Lögberg - 22.06.1916, Side 8

Lögberg - 22.06.1916, Side 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JUNI 1916 The Swan Manufacturing Co. býr tii hinar velþektu súgræmur „Swan Weather Strips“. Gerir við allskonar hús- gögn. Leysir af hendi ýmiskonar trésmíð- ar. Sérstök athygli veitt flugnavírsgluggum hurðum og sólbirgjum (Verandas). Vinnustofa að 676 Sargent Ave. Tals. S. 494 HALLDOR METHUSALEMS Ur bænum Jónas Hallgrímsson og Hallgrím- ur sonur hans frá Gardar komu til bæjarins á mánudaginn. Jónas kom til þess að leita sér lækninga hjá Dr. Brandsyni. Þór Lífdann frá Gimli var á ferð í bænum á þriðjudaginn. Hann kvað mikinn undirbúning þar nyrðra undir íslendingadaginn. Verða þar alls konar íþróttir, svo sem kaðalspyrna, sund og glímur. Mörg verðlaun verða gefin, þar á meðal þrír bikarar og einn skjöldur. Andlegi partur dagsins er sagt að ekki verði síður vandaður. Samsöngur verður haldinn Fyrstu Iút. kirkjunni á mánudaginn 2 . þ.m. kl. 8,30 e.h. Verður það undir umsjón söngflokksins. Þar verða einsöngvar, tvísöngvar og margsöngvar, alt sérlega vandað. Þátttakendur verða þessir: Húsfrú Alex Johnson, ungfrú H. Hermann, húsfrú S. K. Hall, Paul Bardal, Alfred Albert, Alex Johnson. Sig- ríður Friðriksson pianóleikari leik- ur á hljóðfæri, en Steingrímur Hall stýrir söngnum. — Þetta fólk er alt þegt að því að leysa hlutverk sitt vel af hendi og má ætla að aðkomu- gestum þyki bera vel í veiði að hafa tækifæri til að heyra það. Aðgang- ur er 35 cent. Guðmundur Jónasson frá Dog Creek og Guðlaug systir hans komu til bæjarins á mánudaginn. Þau voru í kynnisför að finna skvldfólk og kunningja, Nafn Ásmundar Guðjónssonar hafði fallið úr í síðasta blaði, þar sem taldir eru upp fulltrúar kosnir á kirkjuþing frá Skjaldborgarsöfn- uði. Hann var kosinn fyrsti vara- fulltrúi. Þessa tuttugu og fimm dollara gef eg “Betel", í mii elsku barnið mitt, Maríu Eyjólfs- dóttur Erlendson, dána 30. april s.I. niu ára gamla. 1 Mrs. Sigrún' Björnsson Reykjavík P.O., Man. . Betel söfn. við Silver Bay Áheit, Guðjón J. Vopni, Tantallon, Sask.........$25.00 Fyrir þessar gjafir er hjartanlega þakkað /. ]ohannesson, 75 McDermot Ave. Guðmundur Kristján Stephanson og Jónína Lilja Friðfinnsson voru gefin saman í hjónaband af séra B. B. Jónssyni miðvikudagskveldið 14. þ.m. að beimili foreldra brúð irinn- ar, 622 Agnes stræti. — Brúð rin er dóttir Jóns Friðfinnssonar tón- skálds, en brúðguminn bróðir G. L. Stephenson blýsmiðs. A.alsteinn Kristjánsson fer á morgun úr bænum og verður fjar- verandi mánaðartíma. Kristilegt félag ungra manna hefir boðið hon- um að dvelja í sumar úti við Þús- und eyja vatn að sumarbústað þeirra félaga. Aðalsteinn hefir verið starfsmaður þessa félags um langan tima og er í miklu afhaldi hjá þeim. Eg hefi nú nægar byrgðir af “granite” legsteinunum “góðu: stöðugt við hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur. A. S. Bardal. Gjafir til “Betel’ $25.00 $10.00 Vegna veglyndis margra ís- lenzkr bifreiðareigenda í bænum, sem síðar verða nefdnir með nöfn- um, heldur stúkan ‘Jón Sigurðsson’ I.O.D.E skemtiför fyrir hermenn- ina á heilsubótarhospítalinu í bæn- um eftir hádegið á laugardaginn 24. júní. Bifreiðarnar sem flytja hermennina á skemtistaðinn fara frá báðum hospítölunum kl. 2 e.h. og eftir að þær hafa farið víðsveg- ar um bæinn í tvo klukkutíma mæt- ast þær í Assiniboie skemtigarðin- um, þar sem kvenfólkið hefir mál- tið handa herm. Að því afstöðnu fara fram ýmsir leikir. — Eins margar félagskonur og geta eru beðnar að mæta og stuðla að því að piltarnir geti skemt sér vel. — Skemtiskráin í garðinum byrjar kl fjögur e.h. Nefndin. Þeir sem kynnu að hafa aflögu 48. tölublað Lögbergs, sem út kom 126. nóvember 1915, geri svo vel að senda það á skrifstofu blaðsins. Jón Br-’ndsson frá Gardar, Sig- urður Jónsson og Jónas Goodman frá Bantry komu til bæjarins á mái.udaginn var. Eru þeir allir að koma til þess að sitja kirkju- þingið, sem byrjar í dag. Þeir fóru allir norður til Gimli á þriðjudaginn að finna gamla kunn- ingja. Halldór Jóhannesson trésmiður kom norðan frá Mikley á sunnudag- inn. Hann hefir dvalið þar um tíma að smíða hús fyrir Theodór Þórðarson. Halldór fer þangað norður aftur eftir rúman viku tíma. Gísli bóndi Magnússon frá Fram- nesi og dóttir hans komu hingað til bæjarins á mánudaginn og fóru heimleiðis aftur á þriðjudag. Gisli er gamall Winnipegbúi og þekkir hér marga. Hann lét allvel af lið- an manna þar nyrðra, en talsverð- an óhag kvað hann þó vera að vætum og vegleysum. Stephan Thorson lögregludómari frá Gimli var hér á ferð á mánudag- inn í embættiserindum. Tíðinda- litið sagði hann þar nyrðra, en Winnipegbúum óðum að fjölga i sumarbústöðum sínum. Séra Carl J. Olson kom norðan frá Langruth bygðum á mánudag- inn, var hann þar í kirkjulegum erindum og hefir nýlega stofnað þar þrjá söfnuði. Einn að Wild Oak, sem nefnist “Herðubreið”, annan í ísafoldarbygð er skírður var “Trinitatis”, hann var stofn- aður á þrenningarhátíðinni, og þriðja að Poplar Park er kallaður var “Poplar Park” söfnuður. Séra Olson lét mikið af góðum viðtökum hjá fólki þar nyrðra. “Ester drotning”, söngleikurinn fagri sem hér var fluttur í fyrra í Skjaldborg og Fyrstu lút. kirkju, verður sunginn í Skjaldborgar kirkju á þriðjudaginn 27. þ.m. kl. 8 e. h. Fer þetta fram undir um- sjón söngflokks safnaðarins með fiðstoð annara söngkrafta. Sigríð ur Friðriksson leikur á hljóðfæri en Davíð Jónasson stjórnar söngn um. Hluttakendur: Ester drotning—ungfrú E. Thor waldson. Ahasverus konungur — Páll Bardal Haman—B. Metusalems Zeresh—ungfrú H. Hermann Mordicais—A. W. Albert Systir Mordicais—ungfr. O. Oliver Persnesk konungsdóttir—ungfr. M Anderson Prestaöldungur—Th. Clemens. Það er óþarft að mæla með þess um söngleik. Þeir sem heyrðu hann i fyrra munu ljúka upp einum munni um það að betri skemtun bjóðist sjaldan hér í bæ, ekki ein ungis að því er efnið snertir, sem hlotið hefir viðurkenningu hver vetna, heldur einnig er meðferðin ágæt hjá því fólki sem þátt tekur söngnum. Kirkjuþingsgestir ættu að nota þetta tækifæri til þess að sjá og heyra þennan ágæta og fagra leik. Aðgangur 35 cent. Lögbergi hefir verið sent kvæði á ensku, sem prentað er í ensku blaði v'estur á Kyrrahafsströnd og hefir ritstjórinn verið beðinn að þýða það. Kvæðið er um Vilhjálm Stefánsson er eftir John O’Keeve. Það hefði verið ljúft verk að þýða þetta kvæði undir venjulegum kringumstæðum, því það er bæði fagurt og kjarnyrt, en nú sem stend- ur þorum vér ekki að þýða það né birta. Embættismenn í stúkunni Heklu eru þeir sem hér segir: Æ.T. Guð- mundur Gíslason, V.T. húsfrú G. Gíslason, R., H. Gíslason; F.R., B. M. Long; G., Johann Vigfússoíi, V., G. Long; U.V., Egill Erlends- son; K., ungfrú G. Patrik; D., hús'- frú G. Búason; A.D., ? ?; A.R., Árni Sigurðsson; Umb., Hreiðar Skaftfeld. í síðasta blaði var skýrt frá því að Kristján Guðmundur Sigurðsson frá Selkirk hefði særst í stríðinu 3. þ.m. Nú er komið skeyti um það að Allan bróðir hans særðist einnig þann 5. Þeir eru báðir á sjúkra- húsi og koma af þeim greinilegri fréttir síðar. Ef ykkur fýsir að eignast myndir af mönnum eða stöðum fallega mál- aðar, þá vitið þið hvar þær fást. Þ. Þ. Þorsteinsson málar myndir af hverju sem þið óskið. Jóns Sig- urðssonar félaginu var gefin mynd, máluð eftir hann, og má nærri geta að ekki hefir þar átt að velja af verri endanum. Myndin var af Jóni Sigurðssyni. Tómas Ásbjörnsson og Karolína kona hans frá Mikley voru á ferð í bænum í vikunni sem leið. Karó- lina var að leita sér lækninga, hefir verið veik í mörg ár. Tómas sagð góða líðan þar i eyjunni. Johann Johnson (Sigurðsson) systursonur Ólafíu Jóhannsdóttur Kristjaníu á bréf á skrífstofu Lögbergs. Frétt kom frá Gimli á þriðju- daginn um það að fundist hefði lik Þorvarðar sál. Pálmasonar frá Lóni, sem druknaði síðastliðið haust ásamt öðrum manni. Séra Carl J. Olson var hér staddur og brá við tafarlaust norður til þess að jarða líkið. Séra H. J. Leo prédikar næsta sunnudag í Skjaldborg kl. 7. e.h. Kirkjuþingsgestir sérstaklega vel- komnir. Munið eftir miðssumarsamsæt- inu í Skuld. Þar verður glatt á hjalla og góð skemtun auk veitinga sem þar fara fram. Allir Good- templarar ættu að vera þar við- staddir. Lukka Gunnlaugsson, ekkja Gunnlaugs Bjarnasonar fyrrum bónda í Argyle bygð andaðist á hvitasunnudag að 700 Victor St. í Winnipeg. — Synir hennar Björn og Kristján tóku líkið vestur til Baldur fyrra þriðjudag, þar sem hún var jarðsungin af séra Friðrik Hallgrímssyni. Hin látna var 66 ára gömul, hún lét eftir sig tvo of annefndá syni og eina dóttur Þor- björgu Edwards í Winnipeg. Guðmundur Mýrdal frá Clark- Ieigh kom til bæjarins fyrra þriðju- dag og fór heim aftur á föstudag- inn. Sagði fátt frétta en góða líð- an. Ásmundur P. Jóhannsson kom vestan úr Vatnabygðum fyrir helg- jna sem leið; hafði hann ferðast þar um í fjársöfnun fyrir Eim- skipafélagið. Lét hann mikið af bygðinni og viðtökunum, en sér- staklega þó af árangri ferðarinnar. Hann safnaði þar á fám dögum 12,000 kr. fyrir félagið. Kirkjuþing hefst í dag ffimtud.) í Fyrstu lút. kirkjunni og stendur yfir svo að segja í heila viku. Gest- ir á það streyma að úr öllum áttum og er búist við að það verði mjög fjölment. Fyrirlestrar verða þar fluttir og opinberir málfundir, þar sem öllum er frjálst að tala. Sam- söngurinn sem haldinn verður i kirkjunni á meðan þingið stendur yfir er auglýstur í blaðinu og hon- um ætti fólk ekki að gleyma. Ökumanna verkfallið í Winni- peg verður alvarlegra með degi hverjum. 14. þ.m. gengu 200 verk- fallsmenn í einum hópi eftir götum bæjarins með alls konar fána og voðir með árituðum klögunum og kvörtunum. Hófu þeir göngu sína frá verkamannastöðvunum og héldu niður að Princess stræti og þaðan til Portage Ave. og eftir Aðalstræti. Á göngu sinni í takt við skrefin kölluðu þeir í sífellu: “Erum við vonlitlir? Nei!” Á einni voðinni sem þeir báru á hárri stöng voru rituð orðin: “Vér viljum fá $2.50 á dag, verkfallsféndum eru borgað- ir $3.00 á dag og fæði.” Gangan fór fram reglulega og friðsamlega. Á fundi sem ökumenn héldu 15. þ.m. samþyktu þeir yfir- lýsingu til stjórnarinnar þar sem frá því var skýrt að líf manan í bænum væri í hættu, sökum þess að þeir menn væru látnir fara með hesta, sem ekki kynnu með að fara. Ýms önnur verkamanna félög leggja fram fé þessum verkfalls- mönnum til styrktar og er talið Iík- legt að þeir geti haldið máli sínu til streytu þangað til sigur vinst. Íþróttír á íslendinga- deginum Listi af íþróttum [Sports] sem þreytt verða lendingadaginn undir reglum A. A. U, of C. STANDARD EVENTS FOR POINTS á Is- 1. 100 yard Dash. 2. One Mile Run. 3. Running Broad Jump. 4. Putting 16 lb. Shot. 5. Low Hurdles. 120 yd. 6. 220 yard Run. 7. Hop, Step and Jump. 8. !Half Mile Run. 9. Running High Jump. 10. Discus. 11. Standing Broad Jump. 12. Pole Vault. 13. Five Mile Run. 14. Ya Mile Run. 15. Icelandic Wrestling (íov belt). Þessi "»porti" eru fyiir alla Islendinga. Medallur gefnar eins og áður. Sá sem hæðsta vinninga fser tekureinnig Hanson bikarínn stóra ryrirárið. Glímur verða al-íslenzkar undir glímureglum iþróttaféiags Islands. Þátttakendur geta fengið eyðublöð hjá undirskrifuðum, einn- ig hjá vissum mönnum 1223., 197. og 108. herdeildunum, sem aiðar verður auglýst. Þessi eyðublöð verða að vera útfylt á vanalegan hátt og komin í bendur ritara íþróttanefndarinnar fyrir 15. Júlí næstk., ásamt 25c fyjir hverja íþrótt sem þátttakandi vill keppa um. Einnig verða vanaleg hlaup fyrir drengi og stúlkur, karla og konur. Góð verðlaun gefin. LADIES BASEBALL Stúlkur! Spyrjið hann Arinbjörn Bardal um Ladies Baseball. Hann gefur ykkur allar upplýsingar. KAÐAL-TOG á milli hermanna og borgara, 7 á hlið. Hverjir ætli hafi betut? Allar frekari upplýsingar gefur S. D. B. STEPHANSON Ritari Ibrótta-nefnda innar 729 SHERBROOKE ST., P.O.Box 3171, WINNIPEG Eftir fríið byrja leikirnir aftur 31. júlí og verður því búið að safna nýjum kröftum. Þeir sem vit hafa á leikjum munu ljúka upp einum munni um það að það sem nú er boðið stendur engu öðru að baki er sýnt hefir verið. Úr bygðum íslendinga. Prá Arborg. Þorsteinn Jóhannsson, bóndi ná- lægt Árborg, ættaður frá Torfa- stöðum í Miðfirði í Húnavatns'- sýslu, andaðist að heimili sínu, eftir langt sjúkdómsstríð, þ. io. þ. m. Mun hafa verið nálægt 47 ára gam- all. Lætur eftir sig konu, Soffíu Jónasdóttur, og fimm börn, það elzta 16 ára aiLaldri, það yngsta á öðru ári. Þorsteinn var mesti vaskleika maður. reglumaður og drengur góður. Var nýlega búinn að kaupa jörðina sem hann bjó á, og hefði vafalaust orðið góður bóndi ef honum hefði enzt aldur til að búa í haginn fyrir sig og sína. Þykir nágrönnum, bygðarbúum og vinum hans skarð vera fyrir skildi og raunalegt að hann skyldi þurfa að hverfa af sjónarsviðinu svona snemma. Krabbamein, innvortis, sem stöðugt ágerðist, varð Þorsteini að bana. Bar hann sjúkdómskross- inn með frábærri stillingu og karl- mensku. Jarðarför hans fór fram þann 13. þ. m. Séra Jóhann Bjama- son jarðsöng. Þorsteinn heyrði til Árdalssöfnuði. Fjöldi vina úr söfn- uðinum og bygðinni fylgdi honum til grafar. Geysissöfnuður hefir kosið þá Jón Skúlason og Jósef Guttormsson til að mæta á næsta kirkjuþingi. Til vara voru kosnir Sigurður Friðfinnsson og Gunnl. Oddson. Velferðarnefndin. Hún gaf út skýrslu sína fyrir maímánuð nýlega. Hafði hún rannsakað 327 heimili sem styrks höfðu beiðst og var 84 veittur styrkur vegna heilsubrests, 74 ekkjum sem enga fyrirvinnu höfðu 15 gamalmennum sem engan áttu að; 18 heimilum þar sem maðurinn var fjarverandi; 12 þar sem mað- urinn hafði enga atvinnu getað fengið, og 4 þar sem kaup var of látt til þess að geta lifað af því. Bjami Marteinsson, bróðir séra Rúnólfs, verður þingmaður Breiðu- víkursafnaðar á í hönd farandi kirkjuþingi. pantages “A Night in the Park” heitir söngleikur sem þar fer fram þessa viku. Er það fjögra persóna söng- leikur, undur fagur. “When Caesar Sees Her” heitir annar leikur, sem þar verður, og í honum taka þátt Leonard Anderson og félag hans; um það þarf engum orðum að fara; hann er svo vel jektur. Auk þessa verða þar íþróttasýn- ingar, hreifimyndir og fleira. DOMINION Þetta verður seinasta vikan sem leikið verður á Dominion fyrir sumarfríið. Vegna þess hversu svalt hefir verið byrjaði fríið ekki eins snemma og vant var. Þéssa síðustu viku verður sérlega vandað að öllu leyti. Það verður nokkurs konar kveðjuvika fyrir vini vora. þ.m. voru þeir Andrés Reykdal og Tryggvi Ingjaldsson kosnir til að mæta sem fulltrúar safnaðarms á kirkjuþingi. Varamenn voru kosn- ir Stefán Guðmundsson og Jón Hornfjörð. Frá Wild Oak. Sunnudaginn 21. maí kvaddi séra Bjarni Þórarinsson söfnuð sinn hér. Þá messaði hann fyrir fjöl- menni miklu, staðfesti ellefu börn og tók þau til altaris, og skírði 4 börn. Guðsþjónustar. var hin há- tíðlegasta. Skilnaðarræðan, með stuttri bæn á eftir, var hin áhrifamesta og mjög hjartnæm. Dr. Guðm. Finnbogason kom hingað út og hélt fyrirlestur að Herðibreið 2. júní. Með honum var Árni Eggertsson. Sú gesta- koma hingað i bygð var mér mjög kærkomin. Svo var Sveini Úlfssyni Dana- konungi lýst: “Hann hefir alla þá kosti sem góðan höfðingja mega prýða.” Um Dr. Guðmund Finnbogason virðist mér mega segja: Hann hef- ir alla þá kosti, sem góðan ræðu- mann mega prýða. Mun hvorug þessi lýsing vera oflof. H. Daníelsson. Heilbrigðisráðið í Winnipeg. Skýrsla þess fyrir maí mánuð var gefin út 15. þ.m. Þar sést það að 9,112 pund af mat höfðu verið dæmd óæt og eyðilögð, af því voru nálega 5000 pund ávextir. $10,479 hafði það kostað bæinn að flytja burt rusl og óhreinindi, 2,213 Pott um (quarts) af mjólk hafði verið útbýtt til fátækra og 1,443 börn höfðu verið bólusett á mán. Fleiri dauðsföll höfðu verið í mánuðinum en nokkru sinni um langan aldur áður. 500,000 manna |TerkfaIi Um hálf miljón járnbrautar- starfsmanna i Bandaríkjunum ætla að greiða atkvæði um það í næsta mánuði að gera verkfall ef þeir fá ekki kröfum sínum framgengt um 8 klukkutíma vinnu og þriðjungi hærra kaup fyrir yfirtíma. Magnús Matthíasson (Jochums- sonar)J fer alfarinn heim til ís- lands í dag. íslendingadagsnefndin hefir feng ið bréf frá G. Kamban. Hann kem- ur og flytur ræðu á hátíðinni. Séra J. A. Sigurðsson yrkir kvæði, Jór- Á fundi Árdalssafnaðar þann 14. unni Hinriksson í Churchbridge hefir verið boðið að koma og mæla fyrir minni Manitoba og Mrs. Johnson að Lundar að yrkja kvæði. Kaðaldráttur verður milli hermanna og borgara, knattleikur inni fyrir kvenfólk. Hnappur búinn til með mynd af Vilhjálmi Stefánssyni. — Meira næst. NOTIÐ ROYAL CROWN SÁPU; hún er bezt. Safnið Royal Crown miðum og nöfnum. Eignist fallega nytsama muni kostnaðar- laust. Ef þú ert ekki þegar byrjaður að safna miðum, þá byrjaðu tafarlaust. Þú verður forviða á því hversu fljótt þú getur safnað nógu miklu til þess að afla ágæts hlutar. Einhvers sem mikils er virði. Royal Crown munir eru úr bezta efni. Þeir eru valdir með mikilli varfærni. Þeir eru margs konar; eitthvað sem vel kemur sér fyrir alla. NÁIÐ 1 NÝJA VERÐLISTANN OKKAR. Það kostar ekkert nema aðeins að biðja um hann, Ef þú sendir bréf eða póstspjald, þá færðu hann með næsta pósti og borgað undir hann. Allir munir sem eru auglýstir eða sýndir fyrir fyrsta maí 1916 eru nú teknir af listanum. 'Þegar þú velur einhvern hlut, þá v'ertu viss um að velja eftir nýja listanum. Áritan: THE ROYAL CROWN SOAPS Limited PREMIUM DEPARTMENT - WINNIPEG, MAN. Eimskipafélag Jslands Frá Wynyard, Sask.: Leo Halldórsson.........— 50.00 Paul Bjarnason..........kr. 500.00 Hallgrlmur S. Axdal . . . . — 100.00 G. S. Guðmundsson . . . . — 200.00 Halldór Johnson.........— 100.00 Jónas Johnson............— 100.00 Sigurrós T. Bjarnason ... — 26.00 E. B. Tryggvason Bjarnason — 25.00 Theodór P. Eyjólfsson .... — 100.00 Sigurjón Axdal..........— 50.00 S. S. Axdal..............— 25.00 Olafur Pétursson.........— 50.00 Magnús O. Magnússon ... — 100.00 Olafur Stephenson........— 100.00 Geir Christjánson........— 50.00 Ch. W. Christjánson . . .. — 50.00 Sigrfður A. Christjánson .. — 50.00 1 Halldóra K. Christjánsson — 50.001 BJörg S. Christjánsson . . — 50.00 John Búason.............— 60.00 Hannes Kristjánsson . . . . — 100.00 Waldimar Kristjánsson . . — 100.00 J. M. Melsted ...........— 100.00 Bogi Bjarnason..........— 76.00 Arthur Bjamason..........— 50.00 Fred Thorfinnsson........— 50.00 Kristján Johnson..........— 25.00 Slgurður Sölvason.........— 60.00 Mrs. Helga Vestdal.......— 26.00 Stefán Johnson...........— 100.00 C. B. Johnson............— 100.00 Norsk-Ameriska Linan Ný og fullkomin nútíBar gufu- skip til póstflutninga og farþega frá New York beina leiS til Nor- egs, þannig: "Krlstianafjord” 15. Júll. "Bergensfjord”, 5. Agúst. “Kristiansfjord” 26. Ágúst. "Bergensfjord” 16. Sept. "Kristianiafjord” 7. Okt. “Bergensfjord” 28. Okt. Gufuskipin koma fyrst til Bergen I Noregi og eru ferSir til |slands þægilegar þaBan. Farþegar geta fariB eftir Balti- more og Ohio járibrautinni frá Chicago til New York, og þannig er taekifæri a8 dvelja I Washlng- ton án aukagjalds. LealtiS upplýsinga um íargjald og annaB hjá HOBE & CO„ G.N.W.A. 123 S. 3rd Strect, Minneapolit, eða H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. C. H. DIXON, Lögfrœðingur, Notary Public Lánar peninga, Rentar hús, Innheimtir skuldir 265 Portage Ave. TalsM 1734 Winnipeg H. EMERY, homl Notre Dame og Gertie sts. TAIjS. GABUY 48 ÆtliS þér aC flytja ytiur? Ef yCur er ant um a8 húsbúnaður ytSar skemmist ekki I flutningn- um, þá finni8 oss. Vér leggjum sérstaklega stund á þá tSnaðar- greln og ábyrgjumst aC þér verfS- 18 ánæg8. Kol og vi8ur selt lægsta verSi. Baggage and Exprces Lœrið símritun Lærið slmritun; járnbrautar og verzlunarmönnum kent. Verk- leg kensla. Engar námsdeildir. Einstaklings kensla. SkrifiS eft- ir boSsriti. Dept. “G”, Westera Sehools, Telegraphy and Rail- roading, 607 iíuiltlers' Excliange, Winnipeg. Nýir umsjónarmenn. Málverk. Handmálaðar 1 i t my nd i r [“Pastel” og olíumálverk] af mönnum og landslagi býr tilog selur með sanngjörnu verði. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, 732 McGee St. Tals. G. 4997 John Hallson................— Páll Johnson................— Jónas P. Eyjólfsson . . . . — Júllus Bjarnason............— Steingrímur Thorsteinsson — Mrs. J. Melste8.............— Séra Jakob Kristinsson . . — V. B. Hallgrímsson . . . . — ASalsteinn Bergmann . . — BJarni Bergmann.............— Thorhallur Bergmann . . — Sigurjón Sveinsson . . . . — J. C. Halldórsson...........— Sig. J. Axdal...............— Alfred Guðjónsson...........— S. B. Johnson........... . — John Brynjólfsson . . . . — Brynjólfur Johnson . . . . — H. B. Johnson...............— Olafur Hall.................— Sigtryggur Goodman . . . . — Th. Bardal..................— Mrs. Halldóra Gislason . . — Björgvin GuSnason . . . . — Hannes S. Anderson . . . . — Tryggvi Halldórsson . . . . — Skúli GuSmundsson . . . . — Thorbjörg Gufimundsdóttir — Lára E. Gu8mundsdóttir . — Kristmundur Gu8mundsson — Oli Halldórsson.............— Pétur Thorsteinsson . . . . — W. B. Benson...............— Miss Ingibj. Hóslasdóttir — G. G. Goodman...............— Sigfinnur Finnsson . . . . — Magnús Einarsson . . .. — S. Th. Hallgrimsson .... — F. S. Finnsson..............— Steingrimur Thorsteinsson — B. L. Bjarnason.............— J. F. Bjarnason.............— Stephan Goodman . . . . — Sigurbjörn M. Kristjánsson — FrlBrik BJarnason .. . . — P. H. Thorlaclus............— E. E. Grandy................— Frá Kandahar, Sask.: J. G. Stephenson............— ValgerSur Stephenson . . . . — Sigurbjörn B. GuSnason 100.00 50.00 100.00 50.00 100.00 25.00 100.00 100.00 100.00 100.00 100.00 100.00 100.00 50.00 25.00 100.00 25.00 50.00 50.00 200.00 60.00 100.00 50.00 25.00 100.00 100.00 25.00 25.00 25.00 25.00 400.00 100.00 50.00 100.00 100.00 100.00 50.00 100.00 100.00 50.00 50.00 50.00 60.00 25.00 50.00 50.00 100.00 SAFETY Öryggishnífar skerptir RAZO Ef þér er ant um að fá góða brýnslu, þá höfum við sérstaklega gott tækifæri að brýna fyrir þig rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör- yggisblöð eru endurbrýnd og “Dup- lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhníf- ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur sýna þér hversu auðvelt það er að raka þegar vér höfum endurbrýnt blöðin. — Einföld blöð einnig lög- uð og bætt. — Einnig brýnum við skæri fyrir lOc.—75c. Thi Razor 8 Shear Sharpening Co. 4 rPui^cr\ Elxchange Grinding Dpt. 333J Portage Are., Winnipeg Mölpokar Mölpokar eru þægilegastir til þess að verndaföt frá þvt a8 mölur grandi þeim. Þeir hafa það fram yfir annað sem til þess er notað að verjast möl að fötin taka ekki sterka lykt af þeim þannig að þau þurfi að viðrast áður en þau verði brúkuð. Ekki þarf annað en láta fötin i pokann og binda fyrir og leggja hann svo afsiðis til geymslu Mölpokar eru mismunandi stórir. Vér höf- um til allar stærðir. Komiðog skoðið. WHALEYS LYFJABÚÐ Phone Sheebr. 258 og 1130 Horni Sargent Ave. og Agnes St. 250.00 250.00 100.00 Jón J. Sander .. I.......— 50.00 Sveinn GuSni J. Sander Björn Jósefsson....... Jóhann B. Jósefsson . . J. T. Frederickson . . . J. B. Johnson......... Torfi Steinsson....... J. B. Dalman.............— 100.00 K. B. Dalman.............— 100.00 S. A. Gu8nason....... S. J. Sveinbjörnsson . . Baldur Benediktsson . Tryggvi Halldórsson . . Eiríkur Helgason . . . L. H. J. Laxdal . . . . SigurSur Magnússon . . — 100.00 — 300.00 — 300.00 — 200.00 — 500.00 — 500.00 200.00 — 100.00 — 250.00 — 100.00 — 150.00 Ef eitthvað gengur að úrinu þínu þá er þér langbezt aS senda það til hans G. Thomas. Haun tst í Bardals byggingunni og þú trúa því a5 úrin kasta eúibelgB- um í höndunum á honum. ÓKEYPIS FAR TIL ÍSLANDS Jói Björnsson.............— 100.00 Stéingrlmur Johnson Hákon Kristjánsson GuSni Johnson...........— 50.00 Eggert Björnsson Finny J. Sander.............— 100.00 Frá Dafoe, Sask.: Jens E. Laxdal..............— 50.00 Thorlakur Jónasson . Miss Petrea Jónasson Egill Jensson' Laxdal . Jakob Helgason..............— 100.00 Sigurjón Narfason...........— 100.00 Eglll Johnson...............— 100.00 A. J. Reykdal......... Bjarni J. Oiafsson . . . Frá Elfros, Sask.: S. Guímundsson . Frá Winn'fpeg, Man Mágnús Magnússon . . France Krlstjánsson . . M. J. Johnson — 50.00 — 50.00 — 100.00 500.00 — 100.00 Samtals kr. 11,925 T. E. Thorsteinson, féh. New Ýork, 17. júní 1916. Nú eru staddir hér í borginni tveir Norðmenn, Capt. Höie og Capt. Maurrey, og eru þeir að kaupa skip til sildveiða við ísland. Hafa þeir keypt þrjú eimskip og tvær skonnortur, sem eiga að leggja af stað héðan til Siglufjarðar inn- an tveggja vikna tíma. Eimskip þessi hafa verið ríkra 5°’®® manna listiskip, eru frá 3—400 tonn að stærð, og hafa þeir borgað um 40 þús. dollara fyrir hvert þeirra. öll þessi skip eru hlaðin hér með síldartunnum, sem þeir fylla hér með kolum og salti, og nota tunnur þessar sjálfsagt fyrir síld þegar heim kemur. Fryggvi Jóakimsson. Aths.s — Herra Jóakimsson skrifar ritstjóra Lögbergs bréf með þessari frétt og segir frá því að ís- lendingar sem vilji fara heim, geti fengið frítt far gegn því að vinna á skipunum, en þeir verði að senda skeyti um það ekki síðar en að kveldi hins 21. þ.m. (í gærkveld), en bréfið kom ekki fyr en þann 21. Tíminn var því of stuttur; en vel er þes'si leiðbeining þegin af Jóa- kimsson og sýnir vakandi áhuga. — Ritstj. 100.00 100.00 100.00 100.00 100.00 100.00

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.