Alþýðublaðið - 15.07.1960, Qupperneq 3
arhring-
ur á 590 kr.
OFT hafa verið gerðar tilraunir
hér í Reykjavík til stofnunar á
bílaleigum. Fyrirtæki þessi hafa
tíðum verið dauðadæmd frá
byrjun. Leigðir hafa verið gaml
ir og lélegir bílar, sem um helg-
ar hafa staðið bilaðir eins og
hráviði út um alla vegi, vara-
dekkjalausir og verkfæralausir.
skipstjóri
og aflar vel
ÓLAFSFIRÐI, 13. júlí, Bræla
er nú á síldarsvæðunum. og eng
in skip hér. Gunnólfur kom inn
í morgun með 300 mál, sem
hann fór með til Hjalteyrar.
Gunnólfur var með sprungna
nót og er verið að gera við hana
hér. Síldina fékk hann í Bakka-
firði. Horfur munu annars vera
mjög góðar á síldveiði í Húna-
flóa, ef veður lægir.
Handíærabátar héðan hafa
fiskáð vel, þegar gefur. Freyja
frá Keflavík lagði hér upp afla
um helgi'na, 12Vé tonn af salt-
fiski og 4V2 tonn af nýjum fiski
eftir vikuna. Skipstjóri á Freyju
er Rögnvaldur iSæmundsson,
skólastjóri Gagnfræðaskálans í
Keflaví'k, en auk hans eru fieiri
kennarar í áhöfninni. R.M.
Einnig hafa unglingar fengið
þessa bíla á leigu í „skemmti'-
ferðir“ um helgar, og hefur þá
ekki verið vandað til meðferðar
innar á þeim.
Nú hefur verið stofnuð ný
bílaleiga hér í bæ, sem mætti'
segja að starfaði á öðrum grund
velli en hinar fyrri. Til starf-
semi þessarar bílaleigu hafa
verið keyptir 3 nýir Volkswag-
enbílar af árgerðinni 1960. Bíla
leiga þeasi er stofnuð sem þjón-
ustufyrirtæki (orð eiganda) fyr-
ir innlenda og erlenda ferða-
menn.
Það hefur borið töluvert á
því, að erlendir ferðamenn, sem
Ihingað koma, hafa reynt að fá
leigða bíla. en iþað oft og tíðum
engan árangur borið. Mætti því
segja að þetta fyrirtæki gæti'
orðið nokkur lausn á því vanda
máli.
■Starfsemi þessarar nýju bíla-
leigu hefur gengið vel, og hafa
henni borizt pantanir frá út-
lendingum víða um heim. Einn
af hílum fyrirtækisins hefur
þegar ekið um 7500 km á 20 dög
um. í ráði' er að bæta við nokkr
um bílum þegar á næsta ári.
Bá'larnir er.u leigðir fyrir 590
kr. á sólaxihring. Mun þó þar
innifalið benzín, olía, viðgerðar
kostnaður og trygging. Verð
þetta er miðað við, að ekki sé
ekið lengra en 150 km. Hver
km þar yfir kostar 2,80 kr.
—ár.—
Sigga Vigga
SIGGA, HANW FÆ.ST EKKITIL M> TRUA ÞVI A5> íG SE MEÍ>
FYRSTA FLOKKS FISK. LEYFííU HONUM Aí> LYKTA AF Í>ER
Þær snúa
með hrífum
ENN eru til hrífur á
Islandi. Og enn er snúið
með hrífum, eins og mynd
in sýnir, þó að flestir hafi
lagt hrífusköftin til hliðar
að fullu og öllu.
Það er Ijósmyndarinn
okkar á Sauðárkróki, —
Stefán B. Pedersen, sem
tók þessa Alþýðublaðs-
mynd fyrir norðan á dög-
unum. Þá var þar þerrir,
en nú er komin súld.
Tæknifræð-
ingafélag
ísl. stofnað
6. JÚLÍ s. 1. var haldinn í
Tjarnarkaffi stofnfundur
Tæknifræðingafélþgs fslands,
en það er stofnað af þeim mönn
um, sem lokið hafa „ingeniör“
prófi frá ríkisviðurkenndum,
æðri tækniskólum. Á seinni ár-
um hefur þeim stöðugt farið
fjölgandi, sem sótt hafa þessa
menntun, aðallega til Norður-
landanna og Þýzkalands.
Tilgangur félagsins er m. a.
sá, að gæta hagsmuna tækni-
fræðinga og auðvelda þeim að-
stöðu til þess að fylgjast ávallt
með helztu nýjungum, sem
fram koma á sviði hagnýtingar
tækni.
Félagið var stofnað af 30
tæknifræðingum og voru þess
ir menn kosnir í stjórn: Form.:
Axel Kristjánsson, forstj. Með-
stjórnendur: Sigurður Flygen-
ring, Sveinn Guðmundsson,
Bernh. Hannesson, Baldur
Helgason. Varastjórn: Gunnar
J. Þorsteinsson, Ásgeir Hösk-
uldsson.
Nú þegar er hafinn undir-
búningur að því, að félagið ger-
ist aðili að Norræna tækni-
fræðisambandinu (Nordi'sk ing-
eniörsamfund), en hingað til
hefur íslands eitt Norðurland-
anna staðið utan þeirra sam-
taka. |'M
bætir löndunar-
kilyrðin á Húsavík
HUSAVIK, 14. júlí.
HINGAÐ hafa aðeins borizt
um 1000 tunnur af síld til sölt-
unar og um 2000 mál hafa far-
ið í bræðslu. Verið er að ljiíka
við byggingu mjölhúss við
verksmiðjur SíIdarVerksmiðja
ríkisins hér. Hefur því húsi
verið komið upp á röskum
mánuði.
Langt er komið smíði lýsis-
geymis fyrir verksmiðjumar
hér. Verður hann væntanlega
tilbúinn til notkunar eftir
nokkra daga. Hér er um að
ræða 250 tonna lýsisgeymi. —
Ákveðið er að smíða annan
geymi, en ekki er byrjað á hon-
um enn þá.
Þessar framkvæmdir eru lið-
ur í þeirri viðleitni Síldarverk-
smiðja ríkisins, að bæta lönd-
unarskilirði hér á Húsavík.
SUNDLAUG VÍGÐ EFTIR
NOKKRA DAGA.
Eftir nokkra daga verður
vígð og tekin í notkun sund-
laug, sem verið hefur í smíð-
um nokkur undanfarin ár. —
Leitt hefur verið heitt vatn í
laugina í tilraunaskyni og gefið
góða raun. Vatnið kemur fram
undan Húsavíkurhöfða og hef
ur reynzt 36 stiga heitt komið
í laugina.
Engin sundlaug hefur verið
hér áður. Bíða 2-3 árgangar af
börnum eftir því að komast í
skyldusundið. Aðeins er eftir
að ljúka við að ganga frá ýmsu
smávegis í kringum hina nýju
laug, áður en hún verður tekin
í notkun.
FYRRI SLÆTTI LOKIÐ.
Heyskapartíð var með éin-
dæmum góð fram að síðpstu
helgi. Þá brá til óþurrka' og
hefur verið rigning og þóka
þessa viku. Aðeins er bjartara
yfir í dag.
Flestir bændur hér um slóð-
ir höfðu þó lokið fyrri slætti
og náð inn heyium áður en rign
ingamar hófust, svo að útlitið
er ekki svo slæmt með heyskap-
inn.
3 MILLJ. JAFNAÐ NIÐUR.
Verið er að ljúka við niðúr-
jöfnun útsvara og er von á út-
svarsskránni í næstu viku. .:—
Jafnað er niður röskum þrém
milljónum króna á 7-800 gjald-
endur. — E.M.J.
Trujillo lofar
hót og betrun
TRUJILLO, 13. júlí. — Hector
Trujillo, forseti Dóminanska
lýðveldisins og bróðir einræðis-
herrans þar, Rafael Truji'llo
hershöfðingja — lýsti yfir í
gær, að öUum flokkum „undan-
tekningarlaust“ yrði leyft að
bjóða fram í þingkosningunum,
sem fyrirhugaðar eru 15. des-
ember_
Forsetinn bauð „flokkum og
fyrirhuguðum flokkum“ að
byrja að auglýsa framboð.
Alþýðublaðið — 15. júlí 1960 3