Lögberg - 12.10.1916, Síða 6

Lögberg - 12.10.1916, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER 1916. DAVID BOWMAN C0AL1SLY c0' Við seljum eftirfylgjandi kclategundir SCRANTON harð kol, Y0UGH10GHENY fyrir gufuvélar, POCOHONTAS reyklaus, VIRGINIA og LILY járnsmiðju kol Kol frá Canada fyrir gufuhitun: GREEN HILL, reykjarlaus kol tekin úr námum nálægt Crow’s Nest Pass. I Til brúkunar í heimahúsum: Lethbridge Imperial Lump Kol Pembina Peerless Kol og) Maple Leaf Souris Kol Aðalskrifstofa: Yards: Confederation Life Bldg. 667 Henry Ave. 461 Main St. Tals. Main 3326 Tals. Garry 2486 Heilbrigði. HeilbrigöisráðitS í bænum hefir tekiö sér þaö fyrir hendur aö gera meira framvegis tjl þess aö fræða fólk um heilbrigöi, sjúkdóma og ráð við þeim eða varnir, en gert hefir veriö að undanförnu. Er í þessu skyni verið að safna alls konar upplýsingum og draga sam- an í einföldu máli og skiljanlegu og stuttum skýringum það helzta, er mönnum megi verða til liðs í því efni. Vonasl heilbrigðisráðið eftir að geta komið i veg fyrir mikið af veikindum á þennan hátt og fækk- að dauðsföllum til stórra muna. Sóttvarnar, sóttlýsinga og sótt- lækninga bæklingum verður innan skamms útbýtt meðal bæjarbúa ókeypis, og ættu menn að fara með það á annan hátt en venjulegar aug- lýsingar, sem flestir kasta í eldinn. Þessar reglur og upplýsingar verða mikils verðar og áríðandi hverju heimili og ættu því að geymast og lesast og lærast. Sumt af því sem þegar er í und- irbúningi er það sem hér segir: “Óhreinir ísskápar orSaka oft veikindi og dauða. Borgari landsins sem í “dag” er ófullkominn er í mörgum tilfellum bamið sem i “gær” var veikt. HVer maður er að miklu leyti sinnar eigin heilsu smiður. Það eru bömin sem ríður á að vernda. Berklaveiki er sóttnæmur, verj- anlegur og læknandi sjúkdómur. Nóg fæða og góð, opinn gluggi og hreint vatn vemda heilsuna. Óhreinar hendur valda veikind- um. Heilsan er innieign í banka nátt- úrunnar. Óhreinindi og óiþrifnaður vekur upp flugur og flugur valda' veik- indum. Það er heimska að menta unga fólkið og láta það svo hrynja nið- ur af taugaveiki. Hreyfingar úti undir beru lofti eru miklu heilnæmari en hreyfingar inni fyrir i leikfimis húsum. Rottur eru dýrustu skepnur sem fólkið fæðir. Samkvæmt áætlun kvikna 900,- 000 flugur í hverju tonni af haug að meðaltali. Það em áhyggjur en ekki vinna sem styttir lífið. Kalt bað á hverjum morgni er bezta meðal fyrir litarháttinn. Dauðsföll af taugaveiki hafa í Bandaríkjunum fækkað um helm- ing síðan árið 1900. Ef hreinu lofti er andað inn í lungun, eins miklu og mögulegt er og oft á dag, getur það lengt æfi manns um mörg ár. Þar sem engar flugur eru, em fáar jarðarfarir. Hærra kaup veldur betri heilsu; betri heilsa gerir betri borgara, betri borgarar skapa betri þjóð. Kák í hteilbrigðismálum er þjófur heilsunnar. Það er ekki öllum gefið að verða frægir menn, en allir geta verið hreinir. Ef þú sáir hreinlæti uppsker þú heilsu; ef þú uppfeker heilsu öðlast þú langlífi. Jámbrautar vagnar væru ekki ó- heilnæmir ef það væri ekki fyrir þá sök hvernig fólkið í þeim hegðar sér. 1 Það er heimskulegt að hafa fall- egan vasaklút, en gleyma því eða vanrækja það að hafa hann fyrir munninum þegar þú hóstar eða hnerrar. Engar verur nema mennirnir fá taugaveiki. Mislingar deyða yfir 11,000 börn í Ameríku árlega. Vírnet fyrir gluggum og dyrum ver mörgum sjúkdómum. Fingur, flugur og fæða breiða út taugaveiki og tæringu. Böm frá hreinlátum heimilum taka betri framförum í skólunum, en þau sem em frá óhreinlegum heimilum. Bezta og verðmesta uppskera í Vesturheimi eru börn. Vindlaskerinn á opinberum stöðum er heilsuspillir. Taugaveiki í hverju héraði er í beinu hlutfalli við skynsemi íbú- anna. Kighósti verður árlega 15,000 börnum að bana. Hleypið inn sólskininu; opnið dymar oft og opnið þær vel. Ljósið hreinsar og gerir húsin heilnæm. Hreinn munnur er ómissandi til þess að geta haft góða heilsu. Líkamsæfingar fyrir börnin eru áríðandi fyrir heilsuna þegar árin fjölga. Höfuðverkur er aðvöran náttúr- unnar um það að heilsuvélin sé í ólagi. Byssukúlur drepa hundruð þús- unda, flugur drepa miljónir. Lífið er stöðugt stríð við dauð- ann. Þétta og ótal margt fleira ætlar heilbrigðisráðið að skrifa um og láta auglýsa í blöðunum, sýna ýmis- legt um það í hreyfimyndum; láta tala um það og skýra það í opinber- um ræðum og fyrirlestrum; prenta það í bæklingum sem um alt verða sendir o. s. frv. Ur bygðum Islendinga 13. sept. Þegar eg kom út í morg- un var hann bálhvass á norðan, kollheiðinn, blikaður í austri, bjart- ur á fjöllin; snjóhvítir drangarnir spegluðust í morgunsólinni frost- laust. Heiðríkt siðan um hádegi, vindur á vestan og lítur þurklega út. Klukkan níu fyrir hádegi fékk eg símafrétt um að John A. Simp- son væri látinn og jarðarförin færi fram kl. 2 e. h.. Sendi eg orð á næstu bœi og beið til kl. 12 á hádegi, keyrði svo til Innisfail og var við jarðarför hans, var hún fjölmenn en fátt af íslendingum. Hann var þingmaður okkar í 18 ár. 1894 var hann fyrst kosinn á Territorial þing i Regina og skt þau öll árin til 1905, en á fylkisþingi frá 1905 til 1912, ér hann varð í minnihluta með 5 atkvæði. Hann var vel látinn af öllum sem kyntust honum. Hann var lengi verkfæra og viðarsali og ýmist í skólaráði eða bæjarstjórn og nú bæjarstjóri í Innisfail, þar sem hann hefir alið aldur sinn í 23 eða 24 ár, og allan þann tíma verið .persónulegur vinur minn, og öllum íslendingum sérlega vel viljaður. Nú síðustu árin var hann aðstoðar þingforseti fylkisins. Hann mun hafa verið 62 ára, lætur eftir sig ekkju og 4 'böm uppkomin, 2 gift. Hann var vel mentaður maður oð víðlesinn og átti stórt bókasafn, vel kunnugur fomsögum norður- landa og bygging Englands, Skota og Ira, Frakka og Skandinava. — Þótt hann byggi í bænum, hafði hann búgarð þrjár mílur frá hon- um beggja megin árinnar og annan fvær mílur norðaustur frá minu landi, er hann leigði. — Hann dó af slagi. /. Björnson. Innisfail 12. sept. 1916. Hér hafa verið stórfeldar rign- ingar í þrjá undanfarna mánuði svo ekki hefir komið hér annað eins óþurka sumar i síðastliðin 17 ár, en enn þá hefir ekki fest snjó hér, þó verið hafi hér hráslaga kuldi upp á síðkastið, og svona er það í kveld. Eyðileggja ætla sér, akra og heyja forðann, skýja klakkar kolsvartir og kalsa regn á norðan. Svona er það nú hátíðlegt hjá mér, og þessu likt er alstaðar hér kring- um mig, nema á sandhæðunum og bökkum Medicine árinnar. Þar er búsæld í svona árferði, þá eru feitu kýrnar að bæta upp þær mögru fþurka-árin). Eg á eftir að slá 60 ekrur, bara búinn með fimm. En til hvers er að deila við dómarann eða láta sér bregða, heldur segja: Komi hingað sól og sumar 'svo að akrar þomi, heiðskírt loft og heitir vindar hásunnan að morgni. Svo fer eg að sofa og sjá hvort eg verð eins heppinn og gamli Hall- grímur Pétursson. Eitt sinn í ó- þurkatíð átti hann að hafa kveðið þessa visu og getað ráðið vindi og veðrum, eftir þjóðtrúnni: Blási sunnan kylja kná komandi dags að morgni, skini sól í heiði há heyið mitt svo þomi. Nú er komið miðvikudagskveld Vatnabygðir. Kennaraþing var haldið í Wyn- yard 28.—29 September og var .mjög fjölsótt. S. S. Bergmann bæjarstjóri byrj- aði þingið og bauð alla velkomna. Embættismenn voru kosnir fyrir kennarafélagið og eru meðal þeirra þessir Islendingar: Ungfrú Sigríð- ur Christjánsson frá Wynyard, skrifari, ungfrú S. J. Björnsson frá Sleipnir og ungfrú Anna Grandy frá Mjozart. Árni Kristinsson sveitar- skrifari frá Elfros flutti erindi á þinginu um kenslu í borgaralegum skyldum og stjórnmálum. Á eftir þinginu var gestunum haldin vegleg skemtun í Draum- landi. Húsfrú S. J. Thorsteinsson söng þar einsöng sem dázt var að. Séra H. Sigmar stýrði samkomunni. Paul G. Thorláksson frá Wynyard og kona hans eru nýflutt til Leslie, hefir Paul fengið þar stöðu við kornkaup. Wynyard Advance segir frá því 5. Okt. eftir blaði í Iowa, að pró- fessor G. G. Guðmundsson forstjóri verzlunardeildarinnar í Iowa bæjar- skólunum hafi fengið heiðurspening úr gulli (hxztu verðlaun, sem þar eru veittj fyrir bezta frammistöðu í hvaða verzlunarskóla sem er í rík- inu. Landinn spjarar sig víða. Sama blað segir frá því, að 29. September hafi séra H. Sigmar gef- ið saman í hjónaband þau Önnu Sofíu Jóhannsson frá Hólum og Kristinn Ólaf Paulson frá Quill Plains að heimili brúðarinnar. Snjór mikill féll í Vatnabygðun- um í vikunni sem leið. Byrjaði að snjóa á þriðjudaginn 3. þ.m. og hélt stöðugt áfram þangað til um hádegi á miðvikudaginn. Sleðafæri var komið á fimtudaginn, og tefur þetta þreskingu talsv’ert lengi. Kona myrt. Sumarhús auðmanns frá Boston brann 28. september. Þegar farið var að leita í rústunum fanst kona eigandans þar. hafði hún fallið niður um gólfið ofan í kjallara, var vatn í kjallaranum og hafði höfuð konunnar lent í pollinum og þvi ekki brunnið. Kom það þá í ljós að hún hafði verið barin til dauðs og hengd sömuleiðis, snæri tvívaf- ið utan um hálsinn á henni. Er álitið að húsið hafi verið brent til þess að leyna glæpnurífT en svona tekist til hver sem að glæpnum er valdur. Maðurinn hefir verið ték- inn fastur. .John Costigan látinn. John Costigan, liberal þingmaðurj í efrideildinni í Ottawa lézt fyrra mánudag að heimili dóttur sinn- ar Mrs. Armstrong. Costigan vár 86 ára að aldri. Hann var í ráða- neyti Sir John Macdonalds, frá 1882—1892, einnig í Tompsons stjóminni og síðar í stjórn Sir McKenzies Bowell og Sir Charles Tuppers. Costigan yfirgaf aftur- haldsflokkinn 1896 vegna skóla- málsins, og var þingmaður þangað til 1904; þá var hann skipaður í öldungaráðið. Hafði hann þá vér- ið þingmaður í 37 ár. Alls var hann þingmaður i hálfa öld, og eru þeir fáir sem því ná. Kristján Konráð Davíðsson. Hcnnaflur yí 223. hcrdeildinni. Dáinn 16. Maí 1916. Með æsku þrá á frjálsri fold og fjör til starfs að hvetja, hann vildi reynast móður mold sem mögur kær og hetja. Því kvaddi hann sinn heima garð þar höfðu liðið árin, sú stundin heilög vinum varð er viðkværrt feldu tárin. Hann ungur var en þekti iþó hið þunga kall að stríða, með göfugt hjarta, hug og ró við hverful föllin tiða. en frægð og líf er lögum háð á leiðum veikra manna, og oft er stuttu stigi náð í straumi framsóknanna. Á meðan brann í brjósti þrá að bjarga þjóð og landi var fcallað ströndu fjarri frá með forlög órjúfand'i. Kom, hrausti sveinn með hetjulund / ............. ÞAÐ BORGAR SIG EKKI að kaupa lélegar vörur til heimanotkunar, hversu lítil- fjörlegur sem hluturinn er. Það er með eldspýtur eins og með alt annað að það borgar sig að kaupa það bezta. EDDY’S “SILENT PARLOR” spara þér tíma og óþaeaindi, því auðveldlega kviknar á þeim, þær eru hættulausar, áreiðanlegar og hljóð- lausar. Biðjið altaf um “EDDY’S" ^ M og hvíl þig nú í friði, á jörð er lokið stuttri stund og stefnt að hærra miði. Við beygjum hné því drengur dó sem duga bræðrum vildi, það veitir særðum vinum fró með von i ‘helgu gildi. Nú grætur móðir svinnan svein, en sæl er endurminning, því gengin leiðin ljómar hrein með lífsins sigurvinning. M. Markússon. Fyrir hönd hjónanna Sigríðar og Andrésar Gíslason, að Dog Creek. Mánitoba. HAUSTVEIKI. Taugagigt, liðagigt og vöðva- gigt er fólki hætt við að fá um þennan tíma árs. pess vegna er nú tími til þess að nota Trin- er’s Liniment til þess að eyða þjáningum hættulaust. pað er að eins áburður, en má ekki takast inn. Verð 70 cent. Um þennan tíma árs er fólki líka hætt við kvefi í höfði og brjósti ásamt hósta, slímhimnubólgu, hálssæri o.s,frv. Dragið það ekki að nota Triner’s hósta- meðal, sem er fljótvinnandi og örugt meðal, Verð hið sama. Joseph Triner Manufacturing Chembist, 1333—1339 S. Ash- land Ave., Chicago, 111. Æfiminning. Merkiskonan Hólmfríður Björns- son andaðist 30. ágúst í sumar að heimili sínu nálægt Helsel, N.-Dak. Hólmfríður sáluga var fædd á Þúfnavöllum í Eyjafjarðarsýslu árið 1853. Hún var dóttir Sigurð- ar bónda Kristjánssonar og Þóra Þorláksdóttur konu hans. Ólst Hólmfríður sáluga þar upp með foreldrum sínum til tvítugs aldurs, en þá fluttu foreldrar hennar vest- ur til Skagafjarðar. Fáum árvun eftir að þau fluttu frá Þúfnavöll- um andaðist faðir hennar, en ekkj- an bjó enn um skeið með börnum sínum, .en brá síðan búi og fluttist vestur um haf, til Nýja íslands í Canada. Árið 1878 giftist Hólmfríður heitin eftirlifandi manni sínum Þorláki Björnssyni, bróður Símon- ar heitins Dalaskálds. Bjuggu þau hjón fyrst heima í nokkur ár, en fluttu til Ameríku árið 1883. Þau settust að í Pembina County í Norður Dakota og hafa búið þar jafnan síðan, fyrst í hinni svo kölluðu Mountain bygð og nú um mörg ár nálægt Hensel, N.-Dak. Þriggja barna varð þeim hjón- um auðið; einnar dóttur sem lézt fyrir nokkrum árum, þá um tvítugt, og tveggja drengja sem nú sturida bú með föður sínum heima. Hólmfríður sáluga var hæglát 1 dagfari og fálát í viðmóti, en vin- föst og trygg þeim, sem vináttu hennar náðu. Manni sinum var hún ástrík eiginkona og bömum sínum umhyggjusöm móðir. Hún var búsýslukona mikil, enda lánað- ist þeim hjónum búskapurinn vel, — voru að efnum og búnaðarlegum framförum í fremstu röð bænda i sinni sveit, og hafa þó víst fáir miðlað örlátara af efnum sínum en þau hjón, enda var Hólmfríður sál- uga hin mesta gestrisnis og greiða kona, og heimili hennar jafnan annálað fyrir rausn, var hún þar sem í flestu öðru manni sínum samhent. Auk allra þeirra sem nutu gestrisni hennar og umhyggju, mun margt fátækt og hjálparþurfa fólk nú blessa minningu þessarar göfuglyndu konu, sem reyndist þeim jafnan örlátur vinur og njálp- fús nágranni. Hlvað verður annars betra sagt um nokkra manneskju en það, að hún ihafi rækt allar sínar skyldur með gaumgæfni, látið alstaðar gott af sér leiða og vandað framferði sitt í öllum orðum og gjörðum? og einmitt þettað mátti með öllum rétti segja um þessa merkiskonu. Eða getur nokkur reist sér veglegri minnisvarða en saknaðartár fátæk- linganna, sem hann hefir satt, og blessunaróskir munaðarleysingjanna sem hann hefir klætt? Hömiuð af öllum vinum og vandamönnum, og virt af öllum sem hana þektu legst hún nú til síð- ustu hvíldar, “dáin en ekki gleymd”, því verkin hennar gleymast ekki, þau geymast í þakklátum endur- minningum okkar allra sem hennar nutum. Vintir hinanr látnu. 2 S6LSKIN 8 6 |j S K I N Nú fór Jón að tína á metaskálina góðverka megin, þar til loks hún seig svo niður að hin lyftist upp (syndaskálin), því að dýrin, sem hann í lifanda lífi hafði gert svo margt rangt til voru svo þung. En mörgum aumingja manni líkamlega þurfandi og andlega niðurbeygðum hafði Jón gert gott, svo skálamar voru við það að jafna sig, en þó munaði svolitlu, en nóg til þess að Pétur vildi ekki sleppa Jóni inn. — “petta fór illa, Jón minn”, sagði Pétur og stundi, “þú verður að fara héðan, dýrin hrópa á móti þér.” En rétt í því að Jón hryggur, og niðurbeygður, ætlaði að fara burt, skreið ofurlítil mús upp á skálina góðverka megin. Skálarnar vögguðu sér ofur rólega í jafnvægi, og mundangið vísaði rétt. Pétur sagði: “Farðu ekki, Jón, komdu inn; kærleikurinn hefir sigrað. pú hefir fundið náð fyrir hásætinu.” — Músinni stóð þannig á: að einu sinni mætti Gunna litla dóttir Jóns kisu með lifandi mús í kjaftinum, sem*var óttalega hrædd, og leit svo angistarlega alt í kring um sig, vonandi eftir ein- hverri hjálp. Gunna litla flýtti sér, þreif kisu upp, hljóp með hana til pabba síns og bað hann að taka þessa litlu mús úr kjaftinum á kisu, því hún var hrædd að gera það s.jálf. Pabbi hennar komst við af kærleika til barnsins, og af kærleika litlu stúlk- unnar til músarinnar, hann tók við kisu, og tók þannig liðlegu taki um háls kattarins að hann slepti músinni þegar, og var hún enn ekkert særð. — petta var músin sem að skreið upp á skálina góðverka megin, og var orsök. til þess að Pétur sagði: “Komdu inn, Jón. kærleikur dóttur þinnar til músarinnar frelsaði hana; og þig með því að vekja kærleika hjá þér.” — Eins frelsar kærleikur Jesú Kriste til mannkynsins, til allra manna, þeg- ar alt annað brestur, og gerðir mannanna sýnast ekkert ætla að duga. — pessa sögu sagði faðir 10 ára gömlum syni sínum, sem hann kallaði Frank. — Frank litla þótti ósköp vænt um allar skepnur og var fljótur til að liðsinna þeim og hjálpa þegar þær áttu eitt- hvað bágt, hann tók fjarska vel eftir sögunni. Og svo spurði hann: “Heyrðu pabbi! heldurðu að hann Jón hefði ekki komist inn í himnaríki, ef að litla músin hefði ekki skriðið upp á vogina réttu megin ?” “Eg skal segja þér það á morgun”, sagði pabbi hans, “en farðu nú og gerðu það, sem manna þín var að segja þér, því eins og þú veizt hefi eg beðið hana að segja þér ekki nema einu sinni það, sem þér er ætlað að gera, en láta mig vita ef að nokkur undandráttur eða vanræksla verður á því.” Daginn eftir spurði Frank pabba sinn: “Heyrðu pabbi! Hvemig var það með hann Jón í himna- ríki og músinu ? pú Iofaðir mér að segja mér það í dag.” “pú veizt það”, sagði pabbi hans, “að eg er strangur að þú svíkir aldrei loforð þín, þess vegna er rétt af þér að ætlast til þess sama af mér. Farðu nú á bankann og bið þú bankastjór- ann um þúsund dollara, og kom þú með þá, og passa þig að tína þeim ekki.” — Frank litla þótti þetta í meira lagi heiðarleg sendiför, að mega nú fara á bankann, og vera trú- að fyrir 1000 dollurum, og gekk nú heldur greitt þar til hann stóð inni í bankanum. “Viljið þið segja bankastjóranum að eg eigi að fá hér þúsund dollara”, sagði Frank við einn manninn í bankan- um. — “í hvers nafni biður þú um það?” Eg bið um það í mínu eigin nafni”, sagði Frank litli dá- lítið hreykinn. “Mikið flón getur þú verið, þú færð engan dollar hér,” sagði bankamaðurinn, sneri sér snúðugt við og fór burtu. Aumingja Frank varð alveg hissa, leit stórum augum á ejtir honum og labbaði því næst burtu heim á leið, í hægðum sínum. “Kemur þú með peningana?” spurði faðir hans þegar hann kom heim. Nei, eg fekk enga peninga”, sagði Frank, heldur daufur á svipinn. “f hvers nafni baðst þú um þá ?” spurði faðir hans þá. “í mínu eigin nafni”, sagði Frank. “ó, já,” sagði faðir hans, skrifaði nafnið sitt á blað undir fáeinar línur, sagði Frank að fara með þetta og biðja um sömu peningaupphæð (1000 dollara) í þessu nafni. — Að litlum tíma liðnum kom hann hlaupandi mjög glaður og fékk föður sínum þúsund dollara, sem hann sagðist hafa fengið strax umsvifalaust þegar hann nefndi nafn föður síns, sem stóð á miðanum, sem hann fram- vísaði. — Faðir hans brosti góðlátlega og sagði: “Af þessu getur þú, elsku drengurinn minn, dregið dæmi með “Jón”. Hefði hann aldrei bjargað mús- inni, og gert þannig ofurlitla uppbót á vondri breytni sinni í lífinu gagnvart skepnunum. pó hann gæti ekki komist inn í sælustað framliðinna fyrir sína eigin brejrtni, í sínu eigin nafni, þá hefði hann trúlega komist það í nafni þess, sem okkur er kent að sé einhlítt þegar alt annað bregst, sem er nafnið Jesú Krists, einkum hafi Jón treyst honum í lífinu og viljað vera hans vinur. — J. Briem. Gelerts gröf. Jón Englandskonungur var grimmur maður. Það var tvent sem honum þótti þó mjög vænt um, það var Jóhanna dóttir hans og hundur sem hét Gelert. Þegar Jóhanna giftist Lewelyn prinsi af Wales, gaf hann þeim hundinn í brúðargjöf. Llewelyn var veiðimaður mikill og þótti honum fjarska vænt um hundinn. í fyrsta skifti sem hann fór með Gelert með sér á veiðar el’ti hann upp villidýr og náði því hjá kletti, sem nú heitir Gelert klettur. Gelert var vanur að gegna tafarlaust þegar Llewelyn blés í lúður sinn. En svo var það einn morgun að hann gegndi ekki. Llewelyn blés þriðja skifti; blés lengi og kallaði: “Gelert! Gelert!”. En hundurinn kom ekki. Llewelyn fór því hundlaus á veiðar. Þann dag gekk honum samt illa, því Gelert vaT vanur að vera honum hjálplegur við dýra- veiðarnar. Þegar Llewelyn kom heim var hann þreyttur og í illu skapi; en hundurinn kom hlaupandi á móti honum með munninn allan löðrandi í blóði. aftur, en það fór á sömu leið. Hann reyndi í Það var eitthvað einkennil’egt sem lýsti sér í augum hundsins, sem sagði Llewelyn að eitt- hvað hræðilegt hefði komið fyrir. “Hefir hundurinn virkilega orðið vitlaus og drepið einhvern?” sagði Llewelyn. Einhver grunur kom honum í hug svo skelfi- legur að hann vissi ekki hvað hann átti að gera. Ilann átti son sem var ársgamall, og þegar Gelert var ekki á veiðum, var hann altaf hjá barninu. Llewelyn flýtti sér inn í herbergið þar sem barnið hafði sofið þegar hann fór, og hundur- inn fylgdi honum. Llewelyn brá sverði þegar hann kom inn og lirökk aftur á bak með skelfingu. Stór blóð- pollur var á gólfinu, vaggan á hvolfi og barnið sást hvergi. Gelert lagðist niður hjá vöggunni, snuðraði alt í kring um hana og ýlfraði biðjandi og aumkunarl'ega. Llewelyn var hamslaus af reiði, hvesti aug- un á Gelert og rak sverðið í gegn um hjartað á honum og hrópaði í bræði: ‘ ‘ Kvikindið þitt! Þú hefir drepið barnið mitt.” Hundurinn rak upp ógurlegt hljóð, starði á húsbónda sinn og dó. í því bili hevrðist barnshljóð undir vögg- unni. Jjlewelýn fann þar drenginn sinn alveg ómeiddan þar sem liann hafði sofið, og var dauður úlfur undir höfðinu á honum; en hann hafði vaknað við hljóðið í hundinum. Nú sá Llewelyn hvers vegna það var að Gelert liafði ekki gegnt honum um morguninn. en nú var það of seint. Vesalings hundurinn hafði vitað það eða fundið á sér að úlfur var í nánd og því ekki viljað fara; svo hafði hann lagt líf sitt í hættu til að bjarga barninu. Llewelyn var frá sér numinn af sorg: “Eg get ekki lífgað þig aftur, vesalings Gelert”, sagði hann, “en eg skal aldrei glevma þér og trygð þinni.” Og svo gróf hann Gelert hjá Klettinum sem ber nafn hans, og í margar aldir hefir ferðafólk haft það fyrir sið, þegar það fer þar fram hjá, að kasta steini á gröf hans. Þar hefir nú mynd- ast heljar mikill hóll, og er kallaður Gelerts hóll eða Gelerts gröf. Þetta er sönn saga. v

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.