Lögberg - 12.10.1916, Page 8

Lögberg - 12.10.1916, Page 8
8 LuUBEEG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER 1916. Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar. Geymsla jarðarávaxta á vetrum. Ur bænum María Magnússon piano kennari á heima a5 940 Ingersoll. Talsimi G. 1310. Þeir sem kenslu óska gefi sig fram sem fyrst. Eggert Borgfjörð frá Árborg fór noröur til Winnipegosis fyrra mánu- dag og veröur norður á v'atni til fiskiveiöa í vetur. Ragnar Johnson. kaupmaður fr;j Narrows kom til bæjarins á fimtu- daginn meö 80 sauðkindur til sölu. Hann fór heim aftur á föstudaginn. Lárus Árnason frá Leslie, sem nú er kominn á gamalmennaheimilið á Gimli, kom til bæjarins á fimtu- daginn. Með honum var Lloyd son- ur hans. Lárus er steinblindur, eins og getið hefir verið áður, en lætur ágpetlega af verunni þar nyrðra. Lárus Beck frá Beckvillebygð var hér á ferð í vikunni sem leið. Lár- us er þriðji maður frá V. Beck á Geitaskarði. Hann er póstmeistari þar ytra og ber pósthúsið nafn hans. Hann sagði engar fréttir aðr- ar en þær, að grasspretta væri betri en nokkru sinni áður sem hann myndi eftir. Þresking sagði hann að gengi seint sökum rigninga. Lár- us fór heim aftur á sunnudaginn. Theódór Jóhannsson frá Glen- boro kom hingað til bæjarins á mánudaginn til þess að leita sér lækninga og dvelur hér um tíma. Hann kvað þresking langt komna vestra; meðal uppskera; í kring um 12 mæla af ekrunni, en fremur lé- legt. A. P. Jóhannsson brá sér norður til Árborgar á föstudaginn , verzl- unarerindum. Pétur Anderson frá Leslie kom til bæjarins á föstudaginn. Hann er að flytja hingað til bæjarins og kem- ur fjölskylda hans í byrjun Nóv'em- ber. Hann kvað snjó hafa fallið þar vestra svo mikinn, að sleðafæri hefði verið á fimtudaginn. Þresk- ing hefir tafist þar mjög sökum rigninga og snjóa, en þó er talsvert komið áleiðis með hana. Uppskera mjög misjöfn; að meðaltali 10—15 mælar af ekrunni, en sumstaðar ekki nema 3 mælar—sumstaðar aftur á móti 20—25. Björn Benediktsson frá Bjarga- stöðum í Miðfirði fer heim til ís- lands á Goðafossi; hann kom hingað vestur fyrir fjórum árum og hefir víða farið, þar á meðal út í Graham eyju. Ekki fanst honum mikið til um þá paradís. Ingibjörg Þórarinsson, kona séra Bjarna Þórarinssonar fór norður til Langruth á fimtudaginn og býst við að dvelja þar um tveggja vikna tíma. Hún er þar velkominn gest- ur, eftir því sem fólki liggur orð til hennar, því hún hafði verið frá- bærlega vel kynt meðan þau hjón dvöldu þar. Benedikt kaupmaður Rafnkelsson var á ferð i bænum í vikunni sem leið í verzlunarerindum. Sigurður Baldwinsson frá Narr- ows var hér á ferð á fimtudaginn. Hann býst við að selja löndum sín- um ódýran fisk í vetur eins og i fvrra og auglýsir hann það bráð- lega. Friðrik Olafsson, sem hér hefir dvalið i sumar, fór út til Winipeg- osis á miðvikudaginn. Hann býst við að dvelja þar norður frá vetrar- langt á heimili dóttur sinnar og tengdasonar. Helgi Jónsson klæðskeri og kona hans fluttu alfarin út til Winnipeg- osis á miðvikudaginn var. Helgi hafði farið þangað áður snögga feri5 til þess að skoða sig um. Húsfrú Ingveldur Johannsson frá Otto var hér á ferð í vikunni sem Ieið. Hún sagði engar fréttir nema líðan fólks þar ytra fremur góða yfirleitt. Jón Magnússon frá Grunnavatns- bygð, sonur Magnúsar Olafsonar og Eygerðar yfirsetukonu, er sagður fallinn í stríðinu. Wynyard Advance getur þess, að Carl A. Anderson hafi flutt erindi á kennaraþinginu um nauðsyn þess, að heili, hönd og hjarta ynnu sam- an. Vér vitum ekki hvort þessi Anderson er íslendingur, en teljum það líklegt. Hann hefir valið sér gott efni. A. G. Breiðfjörð frá Clarkleigh kom til bæjarins á laugardaginn með konu sina og börn á leið vestur til Blaine. Þau hjón eiga þar frænd- fólk lweði; konan er í frændsemi við konu Sigtirðar Bárðarsonar en Breiðfjörð er frændi Jóhannns Straumfjörðs. Þau hjón höfðu selt land og mtini þar sem þau voru áður. Sera Stefánsson í Pembina hefir legið hættulega veik á hospítalinu þar að undanförnu; var hún ekki á batavegi þegar siðast fréttist. Veturinn ber að dyrum \'erj(ð lionutn iniiK<inau með Svv.m .Súgrænium. Fást í öiliun stærstu “har8vöru"-liúðiiiii í hu*nuni of( eiití út nin landið.—Biðjið ætíð um SWAN VVEATHERSTKIPS liúin til nf Svvan Mfg. Co., Winnipeg. HAIXDÚR MKTIII'SALEMS. Árangur af ræktun jarðarávaxta að sumrinu eykst mjög ef hægt er að geyma þá vel að vetrinum. Fjöldamargir jarðarávextir geym ast bezt þannig að svo kalt sé að vatn nálega frjósi. Þeir geymast bezt þar sem kalt er og dimt, en ekki frost. Flestir jarðarávextir sem þannig má geyma aettu hvorki að vera í mjög röku né mjög "þurru lofti. Ef það er of rakt þá er hætt við að það mygli, gé það aftur á móti of þurt, eins og pft er þar sem geymslukjallarar éru með hitavélum eða ofni, þá er þeim hætt við að skorpna saman af rakaskorti. Ef til vill eru góðir jarðarávextir hér í landi oftar skemdir með því að hafa þá í of þurru en of röku lofti. Kjallarar. Kjallarinn er víða hafður til þess að geyma í honum jarðar- ávexti. í sumum húsuml, helzt í beejum, er einhvers konar hitavél, sem til þess er höfð að hita húsið, látin i kjallarann og getur því allur kjall- arinn orðið of þur til þess að g>eyma í honum jarðarávexti. Þegar það kemur fyrir, nægir oft að afþilja sérstakan part af kjallaranum fyrir ávextina; en borðin verða að falla vel. Það ver ávextina fyrir hitan- um. Jafnvel einföld borð eru til mikils gagns, þó betra sé að hafa þau tvöföld og ættu menn helzt að geta haft stórar dyr á milli þess parts af kjallaranum aem er heitur og hins sem er kaldur, til þess að geta hleypt inn nægilegum hita þegar kaldast er veður. Þær dyr ættu að ná alla leið ofan frá lofti og niður að gólfi í kjallaranum, því þá getur heita loftið streymt inn ná- lægt loftinu og kalda loftið út með gólfinu. Sumstaðar aftur á móti er engin hitavél né ofn í kjallara, og er þá galdurinn í því fölginn að verja ávfextina fyrir kulda að vetrum, þegar kaldast er. Þar sem mikið er geymt af ávöxtum í kjallara, borgar það sig vel að láta hlaða ofnpípuna alla leið niður frá kjaJl- aragólfi, til þess að þó húsið uppi sé aðeins hitað með ofnum, þá megi hafa lítinn ofn í kjállaranum til þess að hita hann upp þegar allra kaldast er. Kostnaðurinn fyrir lit- !nn ofn og eldivið borgast fljótt, sérstaklega fyrir þann sent á heima nálægt bœ og hefir svo mikið af ávöxtum að hann getur selt nokkuð af þeim auk þess sem hann þarf heima fyrir. Þegar ávextir eru geymdir í kjallara, þar stem annaðhvort eru steinveggir eða steinsteypuveggir eða moldarveggir, þarf að gæta ]>ess að bil sé á ntilli ávaxtanna og veggjanna, til þess að loftstraum- ur geti verið þar. Ávöxtum er mjög hætt við að frjósa ef þeir leggja við vegg, en ef hlýtt loft streymir milli þeirra og veggjarins, er því varnað. Þeim er líka hætt við frosti þar sem þeir l'ggja saman, og loftstraumurinn ver því einnig. Útihús til ávaxtageymslu. Á mörgum býlum eru ávaxtahús úti eða jarðhús langlæzt. Ef farið er inn í ávaxtahúsið að vetrinum, eins og t. d. þar sem rófur eru geymdar til skepnufóðurs, þáor það venjulega bygt i sambandi við fjós. Það er mjög heppilegt að byggja ávaxtageymsluhús þann- ig áð innangengt sé úr því í f jósin, því þá er miklu síður hætt við að þar komist inn frost þegar það er opnað. Sömuleiðis ef ávextirnir eru hafðir til skepnufóðurs, éins og t. d. rófur og næpur, þá er þægilegt að hafa það sameinað fjósinu. Þegar þess konar geymsluhús 'er byrjað, þá þarf að grafa mátulega sberð. Betra er að byg^ja það í þurrum en votum jarðvegi, þvi af rensli er nauðsynlegt. Graf kjallarann um sex feta djúpan, til þess að hægt sé að stancla uppréttur í húsinu. Stoð- irnar ]»urfa að vera sterkar, til þess' að þær ]>oli vel ása eða sillur, sem hafðar eru alt í kring, til að halda moldinni frá því að ihrynja. Sömuleiðis þarf að hafa sterka stoðaröð eftir endilöngu húsinu til þess að halda uppi mænisásinum, sem raftamir eru lagðir á og eiga að halda uppi þakinu. Á raftana skal láta heilmikið af hálmi og þekja/svo með fetsþykkri mold eða torfi. Þegar þakið er þá þarf að gera sér glögga grein fyrir því að það er hálmurinn uftdir þakinu fremur en ]»akið sjálft, áem mest vinnur að því að halda úti frostinu. Svo mikið ætti að nota af hálmi að þeg- ar tyrft hefir verið þá sé hálmurinn fets þykkur að minsta kosti. Þess þarf að minnast að jarðar- ávextir skemmast ef of heitt er á ]>eim ekki síður en ef það er of kalt, ætti því að hafa eitt eða tvö kring- Iótt göt á þakinu á stærð við ofn- pípu tvær fyrstu vikurnar. Upp í ]>essi göt má troða hálmi fyrsta kastið og svo má loka þeim alveg síðar svo 'ekkert loft komist um það. Þegar hörkufrost koma er ráð- legt að þekja ávaxtageymsluhúsið enn þá með haugi og hálmi og láta ,það ná vel út fyrir gryfjubarmana. Þegar ávaxtageymsluhús er bygt þarf að hafa þakið þannig að það hryndi af sér vatúi að haustinu eða pumrinu, því húsið ætti að geta enst í mörg ár. Sömuleiðis er nauð- synlegt að hafa litlar dyr á þakinu, sem hægt sé að opna, þar sem hægt sé að láta ávtextina inn um jafnóð- um og þeir koma. í Manitoba eru miklar frosthörk- ur að vetrinum, en svona hús má byggja svo að ekki frjósi í þeim ef skynsamlega er að farið. Þarf því að muna eftir að hafa nógan hálm und'ir þakinu og þekja með þykkum haug og hálmi að vetrinum. Sömu- leiðis verður að búa vel um dyrnar inn í fjósið. í svona geymsluhúsum eru þús- undir mæla af alls konar jarðar- ávöxtum geymdir árlega hjá bænd- um og kaupmönnum í Manitoba. Einstakir jarðar ávextir. Sams' konar hús og hér hefir verið lýst eru hentug fyrir kart- öflur, rófur, nsepur, smáróf- ur og ýmislegt fleira. En vissar tegundir jarðarávaxta þurfa aðra meðferð. Iiaustrófur JParsn'ips) ætti ekki að taka upp að ihaustinu, séu þær látnar vera í garðinum yfir vetur- inn eru þær óskemdar að vorinu, sama er að segja um “Salisby”. Kálhausa ætti að hafa kalda og raka, en ekki vota. Þeir ]x>la tals- vert frost ef þeir frjósa seint og hægt og eru þíddir á sama hátt. Stundum eru þeir teknir upp og reitt af þeim ytri lögin eða blöðin, látnir í gryfjur og rótín látin snúa UPP °g svo þaktir með fetsdjúpri mold, en ofan á það er látinn haug- ur og strá. Þegar þannig er búið um, þá geta þeir frosið dálitið, en þeir þiðna hægt og seint aftur. Betra er samt að geyma þá í köld- um og rökum kjalíara í stíum, þar sem nógur er loftstraumur. , “Cauliflower” fblómkál) má geyma til jóla eða nýjárs ef það er haft á köldum stað og hengt upp öfugt með öllum blöðum og stofni. Til þess að gera þetta er bezt að rækta það sent allra seinast, eða láta þau aðeins háJfvaxa, því þá geym- ast ]>au eíns og ný. Laukur geymist bezt þar sem kalt er og þurt. Þar sem rakt er spirar hann, og ]>að alveg eins hversu kalt sem er. Bezt er að geyma hann í sundurhólfuðum stíum eða í hyll- um, til þess að loftið geti leikið vel um hann. Það er samt algent að láta hann harðfrjósa á haustin upp á lofti eða öðrum stöðum og þekja hann svo með tveggja feta heyi. Híay ætti einnig að vera undir lauknum, til þess að hann þiðni ekki neðan frá. Ef hann er látinn frjósa þannig og þiðnar svo hægt og seint að vorinu, er hann venju- Jega óskemdur. Það að hann frjósi og þiðni á víxl skentmir hann. Lát hann vera frosinn eins lengi og hægt er frameftir vorinu, því hann geymist ekki mjög lengi eftir að hann þiðnar. Einstakar tegundir eru til af lauk sem skemmast við það að frjósa. Gulrófur er erfitt að geyma; þeim er mjög hætt við að skrælna. Bezt er að geyma þær í sandi; sömuleiðis má hræra þeim seman við kartöflur; ef svo ein gulrófa skemmist, ]>á komi hún ekki við aðra til að skemma hana líka. Gul- rófur sem hafa frosið er erfitt að verja fyrir skemdum. “Squash” þarf að vera þar seim þurt er, því það skemm'ist fljótt í raka. það þarf að vera þar sem kalt er, en þolir þó nokkurn hita ef ]>að er þurt. Þau mega ekki vera hvort ofan á öðru. Avextir veríía að vera heilbrigðir. Hvaða ávextir sem geymdir eru verða að vera heilbrigðir og ó- skemdir. Skemdir eða veikir á- vextir, sem eru veikir eða skemdir, sýkja eða skemma út frá sér og geta eyðilagt alt í geymslu'húsinu. | Goðmundur Kamban les upp nýjasta leikrit sitt: Konungs glíman fimtudaginn 26. Okt. í SKJALDBORG kl. 8. síðd. Síðasta samkoma hr. Kambans í Winnipeg. Inngangur 50c. VASA-MYNDAVÉL H frlstundtim. Hér er á*æt myndavél t 1 1 þess a?5 bera 1 vasanum. Þú getur teklS myndir m e fc henni án þess að nokkur viti af því. Vélln er lítiS eitt stærri en úr og mjög lík því. oiurlftíð meira en eitt eent. Það má hafa I henni efni fyrir 23 myndir. % x % þuml. og taka þannig: myndir í heilan dag, sem ekki kosta meira en 35 cent fyrir 75 myndir. Aiifivelt að nota þær. í>að er einkar auð- velt að nota vélarnar; myndirnar teknar I gegn um legginn, þar sem sterkt safngler er. Myndlrnar eru alls ekki lélegar, þótt þær séu litlar. Litlu hreyfimyndirnar sanna það. Með því að nota þessa vél má stækka myndirnar án nokkurrar fyr- irhafnar. Ein» fljótar og eldur. Að eins 3 únzur á þyngd; nickel þaktar. Hafa meðmæli manna úr öllum löndum. R’érlega praktiskar. Eins hægt að fullkomna myndirnar og þær væru teknar með venju- legri vél. Notaðar daglegra af lögreglu- liðinu, frétablöðunum, leynilögreglumönn- um, Jeikhúsum og öðrum. Myndlr glögg- ar og skýrar úi og inni; jafnast víð hvaða aðra vél sem til er stærri og dýrari. Seld- | ar með fullri ábyrgð. Expo Watch Cam- ' eras kosta $3.50; burðargjald 6 . cent. Fyrir 25 myndir er efni selt á 35 cent, og burðargjald á það 2 cent. Leðurhulstur 45 cent.; burðargjald fyrir það 2 cent. Myndastækkunarvél af aama tagi, $3.00; burðargjald fyrlr hana 6 cent. tijJii.M.nca-jAi.iu! Cíerið órln yðar, klukkurnar o.s. frv. Hjúanleg á nóttunni. Allra sfðasta uppfundningln í vísindaheiminum. ómöguiegt áður nema með ærnum kostn- aði. Oss hefir lo,ksins hepnast að finna upp þetta lýsandi mól Þegar það er lát- ið á einhvdrn hlut, þá sést hann greini- lega I myrkri Því dimmra sem er, þvf gleggra sést það. Auðvelt að nota það. Auðvelt að nota það. Ef örlítið af því er látið á vísirlnn á úrinu eða klukkunni, þá sést á þau I myrkri. Gott á rafmagns tappa, eldspýtukassa o. fl. Dósir með 25 centa virði duga þér lengi. Stærri dösir 50c. og $1.00. Póstgjald greitt af oss. Myndabók með allskonar skrautrún- um fuilprentuð og kostar ekkert. Fáið eintak nú. Aritun ALVIN SALES CO., I>ept. “L', P. O. Box 56, Winnipeg, Man. Til minnis. Fundur í “Skuld” á hverju inið- vikudagskveldi kl. 8. Fundur í “Heklu” á hverju föstu- dagskveldi kl. 8. Fundur í barnastiikunni “Æskan” á hverjum laugardegi kl. 3,30 e.h. Verkstofu Tals.: HeLm. Tals.: Garry 2154 Garry 2949 G. L. Stephenson Plumber AlLskonar rafmagnsáhöld, svo sem straujárna víra, allar teRiindir af glösum og aflvaka (battcris). VINNUSTQFA: E76 HQME STREET, WINNIPEG /"■ .............. 1 BRÚKIÐ RAFURMAGNS ÞVOTTAVÉL Á MÁNU- DÖGUM Sparið yður ómak að þvo með höndum. Kaupið eina ráfurmagns- þvottavél og tengið við rafmagnsljósið í húsinu. Vér sýnum þœr í búð vorri. Winnipeg Electric Railway Co. 322 Main St. - Tals. M. 2522 Ef eitthvað gengur að úrinu þínu þá er þér langbezt a« seada það til hans G. Thomas. Haua er í Bardals byggingunni og þú mátt trúa því að úrin kasta eflibelgn- um í höndunum á honum. Eg hefi nú nægar byrgðir af “granite” legsteinunum “góðu” stöðugt við hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur. A. S. Bardal. Gimli, Man. 1. okt. 1916. Síðastliðinn laugardag voru þessi eftirfylgjandi ungmenni sett í em- bætti í bamastúkunni “Gimli” nr. 7. -E.T.—Florence Jónasson V.T.—Kristin T. Kristjánsson Rit.—Wyatt Polson A.R.—Olive M. Chiswell E. R.—Stephan Víglundsson Gjaldk.—Alma Tergesen Kap.—Jóhanna Kristjánsson Dr.—Valdina Kristjánsson A.Dr.—Thorleif Kristjánsson V.—Sæberg Kristjánsson Ú.V.—Edwin Jónasson F. Æ.T.—Inga Arason. Kæru foreldrar, sendið börnin á fundina. Sum hafa sýnt mikinn áhuga fyrir málefninu. Og nú ætla þau að lesa íslenzku i vetur; og stærri stúlkurnar ætla að prjóna og sauma fyrir íslenzku drengina ,sem komnir eru á vígvöllinn. Christina 0. L. Chiswell. Hið mikla meistaraverk GALLOWAY’S hafa lepri n Þejrar þú kaupir hestafl, þá vertu vlss um að þú fáir það. þessi afar- sterka ‘‘Sex’’ Galloway gasolln vél heflr heljarafl tll vinnu. paS er ábyrgst að hön framleiðl fleiri hest- öfl en hún er skrásett fyrir, og hún er send hvert sem vera vill til reynslu í 30 daga. Kaiy>tu ekki hinar léttu vélar sem skrásettar eru fyrir fleiri hestöflum en þœr hafa, sem nú fylla markaðinn fyrir látt verð. Galloway vélin er alstaðar viðurkend sem sú er megi til fyrirmyndar I visinda- samsetningu og beita vel til allrar bændavinnu. Yfir 20,000 ánægðir bændur, sem keypt hafa Galloways vélina, rita þetta. SÉRSTÖK \TKíf)[: Herkules sivalnings höfuS, löng sveif, ágætur afivaki, sparsamur brennari, engin ofhitun, full- kominn oliuáburSur, endurbættur eldsneytisgjafi og mikill eldiviSarsparnaður,—-StærS til hvers' sem er frá 1% hest- afii til 16 hestafla, og allar seldar fannig aS reyna megi ókeypis í 3 0 daga meS 5 ára ábyrgð. ÓKEYPIS BÆKLiINGUR segir alt um Galloways vélina, hvernig hún er búin til, seinasta verSskrá og söluskilmál- ar. SömuleiSis eru þar prentaSar mikilsverSar upplýs- ingar um alt er búnaSi heyrir til, um áhöld og verkfærl fyrir lægra verS en dæmi séu til; föt handa mönnum, kon- um og börnum, skór, stigvél, vetlingar o. s. frv. Skrifið eftir verSlistanum I dag. HANN KOSTAR EKKERT. The WiHiam Galloway Company of Canada Limited Deifci 29 WINNIPEO, MAN. TRÖLL STERK - ROYAL CROWN SÁPA er hreinust og bezt Verðmætir hlutir gefnir í skiftum fyrir COUPONS og UMBÚÐIR Byrjið strax að safna þeim. Yður mun blöskra hversu fljótt þeir koma. Þér skuldið sjálfum yður það að brúka þá sápu sem hefir reynst yður best að undanförnu. Sendið eftir verðlaunalista. Hann kcstar ekkert. Verðlaunalistinn söm gefinn var út fyrir Maí 1916 er fallinn úr gildi. Skrifið til THE R0YAL CR0WN S0APS Limited PREMIUM DEPARTMENT - WINNIPEG, MAN. -- ------------------------------------------^ UNDRAVERÐ Fyrirmyndar HRAÐRITUN —i— WINNIPEG BUSINESS COLLEGE THE HOUtTON-IATON SCHOOL Þetta er gamli skólinn með nýja laginu, sem helzta fólk þessa lands hefir sótt í síðastliðin 34 ár. Núverandi skólastjóri Geo. S. Houston hefir margra ára reynzlu við verzlunarskóla og er einn þeirra eem gæfusamlega hafa komist áfram í Vesturlandinu. Hann tekur þátt í mörg- um stórkostlegum fyrirtækjum, og er því fær um að út- vega nemendum sínum góðar stöður að afloknu námi. Mr, Houston er eigandi og stjórnandi hins undraverða Paragon hraðritunarkerfis sem hefír verið notað í Regina skólanum „The Federal“ og nú lætur hann Winnipeg- Business College njóta þess kerfis sem hægt er að læra á fáum dögum. Haust-tímabilið er nú byrjað. George S. Houston, Skólastjóri VÉR KENNUM GREGG Hraðritun SUCCESS VÉR KENNUM PITMAN Hraðritun BUSINESS C0LLEGE Limited HORNI P0RTAGE 0G EDM0NT0N ST. WINNIPEG, - MANIT0BA Otibus-skolar frá hafi til hafs TÆKIFÆRJ pað er mikil eftirsókn eftir nemendum, sem út- skrifast af skóla vorum. — Hundruð bókhaldara, hraðritara, skrifara og búðarmanna er þörf fyr- ir. Búið yður undir þau störf. Verið tilbúin að nota tækifærin, er þau berja á dyr hjá yður. Látið nám koma yður á hillu hagnaðar. Ef þér gerið það, munu ekki að eins þér, heldur foreldr- ar og vinir njóta góðs af. — The Success College getur lýitt yður á þann veg. Skrifist í skólann nú þegar. YFIRBURÐIR Beztu meðmæli eru með- mæli fjöldans. Hinn ár- legi nemendafjöldi í Suc- cess skóla fer langt fram yfir alla aðra verzl- unarskóla í Winnipeg til samans. Kensla vor er bygð á háum hugmynd- um og nýjustu aðferð- um. ódýrir prívatskólar eru dýrastir að lokum. Hjá oss eru námsgreinar kendar af hæfustu kenn- urum og skólastofur og áhöld eru hin beztu. — Lærið á Success skólan- um. Sá skóli hefir lifað nafn sitt. Success verð- ur fremst í flokki. SrCCESS-NEMANDI HELDIIR HAMARKI í VJEERITCN INNRITIST HVENÆR SEM ER Skrifið eftir bæklingi SUCCESS BUSINESS COLLEGE Limited F. G. Garbutt, Pres. D. F. Ferguson, Prin. Öryggishnífar .AFftTv skerptir razo Ef þér er ant um að fá góða brýnslu, þá höfum við sérstaklega gott tækifæri að brýna fyrir þig rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör- yggisblöð eru endurbrýnd og “Dup- lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhníf- ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur sýna þér hversu auðvelt það er að raka þegar vér höfum endurbrýnt blöðin. — Einföld blöð einnig lög- uð og bætt. — Einnig brýnum við skæri fyrir lOc.—75c. The Razor & Shesr Sharpening Co. 4.1ofti,614 Ðuilders Exchange Grinding Dpt. 333£ Portage Are., Winnipeg Málverk. [“Pastel” og olíumálverk] af mönnum og landslagi býr tilog selur með sanngjörnu verði. Þorsteiin Þ. Þorsteinsson, 732 McGee S«. Tals. G. 4997 Klæðskerar og saumakonur alls konar geta fengið vinnu við kvenn- föt, yfirhafnir og kjóla. Gott kaup og stöðug atvinna. Komið og spyrj- ist fyrir hjá The Faultless Ladies Wear Co. Ltd., Cor. McDermot & Lydia St. Hárkambar, greiður Vér höfum mjög fullkomið upp- Iag of hárkömbum og greiðum úr allskonar efni og af öllum stærðúm. Smágerðir kambar og greiður, vasa- greiður, barnakamba, rakaragreiður, kvengreiður o.s.frv. Komið til vor þegar þér ]>urfið kamba eða greið- ur. Vér getum áeiðanlega gert yð- ur ánægð með voru mikla úrvali og sanngjarna verði. WHALEYS LYFJABÚÐ Phone ShtK-br. 258 og 1130 Horni Sargent Ave. og Agnes St. Norsk-Ameriska Linan Nýtízku gufuskip sigLa frá New York scm segir: "Bergrensfjord” 28. okt. “KRISTIANIAFJORD” 18. Nóv. "BERGENSFJORD” 9. Desember. Norðves!urlands farþegar geta ferðast með Burlington og Baltimore og Ohio járnbrautum. Farbrjcf tra la- landi eru seldtil hvaða staða sem er I Bandarikjunum og Canada. — Snúið yður til HOBE & CO„ G.N.W.A. 123 S. 3rd Street, Minneapolis, eða H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.