Lögberg - 29.06.1916, Síða 8

Lögberg - 29.06.1916, Síða 8
8 LOGBERG, FIMTUDAGINN 29. JÚNl 1916. The Swan Manufacturing Go. býr til hinar velþektu súgræmur „Swan Weather Strips“. Gerir við allskonar hús- gögn. Leysir af hendi ýmiskonar trésmíð- ar. Sérstök athygli veitt flugnavírsgluggum hurðum og sólbirgjum (Verandas). Vinnustofa að 676 Sargent Ave. Tals. S. 494 HALLDOR METHUSALEMS ASal mánaðarfundur “Jóns Sig- urðssonar félagsins verður haldinn 1 John M. King skólanum (sam- komusalnum) á þriðjudagskveldið 4. júlí 1916, kl. 8 stundvíslega. All- ar félagskonur eru alvarlega ámint- ar run að mæta og koma á réttum tíma. Or bænum Skjaldborgarkirkja hefir nýlega verið máluð og prýdd að innan, eru þar allir bitar málaðir með marm- aralit og gerð og öll kirkjan prýdd þannig að hún er eins og nýtt hús. 19. Júní lézt í Minnesota Ingi- björg Austdal, systir séra Jóhanns Þorkelssonar dómkirkjuprests í Reykjavík. Hún var fjörgömul kona, ekkja Þorsteins Austmanns. Sveinn Björnsson læknir kom hingað aftur á föstudaginn sunnan frá Toronto; hann varþar að taka læknispróf er heimild veitir til þess að stunda lækningar í öllu Canada- ríki. Jón Árnason læknaskólastúdent kom til bæjarins á laugardaginn norðan frá Vestfold, þar sem hann er að kenna. Hann fór þangað út aftur á sunnudaginn. Wynyard Advance getur þess að skeyti hafi komiS frá GuSmundi FriSjónssyni þar sem hann kveSst ekki geta komiS því við að koma vestur í sumar. Ámi Sveinsson frá Argyle kom til bæjarins í vikunni sem leiS, og dvaldi hér nokkra daga. Hann kom inn á skrifstofu Lögbergs og bar þar margt á góma. Ámi er einn þeirra manna sem getur kapprætt mál af alefli, en haldið áfram að vera kunningi þess er hann kapp- j-æSir við. ÞaS er list sem fáir kunna en öllum er nauðsynleg. Ritstjóra Lögbergs hefir veriS sent bréf til SigurSar skósmiðs ÞórSarsonar og hann beðinn að koma því til skila. Oss hefir verið sagt aS ÞórSarson eigi heima í Blaine, Wash. og var því bréfið sent þangað. Komi það ekki til s'kila er SigurSur beðinn að skrifa Jóni Jónssyni hreppstjóra á Haf- steinsstöðum í Húnavatnssýslu á Islandi. Bréfið var frá honum og er efni þess tilkynning um arf sem SigurSur á heima á Islandi. Þ. Þ. Þorsteinsson skáld hefir nýlega lokið við að mála mynd, sem hann hefir ort sjálfur. Hug- myndin er sem hér segir: Lands- lagiS sem myndin sýnir er á vatns- bakka, svipaS þvi sem er í Nýja íslandi sumstaSar. Stóreflis skóg- ur með fögrum trjám. Til og frá standa stórir trjástofnar þar sem trén sjálf hafa veriS höggvin; úti í skóginum sést hrörlegur bjálka- kofi, en skamt þar frá er nýtt hús, stórt og vandaö. Bryggja sést sem liggur út í vatnið og bátur á floti við hana, en tvö skip á vatninu. Himininn er skýjaður og loftið ekki bjart. — Gamall maður hvítur fyr- ir hærum situr á einum trjástofnin- um, heldur utan um pipu sína með annari hendi en á hattinum í hinni. Hann horfir fram undan sér og hugsar auðsjáanlega fast; enda ber myndin þaö meS sér þegar betur er aðgætt, því svo sterkar eru hugs- anir hans aS hann sér ísland—ætt- jörðu sína—birtast í skýjunum. Þetta gefur það til kvnna um hvaS maöurinn hafi veriö að hugsa. Myndin flytur heila sögu, þar sem þöglar raddir seiöa hugi íslenzkra áhorfenda inn i helgidóm liSinna viöburða. Þessi mynd ætti að ná mikilli hylli. — KvæSiS “Minn- ingar”, sem hér birtast eftir Þ.Þ.Þ er í samræmi viS myndina. Eg hefi nú nægar byrgSir af “granite” legsteinunum “góðu” stööugt við hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa veriS aö biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, aS finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist aS gera eins vel og aörir, ef ekki betur. Yðar einlægur. A. S. Bardal. SYRPA 2. hefti af 4. árgangi er komiö út og er verið að senda þaS kaupendunum INNIHALD: MaSurinn með öriö á enninu. Saga eftir J. Magnús BJarnason. — Fram- farir hermannsins; meö myndum. 1 Rauöahafinu. Saga. — Til Suöur- heimskautsins. Feröasaga Scotts kafteins. — Islenzkar þjóösegnir: Hlaupa-Mangi; eftir F. Hjálmarsson. Vinnuharka; eftir S. M. Long. — Andspænis dauöanum. Saga. — Eig- inleikar manns og konu til hjúskapar. — Ofsóknir. Saga frá dögum Krist- jáns V.; eftlr Kristófer Janson. — þaö var þessi hundur! Gamansaga eftir Mark Twain. Til minnis: Umsát um Verdun fyrir 1000 árum. — Jötnaborg fundin I grend viÖ fæö- ingarstaö Herkúlesar. — Tviburar. — Fyrsta silfurbrúökaup. — Bátar fyrir tveim þúsund árurrt. — Skiftaréttur inn tvö kerti. — Fingurneglumar. — Tala þjóöverja. Heft'iö kostar 30 cents. Arg. $1.00. Olafur S. Thorgeirsson, 678 Sherbrooke St., 'Winnipeg. Thor Jenson trésmiður frá Wyn- yard kom til bæjarins 25 júní og fer vestur þangaö aftur á morgun. Hann segir nóga vinnu þar vestra; fjöldi manna er aö byggja hús úti í sveitum og er þar mesti trésmióa- skortur. Nú ætlar Jenson aö byrja á aö byggja svenska kirkju skamt fyrir austan Kandahar. BlaSiS “Edinborg Tribune” get- ur þess að húsfrú H. H. Reykjalín frá Mountain og Anna dóttir henn- ar séu aS leggja af stað suður til Chicago með einhverjum Dr Jlurgess; blaðið segir enn fremur að þær mæögur ætli frá Chicago til Lily Dale i New York og hugsi sér >aS dvelja þar sumarlangt. Séra SigurSur Ólafsson frá Blaine dvelur hér í bænum; hann ,sat á kirkjuþingi og prédikaði Fyrstu Iút. kirkjunni á sunnudaginn Séra Sigurður er mælskur maður og gáfulegur, enda á hann ekki langt að sækja það; þar sem þeir eru bræðrasynir séra Ólafur Ólafs son fríkirkjuprestur og hann. — Hann verður hér eystra um mán aðartíma og starfar fyrir kirkju félagiS. Lilja Einarsson frá Mary Hill kom til bæjarins nýlega aS finna dóttur sína. Á meðan hún dvaldi hér vildi það slys til aö hún datt ofan háan stiga og meiddist mikiS; öxlin fór úr liði og auk þess marS- ist hún bæSi á andliti og víöar. Hún var flutt á hospítaliS og var þar um tíma þungt haldin, en er nú á góöum batavegi. Guöbjörg SuðfjörS frá Church- bridge er hér í bænum um þessar mundir. LíÖan manna er góS þar vestur frá, eftir þvi sem hún sagði og lítur vel út bæSi meS grassprettu og kornuppskeru, þótt rigningar hafi verið nokkuö miklar. Ágúst BreiSfjörS frá Clarkleigh og kona hans eru stödd hér í bæ. BreiSfjörð var í þeim erindum að reyna að selja land sem hann á, en gekk þaö ekki greitt. Jón ÞorSarson, eirfn af frum- byggjum Argyle bygðar andaðist í Glenboro 17. júní; banamein hans var heilablóöfall. Jón sál. var 72 ára að aldri og lætur eftir sig ekkju. Hann var jarSaður af séra Friðrik Hallgrímssyni 19. júni. Hans verður nánar getið síðar. Söngleikurinn í Skjaldborg (“Ester drotning”), sem fram fór á þriöjudagskveldiS tókst frábær- lega vel. HúsiS var svo að segja troðfult og söngflokkurinn var enn þá stærri en áður. Um þennan fagra söngleik var ítarlega skrifað í Lög- bergi í vetur og þýðir því ekki að minnast hans' frekar að þessu sinni. Þó má geta þess aö hann hefir al- drei veriö eins vel sunginn þegar vér höfum heyrt, og í þetta skifti. ÞaS var auSséð að fólk var djúpt snortið af áhrifum söngs og tóna samfara hátiðlegu efni og ágætum samtökum, sem vofu ávextir langra og nákvæmra æfinga. Þau Jón Jónasson og Jónína Bjarnason, bæði til heimilis Winnipeg, voru gefin saman hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni að 493 Lipton St., þriðju- daginn 20. júní. 21. þ.m. lézt í Selkirk Jón Sölva- son úr bólueitrun í fæti. Hann var jarðsunginn af séra N. S. Thor- lákssyni 25. þ.m. 21. þ. m. voru þau Stephan Thompson og Dorothy Johnson, bæði til heimilis i Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra B. B. Johnson. Filippus Jónsson og kona hans frá Grunnavatnsbygð IögSu af staö héðan vestur til Vatnabygöa í gær. Filippus hefir setiö hér á kirkju- þingi og ætlar vestur til Mozart að finna Stefán bróður sinn og Jón kaupmann Ólafsson á Leslie. Þau hjónin búast við að dvelja vestra i kring um þriggja vikna tima. Fimtudaginn, 22. júní voru þau Hugh Robert, St. Clair Clark, og Clara Marín Oddson, bæði frá Winnipeg, gefin saman í hjónabanc af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Mánudaginn 26. júní voru þau Einar Helgi Olson frá Vita, Man. og Emma Christine Olson frá Cari- bou, Minnesota, gefin saman hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni að 493 Lipton St. Þ'essi ungmenni voru fermd i Bellingham, Wash. á Trinitatis- sunnudag: Sigríður Lilja Arnheið ur Goodman, Guðbjörg Augústína Goodman, Ingimundur Ellert Hjaltalin. Gunnar Bjömsson þingmaður og ritstjóri frá Minnesota hefir ver- ið hér í bænum aö undanfömu. Kom hann hingaS til þess að sitja kirkjuþing. Séra H. J. Leó flytur fyrirlestur á Heklufundi á morgun (föstud.). ÓskaS eftir að allir Goodtemplarar mæti. Walter Thorsteinsson frá Gard- ar var á ferS hér í bænum í vikunni sem leiS aS finna kunningja sína. Sökum rigninga var skemtun þeirri sem Jóns Sigurðssonar fé- lagið haföi fyrirhugaö á laugardag- inn frestaS, og hefir enn ekki verið ákveöiö hvenær þaö veröi. Bjarni Magnússon frá Mary Hill kom til bæjarins eftir helgina og dvelur hér enn. Hann kvað góða líSan þar ytra; bleytur eru afar miklar og vegir slæmir, en gras vöxtur í langbezta lagi. Sandflug- an segir Bjarni að sé þar illa þokk- aður gestur og mikið af henni í sumar. Ólafur Vopni og Mina dóttir hans eru nýlega komin vestan frá Wynyard. Var vopni aS heim- sækja þar tengdason sinn Hannes Kristjánsson og konu hans. Wynyard Advance segir frá þvi aö R. A. Westdal, A. J. ísfeld og Albert ísfeld, Ingi Guöjóns'son, Geir Bogason og B. Goodman hafi nýlega farið til Fort George, B.C., til þess að taka rétt á heimilisjörö- um. Gjafir til “Betel”. Vigfús Anderson Minneota $ 25.00 Sigurg. Stefánsson, Selkirk 10.00 Kvenf. “Undina”, afhent af B. Thordarson, Gimli Thorl. Bjömson, Hensel .. Mrs. P. Johnson, Thingvalla Ónefnd kona í Brandon .. Jón Jónsson.............. 10.00 Kvenfél. “Tilraun”, Thing- valla nýlendu.......... GuSrún G. Johnson, Gimli Olaf Perry............... Halldóra Olson, Reston .. B.L.Baldwinsson, Wpg .. MeS innilegu þakklæti endanna. Fyrir hönd nefndarinnar. J. Jóhannesson, 675 McDermot Ave., Winnipeg. Iþróttir á íslendinga- deginum Listi af íþróttum [Sports] sem þreytt verða á Is- lendingadaginn undir reglum A. A. U, of C. STANDARD EVENTS FOR POINTS 1. 100 yard Dash. 2. One Mile Run. 3. Running Broad Jump. 4. Putting 16 lb. Shot. 5. Low Hurdles. 120 yd. 6. 220 yard Run. 7. Hop, Step and Jump. 8. Half Mile Run. 9. Running High Jump. 10. Discus. 11. Standing Broad Jump. 12. Pole Vault. 13. Five Mile Run. 14. Mile Run. 15. Icelandic Wrestling (for belt). Þessi ‘'»ports“ eru fyrir alla Islendirga. Medalíur gefnar eins og áður. Sá sem hæðtta vinninga fær tekureinnig Hanson bikarínn stóra ryrirárið. Glímur verða al-íslenzkar undir glímureglum íþróttafélags Islands. Þátttakendur geta fengið eyðublöð hjá undirskrifuðum, einn- ig Hjá H. Axford, 223. Kerdeild; Capt. J. B. Skaptason, 108. herdeild; Lieut. Leifur Oddson; 197. herdeild. Eyðublöðin verða að vera útfylt á vanalegan hátt og komin i hendur ritara íþróttanefndarinnar fyrir 15. Júlí næstk. ásamt 25c fyrir hverja íþrótt sem þátttakandi vill keppa um Einnig verða vanaleg hlaup fyrir drengi og stúlkur, karla og konur. Góð verðlaun gefin. LADIES BASEBALL Stúlkur I Spyrjið hann Arinbjörn | Bardal um Ladies Ðaseball. Hann gefur ykkur allar upplýsingar. KAÐAL-TOG á milli hermanna og borgara, 7 á hlið. Hverjir ætli hafi betut? Allar frekari upplýsingar gefur S. D. B. STEPHANSON Ritari Iþrótta-nefnda innar 729 SHERBR00KE ST., P.O.Box 3171, WINNIPEG Séra H. Sigmar fer vestur ann- aö kveld. Hann prédikar á sunnu- daginn á Leslie, Kristnesi og ElfroS, Bjöm Þóröarson prestaskóla sveinn frá Minneapolis hefir verið hér i bœnum um tíma. Hann geng- ur á prestaskóla þar syöra og hefir jafnframt því söfnuð skamt frá bænum. Kveöst hann lítið hafa haft saman viö Islendinga að sælda um langan tíma og vera orðinn all- ryögaður í málinu; en eftir þann vikutíma sem hann dvaldi hér kvaðst hann finna á sér mikinn mun í þá átt. í Minneapolis em nú um 150 manns og sagði hann að þeim liði yfirleitt vel, eftir því sem hann bezt vissi. Björn er ættaður frá Hallson í Norður Dakota, ung- ur maður og efArllgur. PANTAGES 10.00 5.00 5.00 5.00 11.00 5.00 5.00 5.00 635.00 til gef- Grein frá Halldóri Hermanns- syni bókaverði barst blaðinu í gær; hún birtist í næsta blaði. “A night in the Park” heitir leik- ur sem þar verður sýndur næstu viku, er það söngleikur. “Melody six” er annað atriði sem ætti að draga fólk að leikhúsinu, þar syngja sex stúlkur ágætlega. Kimberlay og Arnold og Karl Emmy og Harry Coleman, verða einnig á leiksviðinu næstu viku, og vita þeir það sem þá þekkja að bet- ur er farið en heima setið þegar á það fólk er hlustað og horft. Frá Islandi. gæzluvarðhaldi í vetur. Krefst hann 30,000 kr. skaðabóta. Bærinn Ýtra-Krossanes í Eyja- firði brann nýlega til kaldra kola. Brann þar og stór hænsahjörð. “Austri” segir að á Reyðarfirði eigi að stofna 4—5 verzlanir í sum- ar og jafn mörg hús eða fleiri verði bygð þar. Sama blað segir einnig að 5—6 steinhús verði bygð á Eski- firði og rafmagnsstöðin stækkuð til muna. Bréf kom á þriðjudaginn frá Jó- hanni Magnússyni frá 688 Home stræti. Hann særðist nýlega eins og frá var sagt í Lögbergi siðast. Bréfið segir furðanlega góða líðan hans. Hann særðist á handlegg, öxl og kinn, en sárin eru að gfóa. Hann liggur á hospítali í Bristol á Englandi. Bróðir hans er nýlega farinn til Frakklands á vigvöllinn. Oss þykir fyrir því að þeir skuli vera að hnippast á Árni Sveinsson og Jónas Þorbergsson. Oss þykir vænt um Argylebygð fyrir margra hluta sakir og mennirnir eru báðir góðkunningjar vorir. Er vonandi að þeir miðli svo með sér málum að ekki verði óvinátta úr eða mis- skilningur, eins og oft vill verða. Lausn frá prestsskap hefir feng- ið séra Jakob Björnsson í Saurbæ í Eyjafjarðarsýslu; hefir hann ver- ið þjónandi prestur í 54 ár. Harðindi mikil voru á Norður- Jandi í vor óg útlit fyrir heyskort og skepnufelli. Var flutt heilmik- ið þangað af fóðri frá Suðurlandi. En svo kom bráður bati svo góður að slíks eru tæpast dæmi og er nú öndvegistíð um land alt og hlaðafli þar að auki. Mátti batinn ekki seinna koma því illa leit út. Allvíða hafa mislingar stungið sér niður hér í vor, og allskæðir sumstaðar. Sömuleiðis skarlatsótt á stöku stöðum. Ingibjörg Lund átti að vera und- ir þakkarávarpinu siðast, en ekki Lindal. Séra H, J. Leo prédikar í Skjald- borgarkirkju á sunnudaginn kl. 7. Pétur læknir Bogason er orðinn aðstoðarlæknir við heilsuhælið Vejle í Danmörku. Verið er að prenta öll ljóðmæli Hannesar Hafsteins; verður það bók þrefalt stærri að minsta kosti en gamla útgáfan. Hannes er eitt allra vinsælasta, kjammesta og bjartsýnasta skáld sem Island ehfir átt. Tilboð. Islenzkum foreldrum á Gimli er boðið að senda börn sín á aldrinum 7 til 14 ára í íslenzku kirkjuna lútersku til þess að fá tilsögn og æfingu í undirstöðu atriðum krist- innar trúar á hverjum morgni (nema sunnudaga) frá kl. 9 til 10. Þetta nær til allra íslenzkra barna á nefndu aldursskeiði. Þau for- eldri sem vilja sinna þessu eru beð- in að láta börnin koma með banda- lags söngvana íslenzku. Þein fást hjá mér fyrir 25 cent. Að öðru leyti er þetta öllum þátttakendum kostnaðarlaust. Þau böm sem vilja þiggja tilboð þetta eru beðin að koma á fund til samtals laugardag- inn 1. júlí á ofangreindum stað og tíma. Guðm. P. Thordarson. KENNARA vantar fyrir Geysir skóla nr. 776, fyrir sjö mánuði. Kenslutimabil frá 1. okt. 1916 til 30 júní 1917* Tilboðum er tilgreina kaup, æfingu og mentastig, verður veitt móttaka af undirrituðum til 10. ágúst 1916. Th. J. Pálsson, Sec. Treas Árborg, Man. SVAR TIL Á. SVEINSSONAR (Framh. frá 5. ibls.J. NOTIÐ ROYAL CROWN SÁPU; hún er bezt. Safnið Royal Crown miðum og nöfnum. Eignist fallega nytsama muni kostnaðar- laust. Ef þú ert ekki þegar byrjaður að safna miðum, þá byrjaðu tafarlaust. Þú verður forviða á því hversu fljótt þú getur safnað nógu miklu til þess að afla ágæts hlutar. Einhvers sem mikils er virði. Royal Crown munir em úr bezta efni. Þeir em valdir með mikilli varfærni. Þeir eru margs konar; eitthvað sem v'el kemur sér fyrir alla. NAIÐ 1 NÝJA VERÐLISTANN OKKAR. Það kostar ekkert nema aðeins að biðja um hann. Ef þú sendir bréf eða póstspjald, þá færðu hann með næsta pósti og borgað undir hann. Allir munir sem eru auglýstir eða sýndir fyrir fyrsta maí 1916 eru nú teknir af listanum. Þegar þú velur einhvern hlut, þá vertu viss um að velja eftir nýja listanum. Áritan: THE ROYAL CROWN SOAPS Limited PREMIUM DEPARTMENT - WINNIPEG, MAN. ttorsk-Ameriska Linan Ný og fullkomin nútlSar gufu- skip til póstflutninga og farþega frá New York beina lei8 tll Nor- egs, þannig; "Kristianafjord” 16. Jflli. “Bergensfjord”, 6. Agúst. “Kristiansfjord” 26. Ágúst. “Bergensfjord" 16. Sept. “Kristianiafjord” 7. Okt. “Bergensfjord” 28. Okt. Gufuskipin koma fyrst tll Bergen i Noregi og eru ferC'lr til |slands þægilegar þaSan. Farþegar geta fariB eftir Balti- more og Ohio Járibrautlnni frá Chlcago til New York, og þannig er tækifæri aC dvelja i Washing- ton án aukagjalds. Leaitið upplýsinga Am fargjald og annat! hjá HOBE & CO., G.N.W.A. 123 S. 3rd Street, Minneapolis, eða H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. H. EMERY, hornl Notre Dame og Gertie Bls. TALS. GARRY 48 ÆtllB þér aB flytja yBur? BJf yBur er ant um aB húsbúnaBur yBar skemmlst ekki 1 flutningn- um, þá finniB oss. Vér leggjum sérstaklega stund á þá IBnaBar- grein og ábyrgjumst aB þér rerB- 18 ánægB. Kol og viBur selt lsegsta verBi. Baggage and Express Lœrið símritun LæriB símritun; járnbrautar og verzlunarmönnum kent. Verk- leg kensla. Engar námsdelldir. Einstaklings kensla. SkrifiB eft- ir boBsriti. Dept. “G”, Western Schools, Telegraphy and Rail- roading, 607 Builders’ Kxcliange, Winnipeg. Nýir umsjónarmenn. öll bindindisfélög í landinu eru að senda harðort vanþóknar- og hótunarbréf til Hudsonflóa félags- ins fyrir tiltæki þeirra gagnvart vinbannslögunum. Ensku Good- templarastúkurnar hé!r í fylkinu, ís- lenzku stúkurnar Skuld og Hekla 1 með hafa sent slík bréf, og Stórstúkan .sendir væntanlega eitt. Siðbóta- félagið gerði það sama. Tilgangur- inn er sá að allar Goodtemplara- stúkur og öll bindindisfélög sendi sitt bréfið hvert til þess aö félagið sjái að almenn óánægja hafi risið1 upp gegn þvi. Guðmundur Eggerz sýslumaður, bróðir Sigurðar fyrverandi ráðherra hefir sagt af sér sökum ósættis við ráðherra út af því að stjómin ónýtti dóm eða úrskurð er Guð- mundur hafði felt. Guðmundur E. Guðmundsson er nú byrjaður að vinna í kolanám- unni með 20 manns til að byrja Sólveig ekkja Sigfúsar sál Ey- mundssonar var sjötug 26. maí og var henni haldið fjölment samsæti við það tækifæri. Maður að nafni Erasmus Gísla- son í Reykjavík hefir höfðaö skaðabótamál á móti landsstjóminni fyrir það aö honum var haldið í hann telur mig í flokki þeirra manna, sem hann telur grunn- hygna níðinga. Hann ætlar að sýna og sanna”, að þetta sé rangt, með því að telja upp nokkra menn. En hann gáir ekki að því, að allir, sem hann telur upp, hafa verið og eru afburðamenn um andlegt atgerfi Það er því vægast sagt bamalegt, að halda því fram, að það, sem um 1 þá má segja, megi einnig segja um allan -þorra manna. Hann ihefir heldur ekki vandað sem bezt til þessara heimilda, því það veit hann, að Kristján Jónsson skáld var aldrei bóndi, heldur gekk í skóla og dó mjög ungur. Matthí- ar Jochumsson hefir víst lítið búið, heldur verið pretsur, ritstjóri og um fram alt eldheitur hugs'jónamaður, skáld og ritíhöfundur. Nú á eg því láni að fagna, að standa ekki einn uppi með þessa skoðun. Eg hefi hér í höndum ræðu séra Björns B. Jónssonar, kirkju- félagsforseta, sem hann hélt fyrir minni Dr. Guðm. Finnbogasonar, þar sem hann heldur fram nákvæm- lega sömu skoðun. Honum farast svo orð: “Og vænt þykir mér um það, að andríki einkenni einnig þjóðina. Eg bið, að hún glati því pkki, þó nú komi hún út á heims- torgið. Því miður glata þjóðirnar og mennirnir einatt hugsjónum þegar kemur út í starfslífið og sam- kepnina um tímanlegu gæðin. Þjóðin, sem vér búum hjá, er í þeirri hættu að verða hugsjóna-fá- Eg þykist allvel staddur, að hafa ^séra Björn með mér í þessu máli; sökum þess fyrst, að hann er menta- maður, en ekki hvað sízt sökum þess, að Á. S. bendir á hann sem þann mann, er sé sveitinni til sóma. Sjálfsagt hefði Á. S. ekki viljandi kallað hann grunnhygginn níðing fyrir þessa sök; þess vegna mun séra Björn fyrirgefa honum það eins og eg geri. Það sem eg ihefi áður sagt um félagslífið, samkvæmislífið og and- lega starfsemi í sveitinni þarf eg ekki að endurtaka né rökstyðja, því það Ihefir ekki verið hrakið. Eg) hafði vonast eftir að Á. S. liðsintic mér frekar í því máli, heldur en að hann skildi orð mín á versta veg, og legði mig síðan í einelti með hrópyrðum og brigzlum. Hann sér ekki annað á bak við þessa tilraun mína heldur en illgirni og öfund En orsökin er satt að segja önnur. Mér er sveit þessi kærari en aðrir blettir vestanhafs. Hefi eignast hér mjög marga góða kunningja — og þar á meðal Áma Sveinsson—og nokkra ágæta vini. Eg hefi séð, mér til gleði, að ungir sem gamlir hafa fengið rikulegan ávöxt atorku sinnar og iþess vegna var það ósk min, að þeir legðu meiri rækt við hugsjónamál, því þau göfga menn- ina og brynja þá gegn margskonar hœttum, sem þeir cru umkringdir í siðferðislega sjúku þjóðfélagi. Um hrakyrði Á. S. í minn garð skal eg vera fáorður. Þó þau virð- ist ómannúðleg, lít eg ekki á það, sökum þess' hvernig þau eru til komin. Eg fyrirgef þau fýslega. Hann talar um vanþakklæti mitt fyrir velgjörðir og þægindi, sem eg hafi hér notið, og eg muni hafa álitið óhætt, að svívirða fólk, sökum þess, að eg þurfi ekki lengur að njóta slíks hér. Þama fer hann lengra en heiðarlegur maður ætti að láta sér sæma, og gengur nær mér, en hann hefir til siðferðislegt leyfi. Vitaskuld stend eg í þakk- lætisskuld við mjög marga, en Á. S. verður ekki kvaddur til að hlut- ast til um það, hvemig eg ræki þá þakklætisskyldu. Hér hefir hann hagað sér eins og reiður drengur, sem hugsar mest um það, að berja og berja, en minna um hitt, hvort höggin komi á réttan stað. Árni Sveinsson er, eins og mönn- um er kunnugt, einn af öndvegis- höldum vestur-íslenzkra bænda. Hann er einn af þeim fáu, sem eru tvent i senn, afkastamiklir búmenn og andríkis hugsjónamenn. Hér eftir sem hingað til verður því virðing min fyrir honum óskert og aðdáun, sökum hæfileika hans, þreks hans og fyrirmensku. Jónas Þorbergsson. SAFETY Öryggishnífar skerptir RAZO Ef þér er ant um að fá góða brýnslu, þá höfum við sérstaklega gott tækifæri að brýna fyrir þig rakhnífa og skæri. “Gilett’s’’ ör- yggisblöð eru endurbrýnd og “D*q>- lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhtóf- ur þinn bítur ekki, þá láttu okknr sýna þér hversu auðvelt það er að raka þegar vér höfum endurbrýnt blöðin. — Einföld blöð einnig lög- uð og bætt. — Einnig brýnum við skæri fyrir lOc.—75c. The Razor & Bhear Sharpening Co. 4.614 Biiilder* Exchange Grinding Dpt. 333i PortageAre., Winnipeg Mölpokar Mölpokar eru þægilegastir til þess aS vernda föt frá því að mölur grandi heim. Þeir hafa það fram yfir annað sem til þesá er notað að verjast möl að fötin taka ekki sterka lykt af þeim þannig að þau þurfi að viðrast áður en þau verði Oiúkuð. Ekki þarf annað en láta fötin i pokann og binda fyrir og Uggja hann svo afsfðis til geymslu Mölpokar eru mismunandi stórir. Vér höf- um tilallar stærðir. Komi og skoðið. WHALEYS LYFJAB0Ð Phon* She'br. 268 og 1130 Horni Sargent Ave. og Agnes St. Ef eitthvað gengur að úrinu þínu þá er þér langbezt að aendjt það til hans G. Thomas. Haua er í Bardals byggingunni og þú métt trúa þvi að úrín kasta eflibeigB- um í höndunum á honum. Málverk. Handmálaðar 1 i t my nd i r [“Pastel” og olíumálverk] af mönnum og landslagi býr tilog selur með sanngýörnu verði. Þorsteian Þ. Þorsteinsson, 732 McGe* 8«. Tals. G. 4997 Tilboð óskast til að plægja 35 til 50 ekrur á \ section af landi sem er 6 mílur fyrir vestan Gimli. Borgun út i hönd þegar verkinu er lokið. Tilboðum veitt móttaka af undirrituðum. M. KATZ, 91 Lusted St., Winnipex Merkileg uppfunding Margt verður það sem upp verð- ur fundið sem afleiðing af stríðinu. Hörmungarnar framleiða altaf krafta. “Neyðin kennir naktri konu aS spinna” sannast þar. Þegar bannaöur var innflutning- ur á baðmull til Þýzkalands voru Þjóðverjar í vandræðum með um- búðir og vöf á særða menn, því þau eru búin til úr baðmull. En þeir tæk þrátt fyrir auðæfi sín-------”jfundu það 'þá upp að búa til vöf ur vissri mosategund. Er hún mjög svipuð kletta mosa á Islandi, eftir því sem henni er lýst. Þetta hefir hepnast svo vel að vöf sem úr mos- anum eru búin til reynast miklu betur en hin sem baðmull er í. Þau eru betri til þess að stöðva blóðrás og halda í sér meiri raka en hin. Baðmullar vöf halda sex sinnum þunga sínum af raka, en mosavöfin tíu sinnum. Baðmullar vöfin þorna líka mjög seint en mosavöfin til- tölulega fljótt; eitt er það líka sem gerir baðmullarvöf óþægileg, það er það að þræöir eða hár úr þeim geta tollað niðri í opnum sárum og veldur það sársauka, en ekkert þess konar á sér stað með mosa- vöfin.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.