Lögberg - 03.08.1916, Side 6

Lögberg - 03.08.1916, Side 6
0 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. AGÚST 1916 Heilbrigði. Um sjúkrasamlög Eftir Vald. Erlendsson, lækni. Einkunnarorft: Hvl vill ei eamlög sveitin fríö, og Sifjar hlýju þekkjast ráö, » og styrkja hver annars hönd 1 hriö, meö huga einum skapa dáö (Jón Erlendsson Eldon.) Þótt hugmyndin utn sjúkrasam- lög, eða fyrirrennara þeirra, eins og þau starfa nú á tímum i flestum siðuSum löndum í NorSurálfunni, sé máske allgömul, þá er ekki svo ýkjalangt siSan, aS hún hefir veriö framkvæmd. Þai5 má hiklaust full- yrða, aö stofnun sjúkrasamlaganna er liSur- í einhverri hinni þörfustu þjóSfélagshreifingu, er óx upp und- ir lok 19. aldarinnar. Aðalhugsjón þreyfingarinnar er bygð á þeirri reynslu, aS menn styrki bezt hverjir aSra með einingu og samtökum. “Samtökin efla alla dáS, | orkuna glæSa, viljann hvessa” o. s. frv. Sjúkrasamlögin eru félagsskapur, er stySur og hjálpar mönnum, er þeir þurfa mest hjálpar viS, en þaS er, þegar sjúkdóm ber aS höndum, og einkum eru þau stórmikil blessun fyrir lægri stéttir þjóSfélagsins, svo sem fátæka verkamenn og dag launamenn eSa þurrabúSarmenn. IÞau eru hjálp til sjálfbjargar fyrst og fremst, og þau auka vellíSan og velmegun hvers einstaklings og þióSanna í heild sinni, meS því aS lengja lífiS og teeta heilbrigðis- ástandið, af því þau gera þeim mönnum mögulegt að leita sér lækn- ishjálpar, og læknishjálpar í tæka tíð, sem annars í mörgum tilfellum fara á mis við þessa hjálp. Stjórn- ir flestra landa hafa líka smámsam- an séð betur og betur, hve gagnleg sjúkrasamlogin eru, og hafa með fjárframlögum stutt þau meira og meira, ár frá ári. Þrátt fyrir öll þau ósköp og alla þá tryllingu, sem nú geisar yfir í heiminum, þá verð- ur því þó ekki neitað, að hvert fé- lag fyrir sig hefir nú meiri vilja á, en fyr á tímum, aS styrkja og efla gagnleg félög og mannúðarsamtök einstaklinganna. I fomöld báru menn ekki þesskonar áhyggjur fyr- ir brjósti. Hvorki stjórnir ríkjanna, þjóðfélögin sjálf né einstakir auð- menn hugsuðu þá um aS setja á stofn eða styrkja félög eða samtök, er gætu orSiS almenningi til hjálp- ar eSa heilla. Hver varð aS bjarga sér, sem hann bezt gat. ASeins hjá Gyðingum og lítilsháttar hjá Aþenu- borgarmönnum bólar á lagaboðum og stofnunum, er rétta skyldu sjúk- um og fátæklingum hjálparhönd. Ef Grikki eða Rómverji veitti nauðstöddum náunga hjálp eða fjárstyrk, þá var það sjaldnast af meSaumkvun eða samhygð meS honum, heldur aðeins i því skyni gert, að fá hrós hjá múginum fyrir góSverkið og á þann hátt fá meiri pólitísk völd og áhrif. MeSaumkv- unarsemi og mannréttindatilfinning voru næstum ekki enn vaknaSar í brjóstum manna, ekki einu sinni hjá þeim beztu og hámentuðustu. Heim- spekingurinn Seneca segir þannig á einum staS í bókum sínum, að það sé óhugsanlegt, að nokkur geti auS- mýkt sig svo djúpt, að hann þó ekki hjarta sínu hafi viðbjóð á fátæk- lingum og þurfamönnum, og í bók sinni um “HugsjónaríkiS” gerir Plató ekki ráð fyrir neinum fátæk- lingum eða beiningamönnum, og ef að þeir skyldu samt sem áður slæð- ast inn yfir landamæri rikisins, þá kveður hann sjálfsagt aS reka þá á braut sem hraðast. ÞaS er eig- inlega fyrst kristindómurinn og kenningar hans1, sem rySja brautina sjúkrasamlaga er til fjöldinn allur af “prívat”-félögum, aSallega hluta- eða samlagsfélögum, sem auðvitað fá engan styrk úr ríkissjóSi. Næst- um í hverjum kaupstað og þorpi eru þesskonar samlög sett á stofn, og blómgast oftast vel. Eins og gefur aS skilja, eru tillög félagsmanna í þessum sjúkrasamlögum hærri og réttindi þeirra minni en í ríkisvið- urkendu sjúkrasamlögunum. Auk þessara opinberu og einka-sjúkra- um, og mun eg, ef til vill, minnast lítið eitt á þau seinna. Skipulag sjúkrasamlaga. fyrir öíliun mannréttindahugmynd- félaga starfar um alt land mikill um og mannúSarstofnunum nútim-í fjöldi af innlendum og útlendum ans. Fyrst var það stjórn ^jálfrar j sjúkra- og slysavátryggingarfélög- kirkjunnar, en seinna klaustrin og hinar mörgu munkareglur, sem gengu í broddi fylkingar fyrir öllu mannúSarstarfi, og samhygSarfé- lagsskap. Enn þá seinna voru það iðnaSarmanna- og iSnaðarfélögin, er með ákvæðum og lögum skuld- bundu félagsmenn til að styrkja og styðja hver annan meS allra hjálp- semi, aShjúkrun og framlögum, ef veikindi eða önnur óhöpp bar að höndum. Þessi samtök iðnaðarfé- laganna má því með réttu skoSa sem undanfara eða fyrirrennara sjúkra- samlaga-hreyfingarinnar. ÞaS voru IÞjóSverjar sem fyrstir allra þjóða komu á stofn almenn- um sjúkrasamlögum; voru þeir þar, sem í flestum öðrum greinum, er snerta vátryggingu og ábyrgðarmál, og alt annað, er miðar aS því aS tryggja þjóSfélagslífið, fyrstir í flokki allra þjóða. í Danmörku eru sjúkrasamlögin viðurkend af rík- inu og þeim veittur styrkur af op- inberu fé árið 1892. Á Þýzkalandi var hiS sama ár öllum verkamönn- um, og þeim, sem líkt er ástatt með í efnalegu tilliti, lögboðiS aS ganga í og vera félagar í einhverju sjúkra samlagi, er viSurkent væri af ríkinu. Þáð er strax ihægt ab sjá muninn. í Danmörku, og annarsstaðar á NorSurlöndum, er sjúkrasamlaga' hreyfingin studd af ríkinu, en menn annars ekki á nokkurn hátt þving- aðir til að ganga í félögin; hverjum manni í sjálfsvald sett, að tryggja sig á þennan hátt eða lát aþað ógert. Á Þýzkalnadi eru menn látnir lúta lögboði í þessu sem öSru, er stuðl- ar að því, að gera þjóSina sterka og öfluga, meSal annars í efnalegu og heilbrigSislegu tilliti. Englending- ar, sem eru seindregnir til allra ný- mæla og vanafastir mjög, voru lengi eftirbátar annara þjóða hvaS sjúkrasamlagahreyfinguna snertir, og það eru ekki nema ein 5—6 ár síðan, að þáverandi innanríkisráS- gjafi þeirra, Lloyd George, með dugnaSi miklum og atorku fékk lög- um um ríkisviSurkend sjúkrasam- lög hamrað gegnum þingið eftir mikla styrjöld og stríð viS aftur- haldsflokkinn og meira aS segja viS læknastéttina ensku. ÞaS má vist meS sanni fullyrða, að í engu landi hafa sjúkrasamlög náS jafnmikilli þróun eins og hér í Danmörku. Félagsmannatalan í sjúkrasamlögum þeim, er fá styrk pr ríkissjóði, hefir aukist stórkost- lega ár frá ári, einkum og sér í lagi síðustu 3—4 árin. 45% af öllu full- orðnu fólki í Danmörku eru nú fé- lagar i sjúkrasamlögunum, og styrkur ríkissjóðs til þeirra nemur nú hér um bil 3% miljónum króna árlega. Auk þessara opinberu Eg vil nú fara nokkrum orSum nanar um hin ríkisviSurkendu sjúkrasamlög í þeirri von, aS þaS gæti máske orðið til leiðbeiningar annar við stofnanir sjúkrasamlaga á Is- landi. Vil eg því lýsa starfsemi og verkahring samlaganna og skýra frá lögum þeirra og ákvæðum, í svo stuttu máli, sem unt er, benda á réttindi þau og hjálp, er félögin veita meðlimum sinum, og sömu- leiðis drepa á skyldur og gjöld fé- lagsmanna, og að lokum minnast á stjórnarfyrirkomulagiS í sjúkrasam lögunum, en það er hér um bil eins alstaðar í Danmörku. Fyrsta skilyrði þess, að hægt sé að fá inngöngu í sjúkrasamlög, sem fá ríkisstyrk, er, aS maður sé ekki eldri en fertugur og ekki yngri en 15 ára, og verSur hann skriflega aS votta, að hann sé hraustur og heilbrigður, er hann sækir um inn- göngu. Ef vafi leikur á um heil- brigðisástand ihans, verður hann aS útvega sér læknisvottorð. Komi þaS í ljós viS rannsókn læknis, aS umsækjandinn hafi einhvem sjúk- dóm eSa likamslýti, getur hann að- eins fengiS upptöku í félagið með því skllyrSi eða undanþágu, aS hann enga hjálp fái af samlaginu fyrir þann sjúkdóm, er hann hafði við upptökuna. Meginþorri félagsmanna hefir annars fullan rétt til allrar þeirrar hjálpar frá sjúkrasamlögunum, sem meS lögum er ákveSið. Flestir eru þannig njótandi félagsmenn (“nyd- ende Medlemmer”A En auk þeirra taka samlögin í meðlimatölu sína fé lagsbræður, sem enga hjálp fá, en aSeins ganga í þau þeim til styrktar og eflingar. Þeim er oftast í sjálfs- vald sett, hve mikiS þeir vilja greiSa í árstillag, en lágmarkið er tvær krónur á ári. Þessir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundum, og njóta sömuleiSis þeirra mikilvægu réttinda, að geta orSiS njótandi fé- lagar seinna í lífinu, ef efnahagur þeirra verður verri, þótt þeir þá séu komnir yfir fertugt og þótt heilsufar þeirra sé nokkuS ábata- vant. Þetta atriði ér mjög mikils vert, og íslenzk sjúkrasamlög mega ekki gleyma að hafa þetta ákvæSi í lögum sínum, því oftast eru þaS þeir, sem á efri aldur eru hnignir, er mestrar hjálpar viS þurfa. Markmið sjúkrasamlaganna er fyrst og fremst, að tryggja efnalít- ið fólk gegn sjúkdómum og afleið- ingum þeirra, bœði með ókeypis menn og þeir, sem í efnalegu tilliti standa þeim jafnhliða, er rétt hafa til upptöku í ríkisviðurkend sjúkra- samlög. En þó geta einnig menn af efnaSri stéttum orSiS félagsmenn í þeim meS því skilyrSi, að þeir greiði hærri tillög, og aS minsta kosti svo 'há, aS ríkissjóður engan kostnaS hafi af þeim. Þeir verða því aS svara aukatillagi til samlags- ins, er að minsta kosti samsvari þeirri upphæð, er félagið fær fyrir hvern félaga úr ríkissjóSi. Ef vafi leikur á, hvort sá, er sæk- ir um upptöku í sjúkrasamlag, sé í efnalegu tilliti hæfur til að njóta fullra almennra réttinda, og sjúkra- samlagiS hafi heimtingu á aS fá styrk fyrir hann úr ríkissjóSi, er nefnd kosin til aS skera úr því. í henni eiga þrír mefin sæti: Einn kosinn af sveitar- eSa bæjarstjórn, ir úr stjórrf sjúkrasamlagsins og þriðji læknir þess, er sveitar- eða bæjarstjórn kýs. Allir hlutað- eigendur geta snúiS sér til nefndar þessarar. Félagsmenn njóta fyrst fullra réttinda sex vikum eftir aS þeir fengu upptöku í samlagiS. Þó fá þeir jafnharðan hjálp, ef slys hefir valdiS sjúkdómi þeirra og verkfalli. -Konur njóta fyrst dagstyrks fyrir bamsburð tíu mánuðum eftir inn- göngu í samlagiS. Réttindi njótandi félagsmanna í ríkisviðurkendu sjúkrasamlögunum pru þá þau, sem nú skal greina: Sjúkrasamlögin borga félags- mönnum að kostnaSarlausu, alla læknishjálp fyrir þá sjálfa, börn þeirra og fósturbörn, sem em yngri en 15 -ára. En hver félagi verður að snúa sér til þess læknis, er hann hefir kosiS að leita læknishjálpar hjá það árið. Menn hafa sem sé aSeins rétt til að skifta um lækni einu sinni á ári, þ.e.a.s. 1. janúar ár hvert, í þeim sjúkrasamlögum, sem hafa fastan samning við lækni eða lækna þess, eins og vanalega á sér stað í öllum bæjum eSa stærri þorp- um í Danmörku, svo sem síðar mun getið. Ef félagsmaSur leitar ann- ars læknis, verSur hann sjálfur aS borga kostnaSinn, ef hann getur ekki sannað, að mikil hætta hafi yeriS á ferSum; en geti hann þaS, og sömuleiSis háfi veriS svo ástatt, áð hann hafi ekki náð í sinn eigin Jækni, hann hafi haft forföll, þá borgar samlagiS einnig þennan aukakostnaS. Sjúkrasamiögin borga vist félaga sinna.á sjúkrahúsum og sömuleiðis :fyrir aðgerSir (óperationir), þó að eins að hálfu, en hið opinbera, ríkis- og sveitarsjóðir, hinn helminginn. Félagsmenn verða þó altaf að fá skriflegt vottorð frá lækni um, að sjúkrahúsvist þeirra sé nauðsynleg, og sömuleiðis verða þeir aS snúa sér til stjórnar samlagsins og fá leyfi hennar og tryggingu hjá henni fyrir borgun spítalavistarinnar. Fyrir upptöku og vist á geS- veikrastofnunum og heilsuhælum borga samlögin fyrir meSlimi sína þann hluta gjaldsins, er rikissjóSur ekki greiSir, en þaS er aðeins J4 kostnaðarins á heilsuhælunum. Sjúkrasamlögin veita félögum sínum hærri eða lægri fjárstyrk lœknishjálp og fjárstyrk. ÞaS eru daghvern (dagstyrk) meSan á sjúk- því aðallega verkamenn og iðnaðar-' dómi þeirra stendur og þeir eru ó- færír til vinnu. UpphæS styrksins er vanalega 70 aurar á dag, ef ekki er öðruvísi ákveSið og um samið. Þó geta menn með því að borga hærri tillög trygt sér hærri dag- styrk. Styrkinn verða félagsmenn sjálfir aS heimta hjá stjórninni, og verSa fyrst að snúa sér til for- manns, en fá hann greiddan hjá gjaldkera. Ef einhver félagslimur krefst ekki dagsstyrksins í síðasta lagi einurji mánuði eftir aS veikindi hans byrjuðu, mis'sir hann allan rétt til þessarar hjálpar frá félaginu. Sjúkrasamlögin borga helming þess gjalds, er bönd, gervilimir og sáraumbúðir til félagsmanna kosta, þó aðeins eftir læknisvottorSi og eftir að stjórnin hefir fjallað um málið á stjórnarfundi. MeSan á sjúkrahús'- og spítala- vist stendur, fá félagsmenn ekki nema 30 aura styrk á dag frá sjúkrasamlaginu. —- Jafnskjótt og sjúklingurinn er aftur vinnufær, fellur fjárstyrkur- inn niSur, og allan þann tíma er hann nýtur fjárstyrks frá sjúkra- samlaginu, má hann alls ekki ganga aS neinu starfi og ekki fara aS heiman án leyfis læknis og stjórn- arinnar. Þótt báSir foreldrar séu eigi fé- lagar í sjúkrasamlagi, en aðeins annaðhvort faSir eSa móðir, þá hafa þó bæði börn þeirra og fóstur- börn félagsréttindi. Sama er að segja um ekkjur og ekkjumenn, sem eiga yngri börn en 15 ára, og ógiftar stúlkur, er börn eiga. Ef foreldrarnir eru félagar hvort í sínu sjúkrasamlagi, þá njóta börnin fé- lagsréttinda í því samlagi, sem faS- irinn er í. Svo sem að framan hefir verið á minst, verða félagsmenn strax aS gera stjórninni aðvart, er þeir þarfnast einnhverrar hjálpar frá sjúkrasamlaginu, hvort heldur þaS er læknishjálp, spítalavist eða dag- styrkur, sem um er aS ræða. Þó þurfa félagar í sjúkrasamlögum þeim sem hafa fastan samning við lækni um ákveSin laun árlega, ekki aS fara til stjórnarinnar í hvert sinn er þeir snúa sér til læknisins. Þáð nægir, að þeir taki félagsbók sína með sér til hans, er sýnir nafn þeirra, númer, bústað og stöðu. Læknirinn skrifar svo seSil til formanns um, að viSkomandi fé- lagsmaður sé veikur og ófær til vinnu, og fær hann svo dagstyrk frá þeim degi, er hánn fyrst leitaSi sér læknishjálpar og læknir úrskurSaSi, áð hann skyldi ganga til sængur eSa að minsta kosti hætta vinnu sökum krankleikans. Lög sjúkrajsamlaganna hafa ýms ákvæði um takmörkun á greiðslu dagstyrksins', þegar sérstaklega stendur á. Þegar miklar landfar sóttir geisa yfir, getur stjórnin þannig ákveðiS, aS dagstyrkurinn falli alveg burtu. Sama gildir, ef slys er orsök til veikinda félags manna; sjúkrasamlögin eru heldur ekki skyld aS borga dagstyrk til þeirra af þeim, er vátrygðir eru í ríkisviSurkendum slysavátrygg- ingarfélögum og fá dagstyrk frá þeim. Þéir félagsmenn, sem hafa fasta stöðu og halda óskertum launum sínum í veikindum, fá held- ur engan dagstyrk. Sængurkonur fá aðeins dagstyrk í tíu daga eftir barnsburðinn, en hann er nokkru hærri en í veikind- tim, eða 1 kr. á dag. Allir efnalitlir félagar s'júkra- samlaganna, sem búa í sveit, eða að minsta kosti einn kílómetra frá lækni, og ekki eiga vagn, og helzt tvo' hesta, eiga samkvæmt lögum heimtingu á, aS sveitarstjórnin ann- ist um bifreiS eSa hesta og vagn handa lækm eSa ljósmóður til þeirra sjálfra og f jölskyldna þeirra. Sömu- leiðis á sveitarstjómin að annast um flutning sjúklinga á spítala. Þessi hjálp frá sveitinni er ekki fá- tækrastyrkur. Menn geta ekki fengið dagstyrk lengur en í 26 vikur á ári eða 13 vikur í senn meS 13 vikna millibili. Enginn getur fengiS dagstyrk frá sjúkrasamlögum lengur en 60 vik- ur á samfleyttum 3 árum. Ef sjúk- dómur hans varir lengur, verSur hann að fara úr s'júkrasamlaginu samkvæmt lögum. En fái hann fulla heilsu seinna, getur hann, meS því aS leggja fram læknisvottorð, aftur fengið upptöku í sérhvert rík- isviSurkent sjúkrasamlag. Tillög og upptökugjald (inn- gangseyrir). FullorSnir, bæði menn og konur, borga eina krónu í upptökugjald i sjúkrasamlagssjóð og piltar og stúlkur frá 18 ára að aldri, 50 aura. (UpptökugjaldiS er þó allmismun- andi í sjúkrasamlögunum). TillagiS, sem altaf á aS greiðast mánaðarlega og fyrirfram, er oft töluvert mismunandi að upphæð í hinum ýmsu sjúkrasamlögum og samsvarar útgjöldunum. ÞVí hærri dagstyrk, sem félagsmenn fá, því hærri eru tillögin. Eg skal skýra hér frá þeim tallagsupphæðum og samsvarandi dagstyrksgjöldum, er fn?st tíðkast víSast hvar í sjúkra- samlögunum á Jótlandi: MánaSartiJl. kr. 0.40 dagst. kr. 0.60 2.85 — -— 0.70 - — — 1.00 - — -* 1.50 — — 2.00 - — — 2.50 - Eins og sjá má af þessari skrá, er UpphæS tillagsins og dagstyrksins hérumbil jafnhá. IÞeir félagsmenn, sem hafa fast- ar tekjur og halda þeim óskertum, er sjúkdóm ber að höndum, geta fengiS tillagiS lækkað að nokkrum mun, t. d. um einn fimta hluta. Ekkjumenn og ekkjur eða aðrir einstaklingar, sem eiga börn, yngri 4en 15 ára, verSa aS greiða 25 aura ■hærra tillag á mánuSi. Ef einhver félagsmanna vanræk- ir aS greiSa tillag sitt í 3 mánuði í röS, er hann rækur úr félaginu, og getur ekki fengiS inngöngu í þaS aftur, nema hann borgi alla skuld- ina og ennfremur nýtt upptöku- gjald. Ef hann er eldri en fertug- ur, getur hann alls ekki fengiS upp- töku i félagiS aftur, nema það sann- ist, aS atvinnuleysi eSa önnur óyfir- stíganleg óhöpp hafi gert honum ómögulegt að greiða tillag sitt í tæka tið. Sveitar- og bæjarstjórnir hafa rétt til, án samþykkis æðri valda, aS greiSa félagstillög fyrir snauða félagsmenn að nokkrum hluta; þó aldrei meira en % af öllu árstillag- inu. JFrh.) —EimreiSin. þótti svo mikiS gjörræSi aS taliS var víst aS það kæmi ekki til nökk- urra mála. Nú er þó að sjá sem einhver kuldi sé í loftinu i þessu máli. Einhver krókaleiS er það sem “Free Press” talar um aS verSi viShöfð. * Fyrirsögnin á grein er birtist í því blaSi um þetta efni 28. júlí er á þessa leið : “hörf á nýjum kjör- skrám til sambandskosninga’’, þetta er nauðsynlegt í MANITOBA vegna yfirsjónar í Ottawa. Kon- ur verða ekki skrásettar.” Svo heldur greinin áfram á þessa leiS: “Vegna einhverrar yfirsjón- ar hjá Ottawastjórninni er þaS nauSsynlegt að semja nýjar kjör- skrár. Dómararnir verða að búa til nýja lista á hverju ári, nema þaS sé bannað með úrskurSi. Enginn slíkur úrskurSur var gefinn og þess vegna verður skrásetning að fara fram. AnnaS sem erfitt er viSur- eignar er þaS aS nú eru fylkisskrár meira en árs'gamlar óg verða því ekki notaSar. Skrásetningamenn verða aS vera útnefndir eftir nýrri skrá, sem endurskoSist síSar af dómurunum. í dag (28. júlíj mæta átta hér- aSsdómarar í nýju lögreglustöSinni til þess aS semja þessar sambands kjörskrár. Engin kona verður sett á kjör- skrárnar, sökum þess að þœr hafa enn ekki hlotið atkvœðisrétt til sam- bandsþings.” 1 Svo mörg eru þessi orð, og þaS undraverSa er að blaðiS gerir engar athugasemdir við þetta; samt var þaS einmitt sama blaSið—“Free Press” — hún 'lýsti því yfir í fyrra samkvæmt upplýsingum aS konur í Manitoba hefðu atkvæði v:S næstu sambandskosningar, nema því að- eiris aS sambandsstjórnin semdi sér- stök 'lög á móti konnnum í þessu fylki; en þaS hefir hún, oss vitan- lega, ekki gert. Ef það er satt sem allir virtust koma sér saman um í fyrra og enginn efaSist um að sam- kvæmt stjórnarskrá ríkisins væru s'ömu kjörskrár hafSar til sam- 2-2° bands- og fylkiskosnmga, þá er hér sýnilega veriS að brjóta lög á þess- um nýju kjósendum; er vonandi að slíkt verði ekki látið viðgangast þegjandi og hljóSalaust. Hafi kon- ur nokkru sinni átt heimtingu á aS hafa atkvæSi um þjóSarmál, þá er það nú þegar þær hafa gefið i dauð- ann syni sína, eiginmenn, unnusta og bræSur. — 0.80 — 1-05 — 1.60 SÓLSKIN í þá daga var staSur á Grikk- landi sem var kallaSur Delfi, og var þar véfrétt; en það þýðir nokk- urs konar helgidómur þar sem Grikkir trúðu að goðin væru og gætu talað. ÞangaS fór konungurinn og spurSi goðin hvort konan sín væri saklaus og sögðu þau að enginn fót- ur væri fyrir því sem hann sakaði hana um. En samt trúöi hann ekki. Og goSin í Delfi sögðu að kon- ungurinn væri vondur harðstjóri og ef -hann ekki lé'ti finna aftur stúlku- Jjarnið, sem hann hafði látið bera út, þá s'kyldi hann aldrei framar eignast barn og engann efringja eiga að ríkinu. En þaS þótti fjarska mikil ógæfa í þá daga. Konungurinn átti einn son, sem hann sagði aS erfSi rí-kið og trúði því ekki véfréttinni. En svo dó sonurinn og þá varð konungur ákaf Iega hryggur. ÞaS var sagt að hann hafi dáiS af sorg yfir því hvað móð- ur hans leiS illa. Og svo dó drotningin líka; eða aS minsta kosti var konunginum sagt að þau væru bæði dáin. Nú varð hann sjálfur ákaflega hryífgur; hann sá nú hvað rangt hann hafði gert og ásetti sér að eyð$t tímanum þannig aS fara á hverjum degi aS gröfum þeirra, drotningar- innar og sonar síns og gráta þar. Hann var nú orSinn viss um aS hún hafði verið alveg saklaus. En maðurinn sem fór með litlu dóttur konungsins út á eyðimörkina til þess aS hún skyldi deyja, var drepinn af skógarbimi, en veiði- maSur fann litlu stúl'kuna. Hann sá þaS á dýrum perlum og steinum sem stúlkan hafSi, að hún hlaut að vera af háum ættum; hann tók hana og fór meS hana heim til sín. VeiðimaSurinn ól litlu stúlkuna upp eins og hún væri dóttir hans og hún varS fjarska falleg stúlka og gáfuð. Svo leiS og beiS þangaS til stúlkan var orðin 16 ára. Þá var hún fallegust allra stúlkna á henn- ar aldri. Hún var kölluð Perdita. Hún kyntist ungum og fríSum manni, sem þótti vænt um hana. Hann kom oft aS finna hana þegar hún var að smala; en ekki vissi hún hvaðan hann kom. Þ jónn konungsins í Si'kiley, sem hafði flúið meS hinum konungin- um, hafði altaf verið í Bæheimi. En honum leiddist og langaði heim til ættjarSar sinnar. En konung- urinn vildi ekki láta hann fara; heldur stakk hann upp á því að þeir færu ferð saman um landiS í dul- arklæðum til þess aS reyna aS kom- ast eftir hvar Florózal sonur hans væri, því hann hafði tekið upp á því aS fara í burtu öðru hvoru og eng- inn vissi hvert. Þjónninn félst á þetta og fundu þeir þaS út að konungssonurinn var að finna Perditu þegar hann hvarf að heiman, og voru þau nú trú- lofuð. Konungurinn afsagði það auS- vitaS með öllu að sonur hans ætti óbreytta veiSimannsdóttur og hót- aði aS láta reka Perditu úr landi burt ef hún dirfðist aS tala orð oft- ar við Florzel. En þá lét þjónninn Camillo verSa af því að fara heim til ætt- járSar sinnar; fór hann nú þangað í dularklæSum og hafði með sér konungssoninn og hjarðstúlkuna, bæSi dulklædd. Þégar Camillo kom til Sikileyjar sagði hann kon- S ó Ii S K I X ungi hver hann var; sagði að pilt- urinn væri sonur sinn, en stúlkan unnústa hans. Konungur sá eftr því hversu ranglega hann hafði breytt við Samillo og tók honum frábærlega vel og börnunum líka. En veiðimaSurinn komst að því hvert börnin höfSu farið og fór á eftir þeim ; sagði hann konungi hver stúlkan var og’ varS konungur þá frá sér numinn af gle$i. Alt í einu kom kona sem Pálína hét og var ekkja mannsins sem far- iS hafSi með Perditu út á eySimörk- ina. Hún hafði verið fjarska mikil vinkona drotningarinnar, og bað hún nú konunginn aS koma og sjá fallegt líkneski af drotningunni. Konungurinn fór tafarlaust og skoðaði líknes'kið og þótti honum það svo líkt konu sinni að hann varð steinhissa. Hann gekk upp aS því til að snerta það, en þá kom líknes'kiS gangandi ofan af stallin- um og á móti honum. ÞaS var drotningin sjálf, því hún hafSi aldrei dáið. x Sættust þau konungur og drotn- ing og baS -hann auðmjúklega fyr- irgefningar á heimsku sinni. En Perdita og Flörlz-e'l giftust eftir nokkurn tíma og gömlu kon- ungarnir urðu beztu vinir aftur. 11. Hænan vaggrar metS hopp og læti, en haninn galar á öSrum fæti: “Gæsin gráa stört vill státa; en stórt er þó ekki af að láta; e8a hefir hún vit á við hana? Inn undir þak, allur hænsna her; sólin rrfá i kvöld eiga sig fyrir mér”, segir haninn. Barna þulur. (Or "Kátum pilti.”) I. Fögur er kveldsólin heitS og hrein, lata( kisa liggur á stein. "Eg drap eina mús; / eg drakk rjóma’ úr krús; steyktri styrtlu og sporöi stal eg undir boröi; eg er svo sæl og sveitt, södd og löt og þreytt”, segir kisa. Til Sólskins. ASfaranótt j. júlí dreymdi mig aS til mín kom maSur og sagSi mér að hann væri aS hugsa um aS gefa út blað fyrir börnin, sem ætti aS heita Sólskin,' sér þyki of lítiS Sól- skiniS í Lögbergí. -Hann sagSist láta það koma út tvisvar í viku og sagS- ist því þurfa að fá börnin til að skrifa í þaS, og baS hann mig að reyna að vera með. LofaSi eg þvi, og þótti mér hann -þá fara. En eg fór aS skrifa um tvö syst- kini, sem eg mundi eftir að faðir minn hafSi talað um aS hann hefSi þekt heima á í slandi, þau voru svo góð að þau máttu fyrirmynd heita annara barna. Nöfn þeirra voru Guðrún og GuSjón og voru þau 15 og 13 ára þegar hann þekti þau síS- ast, og sagðist -hann oft hafa heyrt öviSkomandi fólk tala um þau og hafði öllum komið saman um aS þau væru þau beztu börn, sem þeir hefðu þekt, því enginn sagðist hafa heyrt ljótt orS af þeirra munni, og var þó heimili f^irra engin undan- tekning frá Ijótu orðbragSi. Þetta þótti mér svo fallegt eft- irdæmi, bæSi fyrir mig og önnur börn, að mér fanst það mega til aS komast í Sólskin, ef ritstjórinn vildi gera svo vel og taka það. Þetta var eg aS hugsa þegar eg vaknaSi, og mundi þá aS eg kunni ekki að skrifa nema tölustafi, svo eg sagði föSur mínum drauminn og Hyernigvíkur þessuvið? Þegar samþykt var frumvarpiS um atkvæSisrétt kvenna i Manitoba á síSasta þingi, komu fram spurn- ingar um það hvernig fariS yrSi að við íiæstu kosningar til sambands- þings'. Var sú skýring 'gefin þá af lögfróðum mönnum og henni hald- iS fram í blöSunum, aS fylkin sjálf semdu kjörskrárnar hvert hjá sér; væru þar allir skrásettir sem heimt- jng hefðu á Samkvæmt löggjöf þvers fylkis fyrir sig, og eftir þess- um fylkjaskrám yrði svo fariS við sambandskosningar. Þa reis upp spurningin: um þaS hvort konur í Manitoba ffengju aS greiða atkvæði viS næstu sam- bandskosningar og var svar gefið þeirri spurningu þannig að við næstu skrásetningu yrði að sjálf- sögðu að setja konur á lista(hér, og þess vegna hefðu þær annaShvort atkvæðisrétt eSa sambandsþingið yrði aS búa til sérstök lög til þess aS útiloka hélming kjósenda í Manitoba frá atkvæSi-srétti; en slíkt Skýrsla rannsóknarnefndar- innar í Ottawa. Hún er loksins komin í hendur stjórnarinnar. Er Sam Hughes' þar sýknaður og skotfæranefndin eins, en Allison ekki. Lítur út fyrir aS stefnan sé þar sú aS einn eigi að deyja fyrir alla. óánægja. Bretar hafa samið skrá yfir 82 verzlunarfélög í Bandaríkjunum, -sem þeir segja að hafi selt ÞjóS- verjum vörur og eigi því að teljast svartir sauS-ir. Á föstudaginn var héldu fulltrú- ar frá 50 af þessum félögum fund í New York til þess að ræSa málið, og kveðast munu halda verzlun sinni áfram. Segjas t þeir vera frjálsir aS því í hlutlausu landi að verzla við hverja sem þeim sýnist og það muni þeir gera; kveSa þetta kúgunartilraun sem ekki verði hlustaS á. Stórkostleg hreyfing. Svo mikið kveður aS drykkju- skap á Englandi að stórhætta þykir stafa af, bæSi í stríðinu og heima fyrir. Er veriS að semja áskorun til stjórnarinnar þess efnis aS hún banni alla áfengissölu í allri mynd meðan stríSið stendur yfir. Þeir sem fyrir þessari -hreyfingu standa eru úr öllum flokkum og kalla fé- lag sitt “Styrldeik Bretaveldis” (Strenght of Britain). í þetta fé- Iag hafa gengiS eða slegið sér sam- an margir leiðandi menn og mörg önnur félög eSa stofnanir, svo sem “The Order of Merits”, leyndarráð Breta, þingmenn, stjórnendur land- hers og sjávarliðs, háskólarnir, skipasmíðafétögin og fjöldi áhrifa- mikilla auðmanna og verksmiðju- eigenda. Er álitið að hreyfingin hljóti að leiSa af sér algert vínbann. SEXTÍU og FIMM ÁRA LJÓSIN Sextíu og fimm ára ljósin vinna enn þar sem er að ræða um EDDY’S ELDSPÝTUR Fyrir sextíu og fimm árum voru fyrstu eldspýt- ur í Canada búnar til í Hull af Eddy og síðan hafa f>aer verið viðurkendar þær beztu sem kveikiefni. Þegar þér kaupið eldspýtur þá biðjið um EDDY’S

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.