Lögberg - 03.05.1917, Page 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ Þ Á!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
30. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FÍMTUDAGINN 3. MAÍ 1917
NÚMER 17
ALVARLEGT VERK-
FALL 1 MANITOBA
600 talsíma-starfsmenn hætta vinnu,
46,852 símar starflausir í fylkinu,
20,000 í Winnipeg. Hudson og
Johnson miðla málum.
Á mánudaginn hættu allir síma-
starfsmenn í fylkinu störfum sínum
sökum þess atS þeir höföu fariö fram
á meiri kauphækkun en hlutaöeig-
endur vildu veita. Stjómin hafSi
boöið at5 hækka kaup, en ekki eins
tnikið og krafist var; hún hafSi einn-
ig Itoðið að leggja málið í gerð, en
því var neitað.
Símastarfsfólkið afsagði að gera
nokkra frekari samninga við Watson
yfirumsjónarmann talsimanna, en það
var viljugt að ræða mál sín við Hud-
son dómsmálastjóra og Thos. H.
Johnson verkamálaráðherra.
Þar hefir fátt gerst, sem markvert
geti talist síðan i vikunni sem leið.
Bandamenn hafa unnið á nokkuð að
”estan, en annars eru allar fréttir
óljósar. Jafnaðarmenn á Rússlandi
og á Þýzkalandi eru i' óða önn að
reyna að koma á friði; ef ekki milli
allra striðsþjóðanna, þá á milli Rússa,
Þjóðverja og Austurríkismanna.
Sagt er að Holweg Þýzkalandsráð-
herra ætli að koma fram með nýja
friðarskilmála í dag. Fleiri skipum
hefir verið sökt að undanfömu en
nokkru sinni fyr og mannfallið hefir
verið afskaplegt.
Sœrðir í stríðinu.
Þlessa íslendinga höfum vér séð
talda særða i stríðinu:
1. B. Magnússon frá Piney.
2. Conrad Haraldsonf ?)
3. P. G. Thompson, Ginili.
4. Gunnar Rikharðson (son séra
Ríkharðar Torfasonar í Reykja-
vík á íslandiý.
5: H. W. Jóhannson frá 644 Simcoe
stræti, Winnipeg.
6. Alexander Davidson frá Baldur.
7. S. Davidson, Winnipegf ?J
8. John Mitchell, Winnipeg (stjúp-
sonur Brynjólfs Árnasonar í 223.
deildinnij.
!). Guðnason, Baldur, Man.
Fóru með 223. herdeildinni.
Úr Big Point bygð, Wild Oak P.
O., Manitoba, eru þessir tveir ungtt
rnenn fyrir nokkru gengnir í herinn.
1. Jóhann Arnór Bjarnason
Thompson, fæddur 12. janúar 1899,
að Wild Oak, Man. Foreldrar hans
eru: Bjarni Tómasson, Ingimunds-
sonar frá Efstadal í Laugardal í
Arnessýsltt og kona hans Anna 'ó
hannsdóttir frá Húsabakka í Skaga-
fjarðarsýslu, búandi hjón í Big Point
bygð.
2. Edward Jóhannsson Josephson,
fæddur 9. ágúst 1898, í Winnipeg. —
Foreldrar hans eru: Jóhann Tósefs-
son, Helgasonar, ættaður af Eanga-
nesi i Norður-Múlasýslu og kona
hans Viola að nafni, af enskum ætt-
úm. Búandi hjón t Big Point bygð.
Báðir þessir menn gengu í 223.
herdeildina.
Til Islands.
Hluthafar í Eimskipafélagi íslands
eru hér með ámyntir um að senda
urnboð sín til herra Árna Eggertsson-
ar að 766 Victor St., Winnipeg eins
fijótt og þeim er það mögulegt, svo
að hann geti tekið þau með sér þegar
hann fer til íslands um miðjan þenn-
an mánuð til þess að mæta á ársfundi
félagsins og að sinna öðrum stjórn-
störfum þess þár.
L()g félagsins heimila málsvömm
vestur íslenzkra hluthafa er mæta á
fundinum, að greiða atkvæði á hluta
fé Vestur-Islendinga. Það væri þvi
ilt afspurnar ef málsvarinn kæmi þar
frant með að eins nokkurn hluta
þeirra umboða sem hann að réttu
ætti þar að fara með.
Hlutasölunefnd Eimskipafélagsins
biður því alla þá hluthafa, sem ennþá
ekki hafa sent umboð sín að gera það
»ú tafarlaust.
Winnipeg 1. maí 1917
B. L. Baldwinson, ritari.
Ásv’aldur Guðjónsson frá Riverton
yar á ferð í bænum; kom á mánudag-
mn og fór heim aftur í gær.
Engir símar störfuðu á þriðjudags-
morguninn. Undir hádegið varð það
þó að samningum að fólkið tók aft-
ur til starfa til bráðabyrgða.
Á að rannsaka málið af 5 manna
nefnd og því að vera lokið í þessum
mánuði. Stjórnin samdi um að
lægsta kaup í Winnipeg skyldi v'era
$40.00 á mánuði og $35.00 úti í bygð-
um. Málinu á að ráða til lykta af
nefnd, þar sem stjórnin tilnefni tvo
og símafólkið tvo og þeir f.jórir komi
sér saman um oddamann. — Er von-
andi að þetta mál verði farsællega til
lykta leitt; enda engar líkur til ann-
ars.
Einar Jónsson kemur
vestur.
Símskeyti frá Reykjavík til New
York 25. apríl, segir frá því að Einar
Jónsson listamaður fari af stað þang-
að núna um mánaðarmótin með skip-
inu “Escondido”.
Eins og getið er um á öðrum stað
í blaðinu er stytta hans af Þorleifi
Karlsefni komin til Philadelphia.
Hefir Einari v'erið boðið að koma
þangað og vera þar heiðursgestur
stimarlangt. Hann á að sjá um að
koma styttunni fyrir á þann hátt,
sem honum þykir bezt við eiga.
Nefnd frá “American Scandinavian
Foundation ætlar að taka á móti Ein-
ari, þegar hann kemur til New York.
Islendingar ættu að bjóða honum
til Wininpeg.
Hreinsunarvika.
Bæjarstjórnin og heilbrigðisráðið
liefir ákveðið að hreinsa allan bæinn
Byrjaði það starf á mánudaginn.
Þetta er það, sem fólkið þarf að at-
huga: að láta alt rusl, sem er rakt eða
llautt í blikk-könnur eða fötu; alt
þurt rusl í trékassa með loki eða
tunnur; að binda blöð og bækur í
knippi; að láta ösku svo utarlega að
hún náist og láta ekkert saman við
hana; að brenna alt annað, sem hægt
er. Að tína saman alt rusl af auðum
svæðum, sem vera kunna hjá húsum
þeirra.
Muniff eftir aff hreinsa alt, sem
fyrst og scm bczt.
Látinn á fslandi
er fyrverandi alþingismaður Skag-
firðinga Friðrik Stefánsson 76 ára að
aldri; fæddur 30. ágúst 1840. Hann
andaðist að Svaðastöðum í Skaga-
firði 9. marz, hjá Pálma Símonar-
syni tengdasyni sínum.
Friðrik var faður Fr. Stephenson
yfirprentara Lögbergs og Mrs. S.
Jóhannsson að Elfros P. O., Sask.
-------~~--------\
Ull frá fslandi.
Landi vor Emil W. Christjánsson í
New York hefir sent Lögbergi úr-
klippu úr “New York World” frá 25.
apríl, þar sem frá því er sagt að
farið sé að flytja vestur uíl frá
íslandi. Segir blaðið að í febrúar
mánuði hafi 4,300 pund af ull icomið
frá íslandi til New Ýork.
Kröfur bænda.
T. A. Crerar formaður kornrækt-
armanna flutti ræðu í Montreal 2L
apríl. Sagði hann þar að bændur
Vesturfylkjanna hefðu ákveðið að
krefjast afnáms alls verndartolls við
næstu kosningar. Þeir heimta
frjálsa verzlun við Bretland, tolllaus
kol og tolllausar vistir frá Bandaríkj-
unum og til þeirra, og beina skatta
til þess að greiða með herkostnaðinn.
Þessi maður lýsti því yfir að af-
námi tollanna yrði framfylgt meíð
miklu afli því 50,000 bændur væru í
félagi því, sem hann væri fulltrúi
iyrir; 10,000 í Manitoba, 25,000 i
Saskatchewan og 15,000 í Alberta.
Crerar flutti þessa ræðu á fundi
framsóknarmanna og tóku þeir henni
ineö miklu lófaklappi.
Stjórnin tekur kornhlöður.
Davenpart baron hefir slegið
stjórnar haldi á allar kornhlöður á
Bretlandseyjum frá 30. apríl. Do-
venpart er aðalumsjónarmaður mat-
vörukaupa og á að sjá um útbýting
vista. Talið er víst að fyrst um sinr.
verði þeir látnir stjórna hlöðunum,
?cm áttu þær með stjórnareftirliti.
Snjór og frost.
Um 25; apríl féll mikill snjór víða
í Vestur Canada og sumstaðar í
Bandarikjunum. í Brandon féll 8
þumlunga snjór og í Argyle enn þá
meiri. I sumum pörtum Minnesota
féll einnig mikill snjór og víðar í
Bandaríkjunum.
Rúþenar láta til sín taka.
Þær fréttir berast frá Rúþenum
hér í landi að þeir telji of rnjög
þröngvað kostum sínum og annara
svonefndra útlendinga og hafi þeir
hér eftir ákveðið að koma sér áfram
eftir megni gegn allri mótstöðu. 1
þessu skyni ætla þeir að reyna að
koma 7 mönnum á þing við næstu
kosningar.
Dugandi drengir.
Prestur hér í bænum sem Henry
Aitkinson heitir í Meþódista kirkj-
unni á Maryland St. flutti ræðu ný-
lega, þar sem hann hélt því fram að
blaðadrengir hér í bænum hefðu of
mikið af peningum undir höndum;
legðu því í vana sinn fjárhættuspil
og aðra óreglu. Stakk hann upp á
því að bannað væri piltum yngri en
18 ára að selja blöð, en blaðasalan
v'æri höfð að atvinnu fyrir héim-
komna hermenn.
Strákar undu illa þessari ræðu;
héldu þeir tafarlaust fund og lýstu
því yfir að þetta væru öfgar og rang-
færslur hjá prestinum. Sá heitir
Júlíus Livick sent er formaður blaöa-
drengja deildarinnar, en Sam Rose
varaformaður.
Þeir segja að blaðadrengir vinni
sér inn $4.00 á viku að meðaltali og
fjöldamargir þeirra noti peninga sína
til þess að koma sér áfram gegn um
skóla. Ef drengjum innan 18 ára
yrði bannað að selja blöð, yrðu marg-
ir þeirra að hætta skólanámi; með
því að blaðasala er eina vinna, s^m
hægt er að fá, sem ekki komi í bága
við skólanámstundir; þeir selja blöð -
in að mOrgninum, áður en skóli byrj-
ar og að kveldinu, þegar hann er úti.
Er sagt að drengirnir hafi haldið
hverja ræðuna á fætur,annari og gef-
ið prestinum góð svör og gild.
Stjónarskifti á Spáni.
De Romanones greifi stjórnarfor-
maður á Spáni og ráðgjafar hans
sögðu af sér nýlega vegna stefnu-
mismunar manna í sambandi við
stríðið og ósamlyndis út úr þv'í. Sá
heitir Mamel Garcia Prieto greifi,
sem tekið hefir við forsætisráðherra-
stöðu. Hefir hann verið atkvæða •
mikill stjórnmálamaður áður.
Krefjast atkvæðisréttar.
Japanar þeir, sem heima eiga í
British Columbia hafa fengið Sir
Charles Hibbert Tupper til þess að
bera upp við Brewster stjórnarfor-
tnann kröfur þeirra um atkvæðisrétt.
Með Tupper verður fulltrúanefnd frá
Japunum sjálfum. Segjast þeir ekk':
hætta fyr en þetta verði veitt.
Ritfrelsi í Bandaríkjunum.
Frumv’arp kom upp urn það í
Washington þinginu að . takmarka
vitfrelsi meðan á stríðinu stæði. Urðu
um það miklar umræður og f?kk það
afarharða mótstöðu. Kváðu menn
það vera eitt grundvallar atriði
stjórnarskrárinnar að menn hefðtt
fult málfrelsi og ritfrelsi í öllum
rnálum og því væri ekki hægt að
raska með neinni bráðabyrgða sam-
þykt.
Blaðamenn ríkjanna komu einnig
saman á þing og mótmæltu eindregið
t.ikmörkun á ritfrelsi, sem gagn-
stæðri og ósamrýmanlegri stjórnar-
skrá landsins.
Herdeild haldið.
214. herdeildin, sem nýlega fór frá
Saskatoon undir forustu J. H. Hearn,
var sett föst í Ottawa vegna þess að
hún hafði skuldað $6,000—$8,000.
Hllum herforingjum er haldið þangað
til málið hefir verið rannsakað, en
vera má að deildin fái að halda
áfram undir forustu annara.
Afnám dauðadóma.
Þingmaður i Ottawa, sem Robert
Pickerdike heitir bar fram frumvarp
tim afnám dauðadóma i Canada.
Arthur Meghen dómsmálastjóri neit-
aði leyfis um að láta frumvarpið
korna fyrir frumvarpsnefnd þingsins
og hafði hann það að ástæðu að
þingið væri móti afnámi dauðadóma
sem stæði.
Pickerdike mælti vel og röggsam-
lega fyrir frumvarpinu; kvað hann
Rússa hafa afnumið dauðahegningu
og kvað það vanvirðu Canada að vera
langt á eftir þeirri þjóð i lagabótum.
“Það er kominn tími til” sagði hann,
“að hætt sé að minsta kosti að hengja
konur og börn í Canada.
Artlnir Meghen dómsmálastjóri
talaði á móti afnárni dauðadóma;
Sir Wilfrid Laurier sagði að dauða
hegning ætti að minsta kosti hvorki
að ná til unglinga né kvenna. William
Pugsley og G. P. Graham atkvæða-
i iklir liberalar voru eindregið með
: fr.ámi dauðadóma. en Frank Oliver
og George H. Bradbury frá Selkirk
ákafir á móti.
Hvort sem þess verður langt eða
skamt að bíða, þá er jtað víst héðan
af, að dauðadómar verða afnuntdir.
40 skipum sökt á einni viku.
Vikuna sem endaði 25. april höfðu
Þjóðverjar sökt yfir 40 skipum frá
Englendingum, sent hvert um sig
var 1,600 smálestir og þar yfir og
mörgum minni skipum auk þess.
Hafði aldrei verið sökt eins mörgunt
á einni viku áður síðan stríðið hófst.
ókyrð í Rússlandi.
Ekki er fullkomin kyrð á Rúss-
landi enn þá. Bændurnir sem um
langan aldur hafa verið undirokaðir
iáta til sín taka, sumstaðar svo að
ekkert verður viðiLðÍð- Þeir hafa
farið svo langt í sumum héruðum að
þeir hafa slegið hendi sinni yfir land
eignir auðmanna og rekið þá á brott
með harðri hendi af óðulum sein
þeir hafa haldið mann fram af manni
Sumstaðar hafa hermennirnir
slegist í leik með bændum og rekið
landeigendur brott með vopnum hafi
l'.oir ekki flúið mótstöðulaust.
Á öðrum stöðunr hefir aftur á móti
íarið öðruvísi, sérstaklega í grend
við Odessa þar hafa menn gert upp-
reistn* móti þeirri bráðabyrgða stjórn
sem nú er í landinu og kveða stjórnr
arbyltinguna alla gerða með rangind-
um og ósanngirni. Ýfir höfuð að
tala er máli þjóðarinnar svo komið
sem stendur að alt, er í mesta óefni
en vonandi er að frain iir því rætist.
Einkennilegir brunar.
í bænum Eric í Pennsylvania í
Bandaríkjunum brann afar stór korn
hlaða 24. apríl, fórust þar 200,000
rnælar hveitis . og mikið af öðrum
korntegundum, sem geymdar voru
handa bandamönnum. Tapið er talið
$600,000 því kornhlaaaðan brann til
kaldrakola. Það einkennilega í þessu
sambandi er að félag eitt, sem“Great
Lake Traust Corporalinn” heitir átti
þrjár stórar kornhlöður og eru þær
allar brunnar, hinar brunnu báðar
fyrir rúmu ári.
Skúraskin.
Orkt undir nafni porsteins porsteinssonar til
foreldra hans, þá er fall hans fréttist.
La.g: Eg heyrSi Jesú himneskt orS.
Eg heyrði lands míns hjálparköll,
og heiman skjótt mig bjó;
um reginhöf og risafjöll ,
eg ruddist fram, — og dó.
Eg unni frelsi öllu meir,
og ungum skildist mér,
að enginn sá til einskis deyr,
sem andans merki ber.
Og ljúft er mér að liggja nár,
því leyst er hlutverk mitt,
og fjöldi niðja í fjölmörg ár
mér frelsi þakkar sitt.
Svo æfin frá mér trautt var tæld,
þótt týndist næstum öll,
því líf eru’ ekki í lengdum mæld
í lífsins miklu höll.
Ó, mamrna’ og pabbi, minnist þess,
að mörg er þyngri raun,
en líta auðan sonar sess,
ef sæmd er dauðans laun.
Guðmundur Stefánsson.
Stríðið.
Herdeild á mánuði.
J. T. Jones yfirlæknir er nýkomin
úr stríðinu, segir hann að ef ekki
gangi betur en nú eigi sér stað rneð
liðsöfnun þá verði enginn her til í
haust.
Af hverjum 20,000 manna her-
flokki segir hann að J4 eða 15,000
falli frá á ári. Canada hafi nú fimm
shka herflokka eða 100,000 hermenn
alls og verði því 75,000 fallnir frá af
þeim að ári liðnu. Til þess að halda
við hverjum einstökum herflokki
með 20,000 manns þyrfti um eina
deild á mánuði að minsta kosti, þetta
segir liann að Canada verði að gera
og megi ganga miklu betur en nú til
þess að það takist.
Að svifta útlendinga atkvæði.
Verið er að ræða um ný atkvæðis-
lög í Ottawa. Afturhaldsblöðin í
Austur Canada hvetja til þess að all-
ir þeir borgarar landsins sem séu af
þýzku eða austurrísku bergi brotnir
séu sviftir atkvæðisrétti. Sérstaklega
hvetja þau til þess að þessir borgar-
ar Vesturfylkjanna: Manitoba, Al-
berta og Saskatchewan séu ekki látn-
ir njóta atkvæðisréttar. Blaðið To-
ronto Telegram flytur langa grein um
þetta efni 21. apríl. Kemst það
meða! annars svo að orði:
“Það hefir sannast síðan stríðið
hófst að 108,410 manns frá Austur-
ríki og Þýzkalandi sem heima eiga í
Manitoba, Saskatchewan og Alberta
hafa ekki viljað verða borgarar hér
í landi í orðsins fylstu merkingu. Það
ranglæti að leyfa kjósendum af
þýzku óg austurísku bergi brotnum
að greiða að meðaltali 1,000 atkvæði
í 43 kjördæmum í þessum fylkjum er
svo ljóst að ekki þarf skýringar. At-
kvæði þessara þjóða ráða kostningum
að minsta kosti í 30. af 43 þessara
kjördæma.
Spurningin um það hv'að verði um
Sir Wilfrid Laurier ef 45,000 Þjóð-
verjum og Aústurríkismönnum er
ekki leyft að greiða atkvæði í þessum
vesturfylkjum og senda 30 fulltrtía
á sambandsþing sem séu á móti stjórn
inni, hún liggur oss í léttu rúmi.”
Fleiri blöð en Telegram taka í
sama strenginn og þegar hermanna-
félagið sem mest barðist gegn Dixon
sá þessar athugásemdir sendi það
tafarlaust áskorun til stjórnarinnir
að krefjast þess að atkvæði yrði tek-
in af þessum “útlendingum.”
Jón Helgi Grímsson.
Bœjarfréttir.
Útsalan, sem auglýst er í kirkju
Fyrsta lút. safnaðar þriðjudaginn 15.
þ. m. ætti að verða vel sótt. Þar
verður fjöldi eigulegra muna með
gjafverði, eftir gæðum. Um að gera
að koma nógu snemma. Margir
draga það til hins síðasta að sækja
slíkar útsölur og koma því ekki fyr
er búið að velja úr alt það bezta.
John Einarsson bróðir William
Einarssonar frá Wynyard útskrifað-
ist nýlega, sem dýralæknir frá skóla
í Chicago.
Mrs. W. Frederickson frá Baldur
kom hingað til bæjarins 23. apríl og
var skorin upp nokkru síðar á sjúkra-
húsinu. Með henni kom Teenie dótt-
ir hennar.
Þau hjón Sveinn Oddson prentari
á Wynyard og Margrét kona hans
urðu fyrir þeirri sorg að missa átta
ára gamlan pilt mjög efniJegan úr
skarlatsótt í vikunni sem leið.
Munið eftir að sækja barnasam-
komuna í kveld (fimtud.J i Skjald-
bórg. Hún verður skemtileg og fjöl-
breytt.
Halli kaupmaðgr Björnsson „frá
Riverton var á ferð hér í bænum á
þriðjudaginn í v'erzlunarerindum.
Mrs. Kr. Hannesson héðan úr bæn-
um fór vestur til Wynyard á sunnu-
daginn, til þess að vera við jarðar-
för piltsins, sem þau Oddsons hjónin
mistd. Hún dvelur þar í viku.
Lítil fjölskylda getur fengið þrjú
góð herbergi; gott hús og rúmmikið
að 838 McDermott Ave.
Mrs. Margrét Lindal og Þuríður
dóttir hennar, sem rnn tíma hafa
dvalið í Portage La Prairie eru nú
fluttar í bæinn að 624 Toronto St.
Mrs. Philip Johnson, Stoney Hill,
hefir gefið Jóns Sigurðssonar félag-
inu $2.25 og tvenna sokka og Mrs.
H. O. Hallson frá SiWer Bay $3.00.
Rjörn Crawford í Winnipegosis hefir
safnað og sent félaginu $40.25 verða
nöfn þeirra gefenda birt síðar.
Stefán bóndi Danielsson frá Otto
kom til bæjarins á þriðjudaginn í
verzlunarerindum. Kuldi þar úti og
alt seint, en góð liðan efnalega.
Svæsnir mislingar hafa gengið þar
um tíma.
Lesið auglýsinguna um Macs leik-
húsið. Landi vor Guðm. Christie
virðist gera sér far um að hafa mjög
uppbyggileg atriði í boði. Leikhúsin
eru eins og blöðin, sé þeim samvizku-
santlega og vel stjórnað geta þau
orðið til ttppbyggingar og mentunar,
auk þess er skemtunin sem þau veita.
Þetta virðist Christie hafa fyrir aug-
mn og skilja mörgunt bettir.
Björn Stefánsson og Lúðvík Krist-
jánsson frá Westfold komu hingað
fyrra þriðjudag og fóru heimleiðis
aftur á fimtudaginn.
Einar Einarsson frá Auðnuni við
Gimli og Tryggvi Jónasson frá Gimli
voru hér á ferð í vikunni sem leið.
Mrs. V. Hallson lézt 24. marz 1915,
en ekki 24. maí, eins og áðttr var sagt.
Helgi Hallson lagði af stað ti!
Englands 24. apríl með “Skógar-
manna JForesters) deildinni. Helgi
er vel þektur meðal íslendinga, ve!
gefinn ti) lífs og sálar og bezti dreng-
ur.
“Mutual” lífsábyrgðarfélagið hefir
sett Halldór J. Eggertsson yfirum-
boðsmann fyrir norður og vestur
hluta Manitoba. Samkvæmt skvrslu
félagsins hefir það haft afar mikla
umsetningu fyrsta ársfjórðung þessa
árs; 110% meiri en á santa tíma árið
sem leið.
t Rauðakrossfélagið hefir Helgi
Bjarnason frá Narrows sent T. E.
Tþorsteinssyni $5.00 og í Belgíusjóð-
ínn $5.00. Fyrir þetta er þakkað.
Mrs. Sigurfinna Caine lagði af
stað í gær suður til Grafton til móð-
ur sinnar. Systir hennar er að út-
skrifast um þessar mundir frá há-
skólanum i Grafton; hún heitir Sig-
urlaug Benediktson.
Vilberg Grítnsson.
Jón Helgi er fæddur 1. febr. 1891.
Vilberg 11. júní 1897, báðir 1 Gardar-
bygð í CVorður Dakota. Foreldrar
þeirra eVu Daníel 'Grímsson, Stein-
ólfssonar 'bóndai á Grímsstöðum í
Reykholtsdal og konu hans Guðrúnar
Þóröardóttur Jónssonar prests á
Qrund í Lundareykjadal. Móðir
þeirra, kona Daníels, er Sigríður
Þorsteinsdóttir, Jónssonar frá Auðn-
unt á Vatnleysuströnd og konu hans
Ingibjargar Halldórsdóttur, Þórðar-
sonar prests á Lundi. Til Ameríku
komu þau sumarið 1885 og settust að
í Gardar-bygð, N.D. Til Vatnabygða
í C'anada komu þau vorið 1906 og
tóku land 2J4 mílu vestur af Elfros
og hafa búið þar síðan.
Halldór J. Eggertson er nýkominn
norðan frá Riverton. Var hann þar
' tveggja vikna tíma t lífsábyrgðar-
erindum og lætur Vel yfir ferðinni.
Jóns Sigurðssonar félagið þakkar
fyrir eftirfylgjandi gjafir: Frá Mrs.
Oddleifsson, Geysi, $5; frá Miss
Thorey Olafson, Wpg ffyrir Belgíu-
sjóðinn) $5; frá kvenfélaginu í Ár-
borg, þrenna sokka, |og hefir það
félag því als gefið 60 pör sokkar; frá
Mrs. Guðrúnu Einarsdóttur Goodman
tvennir sokkar; frá Mrs. Ingimundi
Sigurðssyni, Lundar, Man., þrennii
sokkar; frá Mrs. Freeman, Vestfold,
tvennir sokkar. Ágóði af “Iðjuleys-
ingjunum” var áður talinn $6, en átti
að vera $6.90.
Ársþing í félaginu “Dætur Breta-
veldis” hér í Manitoba hefir verið
haldið hér í bænum að undanförnu.
Það var merkilegt þing að mörgu
leyti. Ein íslenzk kona var kosin
þar í framkvæmdarnefnd, Mrs. J.
Carson. Hún hefir góðfúslega lofað
Lögbergi fréttum af þinginu.
Á. P. Jóhannsson fór norður til Ár-
borg og Riverton og fleiri staða í
Nýja Islandi fyrra þriðjudag og
kom aftur á laugardaginn. Vegir
farnir að þorna þar nyðra, en þó
býsna blautir enn.
Guðmundur Sólmundarson frá
Gimli kom hingað til bæjarins með
föður sinn veikan í vikunni sem leið.
Dr. Brandson skar hann upp nýlega
og líður honum vel.
Þau hjónin S. Freeman sem lengi
hafaJbúið hér í Winnipeg og í grend-
inni, en eru nú flutt til Fairford urðu
íyrir þeirri sorg að missa son sinn
Harald á þriðja ári 13. april s. I.
Sigurfinna Caine hefir afhent rit-
stióra Lögbergs $5.00 í peningum, sem
er sá hluti af ágóða samkomunnar
sem haldin var hér í Winnipeg er
Mrs. Caine tók á móti. Hún seldi
aðgöngumiða fyrir $5.00 og tók á
móti $1.00 frá Mrs önnu Ólafsson,
en 4>orgaði $1.00 fyrir seðlaprentun.
Afganginn af aðgöngumiðunum af-
henti hún ritstj. Lögbergs. Konan sem
hlut á að máli er biðin að nálgast
peningana.
Kristján Sveinn Þorsteinsson og
kona hans, frá Gimli, voru hér á ferð
í vikunni sem leið.
Erlendur Guðmundsson, sem stund-
aði nám við verzlunarskóla hér í vet-
ur, er nýfluttur til Mozart, Sask.
Skeyti kom frá Englandi 1. maí til
Mr. og Mrs. O. Freeman að 711
Pacific Ave., þess efnis, að sonur
þeirra Ólafur, sem særðist á Frakk-
Iandi 16. apríl, væri kominn til Eng-
Iands á Canadian Military Hospital,
Beachborough Park, Shomcliffe..
Einar Magnússon frá Hnausuir.
kom til bæjarins á þriðjudaginn
snögga ferð ásamt konu sinni.
Jóhann Norman frá Winnipegosis
kom hingað til bæjarins á þriðjtidag-
inn og verður hér nokkra daga.
J. Th. Pálsson, Ilowardville, kont
fil bæjarins á mánudaginn og fór
heimleiðis aftur í gær. Hann var á
ferð í verzlunarerindpm. Hann segir
kulda og klaka. Vatnið á is eins og
á vetrardegi, en partur af fljótinu
auður.
Mrs. S. Johnson og Mundi Krist-
jánsson frá Mountain komu hing^ð
7. apríl til þess að vera við jarðár-
för systur sinnar Mrs. Hnappdal.
BITAR
Móðirin hafði Iokiö við að lesa “Sól-
skin” fyrir börnin sín áður en þau
sofnuðtt: ‘Mamma, lestu lka “Sól-
skinið í Heimskringlu’, sagði svolít-
ill stelpuhnokki. — “Það er ekkert
“Sólskin” i Heimskringlu, barnið
mitt", svaraði móðirin.
Hvernig ætli standi á því að toll-
urinn af hveitinu var afnuminn á
stjórnarfundi í Ottawa, en ekki á
þingi, sem þó var að koma saman ?
— Ástæður liggja til alls.
Bæjarstjómin hefir keypt $3,200
bifreið handa bæjarstjóranum. —
"Gefið mér þeir hefðu hest, hefði eg
verið ríkur” sagði K.n.
Heimskringla er áð læra smátt og
smátt. þó hægt fari. Fyrst tók hún
það eftir Lögbergi að hafa breiða og
myndarlega ritstjórnardálka. ' Fyrir
skömmu byrjaði hún á barnabálki
eins og Lögberg og síðast byrjaði
l’ún á viðskiftabálki. Lögbergi er
ánægja að því að sjá áhrif sín á
Heimskringlu:
Það hefir frézt að Magnús frá
Miðhúsum sé útnefndtir fréttaritari í
Litla-Rússlandi.
Lieut. Frans Thonias.
("Sjá augl. á öðmm staðj.