Lögberg - 03.08.1916, Síða 5

Lögberg - 03.08.1916, Síða 5
LÖGBERGr, FIMTUDAGINTST 3. AGÚST 1916 5 ekki af henni litiS meðan á tölunni s'tóS—framburður snjall, en þó þíöur og látlaus. — Hér skal aöeins tilfæröur stutt- oröur útdráttur úr umtalsefni hennar, og þaö var “Um mannlegt stjórnarfar". — Ekki yfirleitt, held- ur aðeins útfrá einni hlið, — en vel aö merkja aðalhlið. Þaö er: hinni stjómarfarslegú meöhöndlun á jöröinni—landi og sjó—sérstak- l*ega landi. — Sýndi hún þar fram á svo stórkostlegan stjórnarfars- legan galla, er yröi aö glæpsamlegu ranglæti. Ástæöan væri sú, að jöröin—landið, væri ekki orðið til handa nokkrum sérstökum frekar en hafið og loftiö, heldur handa öll- um jafnt, mönnum og skepnum, er af því gætu og ættu aö lifa.— Þar af leiðandi ætti engin stjórn, engin félagsstærð, enginn einstaklingur að geta öðlast þann eina rétt á nokkru landi, er svo heimilaði þe'im að gera við þaö hvað sem þeim sýndist. — Það skakka frá rótum væri sú hugsun, aö kaupa lánd, selja land aö gefa. Stjórnir landa og ríkja hefðu aðeins umboösrétt, er landslýður gæfi til stjórnsemi lands- ins, en engan sölu eöa gjafarétt aö nokkru landi. Þið spyrjið: Hvernig skal þá hagnýta sér landið og Hfa af því? Stutt svar: Gegnum stjórnarumboð einungis. Þannig: Maðurinn fær yrkingar og ábúðarrétt á miklu eða litlu landi útfrá stjórnarskrifstof- unni. Þeim rétti skal hann halda sto lengi sem hann getur, vill eða lifir. Líka hans afkomendur ef æskja. —- Skilmálar skulu honum settir í fyrstunni, á svipaðan hátt sem landnemanum í Bandarikjun- um og Canada. Eftir það timabil að fyltum skilyrðum skal hann greiða tiltölulegan skatt af sinni ábýlisjörð, eftir því sem hún fram- leiðir. Þ.ví þar sem ábúandi hefir tífstíðar ábúðarrétt, hefir liann sjálfur, eins og rikið, bezt af því að gera landið sem arðsamast — al- veg eins og það væri hans eigin eign. r— Þið spvrjið: Hvað verður um ábúanda þá hann er orðinn þreytt- ur og gamall og fær ekki lengur unnið og framleitt ? Því til svars, í fyrsta lagi þetta: Gera má ráð fyrir að hann þá hafi meira eða minna lausafé, sem verðmæti er í og styrkur. í öðru lagi afkomend- ur, er taki við ábúðarréttinum með foreldrið á brauði sínu. Ef hvor- ugt þetta, þá í þriðja lagi getur gamli bóndinn alveg hætt—ef hann er ekki til annars fær—og lifað sem eftir er á eftirlaUnum úr ríkissjóði j~°S lifað vel, Ekki á nokkurri olmusu, heldur á því sem hann á fuHkomið tilkall til fyrir það að hafa lagt tíma sinn og krafta til yrkingar lands og skattgreiðslu, er ávalt heldur áfram að gefa af sér í ríkissjóðinn þó hann hætti og ann- ar taki landið til ábúðar o.s.frv. — Af svona lagaðri umboðsstjórn- semi mundi leiða margfalda vel- megun hvers lands og hverrar þjóðar, með því svo margfalt fleira fólki yrði gert mögulegt að búa og hfa á landinu og lifa sjálfstæðara og sælla lífi. — En hvernig er nú ástatt með þessa hlið stjórnseminnar? Það þarf engum að segja, það er öllum lýðum ljóst, þó ljótt sé, og altaf að versna. — Stjórnir ríkjanna ausa út landi á báðar hendur og allar hendur til ■eiginlegrar eignar, ekki aðeins ein- staklingum, hdldur einnig auðfé- lögum og auðkýfingum, er verða svo hin voðalegustu krabbamein þjóðarlikamans. Með því þessar slöngur véfja sig svo utan um þessa sína bráð—loka eignarskjalið inni í öryggisskáp ágirndar og óbilgirni svo um þetta skuli enginn fá losað, mannsaldur eftir mannsaldur, nema með þúsundum og aftur þúsundum dala, sem fáir eða engir hafa ráö á. — Á hinn bóginn eru stoppaöar núttúrlegar landsnytjar nokkrum til lífs' um tugi og aldir ára. — Með þessu fyrirkomulagi dæmist landið af helft fólksins um aldur og æfi, og um leið dæmist fólkið til að ganga hungrað og allslaust. líðandi um landið aftur og fram milli verkgefenda að biðja um verk. Fá það og fá ekki, í öllu falli ekki svo að hægt sé að lifa — því lífi sem vert sé að lifa. Svo fólkið og kraft- ur þess verður nokkurs konar hefndargjöf — verður að stiga- mensku og allra handa ólifnaðar- og glæpa atferli til að fylla fanga- húsin eða þá til þess að ráðast á sjálft sig. Mikið af þessu skeður af því að fólkinu er fyrirmunuð fótfesta á jörðinni—fyrirntunað aö fá að vinna fyrir lífi sínu, þar sem þvi, samkvæmt náttúrunnar allsherjar- lögum, ber að vinna og lifa frjálsu skaparanum til lofs og djAðar.—1 “Ó, menn og konur", segir kon- an, “mér sortnar fyrir augum er eg lít á núverandi ástand og fyrir- komulag í meðhöndlun lands og lýðs. Það skal aftur fram tekið, að jörðin er sá náttúrulíkami, sem ekki má né á að ganga kaupum cg söluni, frekar en hafið, loftið, ljós- iÖ eöa líkami mannsins lifandi. — En, vinir minir! Alt mannlegt hcf- ir 0 sin takmörk—líka það r.nxga. Tíð á sér þann tíma sem hrópar: “Hingaö og ekki lengra’’, “þú ert veginn og léttbægur fundinn’’, já, óhafandi. — Þáð næsta stórvirki sem heimurinn á nú fyrir hendi, er það : að ná landinu lausu úr járn- og koparklónum og leggja fram fyr- ir fólkið til ábúðar og afnota öll- um er því eru vaxnir. — Á stór- virkjum stendur auðvitað nokkuð, gerast ekki í hendingskasti—en ger- ast þó. — Innan 30 ára skal frum- varp lagt fram á fólksþingum— ekki fjölyrt né flókið. Aðeins þessi málsgrein: “Ekkert land skal selj- ast, kaupast, né gefast til eiginlegr- ar eignar nokkrum manni eða mönnum, en alt land s’kal skattgilt ríkinu jafnóðum og yrkist eða verður á annan hátt arðberandi”. — Að sjálfsögðu verður tillaga þessi fjölorð og flókin gerð, því um hana verður deilt af krafti í önnur 30 ár—og verði þá ekki að niðurstöðu komið skal til bardaga'búið—búið til næsta alheimsstríðs—stríðs árið, líklega 1975. — Liggur þá hálfur heimur í val. — Frumvarpsmenn standa uppi og þúrka af sér svit- ann, og þar með úrskurður gerður •—frurrtvarpið samþykt—landsrétt- urinn afhentur sem náttúrlegur griðastaður öllum lýð til starfsemi og lífs. — Þá mun eg um sextíu árum eldri en í dag, standa fyri • framan ykkur aftur í mynd hinnar sömu konu, þakkandi stórírægan sigur og vinning gegn núverandi c- lögum og ranglæti heims. Mur eg þá minna ykkur á, “að ekki sé öllu minna vert að gæta þess sem fengið ær, en afla þess” og gefa ykkur bendingu um að hagnýta } kkur landsréttinn. Um leið og eg þá bregð upp fyrir sjónum ykkar stór- kostlega fögru málverki af nýrri jörð, þar sem réttlæti skai ríkja og friður velli halda um aldur aílan.” Þar sém þetta aðeins er stuttorð- ur kafli um stórt efni, mbá búast við, að ekki þyki nógu greinilega og vel gengið frá hugsuninni að breyttr fyrirkomulagi, en sem mundi kann- ske frekar gert með lengra máli.— Hinu ekki hægt að neita, að þarr.a er um stórkostlegt stjórnarfarslegt óvit að ræða, sem líklega á fvrir höndum að taka breytingu á sínum tíma, eins og alt annað, sem kemst að hámarki og öfugt hefir staðið. Bellingham, Wash. 15. júlí 1916. /. Benediktsson, Greinilegt samsœri. Bréf birtist í “Tribune” á föstu- daginn fra “\ iðarsala", og segir blaðið, að ef það sé satt, sem í bréfinu sé, þá sé samsæri milli sambandsstjórnarinnar og auðfé- laganna i British Columbia; sam- særi svívirðilegt og óþolandi. — Bréfið er svona: "Vér erum oft spurðir, hvers vegna verð hafi hækkað svona mikið á viði síðan í fyrra haust, þar sem nauða litil eftirspurn sé eftir honum. Ástæðan er ein grein í tolllögunum. “Óunnin viður eða óheflaður er tollfrí, nema að þvi að á honum er 7/% herskattur, en verðið á hon- um hefir þó hækkað um $4.00 á þúsundið; en verðhækkun á betri eða unnum viði, er miklu meiri. Hér skal skýrt, hvernig leikur- inn er unninn: Auðfélögunum í British Columbia hefir hepnast að láta sambandsstjómina setja vissa grein í tolllögin, sem þýðir það, að þægir þjónar á tollgæzlustöðvum varna öMum viði flutnings inn i Canada frá Bandaríkjunum. Óunninn við má kaupa í Seattle eða Tacoma fyrir $8.00 þúsund fetin. og flutningsgjald til Manito- ba þaðan er hér um bil $10 á þús- undið. Þegar við þetta er* bætt 7/2% herskatti, sem verður um 60 cent á þúsundið þá ætti það að kosta hingað komið $18.60. En j>essi verndunargrein auðfélaganna sem stjomin hefir veitt þeim, heimilar tollgæzlumönnum að end- urvirða viðinn og telja þeir þús- und fetin $4.00 til $10.00 hærra virði þegar hann kemur aö línunni en hann kostar í Seatt le og var keyptur þar. Láta þeir borga þessa $4.06—$10.00 ásamt 6öc herskatt- inum og af því leiðir, að hvert þús- und feta af við kostar $4.00—$10.00 meira en e'lla væri. Þetta veldur því, að engin teg- und viðar flyzt frá Bandarikjunum til Canada og gerir auðfélögunum í British Columbia jiað mögulegt að TAKA $4—$10 hærra verð fyr- ir viðinn frá þeim er kaupa þurfa, en þeir gætu kevpt sama við fyrir ef jæssi grein hefði ekki verið í gildi. “Með öðrum orðum, viður, sem að réttu lagi ætti ekki að kosta hér í Manitoba meira en $18.60, kosíar $22.60—$28.60 jiúsund fetin.. “Þetta þýðir það, að Ottawa- stjórnin og auðfélögin í British Columbia hafa gengið í samsæri með því að nota jiessa endurvirð- ingargrein—gengið í samsæri til þess að ræna fólkið, sem þarf að kaupa viðinn i allri Vestur Canada um $4—$10 af hverjmn þúsund fetum sem það kaupir. “Hvað á maður að ihugsa um fólk, sem líður slíka þrælmensku af stjórn sinni? Vernlun fyrir heimaiðnað væri Jxilandi, ef fram- leiðendur létu fólkið fá nauðsynjar sínar með sama verði og það getur keypt jnær fyrir annarsstaðar, en það að líða annan eins ræningja- félagsskap og iþann er þessi sam- bandsstjórnar grein gerir mögu- legan, er að niðast á alþýðu þessa lands.” Svo bætir blaðið við þessu meðal annars: “Aðalatriðið sem Sam- bansstjómin virðist brjóta heilann pm er }>að hvernig hún geti sem bezt }>óknast þeim, sem umgirða Canada, sem stóreflis vemdarreit til sérstakra hagsmuna með sérstök- um lagaákvæöum til þess að fylla vasa gæðinga sinna. Það var sýnt hér í blaðinu fyrir fáum dögum hvernig bóndinn er nevddur til þess að borga 55% í toll á vissar vélar að meðtöldu yfir- verði. Verðlangning af handahófi er orðið daglegt brauð. Stjórnin er verkfæri í höndum auðfélaganna. Bessi blóSsugu aðferð verður að hœtta. Baráttan fyrir sanngjarnari tollskyldu og verzlunar frelsi hefir verið háð í heilan mannsaldur, og í dag eru hlekkirnir þrælmannlegri en nokkru sinni fyr. Þeim til upplýsingar sem ekki eru kunnugir þessari baráttu skal hér minna á þátttöku ungra con- servativa í Toronto 1892 undir stjórn Arohibalds Armstrongs,; og lét hann ganga til atkvæða í stjórn- málafélagi sínu um þetta atriði; voru 575 atkvæði með en 291 á móti. Ilann fordæmdi þá aðferð að verja auðfélögin j>annig aö það hindraði vöxt og viðgang þjóðar- innar. öama ár var það sem hér segir samþykt á þingi í bræðrafélagi iðn- aðarmanna í Canada 1. október 1892: “Að fjármálastefna lands vors sé ‘heimskuleg, þar sem stjórn- in jjykist vilja vernda fólkið; að hún hækki lífsnauðsynjar, minki kaupþol alþýðunnar, áf öljum stétt- utji, veiki afl þjóðarinnar og hindri vöxt hennar, dreifi fólkinu og reki dætur og syni i burtu að heiman frá mæðrum og feðrum—reki það til að yfirgefa heimilin til þes's að fáeinir menn geti hrúgað saman o>- fjár, og að alt mögu'legt skuli reynt til þess að kippa í lag þeim rangind- um, sem af þessari óheilla stefnu stafi.” Dallon MiArthur Q.C. gerði merkilega játningu í sambandi við tollstefnu j'.The nat. policy) aftur- haldsflokksins 187^. I ræðu er hann flutti á St. Mary 22. október 1893, þegar MacKenzie var að völdum, sagði ihann: “Á því er alls enginn efi að við vorum áhrifalausir og með því að taka upp tollstefnuna ('The national policy), og taka vind- inn úr seglunum hjá MacKenzie komumst við að völdum. Vemdar- tollstefnan varð kend Við okkur og ef MacKenzie hefði tekið upp verndartollstefnuna, þá hefðum við orðið fríverzlunarmenn. Eg er viljugur að gera ]>essa játningu. Ef MacKenzie hefði verið með vernd- artollum, þá hefði ekki verið um annað að gera fyrir okkur en taka upp frjálsa verzlun. Við dóttur látins manns. Djúpt í leyni söknuð s'é sverfa að hjarta þínu, aldin grein af ættartré er nú höggvin mínu. /. G. G. Kveðja. Kveð eg blíða kyrtla hlið, kætin 'líður hnekki, því eg kvíði; tæp er tíð, tíminn bíður ekki. / J. G. G. Heilnæmasti bær í Vesturálfu. Samkvæmt ský-rslum heilbrigðis- ráðsins í Winnipeg er enginn stór- bær í öllum Vesturheimi, J>ar sem heilbrigði er eins góð, sérstaklega að því er börn snertir. Hundruð bama deyja af hita og máttleysis- veiki víða annarsstaðar, en hér ber ekkert á slíku. ' Dánarfregn. 17. júni síðastl. andaðist að heim- ili Guðmundar Camuens Helgason- ar og Ólafar jörnsdóttur (systur- dóttur sinnarj ekkjan Þórunn Ste- fánsdóttur, eftir langvarandi heilsu- leysi af brjóstveiki, sem að síðustu dró hana til dauða. Þórunn sál. var fædd að Sig- mundarstöðum í Þverárhlíð í Mýra- sýslu 30. október 1847. Foreldrar hennar voru þau ðóðkunnu hjón Stefán Óðalsbóndi ólafsson Björns- sonar á Esjubergi á Kjalarnesi í Gullbringusýslu. Kona hans ’Anna Stefánsdóttur umboðsmanns á Leirá í Borgarfjarðarsýslu, en móð- ir Þórunnar var Ólöf Magnúsdótt- ir, Erlendssonar, kona hans Guðný Jónsdóttir. Þau bjuggu allan sinn búskap í Fljótstungu í Hvítársiðu í Mýrasýslu. Vorið 1885 gekk Þórunn sál. að eiga hr. Bergþór Ólaf Jónsson hómupata á Hornstöðum í Laxár- dal í Dalasýslu; móðir Bergþórs kona Jóns' var Kristbjörg BergjxSrs- dóttir. Sama vor fluttust þau hjón búferlum í húsmensku að Hamar- endum í Stafholtstungum, Mýra- sýslu, til Björns Jónssonar og Ólafíu systur Þórunnar, hvar þau dvöldu eitt ár, til voriö 1886 i júní að þau tóku sig upp og fluttu til Vesturheims með eitt barn á fyrsta ári. Settust fyrst að í Winnipeg og dvöldu ]>ar, j>ar til haustið 1888 að þau fluttust til Þingvalla ný- lendu, og voru vetrarlangt hjá þeim Einari Jónssyni og Guðbjörgu Ein- arsdóttur Suðfjörð. En vorið eftir (1889) nam Bergþór sér land í austurparti bygðarinnar og bjuggu ]>ar laglegu búi í sjö ár, þar til 1897 að þau urðu að yfirgefa land sitt sökum burtflutninga úr þeim parti bygðarinnar, og flytja til ,Th. J. Norman og konu hans, hvar þau dvöldu eitt ár, og um vorið fluttu j>au til Arngríms Kristjánssonar og Ásu Jónsdóttur systur Bergþórs, Lifðu þau þar út af fyrir sig þar til i júní 1909 að Bergþór sál. dó, og eftir það var Þórunn sál. þar í þrjú ár. Vorið 1912 flutti hún til / Minni Vestur-Islendinga á þjóðminningardegi íslcndinga í IVynyard 2. ágúst 1916. Þeir bundu’ ei skóþveng heimahauginn við. er höfðu’ að marki vinning nýrra landa. En beindu gnoð um brimótt Drafnarsvið, unz bar þá loks til ókunnugra stranda. Og fæstir höfðu annan áttavita, en einkennin er sól og stjörnur rita. Svo var um yður mætu landnámsmenn, er margþætt öplög hingað seiddu vestur. Þér sáuð heima höppin tvenn og þrenn, þótt hrjóstrugt væri og stundum auðnubrestur. Eg veit þér klökkir kvödduð yðar móður, sá koss var fjöldans eini sparisjóður! Og sléttan mikla heillaði’ yðaf hug, við hennar brjóst þér festuð traustar rætur, og sóruð henni vits og vilja dug, og vörð að standa jafnt um daga’ og nætur. En dýrmætast var altaf eitthvað heima, sem enginn mátti nokkru sinni gleyma! Og þegar sól um vestur vegu skin, og vígarjóðar skógfylkingar standa. — I austri brosir himin-heilög sýn: ]>ar hlustar sagna-drotning Norðurlanda á siguróm af yðar j>roskavonum — og á ei lengur neitt af týndum sonum. Þótt kumblum fjölgi hérna megin hafs og hylji sandur fyrstu landnámssporin. Þá vakir heima’ í möttli mjallar-trafs, sú móðir sem á allra fegurst vorin, með þökk til allra’ er ortu, mæltu’ og sungu í útlegðinni’ á hennar göfgu tungu! Einar P. Jónsson. Jóns' Björnssonar systursonar henn- ar, hvar hún dvaldi þar til í sept. 1914 að hún fór til }>eirra Helga- sons hjóna, eins og að framan er sagt, þar sem hún dó. Þörunn sáluga var með merkustu konum samtíðar sinnar, gædd sum- um þeim beztu kostum er hverja manneskjú geta prýtt, sérlega vand- virk að hverju sem hún gekk, sem sérstaklega kom fram í kniplingu, baldéringu og ábreiðu vefnaði, og öllum vefnaði og sauma- skap, sem hún lærði alt af móður sinni Ölöfu, sem á þeim tímum var bezt að sér i kvenlegum listum um nærliggjandi sveitir. Annar kostur Þórunnar sál. var trygglyndi. Þar sem hún tók trygö við, hvort heldur var maður, skepna eða málefni, þá átti hvað fyrir sig hinn einlægasta málsvara, ]>ar sem hún var, sem ekki lét sig. En hún hélt sig stundum hafa unnið, þótt við bæri að við ofurefli var að tefla. Þórunn sá'l. var frábeit því að snúast eins og snælda eftir annara skoðunum, þvert á móti batt hún sjálf sína eigin bagga í lífinu, hafði þá ágætu lífsfestu að afla sér sjálf kjölfestu á lífsfleyið sitt, eftir sín- um eiginn geðþótta. Var hún sér því ekkert úti um marga vini; vildi hafa þá fæAi og þeim mun betri. Þriðji kostur Þórunnar var það að hún var trúkona míkil. Fylgdi til dauðadags þeirri sannfæringu með óbifanleik á þrenningarkenn- inguna og sérstaklega friðþæging Jesú Krists og upprisu; sagðist hafa verið skírð og fermd upp á hana og vildi því ekki eiðrofi vera. Traustið til 'hins miskunnsama drottins sýndi sig hvað bezt í gegn- um hennar veikindastríð, hversu hún gat borið það alt með stakri þolinmæði, meiri part æfi sinnar. Sólarljósið á vonarhimninum hinu megin var það sem hún þráði, ásamt sælufundi sins elskaða eiginmanns °g tveggja barna, sem bæði dóu tveggja vi'kna. Því Þórunn var góð kona og móðir og sérlega gestrisin eftir megni og góð í sér. — Hún hafði vnstaskiftin með guðs nafn á vörunum. Sé'ra G. Guttormsson jarðsöng þá látnu i grafreit Kon- kordín safnaðar. Blessuð §é minning hennar. “ísafold" ér vinsamlegast beðin að taka þessa dánarfregn upp í sitt heiðraða blað. I sambandi við ofanritaða dán- arfregn vottum við undirrituð öll- um þeim sem á einn eða annan hátt sýndu okkur bróður og systurlega hluttekningu við fráfall Þórunnar sál. Stefánsdóttur og sérstaldega þökkum viö öllum þeim mörgu alla sína hjálp verklega við þetta tæki- færi. Síðast en ekki síst þökkum við Guðbjörgu E. Suðfjörð fvrir sína alþektu nákvæmni og hjálp- semi er hún lét hinni framliðnu í té síðustu stundir æfi liennar með hjúkrun og aðhlynningu. Það sýn- ist vera sem sú kona sé sköpuð til að hjálpa og að það sé henni með- fætt eðli. Þetta er ekki það fyrsta mann- úðar og kærleiksverk, sem sýnt hef- ir verið í bygð þessari, bæði við þessu lík og önnur báginda tilfelli. Björn Jónsson, Ólafía Stefánsdóttir. M/_;__•• 1 • timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir ,eg„ndum, geirettu, ng ,1- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG SEGID EKKI “EG GET EKKI BOKGAB TANNLÆKNI NC.“ V*r vltum, aS nfl gengur ekkl alt aB flskum og erfltt ®r &6 elgnaM ■klldlnga. Ef tll vUl, er osa þaB fyrtr beztu. þ&t kennir oh, Mm vertSum a8 vinna fyrir hverju centi, a8 meta glldl penlnira. MINNIST þess, a8 dalur sparaBur er dalur unnlnn. MINNIST þess einnlg, a8 TENNl'K eru oft melra vtrCl en pentngar. IIEILBHIGDI er fyrsta spor til hamingju. fvl verBlB þ«r a8 vernda TKNNIIKNAR — N6 er tíminn—hér er staðnrlnn til aS lAta (en vts tennur yCar. MikiII sparnaður á vönduðu tannverki EINSTAKAH TKNNI K $5.00 HVER BESTA 23 KAR. GULL S5.00, 22 KARAT GTJLLTENNTTR VerB vort Avalt óbreytt. Mörg hnndruS manns nota sér hlB lAga t«C. HVER8 VEGNA EKKI pö ? Fara yðar tilbúnu tennur vel? e8a ganga þœr lBulega flr slcorBum ? Ef þær gera þaB, flnniS þ& tann- lækna, «em geta gert vel vlB tennur yBar fyrlr vægt ver6. ffl zlnni jínr sj&Ifnr—NotlB flmt&n &ra rejnrin vora við tannlarknlngar $8.00 IIVALBEIN OPIB A KVffLDCM DE. PARSONS McGRKETT BLOCK, PORTAGB AVK. Telefónn M. 008. IJppi jrfto Grand Trunk farbréfa zkrifstofu. S ó L S K I N bað hann að skrifa hann fyrir mig. Foam Lake, Sask., 20 júlí 1916. Anna Þ. Clements, 6 ára. Holar, Sask, 23. júlí 1910. Kæri ritstjóri:— í Sóls'kini nr. 18, þar sem okkur er sagt um Indíána, er okkur sagt að Leifur Eiríksson, íslendingur, hafi fyrst fundið þetta land, Ame- ríku, og nefnt það Vínland, en svo er þess lika getið að hann hafi ver- ið norskur Vikingur. Þetta get eg ekki vel skilið, og langar mig mjög að vita meira um hann, eg hefi ekkt heyrt neitt um hann á skólanum, en eg befi heyrt þar um Kristófer Columbus. Mamma segir að Sólskin vilji fræða okkur börnin, að þú sért fearpavinur, því veit eg að þú vi'lt segja okkur af þeim íslendingum, sem hafa orðið svo frægir að finna lönd og sigla um höfin. Mér lík- ar að fræðast af Sólskini um ísland og fræga íslendinga. Þá hefi eg sanna ánægju af að spila þetta vel á fiðluna mína: “Ljúfa, feðra- land'ið mitt”, o.s.frv. Með vinsemd. Hamplircy L. Guðmundson. íslenzkar vísur. Fallega Skjóni fótinn ber franmn eftir hlfðunum; —góðum var hann gefinn mér;— gaman er að rlSa’ honum. Hani, krummi, hundur, svtn, hestur, mús, tttlingur: galar, krunkar, geltir, hrín, gnegjar, ttstir, syngur. Sttgur hún viB stokkinn, ljósan ber 'hún lokktnn, Ijósan er hún 'íokkinn litli stelpu hnokkinn. Magnús raular, músin ttstir, mal- ar kðttur'inn, kýrin baular, kuldinn ntstir, kumr- ar hrúturlnn. Gátur. I. Eftir þrjú ár hér frá verður pfómás þrisvar sinnum eins gamall og- hann var fyrir þremur árum. Hversu gamall er hann núna? II. Maður bað vin sinn að býtta fyrir sig hálfu pundi: “Eg hefi hálfpund í silfri” sagði maðurinn, “mér er ómögulegt að býtta”. — Hvernig gat það verið satt? III. Niu menn voru viltir uppi á f jöllum og höfðu nógan mat í fimm daga. Svo mættu þeir öðrum mönnum sem líka voru viltir, og reiknuðu þeir það út að maturinn dygði aðeins í þrjá daga lianda þeim öllum. Hversu margir voru menn- irnir sem þeir mættu? IV. “Kókohnetur kosta átta cent hver, appelsinur 1 cent og eppli hálft cent” sagði ávaxtasálinn. “Láttu mig fá 20 stykki alls fyrir 40 cents’’ sagði kaupandinn. Hversu mörg fékk hann af hverju? riI.-582). Skrítlur. í barnaslkólanum sagði lítil stúlka við aðra* litla stúlku: “Hún mamm mín gefur mér á hverjum degi tvo aura fyrir að taka inn eina teskeið af þorskalýsi.” “Og hvað gerir þú við alla þessa pen- inga ” spurði hin. “Hún mamma leggur þá afsíðis til að kaupa fyrir þá enn meira þorskalýsi,” svaraði litla stúlkan. AÍeð vinsemd til “Sólskins”. Magga Stefánsson. Hólar, Sask. BARNABLAÐ LÖGBERGS L AR. WINNIPEG, 3. AGÖST 1916. NR. 44 Fiðrildið hennar Finnu. Finna veiddi fiðrildi, fór með það inn, læsti það niður í litla stokkinn sinn. Svo fór hún og háttaði, hún var svo þreytt, fiðrildið kvaldist en komist gat ei neitt. Fram á morgun Finna svaf friðsælt og rótt, skildi það ekki hvað skelfing gerði hún ljótt. Finna vaknar—fer að sjá fiðrildið sitt alt saman rósótt og alla vega litt. Opnar Finna kvik og kát kistilinn sinn; fiðrildið hennar skal fljúga út og inn. Finnu titra tár á kinn. tómlegt og autt finst henni vera, því fiðrildið er dautt. Blessuð frjálsu fiörildin fljúga um geirn, blikna og deyja ef börnin snerta á þeim. Sig. Júl. Jóhanncsson. Tveir konungar. Einu sinni voru tveir konungar, sem höfðu verið aldir upp saman. Þeim þótti eins vænt hvorum um annan eins og þeir væru bræður. Annar var konungur í Sikiley og hét Leonidas; hinn var konungur i Bæheimi, hann hét Polixenes. Svo var það einu sinni þegar Polixenes heimsótti Leonidas að hinn síöarnefndi bað hinn að vera lengur ; en Polixenes vildi fara lieim og fékst ekki til að vera leng- ur. v En svo kom drotning Leonidas- ar, sem var ákaflega falleg kona og skemtileg. og lagði fast að Polixenes að fara ekki strax; og þá lét hann undan. En þó Leonidas konungur væri allra bezti meður, þá var hann af- brýöissamur Qealous). Hann varð hræddur um konuna sina fyrir Polixenes og sagði Camillo þjóni sánum frá því. En Camillo vissi að þetta var vitleysa. Þjónninn fór því til konungsins frá Bæheimi og sagði honum frá þessari heimsku vinar hans. Svo flýðu þeir báðir frá Sikiley Polixenes og Camillo. Lonidas var hamslaus af reiði og liann ákærði drotninguna, sem var þá alveg saklaus. Hann var svo reiður að hann vildi ekki sjá nýfædda dóttur sem hann átti og Skipaði að fara með hana út á eyðimörk og láta hana deyja þar. Drotningin hét Hemonia og bar hún auðvitað á móti öllu sem kon- ungurinn bar á hana.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.