 374,662 14,200 2,73
7,089,650 105,700 1,49
Askorun frá Breta-
konungi.
Fyrra mánudag barst lytKts-
stjóranum í Manitoba, Sir Douglas
Cameron, svohljóðandi skeyti frá
George V. Bretakonungi.
“Á þessum alvörutíma í barátt-
unni milli þjóðar minnar og óvina
sem frábærlega eru samhentir, og
sem brotiS hafa alþjóöa lög og
breytt reglitm þeim er tengja sam-
an siðmenningar þjóöir Norður-
álftinnar, sný eg mér nú til yöar
og heiti á drengskap yðar. Það
fær mér gleöi hversu ríki mitt legg-
ur sig fram i sigurtilraununum,
og eg er stoltur af því hversu fús-
ir þegnar minir eru aö bjóða fram
líf sitt þjóS vorri til bjargar. Er
1 sá fúsleiki jafn um heim allan
hvar sem brezkur fáni blaktir. •
Rússar hafa veitt allsnarpa mót-
stöSu upp á síökastiö og sumstað-
ar unniö talsvert. Þeir eru þegar
komnir meö her sinna manna að
landamærum Búlgariu. Er taliS
víst aS þegar veturinn kemur
fyrir alvöru fari að kreppa að kosti
Þjóöverja þar nyrðra.
Mattíasar afmæli
verður haldið í Goodtemplarahús-
inu, fimtudagskveldiö 11. þ. m.
RæSur og kvæði, söngvar og
bljóöfærasláttur. Alt sérlega vand-
að. Ókeypis aögangur.
Bœjarfréttir.
Sigurður Sölvason aktýgjasmiS-
ur frá Westbourne kom til bæjar-
ins á mánudaginn i verzlunarerind-
um. Enginn landi segir hann aö
sé í bænum Westbourne annar en
hann; hefir hann veriö þar i síö-
astliðin 20 ár og er þvi orðinn hag-
vanur. Sonur Sigurðar heitir
Rútur og fór í stríðið með 44.
herdeildinni, sem lagði af staö 22.
október.
Ámi Þórarinsson frá Austur
Selkirk var á ferð i Wjnnipeg á
föstudaginn. Uppskeru segir hann
ágæta þar í grend, en- þreskingu
ganga seint. Árni afhenti Lög-
bergi $2,00 í peningum og ágæta
þrenna ullar sokka handa her-
mönnum í jólagjöf.
Á Bandalags-fundi í Fyrstu lút-
ersku kirkju í kvöld ('fimtudag)
Fögur elli.
Þó aö sandi efri ára
óöum mér aö fótum skefli
eöa gyöja grárra hára
græöi, er eg við hana tefli,
undir djúpu himin hafi
hugur minn ei þekkir skelfing;
finst mér þar sem guðshönd grafi
gullna rim á tímans hvelfing.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Til blaðanna í Canada.
Til þess aö rétt sé skrifaö utan
á til þeirra, sem í stríðinu eru, er
æskilegt aö fylgt sé eftirfarandi
reglum.
Póstmáladeildin í Ottawa.
R. M. Coulter,
aðstoðar póstmálastjóri.
Reglumar eru her prentanar á
ensku, því þahnig veröur að skrifa.
aJ Regimental number
b) Rank
c) Name
d) Sqvadron, Battery or Company
e) Battalion, Regiment (or other
nnit), Staff Appointment or
Department
f) Canadian Contingent
g) British Expeditionary Force
h) Army Post Office, London,
England.
Unnesessary mention of higher
formations, such as Brigades,
divisions, is strictly forbidden, and
causes delay.
Þessir hugrökku og þjóðræknu
sjálfboðar hafa lagt í sölurnar
heimili sín, efni sín og lif sitt í
þeim tilgangi aö ekki verSi hiö
frjálsa ríki, sem forfeöur þeirra
og forfeður mínir bygöu, öðmm
að bráö.
Eg heiti á drengskap yöar aö
leggja yðar skerf til þess aö slík
fórnfæring megi aö liði koma.
Baráttan er enn ekki á enda.
Fleiri menn •— langtum fleiri
menn þarf til þess aö hafa nægi-
legan her á vígvellinum til stríös-
loka svo aö unninn veröi fullkom-
inn sigur og trygöur varanlegur
friður.
Á umliönum öldum sýnir saga
vor þaö aö þegar þrautirnar hafa
verið sem mestar og hörmungarn-
ar stærstar þá hefir þrekiö og
manndáöin vaxiö aS því skapi, og
hamingjan hefir sent hinni brezku
þjóö ósigrandi leiðtoga og trúa
liösmenn.
Eg heiti á yður, menn af öllum
stéttum, aö koma nú fram af eig-
in hvötum og leggja til yöar skerf
í baráttunni.
Meö þvi aÖ svara í verki áheit-
um mínum, gefiö þér bræðrum
yöar hvetjandi og örfandi og hug-
styrkjandi eftirdæmi.
Bræörum yöar, sem hafa trn
marga undanfarna mánuöi vernd-
að og varið sögulegan heiður
Bretlands og þess óflekkaöa nafn.
George R. I.
Undirskrifað af Botiar Law.
Thomas Mulvey,
aðstoðarríkisritari.”