Lögberg - 21.06.1917, Side 2

Lögberg - 21.06.1917, Side 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JúNí 1917 2 t ....- - ---- ' ■ ■' — ”Ljúgðu einhverju helduren aðþegja“ petta er haft eftir manni, sem var að stappa stáli í strák að gefa ekki eftir í deilu við mann, sem hafði betri málstað en strákurinn. pess mætti geta að svo einkennilega vildi til að strák- urinn hét ólafur. Og hann fylgdi þessu heilræði; ruddi hann síðan úr ser hverri klausunni á fætur annari, en datt ekki í hug að færa sann- anir fyrir neinu. Ritstjóra Heimsk. er eins farið. Lögberg hafði sagt sanna og óhlutdræga sögu um framkvæmdir þeirrar stjómar, sem fólkið hefir trúað fyrir málum sínum altaf síðan Saskatchewan fylkið var stofnað. En afturhaldið þolir aldrei sannleikann sagð- an. Auðvitað er það vorkunn, því sannleikurinn í stjórnmálum Canada nú á timum getur ekki verið annað en eitthvað ljótt um afturhaldið eða eitthvað gott um framsóknarflokkinn. Heimsk., sem er gömul griðkona afturhaldsins varð að koma í'ram því til vamar og flagga því, sem til var, en það var aðeins tvent: þekkingarleys1 og ósannindi. Blaðið byrjar á því að fræða menn um það að kjörtímabilið í Saskatchewan sé ekki nema tvö ár og áréttar það með því að stjórnin, sem kosin var 1912, sé búin að sitja við völd í þrjú ár í heimildarleysi. Petta eina atriði lýsir svo mikilli óráðvendni í opinberum málum að það eitt út af fyrir sig er nóg til þess að brennimerkja mann er slíkt fremur, sem þann, er ekki megi trúa, né reiða sig á. En Heimsk fer lengra en þetta; hún hefir gömlu rógburð- araðferðina og reynir að telja fólki trú um að W. H. Paulson landi vor sé þjófur. Ef þetta hefði verið satt, ef einhver flugufótur hefði verið fyrir því, þá hefði blaðtuskunni verið fyrirgefandi. En sannleik- urinn er sá að í Saskatchewan kom upp stórkostlegt fjárdráttar- mál þannig vaxið að afturhaldsmenn höfðu gengið í félag við brennivínsmenn árið 1913 til þess að múta þeim framsóknarmönn- um, sem þeir kynnu að geta fengið í því skyni að þeir yrðu á móti vínbannslögum Saskatchewanstjómarinnar. Nokkrir af þing- mönnum framsóknarflokksins íéllu fyrir þessari freystingu (eins og síðar skal skýrt), en það var eftirtektavert að nafn W. H. Paulsonar var hvergi tengt við eitt einasta atriði í sambandi við það mál, eiijs víðtækt og það þó var. íslendingar ættu sannarlega að muna honum það að hann var þar þjóð sinni til sóma.með öðru en því að ljúga á hann æruleysi og glæpum. íslenzk blöð hafa stundum gengið langt á brautum ósóm- ans, en líklega aldrei eins og hér. pannig er mál með vexti að maður í kjördæmi Paulsons hafði lesið stjómarskýrslu fylkisins og rekist þar á peninga upp- hæð, sem fram hafði verið lögð til vegabóta í vissum stað, en hann vissi að þar höfðu engar vegabætur verið gerðar sökum þess að sá staður var ekk1 til. Maðurinn skrifaði um þetta í Heimsk. og krafðist skýringar. Maður þessi var Elías Vatnsdal. Paulson var ekki seinn til svara og sýnir hvemig á þessu stendur. Misprentast hafði í skýrslunum ein tala á landspildu og hafði því þessari umræddu peninga upphæð verið varið í veg á öðmm stað, sem ekki var í skýrslunni. Upphæðin stóð heima, prentvillan var sýnd og viðurkend af öllum og engum datt í hug að hér gæti verið um nokkuð grunsamt að ræða. Elías Vatnsdal, sem skýringuna heimtaði, lýsti því yfir að hann væri þakklátur fyrir upplýsinguna og öllum, sem með málinu fylgdust þóttu Paul- son hafa vaxið við það. petta er alt í Heimsk. og hefði því ólafur Tryggvason átt ao vita um það. En það er með þe<-ta eins og kjörtímabilið. Eitthvað varð að hafa til þess að vinna á móti þeim, sem berjast fyrir verzlun- arfrelsi, eitthvað verður að finna í vegagerð fyrir afturhaldið. “Ljúgðu einhverju heldur en að þegja” var sagt við strákinn — og það er enn sagt við strákinn. Langur reikningur birtist í Heimsk. nýlega um “Weed Lake” brúna. En í þessu máli hefði fræðari ritstjórans þurft að læra betur. Svo vill til að ritstjóri Lögbergs hefir í höndum öll gögn um það mál frá byrjun til enda á báðar hliðar og er sagan þannig: Ákveðið hefði verið fyrir þrábeiðni bænda við Wéed Lake að byggja þessa brú. Skoðað var brúarstæið og áætlun gerð um kostna®; en þegar til kom var svo mikið kviksyndi þar sem brúin varð að leggjast að miklu meira kostaði að gera undirstöðurnar en haldið var í fyrstu. petta reyndu afturhaldsmenn að gera sér að pólitískri fæðu og heimtuðu í það rannsóknamefnd. peir fengu hana; þingnefnd af báðum flokkum rannsakaði málið og fann þar að öllu ráðvand- lega með fé farið. Samt var haldið áfram að skapa rógsmál út úr þessu atriði og var þá skipuð önnur nefnd ytan þings. Willoby leiðtogi afturhaldsins fékk fullkomið og takmarkalaust vald til rannsókna í málinu, en þegar hann hafði yfirheyrt nokkur vitni, lét hann það falla niður, komst þá að þeirri niðurstöðu að þar væri um engan fjárdrátt að ræða. Aðallega var veðrið gert út úr því að sagt var að borgað hefði verið fé fyrir gröft, þar sem aðeins hefði verið vatn. petta var satt, en vel að merkja, vatnig var frosið; peningarnir voru borgaðir fyrir það að saga ís, þar sem ekki var hægt að vinna að brúargerðinni nema á klaka, og eiðsvarin vottorð liggja fyrir hendi hvenær sem ólafur Tryggvason hefir tíma til þess að skoða þau, þar sem það er sannað að sanngjarnt verð var borgað fyrir þetta verk; vottorð, sem leiðtogi afturhaldsmanna gerði sig svo ánægð- an með, að hann vildi ekki halda málinu áfram. Og vitnisburður verkfræðinga, sem voru óviðkomandi, liggja fyrir hendi, sem sýpa það að hvergi var þeim, sem verkið unnu, ofborgað fyrir nokkum part þess. Félagið setti fyrst aukaborgun fyrir að saga ísinn og flytja hann í burtu, sem var heljar mikið verk, vildi það fá fyrir það $500, en stjómin áleit það of mikið og fékk því félagið aðeins $200. Ef ólafur Tryggvason vill afla sér upplýsinga í þessu máli, þá getur hann lesið stjórnartíðindin í Saskatchewan frá 13. marz 1916. En svo er það nú fyrirhafnarminna að fara eftir lognum sögnum annara, en að leita aér upplýsinga frá fyrstu hendi. Álíka sannar og þessar ákæmr ólafs eru staðhæfingar aftur- haldsliðsins um Kindersley stífluna. Áður en ritstjóri Lögbergs svarar þeirri spumingu Heimsk., hvemig á því standi að bændumir megi ekki leggja sína eigin síma, heldur verði að láta til þess nefnda menn af stjóminni gera það og séu svo skattaðir rétt tíu sinnum meira fyrir þá, en þeir kosta, þarf hann að biðja ólaf að segja sér hvenær þetta hafi átt sér stað; hvenær bændunum hafi verið bannað að leggja sína eigin síma þegar þeir hafi farið þess á leit og hvenær og hvar þeir hafi borgað 10 sinnum hærra-fyrir þá, en þeir koste? Annars er talsímasaga fylkisins í Saskatchewan birt í Lög- bergi og skorum vér á Heimsk að sýna fram á að þar sé hallað máli. “En ljúgðu einhverju heldur en að þegja” sagði maðurinn við strákinn; kannske það verði Uka sagt við ólaf Tryggvason í þessu máli. pá kemur nú rothöggið, sem á víst að verða. Heimsk. spyr hvort ritstjóri Lögbergs vilji gera svo vel að svara þeirri spurn- ingu hvemig á því standi að nokkrir þingmenn, tryggustu fylgilið- ar stjómarinnar í Saskatchewan sitji nú í tukthúsinu. pað var vel farið að ólafur var látinn spyrja þessarar spurn- ingar, því henni er oss ljúft að svara. Á þessu stendur þannig að þegar Scottstjómin var að semja bannlögin 1913, gerðu aftrhaldsmenn og brennivínsmenn samsæri til þess að reyna að hnekkja þeim og hindra þau. . Bezta meðalið til þess héldu þeir að væri það að múta þing- mönnunum til þess að greiða atkvæði og vinna á móti þeim. peir fengu því lejmi umboðsmenn og létu þá finna þingmenn — einn og einn; voru þeim boðnar vissar upphæðir hverjum fyrir sig. petta hepnaðist þannig að nokkrir menn féllu fyrir freist- ingunum og sviku kjósendur sína og það traust, sem til þeirra var borið. En þótt þannig yrðu keyptir nokkrir menn, þá var Scott- stjómin samt svo ákveðin í vínbannslaga málinu að þau gengu fram. pessu reiddust afturhaldsmenn og brennivínsmenn; þeir höfðu eytt stórfé í mútur, en þeir fengu ekkert fyrir sneið sína. Farið var að bera það út, að einhverjir mundu hafa makað krók- inn í sambandi við vínbannið. Loksins kröfðust afturhaldsmenn þess að rannsókn færi fram. Við þá rannsókn lét stjómin alla þá aðstoð í té, sem í hennar valdi stóð; hvert einasta vitni var sótt, hvort sem það var utan ríkis eða innan. Meira að segja vitni, sem afturhaldið hafði komið undan, voru sótt. Rannsóknin leiddi það í ljós, að nokkrir menn höfðu látið múta sér og fengið fé fyrir. En hvað gerði stjómin? lét hún þá sleppa við'hegningu af því þeir höfðu verið hennar áhangendur? Nei, hún lét dæma þá hlífðarlaust í fangelsi fyrir það að hafa brugðist í stöðu sinni og drýgt yfirsjón. Svona stendur á því að þessir menn eru í tukthúsinu og þykjumst vér þar með hafa svarað þessari aðalspumingu ólafs Tryggvasonar. / En það furðar oss ekki, þótt afturhaldsmönnum þyki þetta einkennileg aðferð; það er ekki samkvæmt þeirra trúarjátningu að hegna þeim mönnum með tukíhúsveru, sem stela, ef þeir heyra til þeirra flokki. pegar Saskatchewanstjómin komst að því að menn úr henanr flokki höfðu þegið mútur lét hún dæma þá í tukthúsið; þegar afturhaldsstjórnin í Ottawa komst að því að Rogers hafði syarist í félag við glæpamenn til þess að taka fé úr fylkissjóði í Manitoba, þá launar hún honum það með skemijferð til Englands. pegar framsóknarmenn urðu varir við óráðvendni innan fiokks síns, létu þeir hegna þeim óráðvöndu með tukthúsvist; þegar afturhaldsflokkurinn varð þess var að Kelly hafði stolið hundruðum þúsunda af fólksins fé, var hann vérðlaunaður af flokknum með öllum mögulegum virðingum. pegar framsóknarmenn komast að því að einhver í þeirra flokki sé óráðvandur, láta þeir rannsaka mál hans og hegna honum. Pegar tinhver í afturhaldsflokknum stelur, þykr það vottur um góðan og dugandi liðsmann, sem trúlega framfylgi stefnu flokks- ins og hann er launaður með háum virðingum og vel launaðri stöðu af ríkisfé. Vilji ólafur Tryggvason biðja um nöfn manna, sem þetta eigi heima Um, þá er það velkomið — og þau mörg og stór. En það er svo sem ekki að furða þótt honum þyki það ein- kennilegt að framsóknarmenn skuli hegna fyrir það með tukthús- vist, sem flokkurinn hans gefur hæstu verðlaun fyrir. — Er þess- ari spurningu fullsvararð, ólafur? Niðurlagsorðin í stjómmálagrein mannsins í tunglinu, mannsins sem einu sinni sá langabréf af Saskatchewan og heldur svo að hann hljóti að vita miklu meirk um stjómmál þar en þeir, sem þar hafa átt heima árum saman, eru öll hótanir um það að sambandsstjórinn ætli sér að beita vesturlandið þeim hnefarétti að því verði enginn gaumur gefinn hvað stjómir fylkjanna heimta fyrir fóklsins hönd. Árið 1911 var hrópað hátt um landráð, ef minst var á toll- frítt hveiti. Heimskringla sagði þá að það væri sama að vera með því máli og að vilja slíta Canada frá Bretlandi eða segja upp sambandi við það. En þótt merkilegt sé hafa afturhaldsforkólf- amir í Ottawa skift um skoðun þar og Heimskringla litla náttur- lega líka, því vindhaninn verður altaf nauðugur viljugur að snú- ast eins og vindurinn blæs. Nú er það orðið ágætt, sem voru landráð 1911; nú á að þakka fyrir að fá það, sem þýddi landráð og ríkisslit 1911. En nú er komið nýtt flagg á stöngina. Nú heldur sú kringlótta því fram, að ef eitthvert fylkið vill krefjast umráða á landsnytjum eða frjálsri verzlun á hveiti, þá sé það sama sem að það fylki segi sig úr ríkissambandinu. Hvað þetta er liðlegt í snúningum, eins og alt, sem kringlótt er. En svo er þessi kenning alveg í samræmi við hnefaréttar- stefnuna hans ólafs Tryggvasonar. pað eru æsingar að heimta umráð íyrir fylkin yfir skólalöndum og landsnytjum, og það hefir enga þýðingu fyrir Saskatchewanstjórnina að fara fram á það við þá háu í Ottawa. pað eru æsingar að fólkið í nokkru fylki heimti frjálsari verzlun fyrir munn stjórnar sinnar, og hnefinn í Ottawa sinnir því ekki. Af því lögin eru þannig nú að sambandsstjómin hefir öll umráð yfir skólalöndum, landsnytjum og verzlun og af því aftur- haldið vill láta þau lög vera þannig um aldur og æfi, þá er það heimska á máli Heimsk. að vilja breyta þeim lögum. En svo ætlum vér að segja ólafi Tryggvasyni það í eitt skifti fyrir öll að hversu trútt verkfæri sem hann verður í höndum afturhalds- og auðvalds og hnefaréttar; hversu mikið far sem hann gerir sér um það að lítilsvirða bændur oð iðnaðarmenn eða alþýðu yfir höfuð; hversu miklum vömum sem hann heldur uppi fyrir öllu þrællyndi og hversu hátt sem honum verður sagt að gala um æsingar, þegar alþýðan krefst réttar síns, þá mun rit- stjóri Lögbergs hvorki hræðast hnefa né fangelsi. ólafur Tryggvason er ekki orðinn einvaldur konungur yf- ir Canada enn, sem betur fer. Flokkamunur. Afturhaldsliðið í Saskatchewan stjórnast af Rogers og hans líkum, manninum sem er valdur að þeim óheyrilegasta fjárdrætti sem sögur fara af í sambandi við stríðið. .pegar einhver bregst kjósendum sínum í Saskatchewan iætur framsóknarflokkurinn, sesm þar er við völdin rannsaka málið og hegna fvrir glæpina með fangelsisvist. .pegar miljón dollara er stolið í sambandi við stríðið undir afturhaldsstjóminni í Ottawa , þá er þjófunum hossað í heiðurssætum og þeir sæmdir allskonar virðingarmerkjum. I þessu er falinn einn aðal-munur flokkanna. Munið það 26. þessa mánaðar AÐ liberal stjórnin í Saskatchewan stofnaði einhvern vanaðasta háskóla, sem til er í þessu landi. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan lét stofna einn allra fullkomn asta búnaðarskóla sem til er í Canada. AÐ líberalstjórnin í Saskatchewan hefir komið á fullkomnari al- þýðufræðslu en nokkurt annað fylki hefir í ríkinu. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan hefio stofnað sérstakan rétt til þess að yfirheyra unglinga sem afvegaleiðast og beina þeim á réttar brautir. AÐ líberalstjórnin í Saskatchewan hefir veitt konum fullkomið jafnrétti við karlmenn. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan hefir lögleitt vínsölubann og framfylgt því. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan hefir komið á svo fuilkomnum heilbrigðislögum að flest hin fylkin í ríkinu hafa farið eftir þeim. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan hefir lögleitt stórkostlegar réttarbætur viðvíkjandi vemd kvenna og eignarrétti þeirra. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan hefir stofnað samvmnu-kom- hlöður sem orðið hafa fylkinu til ómetanlegrar blessunar. AÐ líberalstjómin í Saskatohewan hefir komið á svo fullkomnu talsímakerfi um alt fylkið að hvergi hefir eins ungt fylki komist þar nándar nærri. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan hefir komið í framkvæmd svo fullkomnum járnbrautarlagningum um alt fylkið að ekkert fylki í ríkinu jafnast við það. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan hefir látið byggja ágæta vegi milli helztu ver^lunarbæja fylkisins. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan hefir komið á fót svo fullkomn- um rjómabúum að önnur fylki leita þangað upplýsinga. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan hefir samið lög sem vemda bændur fyrir svikum og okri verkfærafélaga. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan hefir tekið upp þá stefnu að lána bændum peninga til 30 ára með ágætum vöxtum. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan hefir tekið upp þá aðferð að veita bændum bráðabirgðarlán með miklu betri kjörym en bankamir gera. KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj- umst það að vera algjörlega hreint, og það bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufi. MUNNTÓBAK AÐ líberalstjórnin í Saskatchewan hefir komið því á að sjúkrahús séu bygð víðsvegar um fylkið og þannig séð um heilsu manna. AÐ líbei;alstjómin í Saskatchewan hefir altaf barist og berst fyrir frjálsri verzlun. AÐ líberalstjórnin hegnir tafarlaust þeim sem uppvísir verða að glæpum, ekki síður þeim sem henni hafa fylgt en andstæð- ingum hennar. AÐ líberalstjórnin í Saskatchewan hefir sýnt og sýnir útlending- um sanngirni og varnir gegn ofsóknum afturhaldsmanna. AÐ líberalstjórnin í Saskatchewan hefir verið stjórn fólksins og alþýðunnar og barist á móti auðvaldi, einokun og hnefarétti AÐ líberalstjórnin í Saskatchewan hefir krafist þess frá því fyrsta að afnuminn sé tollur af hveiti og annari framleiðslu og búnaðaráhöldum. AÐ líberalstjórnin í Saskatchewan hefir haldið því fram og heldur því fram að bændum eigi að vera leyft að verzla óhindrað við Bandaríkin. AÐ líberalstjómm í Saskatchewan berst fyrir því að konum verði veit jafnrétti við menn í öllu ríkinu. AÐ líberalstjórnin í Saskatchewan berst fyrir því að algert vín- bann komist á í öllu ríkinu. AÐ líberalstjórnin í Saskatchewan krefst þess fyrir hönd fylkis- búa að þeir fái full yfirráð sinna eigin skólalanda. AÐ líberalstjómin í Saskatchewan berst fyrir því að fylkið fái sjálf full yfirráð yfir öllum landsnytjum innan fylkis- takmarka. AÐ líberalstjórnin í Saskatchewan er þannig skipuð að 50% af henni eru reyndir og æfðir bændur og 60% af öllum þing- mönnum fylkisins eru bændur. Munið alt þetta 26. þ. m. og verið viss um að enginn aftur- haldsmaður getur hrakið eitt einasta atriði af því með rökum. BITAR Stórl hnefinn á I.itla Rússlandi kreppist svo hnúarnir hvítna í sein- ustu Heimsk. “Harðstjórinn getur unnið mörg þörf og góð verk með þrælum sínum, jafnframt þvi sem hann er að ryðja sér sjálfum braut til rneiri metorða og valda, en þrælar hans eru þó ekki annað en þrœlar, á meðan þeir hlýða boðuni hans, og þjóð hans er ekki annað en þrælkuð þjóð á þrældóms vegi á meðan hann er drotnari henn- ar. Þess vegna verða þjóðirnar að steypa einveldinu og harðstjórninni frá völdum’’. Þannig farast rit- stjóraf?) Heimsk. orð i síðasta blaði. — Sé þetta ekki heilagur sannleikur um Ottawastjórnina og Canada þjóð- ina, þá hefir aldrei. satt orð v'erið sagt né skrifað. — En æsingar mundu það vera kallaðar af einhverjum, sem meira tillit væri tekið til. Stjórnarblaðið á Litla Rússlandi getur þess að á Stóra Rússlandi séu menn farnir að fallast á kenningar núverandi ritstjóra Lögbergs og Bordens stjórnarformanns \ Canada að því er hjónaband snertir. Sama blað getur þess að “Dagskrá’’ sál., sem nú er orðin aðalefnið í greinum ritstjórans, hafi verið þýdd á Rússiandi. Á stríðstimum segir Heimsk. að fangahúsin séu heppilegasti staður- inn fvrir þá, sem andmæli gerðum stjórnarinnar. — Ætli hann sé nám- fús hann Ólafur litli Tryggvason! Þetta er alveg sama aðferðin og sú sem hann Roblin sæli hafði, þegar hann geymdi andmælendur sína í fangelsi fram yfir kosningar. Fyrir skömmu voru það “lögin og hnefinn”, sem keisarinn í Litla Rúss- landi taldi heppilegustu vopnin við andstæðinga sína; nú hefir hann bætt fangahúsunum við. Ólafur Tryggvason er drjúgur yfir þvi að hann sé meiri framkvæmda- maður með allri stillingunni, en rit- stjóri Lögbergs með æsingum sínum. Lögberg óskar honum til hamingju með allar framkvæmdirnar. — En eftir á að hyggja hv'ar eru þær? 'Hvernig skyldi standa á því að ritstjóra Heimsk., sem annars þykir svo undur vænt um “hnefann”, “lög- in” og “fangahúsin”, skuli vera svona ant um að ekkert af þessu komi nærri Robert Rogers, þótt sannað sé fyrir dómi að hann hafi verið í samsæri til þess að “ná” stórfé úr ríkissjóði? Svar! Heimsk. segir að horfið hafi $25,000,000 úr fylkissjóði í Saskat- chewan. Vill ritstjórinn gera svo vel að prenta í næsta blaði sönnun fyrir þeirri staðhæfing? Lögberg skal, ef hann vill, birta sannanir fyrir öllum ■ þjófnaðarkærum, sem ritstj. ber á húsbændur Ólafs Tryggvasónar — afturhaldsflokkinn. Óskar hann eftir því ? Ólafur Tryggvason spyr ritstjóra Lögbergs hver hafi ráðið því að hótelið brann í Wynyard. Þeirri spurningu getur hann ekki svarað og líklega enginn; en ef Ólafur vill spyrja hann hver hafi ráðið því að þinghúsið í Ottawa brann, svöna rétt áður en búist var við kosningum, þá mætti reyna að grenslast eftir því. — En máske honum sé það mál fult eins kunnugt. Annars má geta þess að ekkert hótel brann í Wynyard meðan nú- verandi ritstjóri Lögbergs var þar, enginn Bronfman gyðingur hafði þá vínsölu í rakarabúð og enginn fylgdi honum til Regina til þess að ná nein- um hlunnindum. Má vera að þetta hafi átt sér stað um það leyti, sem Ólafur Tryggvason hélt til hjá Sig- fúsi Benediktssyni við þýðingu fallegu bókarinnar. Ef Ólafur Tryggvason er ennþá svangur, getur hann fengið fleiri bita. “Ríðum, flýjum”, Rogers sagði, “ráð er ei við Galt að stríða”, beizli sitt við Borden lagði, blessuð skepnan varð að hlýða. • ÞERRIBLAÐSVÍSUR • (Eftir ýmsa íslenzka ljáSasmiði á 19. öld. Stælt í gamni. Ritað á þerripappír). I. Blaðið góða, heyr mín hljóð, hygg á fregnir kvæða mínar minna Ijóða blessað blóð blætt hefir gegn um æðar þínar H. pví var þerriblað í þegna heimi oft í eld hrakið að entu starfi, að það aldregi, sem önnur blöð, dugði til kamars né kramar’-húsa. III. purkutetur, þægðarblað, þú sem ástarklessur drekkur, Ijúft þú unir þér við það, þurku tetur, gljúpa blað; Hverfur þér að hjartastað hver einn lítill pennaflekkur. purkutetur, þægðarblað þú sem ástarklessur drekkur. IV. Hvar sem hnígur hortittur, hlussum mígur ritvargur, brátt uppsýgur blekdrekkur bull, sem lýgur mannhundur. V. Síðasti slagurinn er hann sló — slettist á blaðið klessa. En með blaðinu þerri þó þurkaði hann vætu þessa. Rennvotar þerraði rúnir. Á himinskýjum skáldins andi flaug sem skrítinn bláfugl eða apótek, og himinljósaleiftur í sig saug líkt eins og þerripappír drekkur blek. VII. perripappír þóknast mér, því hann drekkur eins og eg, blekaður hann einatt er. Alt er þetta’ á sama veg. VIII. perripappír, satt eg segi, sýgur, frá eg, ár og síð, Meir þó bergði Boðnar Iegi Bragi gamli á fomri tíð. IX. Einn þerripappír, gljúpur grár, hann gerir þurt, ef bleki er slett, svo þerrar drottinn tálaus tár og tekur burtu syndablett. X. Pappír pettaði penninn flughraði, hljóp of hugstaði hratt á bakvaði. En í óðhlaði ei varð stórskaði, því eg þurkaði á þerriblaði. XI. “Eg á blaðið.” Sei, sei, sei.” “Svei mér þá.” “Víst á eg það.” “Nei, nei, nei.” “Nei.” “Jú.” “Á.” pannig rifust þegnar tveir Um þerriblað brýnt því þurftu báðir þeir að brúka það. XII. Vér skulum ei æðrast þótt eilítið blek eða annað sumt gefi á bátinn. Nei, ég ráð sé við því, eg mitt þerriblað tek og þurka það upp. pað er mátinn. XIII. pað tekur svo ákaft, en öfugt við því orði’ er á pappírinn festist og erfi drekkur að íslenzkum sið þess alls, sem varð blautt og klestist. XIV. Eg vildi óska’, að það ylti nú blek í ærlegum straumi yfir borðið hjá mér, svo eg gæti sýnt hve mín framkvæmd er frek og hve fádæma gott mitt þerriblað er. J?að ber við tíðum hjá lenzkum lýð að letragerðin vill þorna síð. perriblöð hafa því hlutverk að vinna, ef höfð eru rétt, verja klessur og blett. Og einatt úr huganum hugsjón má detta, ef hægt er ei blaðinu strax við að fletta og áfram halda og skrifa í skyndi þá skáldafjörið er bezt í lyndi. Vor fátæka þjóð má við minna en ftiissa hugsjónir skáldanna sinna. XVI. Frá Englum og pjóðverjum gæfan oss gaf hin gagndræpu blöðin sem þerra, það blek sem þau leirburði uppsugu af það er ekki smáræði herra. Sem danskurinn útsýgur íslenzka þjóð og andann þurkar upp trúinn, sem ígla sýgur upp súkmannsblóð svo sjúga þeir. — Nú er eg búinn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.