Lögberg - 10.02.1916, Síða 1

Lögberg - 10.02.1916, Síða 1
Þetta pláss í blaðinu er til sölu. Vér viljum kaupa allskonar brúkaðar skólabækur, bæSi fyrir barna- skóla og alla hærri skóla. Hæsta verS borgaS fyrlr þær. Einnig seljum vér eSa skiftum viS yður & öllum öSrum bókum, gömlum sem nýjum. “Ye Olde Book Shop”, 253 Notre Dame Ave. Gegnt Grace Chureh. Tala. G. 3116 29. ARGANGUR WINNIPEG. MANITOBA, FIMTUDAGINN 10. FEBRÚAR 1916 NÚMER 6 ÍSLENZKIR ATKVÆÐAMENN ^ H. HALLDÓRSS'ON Hann er fædddr 27. Janúar 1875, aiS ÞórustöSum í Önundarfiröi. Foreldrar: Halldór GuSmundsson og Guðrún Jónsdóttir kona hans. Faöir Halldórs var talinn framkvæmdarmesti bóndi i sv'eit sinni; bjargaöi til dæmis frá skepnudauÖa á mörgum heimilum i haröindunum 1886. Halldór útskrifaöist af gagnfræöaskólanum i Flensborg 1895, fór til Kaupmannahafnar og tók þar próf á verzlunarskóla Rasmusens 1897. Fór þá til íslands aftur, en lagði af staö næsta ár tíl Melbourne í Ástralíu. Var alveg félaus er þangaö kom, fór i vinnu til bónda úti á landi fyrir 7 shill- ings og 6 pence á mánuði; þótti það lágt og hætti eftir tvær vikur. Gerði hann þá samning við félag um þáö aö hreinsa skóg á 100 ekrum lands, fyrir 12>4 shilling ekruna og fékk menn sér til hjálpar. Vann hann við ýmsa samningsvinnu í 9 mánuði; fór síðan til Melbourné aftur; komst á skrif- stofu hjá manni, sem RobinsonTiét og var formaður fyrir námufélagi; var þar í 9 mánuði. Þá sendi félagið hann til Tasmamiu i námuvinnu! og fékk hann þar 8 shillings á dag; var þar 1 ár; þá hætti félagið störfum. Fór Halldúr þá í v'innu til bræðslufélags og var hjá þvi í 15 mánuði. Þar fann hann upp endurbót á bræðsluáhöldum og fékk hærri laun og betri stcVðu fyrir verkið. Málmurinm haföi runniö út úr bræöslukatlinum þannig, aö hann skemdi olíuna; en þetta lagaöi Halldór. Hafði hann eftir pað 9 shillings á dag. Nokkru síðar fór hann til Melbourne aftur og gerðist um- boðssali fyrir verzlunarfélag. Við það var hann þangað til 1905; þá sendi félagið hann til Nýja Sjálands og vann hann þar fyrir það í 3 ár og var þar deildarstjóri fyrir Jjað. Hingað kom hann 1908 og lagði þegar $6,000 i fasteignaverzlun með Arna Eggetrsson. Næsta ár byrjaði hann á eigin reikning og hefir rekið þá atvinnu hér síðan. Hann mun hafa bygt fleiri hús en flestir eða nokkr- ir aðrir landar, alls um 200, þar á meðal nokkur stórhýsi. Halldór hefir ferðast svo að segja urn allan heim og ætti hann að Jiafa frá mörgu að segja til þess að rita fróðlega ferðabók. Halldór er kvæntur danskri konu, er Laura Larson heitir, og eiga þau saman 4 börn. Sauðfé t Utah Samkvæmt nýútkomnum skýrsl- um eru 2,000,000 sauðfjár í ríkinu Utah, og er J>að talið $9,000,000 virði. Árið sem leið gaf þetta fé af sér í ull $3,000,000, og kjöt af fé sem var slátrað var $4,000,000 virði. Vörður um þinghúsið Vegna hinna stórkostlegu slysa sem rekið liafa hvert annað í Can- ada að undanförnu, bœði í Ottawa og víðar, hefir sterkur hervörður verið skipuður í þinghúsinu hér, bæði úti og inni. Þykir svo út líta sem flokkur manna sé að verki i landinu til þess að gera ýms spjöll. Kristj án Octo Goodman Hann er fæddur 1. október 1896 hér í bænum; foreldrar hans eru þatt Kristján (Guðmundsson- Good- man og Jónína Magnúsdóttir. Komu þau frá Hafnarfirði á ís- landi 1886. Þau eiga heima að 576 Agnes stræti. Kristján innritaðist í “Imperial Motor Transport” 11. janúar þ.á., og lagði af stað áleiðis til Englands 5. febrúar með þeim hóp, sem þá fór. Bruni í Wadena. “Wynyard Advance” getur þess 3. febrúar að hin stóra verzlunar- búð F. E. Vatnsdals hafi brunnið til kaldra kola á sunnudagsmorgun- inn 23. janúar. Búðin var vátrygð að nokkru, en skaðinn samt mikill. BITAR Telegram hefir skift um höfuð- föt; lagt niður gömlu húfuna og sett upp samskonar hatt og Tribune. — Það er eins og þegar ÞórðUr gamli Alamala var dubbaður upp með pípuhatt af Birni Olsen. Aðeins tvö bréf sem Lögbergi hafa borist í síðastliðna 4 mánuði hafa lýst óánægju yfir blaðinu. Annar bréfritarinn vill ekkert hafa um pólitík, ekkert um kvenréttindi. ekkert um bindindi, ekkert um hcil- brigði, ekkert iim búnað, enga bita og ekkert fyrir börn; bara striðs- fréttir og ekkert annað— og hann tekur það sérstaklega fram að sér sé sama hvort fréttirnar séu sanrar eða lognar. Conservativar. mynduðu nýja menn úr öllum gömlu mönnunum í fyrra og nú hefir Telegram gert það sama, skift um eigendur, en eru ])ó þeir sömu. — Gottsveinn gamli krítaði einu sinni hvíta blesu fram- an í brúnan hest, sem hann stal, til Jiess aö hann þektist ekki. Sem dæmi upp á það hversu fljótt Ivögberg kemur með fréttii má geta þess að maður kvæntist hér í bænum nýlega og las Jrað í Lögbergi rétt áður en presturinn gaf hjónin saman að þau væru að gifta sig. Það hringlar hátt í Kringlu- kvörnum í dag — stendur i bælið ritstjórans. Þinghúsið í Ottawa brennur til kaldra kola Einhver stórkostlegasti bruni í sögu landsins að mörgu leyti. Sjö manns brenna til dauðs, þar á meðal einn þingmaður. 50,000 bindi af bók- um brunnin. Á fimtudagskveldið flaug sú fregn út um allan heim að þinghús- ið í Ottawa stæði í björtu báli, og eftir tiltölulega stuttan tima var það brunnið til kaldra kola. Áuk byggingarinnar sjálfrar brann þar bókasafn mikið og mörg verðmæt skjöl. Sjö manns mistu lífið og voru t>eir þessir: Frú Morin frá Ouebec. Frú Henry Bray, einnig frá Quebec, sem | báðar voru gestir hjá þingstjóran-! um. Alphonso Desjardines lögreglu- |>jónn og sonur hans'. Maður að nafni Robert Fanning. J. B. R. Lepland aðstoðarritari neðri mál- stofunnar og B. B. Law liberal þingmaður frá Yarmouth. Þessir eru þeir sem menn vita með vissu að fórust, en auk þess er álitið að þeir hafi verið fleiri. Allmargir meiddust auk ]>eirra sem dóu, þar á meðal skaðbrendist Mar- tin Burrell aðstoðar ráðherra bún- aðarmála bæði á andliti og höndum. Walter Hill matreiðslumaður brendist hættulega á baki. Berry slökkviliðsmaður var nærri kafnað- ur og auk ]>ess skaðfrosinn á hönd- unum. Margar getgátur eru um það hver hafi verið orsök brunans. Halda sumir að hann sé af völdum Þjóðverja eða þýzk sinnaðra manna; þykjast jafnvel hafa heyrt heitingar í þá átt að þetta yrði fram- kvæmt; sumir þykjast hafa séð ó- kunna menn í þinghúsinu grun- semdarlega, sem þeir halda að hafi verið við þetta riðnir. Aðrir telja liklegt að bruninn hafi orsakast af því að gálauslega hafi verið kástað vindli og kviknað í bréfum af þeim ástæðum. Þinghúsið var bygt á fagurri hæð þar sem sást út yfir Ottawa fljótið og var þar einkar fagurt. Var horu- steinninn að því lagður árið 18Ó0 af prinsinum af Wales, er síðar varð Játvarður konungur sjöundi, en fjórum árum síðar var það opuað til stjórnar nota. Byggingin kost- aði $6,000,000. Fjármálaáætlun Sam- bandsstjórnarinnar Thomas White fjármálaráðherra lagði fram áætlun um tekjur og gjöld ríkisins fyrir fjárhagstímabil- ið sem byrjar 1. april næstkomandi, á föstudaginn var. Útgjöld varu þar áætluð að verða alls $188,981,- 218. Er það $8,000,000 minna en árið sem leið. Til opinberra verka er áætlað $6,660,607 minna en í fyrra; til verzlunar og viðskifta og kornhlaða $1,840,000 minna, til járnbrauta og skurða $13,260,502 minna. Fyrir auknar rentur á skuldum ieru útgjöldin $16,001,253 hærri en í fyrra og fyrir eftirlaim $915,122 hærra. $3,000,000 eru áætlaðar til Hud- sons flóa brautarinnar og kornhlað- anna; sést það á því að ekki á að halcla eins örugglega áfram með það verk og í fyrra, því þá voru vcittar til jiess $5,500,000. Til National Transcontinental brautar- innar eru áætlaöir $1,500,000, fyrir Quebec brúmar sem enn er verið að byggja og verður ekki fullgerð fyrr en 1917, eru veittir $3,450,000. Áætlun fyrir St. Johns höfnina er færð niður i $1,000,000 úr $1.500,- 000, og fyrir bætur á höfnum og ánni í Port Arthur og Fort William er áætlun færð niður í $1,000,000 úr $1,700,000. Til skipakvíar i Halifax eru veittir $2,500,000; til umbóta á höfninni i Quebec'$490,- 000; til skipakvíar í Quebec $1,500,- ooo1; til þess að l>æta innsiglingu í Quebec höfninni $700,000. til að bæta höfnina i Toronto $600,000; til að bæta skipaleið í Frönsku ánni $400,000; til að bæta höfnina í Van- couver $350,000. Til að bæta höfn- ina i Victoria $1,000,000, og til skipakvíar í Esqvimalt $200.000. í Manitoba á að gera það sem hér segir: Byggja æfingaherstöö i Alta- mount fyrir $10,000; opinbera byggingu i Boissevein fyrir $20,- 000; opinbera byggingu í Brandon fyrir $80,000; op:nbera byggingu i Carberrv fyrir $27,000; opinlæra byggingu i Dominion City fyrir $18,000; opinbera byggingu í Elk- horn fyrir $19,000; opinbera bygg- ingu í Gretna fyrir $25,000; opin- bera byggingu í Manitau fyrir $20,000; opinbera byggingu í Melita fyrir $9,000; opinbera bygg- ingu í Minstonas fyrir $10,000; op- inbera bygingu í Norwood Grove fyrir $19,000. Heræfingaskála í Potrage La Prairie fyrir $20'.ooo. Op nbera byggingu í Rivers ffyrir $20,000. Heræfingaskála í Souris fyrir $15,000. Hermanna bústað í Winnipeg fyrir $150,000. Sam- bandsbyggingu í Winnipeg fyrir $44,000. Innflutningabyggingu í Winnipeg fyrir $43,000. Heræf- inga skála í Norður Winnipeg fyrir $9,000. Póststöð “C” í Suður Winnipeg fyrir $60,000. Póststöð “D” i Vestur Winnipeg fyrir $75,000. Póststöð “E” í Winnipeg fyrir $75,000. Snjóflóð veldur tjóni. Northern Pacific járnbrautarlest var fyrra þriðjudag nálægt Stam- pede skarði i Klettafjöllunum á leið frá Seattle, og kom þar á það snjó- skriða að framan og grófust tveir vagnarnir og ketillinn í snjóinn og brotnuðu talsvert. Fjóirr farþegar meiddust allmikið, en enginn misti jjifið. Verksmiðja brennur. Stórkostlegur eldur kom upp í Ottawa á laugardaginn i verk- smiðju þar, sem verið var að búa til stríðsvörur fyrir stjórnina. Fé- lagið sem verksmiðjuna átti heitir Grant, Holden & Graham Co., verksmiðjan brann svo að segja til kaldra kola og er skaðinn metinn á $20,000. Enginn veit um ástæðu brunans'. Eimskipafélag Islands Hlutasölunefndin hér áttti fund með sér á mánudagskveldið var til að ræða um möguleika á að inn- heimta ógoldið hlutafé Vestur-ís- lendinga, sem allra fyrst, og til að fá nýja hluthafa í Eimskipafélagið, svo að vér getum sem fyrst fullgert þá 200,000 króna upphæð, sem vér gengiunst fyrir að safna hér vestra til stofnfjár félagsins. Sömuleiðis til að gera ráðstafanir til undirbún- ings fundarins sem hér á að halda í næstu viku til að kjósa sendimann til að vera á aðalfundi félagsins í Reykjavík í júní n.k., og til að eiga sæti í stjórnamefnd þess um næstu tvö ár. — Fundurinn ályktaöi: 1. Að kjörfundurinn skal hald- inn á miðvikudagskveldið 16. þ.m. að 696 Sargent Ave. á suðvestur honri Sargent og Victor St. 2. Hann á að byrja stundvíslega kl. 7 og skal þá strax gengið til at- kvæða um þá, sem hluthafar æskja að mæti á ársfundi félagsins í Reykjavík í júní n.k. Finnig verða þá líka greidd atkvæði um þá sem hluthafar óska aö setja í stjórnar- nefnd félagsins næstu tvö ár. — Atkvæðagreiðslunni skal lokið kl. 9 og verður þá strax tekið að telja at- kvæðin og fundi ekki slitið fyr en því er lokið. Þá verða og talin at- kvæði allra þe'rra hluthafa í félag- inu, sem búa í hinum ýmsu bvgðar- lögum hér vestra og sem nú dag- lega eru að senda umboðs- og kjör- seðla sína til nefndarinnar hér. 3. Allir þeir sem hafa fullborg- að hlutafé sitt eiga atkvæði á þess- um fundi, þótt þeir hafi ekki fengið hlutaskirteini sín frá íslandi. Sömu- leiðis eiga allir þeir atkvæðisrétt á fundinum, sem svo mikið hafa goldið af hlutafé sínu að það full- borgi einn eða fleiri hluti og er þá atkvæðamagn þeirra í réttum hlut- föllum við hlutatölu þá sem þeir teljast hafa borgað að fullu. Af hlutafé því sem íslendingar hafa ritað sig fyrir eru nú borgað- ar til féhirðis hér 166 þúsund kr. Þar af sendar til íslands 161 þús. kr., en 5 þús'. kr. hér hjá féhirði. Hluthafar í Winnipeg eiga ennþá ógoldnar hartnær 26. þús. krónur af þeirri upphæð, sem þeir hafa ver- ið ritaðir fyrir, og í bygðunum víða eru stórar upphæðir ógoldnar. Nefndin óskar að allir sem geta greitt alt eða einhvern hluta af hlutafé sínu geri það fyrir fundinn og einnig að þeir sem vilja styrkja félagið með hlutakaupum geri það sem fyrst. Þess skal getið að í bréfi því sem fyrir skömmu var sent út um sveit- irnar, ásamt með umboðs- og kjör- seðlum, hafði eg af vangá ekki rit- að nema 14 nöfn nefndarmanna. Gieymst hafði þar nafn herra J. T. Bergmanns, sem er fimtándi maður í nefndinni, og er hann hér með beðinn velvirð'ngar á þeirri vangá, sem mér einum er um að kenna. Nefndin óskar að sem flestir hlut- hafar, sem þess eiga kost, sæki fundinn. Winnipeg, 8. febrúar 1916. B. L. Baldwinson, ritari. Vinnur $20,800 skaða- bætur. Maður að nafni Michael Killilea var í vinnu hjá J. P .Morgan þegar Frank Holt eða Eric Muent- er skaut á hann 13. júlí í sumar. Morgan hafði látið setja kaðal yfir brú, sem lá hein^ að húsi lians, til þess að hifreiðar kæmust ekki þar yfir. Vinnumaður hans kom á hjóli eftir brúnni og vissi ekki af kaðlin- um. Meiddi hann sig svo að ságt er að hann verði steinblindur af. Hann stefndi Morgan og krafðist $50,000 skaðabóta, en fékk $20,000 Kviðdómur dæmdi í málinu. 150 ára gömul. Indiánakona í Bakersfield í Cali- forniu er nýlega dáin, sem var 150 j ára gömul; hún hét Mary Tecuyas. I Hún var elzta manneskja af vissum Indiána flokki, sem nú er svo að segja útdauður og er kallaður I Tejonar. Þessi flokkur hefir átt I heima í dal-einum skamt frá Baker- field. Meðal þeirra eru enn lifandi rúmir 20 manns yfir 100 ára. Hermiþingið. Hermiþingið er orðið svo mikið aðdráttarafl að gestir sem í bæinn koma hyllast til þess að geta veriö þar. Þannig hafa menn upp á síð- kastið verið hér degi lengur en þeir ætluðu upphaflega, ef svo hefir staðið á að það gæfi þeim tækifæri til að vera þar. Lúðvík Laxdal frú Kandahar og Jóhannes Einarsson frá Lögbergi voru þar á mánudag- inn meðal annara gesta. Árs framlenging. Það er sameiginleg tillaga beggja leiðtoganna, Bordens og Lauriers, að kjörtímabil Sambandsstjórnar- innar sé framlengt um eitt ár, vegna stríðsins. Á. S. Bardal Það þykir alt af vel við eiga að sýna framan í þá sem að opinberum inálum vinna. Einn þeirra manna sem ótrauðast hefir starfað að bind- indismálinu hc!r á meðal vor um langan tima, er A. S. Bardal í Winnipeg. Hann er fæddur 22. apríl 1866. Foreldrar hans voru þau Sigurgeir Pálsson bóndi í Mývatnssveit og Vigdís kona hans Halldórsdóttir Jónssonar frá Bjarnastöðum í Bárðardal. Vigdís móðir- Arin- bjarnar og Jón Halldórsson faðir Halldórs sál. Jónssonar bankagjald- kera og Valgerðar sál. konu séra Þórhalls biskups voru systkini. Arinbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum til tvítugs aldurs. Hann kom til Vesturheims 1886; vann hér al- genga vinnu fyrstu þrjú árin, bæði viö járnbrautarlagningar og fleira og eitt ár hjá hérlendum bónda í Carberry.. Því næst gerðist hann ÆTLAR AÐ LEGGJA BAKKUS AÐ VELU Arinbjörn S. Bardal ökumaður í Winnipeg, seldi kol og annan eldivið, flutti fólk og farang- ur. Því starfi hélt hann áfram í 5 ár. Eftir það byrjaði hann að vera útfararstjóri; var starf hans í þeim verkahring fyrst í smáum stíl, en hefir vaxið ár frá ári, þangað til hann mun fullkomlega hafa sinn skerf á við þá sem bezt gera hér í bæ. er fallegur vunisburður og það bezta er að h.mn er alveg sannur. Það er eitt einkenni Arinbjam- ar, sem ekki er á allra vitund að oft þegar aðrir menn leita sér skemt- ana eftir hita og þunga dagsins, þá er hann þar sem fæstir vilja koma, að liðsinna þeim sem afvega hafa leiðst. Fyrir 9 árum bygði Bardal stór- hýsi, sem er þrílyft, 100 fet á langd og 60 á breidd og áfast við það hest- hús fyrir 20 hesta. Uppi eru íbúðir en niðri útfarar stofa og verk- smiðja. Hefir Páll bróðir hans I verið lionum ömrur irönri •srðast- liðin 15 ár og er nú skrifstofustjóri hjá honum. . Arinbjörn naut lítillar mentunar í æsku, eins og flestir þeir sem upp voru aldir í sveitum á Islandi á þeim tíma; en þrátt fyrir það hefir hann aflað sér talsverðrar Jiekking- ar í ýmsum efnum. Hann liefir tekið mikinn þátt í félagsmálum. Hann hefir stutt af alefli stjómar- stefnu Liberala og unnið svo að segja nótt og dag þegar í skorpur hefir farið fyrir kosningar. Hann hefir einnig verið öflugnr stuðn- ingsmaður kirkjuélagsins lúterska og gegnt þar ýmsum störfum. Hann er í “Ocjdfellow” félaginu og fyrsti formaður þess (Trovincial Grand Master) í Manitoba. En þar sem mest hefir borið á Arinbimi og liann mest látið til sín taka, er í bindindismálinu. Hann er fclagi stúkunnar Skuld og hefir verið það yfir 25 ár. Mun hann j vera fyrsti íslendingur hér vestra j sem tók lífstíðar skírteini í félaginu. Hann hefir í sex ár samfleytt verið j Stórstúku kosningastjóri í Mani- ■ toba og í siðgæzlunefnd fylkisins. Arinbjöm hefir lagt meira á sig .fyrir bindindismálið en flestir aðrir meðal vor — jafnvel meira en nokk- ur annar. Hann er svo að segja j reiðubúinn að yfirgefa störf sin og arðsama vinnu hvenær sem vera vill, ef þörf er á honum einhvers- staðar fyrir bindindismálið. Hann j þýtur svo að segja fylkið á enda, þegar kosningar eða atkvæða- greiðsla um áfengi er i nánd. Æjtti j hann að leggja fram reíkning fyrir | allan þann tíma og alt það starf sem j hann hefir látið bindindismálinu i té, þá væri það álitleg upphæð. Mál- ! efni voru væri vel borgið, ef ósér- I plægni stjórnaöi störfum margra I vor á meðal í eins rikulegum mæli j og Arinbjarnar. Þegar opnaðar eru dymar á heimili Arinbjarnar, þá er það fyrsta sem fyrir manni verður dá- litið spjald, sem hangir á veggnum, meö þessum orðum á letmðum: “Don't trouble trouble, till trouble troubles you”. Þessi orð lysa Ar- | inbimi betur en flest annað. Hann er gleðimaður mikill og er oft við- brugðið h’átrinum hans Arinbiarn- ar. En þótt hann sé glcðimaður, þá á hann til alvöru og hana djúpa. “Eg vildi engrm hafa í inínum húsum sem útfararstióra, ef eg misti einhver.i, annan en hann Ar- inbjörn” hefi ég heyrt marga segja: “Það er auðséð og heyrt á öllu að hann finnur til með manni". Þetla Arinbjöm er tvíkvæntur; var fyrri kona hans Sesselja Þorkels- dóttir og áttu þau tvö börn ; er ann- að þeirra á lífi, stúlka 20 ára gömul sem er að nema hjúkrunarfræði austur í Minneapolis. Síðari kona hans er Margrét Ingihjörg Ó'afs- dóttir úr Miðfirði og hafa þau átt 9 börn, eru sjö þeirra á lífi. Vinnur silfur-medalíu Kristjana Backnian. Þriðjud. 28. des. s.l. hélt stúk- an “Berg- lindin’’ nr. 150, I.O.G. T„ “Silver Medal Con t e s t” í Markland Hall, Otto P.O. Meda liuna vann systir Miss Kvæðið er hún flutti var “The Old Mans Story. — 1 dómnefnd voru þessir; Séra Guðmundur Arnason, JMr. Ol- son og Mr. Sigf. J. Sigfússon, og var álit þeirra að Miss Backman hefði leyst hlutverk sitt dæmalaust vel af hendi. Hér með fylgir mynd af ungfrúnni og af medalíunni sem hún vann. Óskað hafa nokkrir að “Gold Medal Contest” yrði komið á hér í borginni innan skamms, og væri mér ljúft að verða við bón þeirra isem allra fyrst. Ef allir þeir sem I.O.G.T. silfur medahu halda, vildu gefa sig fram, þá skal eg afhenda ]>eim hækur og hjálpa þeim alt er eg get. Jónína Lambourne. 850 Banning St. Phone Garry 2836.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.