Lögberg - 24.08.1916, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.08.1916, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. ÁGÚST 1916 5 AUGLÝSING Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar. Gildi ryðgaðs hálms. í ár er heilmikiS af hálnii skemt a'f ry'Öi. iMargir bændur hafa þá skoðun aö af því hálmurinn líti svo illa út og af því hann hafi ekki svo mikiö í sér af korni, þá sé hann lítils virði til fóSurs. Af þessum ástæS- um er hætta á aö bændur brenni hálminn sem mest er rySgaöur, en noti aöeins þaö sem bezt lítur út. Sú hugmynd aö ryögaöur hálmur sé skemt fóöur er efeki rétt. Sann- leikurinn er sá að rySgaöur hálmur hefir meira fóðurgildi en ryðlaus hálmur. Áriö 1904 var mjög ryögaöur hálmur í Manitoba, þá var pruf- um safnað saman og þær sendar til sambandsstjórnarinnar til þess aö efnafræðingar stjórnarinnar gætu rannsakað lefnafræöislega ryðgaö- an hálm og óryögaöan. Prufurnar voru teknar þannig að eitt strá af hverri tegund var tekiö í senn, til þess aö fá þaö sem minst var ryögað og hitt sem mest var ryðgað af sama akri. Báðar pruf- urnar voru teknar úr sama stakkn um og voru af sömu tegund hveitis', sáð á sama degi, slegiö á sama degi og að öllu leyti eins nema því aö sumt haföi ryðgað en sumt ekki eða lítið. Efnafræöingur sambandsstjóm- arinnar fann það út aö ryögaði hálmurinn hafði þrisvar sinnum eins mikið fóðurgildi eöa köfnun- arefni og hitt sem ryölaust var. 'Þegar Mr. Shutt talaöi um þetta fórust honum þannig orð: “t oriinu feöfnunarefni eru innifalin öll þau efni sem byggja upp blóð. bein og vöðva líkamans'. Aðalgildj næringarmikils fóðurs er fólgið í köfnunarefni því, sem það hefirí Þ)ví er óhætt að halda fram að ryðgaður hálmur, sem hefir þrisvar sinnum eins mikið köfnunarefni og ryðlaus hálmur sé miklu nytsamari og næringarmeiri.” Þétta er auðskilið' þegar vel er aðgætt. Eftir frjófgan hveitisins þá er það tvent sem fer fram. Það er í fyrsta lagi “samlögun” eða það að jurtin tekur til sín næringargildi úr jarðveginum og loftinu og bygg- ir sig upp af þvi og vex. í öðru lagi er það “flutningur” eða það að næringin sem áður hefir verið í leggnum og blöðunum safnast í sáðkomið eða kjarnann. Þegar jurtin ryðgar getur þetta ,síðara ekki haldið áfram óhindrað, og fyrir þá sök að jurtarfæðan get- ur ekki fluzt sáðkorninu verður kjaminn lítill og skorpinn. En ein- mitt það að kjaminn fær ekki nær- inguna veldur því að köfnunar- efnið eða næringargildið helzt í leggnum—í hálminum. Að því er virkilegt fóðurgildi snertir, er því ryðgaður hálmur efnafræðislega meira virði en ryð- laus hálmur. Aftur er öðru máli að gegna með ljúffengi hans eða meltanleik. En þrátt fyrir það ættu þeir sem eiga skepnur að nota hálminn sem bezt, því hann er mik- ils virði. Jarðaverð. Jarðir eru altaf að hækka í verði. Sem sýnishorn af því hvað þær hafa stigið siðari árin, má nefna jörð í Borgarfirðinum, sem um aldamótin var seld fyrir 3000 kr., 1905 fyrir 6500, 1908 fyrir 14,500 kr. og 1915 fyrir 20,000 kr. Á þessum tíma hefir jörðin altaf ver- ið vel setin, og nokkuð bætt, en þó hleypir það verðinu tiltölulega litið fram. En annars eru það íleiri jarðir en þessi, sem hæfckað hafa í verði síðustu árin, svo sem Háls í Kjós, Rifkellsstaðir í Eyjafiröi o. fl. Annars væri nógu gaman að fá skýrslur um þetta efni. Gæti hag- stofan ekki unnið þær úr þingbók- um sýslunnar, sem kaupbréfin eru innfærð í? P.Z. —Freyr. Flutningsgjaldsskrá milli New York og íslands. pr.ton kr. Bygg, mjöl, maís, baunir, kart- öflur, Grjón, hveiti, banka- bygg, kartöflumjöl og rúgmjöl 100 Járn og stál í stöngum og plöt- um, þakjárn og járnkeðjur . 110 Járnrör, stálvír og Girðingavír 110 Sódi, feiti, síróp, sápa (græn- sápa og stangasápa), baðlyf - 110 Malt, Ihafrar og haframjöl .. 130 Sykur í jxikum, kössum og tunn- um . . . .....................120 Gosdrykkir og öl í kössum . . 120 Ávextir þurkaðir i kössum og tunnum, svo sem rúsínur, fíkjur o.þ.h..................130 Járn og stálvörur, fötur o.þ.h. vörur.........................130 Kaffi og kaffibætir............130 Gluggagler og eldföst rör . .. 120 Mjólk niðursoðin og niðursuðu vörur í kössum................120 Rulla og rjóltóbak.............120 Smjör og smjQrl. (Margarine) 130 Kaðlar, línur, hampur, hör, segldúkur, tvistur, net, poka- strigi, bómullarvörur þungar, pappír o.þ.h.................130 Ostur og flesk................130 Ávextir nýir, svo sem epli, app- elsinur, Vínber, melónur, lauk- ur o.þ.h.....................135 Leður.........................130 Skipákex í kössum, pokum og tunnum.......................130 Kaffibrauð í kössum...........130 Te............................130 Vefnaðarvörur eftir vigt .. .. 135 Járn- og koparvír.............120 pr.tenfet. . kr. Leirvörur í körfum og tunnum 1.00 Glervörur, eldspítur, handsáp- ur, reyktóbak, skófatnaður o. þ.h. léttar vönir.............1.50 Vefnaðarvörur Jekki sundur- liðað)........................1.50 Járn- og stárvörur léttar Jekki sundurliðað).................1.50' Plankar og borðviður...........1.50 Bifreiðar.....................1.50 Togleður og togleðurshringir 1.50 Lyfjavörur.....................1.50 pr.tunna kr. Benzín í járntunnum .. . . 25.00 Síld í tunnum, frá Islandi til New Yor'k................. 8.00 Ull frá Islandi til New York ----- (Eftir samkomulagi). H|/ Eimskipafclag íslands. 4.4,4 4.44.4 ♦ *4 » ♦ -f-f-f-f-f-H; I Glaðar stundir | Samsæti mifeið var haldið að heimili þeirra Nikuiásar Ottensen í River Park og Önnu konu hans á laugardaginn og sunnudaginn. Líklega lætur það kynlega í evr- um nútíðar Islendinga að Iheyra talað um tveggja daga samsæti. Híljómar það likar fomaldar frá- sögnum en viðburðum vorra daga; en þess ber að gæta að Ottensen er forníslenzkur maður að mörgu leyti og það er bókstaflegur sann- leiknr að hann hafði samsæti í tvo daga. Það byrjaði um klukkan átta á laugardaginn og stóð yfir til kl. fimm að kveldi hins næsta dags. Tilefnið var það að Halldóra Olson Ijósmóðir, var hér á ferð að finna skyldfólk og kunningja og buðu þau hjónin fjölda fólks á heimili sitt til þess að gefa því fcost á að kynnast þessari merku íslenzku konu. Sjálfur stýrði Ottenson samsæt- inu og fórst það myndarlega sem vænta mátti; er hann ófeilinn mað- ur í framkomu og blátt áfram; eiga því allir heima hjá honum sem þangað koma og er það stór kostur. Magnús' Markússon hafði ort kvæði til heiðursgestsins Mrs. Olson og :er það prentað á öðrum stað í blaðinu. Kvæðið var skrautritað af Nikulási Ottenson af mikilli snild. Voru auk þess á skjalið teiknaðar myndir sem í sér földu heilmikinn skáldsfcap. Efst á blaði í miðju var dregin mynd af skipi því er Ingólfur sigldi fyrst þegar hann fann ísland; var það seglskip eins og allir vita, Sinn hvoru megin þess voru aðrar mynd- ir, önnur af íslandi og hin af nýja fánanum í réttum litum. Neðan undir kvæðinu var frá- bærlega vel dregin mynd af Gullfossi þjótandi fyrir gufuafli, en um- hverfis kvæðið var rammi og efst brúin bifröst með regnbogalitum. Sjálft var kvæðið ritað fornu letri, svo fögru og skíru sem prent væri. Sfcjalið var regluleglt listaverk, bæði að hugmynd og frágangi. Kvæðið var sungið af gestunum eftir að Ottenson hafði lesið jiað upp, en síðast hófust ræður. Lárus Guðmundsson bróðir heið- ursgestsins talaði fyrstur og lýsti æfi þeirra systkina sem um langan ald- ur höfðu dvaliö sitt í hvoru lagi við baráttu lifsins í jiessu landi, en væru nú öll sameinuð í kveld. Taldi hann það ekki ólíklegt að þetta væri síð- asta samverustund þeirra allra héma megin og þakkaði húsráð- endum fyrir þann höfðingsskap er sýndur væri. Gat hann þess að þótt allir væru að leita gagns og gengis og legðu Jram sitt bezta, þá yrði árangurinn misjafn að minsta kosti að manna dómi. Steinolía..................... Vélolía....................... 21.00 Gladdi það hann hversu vel ba 22.00 áttan hefði hepnast systur hans < óskaði henni allra íheilla. Næstur talaði B. L. Baldwinson; flutti hann langa ræðu og snjalla; taldi sér það ánægju að hafa orðið til þess að flytja þessa merku konu vestur um haf og kvað hana hafa barist þeirri baráttu sem fáum kon- um væri lagið. Þyrfti til þess meira eh lítinn kjark og hæfileika að hefjast eins hátt í áliti meðal framandi þjóðar fyrir konu sem hingað hefði komið félaus og mál- laus. Tók Baldwinson skjal Ottensons sem texta fyrir ræðu sinni og kvaðst jiar sjá æfiferil 'heiðursgests’- ins. Hún hefði feomið hingað und- ir álíka erfiðum kringumstæðum og Ingólfur hefði átt við að búa á hinum ófullkomna seglskipi, þar sem flest hefði á jiað skort að þeim sem innanborðs hefðu verið gæti liðið vel. Þannig hefði það verið fyrir Mrs. Olson; hún hefði komið hingað á lífsfleyi álíka ófullkomnu að þvi er kringumstæðurnar snerti. En eins og nú væri komið gufuskip með öllum nýtízku útbúnaði til flutninga að og frá Islandi, eins hefði lífsgnoð Mrs. Olson full- komnast svo að þjóð vorri væri að stór sómi. Hann kvað það erfitt fyrir út- lendinga að gerast jafnokar inn- fæddum mönnum, hvað þá að vaxa þeim yfir höfuð, en enn þá erfiðara væri það þó fyrir konu. Þetta hefði Mrs. Olson gert og fyr- ir það ætti hún stórar þakkir frá is- lenzku þjóðinni. Kvaðst ihann litið hafa Islandi gott upp að unna, en það gleddi sig ávalt að sjá Landa sína sfcara fram úr og reynast sannir menn og konur. Arnaði hann að endingu Mrs. Oson allra heilla og óskaði henni langra lífdaga og gæfuríkra. Var hinn bezti rómur gerður að máli hans. Næstur talaði Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson nokkur orð til heiðurs- gestsins, aðallega um þýðingu starfs hennar sem ljósmóðir. » Sigfús Anderson málari flutti all- Ianga ræðu. Sýndi ihann fram á hversu sjálfhælni og hrós um sína eigin þjóð væri ómennilegt og skað- legt og hversu gjarnt íslendingum væri að miklast af því sem í raun réttri væri lítils virði bæði að því er menn og málefni snerti. Hér væri þó öðru máli að gegna; hér væri um virkilega framkvæmd: og virkilega yfirburði að ræða; Mrs. ’ Olson hefði rutt sér braut sem vér öll hlytum að vera stolt af og þakk- lát fyrir og óskaði hann þes's að starf hennar yrði að verðleikum metið Magnús Markússon talaði bæði til beiðursgestsins og húsráðenda. MintLt þess hve oft og rausnarlega hefði verið veitt á Jiessum stað og hversiii mikill fornaldar höfðingja- bragur þar virtist oft vera. Flutti þann síðan tvö gaman erindi, sem góður rómur var gerður að. Sjslfur talaði Ottenson alloft en stutt í senn; gerði ýmsar fyndnar athugasemdir við jiað sem á dagskrá var og hleypti lifi og fjöri í gesti sína. Mrs. Þórðarson, systir Önnu Ottenson var þar einnig stödd ásamt syni sínum; gáfu þau Otten- Þessi mynd sýnir þinghúsið í Ottawa eftir brunann, áður en stjórnin lét eyðileggja hana. son hjónin henni fagra brjóstnál og þákkítði hún fyrir með hlýjum orð- um. Mvs. Halldóra Olson flutti síðan áváqj, var það jjakklæti til húsráð- cnda og gesta og yfir höfuð fyrir jjær góðu viðtökur sem hún hefði átt 3 5 mæta héir nyrðra. Söngur og hjóðfærasiáttur glumdi við öðru hvoru og var ekk- ert sungið nema íslenzkir söngvar. ■Lm veitingar þarf ekki að tala; rausn í þeim sökum er hér of kunn hjá þeim hjónum til þess að hún þurfi nokkurra orða.. • En það er sannarlega í frásögur færandi að veizla skuli hafa verið j haldin hér meðal Islendinga nú, sem staðið hafi yfir í tvo daga og það er víst að þessara glöðu stunda vc rður lengi minst af þeim er þar voru. pegnskylduvinnan, skólarnir og heimilin. Eftir Hervald Björnsson. I. Það hefir verið hljótt um jiegn- skylduhugtakið á umliðnum árum. Menn hafa verið einstaklega þag- mælskir um það mál þangað til. síð- asta aljjingi raskaði þagmælsku- rónni með þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um lögleiðing þegn- skylduvinnu;, samhliða alþingiskosn- ingum á komandi hausti Síðan hafa nokkrar umræður orðið um málið í blöðunum og á fundum, og eins og vænta mátti, komið fram ærið and- stæðar skoðanir. En jiað er nokkuð erfitt að ræða málið, jjar sem hvorki verður bygt á hérlendri eða erlendri reynslu. Skoðanir manna eru því ekki annað en mismunandi líklegir spádómar og getgátur eins og hver og einn getur sannfæi'st um með jjví að lesa þau skrif, er fram hafa kom- ið i málinu. Fylgjendum þess finst það trúlegt, líklegt og sennilegt, sem andstæðingum jjeirra þykir ótrúlegt, ólíklegt og ósennilegt Skynsamleg rök verða hvorki færð málinu til stuðnings né falls fyr en, það er rætt á grundvelli náskyldra mála, svo sem uppeldis og fræðslumálanna. Og í raun og veru er uppeldishlið joegpi- skylduvinnunnar ekkert annað en ein grein á stofni mentamálanna, eða eitt ráðið, enn til að þroska og göfga mannseðlið. Þeir sem láta þegnskyldumálið til sín taka, og það er beinlínis skylda allra þeirra, sem á komandi hausti ætla með atkvæði sínu að hafa áhrif á úrslit málsins, verða að gæta að því, hverjar orsakir liggja til þess að málið er til orðið, og hyggja að því eftir megni, hvort þegnskylduvinnan muni vera likleg til að eyða þeim orsökum. I “Andvara” 1908 skrifar hinn góð- kunni höfundur þengskylduvinnunn- ar, Hermann Jónasson rithöfundur, grein um málið, sem sannarlega er vert að veita athygli. Þar stendur m.a.: “Á síðari árum hefir fáu verið jafnoft hreyft, bæði í ræðu og riti, sem því, á hve lágu stigi vér stæðum í verklegri kunnáttu.” “Stjórnleysi og agaleysi er á háu stigi....Þá er og hörmung til Jjess að hugsa, hve ó- stundvísir vér erum. Það er tæplega í nokkru atriði, sem íslendingar standa öðrum þjóðum meira á baki en í stundvísi. En jjað er mjög skað- Iegur, þreytandi og amlóðalegur ó- kostur.” Eg býst við að þeir séu fáir, sem ekki kannast við að þessi atriði séu einhver lökustu þjóðar- meinin. Matthíasi Ólafssyni aljjm. líst í- skyggilega á ástandið. Þeir eru hvorki fáir né smáir i hans augum skaplestir þjóðarinnar. “Tortrygnin, öfundin, einræningsskapurinn, fé- lagslyndisleysið, óstundvísin og með henni ýms óreiða í orðum og gerð- um,” segir hann í nefndaráliti sínu, að mundi “væntanlega með öllu hverfa”, ef Jjegnskylduvinnan kæmist í framkvæmd. Enn fremur segir hann, að“ gáleysið færi í sömu gröf- ina og á moldum þessara bresta og lasta muni vaxa: áhugi, hlýðni, hátt- p,rýði, atorka, félagslyndi, jjrifnáð- ur, stundvísi og áreiðanleiki í orðum og viðskiftum.” Eg) efast ekki um, að þetta sé talað af heilum hug mál- inu til stuðnings, en mér er kunnugt um, að jafn-öfgaþrungin ummæli og jjsssi eru ýmsum góðvinum Jjegn- skylduvinnunnar til mestu skap- raunar. I ræðu, sem M. Ó. hélt í félaginu “Fram” og birt er í 2. tbl. Lögréttu, stendur: “Það hefir lengi verið svo hér á landi, að úrtölu, totrygni, getsakir og hrakspár hafa fallið í frjósama jörð, en flest hvataorð í grýtta” Jafnframt getur hann um, að hugsunarháttur þjóðarinnar sé nú “stórum breyttur til hins betra”. Reyndar er hann ekki alv'eg viss um að svo sé fyr en eftir atkvæðagreiðsl- una í haust. Gefur í skyn, að þeir, sem ekki ljá málinu fylgi sitt, geri með því opinbert, að innræti þeirra sé það, sem hér að ofan er lýst. Skoðun þegnskyldumanna finst mér í stuttu máli vera sú, að “skek- inn sé þrótturinn” úr þjóðinni til margra góðra hluta, en tilhneigingin til margskonar ómensku sé býsna rík. Það er svo sem auðvitað, að þeir, sem ætla að sannfæra alþjóð manna um nauðsyn þegnskylduvinnunnar, verða að benda á einhver mein, sem henni er ætlað að ráða bót á. En þar verður að gæta hófs. Það stoð- ar ekki, sem þegnskyldumönnum hættir til að færa þjóðbrestina svo í aukana, að það sé hverjum manni augljóst, að þeir séu ekki þegn- skylduv'innunnar meðfæri. Athugi menn nú framanrituð um- mæli þegnskyldumanna, þurfa þeir ekki að ganga þess duldir hvert sé hlutverk þegnskylduvinnunnar. Og eg býst við, að flestum muni finnast viðfangsefnin ærið stórkostleg. Eg hygg að fullyrða megi, að sú upp- eldisaðferð sé óþekt, sem á þrem mánuðum hafi upprætt alla þá vel- sæmisbresti, sem hér að framan eru taldir. Hingað til hefir hvorki mannsandinn né líkaminn reynst svo þjáll viðureignar, að á þrem mánuð- uðum yrði þar miklu um þokað, jafnvel þó að góð skilyrði væru fyrir hendi. Þó að þjóðin sé enn, ef til vill, ekki eins meingölluð og hér að fram- an er talið, þá eru þjóðbrestirnir samt svo margir, og miklir, að þI‘ig'gja mánaða þegnskylduvinnu, eftir 17 ára aldur, er gersamlega um megn að ráða nokkura verulega bót á þeim. Og það eitt ætti að vera nægileg sönnun þess, að enn er ekki kominn tími til að lögleiða jjegn- skylduvinnu. En jjó eru enn ótalin stekari rök, sem taka betur af skarið. Frh.J SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Colvwnbia Press, Limited Book, and Comme-rcial Printera Phone Garry24^ P.O.Bo*3172 WWNIPIG Heilrœði. (pýtt). Bú þú til kistil úr borðviði sterkum, boraðu, feldu þar kvisti við kvist; smíöaðu traustlega, vandur að verkum, vertu nú hagur, það ríður á list. Úr hreinasta stáli haf lamir og lás, læstu svo niður þar hugsana rás. Og hugsi sér einhver að hnísast þar inn í, þá hlæjandi seztu á kistilinn þinn. Lokaðu niður öll vonbrigða vikin vinar þíns hjarta og ástsælu þrár, feldu þar líka sorgina og svikin særandi leyndarmáls beizkjufull tár, snúðu svo lyklinum, ljúfurinn minn, láttu’ engan sjá oní kystílinn þinn. Já, seztu á lokið með léttúðar brosi og láttu’ engan sjá oní kystilinn þinn. Yndó. * SóLiSKIN Sólkerfið okkar. Þið sjáið sólina á himnum á dag- inn og stjörnurnar á kveldin. Bæði sólin og tunglið og stjörnurnar leika í lausu ilofti i geimnum og ganga vissa braut og snúast um leið. Hvernig þetta er skiljið þið ekki enn þá, en Sólskin kannske skýrir það fyrir ykkur smátt og smátt, eft- ir því sem hægt er. Þáð sem við köllum sólkerfið er sólin með Jjeim hnöttum sem fara í kring um hana og þeim tunglum sem þeir hafa. Þáð er álitið að til séu mörg sól- fcerfi, enginn veit hvað mörg. En menn vita talsvert um sólkerfið ofekar. Þeir vita hvað margir lmettir ganga í kring um sólina og hvað langt Jjeir eru frá henni, og margt fleira. Sá timi sem >þarf til ]>ess fyrir einhvem hnött að fara i kring um sólina er fcaliaður ár. Jörðin er einn af þeim hnöttum og 'hún er 365 dag að fara í kring um sólina og Jjess vegna hefir árið á jörðinni 365 daga og einum degi fleira fjórða hvert ár. — Það köl1- um við hlaupár. Hér eru nöfn helztu hnattanna í sólfeerfinu okkar; fjarlægðir þeirra frá sólinni, lengd ársins á þeim og tunglafjöldinn sem þeim fylgir: N’al'11 Mílur frá sól Ái-slengd £ Merkúríus 36,000,000 88 da. Venus 67.000,000 224 da. Jörðin 93,000,000 365 % da. Marz 142,000,000 686 da. Júpíter 483,000,000 12 á,r Satúrnus 886,000,000 29t£ ár Úranus 1,782,000,000 83 ár Neftúnus 2,792,000,000 165 ár I þriðja dálkinum eru árslengdir á hnöttunum; það er að segja sá tími sem það tekur hnöttinn að fara í kring um sólina; og við mælum það með okkar dögum og ár.um. Þegar við J>ví segjum að ár Neftúnusar sé 165 ár, það þýðir það að meðan Neftúnus fer einu sinni i kring um sólina, fer jörðin í kring um hana 165 sinnum. Ef við því hefðum getað sett merki þar sem Neftúnus var árið 1751, þá hefðum við s'éð að hann væri um það leyti að feomast Jjangað aftur núna árið 1916. — Er það ekki langt ár? I,—150 GÁTUR. I. Aldis og María hirtu eggin fyrir mömmu sína. Einn dag sá Aldís að nokkur egg voru í ferköntuðum hólma úti í ferkantaðri tjörn, eins og hér er sýnt: Hún hafði engin ráð með að kom- ast út i hólmann og l$t því eggin vera. Næsta dag sá Maria eggin. Hún hafði tvo planka ; 'en hvorugur þeirra var alveg nógu langur til þess að ná tit í hólmann. samt lét hún þá þannig að hún gat notað þá og náð eggjunum. Hvernig fór hún að því ? II. Ef $14,50 skiftast á milli 50 bania þannig að stúlkurnar fá 25 cent hver en piltarnir 30 cent, hver, hve margar eru þá stúlkurnar? sói_.ssziisr. BARNABLAÐ LÖGBERGS I- AIU WTNNTPEG. 24. ÁGÚST 19J6 Bréf Kæri herra ritstjóri Lögbergs! . . Mjög er það ótrúlegt að nokkur, sem þekkir þig, efist um að þú sért sanngjarn og hreinskilinn, og þolir því vel, að þér sé borgað í sömu mynd, hreinskilni,—þolir athuga- semd, og að þér sé bent, jafnvel af þér óvitrari mönnum. Og því er það nú að eg skrifa þér jjessar fáu línur, og þá um leið að mér finst að “Sólskin”, bamablað- ið í Lögbergi, sé farið að tapa til- gangi sínum, eða þeim tilgangi, sem mér í fyrstunni sýndist að það ætti að hafa. — Eg skildi það, sem svo að þú ritstjórinn sjálfur (eða þá einhverjir fullorðnir menn) ætluðu að skrifa litlar sögur eða smáar greinar til að vekja smekkvísi jjeirra og gefa Jjeim eitthvað skemti- legt eða hugðnæmt umhugsunarefni. — En í þess stað eru börnin látin eftir eigin vild skrifa í blaðið allra handa bamaskap, sem raunar ekk- ert hefir að þýða, nema taka upp plássið i blaðinu, og fullnægja þeirri hégómadýrð barnsins að sjá, eða heyra lesið, nafnið sitt í blaðinu. — En nú er það ekki virkilegleiki að börnin skrifi sjálf í blaðið á þeim aldri, sem að stendur á þeim, undir greinum þeirra; til þess að sjá það Jjarf ekki neinn mannfræðing, eða þekkingu á sálarlifi bamsins. Fyrir fullorðna að skrifa þetta fyrir þau, eða hjálpa þeim að mestu leyti til, getur auðvitað verið kærleiksríkt og gott, — en það hefir sína ókosti; ef að barnið sér, eða heyrir lesna grein frá sér, með nafninu sínu undir, sem það hefir hvorki hugsað, stýlað, né skrifað sjálft, — þá er hætt við að gleði jjess verði ekki eins mikil, og annars, ef það hefði sjálft haft fyrir því öllu, og hætt við að það finni hjá sér vantraust næst, og næst, þegar það á að fara að skrifa frá sínu eigin brjósti í “Sólskinið sitt litla”. Ef að þau, börnin, væru látin erfiða við það sjálf: hugsa, stýla og skrifa greinina sína eða bréfið sitt, þangað til það er orðið fullboðlegt í blaöið, (auðvitað ekki neita Jjeim um bendingu eða litla aðstoð við það), þá mundu þau prika sig enn betur áfram; og hinar ófullkomnu og barnslegu hugsanir þeirra verða enn betur meðteknar af þeirra litlu jafnöldrum, og jafnvel af hinum fullorðnu. Litlar greinar og áhuga- vekjandi sögur, sem geta gefið börnunum heilnæmt umhugsunar- efni eru ágætar; svo sem um það, hvernig svo margur kærleiksrikur faðir og móðir hafa þurft að beita stundum hörðu við bömin sin, þau börn, sem ekki vildu gangast upp við ýmsar kærleiksrikar tilraunir, og skynsamlegar fortölur; og jafn- vel um það, hvernig guð hefði stundum orðið að beita hörðu við suma menn til að gera þá góða,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.