Lögberg - 29.06.1916, Page 4

Lögberg - 29.06.1916, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JÚNl 1916. gögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.JCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor T. J. VOPNI, Business Manager L/tanáskrift til blaðains: THE 00LUN|BIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M*n. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Mannssálin og vatnið. Mannssálin er eins og vatnið; stundum tár- hrein og tær og krystalls fögur, stundum—því miður—saurguð ýmsu annarlegu. Lindin sem stöðugt streymir og aldrei þreyt- ist, jafntær og jafnsvalandi og jafnhressandi, er nokkurs konar ímynd þeirrar sálar, sem altaf og alstaðar virðist hafa uppsprettu sína í einhverju ómælisdjúpi kærleiks og hluttekningar. Ekkert er þyrstum manni kærara á þreytu- göngu hans í eyðimörku en það að koma auga á tæra lind. Ekkert er lífsþreyttum manni eða konu kærra en það að mæta hluttakandi sál. Eins og vatnið svalar þorsta þess er að þrotum var kom- inn, þannig streymir nýtt líf og nýir kraftar út frá þeirri sál sem af kærleika hrærist. Eins og lækurinn eða áin líður með óstöðvandi elju frá upptökum að hafi fram, hvað sem fyrir verður; eins og hann eða hún þvær í burtu alt það óhreina sem á vegi verður; eins og hann eða hún gefst ekki upp þótt hæðir og klettar mæti, heldur vindur sig í kring um það eða ryður sér veg í gegn um það, eins er það með heita og andríka sál; hún þreytist aldrei; hún fylgir samferðamönnum og systrum frá vöggunni til grafarinnar. En vatnið getur sezt að á þeim stöðvum sem það nýtur sín ekki; forartjamimar eru margar. Vatnið sem í þeim er var upphaflega hreint og tært, eins og lindin líðandi eða lækurinn streymandi, en kring- umstæðurnar blönduðu það þannig að það er ó- heilnæmt og ósjálegt—jafnvel viðbjóðslegt. þannig eru sumar sálir. pótt þær séu allar af sama eldi kveiktar; allar í upphafi sams konar neistar, þá hafa kringumstæðurnar farið með þær eins og vatnið. Sumar mannssálir eru og verða að skuggum á leið samferðamanna sinna, í stað þess að vera þeim lýsandi geislar. En það er fleira en þetta sem er sameiginlegt með vatninu og mannssálinni. þegar vatnið er áhrifalaust utan að frá, þá er það rólegt og kyrt. Tært vatn í skál er eins og hugsa mætti sér bráðinn krystall. En sé hiti borinn að því, sé hann nógu sterkur, þá þenst það út og stækkar að ummáli—þenst út jafn vel óendanlega—það verður að gufu, verður loftkent, verður andlegra en ella. Vér höfum öll séð gufulestimar þjóta eftir járnbrautarteinum og gufuskipin svífa með flug- hraða eftir fleti sævarins. pau eru knúin áfram af því að vatnið breytist í gufu. Hitinn þenur út vatnið og kuldinn kemur því í samt lag aftur, og það er þetta afl, þessi breyting, sem til þess er notuð að hreyfa vélar og afkasta meira verki, en þúsundir og jafnvel mil jónir manna eru færir um af handafli. Aðal framfarir mannkynsins hafa verið í því fólgnar að læra að nota þau öfl sem náttúran á i skauti sínu; nota öflin í kringum oss, og ekki síður að nota öflin í sjálfum oss. pensla og þrýstingur vatnsins eru þannig not- uð til þess að framkvæma það sem áður fyr hefðu verið talin kraftaverk eða galdrar. Og það er hitinn sem þessu veldur. pað er hitinn sem öllu kemur í hreyfingu; það er hitinn sem bræðir ísinn, það er hitinn sem linar stálið; það er hitinn sem breytir aðgerðarlausu vatninu í starfandi almætti, ef svo mætti að orði komast. Mannssálin er eins í þessu tilliti og vatnið. par sem tilfinninga eiginleiki mannsins hefir verið ósnortnn og áhrifalaus—ekki orðið fyrir neinum áhrifum og ekki haft nein áhrif á annað—þar er sálin í því efni eins og vatnið sem hitinn kemst ekki að. Og þannig eru flestar mannssálir oftast. pær eru kyrrar og hreyfingarlitlar þegar ekkert sérstakt kemur fyrir. En þegar hiti er borinn að þeim stækka þær. pá er eins og þær vakni af svefni og fái aukið afl, hundraðfalt eða þúsundfalt, eftir því hversu mik- ill og heitur var eldurinn sem snerti þær og um- fram alt eftir því hversu vel þær sjálfar svara til þess elds. Og það þarf ekki altaf að vera mikið sem þann- ig kemur mannssálinni á hreyfingu. Af einni eld- spýtu má kveikja stórt bál, með einni eldspýtu má koma til leiðar þeim hita sem nægir til að þenja út vatn er hreyfi gufuvélar sem hafskip eru knúin af. Með einu orði má stundum byrja þann eld, er hiti svo sálir manna að þser stækki þúsundfalt. Margur merkis og áhrifamaður ber vitni þess að hann hafi verið vakinn til starfs og athafna af hita sem streymt hafi inn í sál hans frá einni einustu ræðu er hann hafi heyrt annaðhvort í kirkju eða á öðrum mannfundum. pegar einhver stendur á ræðupalli og talar áhugamál af eldmóði, þá veit hann aldrei hvar neisti kunni að falla frá tungu hans inn í instu tilveru einhvers æskumanns, sem kveiki í honum þannig að hann í fyrsta skifti finni til ástríðu í þá átt að láta eitthvað gott af sér leiða. Já, það eru virkilegir eldneistar sem falla af tungum sumra manna; enda kannast flestir við orðatiltækið að eldlegar tungur hafi sést. En eins og beita má afli vatnsins undir áhrif- um hitans bæði til góðs og ills; eins og beita má því til að létta störf og stytta ferðir, eins má einn- ig beita því til skaða. pannig er því nú t. d. beitt til þess að vinna tjón í stríði og orustum. Og því er eins varið með mannssálina. pað er til margs konar tegund hita, sem áhrif hefir á hana, og eftir því hvaða tegundar hann er, eftir því verða þau störf sem sálin framkvæmir á áhrifa- og hitastundum eða augnablikum. Tilfinningar manna eða sálareldur eru til þess ætlaðar að gera bjartara og hlýrra í öllum skiln- ingi, en hann getur orðið til þess að brenna upp líkamann og beina störfum í rangar og skaðlegar áttir ef ekki er varlega og skynsamlega með farið. Dr. Guðmundur Finnbogason er að ferðast um Bandaríkin nú í þeim erindum að kynna sér það sem hann kallar nothæfa sálarfræði. Menn hafa tekið eftir því fyrir löngu, þótt of lítill gaumur hafi verið gefinn, að vér eigum í sjálfum oss ótal öfl, eða afl sem vér getum beitt 1 ótal áttir. Að fá sál og líkama til þess að vinna saman í fullu samræmi, fá líkamann til þess að verða not- hæft verkfæri heilbrigðrar og framkvæmdarsamr- ar sálar, það er eitt af aðalstörfum og viðfangs- efnum þessarar aldar. Vér vorum staddir í kirkju á mánudagskveldið var, þar var fjöldi fólks saman kominn og hátíða- blær á öllu. Ekki sá hátíðablær sem stundum verð- ur vart við og lætur manni líða illa af því að mað- ur sé ekki heima hjá sér. pað var sannarlegur hátíðablær, þar sem fólkið var með óhindrað bros á vörum og drakk í sig með áfergju alt sem fram fór. petta var hljómleika- og söngsamkoma. par sem margt fólk er saman komið við slík tækifæri er eins og partur af sál allra viðstaddra streymi út frá ásjónu þeirra eða persónu og myndi eina stóra, sameiginlega sál, er fylli húsið og alt sem í því er. Ekki þannig að sál hver einstaks minki, lieldur þvert á móti. par er sálin eins og eldur- inn; eftir því sem meira er látið frá sér af henni eftir því vex hún og þroskast. par sem hljómdísin og sönggyðjan haldast í hendur og senrta strengi í hjörtum manna, þar er hátíðleikinn á fullkomnasta stigi sem oss er unt að þekkja. Já, oss datt í hug nothæf sálarfræði, þar sem vér sátum í kirkjunni og hlustuðum á tónraddir þessara tveggja goðtalandi systra. pað er áreiðanlegt að vér vorum ekki sá eini sem fundum hita og kraft og lotningu taka sig föstum tökum þegar bezt var sungið og fegurst leikið. Við slík tækifæri kemur engin flokkaskift- ing til greina. pá eru sömu strengimir snertir í sálum allra og þær leiðast saman, lyftast saman upp í hærra veldi lotningar og. hreinleika. pegar slíkar stundir ná fullum tilgangi þá svo að segja hverfa menn líkamlega, verða eintómar sálir; það er að segja sálin og tilfinningarnar yfir- gnæfa hið jarðneska svo stórkostlega að því er svo að segja enginn gaumur gefinn. pað verður ekki mælt með neinu móti hvílík áhrif slíkar stundir geta haft á þá, sem þar eru staddir. Hvílík ljós það eru sem þeir taka heim með sér er samkvæmin sóttu. Og þegar þetta er athugað dettur oss í hug hvort vér séum ekki skamt komnir í þeirri háleitu list að nota það afl sem svona tækifæri kveiki; nota það til virkilegra framkvæmda. Vér erum að hefja hér þjóðernisbaráttu. Vér eigum þar ýmsum erfiðleikum að mæta; en þar um gildir sama lögmálið og annarsstaðar; annað- hvort er að leggja árar í bát með öllu eða beita öllum kröftum með fullri alvöru; og þá er sjálfsagt að nota þau öflin mest, sem áhrifamest eru og fegurst. Ef vér gætum notað hljómlistina og sönggyðj- una til þess að reisa tungu vorri hér vestra var- anlegt vígi, þá væri henni borgið. Oss datt það einmitt í hug í kirkjunni á mánu- daginn hvílíku eilífðar afli vér ættum þarna yfir að ráða og hversu óhugsandi það væri að tunga vor hyrfi eða gleymdist ef vér gætum hagnýtt oss það. Er ekki hægt—eða mögulegt—að koma því til leiðar að flest sem sungið er hér verði sungið á íslenzku, velort, létt og auðskiliðn ættjarðarkvæði sungin með viðeigandi lögum og vel æfðu fólki. pað væri tungu vorri og þjóðemi hér sá verndar- engill sem ekkert gæti grandað. Vér eigum í hundraða tali íslenzk kvæði, auð- lærð og auðskilin, svo fögur að ekkert jafnast við. Væru þau sungin inn í sálir vorar af þeim mönn- um og konum sem hér eru fremst í þeirri list, þá væri kveiktur sá eldur sem jafnvel Manitoba- kuldinn gæti ekki unnið á móti. Mál vort er hreint og tært eins og “berglindin sem brunar að hafi, og tilfinningamar í orðunum á bak við þau og á milli þeirra eru svo heitar að þar “heyrist vella á heitum hveri’”. Sé oss alvara með það að halda við íslenzkri tungu; ef vér ætlum oss að varðveita íslenzkt þjóðemi, þá verðum vér að færa oss í nyt þetta afl, sem öllum þjóðernisöflum er æðra og sterkara. Syngið íslenzk ljóð með íslenzkum lögum; kennið þau hinum ungu og uppvaxandi; kennið þeim ekki einungis orðin og búninginn, heldur einnig það sem á bak við þau er; ekki einungis líkama þeirra, heldur einnig sálina. Syngið þau inn í fólkið þangað til það sér myndimar sem á bak við kvæðin hreyfast og fær ást á þeirri þjóð sem þetta gat framleitt og því landi sem slíka þjóð á. pegar sú stefna er tekin hér—ef það verður nokkum tíma—þá er íslenzkri tungu borgið um langan aldur. “Þú skalt ekki stela” pannig hljóðar eitt boðorðið. Allir þykjast telja það boðorð gott og heilbrigt. pað er alment kallað brot á velsæmi—brot á móti einstaklingnum og þjóðfélaginu í heild sinni að taka það sem maður á ekki—það sem einhver á annar, eða með öðrum orðum að stela. Menn greinir á um ýmislegt í trúmálum, í THE DOMINION BANK MHWO B. 08LU, M. P, Pra W. D. C. A- BOOERT. General Stoínsjóður..................$8,000,000 Varasjóður og ósklftur gróði.. . . $7,500,008 BYRJA MA SFARISJ6PSRBHKJ7INC MKÐ $1.00 pað er ekki nauðsynlegt fyrlr þig að btCa þangaC til þti &tt álitlega upphæt til þess aJG byrja sparisjóCsrelkning vlC þennan banka. ViCsk'iftl m& byrja meC $1.00 eCa melru, og eru rentur borgaCar tvisvar & Arl. stjómmálum, í siðfræði og fleiru, en í þessu tilliti viðurkennir enginn neinn ágreining í orði. pað er að segja, enginn virðist dirfast að koma fram með þá kenningu að rétt eða afsakanlegt sé að stela. En það er annað sem menn virðast ekki vera sammála um, ekki í verkinu að minsta kosti. pað er svo au sjá sem í huga sumra manna sé það ekki ljóst við hvað sé átt með orðinu að stela. Allir koma sér saman um það að ef Bjami fer inn í hús Árna og tekur þar $100 í leyfisleysi og án þess. að Ámi viti af, þá hafi Bjarni stolið $100 frá honum. Ef einhver brýst inn í banka og tekur þar peninga, þá viðurkenna allir að hann hafi stolið. Ef maður tekur brauð í matsölubúð eða fisk á sölutorgi, þá viðurkenna allir að hann hafi stolið. öllum slíkum mönnum er ákveðin hegning. peir eru allir brotlegir við þetta boðorð og sekir um glæp. Sama er að segja ef bóndi eða verzlunarmaður ræður mann til þess að stjóma búi sínu eða búð og hann dregur undir sig eitthvað af eign húsbónda síns, án hans vitundar, þá er hann þjófur. En það er samt vafamál í hugum sumra — margra — manna hvað talist geti til brots á þessu boðorði og hvað ekki. Maður sem kosinn er eða settur til þess að hafa á hendi trúnaðarstöðu fyrir þjóð sína virðist undir mörgum kringumstæðum hafa svo að segja ó- bundnar hendur til þess að draga í eigin vasa og vildarmanna sinna offjár af þjóðarfé, auk hárra launa. pað virðist eins og vafi leiki á því hvort það sé þjófnaður. pað þykir með öðrum orðum ómót- mælanlegt og óbótmælanlegt ef einhver prívat maður tekur eyris virði frá öðrum; ómótmælan- legt að það sé að stela, og óbótmælanlegt að gera það. En ef embættismaður—trúnaðarmaður lands og þjóðar—tekur fyrst og fremst afarhá laun fyrir starfa sinn og auk þess off jár—helzt svo miljónum skifti—úr vasa fólksins, þá er vafasamt hvort hann hafi stolið eða hvort hann hafi ekki af- sakanir. pá verður að fá lögmenn og dómara til þess að ákveða—ekki hegninguna fyrir það sem liggur í augum. uppi að brotið hafi verið, heldur hitt hvort virkilega sé um brot að ræða. Ef svo fer—sem sjaldnast er—að slíkur stór- Jr'ófur sé fundinn sekur, þá hefir hann meðaumkv- Mi fjölda manns, og það þykir mörgum illa farið ■5 hann skyldi “tapa”. iL-En þegar hann “vinnur”—eins og oftast er— þá er litið upp til hans með lotningu og virðing, eins og stór hetju, sem vel og drengilega hafi bar- ist og hlotið verðugan sigur. Má vera að einhverjum þyki hér djúpt tekið í árinni, en þá hina sömu biðjum vér að lesa þann kafla sögu vorrar sem nú er að gerast og gerst hefir nýlega hér í landi. Aldrei hefir það komið greinilegar í ljós hversu saklaust það þykir að “taka” fé fólksins og kalla sitt eigið, án þess að það sé talinn þjófn- aður, en einmitt nú við rannsókn skotfæranefnd- arinnar. pað er sannað fyrir réttinum að þrír menn taka þar ekki hundrað dala, ekki þúsund né tugi eða hundruð þúsundir, heldur þúsund þúsunda, eða miljón dali af fólksins fé og skifta á milli sín. par er það sannað að trúnaðarmenn stjómar- innar eða þjóðarinnar taka ekki tvöfalt, heldur fjórfalt verð fyrir vörur, sem í lífsnauðsyn eru keyptar fyrir beinharða peninga. par er það sannað að fulltrúi fólksins býr út falska skýrslu til þess að geta “tekið”—segjum ekki stolið—$5.00 af hverjum $25.00 sem borgað var fyrir eina vörutegund, og þetta eitt út af fyrir sig nam hundruðum þúsunda. Og þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum samkyns. Og svo kemur opinbert blað hér í bænum— blaðið “Telegram” — og lýsir því yfir í rit- stjórnargrein að alt hafi verið heilt og hreint, alt ráðvandlega af hendi leyst, engir langir fingur í f járhirzlunni; engin svik í tafli; enginn þjófnaður. Og lögmenn þessara manna halda því fram að þetta sé ekkert athugavert; kærumar séu aðeins af ofsóknaranda sprotnar frá hálfu andstæðinga, án þess að nokkur fótur sé fyrir þeim. Og sakborningamir sjálfir bera jafnvel ekki á móti að þeir hafi “tekið” þessar miljónir dala af fólksins fé auk launa sinna,—þeir halda því fram að við það sé ekkert athugavert; þeir séu vel að því komnir. En það merkilegasta er að þessi skoðun þeirra virðist falla saman við álit sumra borgara landsins pað er aldrei að búast við að sá er annara fé tekur —hvort sem hann á að kallast þjófur eða ekki— telji það hegningarvert sjálfur, en að nokkur part- ur alþýðumanna skuli mæla sama máli, það er óskiljanlegt. pað er eins og þessi öld eða þessir tímar hafi það aðaleinkenni að alt eigi að vera sem teygjan- legast, þegar vissir menn eiga í hlut; jafnvel boð- orðin eru orðin svo teygjanleg að það heitir ekki að stela að taka annara manna fé, ef það er gert í stórum stíl. Boðorðið var afar einfalt í gamla daga; bara blátt áfram “þú skalt ekki stela”, og það var skýrt og skilið þannig að hvorki mætti stela smáu né stóru. Nú er boðorðið svona: “pú skalt ekki stela litlu, en það er heiður að taka annara manna fé ef það er gert í stórum stíl, og þá heitir það ekki að stela.” Notre Dame Brajicli—W. M. HAMHjTON, Manager. Selldrk Brancb—M. S. BURGER, Maiugw, > .. s MIXNINGAR. Brosandi haf, þú bíður eftir mér. Brosandi land, hve heitt eg unni þér! Brosandi sveit, með björtum hnjúk og foss. Brosandi hvel, sem gafst mér vorsins sólarkoss. Minning björt, minning björt. ó, barnsins dýrsta hnoss: Brosandi hvel, sem gafst mér vorsins sólarkoss. Hér hefi’ eg liðið bæði súrt og sætt, sveittur og kaldur dagsins striti mætt. Andstæðar kendir hjartað margoft hitt héma við fyrsta, gamla kofaskriflið mitt. Hugþrá mörg, hugþrá mörg sá hinsta ljósið sitt hérna við fyrsta, gamla kofaskriflið mitt. Sakna’ eg þín haf, eg sé þig aldrei meir. Sakna’ eg þín land, unz minning fölvast—deyr. Sakna’ eg þín bjarta sveit og himinn skær. Sakna’ eg þess alls, er bjó mér ungum hjarta nær. Sorgarblóm, sorgarblóm í syrgisdölum grær. Sakna’ eg þess alls, sem bjó mér ungum hjarta nær. Hér er mér orðið hlýtt við margan blett. Hér hefi’ eg bygt og plægt og gróðursett. — Lífseld þér gaf eg lands míns arni frá lendan með vötn og skóga fyrir vestan sjá. Lífstarf mitt, lífstarf mitt þig lét eg óskift fá lendan með vötn og skóga fyrir vestan sjá. Dreymir mig hafsins djúp við vatna sýn. Dreymir mig land, þá austursólin skín. Dreymir mig sveit og drengjaárin mín. Dreymir mig heim úr vestri, móðir, heim til þín. Ást til þín, ást til þín í draumum aldrei dvín. Dreymir mig heim úr vestri, móðir, heim til þín. porsteinn p. porsteinsson. >>--- ---------------------------------------------- * 223. Canadíska-Skandi- nava herdeildin. fFrá fréttaritara deildarinnar). 223. skandinavisku herdeildinni hefir verið veittur sá sómi aS vera heiSursVörður hans konunglegu há- tignar ríkisstjórans í Canada á meðan hann dvelur í Winnipeg 29. júní T. Lund deildarstjóri verður foringi varðarins. 223. herdeildin var skoðuð af R. A. Talton aðal herstjóra, mánudag- inn 26. júní 1916. , Deildin á heið- ur skilið fyrir frammistöðu sína. Deildin er á verði í Winnipeg þessa yiku. Vikuna seim leið innrituðust þessir: G. W. A. Michal, Eli Larson, Hallie William Sweet, Maurice Arons, Thomas Swenson, Roy Harpold, Williafn Hamilton, George Acteka, O. G. Eliason, A. E. H. Reynolds, Thomas Johnson, George J. Wieb, Lawrence Thompson, John Oscar Elmeborn, John W. Lind- holm, Knut Kruzstad, John August Brandstrom, Richard Strenberg, W. R. E. Brioers, William Steph- enson, Oli Vanz, John Smith, Jam- es Ýork, Alfred Emprois, John Finnbogason, J. R. Norrison, W. A. Shaw, Wverner Bostrom, H. J. Lester, H. Mathson, John Zubar,; Clarence Lester, Emil Edberg, Leonard R. Kay, G. Jenkyas, Karl W. Berg, Henry J. Lester, Guð- mundur Hannesson, Mamuel Mal- ones, R. Nielson Hogh, Klim Smikles. Siðan seinasta orustan var við St. Eloi hefir hermálastjórnin gef- ið út skrá daglega, þar sem það sést að hundruð Canadamanna hafa fallið í stríðinu fyrir frelsun lands- ins og útrýming hernaðarstefn- unnar; flest nöfn voru auglýst á sunnudaginn og voru þar 1100 can- adiskra hermanna fallinna. Á meðal þeirra eru íslendingar. Hver slík skrá sem út er gefin eykur sorgarleikinn. Hversu Iengi á þessu ^ð halda áfram? Vér sjáum engan endi þess nema því aðeins að allir borgarar ríkisins sjái þörf á því að leggja fram alla sína krafta þangað til styrkur vor er orðinn ó- mótstaeðilegur. Andstæðingar vorir eru voldugir, afarvoldugir, og það að viðurkenna ekki styrkleika þeirra eða það að láta nokkra krafta ónotaða til þess að senda hvern einasta mann á hervöllinn «em farið getur, seinkar sigri vor- um og lengir hörmungar þær sem stríðinu fylgja. Piltarnir á vígvellinum treysta yður sem heima sitjið til þess að hjálpa þeim. I>eir ætluðust til þess þegar þeir gengu í herinn og þeir höfðu rétt til að vænta þess. Ekki er það einhlýtt að eyðurnar á víg- vellinum séu fyltar, heldur verður að fjölga svo liði að virkilegar árás- ir sem nauðsynlegar eru til sigurs verði framkvæmdar. Rússland gerir skyldu sína drengilega, Frakk- land gerir jafnvel meira en búast mætti við. Menn og konur þessara landa hafa lagt sig fram svo dást má að og lagt óumræðilega mikið í sölurnar. Og þó hefir Stór-Bret- lant gert meira; yfir 5,000,000 manna hafa þegar boðið sig fram í stríðið; 10% af allri þjóðinni. Bretland hefir haldið við sínum 5terka flota, verndað verzlun og samgöngur á hafinu fyrir alla bandamenn sína. Bretland hefir eytt yfir 8,000,000,000 til síns eigin hers, og lánað $2,000,000,000 bandamönnum sínum; gefið hundr- uð miljóna til þess að hjálpa Servíu og Belgíu, Seríu og Póllandi og þann dag í dag leggur Bretland til stál og annað efni í herbúnað handa Frökkum, hún hjálpar mikið til þess að vopna lið Rússa og gerir það mögulegt að Rússar vinni eins og þeir gera. Bretland eyðir um $250,000,000 á dag til striðsins og hefir vopnasmiðjur þar sem m'eira en miljón manns vinn- ur. Og samt þykist Bretland ekki vera að gera nóg. Nú hefir þar ver- ið sett á herskylda. Konur vinna þar í hergagnabúðum til þess að karlmenn geti komist í burt til flutninga. Þær vinna bændavinnu úti á landinu. í október síðast sendi Selborne lávarður áskorun til kvenna um það að gefa sig fram í þau stóru störf er að stríðinu lúta Styrkur Frakklands, Belgíu og Þýzkalands er í því fólginn að kon- urnar vinna á landinu. I blaðinu “British Review” í desember skor- ar A. Mary Aglionby á konur að gefa sig fram; hún er einn helzti kvennrithöfundur Breta. Hún sagði að engin kona þyrfti að skoða þetta niðrandi starf, heldur væri það æðsta skylda að leggja þar hönd á plóginn, sem mest væri þörfin. Konur tóku þessu vel og þúsundir NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuSstóII gr.iddur $ 1.431,200 Varasjóðu......$ 715,600 Formaðor...........- - - Slr I). H. McMIIjIiAN, K.O.M.G. Vara-íormaður................. - Capt. WM. ROBLNSON 81r D. O. CAMKRON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION K. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH OAMPBKIjIj, JOHN STOVKIj Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög Og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsanir seldar til hvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur Iagðar viðá hverjum sex mánuðum. 'T. E. THORSTEIIM9SON, Ráð.maður Cor. Williasa Ave. og SherbrookelSt., u - Winnipeg, Man. HSÍi

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.