Lögberg - 21.06.1917, Síða 6

Lögberg - 21.06.1917, Síða 6
tí LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 21. JÚNÍ 1917 90 Lagasafn Alþýðu í þeim víxli sem hér er sýndur skilja það báðir málsaðilar að sala hefir átt sér stað. petta er fullkomin sala en ekki skilyrðissala. Ármann Sig- urðsson hefir talvélina í sinni hendi og fullan rétt á notkun hennar, en samkvæmt samningum má hann ekki selja hana eða láta af hendi fyr en hann hefir borgað fyrir hana að fullu. ólafur Guð- mundsson aftur á móti heldur eignarréttinum, en með engu móti getur hann tekið talvélina né farg- að henni til annars nema því að eins að víxillinn sé ekki borgaður þegar hann fellur í gjalddaga Sé söluvíxill ekki greiddur á réttum t ma, get- ur sá er muninn seldi tekið hann og látið selja fyr- ir þann hluta verðsins, sem ógreiddur er. Og meira að segja getur hann tekið aðra muni sem kaupandinn á og látið selja þá einnig, þangað til nóg hefir fengist til lúkningar skuldinni og kostn- aðinum. pegar víxillinn er rétt orðaður, eins og að ofan er sýnt, verður sá er hlutinn seldi að gæta þess að taka hann ekki fyr en síðasta borgun er fallin í gjalddaga, því annars tapaði hann tilkalli til þess sem eftir stæði, þegar hann tæki hlutinn, vegna þess að þá hefði kaupandi ekkert samningsgildi og væri þá ekki skyldugur að standa við samn- inginn lengur. Sé hlutur seldur sem skemst getur eða lækkað í verði við notkun á stuttum tíma, ætti að orða söljuvíxilinn, sem hér segir, þá er engum blöðum um það að fletta að seljandinn getur krafist eftir- Til athugunar fyrir bœndur. Samvinnusala í Saskatchewan. Það að stjórnin sá að búnaður gat ekki orðið arðsariíur nema því að- eins að hægt væri að fá góðan markað, Varð til þess að hún gerði það eitt af störfum sínum að vinna fyrir betri markaði og koma því til leiðar að bændur gætu fengið sem allra mest fyrir vörur sínar; enda hefir ekkert fylki í Canada tekið eins miklum framförum í þeirri grein á jafn stuttum tima. 1905 var j)að svo að segja óþekt að bindast samtökum til þess að fá betri markað í Vestur Canadaú en nú er svo skift um að samtök eru með sölu á öllum vörum svo að segja, bæði dauðum og lifandi, og er það mest að þakka samvinnuhvötum og fram- kvæmdum stjórnarinnar. Samvinnu kornhlöðurnar í Saskat- chewan. Kornmarkaðurinn í Saskatchewan var alls ekki glæsilegur fyrstu árin, og 1910 ski|>aði stjórnin konunglega nefnd til þess að rannsaka málið og gefa ráðleggingar til endurbóta. Þessi nefnd vann af einlægni og gaf skýrslu að loknu starfi og lagði það til að stofnuð yrðu samvinnu kornsölu fé- lög af bændum í fylkinu, sem stpórnin veitti aðstoð með lánum, en að öðru leyti skyldi félögunum vera síjórnaS af hluthöfunum sjálfum. Nefndin lagði það til að bændur, sem heyrðu til héraði þar sem kornhlaða væri skrif- uðu sig fyrir hlutum, sem til þess þyrfti að byggja kornhlöðu og borg- uðu 15% af því sem þeir skrifuðu sig fyrir, en stjórnin skyldi leggja fram 85%; átti það að borgast í 20 jöfnum afborgunum með 5% vöxtum á ári. í marzmánuði 1911 voru samin og samþygt lög um þetta efni og starfið hafið. Svo vel var að þessu unnið að um haustið 1911 höfðu verið bygðar 46 kornhlöður og voru þær allar til staðar oð byrja starf sitt. Eftirfar- andi skýrsla sýnir hversu vel þetta fvrirtæki hefir hepnast uf)p til 30. nóvember árið 1916. Ár Hluthafar Hlöður omælar 1911- 12 .... 2,597 46 3.261.000 1912- 13 .... 8,962 137 12,899,030 1913- 14 .... 13,156 192 -19,465,290 1914- 15 .... 14,742 210 13,764,653 1915- 16 .... 18,077 230 39,088,000 1916- 17 .. .. 19,000 258 17,000,000 Það sem hér fer á eftir sýnir glögt hv^rsu mikill hagnaður hefir orðið að þessu fyrirtæki, ekki einungis fyrir hluthafa heldur fyrir alla fylkisbúa. Alstaðar þar sem þessar samv'innu kornhlöður störfuðu i fvrra var kornið 2 centum hærra mælirinn en verðskrá gömlu félaganna sýhdi að þau gæfu fvrir það, og um nokkurn tíma var það 3 centum hærra. Þegar þetta atriði er skoðað er það út af fvrir sig nægi- leg sönnun þess hversu mikinn hagnað bændur hafa haft af því., Og þetta náði ekki einungis til þess korns er Famvinnufélögin seldu, heldur hækkaði Lagasafn Alþýðu 91 stöðva verðsins, þó hann láti selja hlutinn, vegna þess að hann hafi ekkl verið borgaður, þó hann seljist ekki fyrir öllu sem eftir var. “Eignarréttur á Stewart eldavél nr. 50, sem þessi víxill er fyrir, fer ekki tír höndum selj- anda, heldur heyrir hann til seljanda þangaíS til eldavélin er aS fullu borguð. Og bregðtst það aS borgaS sé á réttum tíma, hefir seljandi heim- ild til þess lögséknarlaust aS taka vélina og halda henni þangaS til skuldin er aS fullu greidd; eSa hann getur selt hana á opinberu uppboSi eSa privatlega og látið þaS, sem fyrir hana fæst koma upp I skuldina, en hrökkvi það ekki til hefir hann rétt á aS lögsækja fyrir það, sem eftir er”. Sé víxill af þessu tagi eða einhvers konar sölu vixill látinn af hendi aðeins með því að rita nafn sitt á hann, þá getur sá er víxilinn fékk stefnt bæði þeim er hlutinn hefir og hinum sem víxilinn seldi, sé hann ekki greiddur á réttum tíma; en til þess að hann geti tekið hlutinn eða látið leita hans, hafi kaupandinn selt hann aftur, verður víxlinum að fylgja afsal, en ekki áritan aðeins. yegar slikir víxlar eru seldir bönkum eða ein- hverjum öðrum, þá fær sá réttinn að hlutnum, sem víxilým kaupir, hvort sem afsalið er gert með sölunni eða ekki. Afsal víxilsins er sama sem afsal hlutarins. Hver sem selur hlut er hann hefir keypt og fyrir það alt korn í fylkinu. Hagur hluthafanna er mikill, en hann er hverfandi i samanburöi viö alt þaö, sem fylki® hefir þannig grætt í hækk- u5u kornveröi. Samvinnusala kvikfjár. Stjórnin hefir ávalt haft þá skoðiin að nauðsynlegt væri aö vinna aö kvik- fjár rækt, en sérstaklega hefir hún snúið sér aö því efni á síöari árum. Aöeins var um tvær aðferöir aö ræöa fyrir bóndann til þess aö selja kvikfé sitt. Hann gat biðið þangaö til slátr- ari kom til hans og bauðst til að kaupa af honum gripina eða hann gat farið meö J)á til næsta bæjar og tekið þar viö þvl sem honum var fengið. Hvorttveggja aðferðin var neyðarur ræði. Stjórnin stakk þá upp á því að bæpdur gengju í félag .og flyttu gripi sína í vagnhlössum þangað sem mark- aðurinn væri góður og þeir gætu selt hæsta verði. Við þessa félagsstofnun aðstoðaði stjórnin bændurna á ýmsan hátt. Bók var skrifuð af stjórninni snemma á árinu 1914 iog útþýtt meðal bænda þar sem lýst var hvernig þessi félagsskapur gæti komist á og starfað. Árangurinn varð sá að 9 félög voru þegar stofnuð sama árið 1914, þrjátíu vagnhlöss af gripum voru seld fyrir $42,034.22. Arið 1915 vo'ru stofnuð tvö félög í viðbót og seld 140 vagn- hlögg fyrir $150,512.76. Með þessu móti sýndu skýrslurnar að um 1 cent hafði græðst á hverju pundi þegai allur kostnaður var frá dreginn, sem algerlega var samvinnusölunni að þakka. Árið sem leið var mikið gert til þess að auka þessa samvinnusölu og hefir hún hepnast einstaklega vel; fulltrúi var veittur frá stjórninni til þess að Ieiðbeina mörgum samvinnufélögum bæði með gripa meðferð, sölu, fiutning o. s. frv. i Samvinnu ullar sala. Enn þá eina deild til aðstoðar við sölu stofnaði stjórnin. Það kom í Ijós eftir bréfaskifti við marga sauð- fjáreigendur að þeir sem áttu fjölda fjár, sumir frá 200 upp í 5,000, urðu að selja ull sína fyrir 13 cent pundið, en hinir, sem færra fé áttu, fengu ekki nema 10 til 12 cent. Frekari rann- sóknir leiddu það í ljós, að þetta var aðallega að kenna því að ullin var ekki rétt höndluð og hún seld í of smáum stil; var því flutningsgjald tiltölulega of hátt; sömuleiðis var það vegna þess að millimenn græddu meira en góðu hófi gegndi. Stjórnin gerðist því sjálf milliliður, til þess að koma á betri markaði og fá hærra v'erð fyrir bændur og kenna þeim að fara rétt mcð ullina. Alla vega snæri hafði verið vafið utan um reifin og þáu látin í óhentuga poka; jætta hafði lækkað ullina í verði Stjórnin útvegaði því pappirsbönd og pappírsfóðraða poka. Árið 1914 sameinuðust 80 sauðfjár- eigendur, sem áttu til samans yfii 10,000 sauðfjár. Þeir létu stjórnina hjálpa sér við ullarsöluna. Alls var ull þeirra 69,404 pund og seld fyrir 17J4 cent. Þegar flutningsgjöld og allur kostnaður hafði verið greiddur fengu bændur Ibyí-r-YI cent fyrir pundið. Árið 1915 voru þannig seld 148,339 pund frá 310 bændum og var meðal- verð 23^j cent fyrir pundið að frá- dregnum kostnaði. Árið 1916 var samið við kvikfjár- ’deild stjórnarinnar um það að leggja til menn er flokki ullina. 478 fjár- bændur sendu ull sína þangað og var hún alls 176,701 pund og seldist fyrir 30Ys cent pundið. Það er ekki algerlega samvinnu- Stofnun Saskatchewanstjórnarinnar að þakka, hversu mjög verðið á ullirini þaðan hækkaði síðastliðin þrjú ár, en til stórra muna hefir þessi aðferð átt þátt i verðbækkuninni. Samvinnuaðferð framvegis. Fyrst var byrjað á samvinnu í korn- sölu í Saskatchewan; aðrar vörur komu á eftir. En frá því kornsölu- samvinna var byrjuð 1913 hefir sam- vinnudeildin aukist ár frá ári og breiðst út i allar áttir. Framtíðin mun svna það aö þessi spor stjórnar. innar eiga eftir að leiða ómetanlega blessun yfir landið. ÞORSTEINN ÞORKELSSQN Eins og frá vár skýrt í síðasta blaði andaðist Þorsteinn Þorkelsson að heimili sínu við Oak Point föstu- daginn 8. þ. m. og var jarðsunginr. af séra Rögnvaldi Péturssyni sunnu- daginn 10. s. m. að fjölda fólks yið- stöðdum. Séra Rögnvaldur flutti húskveðju heima og ræðu við gröf- ina, én Þ. Þ. Þorsteinsson skáld las frumort kvæði við' gröfina; það birt- ist á öðrum stað í blaðinu. Þorsteinn Þorkelsson var einn þeirra manna er mikinn þátt tók í störfum meðal íslendinga hv'ar sem hann var og er það sjálfsagt mörgum Winnipegmönnum í minni frá fyrri dögum, þegar hann var þar. Þorsteinn var fæddur 24. maí 1866 a Ýtri-MársStöðum í Svarfaðardal í Eyjafirði. Voru foreldrar hans þau hjónin Þorkell Þorsteinsson og Guð- rún Jónsdóttir fyrri kona hans. Sextán ára fór hann úr foreldra- húsum og fluttist að Ytra-Hvarfi í sönm sveit; var hann vinnumaður þar í eitt ár en' flutti síðar til Akur- eyrar. Þar nam hann járnsmiðaiðn um þriggja ára skeið og tók sveins- bréf- sem útlærður járnsmiður frá hinum nafnkunna járnsmiðameistara Sigurði Sigurðssyni. Skömmu siðar fluttist hann til Skagafjarðar og var lausamaður um tíma á Hofsstöðum í Viðvíkursveit; síðar bjó hann á báðum jörðunum i senn: Þúfu og Stóragerði í Ósalandshlíð og stundaði iðn sína jafnhliða búskapnum. Kcndi hann alllengi járnsmiði nemendum við Háskóla i tíð Hermanns Jónas' sonar. Þorsteinn var tvíkvæntur; fyrri kona hans hét Helga Grimsdóttir og fluttu þau nýgift til Vesturheims og settust að í Winnipeg; en hann misti hana eftir fárra ára sambúð. Síðari kona hans, sem lifir mann sinn, heitii Guðbjörg. Þorsteinn átti tvo syni með fyrri konu sinni; hétu þeir: Grímur (tr dó ungurj og Þorsteinn, er druknaði stálpaður i Manitoba- vatni. Með síðari konu sinni átti' \1/* .. 1 • v timbur, fjalviður af öllum Nýjar VOrubirgOir tegundum, geirettur og alt- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Ver erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------- Limited ----------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Larsen’s Rheumatism Sanitorium 449 Main St. Phone: M. 4574. Arkansan hvera aðferð er höfð við liðagigt, bakgigt og húðsjúkdómum. Gigt orsakast af þvagsjúkdómum í blóðinu; þig losnið við það á þennan hátt. Fimm ára reynsla við Arkansas hverina. Hér eru taldir fáeinir af hinum mörgu sjúklingum, sem geta sagt ykkur um lækninguna, sem þeir fengu í Larsen’s gigtarhælinu. Mrs. J. L. Knight, Ph. G. 399. Mrs. A. H. Hoskings, 712 Portage Ave. Mr. A. Corbett, Shipman Court, Suite 15. Mr. W. H. Steadman, C.N.R. Weightmaster, Fort Rouge Mr. A. W. Amott, Transcona. hann 4 börn, þrjá syni og tvær dætur; piltarnir heita Grímur, Njáll og Frið- rik; hinn síðastnefndi er í hernum á Englandi, en dóttir þeirra hjóna heitir Hekla. Þorsteinn naut lítillar bóklegrar mentunar í æsku, en honum var gef- inn óbilandi kjarkur og starfsþrek, er hann oft þurfti á að halda um æfina. Hann v'ahn fyrst hjá C. P. R. félaginu, þegar hingað kom, og kom honum það þá að góðu haldi að hann hafði lært iðn, sem hann kunin vel. Siðar verzlaði hann hér nokkur ár í Winnipeg og eftir það á Oak Point, en síðari árin stundaði hann aðallega búskap. Verzlunin gekk honum ekki sem bezt framan af að minsta kosti; enda mun hafa verið fyrir honum, sem fleirum hjálplegum mönnum, að meira ha.fi stundum verið lánað en lítil verzlun þyldi; kannast fleiri ís- lenzkir kaupmenn við það fyr og siðar. Þorsteinn átti því stundum”erfið- leikum að mæta fjárhagslega; en dugna'ðurinn og kjarkurinn ruddu honum æfinlega nýjar brautir og al- drei hittist Þorsteinn öðruvisi en glaður, hvernig sem gekk. Upp á siðkastið mun efnahagur hans hafa verið i góðu lagi, skuldir að mestu greiddar og eignir allmikl- ar; sýndist því eins og vænta mætti að framtíðin mundi bæta það upp með sólskinsblettum, sem forftíðin hafði skvgt á. “En hann dauði á óðruni stað, endapunktinn setur”, segir Þor- steinn Erlingsson og svo fór hér. Þess var getið að Þorsteinn hefði tekið þátt í félagsmálum. og var það ekki ofsagt. Hann var einn þeirra manna, sem mikið starfaði að því hér um eilt skeið að Goodtemplarar kæmu sér upp varanlegu heimili og minn- umst vér þess enn í dag hversu ósér- hlífinn hann Var í þeirri nefnd, sem að því starfaði. í Oak Point bygðinni var hartn formaður og svo að segja lííið óg sálin í búnaðarfélaginu; sparaði hvorki tíma né fvrirhöín til að vinna þvi hag og kom þar ótrúlega miklu til leiðar. Áður en vér endum þessar línur verðum vér að geta eins í sambandi við fráhvarf Þorst-eins. Á meðan “Dagskrá” var gefin út hér hafði hún það fyrir sið að halda jólatrés- samkomu ókeypis fyrir fátæk börn, sem lítillar skemtunar nutu. Var gengist fyrir því að börnum væru þar gefnar gjafir og þeirn skemt eftir föngum. Þorsteinn Þorkelsson yar einn þeirra fáu manna, sem mik- ið lögðu á sig bæði starfslega og fjár- munalega til þess að sú barnasam- koma gæti náð tilgangi sínum. Vér munum eftir því eitt kveldið þegar samkoman var úti og húsið hafði verið troðfult af börunm, sem öll leiftruðu af sólskini gleðinnar. Þorsteinn varð oss þá samferða heinj og sagði um leið og hann kvaddi: “Ef fólk vissi hversu kælt það er að gleðja blessuð börnin, þá ynnu fleiri að því enn gera”. Þeir sem kynnast möpnum og koma við þess konar störf þekkja þeirra sanna mann betur en hinir, sem að- eins mæta þeim á verzlunartorgum og vegamótum. Stórkostlegt lán. Bandaríkin hafa fengið stríðslán sem nemur $2,500,000,000 — tuttugu og fimm hundruð miljónum. — í þetta lán lögðu um 3,000,000 inanns. / ( » 8ÖL8K1N 8 ö Jj 8 K I N 3 sjáið í Sólskini og takið eftir mismuninum. Fyrsta myndin sýnir ykkur ósköp einfaldan og ófullkominn plóg; það er allra elzti plógur sem menn vita til að hafi verið notaður í heiminum. Hann er úr tré og var notaður í Asíu eða Austur álfu í fomöld. önnur myndin er af plógi sem líka var notaður í fomöld í Austur Indlandi. Hann er líka úr tré og var ýmist dreginn af mönnum eða uxum. pá kemur þriðja myndin af plógum sem Gýð- ingar notuðu í fomöld, um það leyti sem biblían var skrifuð. peir eru miklu betri og þægilegri, þó þeir mundu ekki þykja góðir núna. Gyðingar eru fjarska forsjálir menn og gáfáðir og þeir fundu það út með hug/iti sínu að breyta plógunum íuargvíslega og bæta þá. Fjórða myndin sýnir ykkur plóg, sem Egypta- kndsmenn notuðu í fornöld, þeir beyttu fyrir hann hestum eða uxum, stýrðu honum og gengu á eftir eins og þið sjáið á myndinni. Fimta myndin er af plógi sem notaður var í Fersíu. — pið vitið víst öll hvar Persía er.— pessi plógur er óskup ófullkominn og fyrir honum voru látnir ganga uxar; stundum var hann dreginn af mönnum. Sjötta myndin er af plógi sem Rómverjar not- uðu í fomöld; eins og þið sjáið er hann mjög ein- kennilegur. pið sjáið það líka að uxamir hafa vorið latir í þá daga eins og þeir eru núna, því maðurinn er að beygja sig til þess að berja greyin áfraip- Pið vitið náttúrlega öll hvar Rómverjar áttu heima? peir em kendir við bæinn Rómaborg som er á ítalíu. J?ar á páfinn heima. Sjötta myndin er af plógi sem Saxar notuðu í fcmöld. Saxland er partur af J?ýzkalandi. Áttunda myndin er af plógi sem notaður var á ncrður Rússlandi og er býsna góður, þó hann mundi ekki þykja þægilegur eða fljótur að vinna á sléttunum í Vesturlandinu í Canada. Níunda myndin er af plógi sem lengi var not- aður á Lombardínsléttunum á ítalíu. Pað var á miðöldunum sem þessir plógar voru hafðir þar. Tíunda myndin sýmr plóg sem líka er frá mið- ö’dum og var notaður í Galiciu, sem nú er kölluð. Óhlýðni drengurinn. Æfintýri eftir Guðbrand Erlendsson. Eakkagerði heitir bændabýli í Stöðvarfirði á íslandi í Suður-Múlasýslu; bær þessi stend- yr á sléttum velli austanfjarðar. Einarstaða áin fellur um grýttan farveg fram hjá bænum og út í fjörðinn. Lítill hvammur eða undirlendi, er með ánni utan við bæinn; liggur götustígur frá hlíð- inni og yfir hvamminn að, hér um bil átján feta löngum planka, er liggur yfir ána, hvíla endar hans á nákvæmlega jafnháum klettum, og mun aldrei hærra en tólf fet ofan að vatninu, sem er á sífeldri hringferð, sem orsakast af þunga vatns- ins, er það steypist fram af lágum fossi, ofan í hyldýpi, er því hefir tekist að mynda, þrátt fyrir stórgrýtið. Frá plankanum og þangað sem áin fellur í sjóinn munu hér um bil tuttugu faðmar, stendur þar í miðri ánni stór steinn, sem hvorki jakaburð- ur eða straumþungi vatnsins hefir tekist að hreyfa, og ekki öldur sjávarins, er frá ómunatím- um hafa brotnað á honum, hafa megnað að róta honum. Við þennan stein er tengt lítið æfintýri, sem hér fer á eftir, og munu Sólskinsbömin, sem þetta æfintýri er ritað fyrir, hafa gaman af að lesá það. f ágúst mánuði 1850 sat átta ára gamall drengur inni í baðstofunni á Bakkagerði, við hliðina á uppeldissystur sinni,- Elin’borgu, sem oftast var kölluð Lína, þremur árum var hún eldri en dreng- urinn. Lína sat með systur drengsins, sem þá var tæplega tveggja mánaða gömul. Með sinni þíðu og skæru bamsrödd söng Lína vögguljóð og reri sér lítið eitt; því mamma hennar ( svo kallaði hún fóstru sína) hafði tekið henni sterkan vara fyrir að róa sér mikið með bamið, sem sumra siður var til. Drengnum litla þótti svo undur vænt um litlu systur sína, samt var hann að hugsa um það, að strax og hún væri sofnuð, fengju þau Lína að fara í berjamó. Ekkert var í huga hans eins skemtilegt og það að tína ber fyrir mömmu, svo hægt væri að gefa engjafólkinu ber í skyrið sitt, þegar það-kæmi heim af engjunum. pað leið nú heldur ekki á löngu, að Lína gat lagt Helgu litlu sofandi í vögguna, eins umhyggjusamlega og hún hafði séð mömmu gera, svo læddist hún á tánum fram loftið og ofan stigann og eins gerði litli drengurinn. pegar ofan fyrir stigann kom, tóku bæði á sprett fram í eldhús, þar stóð mamma við þvottabalann. “Eg er búin að svæfa Helgu”, segir Lína. “pú ert væn stúlka”, segir mamma þeirra. “Megum við nú ekki fara í berjamó?”'spyrja þau. “Ekki núna, bömin mín, það er æfinlega svo mik- ið að gera á laugardögum og verður þú nú, Lína mín, að vera bamfóstra til kvelds”, svaraði móðir þeirra. pegar bömin fengu þetta svar, fór af þeim mesti gáskinn, lötruðu út úr eldhúsjnu, staðnæmd- / ust á utanverðu hlaðinu og horfðu upp til melanna, þar sem berjatækjan var mest, en til þess að komast þangað, þurftu þau að fara yfir ána. Lína segir: “Ekkert segir mamma, þó við förum í berja- mó, ef við verðum ekki lengi”. “Nei, segir dreng- urinn, hún er æfinlega svo góð”. Naumast var orðinu slept er Lína hleypur af stað ofan brekk- una, yfir hvamminn og í sömu fartinni yfir plank- ann; drengur vildi ekki láta bíða eftir sér, hleypur alt hvað hann getur, og þó hann væri alvanur því að fara þama yfir ána, hafði hann æfinlega farið gætilega, en nú vom bömin svo mikið að flýta sér, og gáðu þess ekki fyrri en um seinan, að plankinn eins og lyftist upp við hvert mótmál af því að hlaupið var eftir honum. pað eina sem drengurinn mundi var að þegar hann var kominn vel miðja leið, þá steyptist hann á höfuðið, og er sennilegt að hann hafi fallið þeim megin niður, er vissi frá hylnum, annars eru litlar líkur til, að hringiðan hefði skilað honum svona fljótt út úr hylnum. Nú víkur sögunni til móður drengsins litla, lítilli stundu eftir að bömin gengu út, grípur hana einhver óeirð, hugsar þá með sér, að vissara sé að hún líti eftir bömunum, gengur hún út fyrir bæinn, sér í fyrstu ekkert til þeirra, en þá kemur hún auga á Línu, þar sem hún stendur niður við sjó gagnvart stóra steininum, en drenginn sá hún ekki, skilur hún þá fljótt hvernig í öllu liggur, drengurinn hennar hefir fallið í ána, Lína séð hann berast með straumnum, hugsað að honum kastaði að landi, svo hún gæti náð til hans og bjargað honum. Var það hugsanlegt að hann hefði borið að stóra steininum? gat það skeð að sjórinn væri búinn að taka hann frá henni, eins og föður hans fyrir 2 mánuðum? Eins fljótt og verða mátti, hleypur hún ofan að sjónum, veður út í ána, gagnvart steininum, og er hún var komin nærri honum, sér hún drenginn sinn. Straumur- inn heldur honum fast að steininum. Að vísu flaut vatnið yfir hann, en þó var hann ekki alveg niðri á árbotni, varTiún í efa um, hvort hún mætti taka það sem bendingu' um að hann væri ekki druknaður eða það væri hinn stríði straumur, sem héldi honum uppi. Hún flýtti sér að bera dreng- inn upp á árbakkann, og henni til mikillar skelf- ingar sá hún engin merki þess að hann væri með lífi. Samt lét hún ekki hugfallast, og um leið og hún sendi brennandi bænarandvörp til Guðs, víð- hafði hún þær lífgunartilraunir sem hún kunni; eftir tímakorn, er henni fanst margfalt lengri tími en hann-var, fór litli drengurinn hennar að draga andann. Gleði hennar verður ekki lýst. Til þess tíma hafði hún ekki felt tár yfir þessu slysi, en nú grét hún gleðitárum, er féllu á andlit einka- sonarins, er nú lauk upp augunum. pá tók hún hann í fang sér og bar heim í baðstofu. pað íyrsta, sem litli drengurinn mundi til sín, frá því hann féll í ána, var á sunnudagsmorguninn er hans góða móðir bar honum flóaða mjólk í bolla með vænum steinsykurmola. Minnisstætt var móður drengsins þetta æfin- týri, samt minti hún hann aldrei á það, að slíkt hefði hann ekki hent, ef hann hefði hlýtt sér, en hann mundi það samt og lét sér ant ufn að vera henni hlýðinn og eftirlátur til dánardags hennar. Hefði drengurinn hlýðnast móður sinni, hefði hann ekki dottið í ána og mamma hans hefði kom- ist hjá hinni miklu hjartasorg, er hún varð að líða hans vegna. Saga litla drengsins á að minna ykk- ur á, elsku sólskinsböm, að vera pabba og mömmu hlýðin, þá munuð þið fá sneitt hjá mörgu straum- kasti, margri hringiðunni. Pabbi og mamma munu þá segja eins og Lúter: “Góð böm eru betri en auðæfi Krösusar”. Litlu fingumir. pið litlu, mjúku, fínu, fingur, sem fýsti að grípa sólarvarmann, þið litlu gletnu, lipru fingur, sem lékuð kvölds og dags við bjarmann. pið litlu, blíðu barnsins fingur sem brutuð, skemduð, flæktuð, týnduð, sem heitar vöfðu hjartarætur og heilags anda leik mér sýnduð. pá litlu, kæru ljúfu fingur, eg leika fann um enni mjúka og þaðan allar ellihrukkur með ástar snerting reyna að strjúka. Hvort eru horfnir hlýir fingur? * og huldir jarðarskýli lágu? peir hvíla stirðir, klaka kaldir og krosslagðir á brjósti smáu. þið sístarfandi sælu fingur er sig um eilífð fá að hvíla. Já heimsins sjónum hérvist þína nú hylur efnis þokuskýla. Eg eygi þína andans fingur, pú eftirlætið mömmu faraa,

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.