Lögberg - 20.04.1916, Page 4

Lögberg - 20.04.1916, Page 4
LÖÖBEEG, FIMTUDAGINN 20. APBIL 1916 Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd./Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mém. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓIIANNESSON, Editor |. J. VOPNI, Business Manauer UtanAskrift til blaðsins: TIJE OOLUHBI^ PfJESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man- VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um Arið. I bróðerni. Niðurlag. ---- Fjarri sé það oss að deila við vin vom Áma Sveinsson um það að brennivínsmennimir hafi verðskuldað ósigur. J7ar erum við hjartanlega sammála. En það er annað atriði í sambandi við afstöðu þeirra, sem ekki er rétt skýrt í Heims- kringlu greininni. “Vínsölumenn höfðu jafnrétti við vínbannsmenn til að verja málstað sinn” segir Ámi Sveinsson, “og voru óbundnir meðan stríðið stóð yfir.” petta er ekki rétt. Svo að segja öll blöð fluttu eindregið ritgerðir með bindindishliðinni, en eng- in með hinni. pað var þeirra skylda og þau áttu hrós fyrir. En þau fóru lengra, þau tóku sum þá stefnu að hleypa engu að í dálka sína sem brennivínsmennimir þóttust hafa fram að færa sínu máli til afsökunar. peir voru með öðrum orðum útilokaðir frá því að láta til sín heyra á sama hátt og sama stað og hinir — þeir höfðu nieð öðrum orðum ekki jafnrétti. Hversu ofstækisfullur bindindismaður sem vér höfum verið kallaður hingað til — og það hefir stundum heyrst óspart — þá teljum vér þetta ekki réttlátt, ekki sanngjarnt, ekki heppi- legt. Eftir því sem meiri er sanngimi og meira réttlæti á báðar hliðar eftir því er sigurinn sælli — og meiri. Vér höfum þá eindregnu skoðun að conserva- tive ílokkurinn í Manitoba hafi verið svo spiltur að hann hafi verið réttnefndur ræningiaflokkur. Vér höldum því óhikað fram að það hafi veriö óbætanlegt tjón, ævarandi skömm þessari kynslóð lífs og liðinni, ef hann hefði verið kosinn aftur; en hefði einhver liberal maður komið með þá til- lögu að flokkurinn væri svo skaðlegur að sjali sagt væri að loka fyrir honum öllum b'öðum og banna honum eftir megni að halda fram máli sínu, þá hefðum vér talið það rangt og ómannlegt og lýsa heygulskap og vantrausti á sjálfum sér og máli sínu. Enda kom engum slíkt til hugar; og þó er hér alveg hliðstætt dæmi. Vér hofum þá sannfæringu að sambandsstjórn- in hafi gert svo illa, að sjálfsagt sé að kasta henni út fyrir takmörk allra umráða við næstu kosning- ar, en samt sem áður finst oss það ekki taka nokkru tali að hún fái ekki að bera hönd fyrir höfuð sér þegar þar að kemur, heldur eigi henni að vera opin öh olöð til varna. Ef vér verðum við þetta blað þegar næsta sam- bandskosningar fara fram, þá teljum vér oss það helga skyldu aö gera alt ærlegt sem í voru valdi stendur til þess að hvetja svo eggjar sem framast má verða, en á sama tíma skal henni að sjálfsögðu vera heimilt að koma fram í þessu blaði með vam- ir sínar og afsakanir og skýringar, hversu öfugar sem þær kunna að vera—auðvitað að því viðbættu að greinar hennar yrðu athugaðar í blaðinu. Ámi Sveinsson segir að sigurvegarar bindi mótstöðumenn sína og sé snKt ekki talin ómenska heldur nauösynlegt. petta er rétt. En hvenær binda þeir þá? Ekki fyr en orustunni er lokið og sigurinn hlotinn. Hvað mundi hafa verið sagt um Fom-íslend- ing sem á hólm hefði komið og neytt þar afls- muna, tekið andstæðing sinn áður en hann hefði fengið viðnám til vamar og bundið hann? Sá hefði verið kallaður hvers manns níðingur. En þeir hefðu fyrst leyft hvor öðrum jafnan undir- búning og jafnar varnir, hversu mikið sem þeir hefðu hatast, og síðan hefðu þeir barist. Slík var aðferð forfeðra vorra og hana mættum vér vel muna. Brennivínsliðið hafði svo veikan málstað að vér þurftum á engu málfrelsisbanni og engum þræla- tökum að halda, enda miklu mannlegra að mæta þeim á jafnsléttu. Vinur vor Árni Sveinsson kom með dæmi, sem á víst að vera mjög sláandi. pað er svona:. “Hvað akyldu Englendingar og Frakkar gera við þann herforingja sem léti prenta nafnlaus flugrit pjóðverjum í hag og útbreiða þau meðal enskra hermanna, til þess að ná þeim í lið með pjóðverj- um. Skyldi sá herra ekki missa alla tiltrú og jafn vel lífið?” Við þessari setningu liggur aðeins eitt svar og það er þessi spuming. Vill Ámi Sveinsson taka upp sömu reglu í aðferð opinberra landsmála sem tíðkast í hemaði? Vill hann t.d. að stjómin hafi heimild til að skoða öll bréf andstæðinga sinna sem pósturinn flytur? Vill hann að andstæðing- uxn stjómarinnar sé bannað að halda fundi og gefa út blöð með sínum málstað í stjómmálum? Pað er honum Ijóst að enginn pjóðverji hefir leyfi til að koma fram og halda opinbera fundi hér til eggjunar móti Englendingum; engum Austurrík- ismanni er leyfilegt hér að gefa út blað, þar sem haldið sé fram málstað pjóðverja. Slíkar eru reglur á stríðstímum. En er honum alvara með atð vilja taka upp sömu reglu í stjómmálum inn- byrðis? Ef hann svarar því játandi, þá er dæmi hans réttmætt, annars ekki. En setjum sem svo að hann svari því játandi. Hvað mundi leiða af slíku? pá hefði það verið rétt af Roblin, af því hann var stjómin og valdið að banna útgáfu Free Press og Tribunes; banna tilveru alls félagsskap- ar á móti conservative stefnunni; banna opinbera íundi sem andmæltu stjóminni og aðgerðum hennar. Með öðrum orðum banna ritfrelsi, mál- frelsi og starfsfrelsi. Auðvitað hefði það komið sér vel fyrir Roblin undir kringumstæðunum, en bindindismennimir þurftu ekki á því að halda, og voru upp úr því vaxnir að vilja sigra á þann hátt. pað hefði ekki verið sannur sigur. Ritstjóri Lögbergs hefir ávalt verið þeirrar skoðunar að sá sem væri eigandi eða útgefandi blaðs eða tímarits og væri í Goodtemplarafélaginu, hann hefði ekki leyfi samkvæmt skuldbindingu sinni til þess að taka brennivínsauglýsingar. Hann hefir þá skoðun enn óbreytta. En samkvæmt siðferðisreglum þeim sem hér tíðkast, hvort sem þær em réttar eða rangar, er ekki hægt að andmæla því frá neinni hlið um þá sem utan félagsins standa. Og þar sem enginn hluthafi eða stjómandi Lögbergs er í því félagi, þá var þeim að sjálfsögðu heimilt að birta auglýs- ingar um áfengi í blaði sínu. Að því er ritstjór- ann snerti er öðru máli að gegna; hann hefði ekki haft heimild frá bindindislegu sjónarmiði að birta auglýsingar um áfengi ef hann hefði átt í blaðinu eða haft þess ráð hvaða auglýsingar væru t'eknar. —Og hefði heldur ekki gert það. En auglýsingar eru honum alveg óviðkomandi; um þær sér annar maður að fullu og öllu. pað er algengt að blöð hafa deildir, sem eru undir stjóm vissra manna, og sá sem einni deildinni stjómar lætur sér hinar óviðkomandi og hefir engin umráð yfir þeim. Svo er það með Lögberg. Ritstjórinn sér þar um allar deildir nema söguna og auglýsingamar. Enginn veit hvað í ritstjórnardálkum blaðsins er nema ritstjórinn og prentarinn, fyr en það er komið út. Pað er útgefendum blaðsins venjulega eins ókunn- ugt hvað þar muni vera, þangað til blaðið er prent- að, eins og þótt þeir væru vestur í Argyle. En um auglýsingamar er öðru máli að gegna; ritstjórinn veit oft ekkert hvað í blaðinu er auglýst og varðar ekkert um það. pað er fyrir utan hans verka- hring. En þegar hann sér þar einhverjar auglýs- ingar, sem hann telur skaðlegar, þá andmælir hann þeim eftir bezta viti. pannig var það með brenni- vínsauglýsingarnar. Vér vitum ekki betur en kröftuglega væri móti þeim mælt tafarlaust í sama blaði sem þær flutti. Og ef nokkur getur bent á eitt einasta orð í ritstjórnargreinum Lög- bergs undir vorri stjórn, þar sem hið minsta hafi verið hikað við að andmæla áfengi og áfengissölu, þá væri gaman að fá bendingu um það. Sömuleiðis hefir Lögberg flutt greinar til þess að sýna fram á skaðsemi kynjalyfja og svik þau sem þar eiga sér stað. Hvað mundu vinir vorir hafa sagt ef Lögberg hefði tekið auglýsingar bæði af bindindismönnum og brennivínsmönnum og mælt svo með báðum, eins og Heimsk gerði ? En það eru aðallega sérprentuðu blöðin, sem vinur vor Árni Sveinsson tekur til bæna. Látum oss skoða hvernig því máli horfir við. Hér innan- lands—innan fylkisins, er barist um eitt ákveðið mál, þar sem borgarar landsins eru í báðum fylk- ingum. Columbia Press er prentsmiðjufélag sem prentar hvað sem er fyrir hvern sem er, eins lengi og það varðar ekki við lög landsins. Félagið ber enga ábyrgð á því sem þar er prentað, og blaðið Lögberg hefir fullan rétt til þess að andmæla hverju sem þaðan kemur. Ef verk- smiðjur ættu aldrei að gera neitt sem orðið gæti að liði nema vissum mönnum eða vissum málum, þá yrðu þær ekki margar opnar í Winnipeg. Ef jámsmiðir mættu ekki jáma hest sem hafður væri til þess að flytja með áfengi; ef enginn mætti vinna á járnbrautarlest eða við járnbraut ef áfengi væri flutt á lestinni eða eftir brautinni. Ef enginn trésmiður mætti vinna handarvik að byggingu sem selt yrði í áfengi; ef enginn mætti vinna að því að bera bréf út um bæinn af því í póstinum væru sendar áfengisauglýsingar o.s.frv. pá færi að verða vandlifað. En það er alveg sama eins og að segja prentfélagi að prenta ekkert nema aðeins það sem styrkti viss mál og vissa flokka. 1 þessu sambandi mætti nefna það að Columbia Press prentaði bók fyrir Árna Sveinsson í fyrra; prentsmiðjunafnið er ekki á þeirri bók. í bókinni er bein árás á þau mál sem margir eigendur félagsins fylgja; hún er eindregið á móti kenningum kirkjufélagsins, en samt er hún prent- uð í Columbia press. Dettur nokkrum manni í hug að þar sé skoðun kirkjufélagsmanna þótt það sé prentað í þeirri prentsmiððju sem sumir þeirra eiga hlut í og stjórna? Langt frá? En það hefði verið ófyrirgefanleg þröngsýni og heimska af fé- laginu að neita prentun bókarinnar. Fyrirsögnin á þeirri bók er “Svar til séra Gutt- orms Guttormssonar og nokkrar fitgerðir eftir Áma Sveinsson”. útgefendanafnið sést hvergi og prentsmiðju nafnið hvergi. Hér sást það aðeins að þetta var það sem einn merkur maður hafði sagt um eitt ákveðið mál. í brennivíns bæklingn- um var aðeins sagt hvað nokkrir merkir menn hefðu sagt um annað mál. Prentsmiðjan og að- standendur hennar lýstu yfir hvorugu velþóknun sinni þótt þeir prentuðu hvorttveggja. En hvers vegna var ekki Columbia Press andmælt fyrir að prenta hið fymefnda eins og hið síðara? Sannar- lega eru þeir menn til, sem álíta eins rangt að ráð- ast á gamlar trúarskoðanir eins og aðrir álíta að mæla með brennivíni. Vér teljum það víst að vinur vor Ámi Sveins- son átti sig á þessu; hann er svo sanngjam mað- ur að hann hlýtur að sjá að honum hefir skjátlast í þetta skifti. Pá eru fáein orð í grein hans til ritstjóra Lög- bergs persónulega. pau eru hógvær og kurteis, eins og vænta mátti; enda voru þau ekki lesin með neinni þykkju; en þau eru bygð á misskiliningi. Hann telur oss það ósamboðið að kalla ritstjóra Heimsk oss minni mann og að geta um það að ellimörk sjáist á hans andlegu afkvæmum. Kall- ar höf. þetta stærilæti og fyrirlitningu. Satt að segja finst oss það velgjömingur að tileinka allan bjálfaskapinn í Heimsk ellimörk- um ritstjórans. pað er hans eina afsökun að hann sé orðinn svo gamall og elliær að honum sé staðan ofvaxin. pað var því af góðsemi og brjóstgæðum að vér reyndum að sannfæra fólk um að ekki væri betra von, þar sem ritstjóri Heimsk væri orðinn gamalt bam. pað að vér teljum oss meiri mann en ritstjóra Heimsk sem ritstjóri er ekkert stærilæti; vér gæt- um verið óhæfur ritstjóri í alla staði jafnvel þótt það væri satt; en vér værum erkihræsnari ef vér héldum því ekki fram að nú sem stendur séum vér honum meiri maður sem ritstjóri. Ellin fær- ist auðvitað yfir oss einhvem tíma eins og hann, og þá má það vel vera að vér fetum í fótspor hans að sumu leyti. En ef það á fyrir oss að liggja að verða eins gjörsneyddur öllum ritstjóra hæfileik- um í elli vorri eins og Magnús Skaptason er nú, þá biðjum vér hamingjuna þess að hún vemdi oss frá því stærilæti að þykjast geta gegnt þeirri stöðu. Þjóðmegunarþroski íslands. Lögberg frá 9. marz þ.á. flytur ritgjörð þar um, sem skýrir frá að fluttar vörur til íslands árið 1915 hafi numið 55 miljónum króna. Upp- hæð sú er svo mikið meiri en fyrir tveim til þrem áratugum síðan, að eg vil fara um það nokkrum orðum. pegar eg fyrir tuttugu árum síðan var þing- maður fyrir Norður Dakota, vakti eg máls á því við senator H. C. Hansborrow að Bandaríkin hefðu konsúl á Islandi. Málið var svo lagt fyrir þá stjórnardeild er afgreiddi þau mál og lagði sú deild síðan frám sína skýrslu. Eftir þeirri skýrslu voru útfluttar vörur fs- lands árlega fjögra miljóna króna virði. Var það svo lítið auðmagn að ekki virtist tilsvara að kosta þar konsúl. Ekki veit eg hvort þessi fjögra miljóna upp- hæð hefir verið rétt þá eða ekki, hún var tekin eftir dönskum konsúla skýrslum; annað var ekki til staðar. En auðsjáanlega hefir þjóðmeigun ís- lands margfaldast síðan. pó upphæðin frá 1915 sé hærri en meðaltal, þá er framförin stórkost- Ieg, og færir í ljós bjartari framtíð fyrir Frón. Nú má búast við því, að eftir stríðið byrji aft- ur samkepni annara þjóða við ísland, á fiskiút- vegum og verzlun, og væri vel fyrir íslendinga að búa sig undir það sem bezt fyrirfram, enda má sjá að þeir eru að vinna að því að auka útvegi með skipum til veiða og flutninga. Pá er markaður fyrir vörur útfluttar, sem þeir þurfa að tryggja sér sem bezt. par á meðal eru Bandaríkin ekki undan skilin. pó ekki hafi hing- að til verið mikil vezlunar viðskifti milli fslands og Ameríku, þá er samt ekki óhugsandi að sú verzlun aukist með komandi tíð, að milliferðir verði tíðari og samband milli íslands og Ameríku styrkist. - Sendiherra frá Bandaríkjunum ætti þessvegna að vera á íslandi, og nú þar sem hagurinn hefir aukist svo mjög til batnaðar, er líklegt að hægt væri að fá því framgengt. Til þeirra framkvæmda stendur Minnesota nú bezt að vígi, með G. B. Björnson á ríkisþingi og Knút Nelson á þjóðþingi. pað er mjög líklegt að þeir gætu fengið konsúl settan á íslandi, ef þeir tækju að sér að fá því íramgengt. ísland hefir til framboðs vörur sem Banda- ríkja menn geta vel sókst eftir að fá. par á meðal æðardún, fisk og síld. íslenzk síld er nú nafn- fræg orðin, síðan hún var seld í New York í haust. pá eru vörur frá Bandaríkjunum ekki síður nauðsynlegar fyrir ísland. Svo verzlunarviðskifti milli Islands og Ameríku eru líkleg til að geta ver- ið til hagsmuna fyrir báða parta. par fyrir utan má segja að gömul frændsemi tengi ísland og Ameríku huldum böndum, alt í frá tíð Leifs hepna. íslendingar numu fyrstir hvítra manna land í Ameríku. Hinn fyrsti innfæddi hvíti maður í Ameríku var af íslenzkum foreldrum. Nú er frændsemin endumýjuð og margfölduð. Hugur okkar Vestur-íslendinga hvarflar stöðugt yfir hafið austur, sem og líka vina og ættingja heima, til okkar vestur. Vestur-íslendingar vilja af al- hug styðja að velmegun íslands, þeim er ant um ættlandið sitt. pað er því eðlilegt að fulltrúi Bandaríkjanna sé búsettur á íslandi, og greiði fyrir viðskiftum og samgöngum milli landanna, sem fara stöðugt vaxandi, ef vel er að unnið. Nú sýnist kominn tími til að hreyfa því máli aftur á ný. Stephen Eyjólfson. Borgarar Canada. Niðurlag. Canada er meira en saga hennar, hún er meira en auðsuppsprettur hennar; hún er partur af hinu víðáttu mikla brezka ríki. En þótt hún sé dóttir í húsi móður sinnar, þá er hún húsmóðir á sínu eigin heimili. f hinu mikla sköpunarverki hins nýja heims, vinnur hún samhliða hinu volduga þjóðríki; en hún vinnur þar samt á sinn eiginn hátt. Framtíð Canada eins og allra annara þjóða er og verður komin undir lífsskoðun þjóðarinnar, sem fyr eða síðar skapar stofnanir hennar og myndar sérkenni hennar. Merki Canada gefa ef til vill til kynna eitthvað af hugsunum frumbyggjanna. Forfeður vorir kusu ekki Ijónið, ekki valinn, heldur bifurinn. Dirfumst vér að nefna bifurinn mitt í alls kon- ar óstjórn og mitt í óaldarhugsunum stríðstím- anna ? Bifurinn sem er persónugerfi þolgæðis og starfsemi ? Nú sem stendur hefir ljónshvolpurinn eða hundsgrimdin numið stærsta part hugsana vorra. En þegar vér komumst til rólegheita og tökum aftur til friðsamlegra framleiðslustarfa, þá verð- ur það bifurinn sem aftur kemst þar í sæti sitt; það er hann eða einkenni hans, sem þar eiga W THE DOMINION BANK Mr MUIKJMD B. OBI.KR, M. P„ Pnm W. D. KATTHMWt ,1 C. A. BOGERT, GeneraJ Manager. NOTBE> PÓSTINN TIL BANKASTARFA. pér þurfiC ekkl aS gera ySur ferS tll borgar tll aS f& pen- inga út & ávtsun, leggja lnn penlnga eSa taka ÚL NotlS pöet- lnn i þesa staS. YSur mun þykja aSferS vor aS sinna bankastörfum bréf- lega, bæSi áreiSanleg og hentug. Leggja má inn peninga og taka ðt bréflega án tafar og án vansklla. KomlS eSa skrlfiS ráSsmannlnum eftlr nákvæmum uppiýs- ingum viSvtkJandi bréfiegum banka vlSskiftum. Notre Darne Branch—W. M. HAMLLTON, Manager. SelkJrk Branch—M. S. BURGEB, Manager. heima. Vald framtíðarinnar verður ekki í því fólgið að vinna með stríði aðrar þjóðir, heldur með því að temja náttúruöflin, eða vér skulum heldur segja—ef vér getum slept hernaðar hug- myndinni—að köllun framtíðar- innar verði sú að skilja náttúru- öflin og vinna með þeim til þess að framleiða það sem þjóðirnar þurfa sér til viðhalds og lífs. Vér höfum valið oss enn þá annað merki. pað er viðarlaufið. í Canada verður fegurð að hald- ast í hendur við starfsemi. Mað- ur lifir ekki af brauði einu sam- an. f huga Austur Canada- manna minnir viðarlaufið á syk- urrunnana og vorblæinn; hina himnesku forsælu í sumarhitan- um, ' hina fjölbreyttu liti haust- skugganna, hin mánabjörtu kvöld á vetuma þegar vér horf- um upp til tindrandi stjamanna á heiðskínandi himinhvelfing- unni í hinu mikla guðshúsi nátt- úrunnar. Á stormbörðum sléttum vest- urfylkjanna megum vér ekki láta það bregðast að gróðursetja skrúðskógana; skógana sem veita oss alt í senn; skjól, feg- urð, list og unað. Skógana sem taka hörpu vindanna sér í hönd og slá hana með lauffingrum sínum svo að eyru vor fyllast unaðstónum. Skógana sem tákna menningu og heimilisfrið. Skógarlaufið sem vér höfum val- ið oss að merki er ímynd alls þessa. Canada er bam framtíðarinn- ar. Vér fyrirlítum ekki það liðna; vér drögum ekkert úr því sem til leiðar hefir verið komið á liðnum öldum; en vér lifum í framtíðinni. Vér gleymum því ekki að vér erum börn feðra vorra og mæðra, en vér heiðrum þau þannig bezt í gröfinni að vér ekki aðeins vinnum sömu verk og þau og stöndum í sömu spor- um og þau, heldur stígum feti Iengra í hvívetna og göngum fram í þeirra anda og krafti til þess að taka þátt í hinni nýju og miklu heimssköpun. Hver öld fyrir sig hefir ýtt til hliðar því sem fremst stóð á Ieiksviði liðnu aldanna. pað er ekki köllun vor að liggja í þeim skotgröfum sem feður vorir grófu, heldur að halda áfram til nýrra sigurvinninga. f hinni löngu baráttu milli Ijóss og myrkurs getur það orðið nauð- synlegt að grípa til nýrra vopna ef sigur á að fást. Stríð það sem nú stendur yfir er oss þess fullkomin sönnun hvernig það fyrirkomulag sem nú er hefir gersamlega mishepn- ast í stjórnmálum og stofnun heimsins. Eitraðir af Evrópu- brjálæðinu og í nokkurs konar fáti eru nú leiðtogar vorir hver um annan þveran að mæla með því sem er orsök í því að Evrópu hefir verið steypt í glötun. peir mæla með þeim stofnunum og þeirri aðferð sem alt þetta er að kenna. “Viðbúnaður” er ekkert annað en það sem brjálæðisrödd i yfirvofandi óskapa hvíslar í hið innra eyra þeirra manna sem glatað hafa hugsun og jafnvægi. Aðeins með trausti og vináttu- merkjum getur veraldlegur frið- ur fengist. Vér verðum að snúa oss að framtíðinni. Vér sem heima eigum í hinum nýja heimi verðum að eiga meira af anda Columbusar og trausti hans. Vér verðum að segja skilið við hinar gömlu vegavörður og treysta straumnum sem ber oss áfram. “Siglum áfram! siglum áfram! siglum áfram!” Vér verðum að horfa fram þangað sem vér sjáum nýtt fyr- irkomulag í iðnaði og félagsskip- un. Vor mikla náttúruauðlegð má ekki lenda í klóm einstakra ránsvarga, heldur verða þau að vera sameiginleg eign allra. Iðnaður og verzlun verður að komast i hendur þjóðarinnar. Auðs sem fólkið framleiðir sam- eiginlega verður fólkið einnig að njóta sameiginlega. Hið voða- lega skrímsli einokunarinnar verður að vera gert útlægt áður en því hepnast að sjúga síðasta blóðdropann úr æðum fólksins. Eignaréttur verður að vera lægri en persónuréttur. Eigingimi og sérdrægni verður að lúta í lægra haldi fyrir þjóðfrelsunar hug- myndum og framkvæmdum. pá hverfa hörmungar þær sem nú eiga sér stað í stórbæj- unum. pá hætta bændabýlin að vera kvalastaðir og útlegðar eyðimerkur. pá kemur gullöld- in þegar enginn hugsar um flokkinn”, en allir hugsa um ríkið”. pá skilja menn fyrst sumt af hugmyndum þeim sem siðbotamenn hafa unnið fyrir og ættjarðarvinir dáið fyrir. pá rennur upp sá bjarti dagur sem skáldin hefir svo lengi dreymt um, og sem spámenn á vissum opinberunar augnablikum hafa lýst og spáð. Vér þörfnumst nýrrar teg- undar af ættjarðarást. Stríðs- hugmyndir verða að hverfa og friðarhugmyndir að koma í þeirra stað. Yfirráð hinna fáu verða að hverfa fyrir velferð hinna mörgu. Æðstu þjóðar- hugsjón vorri er ekki og verður ekki fullnægt með því að syngja: “Guð varðveiti kónginn”, heldur með því að tala hátt og heitt orð- in; “Hvenær ætlarðu að frelsa fólkið ?” En Canada getur aðeins skil- ið hugsjónir sínar eins og aðrar þjóðir skilja þær. Engin þjóð, ekkert ríki, ekkert land er sjálfu sér nóg eða óháð. Vér lifum á tímum loftskipa og loftskeyta og alheims samgangna og sam- banda. Síðastliðin öld gerði all- ar þjóðir að nágrannaþjóðum; hlutverk þessarar aldar er að gera þær allar að bræðrafélagi. f þessu alheim§starfi aldar- innar verður Canada að taka mikinn þátt. í gegn um Atlanz- dymar lítur hún út og sér for- tíðarmenningu Norðurálfunnar. Um vesturhliðið horfir hún á þau lönd er enn austar liggja, þar sem vagga menningarinnar var þegar veröldin var í frum- fæðingu. Hringurinn er full- komnaður og hjólið heldur áfram að snúast. Vér höfum byrjað nýtt tíma- bil. Canada, barn framtíðarinn- ar! Hver er sá sona þinna, eða jafnvel fóstursona þinna, er semja vilji og samið geti þjóð- söng þann er vorri ungu kynslóð sé samboðið að syngja? Hver sem köllun finnur hjá sér til þess að ráðast í svo heilagt starf verður að vera vermdur af himn- eskum eldi djúpra tilfinninga undir stjórn heilbrigðrar skyn- semi. Hver er sá sem slegið geti á fyrstu nótuna í vakninga söng hinna nýju borgara? Honum i viljum vér fylgja, hver sem i hann er—hvaða þjóðar sem hann er. pér, Canada, viljum vér syngja; þig, Canada, viljum vér elska. pér, Canada, viljum vér lifa, og þér, Canada, viljum vér deyja. J. S. Woodworth. Nokkrir þingmenn í Ottawa krefjast þess aö styrkur sá sem skipafélögum á Atlanzhafinu er veittur falli nitSur, fyrir þá sök aö flutningsgjald sé nú sem stendur ósanngjarnlega hátt. Til dæmis var það tekið aö í stað þess aö flutningsverð á hveiti hefir verið 5—6 cent á mælirinn, er það nú 35—42 cents. Þetta er talin svo mikil óhæfa að engu tali taki. Fost- er ráðherra tók þessu máli vel og er liklegt að það verði framkvæmt NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðgtóll graiddur $1 431,200 Varasjóðu..... $ 715,600 Formaður...........- - - Slr D. H. McMILLAN. K.O.M.G. Vara-formaSur................. - Capt. WM. ROBINSON Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION E. E. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVEL Aliskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstakiinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avisanir seldar til Kvaða -taðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinniögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar viðá bverjum sex mánuðum. . ' T. E. TH3R3rSIN3SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., . Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.