Lögberg


Lögberg - 20.04.1916, Qupperneq 2

Lögberg - 20.04.1916, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. APRIL 1916 PÁSKA HEIMILI Eruð þér við páskunum búin með alt sem til heimilis heyrir? Ef þér skylduð hv auðvelt vér gerum mönnum fyrir með borgun þá yrðuð þér hissa á því hve hægt það er fyrir yður að hafa heimili yðar eins og þér óskið. Sjáið þá verðmæti vort sem vér bjóð- um sérstaklega þessa viku á nýjum húsgögnum. Þetta er aðeins fátt af því marga sem þér getið séð i búð vorri. Um páska vikuna bjóðum vér þessar þrjár sérstöku tegundir af gólfdúkum, en vér ráðleggjum yð- ur að velja snemma, því þetta gengur fljótt upp. Brussel gólfdúkar. Aðeins 12, heimagerðir og að- fluttir gólfdúkar að mestu leyti gulleitir á lit, hentugir í svefnher- bergi, hafa verið seldir fyrir $34.50 Aðeins einn eftir af hverri gerð. Stærð 3x4 yards. Sérstakt verð til að losna við ......$21.25 Wilton gólfdúkar. Aðeins 15 þykkir Wilton gólf- dúkar, flestir með öllum nýmóðins persneskum litum, svo sem blönd- un af bláu og brúnu, grænu og brúnu, og brúnu og gulu. Hentug- ir í hvaða svefnherbergi eða borð- stofu sem er, 3x31/2 yards að stærð. Vanaverö upp í $52.00. (£OQ CA Sérstakt verð.......0*7.01/ . Skozkir gólfdúkar. Aðeins 25 skozkir ullar gólf- dúkar ljósleitir; hentugir í svefn- herbergi; ábyrgst að ekki litist upp; sérstaklega er mælt með þeim sökum þess hve þeir endast vel; gráleitir, ljósleitir, ljósgrænir eða gulir, 2i/>x3 yards að stærð. Vanaverð upp í $24.00.d»-i á Sérstakt verð .... <P* ^ Dinner Sets Bæði til miðdags- og kveldverðar úr hvítum leir—enskum, postulín áferð, fallega skrýddir með gull röndum og rósum. Settið er 97 stykkja. — Vana söluverð $19.75. $13.75 Sérstakt verð Winner Washer Pessi vél er búin til úr völdum, gömlum viCi, hörðum og góðum. Balinn er girtur með þremur stálgjörðum. pað er svo auðvelt að stjórna vél- inni að það er leikur fyrir börn að gera það. Myndin sýnir vélina nikvæm| lega. Sérstakt verð $7.95 Þvotta Vindur Aðeins fimm fatavindur til, allir nabbar í hulstri; keflin eru úr hreinu, hvltu togleðri, ábyrgst f ár. Sérstakt verð $3.85 Nú er sá árstími þegar þér eðlilega hugsið um að klæða hús- gögn yðar. Vér stöndum sérstak- lega vel að vígi til þess að bæta úr þörfum yðar og vildum leggia það til að þér leyfðuð oss að láta menn frá oss koma til yðar og ráðgast við yður um sumar og vor búning á húsgögnum yðar. Bæjartími er vor tími Kommóða eins og myndin sýnir, úr eyk (quarter oak), ma- hogni eða svörtu valhnotu- tré; fallegt lag með spor- öskjulöguðum spegli 18x38 þumlungum að stærð. Ef þessi kommóða væri keypt með vanaverði væri hún 330.00; sérstök innkaup gera oss það mögulegt að selja yður hana( fyrir .. .. $12.95 Frystiskápar vorar eru búnar til eftir vorri eigin sérstakri pöntun. Kassinn er allur búinn til úr hörðum viði, þykkum, göml- um og gulum að lit; hvltt leirllki að innan; stór Is- kista með vlrhyllum og bras bryddingum. Alveg eins og myndin sýnir, 16 þuml. djúp- ur, 23. þumlunga breiður. verð..... Sérstakt $10.65 J. A. BANFIELD 492 MAIN STREET Phone GARRY 1 580 Saga New York. (FramhA Næstu þrjá daga drápu þeir ioo manns, margt af því konur og börn. Nokkrir Indíánar voru drepnir, af þeim fáu sem til varn- ar voru. Tuttugu og átta blómleg- ir búgaröar voru lagöir í rústir. Var eignatjón metiö á $80,000. Þó voru afleiöingarnar verri en eigna- missinn, því ótta miklum sló yfir bændur og búaliö, svo margir yfir- gáfu eignir og óöul. Stugvestaat sýndi mikiö meiri hyggindi en fyrirrennari hans Kieft, við aö stöðva bardaga og blóðsútheilingar og útrýma hatri og hefnigimi. Kallaöi hann Indiána foringja á ráöstefnu og var þar friður saminn. Trúarbragðafrelsi var fyrirskip- að af Hollendingum í stjórnarskrá nýlendunanr. Höfðu nýlendubúar notiö þess frelsis óáreittir, þar til Stuyvesant varð nýlendustjóri; er sérstaklega um þaö kvartað á hans síðustu stjórnarárum. Vildi hann þá enga trú eða kirkjudeild viöur- kenna, nema hina hollenzku ,‘re- formeruðu’ ’ kirkju. Lúterskir prestar höfðu verið sendir til Ame- ríku frá Hollandi. Stuyvesant rak þá burtu úr sínum ríkjum. Þeir sem ekki vildu láta presta úr hinni “reformeruðu” kirkju skíra börn sín og gera önnur prestsverk, voru sektaðir og þeim kastað í fangelsi. Einn “baptista” prest sektaði hann 1000 pund sterling, og gerði hann étlægan úr nýlendunni. Meö kvek- arana var þó farið verst af öllu, |>eir voru pyntaðir og hraktir og hrjáðir, bæði í nýlendum Englend- inga og Hollendinga. Domine, einn úr stjórnamefnd félagsins, kvart- aði um það við Stuyvesant að sor- inn—úrhrökin úr nýlendum F.ng- lendinga, kæmi til þeirra. Spurði hann með þjósti miklum því ný- lendustjóri léti þesskonar fólk hafa friðland, sem aðrar nýlendur dæmdu verri en landplágur eða i)la anda (pestilence). Nokkru siðar kom til nýlendunnar vel þektur enskur kvekaraprestur, Robert Hodshane, og veitti prestsb :ónustu í ITemstead. Litlu síðar var hann handtekinn og dreginr. fyrir dóm- ara. Stuyvesant skipaði að setja hann í bönd—binda hann rxkilega aftan í tvihjólaðan flutningsvagn og snúa andlitinu niður. Tvatr konur höfðu verið teknar fastar með presti þessum, fyrir að veita honum næturgistingu. Vortt þær settar fyrir vagninn, önnur með ungbarn i fanginu, og látnar draga hann í gegnum bæinn. Nokkru síðar var dómur upp kveðinh og prestur dæmdur til að borga $250 sekt, eða tveggja ára fangelsi við grjótvinnu. Hann gat ekki borgað sektina, átti þar heldur engan vin, svo hann var bundinn með keðjum við hjólbörur og látinn aka grjóti með svertingja glæpamönnum. Englendingar taka New Amsterdam eftir 50 ára yfirráð Hollendinga. framtíðarvonir hinna hugdjörfu frumbyggja þessarar álfu. Charles I. kom til valda 1625, og þá um leið byrjaði baráttan á milli einveldis og þingbundinnar stjórn- ar, sem hélzt við í nærri heila öld, þótt sú barátta væri ýmsum breyt- ingum háð. Það er víst næstum því eins dæmi í sögunni, að mikilhæf- asti stjórnmálamaður eins tímabils, berjist hlið við hlið, með einu mik- ilhæfasta skáldi sinnar samtíðar, fyrir sömu hugsjóunm. En þannig var því varið með Oliver Crom- well og John Milton. Skáldið John Milton ('höfundur “Paradise Lost) ritað 25 bæklinga á 20 árum, hið síðasta var skrifað 1660, “Hinn rétti vegur til að stofna frjálst ríki”—lýðveldi.*) Rit þessi voru öll skrifuð sem sókn og vörn. fyrir frjálsum skoðunum, bæði í trúarbrögðum og stjómmál- um. Þau voru barátta fyrir hugs- anafrelsi einstaklingsins og heild- arinnar í víðtækustu nútíma merk- ingu. Milton fylgdi þannig eftir fthe Puriton) uppreisninni frá byrj tin til enda, í gegnum hinn óvænta og glæsilega (en dýrkeypta) sigur þess tímabils, og þar til konungs og klerl^pvaldið hafði aftur náð undir- tökunum og spent þjóðina og frels- ið heljar greipum, sem vel að merkja var skamgóður sigur þeim forynjum. Miltons síðasta stjórn- málarit var ritað eftir dauða Crom- vvells. Þá var hann fyrir löngu stjórnari á orustuvcllinum og i þingsalnum. Þess eru fá dæmi í allri sögunni að einvalds stjórn hafi verið hrundið úr sæti af manni, sem var því vaxinn að stjórna öll- um flokkum með svo miklu .jafn- vægi. Cromwell segir við vin sinn, aðalsmanninn Manchester: “Eg vona að lifa þar til að ekki er einn einasti aðalsmaður í Englandi. Þú værir heppinn ef þú værir bara al- gengur Montague.” Með gætni og stillingu neitaði hann kórónu Eng- lands: “Eg met þann heiður eins og fjöður í hattinn minn.” Hann stóð fyrir ofan alla flokka, að síð- ustu stjórnandi allra. “í ráðaneyti hans og stjómar skrifstofum voru margir af hinum mikilhæfustu móniium, sem nokkurn tima þjón- uðu embættum í þessu ríki. En mestum frægðarljóma bregöur John Miiton yfir ráðaneyti hans. Crom- well og Milton standa saman, óað- skiljanlegir. F'relsisins merkisber- ar—stjórnmálamaðurinn sigursæli, og skáldið ódauðlega. (Úr æfisögu O. C. T. Harrisons). Hinn sameinaði hugsjóna kraft- ur vinanna, Cromwelis og Mjltons í baráttunni fyrir frelsinu, lýsti sem eldstólpi á eyðimörku frclsis- riddurunum*) í gegn um ótal þraut- ir. sem aldrei hafa verið skráðar. Frelsið, þetta leiftrandi stjörnublik í fjarska, sem mannkynið hefir tilbeðið frá fyrstu dagsbrún sög- unnar. Frelsið og friðarboginn, þar sem þjóðirnar hafa borið fram óskir sínar og vonir, með stunum og ekka, með hverri hækkandi sól. En svo fáar af þeirn óskum hafa enn verið uppfyltar. En þjóðirnar —kynslóðirnar eru ennþá að brúa dýpið.--------- Englendingum hafði þannig hepnast að slá rothögg hið gamla myrkravald, kúgunina — einveldið, svo það féll í svima. Charles I. hafði verið tekinn af lifi. Crom- well gafst tækifæri að bregða á loft framtíðarinnar fána, nú var hann fallinn og Charles II. tekinn við, og hinn háaldraði spekingur John Milton á grafarbakkanum vinafár, hrakinn og svívirtur. Lesaranum finst ef til vill, að þessar athugasemdir við frelsisbar- áttu Englands, lítið koma því við hvað gerðist í New Amsterdam. En þess ber að gæta, að mjög brátt eftir að Englendingar taka þar við yfiriáðum, þá hefst þar sama bar- áttan með fullu fjöri New York búar segja, þegar þeim þótti sér misboðið með frímerkjalögunum frægu: “Við vitum að bræður okkar og samborgarar á Fnglandi mundu aldrei hlíða slíkum lögum.” Reynslan var ólýgnust í þeim efn- um. Grundvöllurinn var þar lagð- ur fyrir stofnun lýðveldis í Ame- ríku. Charles II. var fremur þreklítill og sinti lítt stjómarstörfum, svo stjórn og áhrif á utanríkismál urðu nú mest frá ráðgjöfum hans, og þó sérstaklega frá hans framkvæmdar- sama og stjórnkænni bróður, “The Duke of York”. Frá þeim tíma byrjaði árár (agression) á nýlend- ur Hollendinga í Ameríku. Árið 1664 gaf Charles II. bróður sínum (James, Duke of York) alt það land sem þá var undir umráðum Hollendinga í Ameríku. Og byrj- aði hann tafarlaust á þvi að hrekja Hollendinga frá völdiim, taka New Amsterdam með herafla. Kon- ungur lagði til 4 herskip með 92 fallbyssum og 450 hermönnum. Richard Nicolls var skipaður yfir- foringi og landstjóri, eftir að Hol- lendingar voni brotnir á bak aftur. Honum til aðstoðar voru skipaðir ('“commissioners”) aðalsm. Robert Carr, Sir George Cartwright og Samuel Maverick. Þeir höfðu fullmakt (umboð) frá konungi til hinna ensku nýlendustjóra í Ame- ríku. Áttu þeir að leggja til skip og menn eftir þörfum fyrir þenna leiðangur. Floti þessi lagði upp frá Englandi í maí 1664, og kom til Boston seint í júlí. Var bætt við mönnum frá Massachusetts og Connecticut. Komu þeir að Hol- lendingum algjörlega óviðbúnum. *) Athufcasemd slðar. Höf. Richard Lord kaupmaður frá Con- necticut gerði Hollendingum aðvart um viðbúnað Englendinga. En rétt um sama leyti kom bréf frá Amsterdam, með þær fregnir, sem Charles II. lét tilkynna Hollcnding- um, að þeir hefðu ekkert að óttast. Hann hefði aðeins sent nokkur skip til Nýja Englands til að kunngjöra biskupastjórn (Episcopacy). Svo aðvörun kaupmanns varð árangurs- laus. Þegar floti Englendinga kom til New Amsterdam voru Hollending- ar óviðbúnir með öllu. Þeir höfðu um 400 vopnfæra menn, en þeir voru Stugvesant algjörlega and- stæðir og mundu alls ekki hlýða skipunum hans, hvað sem við lagi. Stugvesant var staddur þar sem nú er þingstaður New York ríkis, Albany. Var sent til hans sem skjótast, brá hann við þegar, og litlu síðar sá hann enska flaggið blaktandi, blika niður á Hudson fljótinu. Skip það sem fyrst sást til hét “Guinea”, Stugvesant, djarf- ur og framgjarn, afréð strax að verjast eins lengi og mögulegt væri, jafnvel þótt honum væri ljóst að út- búnaður væri bæði lítill og lélegur. Tuttugu fallbyssur og lítið púður og allmikið af því skemt, aðeins fá- ir vopnfærir menn, og þeir eklci sem ábyggilegastir. Mestur hluti bæjarins var algjörlega varnarlaus fyrir fallbyssuskotum óvinanna. Nú fann Stuyvesant að hann var umkringdur af ofurefli liðs, eins og hann hafði umkringt Svíana skömmu áður. Samt bjóst hann við sem bezt hann gat. Þriðji hver verkfær maður var látinn endur- bæta virki og girðingar, en allmarg- ir neituðu að hlýða fyrirskipunum Stuyvesant. Nokkrir voru þegar sendir til að njósna og halda vörð. Stranglega var bannað að búa til öl eða aðra drykki úr korntegund- um. Svertingjaþrælar nýlendu- stjóra voru látnir þreskja á búgörð- um hans. Nicolls hershöfðingi skoraði á Stugvesant að gefast upp, fór þó mjög lipurt og gætilega að öllu og lofaði öllu fögru. “Eg fullvissa yður um það, að ef Manhattan bú- ar (the Manhadoes) gefa sig á vald hans hátignar, muni eg ekki hindra Hollendinga frá því að koma hing- að til að rækta jörðina hér, eða hér í kring. Og öll þeirra skip mega í friði fara heim til sín. Þessi og mörg önnur réttindi eru veitt öllum þegnum hans konunglegu hátignar. Yðar einlægur þjónn, Richard Nicolls, nýlendustjóri.” (Útdráttur) Bréf þetta vann traust Hollend- inga og jafnframt spilti það fvrir Stuyvesant að hann fyrst lengi vel neitaði að lesa það upp og gera al- menningi kunndgt innihald þess. Æsti það marga á móti honum. Kom þar að lokum að hann sá að vörn var ómöguleg. Mikill meiri hluti bæjarbúa skoraði á hann ^ð gefast upp. “Eg vildi mikið heídur láta bera mið í gröfina” sagði hann. En þar kom að lokum að liann skip- aði að láta hefja friðarflaggið á stöng (“the white flagg”). Þannig náðu Englendingar yfirráðum í New Amsterdam í September 1664, án ]>es's að fórna einu einasta mannslífi. Aldrei höfðu neinir sig- urvegarar boðið betri og frjáisari kjör. Allir þjóðflokkar hafa sömu réttindi, trúarbragðafreb’ og eign- ir manna verndaðar af stjórninni. Oomberar byggingar og skjcl og sk’lríki lá’ið órótað í\n tactL sömu embæítisrnenn þar til embættistími þcirra var útrunninn, og kosningar fóru fram. Sagt er að þessi loforð hafi verið að mestu haldin meðan Nicolls var við völd. Þó varð Stuyvesant og hans helztu meðráða- menn að leggja niður embætti. 8. september var hinn tilsetti dagur þegar Stugvesant legði niður völd- in og hermenn hans gæfu upp virk- ið til Englendinga og enska flaggið dregið þar á stöng. Hinir þung- búnu (grave) “burgomasters” biðu þeirra Nicolls: og Carr í bæjarráðs- húsinu, og lýstu því yfir, að þeir þar tækju við stjórn nýlendunnar. Þeirra fyrsta embættisverk var að breita nafni New ^msterdam og ’ virkisins, og var hvorttveggja kallað Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntóbak Búið til úr hin- um beztu. elstu, safa- mestu tó- baksblöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum New York, eftir James “the Duke of York”. ♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+ t Glaðar stundir i I. Heimboð mikið var að heimi'.i þeirra Sveins Pálmasonar og konu hans að 675 Agnes stræti fyrir skömmu. Var tilefnið það að verið var að skíra tvö böm, annað sem þau hjón eiga en hitt bam Jóhann- esar Sveinssonar, bróður Mrs. Pálmason, og konu hans. Um 50 manns voru þar saman komnir og var þar veitt með rausn og skör- ungsskap. Séra R. Marteinsson skírði börn- in, og var gestunum skemt á ýmsan hátt að þeirri athöfn lokinni. Sum- ir spiluðu, aðrir tefldu, en flestir undu sér við samræður og bar margt á góma. Samkvæminu var ekki lokið fyr um miðnætti. en II. urbrúðurinnar. Komu margir gest- irnir þangað upp og ljómaði andlit hennar af gleði yfir því að hún vissi og heyrði og fann ánægju þá, sem börnin hennar nutu niðri í húsinu. Eftir miðnætti fór fólk að tínast í brott, en sumir sátu þó við spil þangað til klukkan sex að morgni næsta dags. III. Fyrri part seytjándu aldar voru miklar byltingar á Englandi. Ein- mitt á frumbyggja árum New York. Háðu frelsi og kúgun einnorðinn blindur. (Milton vaj alveg hinn áhrifamesta hildarleik, semblindur 43 ára gamall). um er getið i mannkynssögunni, Oliver Cromwell, þessi goðborni bæði á Englandi, Skotlandi og ír-_____________ lanfli. Oliver Cronwell, Og John The fixed idea of Cromwell, was Milton brugðu blikandi leiftrumthe fixed idea of the founders of the yfir Evrópu. Þau áhrif lifðu og t nited States of Ameriea, and °f nearly i . x f , , 6every known Continental system. Life proskuoust, gOigUOU Og glÆddUof Cromwell. By Frederic Harrison. Brúðkaupsveizla í Mouse River bygðinni. Við hinir gömlu Islendingar, sem lifum í þessu landi, höfum margar skemtilegar og glæsilegar endur- minningar um þjóðfélagslífið í gamla landinu um marga viðburði sem þar gerðust. Eru slíkar hug- leiðingar fyrir mörgum sem sætur draumur, og þá ekki síður þegar vér tökum sögurnar okkar íslenzku frá fomöldinni, og lesum hina skemtilegu kafla sem þær hafa að geyma. HíTia skemtilegustu kafl- ana tel eg veizlurnar, því þá var samfara gleðinni friðurinn og sam- lyndið. Margar voru þær fjöl- mennar og skemtilegar. Það var sagt að brúðkaupið sem Gissur jarl hélt á Flugumýri haust- ið 1253, hafi verið sú veglegasta veizla á íslandi á þeim dögum; veizla sú var meðfram haldin til að tryggja friðinn. Það er einlægt ver- ið að kvarta um það hér að íslenzkt þjóðerni og íslenzkir þjóðsiðir séu að dvína, og spádómar margir gánga um það að þau muni með öllu deyja út með eldra fólkinu. En mörg dæmi sýna að slíkt er hug- arburður einn, að minsta kosti í sumum bygðarlögum. Sá eg þess ljósan vott nú fyrir stuttu, hinn 20. marz síðastliðinn, er eg var stadd-, ur í einni slíkri brúðkaupsveizlu, þar sem bæði brúðhjónin og að- standendur voru alin upp í þessu landi, héldu eina þá veglegustu. veizlu sem haldin er með vorri þjóð og miklu fleiri gesti hafði en briJ5- hjónin á Flugumýri. Brúðhjónin sem hér er um að ræða voru Ás- mundur Benson lögmeður og ung- frú Sigríður Freeman kenslukona, elzta dóttir Guðmundar Freemans bónda hér í bygð. Séra Friðrik Hallgrímsson, sem boðaður var hingað til að gefa saman hjónaefn- in, gat ekki komið í tæka tíð, sök- um ógreiðrar göngu járnbrautar- lestanna. Varð því að fá þýzkan prest til að framkvæma hjónavígsl- una. Að því búnu var hin vegleg- asta veizla haldin af foreldrum brúðarinnar í samkomuhúsi bygð- arinnar og ekkert til sparað af þeirra hendi að gera samsætið sem rausnarlegast. Til brúðkaupsins var boðið um eða yfir 300 manns, öllu fólki af íslenzku kyni, ungu og gömlu innan endimarka bygðarinn- ar og auk þess nokkru fólki úr öðr- um bygðarlögum, sem ekki gat komið vegna hinnar óblíðu veður- áttu. Veizlan fór mjög vel fram og skipulega, tólf ungar meyjar gengu um beina auk matreiðslukvenna, Um 60 manns lögðu leið sína heim til þeirra hjóna Kristjáns Hannessonar og konu hans að 852 Banning stræti i Winnipeg fyrra föstudag. Voru þar í hópi allar stéttir manna, meðal annara tveir prestar. Hafði G. J. Goodmund- son aðallega gengist fyrir því að svona var ráðist að húsum þeirra hjóna; en tilefnið var það að 25 ár voru liðin frá því að þau héldu brúðkaup sitt. Séra B. B. Jónsson gaf brúðhjón- in saman í annað s'kifti og fórst það svo myndarlega að öllum viðstödd- um kom saman um að það ætti að nægja um næsta fjórðung aldar. Að því búnu tók séra Rúnólfur Marteinsson sér húsráð á heimilinu og bauð öllum að hegða sér og haga eftir þeim fyrirskipunum er honum þóknaðist. Afhenti hann brúðhjón- unum vandaðar gjafir úr silfri og flutti þeim fagra ræðu með gjöf- inni. Þökkuðu þau bæði hvort í sínu lagi með klökkum huga og liprum orðum fyrir vináttu merki þau, sem fram hefðu komið við þessa heimsókn. Eftir það var sezt að veitingum sem gestirnir höfðu meðferðis og að því búnu tók séra Runólfur Mar- teinsson sér það einræði í hönd að skipa mönnum að taka til máls; hafði það þann árangur að milli 10 sem valdar voru Þær ^tu sem kostur var á. Ræður voru fluttar undir borðum. Auk prestsins, sem talaði á ensku, töluðu þeir: Dr. M. B. Halldórsson í Souris, Stefán Ein- og 20 manns fluttu stuttar ræður, en allskonar söngvar voru sungnir á milli þess sem talað var. Uppi á lofti var gömul kona blind og hrum; var það móðir silf- arsson °S Þorsteinn Johannesson. Það eitt þótti skorta á veizlugleð- ina og harmaði það margur meðal gestanna og ekki sízt brúðhjónin, að hafa farið á mis við hinn fyndna og skemtilega ræðusnilling séra Friðrik Hallgrímsson. En á engan var að deila. Guð og náttúruöflin voru því valdandi að koma í veg fyrir þá ánægju, sem við hefðum haft af nærveru hans. Alla nóttina skemti unga fólkið sér við dansinn. Hélt svo hver heim til sín, glaður og ánægður, með hlýjum endur- minningum um hina skemtilegu brúðkaupsveizlu. Skömmu eftir brúðkaup sitt fluttu ungu hjónin til Banko í Norður Dakota, þar sem þau ætla að hafa framtíðar bústað sinn. Það er stórt skarð hér í okkar sveit við burtför þeirra, þar sem þessi brúðhjón hvort um sig voru þau bezt mentuðu og hugljúfustu, af hinu ýmsa fólki sem hér hefir alist upp. Heilla og hamingjuóskir allra bygðarmanna fylgja þeim til hins nýja bústaðar. SigurSur Jónsson. STAKA. Flestum þykir æfin ill, sem áður drukku mikið. Nýja ölið enginn vill, af því það er svikið. /. Jóhannesson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.