Lögberg - 03.08.1916, Síða 4

Lögberg - 03.08.1916, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. AGÚST 1916 Söglmg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,*Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: TIJE OOLUMBI/V PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Mat- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, l^an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriö. Hœttulegur maður. Á flokksþingi afturhaldsmanna í Manitoba nýlega flutti Sir James Aikins snjalla ræðu og alllanga, þar sem hann réðst með allri sinni lög- manns mælgi á beina löggjöf; taldi hana ó- brezka, óheppilega og hættulega. Hann mintist ekki á þá blessun, sem beina löggjöfin (í verki) leiddi yfir Manitobabúa í vor, þegar vínbainnið var samþykt með beinni lög- gjöf. Hann talaði um frumvarpið, sem samþykt var í fyrra um beina löggjöf og taldi það stór- hættulegt fyrir þjóðina ef það öðlaðist gildi. Kvað hann það stórhættulegt, að veita fólk- inu það vald, sem heimilaði því að ráða yfir lög- gjöf landsins og taka fram fyrir hendur þings- ins þegar það vildi koma fram löggjöf, er fylk- inu væri heimilt að leiða í gildi. “Ef lögin leyfa fólkinu þetta,” sagði Aikins með alvörusvip, “þá getur það afnumið þingið eða skipað því að búa til lög eftir eigin geðþótta, eða neitað að við- urkenna lög, sem þingið vill koma fram.” þetta fanst honum voðalegt; voðalegt, að þjóðin sjálf skyldi eiga að fá vald til þess að búa til sín eigin lög; voðalegt, að þjóðin sjálf skyldi fá að ráða því, hvað hún vildi láta starfsmenn sína gera og hvað ekki; voðalegt, að hún sjálf skyldi vilja hafa hönd í bagga með reglu og störfum á sínu eigin heimili. Voðalegt, að vinnu- mennirnir (stjórnendumir) skyldu ekki hér eftir eins og hingað til eiga að hafa fult og óhindrað vald til þess að skipa húsbóndanum (fólkinu) að sitja og standa eins og þeir vildu, hvort sem honum félli betur eða ver; voðalegt, að stjómin skuli ekki hér eftir eins og hingað til geta í ró og næði gert samsæri (ef hún er þannig skapi farin) við félög eða vini sína til þess að sólunda fé fólksins án þess að spyrja fólkið sjálft að því. Hvað varðar fólkið svo sem um það (í augum Sir James) hvernig farið er með fé þess? Hvað varðar fólkið um það, hvort lög landsins eru í þess augum rétt eða röng? Hvað varðar fólkið in. hvernig því sjálfu er stjórnað? Er fólkið ekki orðið svo mentað enn þá í Manitoba, eftir 16 ára Roblins-Aikins stjórn, að það viti, að þessi mál koma því ekkert við? Eða veit það ekki, að það er að eins sauðahópur, sem á að ganga þegjandi og ójarmandi inn í hverja rétt og hverja kró, sem smalinn vill vera láta? Er fólkið svo miklir stórbokkar, að vilja nú ekki lengur beygja höfuð sitt í auðmýkt undir hvað sem vera vill frá hálfu hinna fáu og háu? Er fólkið svo heimskt, að skilja það ekki, að ein- ungis Sir James Aikins og vinir hans vita hvað fólkinu er fyrir beztu? Eða, hvílík ósvífni það er af fólkinu, þegar svo kann að bera við, eins og nú hefir vitanlega átt sér stað, að löggjafarnir þurfa á því að halda að semja sérstaök lög til þess að veita einhverj- :im sérstökum auðmönnum eða einokunarfélög- um sérréttindi — já, er það ekki ósvífni, að fólkið skuli með þessari ólukkans beinu löggjöf geta komið og ónýtt alt saman? Aðalíega var ræða Aikins þess efnis, að reyna að telja fólkinu trú um, að þetta atriði væri stór- hættulegt; og hann og þeir, sem honum fylgja, tyggja alt af gömlu tugguna hans Roblins, segja að það sé ó b r e z k t. En með hverju sannna þeir að svo sé? pað er að eins grundvallarlaus staðhæfing út í loftið. Og þótt svo væri, að það væri “óbrezkt”; þótt svo væri, að bein löggjöf væri enn ekki tíðkuð á Bretlandi (eða Englandi), hvaða sönnun er það fyrir því, að hún sé hættuleg? Konur hafa enn ckki fengið atkvæðis né kjörgengisrétt á Eng- landi; hvemig stendur á því, að það er þá ekki “óbrezkt” að veita þeim hann hér? Áfengisbann hefir enn ekki verið lögleitt á Englandi; hví hamrar ekki Aikins á því, að það sé “óbrezkt” og því óhafandi? Sannleikurinn er sá, að vér erum að ýmsu leyti framar hér í Manitoba að því er löggjöf snertir, en Englendingar heima fyrir. Og það er Englandi engin vanvirða, engin móðgun, held- ur þvert á móti. Nýja Sjáland, brezk hjálenda eins og Canada, hefir lengi reynt beina löggjöf, og eftir því sem hún er þar lengur reynd, eftir því kemur það betur í ljós hvílíka blessun hún leiðir af sér. England og hjálendurnar eru eins og móðir og dætur; gamla konan er íhaldssöm og lifir í fortíðinni; er sein á sér með allar breytingar; það er ellinni óhjákvæmilega samfara í öllum efnum. Dætumar aftur á móti taka upp nýja siði og endurbæta alt, sem þeim þykir áfátt; þær bera virðingu fyrir móður sinni og siðum henn- ar; þær dást að mörgu í fari hennar, en þær telja hana í hópi hinna gömlu, sem ekki geti auðveldlega séð með augum æskunnar. pær telja sér það skylt, að vera sem beztar dætur í s ö n n u m skilningi, og sá s a n n i skiln- ingur er í því fólginn, að verða ekki eiungis henni jafnfætis í öllu, heidur ef unt sé að komast feti framar í sem flestum efnum. pær telja það ekki sína æðstu dætra skyldu, að herma í öllu eftir gömlu konunni, heldur verða henni full- komnari, ef verða mætti. Og þeim skilst, að á þennan hátt heiðri þær hana sem bezt. Ef það væri satt, að allar lagabætur og breytingar væru óbrezkar, þá mundu dætur Bret- lands—hjálendurnar—fyrirverða sig fyrir móður sína. En þegar James Aikins eða aðrir kalla það “óbrezkt” að fólkið hafi hönd í bagga um lög- gjöf landsins, þá eru þeir ótrúir synir, sem róg- bera móðurþjóðina og bera henni á brýn aftur- hald og stórlesti. James Aikins er gáfaður og lærður maður; en hann er hættulegur maður. Allir, sem berj- ast gegn þjóðfrelsi, eru hættulegir menn, og eftir því sem þeir eru áhrifameiri, eru þeir hættulegri. Mun.- eftir því, að hver sá, sem segir að bein löggjöf sé “óbrezk” og því hættuleg, hann er andstæður alþýðunni, en með einokun og auð- valdi, og hann kastar skarni á ensku þjóðina og ensku löggjöfina, og er hættulegur maður. Minni Islands. að Wynyard 2. Ágúst 1916. Lag: Fífilrekka, gróin grund, o.s.frv. Til þín, fagra fósturjörð, flýgur önd á þessum degi. pekkir hver sinn heimafjörð, hlíðar, dali, fjallaskörð, æskusveit og sólkyst börð; svip þess tíminn breytir eigi. Til þín, fagra fósturjörð, flýgur önd á þessum degi. pegar píslum dauðadóms dæmist þjóð í öðrum löndum, fórnast kjarni kristindóms klóm og tönnum heiðindóms, hugur leitar helgidóms heim að þínum friðar ströndum. pegar píslum dauðadóms dæmist þjóð í öðrum löndum. Enga byssu, ekkert sverð átt þú leynt í búð né skipi; engum heift í huga berð, hygst á enga landránsferð; böm þín miklu meira verð metur þú en sláturgripi. Enga byssu, ekkert sverð átt þú leynt í búð né skipi. Sérhver þjóð af blóðsókn blind, blessun læri af dæmi þínu; heimsins friðar fyrirmynd; fljóti’ af þinni tæru lind himnesk laug, er höfuðsynd hreinsi burt með afli sínu. Sérhver þjóð af blóðsókn blind blessun læri’ af dæmi þínu. Sona þinna signir brá sólin, eins og himneskt auga, vakir þinni vöggu hjá; væx„ og friður hvíslast á; heiðskír loft og höfin blá höfuð þitt og fætur lauga. Sífelt þína signi brá sólin, eins og himneskt auga. Sig. Júl. Jóhannesson. Vinátta. ii. pað var algengt á fslandi fyrir skömmu—og er ef til vill enn—að í mentaskólanum voru tveir og tveir piltar svo samrýmdir, að þeir voru æf- inlega saman, þegar þeim var unt. Væru þeir í kirkju eða á öðrum mannfund- um, sátu þeir saman; færu þeir út sér til skemt- unar, gengu þeir saman. pað var eins og þeir væru partur hvor af öðrum, sem ekki gætu hvor án annars verið. Og þessir menn—tveir og tveir—klæddust venjulega líkt; voru með sömu tegund hatta, samskonar hálsklúta, í eins litum og eins sniðn- um fötum, o.s.frv. Og væri vel tekið eftir, þá sást og heyrðist og fanst svo mikil líking með þeim í göngulagi, mál- rómi, orðatiltækjum, limaburði og jafnvel svip,- að furðu gegndi. Og það var ekki einungis þannig með pilta, heldur alveg eins með stúlkur. petta ytra tákn innri vináttu og trygða hafði áreiðanlega góð og betrandi áhrif á þjóðina. Og þótt svo megi ef til vill segja, að ytri reglur séu oft skyldar yfirskyni, þá er það víst, að þetta var ekki neitt yfirskyn. pað var virkilegt. Alveg eins og maður vissi það, að trúlofunar- hringur á fingri pilts eða stúlku táknaði ást og trygð, eins vissi maður það, að þegar tvær stúlk- ur fóru að klæðast eins eða tveir piltar, þá voru þær eða þeir orðnir vinir í raun og sannleika. Og það er ekki ólíklegt, að þetta hafi ein- hvern veginn óafvitandi komið í stað fóstbræðra- lagsins forna. Menn voru hættir að blanda blóði til vináttu tákns, en þeir fundu til þess í huga um þess að sjá ekki eins mikil merki þess fagra siðar og áður. Heima á íslandi minnumst vér sérstaklega ýmsra áður fyrri, sem klæddust líkt og allir virt- ust taka hver eftir öðrum. Sem dæmi þess má nefna Valgerði Zöega, sem nú er kona Einars skálds Benediktssonar, og Sigríður Johnsen, nú- verandi ráðherrafrú. pessar stúlkur voru alt af saman í Reykjavík, frá því þær voru svo litlir hnokkar og þangað til þær giftust. Vér sjáum þær enn þá í anda eins og þær voru á þeim dög- um; alveg óskyldar, eftir því sem vér bezt vitum, en svo nauðalíkar eins og þær væru systur ; ekki beint líkar í andiitsfalli—og þó virtist eins og saman drægi að því leyti líka—, heldur líkar í göngulagi og tilburðum, orðatiltækjum og tilliti. sér, að eitthvert merki varð að vera um það að menn væru vinir, eða réttara sagt, vináttan tók a sig þetta ytra gerfi—þennan líkama, ef svo mætti segja; því vinátta er sálar einkenni. En það þarf jafnvel ekki að fara austur yfir Atlanzhaf til þess að finna þessi einkenni. Vér minnumst þess, að fyrir 12—15 árum var það al- gengt hér í Winnipeg, að tvær og tvær stúlkur voru saman hvar sem höndum varð undir komist og klæddust mjög svipað. Vér þekkjum ungar íslenzkar konur nú, sem þá voru stúlkur og höfðu þennan sið, og vér sökn- pær klæddust svo að segja alveg eins, og þegar önnur ætlaði eitthvað, var sjálfsagt að finna hina og fá hana til að vera með. Og sem dæmi upp á samskonar andlegar ná- tengdir meðal pilta, dettur oss í hug Valdimar Steffensen, sem nú er læknir á Akureyri, og Bjarni Th. Johnsen sýslumaður. pað var ekki oft, að annar sæist án þess að hinn væri líka, og engum ókunnugum hefði komió annað til hugar, en að þeir væru skyldgetnir bræður. petta er að eins tekið sem dæmi. pað má vel vera, að fólk sé eins vinfast nú og áður var, þótt þess sjáist minni ytri merki; má vel vera, að það sé af látleysi og stillingu, að vináttan sé ekki borin utan á sér, en að hún sé þeim mun sterkari hið innra. Já, það má vera, en vér trúum því ekki; margt virðist benda til þess, að hið gagnstæða eigi sér stað; margt virðist benda til þess, að vinátta milli manns og manns og milli konu og konu sé a veikjast og breytast. pegar tvær “stöllur” eða “stallbræður” höfðu lengi haldið vináttu og önnur eða annar dó, flutti í fjarlægð eða gekk í hjónaband, þá var hin eða hinn alveg eins og vængbrotinn æður—alveg eins og þau hefðu tapað parti af sjálfum sér, eins og þau hefðu verið höggvin í sundur lifandi, en lifðu samt. Eirðarleysið, leiðindin, söknuðurinn, sársauk- inn sáust svo greinilega—eins og þögul og nið- urbæld sorg. pá kom það fyrst í íjós, hversu sambandið hafi verið djiipt og sælt og hversu mikið skorti á fullkomna lífsnautn þegar því var á einhvern hátt slitið. En hvaða þýðingu hafði þetta? Var það nokkurs virði? Gerði það hlutaðeigendum lífið bjartara eða betra? Gerði það þá fullkomnari eða nýtari borgara? Eða var það þjóðfélaginu að nokkrkuk leyti gróði? Áhrif þessarar vináttu—fóstbræðralagsins í fornöld og stallbræðra- eða stallsystralagsins síð- ar—, skulu hér rædd í fám orðum; áhrif þess á einstaklingana sjálfa; áhrif þess á þá, sem þeir kyntust og veittu eftirtekt, og áhrif þess á þjóð- félagið í heild sinni. Sömuleiðis það tjón, er af því leiðir, að þetta skuli vera að leggjast niður. Kosningar í nánd. Ný Fullerton aðferð. — Sandi kastað í augu kjósenda. Robert Rogers ráðhera hélt vellandi ræðu á flokksþingi afturhaldsmanna í Winnipeg fyrir skömmu. Var það nokkurs konar hvítþvottar- leðja, sem hann smurði með sambandsstjórnina hátt og lágt. En um leið og hann “karaði” þannig “kálf- inn , hrækti hann í allar áttir, þar sem honum datt í hug að um einhverjar frjálslyndra manna athafnir væri að ræða. Pessi ræða Rogers er birt tvisvar í Heims- kringlu: í heilu líki og síðan í pörtum. Og Tele- gram er auðvitað lindin, sem Heimsk. eys úr eins og fyrri daginn. Menn minnast væntanlega löngu ræðunnar hans Dr. Montague, þegar hann viðhafði sams- konar hvítþvott á Roblinstjórnina um það leyti sem öll svikin komust upp, sem Rogers viðhefir nú á Bordenstjórnina. Samkvæmt þeirri ræðu hafði Roblinstjórnin að öllu leyti breytt strang- samvizkusamlega, en hinir, sem athuguðu gerðir hennar, voru óbótamenn og ósanninda. pessi ræða Montagues stendur í Heimsk. þýdd upp úr Telegram orði til orðs, og segir blaðið, að engum muni detta í hug að efast um sannleiks- gildi hennar. Blaðið fer alveg eins að með ræðu Rogers og hefir svipuð ummæli um hana. Og Rogers stendur svipað að vígi nú og Dr. Montague sál. stóð að vígi þá. líærur höfðu komið fram af hálfu mótstöðumannanna; kærur um alvarleg brot; Montague var flæktur í þær kærur; málamyndanefndir höfðu til málamynda verið skipaðar; haldið málamyndar rannsóknir og gefið málamyndar skýrslu, þar sem stjórnin var hvítþvegin. Nú höfðu einnig komið fram kærur um óráð- vendni og stórbrot og afglöp. Rogers er sjálfur viðriðinn þær ákærur, þar sem allir ráðherrarnir hljóta að bera ábyrgð á gerðum stjórnarinnar— og ekki sízt sá, er jafn-víðtæk völd hefir og Rog- ers. Málamyndar rannsókn var einnig skipuð í þessi kærumál; málamyndar rannsókn fór fram og málamyndarskýrsla gefin. pegar Dr. Montague flutti sína löngu ræðu vofðu kosningar yfir, og var því nauðsyn að kasta sandi í augu kjósenda; þegar Rogers nú flytur sína ræðu, er sama máli að gegna; sam- bandskosningar vofa yfir, þar sem landsmenn eiga að dæma um alt athæfi stjórnarinnar, og það er áríðandi að reyna að kasta sandi í augu þeirra; til þess er ræðan flutt í þetta skifti, alveg eins og hin var áður. THE DOMINION BANk] STOFNSETTUR 1871 Bankastörf öll fljótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögS á aS gera skiftavinum sem þægilegust viSskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaSir eSa þeim bætt viS innstæSur frá $1.00 eSa meira. tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMII/TON, Manager. Selkirk Branch—M. 8. BUROEK, Managrr. Allir muna gleiddina í Heimsk. um það leyti. Allir muna hversu það var áreiðanlegt á hennar máli að alt væri heilagur sannleikur í ræðu Montagues og Fullertons kær- unum. Allir muna hversu víst hún taldi að kjósendur í Manitoba tryðu þar hverju orði. Allir muna hvílíkum ákvæðisorð- um hún fór þá um álla, er dirfðust að geta nofkurs misjafns til um Roblinstjórnina. Allir muna hví- líkir svikarar og samsærismenn þeir voru á hennar máli, sem fylgdu Norris- og Johnson í kærunum á stjórnina. • Til þess að sanna að allar þær kærur væru lognar var af Roblin- stjórninni sjálfri skipuð þingnefnd til þess að hvitþvo, og hún gerði það svikalaust. Til þess að sanna að kærur þær| sem Kyte, Carvel, Pugslev og Laurier báru á sambandsstjórnina séu lognar, er einnig skipuð nefnd og Bordenstjórnin sjálf setur þær reglur að sú nefnd eigi að rannsaka, en megi samt ekki rannsaka aðal- málið; megi aðeins fara að vissum takmörkum, en að rannsaka málið óhindrað það leyfist henni ekki. Og svo kemur Bordenstjórnin því til leiðar við þessa rannsókn, alveg eins og Roblinstjórnin gerði við hina rannsóknina—að ekki er hægt að fá þau gögn né vitni sem aðallega þarf á að halda. Og svo gefur þessi nefnd skýrslu alveg eins og reikningsleganefndin í Manitoba gaf skýrslu. Og það var básúnað um land alt að Johnson og Norris og Hudson og Thornton væru samvizkulausir níðingar sem komið hefðu fram með fálskar og ósannar kærur á saklausa stjórnendur, sem alt hefðu vel gert og samvizkusamlega. Þarf ekki annað en lesa “Tele- gram” og “Saturday Post” frá þeim dögum til þess að sjá að hér er með ' rétt mál farið. og svo má líta á litla bergmálið liana Weimsk., þar sem alt er étið upp. En þjóðarmeðvitundinni í Mani- foba var ekki fullnægt með nefnd- i arþvottinum, og þeir sem í einlægni og af góðum hug til fólksins höfðu borið fram ákærurnar lögðu ekki árar í bát. Kosningarnar komu og hvít- þvegnu mennirnir kváðu sigurinn vísan, en reynslan varð önnur. Þjóðin fann 'það að rétti hennar hafði verið misboðið; hún sá það að hér var verið að leika ljótan leik; hún fann það að sandi átti að kasta í augu hennar; hún hafði það á meðvitundinni að verið var að blekkja hana og að ranglátir ráðs- menn voru að reyna að halda sér við völd með hnefarétti og sjónvill- ingum til þess að géta fitað sig og gæðinga sina enn þá lengur á fé þjóðarinnar og framið nýtt ranglæti ofan á það gamla. En nú var þjóðinni nóg boðið; nú sá 'hún að hætta var á ferðum og hún rak sjónhverfinga- og afglapa- mennina út úr hinu heilaga— en margsaurgaða—stjórnarmusteri með harðri hendi eindreginna at- kvæða. Og að því er kosningarnar snert- ir biða nú sömu forlög Borden- stjórnarinnar og Roblinstjórnin varð að þola. Kyte, Carvel, Pughly og Laurier hafa eins greinilega sannað það fyr- ,r augum og í meðvitund þjóðarinn- ar að allar kœrurnar sem Jieir báru fram eru bókstaflega sannar, gins og Johnson, Norris, Hudson og Thornton sönnuðu það fyrir þjóð- inni að allar kœrur þeirra á Roblin- stjórnina voru sannar. Roblinstjórnin var hvítjivegin af sinni nefnd og Borden af sinni. En jijóðarmeðvitundin er nú eins og hún var þá. Vitnunum var haldið frá báðum og takmörk sett báðum til jiess að ekkert hættulegt gæti komið beinlínis fram í dagsljósið; en ]>eir geislar sem á bæði málin skinu og jiað hversu öfluglega var reynt að halda sem mestu leyndu skapaði sannfæringuna hjá kjósend- unum. Kosningarnar skömmu síðar sýndu dóm þjóðarinnar í Manitoba, þrátt fyrir fyrri hvítþvottinn; kosn- ingarnar í Canada sýna bráðum dóm þjóðarinnar í heild sinni þrátt fyrir seinni hvítþvottinn. En eins og það var lífsspursmál fyrir afturhaldsblöðin að lýsa því fyrir fylkiskosningarnar að allar kærir Johnsons og Norris væru lognar, eins er það nú lífsspursmál fyrir þau að halda því fram fyrir sambandskosningarnar að kærur Kytes og Carvels séu lognar. Það er sannað að undir Borden- stjórninni hafa verið framdir þeir glæpir sem svartastir eru í sögu þessa lands í sambandi við stríðið. Þáð er sannað að keyptir voru far- lama hestar fyrir okur verð fyrir hermenn landsins og þeim þannig stofnað i auka hættu þegar þeir voru að leggja lif sitt í sölurnar fyrir jijóðina. Með þessu móti voru svo að segja lamaðir fæturnir undir liði bandamanna og Þjóðverjum veitt lið, eða dregið úr því afli sem á móti þeim var. Og þetta var gert í launa skyni við vissa menn fyrir pólitiskt blindfylgi. Þetta var gert undir stjórn Bordens og hann hefir enga hegningu ákveðið glæpamönn- unum. Það er sannað að offjár var var- ið td jiess að kaupa byssur, sem svo voru lélegar að hermennirnir blátt áfram fleygðu þeim þegar á stríðsvöllinn kom. Var lífi þeirra þannig enn stofnað í hættu og kom- ið i veg fyrir að þeir gætu orðið að liði á hervellinum. Þetta var gert unclir stjórn Bordens og engin hegn- ing hefir fyrir komið. Það er sannað að seldir voru fyrir okurverð sviknir skór á her- mennina, og lífi jieirra Jiannig enn stofnað í tvöfalda lífshættu; póli- tískir vinir stjórnarinnar drýgðu þenna stóra glæp og hafa enga hegningu fengið fyrir. Þáð er sannað að bæði B'retland og Canada hefir verið flegið og rúið i sambandi við hervörukaup og hervörugerð um alt landið frá jaðri til jaðars. Með öðrum orðum það hefir verið sannað að stuningsmenn stjórnarinnar með þagnaraðstoð hennar sjálfrar hefir notað stríðið til licss að geta undir fölsku yfir- skyni fylt alla vasa af fé þjóðarinn- ar. Og það er ekki nóg með að stjórnin láti það viðgangast þegj- andi og hljóðalaust, heldur hefir hun hvað eftir annað daufhevrst við flestum kvörtunum þessu við- víkjandi og kallað jiað landráð að vilja hreyfa við Iandráðunum. Mæðurnar og konurnar hafa liorft á eftir drengjunum sínum og mönnunum sínum fara í stríðið þús- undum saman og sárasta tiifinn- ing;in sem þá hefir hreyft sér í hjortum þeirra hefir verið sú að Jæir séu sendir austur með svikin vopn, svikna hesta, svikna skó, svikna sjónauka; með öðrum orð- um aö hættan sé margfölduð fyrir þá, sö'kum jjess að gæðingum stjórn- arinnar leyfist að auðga sjálfa sig með því að svíkja alt, er þeim sé lagt til í stríðið. Aldrei hafa landráti vcrið framin í seinni tíð, sem jafnast hafa á við þau að svíkja vopn og verjitr handa hermönnum þjóðarinnar í stríði. Kona að halda tölu. Fyrir nokkru síðan bar mig að móti. Þar var kona að halda tölu fyrir eins mörgu fólki og að komst til að heyra. — Ef þiö víljið vita hvernig kona þessi kom fyrir sjónir ,á ræðupalli, skal það stuttlega sagt: Hún var tíguleg og íturvaxin og aölaðandi í háttprýði, í hvítum, skó- síðum kyrtli skrautlausum að öðru en því, að borða rauðum var brugð- iö yfir vinstri öxl, yfir um undir hægri höndL—í sigurlykkju. Á höfði bar hún glóbjart hár, er féll í bylgjum að mitti. Augun djúp og blá, er virtust festa sig á hverju andliti er við henni sneri—en það gat enginn ncitað sér um, jafnvel

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.