Lögberg - 16.03.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.03.1916, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MARZ 1916 Yfirlýsing. Útaf því að í verkstofu Columbia Press félags- ins var prentað flugrit á íslenzku, sem var máls- vöm vínsalanna í Manitoba, er þeir svo lögðu fram í vínbannsbardaga þeim, sem staðið hefir yfir í fylkinu og nú er lokið, ræðst blaðið Heimskringla, sem út kom þ. 9. þ.m., að Lögbergi og aðstandend- um þess með bríxlum og fúlmensku. Oss virðist ekki nein sérstök ástæða til þess að eiga orðastað við blaðið að þessu sinni út af áminstu riti, því öllum skynbærum mönnum er það ljóst, að það kemur því ekki allra minstu vitund við, hvað vér tökum til prentunar og hvað ekki. Fyrst og fremst hefir það engan siðferðisleg- an rétt til þess að skifta sér af því, og í annan stað skortir Heimskringlu þroska til þess að geta dæmt um slíka hluti af nokkru viti. En fyrst rit þetta var gert að umtalsefni á annað borð, þá virðist stjómamefnd Columbia Press félagsins rétt að gera afstöðu sína og blaðs- ins í þessu máli ljósa öllum þorra íslendinga. pá er fyrst að geta þess, að blaðið Lögberg er með öllu aðskilið frá prentverkstæði félagsins (Job Printing), nema að því leyti að blaðið Lög- berg er þar prentað fyrir fastákveðið verð. J?að er ekkert annað samband á milli blaðsins og rit- stjóra þess og prentsmiðjunnar, og ber blaðið og ritstjóri þess því enga ábyrgð á því verki, sem gert er í prentsmiðjunni. pað gerir stjómar- nefndin eingöngu, eða umboðsmaður hennar. pegar umboðsmaður vínsalanna fór þess á leit við ráðsmann félagsins, að hann léti prenta þetta rit, þá kallaði hann stjórnarnefnd þess til viðtals og kom hún sér saman um, að það væri rétt að verða við bón þessara manna, þar sem þeim væri algerlega varaað að bera málsbætur fram í sínu máli á meðal íslendinga ef vér neituðum. Vér gátum eigi annað séð en að vínsalamir væru menn eins og vér. peim hefir verið með lögum leyft að stunda þessa atvinnu, þeir hafa allir lagt mikla peninga í hús og eignir í sambandi við þessa verzlun, og margir aleigu sína og fáir menn munu neita því, að mönnum sé það eðlilegt að vilja vemda eignir sínar og atvinnu. Vér álitum ekki að atvinna þessara manna væri til heilla fyrir þjóðfélagið, en vér álitum að þrátt fyrir það þá áettu þessir menn heimtingu á ekki minna réttlæti frá meðborgurum sínum, heldur en brezk réttvísi veitir jafnvel hinum lægst föllnu glæpamönnum, sém sé að bera vörn fram í máii sínu áður en að dómur er upp kveðinn. , Og þetta er ástæðan fyrir því að vér létum pjrenta þessa málsvörn vínsölumanna. í Oss var ómögulegt að skilja að málstaður bind- indismanna væri svo veikur, að honum vær’ hætta búin af því, þótt mótstöðumenn þeirra fengju að bera fram fyrir almenning sína máls- vbrn. Oss fanst að hann mundi þar á móti græða. Oss var og er ómögulegt að viðurkenna þá dygð eða þá karlmensku lund, sem vill fjötra mótstöðu mann sinn á höndum og fótum og berja svo á hon- um liggjandi. Að sönnu er slík hernaðar aðferð okki ein5 hættuleg og þegar mótstöðumaðurinn er laus, því jafnvel hin mestu ragmenni geta gengið á milli bols og höfuðs á óvinum sínum bundftum. En oss fanst þessi aðferð andstyggileg og léðum henni því ekki fylgi vort. En vér sjáum nú að það hefir ekki verið samkvæmt “kokkabók” Heims- kringlu, en við því verður ekki gert. Vér verð- um að láta oss nægja, úr því sem komið er, að leggja mál vort undir dóm óvilhallra og heiðar- legra manna. Stjómarnefndin. Dómur uppkveðinn. Síðan Lögberg kom út seinast hafa mikil tíð- indi og góð gerst í Manitoba. Tíðindi sem lengi verður minst í sögu landsins; tíðindi sem skapað hafa eldstólpa á eyðimerkur göngu annara fylkja, er beinir þeim að réttu marki. Lögberg hefir lagt til sinn litla skerf af alefli í þessu mikla verki og er það því ekki óviðeigandi að hér séu nokkur orð sögð að málalokum. I. Fimtán ára stríð. í fimtán löng óstjómarár hafa kjósendur Manitoba fylkis og þjóðin yfir höfuð háð það stríð er með svo miklum sigri endaði á mánudaginn. í fimtán ár hefir verið barist hvíldarlaust af hálfu bindindismanna og siðbótamanna þessa fylkis á móti því ofurafli, sem litlar vonir virtust stundum benda á að væri sigranlegt. í fimtán ár hefir verið barið höfðinu við stein árangurslaust og svo að segja vonlaust; höfði skynseminnar og réttlætisins við stein harð- stjómar, þrjósku og ósanngimi, til þess að aðeins sé farið sem vægustum orðum um það, sem virki- lega hefir verið. Menn og konur sem hag og heill þjóðarinnar báru fyrir brjósti hafa lagt fram fé og krafta í þessu óeigingjarna stríði. Feður og mæður hafa gert sitt ítrasta til þess að verja böm sín fyrir þeim óvætti, sem legið hefir við hverjar dyr og spúið eitri á allar götur þessa lands. pjóðin hefir í stórum herdeildum gengið á fund þeirra er framkvæmdarvaldið höfðu og beiðst þess að óvætturinn væri af dögum ráðinn. En svörin og undirtektirnar hafa ávalt verið þess ljós vottur, að stjómin sjálf hefir verið vemdandi foreldri óvættsins. Aldrei hefir móðir hlúð með ifteiri umhyggju að börnum sínum—al- drei hefir tígrisdýr varið betur unga sína en Rob- linstjómin brennivínsmennina. Stríðið var því óvinnanlegt — vonlaust — eins lengi og ekki var hægt að koma fram breytingum. En hér var um ójafnan leik að ræða. öðru megin var alþýðan, sem lifði undir alls konar kúgun og ólögum. peim megin urðu menn og kon- ur að vinna endurgjaldslaust, að öðru leyti en því, hversu mikil laun það eru sönnum mönnum að íeggja fram lið í góðri baráttu. Hins vegar var stóreflis her auðugra manna, sem ekki einungis höfðu fjárhagsleg ráð til þess að beita öllum ærlegum vopnum, heldur gátu vel samvizku sinnar vegna, beitt hvers konar vélum, af hvaða tagi sem voru. Og þessi óaldarflokkur hafði annars vegar í hendi sér, en hins vegar til vemdar sér, sjálfa stjóm fylkisins. Loksins vaknaði fólkið fyrir alvöru og fann ný ráð. pau ráð að neyta óhikað atkvæða sinna og reka Tammany flokkinn í Manitoba af höndum sér. pegar það var gert var aðalsporið stigið; sterk- asta vígið unnið og sigur svo að segja vís. pá fyrst sást fyrir enda fimtán ára stríðsins og nú er sigur fenginn, enn þá meiri og enn þá glæsi- legri en jafnvel þá dreymdi um, er allra trústerk- astir og vonbeztir voru. II. Seinasta skorpan. pegar gengið var út í seinustu hríðina, var vígaskjálfti í fylkingum á báðar hliðar. Bindind- ismenn voru vissir um það að ef þeir að öllu leyti nytu sín og engin óhöpp kæmu fyrir, þá væri þeim sigurinn viss. En þeir mintust þess einnig hvílík brögð þeir mættu óttast. peir vissu það að flokk- ur, sem var orðinn vanur því í fimtán ár að fót- umtroða lög og reglur með vernd sjálfrar stjóm- arinnar, mundi vera orðinn svo leikinn í listinni að eitthvað yrði reynt í síðustu hríðinni. peir vissu það að dauðir menn mundu rísa upp og greiða atkvæði, eins og vant var, ef ekki yrðu hafðar gætur á gröfunum. peir vissu það að reynt yrði að kaupa atkvæði manna og sannfæringu. En þeir treystu því að þrátt fyrir þessar til- raunir væri þeim nú nokkurn veginn borgið; þeir vissu að þeir höfðu nú réttláta og óhlutdræga stjórn, sem gæta mundi laga og hafa eftirlit at- kvæðisdaginn. Enda reyndist það svo. Atkvæðagreiðslan var þannig undirbúin að tæplega var hægt að koma við svikum eða mútum, og auga stjómarinnar horfði glaðvakandi á hvert spor sem stigið var. Áður en atkvæðin voru greidd var reynt af hálfu brennivínsmanna að hafa brögð í tafli, sér- staklega á vissum kjörstöðum, t. d. í St. Boniface, en Siðbótafélagið varnaði því með aðstoð dóms- málaráðherrans. Nokkrir menn voru teknir fastir atkvæðisdaginn fyrir klæki; einn fyrir mútur, annar fyrir að greiða atkvæði á annars manns nafn o.s.frv. En tiltölulega var það lítið, því óald- arflokkurinn hafði það á vitundinni, að ekki yrði hlíft við hegningu þeim er lögin brytu. Bindindismenn voru alstaðar á vaðbergi og lágu hvergi á liði sínu; enda fengu þeir frægan sigur að launum. pegar þess er gætt hversu margt var því til fyrirstöðu að vel greiddust atkvæði, þá er það enn þá eftirtektaverðara hvernig fór. pessi tími árs er óhentugur til ferðalaga venjulega, en aldrei fremur en nú. í síðastliðin 20 ár hefir ekki kom- ið eins mikill snjór og nú; eru brautir svo að segja ófærar víða hvar og auk þess var stórhríð um alt fylkið atkvæðisdaginn. Var því ekki búist við nema örfáum atkvæðum úti í sveitum. En það fór á annan veg. Siðbótafélagið fékk hvert skeyt- ið eftir annað úr öllum pörtum fylkisins þar sem frá því var sagt að ekki væru tiltök að aka á kjör- staðinn, vegir væru með öllu ófærir; “en við bara göngum” bættu menn við. Já, svo var áhugi fólksins orðinn sterkur. pað gekk langar leiðir í djúpum snjó og hríðarbil á kjörstaðina í stórhópum. petta er einstakt í sögu fylkisins. Árið 1902 þegar Roblin stjórnin lét greiða atkvæði um mál- ið á móti vilja fólksins, aðeins í því skyni að reyna að hafa afsökun til þess að geta svikið loforð sín, tóku bindindismenn sig saman og sátu heima. peir höfðu ekkert traust á því að jafnvel þótt lögin yrðu samþykt—sem þeir töldu ómögulegt undir þeirri stjóm—að þá yrði þeim framfylgt. Og lög sem sjálf stjómin reyndi að láta mishepnast hljóta að gera það. Nú hafði fólkið svo mikla trú á stjórnarfari fylkisins að það vildi leggja á sig alla hugsanlega fyrirhöfn til þess að fá lögin samþykt, af því það veit að þegar það er búið, þá verður þeim fram- fyigt. Hríðin er yíirstaðin, sigurinn er unninn og lögunum verður framfylgt. III. Stjórnin átalin. pegar ákveðið var að gengið yrði til atkvæða um þetta mál, þá glumdi við í afturhaldsblöð- um og bleðlum að nú væri sjálfsagt að stjómin leyfði konum atkvæði í því. pað voru taldar ótví- ræðar sannanir um tvöfeldni stjómarinnar ef hún léti ekki tafarlausj; skrásetja nöfn atkvæðisbærra kvenna. En þessir sömu menn gættu þess ekki, að samkvæmt lögum er Roblinstjórnin hafði leitt í gildi fer skrásetning ekki fram fyr en skrámar eru orðnar ársgamlar. pá hefði verið svo áliðið vors að útrunnin hefði verið vínsöluleyfin og því sjálfsagt að veita þeim framhaldsleyfi sem ekkert höfðu brotið í bága við lög landsins. petta hefði frestað atkvæðagreiðslunni um heilt ár. pá var það annað atriði sem vert var að at- huga og það er þetta. Ef konum hefði verið veitt atkvæði í þessu máli með öðrum reglum en venju- lega eða með sérstakri löggjöf, eins og hefði orðið að vera, þá hefðu vínmenn álitið að þeir væru brögðum beittir; þeim væri ekki gefið sanngjarnt tækifæri, þar sem sérstök löggjöf væri útgefin að- eins í því skyni að fella mál þeirra. í öðru lagi hefði því verið haldið fram að karl- menn þessa fylkis væru svo brennivínselskir að ekki væri tiltök að vinna málið með atkvæðum þeirra einna, þeir yrðu að fá meðhjálp kvenna. Bindindismennirnir hefðu ekki þorað að leggja út í baráttuna án atkvæða kvenna. En bæði bindindismenn og stjórnin vissu það vel, að hvenær sem atkvæðisbærir karlmenn í Manitoba fengju óhindrað og undir sanngjarnri stjórp að greiða atkvæði um þetta mál, þá væri því sigur vís. pað er ekki fólkinu í Manitoba sem það er að kenna að vínsalan hefir haldist, með öllum hennar óheillaafleiðingumi Fólkið hefir fyrir löngu lýst yfir vilja sínum í því efni. En vilji þess var fótum troðinn og einskis virtur. pað var Manitoba stjórnin sem á móti meirí hluta kjós- endanna hafði haldið verndarhendi yfir þessari óguðlegu verzlun. Nei, stjómin hefir breytt vel og viturlega í þessu máli. Hún hefir gefið karlmönnum einum tækifæri til þess að þvo þann svarta blett af sér, sem þeir einir eru valdir að. Stjómin veitti þeim til þess þann rétt sem þeir áttu heimting á og sanngjörn vopn til baráttu. petta hafa þeir ræki- lega fært sér í nyt og leikslokin eru kunn. Stjórnin á þakkir skyldar frá oss karlmönnun- um fyrir það að hafa gefið oss tækifæri til þess að hefja oss þannig í áliti alls umheimsins. IV. Beina löggjöfin. petta er í fyrsta skifti sem eðli beinnar lög- gjafar hefir komið fram óhindrað í verkinu í Manjtoba, og er það gleðilegt tákn tímanna hversu vel það fórst. Hefði þetta mál verið borið upp með kosning> um, þá hefði flokkaskifting komið því fyrir katt- arnef. pá hefðu conservativar margir hverjir greitt atkvæði á móti flokknum og þar með á móti lögunum. Meira að segja sumir bindindismenn hefðu metið flokkinn meira en félag sitt og gott málefni og greitt atkvæði á móti. Beina löggjöfin hefir þann mikla kost að menn geta stutt sinn eiginn pólitíska flokk og á sama tíma greitt atkvæði með eða móti málum eftir sannfæringu sinni, sem oft er ómögulegt að sam- eina hinu. Og eins mætti geta í sambandi við þetta atriði. Ef stjómin hefði ekki verið bindindi hlynt, þá hefði henni ekki dottið í hug að veita beina lög- gjöf; því hún mátti vita það að jafnvel þótt lögin hefðu verið feld í þetta skifti, þá hefðu þau verið tekin upp aftur næsta ár undir hinum nýju lögum beinnar löggjafar og konurnar þá sópað það sem vér karlmennirnir hefðum vanrækt. Beina löggjöfin hefir með þessari atkvæða- greiðslu riðið svo vel í garð að allir Manitobabúar hljóta að sannfærast um blessun hennar. Hún er mesta réttarbót sem þessu landi hefir hlotnast. V. Framtíðin. En nú mega bindindismenn ekki leggja árar í bát. peir mega ekki láta það henda sig að þeir telji allrar vinnu vanþörf hér eftir. pví hefir verið haldið fram að þessi lög reynist illa; bind- indi verði ekki barið inn í menn með lögum; lögin verði brotin. Og það er satt, þessi lög verða brot- in, eins og öll önnur lög eru brotin. En við því má búast að brennivínsmenn geri alt mögulegt til þess að láta lögin mishepnast; geri alt til þess að brjóta þau og láta brjóta þau, í því skyni að sanna með því hrakspár sínar. petta þurfa bindindis- menn að hafa sér fast í huga eftir 1. júní. Aðal- starf þeirra eftir það er að sjá um í sambandi við stjórnina og samvinnu við hana að hlífðarlaust verði allir kærðir og öllum refsað sem reyna að brjóta lögin. pað er því áríðandi nú fremur en nokkru sinni áður að vera á verði og vaka; vinna og láta ekki neinn bug á sér finna. Nú þarf að halda við öllum deildum og auka þær og stofna nýjar, þar sem því verður við komið. Undir því er ávöxtur þessa mikla stríðs kominn að því sé ekki gleymt að eins mikils virði er að gæta fengins fjár og afla þess. STAKA. Eru að gerast örlög köld öldnum þjóðaböðli. Bakkus með sín véla völd valt úr gyltum söðli. S. J. Jóhannesson. W THE DOMINION BANK Mr UUHitill B. (Mll.tClt. M P„ Prm W O. MATTHJCW8 ,Tlw-Pi« C. A. BOtiEKT. tieneral Hsiiager. Borgnöur liiiriiöstóll............ Varasjóður oj; óskil'tur ábatl 8A.nno.ooo $7.300,000 BYUJA MA SPAIUSJ6»»REIKXIXG MEU 81.00 paö er ekkl nauðsynlegt fyrlr blg aö b«öa þangaö til þú átt álitlega upphæö til þess aö byrja sparlsjöösrelkning viö þennan banka. Viðskifti má byrja með $1.00 eða melru, og eru rentur borgaðar tvlsvar á árl. Xotre Dame Branch—\V. M. HAMIIjTON, Manager. Selklrk Branch—M. S. BUKtiKK, Manager. Fylkisþinginu slitið. Þinginu vaf slitið á föstudaginn og eru allir sannsýn r menn á einu máli með það að aldrei hafi af- kastameira Jiing setið í þessu landi. Saga Norrisstjórnarinnar er stutt enn þá, en hún er alveg einstök í sinni röð. Engin önnur stjórn í þessu landl—og þótt víðar sé leit- að—hefir á fyrsta þingi komið svo að segja hverju einasta máli í framkvæmd, sem hún lofaði fyrir kosningar. En það hefir Norris- stjórnin gert—og mik’.u meira en það. Mörgum málum, sem aldrei var fyr minst á, hefir hún tafar- laust hrundið í framkvæmdir. Og þannig hafa þessi mál mörg verið vaxin að Manitoba verður tekið sem leiðtogi annara fylkja í það hefir gengið á undan með Jiví góða eft’rdæmi, sem hin fylkin hljóta að taka upp fyr eða siðar. Þannig hefir Manitobafyklið orðið fyrst til þess al’.ra fylkja í Cana^a að veita konum fullkomið jafnrétti við menn. Það er ekkert hálfverk á því sem hún gerir Norrisstjórnin. Hún hafði aðe ns lofað konum atkvæðisrétti, en þeg- ar frumvarpið var til umræðu fóru þær einnig fram á kjörgengi, og var þeim það veitt tafarlaust. Kon- ur í Manitoba—og hvergi annars- staðar í þessu ríki—hafa því öll réttindi til jafns við menn í ö’.lum efnum. Slik spor eru ekki stigin nema af sannri framfarastjórn. Frumvarpið um beina löggjöf var einnig afgreitt sem lög frá þinginu, og er Manitoba |>ar ekki síður á undan systurfylkjum sín- um. í seinni tíð hefir sú stefna rutt sér til rúms meira og meira með hverju ári að fólkið eigi að vera herrann, en stjórnin þjónn þess; fólkið eigi að skipa, en stjórnin að hlýða; fólkið eigi sjálft að segja til Jiess hvað þaö vilji að gert sé og hvað látið ógert, en stjórnin eigi ]>ar aðeins að vera framkvæmdarvald eða afl þeirra hugmynda sem fólkið vilji koma fram. Beina löggjöfin er afleiðing þeirrar stefnu. Frumkvæðisréttur kjósenda og ákvæðisréttur þeirra hefir hlotið viðurkenningu í augum allra sannra og rétthugsandi borg- ara. Þetta hefir Norrisstiórnin séð og skil ð—ski’.iö það að hún er þjónn en ekki harðstjóri. Þessi nýju lög um be’na þitttöku fólks- ins í stjóm landsins eru svo stór- kostlegar réttarbætur að ekkert jafnast við. Þegar fólkið vill að þingið taki fyrir eitthvert mál, þá getur það samkvæmt þessum lög- um samt stjórninni frá því og hún verður að láta að vilja jiess. Sam- kvæmt þessum lögum getur fólkið e!nnig bannað stjórninni að fram- kvæma það sem því finst vera sér í óhag; stjórnin getur ekki sam- kvæmt þessum nýju lögum, samið lög og gefið þeim gildi, nema með vilja fólksins; sé það óánægt með eitthvert laga ákvæði, þá getur það blátt áfram skipað stjórninni að bætta við það. Þessi eru hlunnindi læinnar lög- gjafar; }>etta hefir Norrisstjómin veitt og er það ljós sönnun þess að hún hugsar sér í einlægni að vinna að framkvæmd í samræmi við óskir kjósendanna, þjóðarinnar. Það sýnir það glögt að hún viðurkennir í verki yfirráðsrétt fólksins og tel- ur sig skylda að hlýða honum í einu og öllu. En J>etta eru stórkostTegar breyt- ingar; það er aðeins sannarleg framfarastjórn sem lætur sér slík risaskref til hugar koma. Vinsölubannið sem atkvæði voru greidd um í fyrra dag, er eitt stór- sporið i byrjunargöngu ]>esasrar stjórnar. Hún lofaði því aö þar skyldu kjósendur fá óhindrað tæki- færi til }>ess að láta i ljósi vilja sinn. Lögin snerta almennings heill og var það þvi einkar sanngjarnt að almenningur réði þar með atkvæð-1 um. Og hreinleikur flokkanna ogj stjórnanna—þeirrar sem frá féll og hinnar sem nú situr á stóli verð- ur með mestri sanngirni samanbor- inn á þann hátt að bera saman at- kvæðisgreiðsluna 1902 um þessi sömu lög undir umsjón Roblin- stjórnarinnar og nú á mánudaginn undir umsjón Norrisstjórnarinnar. Þann mismun kannast allir við og honum þarf ekki að lýsa. En það er fleira en þessi þrjú stórmál, sem }>ingið hef r haft með höndum og lokið við. Það af- greiddi yfir 140 mál og flest sér- lega þýðingarmikil. Þau helztu eru þessi: 1. Afnám Coldwells auka’.aganna. 2. Skylduskólaganga. 3. Afnám skiftrar kenslu í al- þýðuskólum. 4. Lög um breytingu á kosn’nga- lögum til þess að hægt sé að kæra fyrir kosningasvik. en það hefir Roblinstjórnin gert lítt mögulegt. 5. Lög um bætta meðferð á föngum og stofnun fangabú- garðar. 6. Afnám allra þeirra ósiðferðis- klúbba sem verið höfðu þjóð- inni glötun og svívirðing á tímum Roblins. 7. Lög sem banna að piltar vinni á verkstæðum yngri en 14 ára eða stúlkur yngri en 15 ára. 8. Samtenging búnaðarskólans við háskóalnn. Með því er á fót komið stórri og veigamik’lli nytsemdarstofnun, sem álít hlýtur að vinna þessu fylki í augum annara. 9. Lög um skaðabætur og upp- bætúr fyrir verkamenn í ýms- um tilfellum. 10. Lög um styrk handa þurfandi mæðrum, og eru það ágæt lög. Varði forsætisráðherrann sjálf ur miklum tíma til þeirra laga. 11. Ivög um búnaðarstyrk til fá- tækra bænda, sem byrjuðu úti á landi. Er það styrkur í stór- um stíl, sem bæði hlýtur að verða til blessunar einstak- lingum þeim er hans njóta og fylkisbúum í heild sinni. 12. Lög um það að leggja meiri skatta á járnbrautir og eftir sanngjarnari mæl’kvarða. 13. Lög um tekjur af skemtihús- um. Er það mjög sanngjarnt. Leikhús og aðrar skemtistofn- anir draga tugi þúsunda úr vasa alþýðunnar árlega og er það vel til fundið að þaðan komi framvegis meira í ríkis- fjárhirzluna en hingað til hef- ir átt sér stað. , 14. Lög sem heimili hverju hér- aði eða sveit að haga sköttum meira eftir ástæðum í hverju tilfelli fyrir sig en verið hefir. Þetta er að eins það helzta. Á þessu þ’ngi hefir margf verið eftirtekta vert, en þó eitt öðru miklu fremur, og það er fram- koma landa vors, Thos. H. John- son ráðherra. Það var oftast viðkvæðið hjá andstæðingum hans þegar Roblin- stjórnin sæla sat að völdum, að Johnson væri snja’.l í aðfinningum, enda væri það oftast hægðarleikur; þeir töldu það víst að hans aðal- eða jafnvel eina þingmanns ein- kenni væri það að finna að og veita mótstöðu; enda var það mála sann- ast að á engum bar meira en hon- um í mótstöðuliðinu á meðan Tam- many flokkurinn sat hér að völd- um. Honum fremur en öllum öðr- um eiga Manitobabúar þau góðu skifti að þakka sem hér eru á orð- in. En nú reynir á aðra hlið þing- hæfileika hans, og hefir hann þar reynst ekki miður. Johnson hef- ir á þessu þingi flutt fáar ræður og stuttar, en kjarnyrtar hafa þær verið og hrundið til framkvæmda. Öll stærstu málin lét liann sig skifta og enginn steig framar í endurbót- um á þingi en hann. Hann ver nú mestum tíma sínum til fram- kvæmda síðan hann lauk þeim mikla bardaga og sigursæla, er lengi mun verða i minnum hafður.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.