Lögberg - 21.06.1917, Side 3

Lögberg - 21.06.1917, Side 3
LÖÍxBERG. FIMTUDAGINN 21. JÚNÍ 1917 3 Doetur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. “Já, mér líkar ágætlega vel við hann,” svaraði konan. “Hr. Carlton hefði ekki getað hjálpað mér betur en hann hefir gert.” Kvöldið og nóttin leið án þess að eftirvænti gesturinn kæmi, og hjá hinni veiku var farið að bera á óþolinmæði. Morguninn eftir kom f’?ú Smith, sem vitanlega hafði ferðast með lestinni um nóttina. petta var á sunnudag; litla bamið hafði fæðst fyrir dögun á laugardagsmorgun. Að minsta kosti kom einhver, sem fólkið í húsinu áleit vera frú Smith; það var miðaldra kona með hörku lega andlitsdrætti. Frú Crane sagði ekki hver hún væri, en krafðist að fá að vera ein með henni. Eins og áður er getið voru dyr úr dagstofunni inn í svefnherbergið, og úr hverju herbergi voru aöraj dyr út í rúmgóðan stigagang, rúmgóðan í tilliti til stærðar hússins. Á einni hlið stigagangs- ins var stór gluggi, er sneri út að götunni; á móti honum var skápur, og á þriðju hliðinni dymar að þessum tveimur herbergjum. Stigahandriðið var beint á móti dyrum þessara tveggja herbergja. pað er eins rétt að skýra strax frá þessu, sem les- andinn mun seinna skilja. Frú Pepperfly og Judith sátu í dagstofunni, meðan ókunna konan lokaði sig inni hjá þeirri veiku. Samtal þeirra heyrðist, það er að segja óm- urinn, sem líktist mjög mikið rifrildi. Rómur frú Smiths virtist vera blendingur af kveini og kvört- un, fortölum og mótbárum, en veika konan virtist reið og svör hennar æst. Hjúkrunarkonan var af því tagi, sem tekur hlutunum með ró og kulda; en Judith var hrædd við áhrifin sem reiðin kynni að hafa á þá veiku. Hvorug þeirra var þó fús til að taka þátt í rifrildinu, þar eð frú Crane hafði sagt þeim í skipandi róm, að láta sig eina með vinkonu sinni. Dyrnar á milli herbergjanna voru skyndi- lega opnaðar, og hin áðumefnda vinkona kom inn. Hjúkrunarkonan hallaði sér þægilega aftur á bak í hægindastólnum, og ruggaði barninu í kjöltu sinni eins hart og hné hennar leyfðu, á þann hátt sem bamfóstrur eru vanar að gera; Judith sat við gluggann og skrýfði litla línhúfuræmu með silfur- hníf. Frú Smith, sem hvorki hafði lagt hatt né sjal frá sér, tók bamið og skoðaði það nákvæmlega um leið og hún bar það að glugganm. “pað er ekki líkt henni,” sagði hún við Judith um leið og hún rykti höfðinu í áttina til 'svefnher- bergisins. “pað er naumast hugsanlegt að jafn lítil persóna hafi nokkurt líf.” “pér megið ekki búast við því að bam, sem er fætt löngu fyrir tímann, sé risavaxið,” sagði frú Pepperfly, um leið og hún gekk inn í hitt herbergið “Löngu fyrir tímann,” endurtók sú ókunna uppstökk, “já það var það nú raunar. Hversvegna þurfti hún líka að stofna sér í hættu fyrir kippi jámbrautarvagnanna og þessi drepandi hopp og högg, almenningsvagnsins ? Viðbjóðslegu, hættu- legu áhöld. pessi almenningsvagn slengdist aftur og fram og til hliðar, svo það lá við að eg kastaðist upp í þakið, og hvílíkar kvalir hafa það ekki hlotið að vera fyrir táplitla, unga persónu eins og hún er? Fyrst er mílufjórðungur af blautri mold með afardjúpum og ósléttum hjólförum og svo annar mílufjórðungur með tinnusteinum. Eg held að vagnnefndin sofi.” “Fólk er altaf að kvarta um hvað þessi vegur sé slæmur, á milli þessa bæjar og Great Wennock stöðvarinnar,” sagði Judith. “Menn segja að hr. Carlton hafi sent yfirvöldunum skriflega kvörtun yfir honum og sagt, að vegurinn eyðilegði hest sinn og vagn. pá létu þau flytja þessa tinnusteina á brautina, sem gerðu hann enn þá verri.” “Hver er hr. Carlton ?” “Hann er læknir í þessum bæ.” “Og hversvegna gátu yfirvöldin ekki tekið til- lit til kæru hans ?” “Eg held þau hafi gert það, því þau létu flytja þessa steina á brautina eftir að þau fengu kæruna, en áður höfðu þau ekki látið gera neitt við hana í mörg ár.” “Hvers konar fæðu hefir þetta bam fengið?” spurði frú Smith, og hætti að tala um þenna vonda veg. 'öykurvatn og mjólk, helming af hvom,” svar- aði Judith. “Frú Pepperfly var fyrst óviss um hvað hún ætti að gefa því, af því það var svo lítið.” “Mér geðjast ekki að útliti hennar,” sagði frú Smith og nefndi frú Pepperfly. “Ef við erum öll keypt og seld fyrir útlit okkar, ein af þeim,” sagði Judith. “En hún er skynsöm kona; ef hún bragðar ekki sterka drykki, þá mun tæpast finnast betri hjúkmnarkona í heiminum, og þegar menn þekkja óstöðugleika hennar, geta menn betur varast hann.” “Hvað eruð þér líka hj úkrunarkona ?” “Eg er að eins nágranni. En konan vildi að eg yrði kyr hjá sér, og eg lofaði því að vera hjá henni fáeina daga. Sem stendur á eg heima í næsta húsi svo eg get ýmist verið þar eða hér. Eg er viss um að hún er af heldra tagi,” sagði Judith. “Hún er af heldra fólki komin, bæði að fæðingu og uppeldi, en hún gifti sig þeim manni, sem hún hefði ekki átt að gera. Hún vildi engar mótbárur lieyra gegn honum.” “Kemur hann hingað?” spurði Judith. “pað kemur mér ekki við, hvort hann kemur eða ekki. pau gera hvort sem er það sem þeim líkar bezt. Hvar er fatnaður þessa barns? pað verður að búa um það í böggul, og svo þarf að búa til fæðu handa því.” “pér ætlið þó ekki að taka bamið burt með yður?” spurði Judith undrandi. “Jú, það ætla eg. pað fara ekki margar lestir á sunnudögum; en ein fer frá stöðinni kl. sjö og með henni fer eg.” “Og svo hugsið þér yður að taka þenna litla vesaling með yður, alla löngu leiðina til London?” sagði Judith alveg hissa. “pað er engin ástæða sem hindrar að eg taki það, og það er ein orsök sem krefst þess, að eg geri það,” fullyrti frú Smith, “hvort eg fer með það til London eða annars staðar, kemur mér einni við. Vafið innan í ullardúk og hvílandi í faðmi mínum í fyrstu raðar vagni, ætti því ekki að líða ver heldur en í þessari stofu.” Judith fann að það var ekki sér viðkomandi að hlutast til um áform frú Crane, eða að spyrja ó- kunnu konuna nánar, og þagði því. “Yðar var vænst í gærkveldi, frú,” sagði frú Pepperfly, um leið og hún kom út úr svefnher- berginu. “Já, það veit eg,” svaraði hún. “En eg gat ekki komið. Eg ferðaðist í alla nótt til þess, að geta komið eins snemma og eg kom.” “Og nú ætlið þér að ferðast aftur í alla nótt?” spurði hjúkrunarkonan. “pað drepur mig ekki.” Á þessu augnabliki heyrðist fótatak Stephen Greys í stiganum. Hann gekk beina leið inn í svefnherbergið, án þess að ganga fyrst inn í dag- stofuna. Frú Crane var i mikilli æsingu, hitaveik- isroði var í kinnum hennar, sem gerði læknirinn hissa; þegar hann yfirgaf hana um morguninn var hún róleg og leið fremur vel. “Hvað hafið þér nú hafst að?” spurði hann. “Mér er býsna heitt,” svaraði hún gremjulega, “það er samt ekkert alvarlegt; mér batnar bráðum. Persónan, sem eg sagði yður frá, er komin, og hún — hún —” frú Crane þagði litla stund og bætti svo við — “hún flutti langa ræðu yfir mér um það hve óforsjált það var af mér að ferðast, en þá reiddist eg henni.” Læknirinn varð ergilegur. “Eins víst og það er, að eg hafði sjúkling, sem batnaði óvanalega fljótt, eins víst er það, að hún tefur fyrir bata sín- um sjálf með einhverri ósanngjarnri heimsku. Eg skal senda yður hressandi drykk; og nú, góða kona, skiljið þér mig nú vel, eg bánna af fullri al- vöru allar samræður og æsingar, af hverri tegund sem eru, fyrstu tvo dagana.” “pað er gott,” svaraði hún í samsinnandi róm. “En leyfið mér að spyrja yður um eitt — get eg látið skíra bamið?” “Hversvegna viljið þér láta skíra barnið? pað er ekki veikt?” “pað verður flutt í burtu í dag til þess, að koma því fyrir til fósturs.” “Hafið þér heyrt getið um nokkra persónu, sem er hæf til þess að fóstra það?” spurði hann, sem hélt að baminu yrði komið fyrir í nágrenninu. “Eg vildi að þér gætuð sjálf annast um það, það væri betra fyrir yður og barnið líka.” i “Eg hefi sagt yður að kringumstæðpmar leyfa það ekki,” svaraði hún, “og eg er viss um að manni mínum geðjaðist ekki að því, ef eg gerði það. Eg vildi helzt fá það skírt áður en það fer, það er má- ske einhver prestur eða aðstoðarprestur í bænum sem máske vildi vera svo góður að koma inn og skíra það.” “pað skal eg sjá um,” sagði læknirinn, “ef þér að eins viljið vera róleg. Hvað á litla hetjan að heita?” “Eg verð nú fyrst að hugsa um það,” svaraði frú Crane. En þegar hinn velæruverðugi William Lycett, aðstoðarprestur við St. Markús kirkjuna, kom að messunni afstaðinni til að framkvæmá skímina, gekk Judith ofan til hans og sagði honum, að veika konan hefði breytt áformi sínu með tilliti til skímar bamsins, og að henni þætti leitt að hún hefði ómakað hann. Séra Lycett gekk því burt með þá vingjamlegu von, að bæði konunni og baminu liði vel. Viðburður þessi hafði fengið bæjarbúum umtalsefni, og öll atvik hans þektu þeir allir. Hinn áðumefndi almenningvagn leyfði sér að fara þessa hálfu mílu á hálfri stundu. pegar um það var beðið, ók hann um bæinn og tók ferðafólk, sem vildi fara með honum, og í þetta sinn var hann beðinn að taka frú Smith. pegar kl. var fimtán mínútur eftir sex — því hann var oftast nógu snemma á ferð — kom hann að húsi frú Gould í Palace Street, og frú Smith sté upp í vagninn með tvo bögla; í öðrum var bamið, í hinum fatnaður þess. Af tilviljun var hún sú eina, sem fór með vagn- inum þetta sunnudagskveld; almenningsvagninn, sem nú var svo léttur, hoppaði og hristist eftir eig- in vild, svo að hann var nú nærri búinn að hrista frú Smith sundur í mola. Árangurslaust barði hún á gluggana og þakið, þegar hún þorði eitt augnablik að sleppa annari hendinni; en báðar hendurnar höfðu nóg að gera, önnur hélt utan um bamið, jiin greip í eitthvað til þess að halda jafn- vægi líkamans við. Árangurslaust kallaði hún til ökumanns, að heilinn væri að hristast úr sér, og hún sjálf verða að ögnum; ökumaðurinn var óbil- andi og gaf sjaldan gætur að kvörtunum farþega sinna. Hann vissi að þeir urðu að fara með hon- um, hvað mikið sem þeir hristust, ef þeir höfðu ekki sjálfir vagn, og þessi þekking gerði hann óháðan. Afle\ðingin af þessum hraða og hrist- ingi var, að almenningsvagninn kom óvanalega snemma til Great Wennock stöðvarinnar, tuttugu mínútum áður en lestin til London átti að fara, og fimm mítútum áður en lestin frá London átti að koma. Frú Smith lofaði bæði vagninum og ökumanni hefnd, og hún sté líka ofan úr vakninum til að gera það. En þjónninn á stöðinni, sem var að eins einn þetta sunnudagskveld, og það ungur maður — hló að skýrslunni, sem frú Smith gaf honum, stríddi henni og sagði, að sig varðaði ekkert um almenningsvagninn. Frú Smith, sem var æst af reiði, gekk inn í biðsal fyrstu raðar og settist þar. önnut* hlið salsins sneri út að stöðvarpallinum, en hin að brautinni, sem frú Sijnith kom eftir. Fimm mínútur liðu, og léstin frá London kom á harðri ferð. Ekki fleiri en fimm eða sex ferða- menn stigu út; enska þjóðin er ekki hneigð fyrir langferðir á sunnudögum, og lestin hélt af stað aftur. peir sem komu af lestinni fóru burtu nema einn; þeir áttu eflaust heima í Great Wennock; sá sem eftir var gekk þvert yfir teinana, þegar þeir voru lausir, og kom inn í biðsalinn. pað var Carlton, sem veika konan hafði biðið um hjálp. Hann var af meðalhæð, beinvaxinn og unglegri en aldurinn leyfði; hann leit út fyrir að vera tuttugu og sjö eða átta ára; hárið ljóst og hörundslitur andlitsins einnig, augun blá og and- litsdrættimir reglubundnir. Andlitið var fallegt, en svipur þess tilfinningarlaus, og það var eitt- hvað við þunnu, harðlokuðu varimar, sem öllum líkaði ekki. Alt útlit hans benti samt á mentaðan heldri mann. pegar hann gat séð manneskju, sem sat þar í myrkrinu — því á stöðinni voru menn hirðulausir með að kveikja á ljósum á sunnudagskveldum — lyfti hann hattinum, gekk beint að útidymnum og horfði ofan á brautina. En þar var ekkert að sjá nema almenningsvagninn, sem var rétt fyrir utan dymar. “Taylor”, sagði Carlton, þegar þjónninn kom blístrandi út og leit í kringum sig; hann hafði að líkindum ekki annað að gera, “vitið þér hvort vinnumaður minn hefir komið hingað með vagn- inn ?” “Nei, hr., eg hefi ekki séð hann, én Vi£ opn- uðum hér að eins fyrir fimm mínútum”. Carlton gekk inn aftur og horfði fast á mið- aldra konuna, sem sat þar. Hún gaf honum engan gaum, en lét reiði sína hafa fult vald yfir hugsun- unum. pað var of dimt til þess að þau gætu séð andlitsdrætti hvors annars,, enda söknuðu þau þess ekki, þar eð þau voru ókunnug. Hann gekk aftur til dyranna, hallaði sér að dyrastafnum og horfði eftir brautinni til South Wennock, um leið og hann blístraði lágt. “Dobson”, kallaði hann, þegar ökumaður al- menningsvagnsins kom til að líta eftir rólegu hestunum sínum, “hafið þér séð vinnumanninn minn nokkursstaðar þegar þér komið hingað; eg sendi honum skipun um að vera hér, þegar lestin kæmi”. “Nei, hr., eg hefi ekki séð hann”, svaraði Dobson. “Viljið þér ekki nota almenningsvagn- inn, hr. Hann fer tómur heim aftur”. “Nei, eg þakka yður fyrir”, svaraði Carlton í háðslegum róm. “pér hafið einu sinni haft tæki- færi til að búa til úr mér mylsnu í vagninum yðar; eg gef yður ekki slíkt tækifæri aftur”. “pað var áður en eg vissi hver þér voruð, hr. minn. Eg ek ekki jafn hart með heldri menn okkar. pegar einhver þeirra er í vagninum, gæti eg þess að vera varkárari”. “Já, þeir mega treysta yður ef þeir vilja. Ef minn vagn kemur ekki bráðum, þá geng eg heim”. par eð Dobson gat engan mann fengið, sté hann upp í vagninn og ók af stað með þeim hraða, að hatturinn hoppaði á höfði hans og vagninn vélt- ist svo fljótt frá einni hlið til annarar, að naumast var mögulegt að sjá það. Nú vantaði klukkuna tíu mínútur í sjö; frú Smith hafði verið sagt, að þá gæti hún fengið far- seðilinn; hún lagði lifandi böggulinn eins ofarlega á breiða legubekkinn og mögulegt var, og fór svo að fá farseðilinn. Carlton kom inn aftur blístr- andi, en heyrði nú lágt hljóð frá legubekknum. pað kom honum til að nema staðar og hætta að blístra; hann gat naumast trúað sínum eigin eyrum. Hljóðið heyrðist nú aftur. “Hvað er þetta, eg held það sé barn”, sagði hann. Hann gekk að legubekknum, þreifaði með hendinni inn undir umbúðimar og fann eitthvað mjúkt og volgt. Hann gat ekki séð það vegna myrkursins, þótt lampinn úti á stöðvarpallinum kastaði við og við litlum ljósgeislum inn. Carl- ton tók eldspýtu úr vestisvasa sínum og kveikti á henni. Hann hafði aldrei á æfi sinni séð jafn litið bam, og litli anginn fór aftur að hljóða þegar frú Smith kom inn. “Nú, þú ert þá vaknaður!” hrópaði hún. “pað er mér óskiljanlegt að þú skyldir geta sofið r þess- um viðbjóðslega, hoppandi almenningsvagni. Komdu, litli kunningi, það em enn þá fimm mín- útur þangað til við komum inn í vagninn”. “Eg hélt að hér væri töfrar á seyði, þegar eg heyrði hljóð í þessum fatabögli”, sagði Carlton. “Eg kveikti á* eldspýtu til þess að fullvissa mig um, hvort það væri bam eða kanína”. “Hún líkist líka eins mikið kanínu og bami, þessi litla vera; eg hefi aldrei séð jafn lítið bara”. “pað hefir fæðst fyrir vanalegan tíma”, sagði Carlton. • “Fyrir vanalegan tíma”, endurtók frú Smith, sem enn var ekki búin að ná róseminni er vagninn hristi úr henni, og leit því á þessi orð sem móðgun. “Hver eruð þér, ungi maður, fyrst þér leyfið yður •að segja mér meiningu yðar? Hvað þekkið þér til lítilla bama, ef eg má spyrja?” “Að minsta kosti eins mikið og þér, mín góða kona”, svaraði hann. “Eg hefir hjálpað mörgum af þeim ihn í heiminn”. “ó, þá eruð þér eflaust læknir”, sagði hún dá- lítið blíðari. “Já, eg er læknir og sem slíkur vil eg segja yður, að þetta litla eintak mannkynsins er ekki fært um að ferðast”. “Eg segi heldur ekki að það sé það; en nauð- synin hefir gert svo marga hluti án tillits til sið- anna”. / “Nær fæddist það?” “í gafermorgun, hr. Hafið þér nokkur áhrif hér í nágrenninu?” “Hvers vegna spyrjið þér um það?” spurði Carlton. Efna frœðislega sjálfslökkvandi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- legt er. öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s V. /■ J. N. Sommerville, Lyfsali Horni William & Isabel, Winnipeg Tals. Garry 2370 Vér mælum meö eftirfylgjandi hressingarlyfum aö sumrinu Beef, Iron & Wine Big 4 D Compound sem er blóöhreinsandi meöal. Whaleys blóðbyggjandi lyf Voriö er komiö; um það leyti er altaf áriöandi að vernda og styrkja Iíkamann svo hann geti staðið gegn sjúkdómum. Það verður bezt gert með því að byggja upp blóöiö. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir það. Whaleys lyfjabúð Hornl Sargent Ave. og Agnes St. Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALONDE, 108 Marion St. Phorie Main 4786 N0RW00D Þorsteinn Þorkelsson F. -24. júní, 1866. — D. 8. júni, 1917. Þegar lengstur Ijómar dagur löndin yfir norðurhafa, opnuðust þin augnn bláu æfiljósi á morgun^tund. Sama júntsólin skein þér síösta morgunn lífs á degi, er á skrúðgum vesturvöllum vaskur félstu í hinsta blund. Starfsins sigursældar naustu, sívinnandi, fús að hjálpa. Vildir allar götur greiða granna þinni framkvæmd að. Lagðir hönd á hversdagsverkin, héraðsstörfin, félagsmálin. Aldrei þumlung af þér drógstu. Oftast hélstu fyrst af stað. Óbrotinn í öllum háttum, alúðlegur, gleðimaður. Skrafhreif tunga tældi aldrei trygð né mannorð samferð á. Dirfð og sjálfstraust sitt á hvora sátu hlið þér fram i datiðann. Var ei þínum vilja lagið \ vaði neinu að snúa frá. Margir fengu meiri þekking, mentun gleggri, sjónhring stærri sálarlífs, á æskuárum — enginn betri vilja en þú. Von-á-sigur í þér átti öflugasta framtaksmanninn. Man þig lengi borg og bygðir — björt og hlý er minning sú. Þar sem Ijómar lengstur dagur löndum yfir, báðumegin, upp frá nótt í eilíft ljósið andinn hærra lyftir sér. Barnsins augun bláu líta bernsku hltðar skógi vaxn^r. — Guð gefi þér góðan daginn — geislar lífsins fylgi þér. í>. í>. f>. írar látnir lausir. Fimtán hundruð fangar frá Ir- landi voru látnir lausir á Englandi nýlega. Það voru alt pólitískir fangar. Er talið líklegt að þessi leið hafi verið farin í þvi skyni að mýkja skap íra á meðan allsherjar samkom- an stendur yfir sem bráðlega á að halda til þess að ræða um málmiölan- ir milii þjóðanna. Bonar Law flutti langa ræðu í þinginu, þegar hann lýsti þessu yfir ogsagði að stjórninni væri sérlega ant um að friður og sátt gæti komist á milli Ira og Englendinga. Innvortis bað. Eina örugga aðferðin til þess að lækna magasjúkdóma og innýflaveiki. Til þess að sannfærast um að þessi staðhæfing sé rétt, þarf ekki annað en skrifa Harry Mitchell D. P., 466 Portage Ave. í Winnipeg. Hann er eini umboðsmaðurinn, sem getur sagt yður alt um “J. B. L. Cascade”. Hann gefur yður sérstakar upplýsingar og ráðleggingar, sem gera yður það mögulegt að lækna alla læknanlega sjúkdóma. Biðjið um ókeypis bók eftir Charles A. Tyrrell M.D., sem heitir “Hvers vegna nútíðarmaðurinn er ekki nema 50% að dugnaði. — Bókin kostar ekkert. Rex Cleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt pressuð meðan þér standið við................S6c. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir........$1.60 Elinnig viðgcrðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Tals. G. 67 Winnipeg Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga Williams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbrooke St. Horni Hotre Dame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur við uppboð Landbúnaðaráhöld, als- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St. Tals. M.1781 Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] PortageAv í gamla Queens Hotal G. F. PKNNY, Artist Skrifstofu talslmi .. Msin 2065 Heimilis talsími ... Garry 2821 C. H. NILSON KVENNA- og KARLA SKRADDARI Hin stærsta skandinaviska skraddarastofa 208 Logan Ave. I öðrum dyrum frá Main St Winnipeg, . Man. Tals. Garry. 117

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.