Lögberg


Lögberg - 03.05.1917, Qupperneq 3

Lögberg - 03.05.1917, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAí 1917 3 Pollyanna Eftir Eleanor H. Porter. Gamli Tom hló sínum innvortis hlátri svo herð- amar skulfu. “Já, það er raunar satt,” sagði hann, “eg hefi séð ungfrú Polly bera skrýfaða lokka yfir enninu nú upp á síðkastið, og svei mér ef það fer henni ekki vel.” “Já, nú lítur hún út eins og manneskja,” svar- aði Nancy. “Hún er reglulega —” “Falleg núna, já, Nancy,” sagði Tom, og axlir hans fóru allar að skjálfa. “Já, þama sérðu, þú manst hverju þú svaraðir, þegar eg sagði einu sinni að hún hefði verið fögur.” Nancy rykti höfðiun til. “Ó, það getur enginn sagt að hún sé yfirburða fögur. En það er áreiðanlegt, að hún virðist ekki vera sama manneskjan og hún var þegar eg kom hingað, nú ber hún ýmsa skrautmuni, hálsmen og sumrasjal, perlur og því um líkt, sem ungfrú Polly- anna kemur henni til að skreyta sig með.” “Nei, nú sérðu,” sagði gamli Tom aftur. “J?að var einmitt það, sem eg sagði — að hún væri hvorki gömul né ljót.” Nancy varð að hlæja. “Jæja, látum það nú vera,” sagði hún, “að minsta kosti lítur hún nú ekki eins ellilega né illa út nú, eins og áður en ungfrú Pollyanna kom. En heyrðu, segðu mér; Tom, hverjum var hún heit- bundin? pú veizt það líklega; segðu mér hverjum hún var heitbundin? Eg hefi ekki getað fengið að vita það.” “Svo þú hefir ekki getað náð í það?” sagði sá gamli og gaf henni homauga. “Já, þá held eg þú náir ekki í það hj á mér heldur.” Svo sneri hann sér að Nancy og spurði alvarlegur: “Nú, hvemig líður litlu ungfrúnni í dag?” Nancy varð líka alvarleg og hristi höfuðið. “Henni líður alveg eins,” sagði hún, “að svo miklu leyti eg veit. Hún liggur þarna svo þolin- móð og blíð eins og engill, og reynir að brosa og vera kát af því sólin skín, eða af því —” “Já, auðvitað, auðvitað! pað er leikurinn hennar það,” sagði gamli Tom viðkvæmur og depl- aði augunum. “Hefir hún líka kent þér þenna leik sinn ?” “Já, ó, já, fyrir löngu síðan.” Gamli maðurinn stóð kyr og hugsaði sig um, og bros lék um varir hans. “J?að var héma um daginn, eg gekk og nöldraði yfir því hve gamall eg var og boginn í bakinu; og hvað heldur þú þá að hún hafi sagt, sú litla ?” “Nei? hvað sagði hún? Eg gizka á að það hafi ekki verið neitt til að gleðjast af ?” “Jú, það var nú samt. Hún sagði að eg gæti verið glaður yfir því, að eg þyrfti ekki að beygja mig eins mikið til að tína illgresið, þar eð eg væri svona boginn í bakinu áður.” pau hlógu bæði. “Já, eg hélt nú raunar að henni mundi detta eitthvað í hug,” sagði Nancy svo. “J?ví hún er furðulega orðheppin. Við höfum nú leikið þenna leik næstum því síðan hún kom hingað, af því enginn annar var til að leika við. J?ví frænka —” “Hún hefir máske ekki talað við hana um leik- inn? Hún er nú samt búin að kenna hann öllum manneskjum í heiminum, held eg; því allir, sem eg tala við, minnast á hann.” “Nei, hún hefir líklega ekki kent frænku sinni hann. Hún sagði mér sjálf, að hún gæti ekki kent henni hann, af því ungfrú Polly vildi ekki að hún mintist á föður sinn við sig, en það var hann sem kendi henni þenna leik, svo hún varð að minnast á hann þegar hún sagði frá leiknum.” “Einmitt það,” sagði gamli Tom og kinkaði kolli mjög hægt. “J?au voru altaf reið við prest- inn öll saman, af því að ungfrú Jenny fór með honum. Og ungfrú Polly, sem þá var ung og óreynd, gat aldrei fyrirgefið honum. Henni þótti svo undur vænt um systur sína á þeim tíma. ójá, ójá, það voru slæmir tímar.” Hann hristi höfuðið og labbaði leið sína niður garðinn. peir voru öllum erfiðir þessir biðdagar. Hjúkr- unarstúlkan reyndi að vera glöð og huggandi. Warren læknir var utan við sig og önugur. Ung- frú Polly var kyrlát, en andlit hennar var orðið magurt og fölt þessa síðustu daga. Og Pollyanna sjálf — já, hún lék við hundinn, klappaði og strauk kisu og dekraði við hana, horfði með aðdáun á öll blómin og neytti ávaxtanna og kakanna, sem Polly frænka kom með handa henni, eða sem henni voru sendar af öðrum. En hún var líka orðin föl, og hin fjöruga hreyfing handa henn- ar og handleggja var sorgleg andstæða óhreyfan- leika fóta hennar og neðri hluta líkamáns — litlu fætumir, sem áður dönsuðu svo liðugir og glaðir, lágu nú hreyfingarlausir undir rúmábreiðunni. En “leikinn” reyndi Pollyanna enn þá að leika, hve erfitt sem henni féll það. Hún sagði við Nancy, að hún hlakkaði til þeirrar stundar, þegar hún gæti gengið í skólann aftur, heimsótt frú Snow, John Pendleton, og Chilton lækni; og það var eins og hún gæti ekki áttað sig á því, að þetta var sú gleði, sem ætti heima í ókomna tímanum, en ekki yfirstandandi tíma. En Nancy skildi það, og hún grét yfir þessum erfiðleik — þegar hún var ein- sömul. XXV. KAPÍTULI. Hálfopnar dyr. Réttri viku eftir að búist var við komu Dr. Mead, sérfræðingsins, kom hann. Hann var hávaxinn og herðabreiður maður, með vingjamleg augu og hlýlegt bros. Pollyönnu geðjaðist strax vel að honum og frestaði ekki að segja honum það. *rPú líkist mikið mínum lækni, skal eg segja þér," bætti hún við alláköf. “J?inn læknir?” Dr. Mead leit með óduldri undrun á Warren lækni, sem stóð hjá þvottaborðinu og talaði við hjúkrunarstúlkuna. Warren læknir var lítill, hör- undsdökkur maður með alskegg. “Nei, þessi þama er ekki minn læknir,” sagði Pollyanna brosandi, sem gat sér til hugsana ó- kunna læknisins. “pessi er læknir Polly frænku. Minn læknir heitir Chilton.” “ó, einmitt það?” svaraði Dr. Mead dálítið ef- andi og leit á ungfrú Polly, sem hafði roðnað all- mikið og sneri sér skjótlega undan. “Já, auðvitað,” bætti Pollyanna við. Hún þagði litla stund og sagði svo með sinni vanalegu hreinskilni: “Já, eg skal segja þér, eg hefi alt af viljað fá Chilton lækni, en Polly frænka vildi fá þig. Hún sagði, að þú kynnir betur að fara með brotna fætur—eins og mína—heldur en Chilton læknir. Og eins og eðlilegt er, ef þú getur það, þá gleður það mig mikið. Heldur þú að þú getir það ?” Pollyanna sá það ekki, en það var sem ský liði yfir vingjamlega andlitið ókunna læknisins. “J?að leiðir að eins tíminn í Ijós, litla stúlkan mín,” svaraði hann og brosti við henni. Svo sneri hann sér með alvarlegum svip að Warren lækni, sem kominn var að rúminu. * * * Allir sögðu á eftir, að það væri kisu að kenna. Og það var satt, því hefði hún ekki komið löppinni og trýninu inn á milli stafs og hurðar og á þann hátt opnað dymar á herbergi Pollyönnu hávaða- laust, svo þær stóðu hálfopnar, þá hefði Pollyanna alls ekki heyrt hvað talað var frammi í ganginum. J?ví frammi í ganginum stóðu báðir læknamir, hjúkrunarstúlkan og ungfrú Polly og töluðu sam- an, en inni í herberginu hoppaði kötturinn með litlu, ánægjulegu “mjá” upp á rúmið, kom sér þar fyrir notalega og fór að mala, þegar Pollyanna í gegn um opnu dymar heyrði glögt rödd frænku sinnar hrópa, örvinglaða og kvíðandi: “ónei, ónei, læknir! segið þér þetta ekki! það getur ekki verið alvara yðar að þetta indæla bam geti aldrei—gengið hér eftir.” Á næsta augnabliki var alt á ringulreið. Fyrst heyrðist frá sjúklings herberginu hið óttaslegna hróp Pollyönnu: “Polly frænka! ó Polly frænka!” Og þá er ungfrú Polly sneri sér við í dauðans of- boði og sá dymar opnar og skildi alt — hljóðaði hún lágt, og — í fyrsta skifti á æfi hennar — leið yfir hana. Hjúkrunarstúlkan sagði mjög skelkuð: “hún heyrði það”, um leið og hún ráfaði að hálfopnum dyrunum. Læknarnir stóðu kyrrir. Dr. Mead var neyddur til þess — hann hafði gripið ungfrú Polly um leið og hún féll og stóð nú og hélt á henni. Warren stóð við hlið hans alveg ráðalaus. J að var ekki fyr en þeir heyrðu annað kvein frá Polly- önnu og sáu hjúkrunarstúlkuna loka dyrunum, að þeir áttuðu sig svo á kringumstæðunum, að þíir báru ungfrú Polly inn í annað herbergi til þess, að vekja hana til meðvitundar aftur. Inni í herbergi Pollyönnu fann hjúkrunar- stúlkan köttinn, sem nuddaði sér malandi og reyndi að vekja eftirtekt Pollyönnu; en andlit bamsins var hvítt sem mjöll og augu hennar tryll- ingsleg. “Systir Annie — ó, bið þú Polly frænku að koma, eg vil tala við hana, strax, strax!” Hjúkrunarstúlkan lokaði dyrunum og hraðaði sér að rúminu. Hún var náföl. “Hún—hún getur ekki komið á þessu augna- bliki, Pollyanna, en hún kemur bráðum—undir eins og hún getur. Hvað er það? vantar þig eitt- hvað? get eg ekki gert það?” Pollyanna hristi höfuðið. “Nei, nei! Eg verð að fá að vita hvað hún sagði, einmitt núna. Heyrðir þú það ekki? ó, eg verð að fá að tala við Polly frænku. Hún— hún sagði nokkuð; eg verð að tala við hana — hún verður að segja að það sé ekki satt.” Hjúkrunarstúlkan ætlaði að tala, en hún gat ekki opnað munninn, röddin neitaði að hlýða. En það var eitthvað í andliti hennar, sem jók hræðslu Pollyönnu. “Systir Annie, þú heyrðir það sem hún sagði, eg sé það á þér. ó, er það satt ? ó, það getur ekki verið satt! pað getur ekki verið satt, að eg geti —geti aldrei gengið hér eftir.” “Nei, nei — kæra Pollyanna — góða mín — ó, vertu nú róleg,” sagði hjúkrunarstúlkan með sorg- arrödd. “J?að er alls ekki áreiðanlegt. Hann get- ur ekki vitað það. Honum hefir máske skjátlast.” “En Polly frænka sagði að hann vissi það; hún sagði að hann hefði numið það og þekti það betur en aðrir — um þessa brotnu fætur, eins og mína.” “Já, eg veit það, góða mín; en það er enginn læknir til, sem ekki skjátlast við og við. Hugsaðu ekki um það, góða, litla Pollyanna, þú skalt sanna, að þetta batnar aftur.” En Pollyanna lyfti höndunum upp vandræðaleg “Já, en eg get ekki forðast að hugsa um það,” sagði hún snöktandi. “Eg get ekki hugsað um neitt annað. ó, systir, hvemig á eg nú að komast í skólann — eða þangað til að líta eftir hr. Pendle- ton — eða til frú Snow — eða til nokkurs, nokkurs staðar?” Hún grét hátt og byrgði augun með handleggj- unum. Svo hætti hún alt í einu og leit upp; nýr kvíði blikaði í augum hennar. “ó, systir Annie, þegar eg aldrei get gengið framar, hvemig get eg þá orðið glöð — yfir nokkru ?” Systir Annie þekti ekkert til “leiksins”; hún vissi að eins að sjúkling hennar þurfti að hugga, og það eins fljótt og mögulegt var. prátt fyrir sína eigin örvilnan, og þótt hún fyndi sig hjart- veika, hafði hún ekki gleymt skyldu sinni, en hafði flýtt sér að búa til styrkjandi lyf, sem hún nú hélt á við rúmið. “Komdu, Pollyanna — drektu þetta, þá ertu góð,” sagði hún í huggandi róm. “J?á verður þú hressari og ekki eins þreytt, og þá skulum við vita hvort ekkert er mögulegt að gera. Hlutimir eru ekki ávalt eins slæmir og þeir líta út fyrir að vera. pú færð að reyna að það gengur betur en þú heldur.” Pollyanna tók fús við lyfinu og tæmdi glasið, sem hjúkrunarstúlkan hélt að munni hennar. “Já, eg veit það. pabbi sagði það alt af,” stam- aði hún og þurkaði tárin af augunum. “Hann sagði að það væri altaf við sérhvem hlut eitthvað, sem gæti verið verra. En eg held naumast að hann hafi nokkru sinni þeyrt getið um nokkum, sem ekki gat gengið alla æfina. Eg get ekki hugsað mér neitt það, sem gæti verið verra — getur þú, systir Annie?” XXVI. KAPÍTULI. Tvær heimsóknir. pað var Nancy, sem var send til John Pendle- tons til þess, að tilkynna honum álit Dr. Meads. Ungfrú Polly hafði munað eftir loforði sínu, að láta hann undir eins vita álit ókunna læknisins. En að fara sjálf eða skrifa, fann hún sig ekki færa um. Svo kom henni það til hugar, að hún gæti sent Nancy. Fyrir löngu síðan hafði Nancy hlakkað til að fá tækifæri til að sjá heimili John Pendletons og hann sjálfan. En í dag var hún of sorgþrungin til að geta glaðst yfir nokkru, og hún leit naum- ast í kringum sig þær fáu mínútur, sem hún beið eftir komu Johns. “Eg er Nancy, sem vinn hjá ungfrú Harring- ton,” sagði hún sem svar upp á Pendletons undr- andi og spyrjandi augnatillit, þegar hann kom fram í forstofuna til hennar. “Og ungfrúin hefir sent mig hingað til að—til að segja yður frá líðan Pollyönnu.” “Nú?” prátt fyrir þetta eina stutta og þyrkingslega orð, skildi Nancy mjög vel, að það lá bæði æsing og kvíði bak við spuminguna. “Henni líður ekki vel, hr. Pendleton,” sagði hún hikandi. “pér eigið þó ekki við —?” Hann þagnaði. Nancy laut niður og horfði á gólfið. “Já, eg á við það, því ver. Hann sagði—hann sagði, að hún gæti aldrei gengið eftir þetta—hún gæti aldrei notað fætuma til neins.” Um stund varð alger þögn. Svo talaði Pendle- ton skjálfraddaður. “Veslings — litla! Veslings — litla stúlkan!” sagði hann að eins. Nancy leit til hans, en leit strax niður aftur. Henni hafði ekki dottið í hug að þessi svipdimmi, önugi og hörkulegi John Pendleton, mundi líta þannig út. Litlu síðar talaði hann aftur; og var rödd hans skjálfandi, lág og hikandi. “pað er voðalegt að hugsa sér-------aldrei að dansa í sólskininu aftur — litli rengboginn minn.” Aftur varð þögn, svo spurði hann alt í einu: “En hún sjálf — hún veit auðvitað ekki um það enn þá?” “Jú, það er einmitt það, sem hún gerir,” svar- aði Nancy og fór að snökta; “og það gerir alt svo miklu lakara. Hún fékk að heyra — ó, það var ræfils kettinum! já, fyrirgefið þér,” sagði hún fljótlega; “en það var kötturinn — hann hrinti hurðinni frá stafnum, svo dymar stóðu hálfopnar, svo Pollyanna heyrði þau tala saman úti í gangin- um, læknirinn og ungfrúna. Og á þann hátt fékk hún vitneskju um það.” “ó, veslings litla! Veslings litla!” “Já, hr. Pendleton. pað segðuð þér eflaust líka, ef þér sæjuð hana,” svaraði Nancy, meðan tárin runnu niður kinnar hennar. “Eg hefi ekki séð hana nema tvisvar, síðan hún fékk að vita þetta, og í hvorttveggja skiftið ætlaði eg ekki að geta þolað það. Henni er það svo nýtt, sjáið þér, og svo liggur hún alt af og hugsar um alt, sem hún ekki getur gert hér eftir. Og svo kvelst hún af því, að geta ekki fundið neitt til að gleðjast yfir — en þér þekkiö líklega ekki leikinn hennar,” sagði Nancy sér til afsökunar. “Að-vera-glaður-leikinn ?” Jú, hann þekki eg. Hún sagði mér frá honum.” “ó, gerði hún það? Já, hún hefir eflaust talað um hann við flesta, sem hún hefir fundið. En, sjáið þér — nú getur hún ekki leikið hann sjálf, og það þykir henni svo leitt. Hún segir að sér detti ekkert í hug—ekkert til að vera glöð yfir— í sambandi við það, að geta ekki notað fætur sína.” “Nei, hvemig ætti hún að geta það?” sagði John Pendleton næstum ákafur. Nancy færði sig til og leit hikandi í kring um sig. “Nei — þannig hugsaði eg líka — þangað til mér datt í hug, að — henni yrði hægara, ef hún gæti fundið eitthvað, eins og þér skiljið. Og þess vegna reyndi eg að minna hana á —” “Að minna hana—á hvað?” rödd John Pendle- tons var enn þá áköf og beiskjuleg. “Já — á það, hvemig hún hefði sjálf kent öðr- um að leika hann — frú Snow og öllum hinum. En veslings litla stúlkan, hún að eins grætur og segir, að það sé auðvelt að kenna fólki, sem er orðið fatlað til æfiloka, hvernig það eigi að geta glaðst, en það sé nokkuð annað, þegar maður sjálf- ur sé orðinn bæklaður til æfiloka, að geta þá glaðst. Hún segist hvað eftir annað hafa reynt að gleðjast yfir því, að aðrir væru ekki eins og hún, en að hún sé samt sem áður ekki glöð og geti ekki um annað hugsað, en að hún geti aldrei gengið hér eftir.” Nancy þagnaði, en John Pendleton þagði líka og byrgði augun með hendinni. “Svo hefi eg reynt að minna hana á, að hún hafi sjálf sagt, að því erfiðari sem leikurinn væri, því skemtilegri væri hann,” bætti Nancy við með skjálfandi röddu. “En hún segir, að það sé alt annað, þegar það sé í raun og veru erfitt. ó, já, ó, já — en eg má nú líklega til með að fara,” sagði hún alt í einu. Við dymar stóð hún kyr, sneri sér við og spurði hikandi: “Eg get líklega ekki sagt ungfrú Pollyönnu, að —að þér hafið hitt Jimmy Bean aftur, hr. Pendle- ton ? get eg það ?” Efnafrœðislega sjálfslökkvandi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- legt er. öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s J. N. Sommerville, Lyfsali Horni WiIIiam & Isabel, Winnipeg Tals. Garry 2370 Vér mælum meö eftirfylgjandi hressingarlyfum að sumrinu Beef, Iron & Wine Big 4 D Compound sem er blóöhreinsandi meöal. Whaleys blóíSbyggjandi lyf Voriö er komiö; um þaö leyti er altaf áríöandi aö vernda og styrkja líkamann svo hann geti staöiö gegn sjúkdómum. Þaö veröur bezt gert með því að byggja upp blóöiö. Whaleys blóöbyggjandi meöal gerir þaö. Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes St. Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] PortageAv i gamla Queens Hotal G. F. PENNY, Artist Skrifstöfu talsimi ..Main 2065 Heimilis talsími ... Garry 2821 C. H. NILSON KVENNA- og KARLA SKRADDARI — Rex Cleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt pressuð meðan þér standið við...............S5c. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir.........$1.50 f-mnig viðgcrðir é loðskinnaftstum 332] Nohre Dame Ave. Tals. G. 67 Winnipee Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í húsum. Fljót afgreiðsla. M. Semlek Co. Horni King og Logan Kaupa og selja brúk- aða járnvöru, smíða- tól, rúmstæði, hljóð- færi o.s.frv. Við ger- um yður ánægða. Talsími Garry 1630. Winnipeg Hin stærsta skandinaviska skraddarastofa 208 Logan Ave. 1 öörum dyrum frá Main St. Winnipeg, Man. Tals. Garry. 117 Pöddu-duftið Jacksoniska hið fljótandi lúsadráps- lyf er til sölu á sama staðn um gamla 466 Portage Ave., Winnipeg, og þeir sem kaupa segja ekkert sé betra til að drepa þessi kvikindi. Það er sent svo að segja til hverrar borgar og hvers bæjar í Vestur- landinu alla leið til Prince Rupert, B. C. Vín bannskröf ur. Félagið “Dominion Alliance”hélt fund nýlega í Montreal og var þar samþykt aö krefjast þess aö stjórnin annaðhvort setti á algert vlnbann í allri Canada meðan á stríöinu stend- ur eöa láti fara fram um það al- menna atkvæðisgreiðslu í sumar fyrir 30. júní. Dánarfregn. Síödegis hinn 20. apríl andaðist aö heimili sínu, Wynyard, Sask., Bene- dikt Jónsson, eftir langvarandi veik- indi og þung. Hann v'or sonur hins merka og góðfræga læknis Jóns Ólafssonar frá Homstöðum i Dala- sýslu og konu hans Kristbjargar Þorbergsdóttur, er bæöi dóu aö Churchbridge, Sask. Benedikt sáL mun hafa verið 55 ára að aldri. Skilur hann eftir aldraða ekkju, en börn sín 5 höfðu þau hjón mist öll á unga aldri. Séra Jakob Kristinsson söng líkiö til moldar og fór athöfnin öll frani meö hinni mestu snyrti bæöi aö því leyti, söng og öðrum háttum, Þrátt fyrir annríki og lítt færa vegu komu menn langt aö og var mann- fjöldinn ærinn, því þau hjón voru æ vel látinn í hvívetna, og er hins látna af mörgum sárt saknaö. /. E. 353 Notre Dame Tals. G. 4021 TAROLEMA lœknar ECZEMA GylliniaeÖ, geitur, útbrot, bring- orm. kláða ög aðra búðsjúkdóma Licknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL COM 309 Somerset Block, Winnipeg MASSAGE MEGHANO-THERAPY & ELECTRO THERAPEUTIGS Hjúkrunar-kona BI a c k b u rn læknar með núningi taugarnar, örvar blóð- rásina og marga aðra sjúkdóma. Komið.! Staka. Líöur stund, en stirð er lund, slysni pundið hiröir. Svíður und er eigin mund opnu sundin girðir. Kálfur. Staka. Margt eitt illa í mannheim fer, mergöin eltir strauminn. Þaö er “fact” a« fólkiö er fjandi létt í tauminn. Kálfur. 8 Steel Block, Portage Ave. Tals. M. 3549 Williams & Lee Reiöhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viögeröir. Bifreiðar skoöaöar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verö. Barna- vagnar og hjólhringar á reiöum höndum. 764 Sherbrooke St. Homi Hotff Damt

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.