Lögberg - 03.08.1916, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.08.1916, Blaðsíða 3
) LÖGBERQ, FIMTUDAGINN 3. AGÚST 1916 EKKI ER ALT SEM SÝNIST Eftir Charles Garvice stutta stund”, sagði hann og stundi. "GuS veit aS eg il það nauSugur, en þaö veröur að vera. Eg skal Nokkrar mínútur var alger þögn hjá þeim, svo sagði hann lágt í róm sem bæSi var biðjandi og skip- andi: » . “Jóan, þú verður að vera hugrökk, kæra vina min. Og þú mátt ekki vera hrædd”. “Hrædd? Hvers vegna?” “Nei, auðvitað ekki—hvers vegna. Eg er nógu stor til að varöveita þig og vernda. , En þú hefir s^mt þörf fyrir allan þinn kjark. Fer nokkur lest héðan sræmma á morgun? Mjög snemma? ’ “Já, póstlestin fer kl. fjögur”. “Við förum þá með henni, góða mín”. “Já”, svaraði hún hiklaust. “En þá er niða- myrkur”. “Því betra”, svaraði hann alvarlegur. Hlustaðu nú á það sem eg hefi að segja, Jóan. Hefir þú kjark til að læðast út úr húsinu klukkan hálf fjögur í fyrra- málið, og koma að enda þjóöbrautarinnar hjá bakkan- um? Við getum komist til stöðvarinnar á skemmri tíma en hálfri st'undu, og verið komin hálfa leið til London áður en þau sakna okkar . “Geta þau ekki náð okkur?” hvíslaði hún með hryll ingi, þegar hún hugsaöi um hið reiðiþrungna andlit ofurstans og systranna skrækjandi, reiðu raddir. “Nei, treystu mér”, svaraði hann. “Þ.au geta «kki náð okkur. En nú verð eg líklega að fara, elskan mín sagði hann nauöugur. “Það er margt sem eg verð að undirbúa og—og við megum ekki sjást saman í dag, svo að þau verði ekki grunsöm”. Hann hélt henni í faðmi sínum litla stund, slepti henni svo og horfði á eftir beinvaxna og lipra líkam- anum hennar, þegar hún gekk upp brekkuna. Jóan vissi ekki hvernig kveldið leið, hún gat ekki um annað hugsað en lávarð Williars. Á tilteknum tíma læddist hún út úr húsinu og hljóp hratt ofan veginn. Á sama augnabliki var Williars við hlið hennar. “Elskan mín”, hvíslaði hann glaðlega. “Eg var svo hræddur um að þú hefðir mist kjarkinn—það er svo dimt og-þú kemur svo seint”. Hann tók hana í faðm sinn og bar hana næstum að vagninum, sem beið þeirra. Dyrum vagnsins var lok- að og á næstu sekúndu ók hann af stað. “Vertu kyr hérna, elskan, þangað til eg kem aftur”, sagði Willars. Hann fór að kaupa farseðla.—einn til London og annan til Plymouth—svo kom hann hlaup- andi aftur, vafði stóru sjali um Jóap, leiddi hana út á pallinn og leiddi hana upp í lestarvagninn, næstum því á síðasta augnabliki, dró svo blæjurnar fyrir glugg- ann í klefanum. 1 Paddington beið vagn eftir þei*i hann lyfti henni upp í vagninn og það var fyrsti vagn- inn sem fór frá stöðinni. Hann heföi ekki haft tima til að útvega sér herbergi, og meðan vagninn ók í gegn um hina rólegu borgardeild Pall Mall, gaf hann nánar gætur að öllum gluggum, þangað til hann í ein- um þeirra sá auglýst: herbergi til leigu. Húsið var snoturt og leit sómasamlega út, svo hann lét vagninn nema staðar, stökk ofan úr honum og barði að dyrum Honum var sagt að ganga upp' stigann og þar fann hann húsmóðurina, samdi við hana um húsaleiguna og sagði henni, að hann og kona sín væru nýlega komin til borgarinnar alveg óvænt, og bauðst til að borga viku- leigu fyrirfram. “Þess þarf ekki, herra”, svaraöi húsmóðirin. “Eg get strax séð á mönnum hvort þeir eru göfugmenn eða ekki. Má eg spyrja um nafn yðar?” Williars hafði sitt eigið nafn á vörunum, en þá datt honum í hug að það yrði auðveldara fyrir ofurst ann að finna þau, sem hann eflaust mundi reyna. “Nafn mitt er Newlar.ds”, sagði hann, um leið og hann lét kylfu ráða kasti og tók eitt af skírriamöfnum ættingja sinna. “Og mitt er Parson, herra”, sagði húsmóðirin og hneigöi sig. Eg vona að þér verðiö ánægður hér Það er að eins einn gestur auk yða ri húsinu hér, og hann mun ekki trufla yður. Herbergi hans eru neðan undir yðar”. Lávarðurinn kjnkaði kolli og fór út til Jóönu. “Eg hefi verið lengi í burtu, er það ekki? En nú höfum við loksins fundið heimili”, sagði hann bros andi, bauö henni arm sinn og leiddi hana inn. Svo flutti hann stól að ofninum, fékk hana til að setjast og hlýja sér og bað svo um morgunverð. Þegar hús móðirin var farin út aftur, laut hann niður að henni og kysti hana. “Elsku Jóan min, eg hefi nokkuð áríðandi að segja þé'r”, sagði hann og reyndi að tala glaðlega. “Þú verður að hjálpa mér meö ofurlítinn saklausan prett”. “Prett ?” “Já”, sagði hann og brosti til hennar. “Þú verður til dæmis að gleyma því að eg heiti Williars. Það má ekki segja fólkinu í þessu húsi mitt rétta nafn, góða mín. Oliver ofursti fer máske að auglýsa eftir okkur í kveldblööunum”. “Nei, þú segir satt”, sagði hún hægt og hló. “En hvað heitir þú þá?” “Nafn okkar er Newlands”, svaraði hann. “Okkar nafn?” sagði hún og leit á hann brosandi. “Já, Jóan”, svaraði hann og brosti li'ka. “Maður og kona eru vön að bera sama nafn”. Hún þlóöroönaði, en leit til hans mjög alvarlega. “En við erum ekki maður og kona enn þá”, sagði hún. “Ekki enn þá, en að fáum stundum liönum, elskan mín”, sagði hann. “En það verður að álitast að við séum það”. “Hefir þú sagt fólkinu í þessu húsi að við séum gift ?” spurði hún svo lágt að hann heyrði það naumast. Hann hló glaðlega. “Já, það var alveg nauðsynlegt. Getur þú ekki skilið það?” “Það er mjög leiðinlegt—” sagði hún. “En fyrst þú segir að það sé réttast, þá hlýtur það að vera það. Og þó—eg er hrædd um að eg ljósti upp sannleikan- um”. “Það mátt þú ekki gera”, sagði hann fljótlega. “Hlustaðu nú á mig, Jóan. Þú verður að taka þessum litlu brögðum með ró. Og nú verð eg að yfirgefa þig ekki vera lengi i burtu. En eg verð að undirbúa ýmis- legt viðvíkjandi giftingu okkar. Og þar eö eg hefi aldrei áður gifzt”, sagði hann og hló, “er mér ókunn- ugt um þá athöfn. En eg ætla nú að útvega mér nauö- synlegustu upplýsingamar, og svo kem eg aftur og segi þér frá öllu”. Hann hljóp ofan stigann og opnaði framdyrnar og beiö fyrir utan eftir vagni. Augnabliki síðar kom vagn þar á móts við, hann kallaöi til ökumanns að nema staöar, sté svo upp í vagninn og sagði horium að fara með sig til lögmanns í Lincolns Inn. Á sama augna- bliki og hann stökk inn í vagninn, voru dyrnar að hús- inu sem hann kom út úr opnaðar, og ungur maður kom út og kallaöi til hans með liinu rétta nafni hans. En vagninn ók af stað og lávarðurinn heyröi ekki til hans. Ungi maöurinn stóð og starði á eftir vagninum alveg utan við sig af undrun, svo gekk hann inn aftur, lokaði dyrunum og hringdi svo ákaft að húsmóöirin kom þjótandi ofan. Hringduð þér, lávarður?” spurði hún. Já”, svaraði lávarður Dewsbury—því þetta var hann, og í þessu húsi, sem Williars hafði komið Jóan fyrir, hafði hann herbergi sín— “eg sá mann ganga út úr húsinu—á hann hér heima?” Já, lávaröur”, svaraði konan. “Hann hefir leigt herbergin uppi, og þar er konan hans. “Konan hans?” “Já, lávarður, ung og fögur kona—sú fegursta kona sem eg hefi nokkuru sinni augum litið. Hann leigði herbergin í morgun”. Lávarðurinn stóð kyr og starði ígrundandi fram undan sér, svo sagði hann: “Eg ætla að heilsa henni, frú Parson. Maðurinn hennar er gamall kunningi minn. Það er mjög undar- legt að hann skyldi leigja herbergi hér. Já, eg ætla að gera morgunheimsókn hjá henni. Viljið þér senda þjónninn inn til mín. Eg vil búa mig viðeigandi. Og heyrið þér—getið þér ekki búiö til dagverð handa þremur persónum? Eg ætla að bjóða þeim til dag- verðar”. ‘Með ánægju”, sagði frú Parson. “Og ef eg iriá vera svo djörf að segja það, þá held eg að unga, fagra konan verði fegin að sjá yður, hún virðist .vera svo einmana”. “Já, eg ætla að heimsækja hana”, svaraði Bertie. Gerið þér svo vel að segja þjóninum mínum að koma”. Þjónninn kom og hjálpaði húsbónda sínum að búa sig, og svo gekk Bertie upp stigann ásamt frú Parson. ‘Viljið þér gera svo vel og segja henni, að eg sé vinur manns hennar”, sagði hann. Frú Parson barði að dyrum, og *Jóan, sem naumast hafði hreyft sig siöan Williars fór, stóð upp og sagði: “Kom Ínn”. “Það er vinur manns yðar, frú”, sagði húsmóðirin. “Eg bið fyrirgefningar”, sagði Bertie með lotningu, en eg er nýbúinn að heyra að þér og maðurinn yðar hafið sezt hér að, og—og—” hann stamaði vandræða- legur— “svo fanst mér eg ætti að heilsa yður”. Jóan leit á hann með alvarlegu brosi. “Viljið þér ekki fá yður sæti? lávarður—niaður- Inn minn er farinn út—” roðinn kom og fór úr kinn- um hennar á víxl— “en hann kemur bráðum aftur”. “Þér hafið eflaust heyrt hann minnast á mig”, sagði Bertie, “nafn mitt er lávaröur Dewsbury”. “Eg hefi ekki heyrt um yður talað”, svaraði Jóan og hristi höfuðið, “En það gleður mig að sjá yöur. Maðurinn minn kemur strax aftur”. “Það er einkennilegt að hann skuli hafa leigt her- bergi hér”, sagði Bertie, “eg hélt þau væru ekki nógu stór né nógu skrautleg handa honum”. “Mér finst þau vera mjög þægileg”. “Eigið þér heima hér ?” { “Já, í herbergjunum undir þessum”, svaraði Bertie. “Er það ekki skemtilegt? Eg þekti manninn yðar svo vel, þegar við vorum báðir í Ecton”. “Einmitt það?” svaraði Jóan vingjarnlega. “Eg man nú ekki nafn yðar—” “Dewsbury—lávarður Dewsbury”, svaraði Bertie. “Það er ekki eins gamalt og yðar nafn, lafðl Williars”. “Nafn mitt er Newlands”, sagði Jóan álvarleg. Augu Bertiés urðu mjög stór, og srootra, göfuga andlitiö blóðrautt. Nokkur augnablik sat hann þegj- andi og hræddur og horfði á hana vandræðalegur. Hann hafði sjáanlega gert misgrip og álitið mann hennar, sem stökk inn í vagninn, vera Stuart Williars. En hvað þeir eru likir. “Eg bið yöur afsökunar”, sagði hann með ákafa og auðmýkt. “Mér þykir það mjög leitt—já, sannar lega ilt. Eg sá manninn yðar ganga út úr húsinu og stíga upp í vagninn, og eg tók hann fyrir gamlan vin minn—Stuart Williars. Og—svo datt mér í hug að eg kynni að geta gert eitthvaö fyrir yður, og afréð að fara hingaö upp til að heilsa yður—en—mér þykir af arleitt að mér hefir skjátlað, og bið yöur að fyrirgefa mér—” stamaði hann vandræöalegur. Nú varð augnabliks þögn á mefcn Jóan barðist við sjálfa sig,—og svo leit hún fast og rólega til hans. “Eg talaði ósatt”, sagði hún. “Nafn mitt er ekki Newlands og þaö var lávarður Wrilliars' sem þér sáuð ganga út úr húsinu”. Bertie andaði þungt—hinn rólegi, röggsami háttur, sem játning þessi varð gerð með, hafði undarleg áhrif á hann. “Eg hélt jietta”, svaraði hann, “en—en—þér hafiö auövitað haft gildar ástæður til að dylja sannleikann andlitið hennar. “Ekki—kona hans. Og—þér eruð hér aleinar með honum?” sagði hann og stundi. Blóðið streymdi fram í kinnar Jóönu, en hin hreinu, saklausu augu horfðu frjálst og óhindruð í hans, en þó var ekki laust við kvíðasvip í þeim. “Já—en að eins nokkrar stundir. ’Þvi skyldi eg ekki mega gera þáð ?” “Svo ung, fögur og saklaus. Guð minn góður— hvílíkur þorpari þessi maður hlýtur að vera”, hugsaði hann. Hann stundi ofurlítið og gekk fram og aftAr um gólfið án þess að vita hvað hann gerði. “Nær—nær komuð þér?” spurði hann með hásum róm. “Fyrir liðugri stundu síðan”, svaraði Jóan og skalf, án þess að vita hvers vegna. “Hvað er nú að ?” “Talið þér ekki til mín núna—eg verð að átta mig”, sagði hann með skjálfandi rödd. “Það sem þér hafið sagt mér hefir ollað mér mikillar geðshræringar. Fyr- irgefið, ef yður finst eg vera dálitið undarlegur. Eg skal brátt segja yður alt”. En hvernig átti hann að skýra þetta fyrir henni? F.n hann varð—hann átti að frelsa hana. XIV. KAPÍTULI Frelsuð. En hvað kostaði það? Bertie stóð við gluggann og hugsanir hans sveimuðu til og frá, fram og aftur. Hann hafði aldrei verið í jafn vandræðalegum kringumstæðum. Þarna stóð hann gagnvart ungri og fallegri stúlku, sem sjáanlega var saklaus og hrein, en var stödd i mikilli hættu fyrir tilstilli þess manns, sem hann kallaöi vin sinn. Enda þótt hann ekki hefði umgengist Williars mjög oft, þekti hann orðróm hans, og áleit sig vera vissan að þessi unga, fellega persóna væri táldregin af honum, og að framtíð hennar yrði eyðilögð af einum hinna hættulegustu manna, að almennings áliti. Hann sneri sér frá glugganum, fallega andlitið hans var jafn fölt og hennar, og hinn ráðvendnislegi svipur hans var ótta blandinn og þjakaður. “Eg er hræddur utri að eg hafi gert yöur skelkaðá” sagði hann alúðlega. “Viljið þér ekki setjast niður? Eg hefi nokkuð að segja yður sem eg verð að segja og sem þér verðið að heyra—en það er erfitt fyrir mig að segja það”. Það var eitthvað svo nett og innilegt, athugult og alúðlegt í hreinskilna augnatillitinu hans, að Jóan varð rólegri og settist brosandi á stól—en samt var ennþá einhver kvíðasvipur á andliti hennar. “Hafið þér þekt lávarö Williars lengi?” spurði Bertie. “Nei, ekki mjög lengi—að eins fáeinar vikur” sagði Jóan og roSnaði mikið yfir meðvitundinni um þeirra stutta kunningsskap. “Og enda þótt þér hafið kynst honum jafn stuttan tíma, og vitiö ekkert um hina liönu æfi hans, hafið þér samt—fyrirgefið mér—borið svo ugglaust traust til hans? Það er voðalegt”. , “Eg veit ekki við hvað þér eigið”, svaraði Jóan stóð upp, hniklaði brýmar og óánægjan kom í ljós augum hennar. “Hamingjan góða—eg get ekki talað greinilegar án þess að móðga yður”, svaraði hann með lágri stunu “Getið þér ekki skilið, að með því að gera það, sem þér hafið gert, með því að flýja einsömul frá heimil yöar meö lávarði Williars, hafið þér gert yður seka breytni sem heimurinn dæmir hart? Skiljið þér ekki hvað eg meina? Hlustiö á mig. Setjum nú svo að Williars giftist yöur ekki, gætuð þér þá farið heim á morgun aftur?” Andlit hennar blóðroðnaði og varð svo nábleikt. “Nei—þér gætuð það ekki. Hrein og saklaus eins og þér eruð—þá vitiö þér þó að þér gætuð það ekki”. Jóan andaði hratt og með kippum, svo brosti hún. “En lávarður Williars og eg giftum okkur í kveld eða á morgun”, sagði hún dvarflega. “Hvernig vitið þér það?” spuröi Bertie. “Hann hefir sagt þaS”, svaraði hún tígulega. “Og hann getur ekki gengið á bak orða sinna?” spurði Bertie lágt. “Nei, hann getur ekki logiö”, svaraði hún með barnslegu trausti. “Svo lávarður Williars getur ekki gengið á bak orða sinna í slíku tilfelli”, sagði hann beiskjulega. “Ó, hve litið þér þekkið hann. Hann er manna færastur um að bregðast loforðum sínum”. “Skammist þér yðar”, sagði hún æst. “Hvers vegna vogiö þér yður að segja mér, að lávarður Williars— vinur yðar—sé svo lélegur og vondur. Eg trúi ekki einu orði af þessu. Eg held þér séuð að missa vitið. FariS þér", sagði hún og benti á dyrnar. “Eg vil ekki heyra einu orði meira”. “Verið þér sælar”, sagði hann hnugginn. “Eg hefi gert alt sem eg gat. Ef að—ef að þér skylduð nokkuru sinni þurfa vinar við, þá vitið þér hvar þér eigið að leita hans”. Hann tók upp nafnspjaldiö sitt og lagð það á boröiö. “Gerið boð eftir mér, hvort heldur á degi eða nóttu, í dag eða á morgun, eða að ári liönu, og eg skal strax koma til yðar. Nú get eg ekki sagt eða gert meira. Eg gæti beðið þangað til Williars kæmi aftur, en fyrst að þér trúið mér ekki nú, mynduð þér enn síöur trúa mér þegar hann stæði við hliö yðar og mótmælti orðum minum. Nei—eg hefi ekki verið heppinn. Verið þér sæl, og drottinn varðveiti yöur”. Þrátt fyrir reiði sina bliðkaðist Jóan við orð hans iað þú, Bertíe ? Hvað ertu að gera þarna uppi ?” “Hugsaðu ekki um það—en komdu hingað upp til mín litla stund”, svaraði Bertie eins kæruleysislega og hann gat, því hjarta hans barSist ákaft. “Komdu hing- að upp á annað loft—” En hvern gref—” sagði Pontclere þegar hann kom inn í herbergið, en Bertie svaraöi meö hlátri, sem Jóönu fanst haröla undarlegur, þar sem hún stóð við dyra- stafinn í næsta herbergi og hurðin var í hálfa gátt. Það er verið að lagajil í herbergjum mínum. Gerðu svo vel að fá þér sæti”. Hann lét stól fast við dyrnar, og tautaði um leið svo lágt, að Jóan aðeins leyrði það: “I guöanna bænum—ekki eitt orð”. “Eru nokkurar nýjungar?” spurði Pontclere. “ÞaS liggur illa á mér- í dag. Var óheppinn i gærkveldi. Eg held eg snúi baki við spilunum og snúi mér aftur að veðhlaupunum. Þau eru skemtilegri—og meira á þeim að græða alloftast”. Já, veðhlaupin”, svaraði Bertie, “eg býst viö að Stuart Williars stofni stóðval, þegar hann er búinn að taka við arfi sínum “Já, ekkert er líklega”, svaraði Pontclere .seinlega. Sá gæfuriki maður. Hefir nokkur séð hann siöan hann erföi þessar miklu eignir? Já, eg hefi séð hann, en að eins tilsýndar”, svaraði Bertie. Hann virðist ætla að vera út af fyrir sig”, sagði Pontclere. Eg hefi aldrei getað felt mig við hann En það má maður ekki láta i ljós' nú. Það kvaö vera ljómandi góð eign niðri í Deercombe, sem hann hefir fengið”. “Já”, svaraði Bertie. “Eg býst við að hann gifti sig nú og fari að búa þar?” bætti hann viö, og reyndi að tala rólega. “Já, það ímyndi eg mér lika”, svaraði Pontclere Nú getur hann valiö sér konuefni, það er úr nógu að velja. Og hann hefir haft langan tíma til að líta MARKET þjQJEE VHS sölutorgiC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. kring um sig. Það hefði verið betra fyrir kvenfólkið að hann hefði ekki verið jafn fagur”. “Heldur þú að hann hafi nokkuru sinni hagað sér illa eða óheiðarlega ?” spurði Bertie með hægð og svo skýrt, að hvert orS heyrðist inni í næsta herbergi. Pontclere starði á hann undrandi. “Hvort hann hafi nokkuru sinni hegðað sér óheið arlega?” endurtók Pontclere í kaldranalegum róm “Þú hlýtur að hafa mjög lélegt minni, Dewsbury Hefir þú alveg gleymt hneykslinu með lafði George ?” “Áttu við það sem orðrómurinn sagði, að hann fékk hana til að strjúka með sér frá heimili sínu?” “Já, auðvitað á eg við það, það var sagt af öllum” svaraöi Pontclere. “Háðu þeir ekki einvígi, George og Williars, í Calais? — Hlægilegur siður á þessum tímum, — en lávarður George hefir ávalt verið gamal dags”. Jóan studdi hendinni að enni sér og þrýsti sér að dyrastafnum. “Var þetta hræðilegur draumur—eða töluðu þessir menn i raun og veru þannig um þann mann, sem hún elskaði—þann mann sem hún treysti svo vel?” “Þetta er líklega ekki eina æfintýrið sem hann hefir veriö riðinn við?” spurði Bertie. “Það eina”, sagði Pontclere hlæjandi. “Ó, nei Stuart Williars hefir ávalt verið hættulegur fyrir kven fólkiö. En það veiztu sjálfur”. “Hum—” sagði Bertie eftir litla þögn, “og heldur þú að—heyröu nú Pontclere, eg vil feginn heyra mein- ! ingu þína. Setjum nú svo—það er eins og ágizkun eða 1 tilviljan sem eg ímynda mér—setjum nú svo a,S Willi- ars mætti ungri stúlku af tilviljun, hreinni, saklausri, og án lífsreynslu—setjum nú svo að hann fengi þessa ungu stúlku til að treysta sér—segði henni að það væri áform sitt að giftast henni, og fengi hana til að yfirgefa heimili sitt og flýja með honum—heldur þú þá—” En góði Bertie minn, ef einhver vina þinna—ein- hver sem þú berð umhyggju fyrir—skyldi hafa verið svo heimskur aö treysta Stuart Williars—þá get eg Furniture Overland FCLLKOMIN KENSLA VKTTT BRJEFASKRIFTCM —og öBrnm— VERZHJNAKFRÆBIGRKINtJM $7.50 A heimlll yCar gre'-’Tn vér kent yCnr og bðrnum yCar- . ’eC pðstl:— AC akrlfa fföt Buslneaa" bréf. Almenn lög. .' uglýBÍngar. Stafsetning o réttritun. Otiend orCatO’ Aö. Um &byrgClr og félðg. Innhelmtu meC pöatl. Analytlcal Study. Skrift. Tmaar reglur. Card Indexing. Copying. Flling. Invoiclng. Pröfarkalestnr. Peaaar og flelrl n&msgreinar kend- ar. FylllO lnn nafn yCar 1 eyCumar aC neCan og féiC melri upplýeingar KLIPPIÐ 1 SUNDUR HJER Metropolltan Bualneæ Inatitute, 604-7 Avenue Blk., Winnlpeg. Herrar, — SendlG mér upplýaingar um fullkomna kenslu meC pöatl nefndum nð.msgreinum. PaC er é- akillC aC eg aé ekkl akyldur til aC gera neina samninga. Nafn ________________________ Heimill ................... StaCa ___________________ _Að dæmi Norðmanna Sú nýlunda er aS gerast í Noregi að stjóniin hefir með höndum lög- gjafar frumvarp þess efnis aö liefja innílutninga þangað héðan frá Vesturheimi. Þegar útflutningar hófust þaðan var það aSallega fyrir þá sök aö vinnuskortur var þar í landi, og er það sama ástæðan og annarsstaöar. Nú á síðustu árum hefir alt breyzt svo í Noregi að atvinnuvegir eru þar bæði fleiri og betri, kaup miklu hærra og kjör vinnufólks ekki samanberandi við það sem áð- ur var. Stjórnin hefir þvi séö aS eitthvað varS að gera til þess að bæta úr vinnufólks eklunni, þar sem fjöldi ungs fólks hafði flutt af landi brott; enda sú skoðun altaf ríkt heima fyrir að ráð þyrfti að finna til þess að halda fólkinu. Nú á að hefja innflutninga á þann hátt að umboSs- maöur verði skipaöur sem vinni að því fyrir stjórnina aö koma þeim mönnum sem flestum heim aftur, er vestur hafa flutt, og útvega þeim góSa og vel launaöa vinnu þegar heim komi. Fargjald er talað um að hafa látt; jafnvel hefir það kom- iö til orða aö vinnandi fólk, sem sé fátækt og ekki geti greitt fargjald. ekki annaS sagt, en aö hann hafi veriS alt of trúgjara se ^'utt heim endurgjaldslaust. Hjón með mörgum uppvaxandx fyrir mér, og eg bið yöur aftur aö afsaka áleitni mína, og sagöi stillilega: laföi Williars”. Hann gekk fáein skref til dyranna, því hann var enn feimnari og vandræöalegri en Jóan. Af að heyra nafnbótina “lafði Williars”, roSnuðu og fölnuöu kinnar Jóönu á vixl. Hún var búin aS segja honum svo mikið, að henni fanst hún ætti að segja honum alt—og—hvaS gat þaS líka gert, fyrst hann var vinur lávarðar Williars, hann mundi heldur hjálpa þeim en koma upp um þau. Hún þagöi eitt augnablik en sagði svo: “Eg vil heldur segja yöur alt, eins og það er— þér eruð vinur Williars, er það ekki ?” Bertie kinkaði kolli. , “Eg er enn ekki oröin kona hans, en eg á að veröa það í dag eða á morgun”. Bertie stóð eitt augnablik eins og hann heföi ekki heyrt hvað hún sagði, andlit hans varð náfölt og hræðsl- an blikaöi í augum hans meðan þau horfðu á saklausa “VeriS þér sæll”. Bertie gekk til dyra. Þegar hann gekk fram hjá glugganum, varö honum ósjálfrátt litið út, og sá lá- varö Pontclere koma þvers yfir götuna. Þegar hann sá hann, datt honum nokkuð nýtt i hug. þaö hefir máske veriS hálftrylt og ruglingsieg hugsun, en í slikti andlegri neyS grípa menn eftir hálmstrái. Hann sneri sér skyndilega við. “LeyfiS mér að gera eina tilraun enn”, sagSi hann alvarlega. “ÞaS er herbergi viö hliSina á þessu—” hann benti á dyrnar á herberginu — “geriS svo vel að fara þangaS inn og heyra hvað þar verður talaö. Þegar þér hafiö heyrt það—viljið þér máske trúa mér. Farið þér þangað inn og segið ekkert fyr en hann er farinn”. Hún gekk með hægð inn i hitt herbergið, en Bertie hraðaði sér að glugganum, opnaði hann og kallaði á Iávarð Pontclere, sem stóð úti á pallinum. “Halló”, svaraði lávarðurinn og leit upp. “Ert —því honum treystir enginn”. Loks hafði sannleikurinn—hinn voðalegi, grimmi sannleikur—fest rætur í huga Jóönu. Með náfölum vörum lyfti hún upp höndum sinum og hvíslaði lágt: “Stuart—Stuart. Mitt líf—mín ást. Og þannig hefir þú breytt gagnvart mér”. (Síðan greip hún kápuna sína og ’hattinn, opnaði dyrnar sem vissu að stiganum, og læddist út. Enn liðu nokkrar mínútur. Bertie hélt áfram að tala við lávarð Pontclere. Hann vissi hve sárt unga, fallega stúlkan hlaut að finna til, og hann vildi gefa henni tíma til að átta sig og taka eitthvert áform Hann þurfti líka tíma til að jafna sig—tíma til að verða rólegur og ráðinn. Loksins sagði hann, eins og hann talaði úti á þekju: “Nú, verðum við líklega að fara, Pontclere. Viltu gera mér þann greiða að fara út í hesthúsið og biðja þá að leggja á hestinn minn? Eg þarf að skrifa bréf, en þú skalt ekki þurfa að bíða min lengi”. Lávarður Pontelere þrammaði út, hægt og klunna- lega eins og honum var lagið. Bertie horfði á eftir honum unz hann hvarf fyriri götuhornið, svo flýtti hann sér til dyranna og opnaði þær—herbergið var tómt. Hann hljóp að glugganum og síðan út á pallinn. Húsið var tómt og kyrð á öllu. Hvergi sást hin unga, fallega, barnslega persóna. Svo gekk hann inn aftur og hné niður á stól. Hann var afar hryggur og stundi þungt. Eitt augnablik huldi hann andlitið með höndum sínum og tautaði: “Burtu, farin. Og eg fæ aldrei að sjá hana aftur”. Svo leit hann upp, og eitthvað sem líktist tárum, gljáði í bláu, hreinskilnislegu augunum hans, og hann sagði: “En eg hefi frelsað hana—já, eg hefi frelsað hana”. XV. KAPÍTULI. Af hverjum var myndin. Um sáma leyti sem Williars og Jóan koniu til Paddington, sat Mordaunt Royce við morgunverð sinn. Frá því augnabliki að Elías Craddock hafði sagt hon- um söguna um Stuart Williars og erfðaskrána, hafði hann stöðugt verið að hugsa um hana og miljónirnar tvær, og gat ekki um annað hugsað. Eins og Craddock, áleit hann að önnur ‘ erfðaskrá, sem væri yngri, hlyti að vera til, og að Williars væri ekki sá rétti erfingi, en hann vissi enn ekki hvar hann átti að finna þann rétta, og hinn mikli arfur var enn ekki á hans valdi. börnum þótt þau séu fátæk, eru landinu í framtíðinni stórgróði, 1 sambandi við þetta éf öss ánægja að geta þess að það er ná- kvæmlega sama hugmynd sem rit- stjóri Lögbergs hefir oft haldið fram fyrir hönd íslendinga og sem hann mintist á heima í hitteð fyrra. íslendingar fluttu vestur upphaf- lega sökum atvinnuskorts og þaraf- leiðandi bjargarskorts; landið átti þá fáa atvinnuvegi og rýra og fólk- jð gat bókstaflega e’kki lifað með þvi lagisemávar. Nú er öldin önnur; nú er meiri vinna—og hún vel laun- uð—en hægt sé að komast yfir. Áð- ur biðu margir menn eftir hverju starfi, sem til kynni að falla, nú bíða mörg störf eftir því að menn fáist til þess að vinna þau. Stjórnin á Islandi á nú að hefj- ast handa og byrja innflutninga til landsins; fá heim aftur sem flest af því fólki sem hér er af íslenzku bergi brotið og atvinna er til fyrir heima. Fyrir íslandi er að renna upp ný öld og farsælli en nokkru sinni hef- ir þekst þar áður. Þjóðin er að læra að nota nátt- úrukraftana umhverfis sig og í sjálfri sér; og þegar þeir kraftar eru tl hlítar sameinaðir, þá er þjóð- inni bygð traust og varanleg brú til fjár og farsældar. Þetta er mál, sem margt og mikið mætti rita um; mál, sem ef til vill fellur ekki fjöldanum í geð, en svo er með flestar nýjar hreyfingar; og það er víst að 'hér er bent á gæfu- leið fyrir þjóð vora—og þegar vér tölum um þjóðina, þá eigum vér við bæði þjóðarbrotin. Það er vonandi að íslendingar heima fari að dæmi Norðmanna. Eldingar deyða 40 manns. .. 0 Á fimtudaginn var voru þrumur og eldingar svo skæðar í Mexico að 40 manns' biðu bana af; fjöldi húsa skemdist og margir slösuðust auk þeirra sem létu lífið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.