Lögberg - 20.04.1916, Page 3

Lögberg - 20.04.1916, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. APRIL 1916 3 RICHARD HATTERAS Eftir i Guy Boothby “•Þey! Eg heyri einhvern koma’'. Eg heyröi rétt. Þungt fótatak nálgaSist úti í gang- inum. MaSur kom aö dyrum herbergis okkar, stakk lykli í skráargatiö, lauk upp og kom inn. Um leiö féll á hann sólargeisli frá gluggahlera rifunum, og sá eg aS hár hans var hvítt og andlitiö bólugrafiC. Hvar haföi eg sé8 eöa heyrt um þenna einkennilega mann áður? Jú, nú mundi eg það. Hann leit í kringum sig og gekk svo inn á mitt gólfiö. “GóBan morgun, herrar mínir”, sagöi hann meö móögandi róm, “eg vona aS þiS séuS ánægSir meS þetta herbergi, sem viS í fátækt okkar getum veitt ykkur ?” Hr. Prendergast”, svaraSi eg, í því skyni aS vita hver áhrif nafnið hefSi á hann, sem kærasta mín hafSi gefiS honum í bréfinu. “HvaS á þetta aS þýSa? Hvers vegna lokiS þiS okkur inni sem fanga? Eg krefst þess aö viS fáum frelsi undir eins. ÞiS verSiB aS bera ábyrgS á þessu athæfi ykkar, gagnvart konsúl okkar”. Stundarkom stóS hann mállaus af undmn yfir því, aS eg vissi nafn hans, en áttaSi sig fljótt, hallaSi sér upp aS veggnum og horföi á okkur. “ÞaS skal vera mér sönn ánægja”, sagSi hann háSs- lega, “en ef eg má segja þaB, þá held eg að viS þurfum engar upplýsingar aS gefa fyrst um sinn”. “ViljiS þér gera svo vel og segja mér hvaS þér meiniS meS þessu?” “Blátt áfram þaS, sem eg segi. Þar eS útlit er fyrir aS þiS verSiS gestir okkar um langan tíma enn þá, þá er engin þörf á nákvæmari skýringum”. “Er þaS þá áform ykkar aS halda okkur hér sem föngum? En, hr. Prendergast, þér megiS vera viss um þaB, aS þegar eg losna héðan, þá skuluB þér fá aS finna hvort þnefi minn er mjúkur eða harSur”. “Mér þykir þaS sennilegt aS okkur lendi saman í bardaga, ef viS sjáumst nokkurn tíma aftur”, sagSi hann kuldalega, tók upp smávindil og kveikti í honum. “Og þaS er álit mitt, hr. Hatteras, aS þér séuS sá mað- ur, sem vert er að eiga í höggi viS”. Enn þá hafBi markgreifinn ekki sagt eitt orS, en nú tók hann til máls. “Ef þiS haldiS aS faðir minn láti mig dvelja hér lengi, þá skjátlar ySur”, sagði hann. “Og aS því er snertir lausnargjaldiS, sem þið haldiS aS hann muni borga, þá held eg það verSi ekki eitt cent”. Þegar Prendergast heyrSi orSiS “lausnargjald', brá á hann nýjum og undarlegum svip. Hann svaraði samt engu en hló kuldalega. Að því búnu gekk hann til dyra og sagSi eitthvað á arabisku, sem svar kom risavaxinn negri með tvær stórar matarskálar og tvö stór vatnsglös. Okkur var rétt þetta, og Prendergast baS okkur aS borða ef viS værum svangir. “Þið meg'S ekki ætla að þér verðið látnir svelta”, sagSi hann. “Ykkur verSur færður matur tvisvar á dag, og ef þið viljið, getiS þið líka fengið vín og tóbak. En áður en eg fer, ætla eg að gefa ykkur góS ráð. LátiS ykkur ekki detta í hug að þið getiö sloppið. sam- band viö heiminn utan dyra er ómögulegt; járnhring- urinn um háls ykkar og hlekkimir endast lengi, áöur en þið getið slitiS þá af ykkur. Ef þið hegðiS ykkur vel, verSur farið vel meS ykkur, en ef þiS reyniS að beita okkur brögðum, verðið þér lokaðir inni, sinn í hvoru herbergi, og meðferðin breytist ekki til batn- aðar”. AS þessum orðum sögðum gekk hann út og lokaöi herberginu á eftir sér. Þegar við vomm orðnir tveir einir, vorum viS lengi steinþegjandi. Eg var einráðinn í því, að finna ein- hver ráð til aS losna, og koma markgreifanum til föður síns, þó að þaS kostaSi líf mitt. En hvernig gátum við losnaS úr þessu fangelsi? Þó aS eg beitti öllum kröft- um minum, gat eg ekki hreyft kenginn í veggnum, sem keðjan var fest í, hið allra minsta. Fyrri hlutinn, miðjan og síðari hluti dagsins liðu seint og tilbreytingarlaust. Litlu fyrir sólsetriS kom sami, stóri negrinn meS kveldmatinn okkar, og þegar hann fór, lokaði hann dyrunum vandlega á eftir sér. Til þess aS stytta okkur stundir höfðum við að eins okkar eigin hugsanir, sem voru fremur gleðisnauðar, og mikinn fjölda músa, sem hlupu aftur og fram um gólfiS. Næstu tuttugu dagana skeði ekkert markvert. Mat- inn fengum viS á ákveðnum tíma, kvelds og morgna. Prendergast sáum viS ekki oftar, en hanann heyrðum viS gala, hundinn gelta, og manninn með hækjurnar ganga fram hjá á hverjum morgni. Margt var ráð- gert til að geta sloppið, en alt gagnslaust. Eftif langa umhugsun komst eg aS þeirri niður- stöðu, að maðurinn með hækjurnar, sem gekk fram hjá á hverjum morgni milli kl. 6 og 7, væri hinn sami og Beckenham gaf hálfa sterlingpundið. Nú, ef við næðum í hann, þá var líklegt að hann mundi útvega okkur hjálp. En hvernig gátum viS náð nokkru sam- bandi við hann? Um það töluðum við fram og aftur,' en ávalt til einskis gagns. Að við urSum að geta stöðv- að hann á götunni, var óumflýjanlegt. En hvemig var það mögulegt? Við töluðum fram og aftur um þetta, þangaS til mér datt gott ráð í hug. “Nú veit eg ráSiS”, sagði eg lágt. “ViS veröum á einn eða annan hátt að ná í mús, og láta hana flytja bæn okkar um hjálp til mannanna, sem um götuna ganga”. En aS ná í mús með hendinni, þaS er hægra aS segja en gera. Enda þótt aS nóg væri af þeim, voru þær svo varkárar og snarar í snúningum, að fyrst í staS náðum viS engri. Loks hepnaðist mér þó að ná í eina. Eg var þá búinn að skifta um skoðun, og áleit, aS ef viS ætluðum aS stofna til þess, að Nikóla og að- stoðarmenn hans yrðu handsamaðir og þeim hegnt, og aS viS fengjum að vita um ástæBurnar til samsæris þeirra gegn oss, þá mættum viS ekki snúa okkur til almennings til þess aS leita hjálpar hans. Nei, viS yrðum aS snúa okkur til betlarans, sem gekk fram hjá herbergi okkar á hverjum morgni. “Þetta bréf snertir yður meira en mig”, sagði eg við félaga minn. “Hafiö þér blýant i vasanum?” Hann hafði blýantinn og fleygði honum strax til mín. Svo tók eg pappírssnepil úr vasa mínum, og byrjaði að skrifa þaö sem hér fylgir á frönsku og ensku: “Ef þessi snepill sést af þeim manni, sem ungur Englendingur gaf hálft pund sterling fyrir þrem vik- um síðan, þá er hann hér meS beSinn að hjálpa þeim, sem hjálpaöi honum, og sem alt af hefir verið fangi síöan þenna dag, í herbergi sem snýr einum veggnum aS götunni, en til hægri handar er gluggi, sem borð eru negld fyrir. Til að gera þetta, verður hann aS útvega litla þjöl, og finna eitthvert ráð til aS koma henni inn um pípu, sem liggur í gegn um múrvegg'nn út aS göt- unni. ViS móttöku þjalarinnar verður honum sendur 5 punda seðill á sama hátt og þessi bréfsnepill, og annar til, ef hann segir ekki frá þessu og þeir, sem eru fangar hér, sleppa hættulaust". BréfiS var naumast búiS, þegar negrinn kom meS kveldmatinn okkar. Nú var hann farinn að koma með matinn á pönnunni, og skifta honum af henni í skál- amar okkar, sem aldrei voru þvegnar. MeSan negrinn var inni, geymdi eg músina í hendi minni, en undir eins og hann var farinn, fleygði eg matnum úr skálinni og hvolfdi yfír músina. Menn geta ímyndað sér hve löng okkur fanst nótt- in, og hve seint dagur rann upp. Undir eins og birti, fór eg úr öðrum sokknum, rakti úr honum þráðar- spotta, batt öðrum enda hans um pappírssnepilinn, en hinum um annan afturfót músarinnar. Svo settumst viS og biSum þess að klukkan yrði sex. Loks heyrðum viö harkið í hækjunum, og þegar eg hélt aö maðurinn væri kominn á móts við pípuna, slepti eg músinni í hana. ViS biöum og biðum allan daginn, en ekkert svar kom. Þetta kvöld náSi eg aftur mús, skrifaði sömu orðin á blað, og sendi hana meS það næsta morgun. Aftur leið dagurinn án svars. Um kveldiö náðum við aftur mús og sendum hana eins og hinar, þriðja og fjórða og fimta og sjötta daginn sendum við mýs á sama hátt. Einn dag enn þá biðum viS kviðandi, en nú áttum við ekki að veröa fyrir vonbrigðum. Hér um bil kl. átta um kveldiS, heyröi eg dálítinn hávaða við fætur mína; eg lagði hendina við pípuopið, og fann eitthvað hreyfast við hana. Fáum sekúntum síðar, fann eg eitthvað kalt koma við hendi mína, og þegar eg þreif- aði á því, fann eg að það var þjöl; eg tók hana úr píp- unni og stakk í vasa minn; eg fann að bandspotti var bundinn viS hana, og skyldi ekki strax i hvaöa skyni þaS var gert, en svo áttaði eg mig á þvi, að hann var sendur í því skyni að b:nda hann um 5 punda seði'.inn. Eg tók hann því strax úr leynivasa mínúm, festi band- iS um hann, sem svo var dregiö út. Það var ekki liðin mínúta þegar eg byrjaði að sverfa sundur hringinn á hálsi mínum, og áður en hálf- ur tími var liSinn, var eg laus viS f jötrana. Eg get ekki gert öðrum það skiljanlegt, hvílík þæg- indi mér voru að því aö losna. Eg teygði úr mér hvaS eftir annað, og gekk svo á tánum til félaga míns. “Þér eruS frjáls”, hvíslaöi hann, greip hendi mína og þrýsti hana. “Guöi sé lof”. “Þey. Lútið þér niSur og látiS mig byrja á yðar hring, áður en þér segiS meira”. Eg var ekki lengi að sverfa í sundur hring Becken- hams, og aS því búnu stóS hann strax upp og teygöi úr sér, glaður yfir frelsinu. Þar sem viS stóðum í myrkrinu, tókum viS höndum saman innilega. “Nú”, sagði eg, um leið og eg leiddi hann til dyra, “skulum viS reyna að losna héSan, og eg vorkenni þeim manni, sem reynir að stöðva okkur”. I IX. KAPITULI. Nikóla sleppir okktir. Gamla orStækið: “Seldu ekki skinnið fyr en skot- inn er bjöminn”, geymir eins mikinn sannleika og hvert annað orðtæki sem eg þekki. AS minsta kosti átti þaS vel viö okkar kringumstæður. HefSum viö ekki átt eins annríkt við aS sverfa í sundur hálshring- ina, þá hefði okkur máske dottiö í hug aö við vorum fangar eftir sem áður, því dymar að herbergi okkar voru lokaðar. “Reynið þér gluggann”, hvíslaði Beckenahm, þeg- ar hann heyrði mig andvarpa. Við gengum þangað, og eg reyndi alt hvaS eg gat að ná einu af þessum þykku borðum frá glugganum, en mér var það ómögulegt, það var fest meö þremur löngum og sterkum skrúfum. Þegar eg gafst upp, reyndi Beckenham, en það fór á sömu leiS. “ViS erum komnir í fallega klípu”, sagði eg. “ViS getum ekki verið hér, en hvemig eigum viS að kom- ast út ?” „ “Eg veit það ekki, nema viS getum brotið hurðina, og barist áfram í gegn um hóp óvina okkar. Eg efast um hvort það er mögulegt”. “Við skulum fyrst vita hvort mögulegt er að brjóta hurðina”. Við gengum aftur til dyranna, og eg rannsakaði hurðina nákvæmlega með fingmm mínum. Hún var ekki mjög sterk, en eg vissi að hún mundi þola tals- verðan þrýsting, áður en hún léti undan. “Mig langar í rauninni til að reyna hana”, sagði eg, “en munið þér það, að ef viS komumst út, þá lendum við í bardaga fyrir utan dyrnar, og vopnlausir og las- burða eins og við erum, megum við búast við ósigri”. “Ó, hugsið þér ekki um þaS”, sagðl hinn hugrakki félagi minn. “Fyrst við erum byrjaðir, verðum viö að halda áfram. Og þó viS verðum deyddir, þá er þaS ekki verra en aS vera grafnir lifandi hér”. “Nú, jæja, ef yður finst það vera heppilegast að við berjumst við þá, samþykki eg þaS meS glöðu geSi”, svaraði eg. “Eg verð nú aS fá mér þá réttu stöBu áður en eg stekk á hurðina, og svo skulum við sjá hvað hún þolir. Þér verðiS að vikja til hliðar á meðan, en vera samt viðbúinn að fara út, ef hún lætur undan”, Eg þreifaSi aftur um hurðina og vegginn, til þess aS geta tekiö rétta stefnu, og aS því búnu gekk eg til veggjarins gagnvart dyrunum. Hjartað barSist ákaft í brjósti mínu, og það leiS eflaust mínúta áöur en eg gat fengið mig til aS gera áhlaupiö. Af öllum kröft- um þaut eg yfir gólfiS á hurðina, og þegar tekiö er tillit til þess, aS niðamyrkur var i herberginu, þá var það ekki svo klaufalega gert, að eg hitti hurðina rétt fyrir ofan miðjuna meS öxl minni. Brothljóðið var voðalegt, og innan um haug af flýsum og tréstúfum datt eg á höfuðið út um dyrnar. AB augnabliki liSnu var Beckenham kominn til min og hjálpaSi mér til að standa á fætur. “Nú megum við búast við aS lenda í bardaga”, sagSi eg og nuddaði öxl mína, þvi eg bjóst viS á hverju augnabliki að sjá lófa Prendergasts opna dyr og ráSast á okkur. Okkur til stórrar undrunar heyrðist enginn hávaBi í byggingunni. Það leit helzt út fyrir aS húsiS væri mannlaust. ViS biðum þama í fimm mínútur hliö við hlið, eftir þeirri árás sem ekki kom. “Hvernig stendur á þessu ?” spurði eg félaga minn. “BrakiS var nægilegt til að vekja þá dauðu. HaldiS þér aS þeir hafi yfirgefið húsið í því skyni, láta okkur svelta í hel?” “Eg skil þetta ekki betur en þér-’, svaraSi hann. “En haldið þér að þaS sé ekki bezt fyrir okkur aö nota tímann, meðan þeir koma ekki, til þess að leita aö útidyram?” “Jú, auðvitaÖ. Það er bezt að annar okkar læBist niður ganginn til þess að sjá hvemig á öllu stendur, og þar eS eg er sterkari, vil eg fara. Þér bíSið hérna”. Eg læddist eins hægt og köttur niBur ganginn, þar eS eg vissi aS líf okkar var í hættu. Mér fanst hann undur langur, þó hann hafi líklega ekki veriS meira en 60 fet. NiSamyrkur var og hvergi sást ljósgeisli. Eg hélt áfram lengra og lengra, viS því búinn aS ráSist yrði á mig, en þó aS fangaverðir okkar gerSu ekki vart viS sig, beiö mín önnur hætta. Meðan eg gekk áfram, sté eg fram af einhverri brún og datt ofan. Fallið var ekki háskalegt, að eins þrjú fet ofan lítinn stiga. Enda þótt fallið framleiddi mikinn hávaða, heyrðist engin hreyfing í húsinu. Beckenham kom skríðandi til mín niður stigann og spurði hvað fyrir hefði komið. Eg sagði honum það með fám orðum og stóð svo á fætur. Þegar eg var kominn upp í ganginn aftur, sá eg Ijósgeisla á gólfinu fyrir framan okkur. Eg áleit aö það yrði aS koma gegnum dyr frá einhverju herbergi. “Eg vildi að við hefðum eldspýtu”, hvíslaði eg. “ÞaS er gagnslaust aS óska”, sagði Beckenham. “Hvað eigum við nú aS gera?” “ÞaS er bágt aS vita; en eg held að hyggilegast sé að hlusta v:ð dymar þarna, og vita hvort þar er nokk- ur inni. Sé einhver þar inni, og hann einsamall, verð- um viS aS læöast til hans og neyða hann til þess að fylgja okkur út. ÞaS er alt útlit til aS við rekum okkur á hei’.an hóp af þessum bófum, ef við erum lengi að flækjast hér, og þá erum við glataðir. HvaS sýnist ySur?” “Eg er yður samþykkur. ViS skulum fara”. ViS læddumst nú aS dyrunum og hlustuöum. “Hver sem hann er, þá er hann einsamall, það er áreiðanlegt”, hvíslaði félagi minn. “Viö skulum opna dymar með hægS og ráðast svo á hann”. Eg var hræddur um aS ískra kynni í skránni, og snéri því skráarhúninum hægt og gætilega, til þess aS maSurinn heyrði ekki til okkar, opnaði svo hurðina og viö gengum inn, — en þó eg verði þúsund ára gam- all, skal eg aldrei gleyma hinum minsta viðburði, sem stóð í sambandi viS þá sýn sem mætti augmu vorum. Herbergið var langt og lágt undir þakið; það hefir máske verið sextíu feta langt og fimtán feta breitt. ÞakiS var úr tré og hvíldi á digram trjábjálkum, sem voru svartlr af sóti og ryki. GólfiS var úr póleraðri eik og dúkalaust. En lögun og útlit herbergisins var ekkert í samanburði við hina undarlegu hluti er voru þar inni. Mig skortir orð til að gefa glögga og sanna lýsingu af þeim. Eg veit að eins það, að þó eg sé hugrakkur og vanur ýmsu og ógeðslegu, þá fór um mig meiri hrollur en nokkru sinni áður við þessa sýn. Langs meS veggjunum, meS jöfnu millibili, stóö meira en tylft af risavöxnum flöskum, og í hverri einni þeirra stóS mannlegur líkami, umkringdur af spíritus. A meðal þessara viSbjóösIegu stóru flaska voru aðrar minni, sem höfðu að geyma enn þá hryllilegri hluti, og á stærri og minni borðum stóðu þar, annaöhvort beinar eSa bognar beinagrindur af mönnum, apakött- um og áreiöanlega hundrað tegundir af öðrum skepn- um. í eyðunum á milli þeirra voru mannahöfuB, bein og alls konar morötól, sem mannlegt vit hefir fundiö upp. Þar voru kúlubyssur frá Norðurálfu, skambyss- ur, byssustingir og sverð, ítalskir þríeggjaðir rýtingar grískir hnífar og spjót og eitraðar örvar frá Mið- Afríku, Zúlúmanna barefli, langir afganiskir rýtingar, lúðrar frá Sumatra, kínverskir rýtingar og spjót, horn- mynduð skotspjót frá Astralíu, steinaxir og ótal önn- ur vopn, sem eg man nú ekki nöfnin á. Innan um þetta hingaö og þangaS voru áhöld og hlutir sem töframenu nota til að sýna listir sínar með gagnvart trúgjörnum fáráðlingum. ViS miðjan gaflinn beint á móti okkur, var stór eldstó af sömu gerð og tíðkvaöist í gömlum höfðingja- húsum á Englandi, og til beggja hliða viS hana vora tvær skepnur, svo ljótar, að mér fanst eg verða veikur af aö líta á þær. Sú til hægri hliöar virtist vera inn- fæddur Indverji frá Noröur-Indlandi, ef dæma mætti eftir klæðnaðinum og hörundslitnum. Þessi skepna sat á gólfinu mjög óeðlilega, sem orsakaðist af því aö höfuðið var þrisvar sinnum of stórt fyrir líkamann, og svo þungt, aS reisa varS járnstöng með hring á efri enda, til aS forða þessari veru frá að missa jafnvægið og detta á gólfið. Það sem gerði þetta höfuB enn hræöilegra var, að það var alveg hárlaust, og skinnið var strengt svo fast um kúpuna, að æðarnar vora eins digrar og fingur io ára gamals barns. Til hinnar hliðarinnar var vera, sem var að hálfu leyti maður og hálfu leyti api—eg minnist aS hafa séð slíka veru í gripasafni í Sidney, og var hún nefnd í safnskránni “Apadrengur frá Birma”. Hann var fjötraður við vegginn eins og viö höföum verið, og var sískvaldrandi og klórandi, alveg eins og apaköttur sem eg hafði séð í dýragarði. En hve hræöileg seu þessi dýr voru. áttum viö þó eftir stærstu viBbrigðin, því við stórt eikarborö í miBju herberginu stóð maöur, sem eg hefBi þekt viö fyrsta augnatillit hvar sem veriö hefBi. ÞaS var nefnilega Dr. Nikóla. Þegar viB komum inn, var hann í óöa önn aö lima i sundur dýr með líkskurSarhníf, sem líktist allmikiB apa. Uppi á borðinu og horfandi á starf hans sat hinn óaöskiljanlegi féa’gi hans, svarti kötturinn, sem eg hefi áður minst á. En við borðsendann næst okkur stóð Albinodvergur á tánum, sem varla var hærri en tvö fet og 8 þumlungar. Þó það hafi tekið alllangan tíma að lýsa þessari sýn sem fyrir augun bar, mega menn ekki skilja það þannig, að eg hafi þurft jafn langan tíma til að skoöa það. Nei, það hafa í Iengsta lagi veriS þrjár sekúndur. MeS svo mikilli varkámi hafði eg opnað dyrnar og svo hægt gengum viö, að áöur en okkar varS vart og eg vissi hver inni var, vorum viS komnir langt inn í herbergið. Svo sté eg á borð sem brakaSi í, og Dr. Nikóla leit upp frá starfi sínu. Engin geðshræring sást á föla, mjóa andlitinu hans þegar hann sagði: “ÞiS hafiS þá fengið tækifæri til að losna úr her- berginu, sem þiS voruB lokaöir inni í, herrar mínir. HvaS er þaö þá sem þér viljið mér?” Eitt augnablik var eg svo hissa að eg gat ekki talað. En svo sagði eg um leiS og eg gekk til hans, og félagi minn á hælum mér: “Nú, Dr. Nikóla, viS höfum þá fundist aS síBustu”. “Já, aö siBustu, hr. Hatteras, eins og þér segiB”, svaraði þessi undarlegi maöur, sem hvorki sýndi undrun eöa vandræöi á svip sínum. “Sökum kringum- stæðanna býst eg viö að þér álítið það háð, þegar eg segi, að það gleSur mig að sjá yður frjálsan aftur. En viljið þér ekki setjast niður? lávarður, má eg bjóða ySur stól”. ViS vorum nú komnir í nánd við hann, en hann var viö öllu búinn. Hin gegnsæju augu hans litu ekki af mér, en aSgættu allar hreyfingar mínar og augna- tillit hans hafði undarleg áhrif á mig. “Dr. Nikóla”, sagBi eg. “Leikurinn er á enda. Þér sigruðuS mig síöast, en nú veröiS þér að viBurkenna að eg á sigurs von. SegiS þér ekki eitt orð, og hrópiS þér ekki um hjálp, því ef þér geriö það, eruö þér dauð- ans matur. SleppiS þér hnifnum, sem þér haldið á, og fylgið okkur út”. Markgreifinn var til hægri hliðar hans, en eg til vinstri, og meðan eg talaði nálguöumst viö hann enn meir. Engin hræðsla sást á svip hans, enda þótt hann vissi vel í hvaða hættu hann var staddur. Augun litu út í höfði hans sem logandi kol. Ykkur furðar á því hvers vegna við réðumst ekki á hann. Nú, tilfel’.ið var, að áhrif augnatillits hans vora svo mikil, að við gátum þaS ekki. “Þér haldið aS leikurinn sé á enda, hr. Hatteras? Eg er hræddur um að eg verði að vera á annari skoðun. Lítið þér bak við yður, vinur minn”. Eg gerði þaS og sá þegar, hve slælega við höfðum veriö tældir í gildru. Hallandi sér að hurðinni og horf- andi á okkur meS grimmum, en þó meö brosandi svip, stóð hinn gamli óvinur okkar, Prendergast, þar, meS skammbyssu í hendi. Bak við hann stóBu tveir krafta- legir menn frá Sudan, og í nánd viö Markgreifann stóö mjög kraftalegur maöur, aS því er virtist grískur. Þegar Nikóla sá vonbrigði okkar, settist hann á stóran stól og varS hinn fyrsti til aS tala. “Hr. Hatteras”, sagði hann hægt og viBbjóBsIega. “Þér ættuð nú orðið aS þekkja mig of vel til þess, að ímynda yður aB þér sigrið m’g. Er álit mitt eða mann- orð svo lélegt? En meSan eg hugsa um þaS, leyfið mér aö njóta þeirrar ánægju, að skila yBur aftur fimm punda seðlinum og bréfunum yðar. Mýsnar yðar voru góSir sendisveinar, var það ekki?” MeSan hann talaði rétti hann mér sama fimm punda seBilinn sem eg sendi gegnum pípuna, sem borg- un fyrir þjölina, svo tók hann öskju ofan af arinhyll- unni, og hristi úr henni aila pappírssneplana. ÞaS var þá ekki bæklaði maöurinn sem haföi bjargað okkur. Gat það skeð, aS meðan viS vorum meS ákefS aS finna upp eitthvert ráð itl undankomu, að viö hefðum verið nákvæmlega aögættir? Ef þaS væri tilfellið, þá var kyrSin í húsinu, eftir aS eg braut hurðina, vel skiljan- leg. ViS vorum því ver staddir nú en áöur. Eg leit á Beckenham, en hann stóS niðurlútur og studdi hægri hendinni á borSið. Hann var sjáanlega að biöa eftir því sem nú kæmi. 1 algerSri örvinglan snéri eg mér aftur til Dr. Nikóla. Jóhann á Miklabœ. Þær fara nú að ágjörast fréttirnar þær um aö frambyggjarnir íslenzku hnigi í valinn, andlátsfregn í morgun, önnur í gær, því altaf lúSrar dauðinn um mannheima salinn. í gegnum fjörutíu ára raunþrungið rok þeir rifa af sér stórsjóa slögin, og þegar þeir síðustu líða undir lok leggið þið hvergi b’.eyðu mark á hauginn. Hann Jóhann var meira en margur áleit þó ei mikiö sér hreykti á velli, hann var dílalaus sómi í sveit hann sinti litiS um spjátrunga hvelli. En þegar auminginn kom þar i kring hann keirði ekki hurðir x lása, og ef hann frétti um reglulegt ráðvendnis þing hann reyndi í þann eldinn aö blása. Hann gekk út í skóginn og bygði sér bæ og bjó þar til síðustu stundar, hann ræktaði dygðir og ráðvendnis fræ hvar réttsýni vakir og blundar. Þar var ekkert glamranda fáráðlings figt þar fanst enginn dáSleysis kliður, þar var heimili af þjóðmenning bygt, þar var ánægja, kærleikur og friður. Eg veit það, hún Sigríður saknar þín mest eg sé aö í rökkri hún grætur, hún var þér 'alla tíö blíöust og bezt um bölskygða daga og nætur. En þolgóB hún bíSur og feröar til býst og biður meö hugsanir þíöar, þann guö sem hennar leið hefir lýst og lýsir til síöustu tíðar. Þú Jóhann ert liSinn í guðanna geim því guðs vinur varstu í anda, og þangaö hún Sigríður sækir þig heim og sýnir þér trygðir aö vanda. Sof þú í friBi sætum blund foldu ofar í friðar sölum. Jón Stefánsson. Fáið það nú! Það er eitthvað við þennan bjór 8em gerir hann næring- argóðan. Hjá öllum vínaölum eCa hjá E. L. DREWRY, Ltd. WINNIPEG jy[ARKET JJQTEL vi6 sölutorgiC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL.* Fumiture Overland FULLKOMEN KKNSI.A VKH'l' BRJEFASKRIF’TUM ..._ —og öfirnm— VKRZLUN ARFRjÆBIGRBaJTUM $7.50 ~n vör kent ytSnr “8 pðstl:— >us1ness” brét .íglýalnaar. ’éttritun. kt A Helmill yCar ge og börnum yCar- AC skrlfa gót Almenn lög. Stafsetning o Útlend orCati Um ábyrgCir og rélög. Innhelmtu meC pösU. Analytlc&I Study. Skrift. Tmsar reglur. Card Indexlng. Copytng. Filing. Invoiclng. Pröfarkaleetur. Þeasar og fleiri námsgreinar kend- ar. FylllC inn nafn yCar 1 eyCurnar aC neCan og fálC meiri upplýslngar __ KLIPPIÐ 1 SUNDUR HJER Metropolltan Business Instltute. 604-7 Avenue Blk., Winnlpeg. Herrar, — SendlC mér upplýslngar um fullkomna kenslu meC pösU nefndum námsgreinum. I>aC er 8- skiliC aC eg sé ekki skyldur til aS gera nelna samninga. Nafn .................... Heimill ..... StaCa _____ Vísubotnar. I. “Þegar sættum unir öld allir hætta að rífast”. Margan grættu meinin iköld, máls í slætti hlífast. Lárus. Flokkadrættir fá ei völd, friðarvættir þrífast. J. Jóhannesson. Engir þrættu um auö né völd, eining mætti þrífast. Loptur Kárason. Skyldu þættir vernda völd, vonir bættar þrífast. B. P. Konum ætti að veita völd svo vinsemd mætti þrifast. Marta Hinriksson. Heimsku þvætti’ og hrekkjavöld hvergi ættu aS þrífast. B. F. Bezt þaö kætti hrund og höld i haft ef mættu drífast. /. Því meS bættri bragna fjöld betri hættir þrífast. /. Friðfinnsson. II. “Eftir því sem aldan vex Árar fjölga á borði”. Hér er liS, er segir sex, sómi hverju storði. /. /. D. IHa gekk um aldir sex, oft í vanda horfSi. Lárus. HugmóB fyltist hver mót sex hetjudugs meS orði. S. Vilhjáltnsson. Knálega róSur sækja sex sveinar aS bryggjusporSi. F. H. Berg. Eygist nú til lands og legs, lifnar fjör í oröi. /. G. G. Alt fer vel ef uggar sex allir lúta sporði. Sig. Jút. Jóhannesson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.