Lögberg - 20.04.1916, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.04.1916, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. APRIL 1916 PURITyFLOUR - “ More Bread and Better Bread” Frá íslandi. Hjónavígslur, fœðingar og mann- dauði 1914. Hjónavigslur. /\rið 1914 var tala giftinga hér á landi 493. Er það lík tala og næstu árin á undan. Árið 1913 voru giftingar 494 og 1912 497, en árið 1911 voru þær 517 og voru þá með mesta móti. Samanborið við mannfjölda hvers árs komu 5.6 giftingar á hvert þúsund landsbúa árið 1914, 5.7 árið 1913 og 1912, en 6.0 árið 1911. Giftingarnar verða þannig fátíðari ár frá ári og s.vnast orðnar tiltölulega færri hér hekiur en í nokkru öðru landi í Norðurálfunni, að írlandi undan- skildu. Á írlandi eru giftingar taldar fátiðastar hér í álfu. Árið 19x3 voru þær 5.0 á hvert þúsund landsbúa. 1 Svíþjóð og Noregi eru giftingar einnig í fæsta lagi. Árið 1913 komu þó 5.9 á hvert 1000 landsbúa í Svíþjóð og 6.3 í Noregi. Sama ár komu í Danmörku 7.2 giftingar á hvert þúsund lands- manna og er það líka minna heldur en í flestum stærri löndum álfunn. ar. Fœðingar. Árið 19x4 fæddust lifandi 2,333 böm hér á landi, þar af 1,201 svein- ar og 1,132 meyjar. Er það rúmu 100 fleira en árið á undan. Þá fæddust lifandi 2,216 böm, árið 1912 2,234 og árið 1911 2,105. Sam- anborið við mannfjölda komu á hvert þúsund landsbúa 1914 26.5 lifandi fædd böm, en árið 1913 komu á hvert þúsund 25.4, árið 1912 25.8 og 1911 sama tala. Hafa þannig fæðst tiltölulega fleiri böm 1914 heldur en næstu árin á undan, en yfirleitt hafa samt fæðingamar orðið fátíðari á síðari árum. 1901 til 1910 komu að meðaltali 27.8 lifandi fædd böm á hvert þúsund landsbúa og síöasta áratug nítjándu aldarinnar jafnvel 31.2 Hins sama hefir orðið vart í flestum menning- arlöndunum, en einna mest þó á Frakklandi. Þar komu aðeins 18.8 lifandi fædd börn á hvert þúsund landsbúa árið 1913, en næst Frakk- landi ganga að þessu Belgía, Ir- land, England, Sviss og Norður- lönd. Á íslandi er tíðleiki fæðing- anna líkastur því sem er í Dan- mörku og í nágrannalöndunum Noregi og Skotlandi. 1 Danmörku komu 1913 25.6 lifandi fædd böm á hvert þúsund landsmanna, á Skot- landi 25.5 og í Noregi 25.2. í öll- um öðrum löndum Norðurálfunnar en þeim, sem nefnd hafa verið, eru fæðingar tíðari heldur en á ís- landi. Af lifandi fæddum bömum hér á landi árið 1914 voru 333 eða 14.3% óskilgetin. Er það óvenju- lega margt, því að 1913 voru að eins 12.8% og 19x2 12.2% og 1911 13% óskilgetin börn. Árin 1901 til 1910 voru að meðaltali 13.3% óskil- getin, 1891—1900 16.6%. Af fæðingum 1914 vom 25 tví- bura fæðingar, en 1913 voru þær 34 og tvær þríbura fæðingar og 1912 33 tvíbura fæðingar og 1 þrí- bura fæðing. Andvana fædd börn árið 1914 voru 56. Er það það fæsta, sem verið hefir á nokkru ári á þessari öld. Árið J913 fæddust andvana 84 böm, 1912 76 og 1911 63. Árin 1901—10 voru andvana fæddir að meðaltali 71 á ári, en 1891—1900 79- Manndauði. Áriö 1914 dóu hér á landi sam- kvæmt skýrslum presta 1,429 manns. Var það hátt á fjórða hundrað manns fleira heldur en næsta ár á undan. Þá dóu 1,060, en árið 1912 dóu 1,170 og 1911 1,151. Árið 1914 hefir verið ó- venju mikill manndauði eftir því sem verið hefir á síðari áram. Af hverju þúsundi dóu 16.2 Að vísu er það lítið í samanburði við það, sem manndauði var á öldinni, sem leið, en á síðustu áram hefir hann farið mjög minkandi og árið 1913 var hann langminstur, sem hann hefir nokkra sinni verið. þá dóu að eins 12.1 af þúsundi, en árin næstu þar á undan (1912 og'1911) dóu 13.5 af þúsundi. Árið 1913 var manndauði í Hollandi 12.3 af þúsundi, i Danmörku 12.5, í Nor- egi 13.2, í Svíþjóö 13.6 og á Eng- landi 13.7. I öðrum löndum Norð- urálfunnar var manndauði meiri. Mannfjöldinn á Islandi síðan 1910. Síðasta allsherjar manntal hér á landi fór fram 1. des. 1910. Reynd- ist þá mannfjöldinn 85,183. Mann- fjöldann á hverju ári síðan má finna með því að bæta við tölu fæddra og innfluttra hingað til lands, en draga frá tölu dáinna og útfluttra héðan af landi. En þar er sá hængur á, að ókunnugt er um tölu innfluttra og útfluttra, nema þeirra sem flytjast til Vesturheims, en á undanfarandi áratugum hefir reynst svo, að útflutningar manna héðan af landi til annara landa en Vesturheims hefir hérumbil jafn- ast á við innflutning hingað til lands frá þeim löndum, og mun lík- lega óhætt að gera ráð fyrir, að svo sé enn. Hagstofan hefir því reikn- að út mannfjöldann 1. janúar og 1. 8 ó Ii S K I N. Ótal fagrar yndisstundir umhyggjan mun vekja’ í sál þegar litlu, ljúfu blómin lifna’ úr jörð við sólarbál. Hljóttu sanna sumargæfu Sólskins kæri lesarinn! Ef að þú mig sérð í sumar, sýndu mér þá garðinn þinn. borsteinn b. Þorsteinsson. Tveir barnavinir. Það eru til tvær bækur, sem flestir unglingar hafa lesið, og öll- um þykir vænt um, þegar þeir hafa lesið þær. Það er “För pílagríms- ins” og “Robert Crusoe”. En það eru mörg börn, sem ekki vita neitt um mennina, sem skrif- uðu þessar bækur. Það er samt nokkuð sem allir ættu að vita. Það á vel við að minnast á þetta núna, því á mánudaginn kemur 24. apríl, eru liðin 185 ár síðan sá mað- ur dó sem skrifaði söguna af “Robinson Crusoe”. Hann hét Daniel. Dafoe og var sonur fátæks kjötsölumanns í Lundúnum á Eng- landi, en vann lengi í fatasölubúð þar í bænum. Hann varð síðar há- lærður maður og mikill stjómmála- maður og skifti sér af öllu mögu- legu, sem honum þótti þurfa að lagfæra. 1 þá daga vora engin dagblöð eins og núna; menn sem skrifuðu eitt- hvað og vildu láta fólkið lesa það, létu þess vegna prenta það í smá- bæklingum og selja það á götunum í bænum. Þetta gerði Daniei Dafoe. Árið 1704 var hann settur í fang- elsi fyrir það sem hann skrifaði um stjómmál. En hann var ekki iðju- laus í fangelsinu, heldur skrifaði hann þar um hitt og þetta. Meðal annars skrifaði hann þar rit á móti kaþólsku trúnni og með siðabótinni. Hann hefir skrifað fjölda af sögum og dæmisögum, og er hann talinn fyrsti maður sem hafi skrifað reglulegar skáldsögur. Þegar ritstjóri Sólskins var í Lundúnaborg í hitteð fyrra, þótti honum gaman að sjá staðinn, þar sem höfundur Robinson Crusoe var grafinn. Sá staður heitir Bunhill og minnisvarðinn yfir gröf hans er egyptsk steinsúla eða varði, og það er gaman fyrir börnin að vita vhern- ig stendur á þeim minnisvarða. Fyrir nokkrum árum var upp- haflegi legsteinninn yfir Daniel Dafoe orðinn allur brotinn og letr- ið svo að segja ólæsilegt; þá var það að blað eitt í Lundúnaborg stakk upp á því að öll börn bæjar- ins legðu fram nokkur cent hvert um sig, til þess að láta reisa minnis- varða yfir skáldið sem orti Robin- son Crusoe. Þessu var vel tekið og börnin keptu hvert við annað að leggja til það sem þau gátu; sum vora ósköp fátæk og gátu ekki látið nema eitt eða tvö cent, en þau vora svo mörg bömin í Lundúnaborg að það safn- aðist fljótt saman og þar var mikið um dýrðir, þegar minnisvarðinn var reistur fyrir peninga bamanna. Þar voru haldnar margar ræður og minst á skáldið sem hefði skrif- aö söguna, sem öllum bömum þættí gaman að lesa. Þegar Daniel Dafoe var 17 ára gamall drengur, þá var fullorðinn maður í fangelsi í Lundúnaborg, sem var áð skrifa sögu, sem var alt öðru vísi eh “Robinson Crasoe”, en samt öllum kær. Sú saga heitir júlí ár hvert með því að leggja við mannfjöldann í byrjun hvers miss- eris tölu fæddra á misserinu, en draga frá tölu dáinna og útfluttra til Vesturheims á misserinu. Af þessum tölum hefir svo aftur verið reiknaður meðalmannfjöldi á árinu. Samkvæmt þessu hefir mannfjöld- inn verið síðan 1910: Meðal- 1. janfiar 1. jfilt mannfjöldi. 1911. . 85,221 85.502 85.573 1912. . 86,069 86,411 86452 1913- . 86,918 87,287 87.317 1914. • 87,776 88,087 88,122 1915- . 88,539 Ef það skyldi reynast rétt, að út- flutningur manna til annara landa en Vesturheims jafnist á við inn- flutning þaðan eins og að undan- förnu, þá má gera ráð fyrir að þessar tölur sýni mann- fjöldann í heild sipni eins og hann hefir verið í raun og veru. Samkvæmt því hefir landsmönnum fjölgað árið 1911 um 848 manns, 1912 um 489, 1913 um 858 og 1914 um 763. Fjölgunin hefir þannig orðið minni árið 1914 heldur en ár- in á undan þrátt fyrir það þótt fæð- ingar væru óvenjumargar það ár og Vesturheimsferðir litlar, en manndauði var þá óvenjumikill og hefir hann dregið úr fjölguninni. Samanborið við mannfjölda í byrj- un hvers árs f jölgaði landsmönnum árið 1911 um 10.0 af þúsundi, 1912 og 1913 um 9.9 af þús. og 1914 um 8.7 af þús. Til samanburðar má geta þess, að í Danmörku fjölgaði landsmönnum 1914—15 um 10.8 af þús., í Noregi 1914 um 0.5 af þús., og í Svíþjóð sama ár um 7.3 af þús. Mannfjöldann á einstökum stöð- um á landinu er ómögulegt að reikna út eftir fæðingum og mann- dauða, því að flutningarnir frá einum stað til annars gera sífeldan glundroða. En á hverju ári í árs- lok gera prestamir yfirlit yfir mannfjöldann, hver í sínu presta- kalli, nema í Reykjavík framkvæm- ir bæjarfógeti manntalið. Að vísu er ekki við því að búast, að þetta prestamanntal sé fyllilega nákvæmt og það hefir líka sýnt sig, að það hefir ævinlega verið lægra heldur en mannfjöldinn hefir verið í raun og vera. Er það líklega helzt í kaupstöðunum og stærri kauptún- unum að fólk skýst undan manntal- inu. í Landshagsskýrslunum 1912, bls. 262, er skýrt frá mannfjöldan- um í hverju prófastsdæmi sam- kvæmt prestsskýrslunum í árslok 1911. —Hagtiðindi. Verzlunarviðskiftin milli Islands og útlanda í heild sinni. Samkvæmt verzlunarskýrslunum 1913 með þeim leiðréttingum, sem gerðar hafa verið á þeim eftir toll- reikningnum, og að því sleptu, sem þær töldu að- og útflutt af pening- um, nam verð aðfluttu vörunnar 1913 alls 16.7 milj. kr., en útfluttu vörunnar 19.1 milj. kr. Samkvæmt þvi hafa verið fluttar út vörur fyr- ir 2.4 milj. kr. meira heldur en að- flutt hefir verið. Síðustu árin hefir verð aðfluttr- ar og útfluttrar vöra numið því, sem hét segir (peningar ekki tald- ir): ASfl. kr. Otflutt Útfl.umfr. Útfl. og aðfl.samt. 1909 9,876 13,129 3,253 23,005 1910 11,323 14,406 3,083 25,729 1911 14,123 15,691 1,568 29,814 1912 15,347 16,558 1,211 3L905 1913 16,718 19,128 2410 35,846 Lengra fram í tímann er verðið, sem gefið hefir verið upp í verzl- unarskýrslunum, ekki sambærilegt að því er aðfluttu vörana snertir, því að síðan 1909 hefir verið talið innkaupsverðið að viðbættum flutn- ingskostnaði til landsins, þ. e. verð vörunnar þegar hún kemur á land, en þar á undan var einungis skýrt frá útsöluverðinu, en þar i felast bæði tollar þeir, sem greiddir hafa verið af tollvörum í landssjóð, og álagning kaupmanna. Til þess að gera verðupphæð aðfluttu vörannar fyrir 1909 sambærilegri við upphæð- ina eftir þann tima hefir í eftirfar- andi yfirliti verið sett auk útsölu- verðsins, sem gefið hefir verið upp i skýrslunum, áætlað verð vörunn- ar hingað fluttrar, þannig að frá út- söluverðinu er dregið það sem greitt hefir verið í tolla og ennfremur 20% af þvi, sem þá er eftir, og er gert ráð fyrir að það samsvari þvi, sem lagt hefir verið á vörana. Auð- vitað er áætlun þessi harla óná- kvæm, en þó miklu sambærilegri við síðari ár heldur en útsöluverðið. Peningar eru ekki taldir, hvorki að- fluttir né útfluttir. Verzlunarviðskiftin við útlönd metin til peninga hafa verið meiri árið 1913 heldur en nokkurt undan- farið ár. Námu þau alls ('aðflutt og útflutt), 35.8 miljónum króna. Er það tæplega 4 milj. kr. meira heldur en næsta ár á unclan, 1912. Á síðari árum hefir viðskiftaveltan við útlönd verið minst árið 1909. Síðan ehfir hún altaf aukist ár frá ári og komst 1911 upp yfir það sem hún hafði verið mest áður (1907) og hefir svo vaxið enn meir siðan og er 1913 orðin yfir 50% meiri heldur en hún var 1909. Af aukningu viðskiftaveltunnar frá 1912 til 1913 fellur 1.4 milj. kr. á aðfluttu vöruna, en 2.6 milj. á útfluttu vöruna. Aukningin á verðmagni aðfluttu vörunnar staf- ar ekki af hækkun á vöruverði. Að vísu hefir verð á kolum, salti og trjávið verið hærra 1913 heldur en árin á undan, en aftur á móti hefir verð á kornvörum, steinolíu o. fl. verið lægra og vegur þar upp á móti. Aukningin á verðmagninu ætti þá eingöngu að stafa af aukn- ingu á aðflutningunum. En þar við er það að athuga, að árið 1913 gengu vörutollslögin i gildi, og hef- ir þvi fyrst á því áritærið unt að bera skýrslurnar um aðfluttar korn- vörur, steinolíu, sement, kol, salt og trjávið saman við tollreikning- ana, en sá samanburður hefir leitt til þess, að bætt hefir verið við skýrsl- urnar 1913 nál. 1 y2 milj. kr. virði af þessum vörum eða heldur meiru en öll aukningin á verðmagni að fluttu vörunnar nemur miðað vit árin á undan. Ef skýrslurnar um þessar vörar hafa ekki verið betri 1912 heldur en 1913, þá hverfur í rauninni mismunurinn á aðfluttu vörunum þessi ár, því að hann staf- af þá eingöngu af því, að skýrsl- umar hafa orðið meira leiðréttar síðara árið heldur en fyrra. Að því er útfluttu vöruna snertir stafar verðhækkunin á verðmagni hennar 1913 að miklu leyti frá verðhækkun á vöruverði. Það mun ekki fjarri sanni, að af þessari 2.6 milj. kr. hækkun stafi 2 milj. kr. frá hækkuðu vöruverði. Flestar tegundir af fiski og lýsi hafa selst töluvert hærra verði 1913 helduren árið á undan og mun ekki fjarri Iagi, að sú verðhækkun að frádreg- inni verðlækkun á sumum tegund- um hafi numið um 1200 þús. kr. Þó hefir verðhækkun á landbúnað- arvörum veriö tiltölulega meiri. Á saltkjöti, ull gæram, hrossum og dún mun sú verðhækkun samtals hafa numið um 800 þús. kr. Sam- kvæmt þessu stafar þá af aukningu á sjálfum útflutningnum aðeins rúml. y2 milj. kr. af hækkuninni á verðmagni útfluttu vörunnar. Á yfirlitunum á undan um að- fluttar og útfluttar vörar sést að útfluttu vörumar hafa æfinlega verið meira virði heldur en aðfluttu vörurnar, þegar verð aðfluttu vör- unnar er miðað við innkaupsverð að viðbættum flutningskostnaði, en ekki við útsöluverð. Af þessu má samt ekki draga þá ályktun, að landsmenn hafi á hverju ári auk útfluttu vörannar haft afgang af viðskiftunum við útlönd, sem þeir hafi getað lagt upp. Þegar aðfluttu og útfluttu vör- unni er jafnað saman verður að hafa það hugfast, að öllu merri lík- ur eru til, að vanhöld séu á aðfluttu vöranni í verzlunarskýrslunum heldur en þeirri útfluttu, vegna þess að mestur hluti útfluttu vörannar eru sjávarafurðir, sem svarað er af útflutningstolli, en miklu minni hluti af aðfluttu vörunni era toll- vörar, en skýrslurnar um tollvör- uraar eru ábyggilegastar, því að þar má hafa hliðsjón af tollreikningun- um og bæta við eftir þeim, þvi sem vantalið er. Þó hefir þetta batnað nokkuð við vörutollinn, sem komst á 1913. Fást nú tollskýrslur um kornvörur, steinolíu, sement, kol, salt og trjávið, sem bera má saman við skýrslurnar. Munar töluvert um þessar vörar og verður því upp- hæð aðfluttu vörunnar ábyggilegri en áður. Annað atriði, sem kemur til greina, er það, að nokkur hluti af andvirði útfluttu vörannar renn- ur alls ekki til landsmanna og verð- ur því ekki varið til að borga með aðfluttu vöruna. Hvalveiðarnar og mikið af síldarveiðunum hér viö land hefir undanfarin ár verið rek- in af útlendingum f'Norðmönnum), sem ekki hafa verið búsettir hér nema nokkum hluta ársins, en hafa haft aðalbækistöð sína utanlands. Það sem þessir útlendu atvinnurek- endur hafa fengið fyrir útfluttar vörur umfram kostnaðinn við rekst- ur atvinnunnar hér við land hefir því aldrei runnið inn í landið og verður ekki talið landsmönnum til tekna. Hversu miklum hluta af andvirði útfluttu vörunnar þetta nemur mun ekki auðvelt að ákveða með neinni vissu, enda verður ekki tilraun gerð til þess hér. Auk þess era fleiri atriði, sem ekki koma í ljós í skýrslunum um aðfluttar og útfluttar vörur, en hafa þó áhrif á greiðslujöfnuðinn milli íslands og útlanda, svo sem fé það sem útlend- ir ferðamenn eyða hér, sala á forða til útlendra skipa hér við land, á- góði innlendra umboðsmanna, vext- ir af erlendum verðbréfum o.fl. og hinsvegar arður af erlendum skuld- um o.fl. Af þessu er auðsætt, að eigi nægir aðeins að bera saman verðmagn aðfluttu vörannar til þess að sjá hvort landið safnar skuldum við önnur lönd eða eignast kröfur á þau. —Hagskýrslur íslands. Kynjalyf. í dálkum Lögbergs, sem fjalla um heilbrigði, er alllangt mál um einkaleyfis meðul; þar er úregið fram verðmæti þeirra og gagnlevsi sem læknandi lyfja. Enda þótt mér komi ekki til hugar að mæla með einkaleyfis lyfjum til lækninga, þá mun mega finna þeim málsbót. Það er sagt að itl séu tvær hliðar á hverju máli, og svo mun vera um þetta. Lögberg hefir dregið fram aðra hliðina, nefnilega þá hliðina sem sýnir ránsverðið sem á þeim er og hversu lítils eða einskis virði þau era sem lyf að lækna sjúkdóma. Hvað verðið snertir þá veit eg ekki hvort það er mikið ósanngjamara á einkaleyfis lyfjum heldur en á þeim lyfjum sem lyfsalar búa til og selja. í sambandi við það dettur mér í hug smá saga, sem eg set hér, því hún er eins góð í sinni röð og sagan af kjötseiðinu með veggja- lúsinni í. Það kom útlendingur inn í lyfja- búð og fékk lyfsalanum lyfseðil. Lyfsalinn tekur við honum, býr til meðalið, býr um það og leggur það á borðið og segir: “Sjötíu og fimm cent”. Útlendingurinn skildi lítið í málinu og hélt að lyfsalinn meinti 5 cent, tekur meðalið og leggur 5 cent á borðið. Lyfsalinn segir aft- ur: “Sjötíu og fimm cent”. Út- lendingurinn ýtir fram 5 centunum. Lyfsalinn er timakom að reyna að koma honum í skilning um þetta, þangað til hann reiðist, gripur 5 centin og fleygir þeim bölvandi í peningakassann og segir: “Eg græði þrjú cent á þVí samt”. Það vita sjálfsagt allir lærðir læknar nú á dögum að það era aðeins örfá meðul til, eða þekt enn sem komið er, sem lækna sérstaka sjúkdóma, en við flestum sjúkdómtim þekkj- ast engin lyf enn þá. Það er því flest af þeim lyfjum sem lyfjabúðir hafa og selja álíka mikils virði til lækninga og einkaleyfis lyfin. En læknar eru nauðbeygðir til að mata fólkið á þessu, því lyf vill það fá. Ef eg er veikur, eða held eg sé veik- ur og leita til læknis og hann lætur mig engin lyf fá, þá fer eg bara til þess næsta og svo koll af kolli, þangað til eg fæ lyf. Þetta veit læknirinn og fær mér þess vegna lyfseðil, skrifaðan á því máli sem eg skil ekki, þvi það er mjög óvist að ef eg vissi hvað það er sem hann vísar mér til að taka, að eg tæki það. Myndi t. d. nokkur taka brauð- pillur sem lyf til lækninga, ef hann vissi hvað það væri? Það er aðal- lega fátæka fólkið sem brúkar og kaupir einkaleyfis lyfin, og þótt ránsverð sé á þeim, þá spara þau samt fátæku fólki stórfé. Allur fjöldi fólks álítur það sem sjálfsagt ef einhver verður vesall að útvega honum meðul sem allra fyrst. Sum- ir fara strax til læknis, borga hon- um 2 til 4 dollara fyrir að tala við hann og fá lyfja tilvísun, en vesöldin batnar oftast af sjálfu sér. aðrir kaupa einkaleyfis Iyf, en nið- urstaðan verður sú sama, krank- leikinn batnar af sjálfu sér, en sá sem kaupir einkaleyfis lyfið sparar sér læknis gjaldið, sem oft er tilfinnanlegt fyrir þann fátæka. Svo er þess að gæta að það er ekki erfitt að fá vitnisburði frá fólki sem sumt hefir þjáðst svo mánuðum eða árum skifti, annað- hvort af virkilegum eða imynduð- um veikindum, búið að fara frá einum lækni til annars og stundum búið að borga stórfé fyrir lyf og læknaráðleggingar, en hefir svo farið að brúka einkaleyfis lyf og orðið albata á stuttum tima. Auð- vitað fæst batinn i svoleiðis tilfell- um fyrir trú eða af tilviljun, en það er ekki spursmálið, heldur hitt, að sá sjúki hefir orðið heill. Það virð- ist annars gagnslítið að ráðast á brúkun einkaleyfis lyfja, en því ekki að ráðast á þessa miklu og heimskulegu lyfja brúkun, sem er svo almenn. Það gæti ef til vill verið til gagns að rita um það, ef það væri gert af manni sem hefði sérþekking í þeirri grein og sem til- lit væri tekið til. En eina sjáanlega ráðið til að vinna bug á þessari miklu og heimskulegu lyfjabrúkun sem á sér stað, er að byrja þar sem ungdómurinn er, kenna unglingun- um hvað gera þarf og hvað ógert að láta til þess að uppbyggja og við- halda hraustum líkama. Væri alt kapp lagt á að kenna ungdóminum að uppbyggja og viðhaldá líkamans heilbrigði, mundi einkaleyfis lyfj- um, lyfjabúðum og læknum fækka. Já, og geðveikra hælum líka. S. Stefánsson. Dánarfregn- Hinn 16. marz síðastliðinn lézt að heimili sínu í Taber í Alberta Jóhanna Jónsdóttir, kona herra Péturs Valgarðssonar, eftir stutta legu í lungnabólgu. Hún var fædd í Vestmannaeyjum á íslandi 2. maí 1848, og því tæplega 68 ára að aldri þegar hún lézt. Hún giftist í Vest- mannaeyjum á unga aldri, hét mað- ur hennar Guðmundur Guðmunds- son Hávarðarsonar, áttu þau sam- an 7 böm. Misti hún mann sinn 1889. Jóhanna átti lengi heima i Spanish Fork. . Síðan giftist hún Pétri Valgarðssyni og átti með hon- um einn son. Þau bjuggu í Alberta. Jóhanna sál. var jörðuð í Spanish Fork 21. marz. Hún var vel látin kona og vinsæl. STAKA. Þú varst, Lögberg, ljúfust kveðja, ljós á vegum horfnrar tíðar; megirðu lengi lifa og gleðja Landann — bæði fyr og síðar. Lúðvík Kristjánsson. 8 6 L 8 K I N. S “För pílagrímsins” og maðurinn sem skrifaði hana hét John Buny- an. “För Pílagrímsins” er skrifuð á svo fallegu og fullkomnu máli að maður gæti haldið að sá sem það gerði hefði verið hámentaður son- ur einhvers auðmanns eða embætt- ismanns. En það var ekki. Faðir hans var bláfátækur tinsmiður, sem lifði á því að gera við potta og katla og pönnur, og John Bunyan stund- aði sömu iðn. Hann hafði enga mentun og þegar hann var dreng- ur var hann ófínn og latur og hugs- unarlaus og eyddi tímanum til einskis; en hann var altaf ærlegur, sannorður og áreiðanlegur. Hann fæddist árið 1628 og varð hermað- ur þegar hann var 16 ára gamall. hann kvæntist þegar hann var tvi- tugur bláfátækri stúlku, sem ekk- ert átti til nema tvær bækur, var Jjað biblían og sálmabók. Konan dó 1665 og lét eftir sig 4 börn. Annað vita menn ekkert um þessa konu. En það er alment álitið að hún hafi alveg breytt Bunyan svo að hann varð mesti reglumaður og allur fínni í framkomu. Segja margir að “För pílagrímsins” hefði aldrei verið skrifuð, ef það hefði ekki ver- ið fyrir áhrif þessarar bláfátæku stúlku, sem varð konan hans. Ruyan var eins og Daniel Dafoe að því heyti að hann talaði og skrif- aði mikið á móti ýmsu, sem honum þótti ljótt, og þess vegna á móti stjóminni. Hann var þess vegna tekinn og settur í fangelsi, og þar var honum haldið í tólf ár. En hann var þar stöðugt að skrifa. Og svo þegar hann kom út úr fangels- inu 1672 fékk hann leyfi til þess að prédika og var kosinn prestur. Þremur áram síðar var hann aft- ur settur í fange'si og var þar þá I sex mánuði og skrifaði hann þá fyrsta kaflann af “För pílagríms- ins”. Hann dó 1688 og var jarð- aður á sama stað og Daniel Dafoe. Bókin hans “För pílagrímsins”, hef- ir verið þýdd á 80 tungumál. Það sést á þessum tveimur mönn- um; manninum sem skrifaði “Robinson Crusoe” og þeim sem skrifaði “För pilagrimsins” að maður þarf ekki að vera ríkur eða af heldra fólki til þess að geta gert mikið. Þessir menn voru báðir bláfátækir alþýðudrengir, en samt hafa þeir í tvö hundruð ár orðið til þess að skemta og kenna þúsundum og miljónum af piltum og stúlkum með bókum sinum. Munið þið eftir því aö það er hundrað áttugasta og fimta dánar- afmæli mannsins sem skrifaði “Robinson Crusoe” á mánudaginn kemur, 24. apríl. Sönn saga frá Þýzkalandi. Saga var sögð í Lundúnaborg á Englandi á föstudaginn; hún var um litla stúlku 8 ára gamla sem hét Elsa og átti heima á Þýzkalandi. Hún hafði skrifað bréf og utaná- skriftin var svona: “Til elskulegs guðs á himnum”. Hún bað guð að lofa föður sínum heim úr stríðinu, því hann hefði verið svo ósköp lengi í burtu. Elsa litla á heima skamt frá Berlin hjá móður sinni og fjórum systkinum; þeim hefir liðið fjarska illa síðan faðirinn fór í stríðið: “Mamma er altaf að gráta”, sagði Elsa litla í bréfinu til guðs. “Og eftir þrjár vikur verður afmáeli hennar og líka hennar Grétu syst- ULL jV/lANITOBA-STJÓRNIN tekur að sér að selja ^ull fyrir bændur fylkisins. I fyrra seldi stjórn- in ull fyrir bændur og fékk 25* cent fyrir pundið að meðaltali. Með því að flokka ullina og selja bana í stórum stíl getur stjórnin fengið gott verð fyrir hana. Upplýsingaskjal no. 33 [prentað einungis á ensku] skýrir frá þessu fyriikomulagi. Skrifið [ann- aðhvort á ensku eða yðar eigin máli] eftir eintaki af upplýsin/askjalinn. Látið svo einhvern sem les ensku segja yður hvað þar er sagt. VALENTINE WINKLER, Búnaðarráðherra í Manitoba. Margt smátt gerir eitt stórt jafnvel þegar um eldspítur er að ræða, þá ættu menn að hafa augun á smámunum. Viðartegundin, gæði brennisteinsins, hversu hægt er að kveikja á þeim EDDY’S ELDSPÍTUR eru búnar til úr sterkum hreinum furuviði og svo vel gerðar að í þrim kviknar frábærlega vel. Eddys eld- spítur hafa verið til sölu í sextíu og fimm ár það er því ekki að undra þó þetta félag kunni að búa til eldspít- ur. Það er altaf óhætt að reiða sig á vörur sem Eddy félagið býr til.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.