Lögberg - 13.12.1917, Page 4

Lögberg - 13.12.1917, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER 1917 Gefið út Kvern Fimtudag af Tht C«l- umbia Press, Ltd.,jCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIiSIMI: GARRY 416 og 417 J. J. VOPNI, Business Manager (Jtanáskrift til blaðsins: THE QOLUMBI^ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipsg, M«n- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winniptg, IRan. VERÐ BLAÐSINS: S2.00 um árið. Vistaforðinn. Næst stríðinu sjálfu er vistaforðinn þýð- ingarmesta spursmálið, sem við oss horfir. Vér, sem hér búum í landi alsnægta, setjum oss eigi inn í þær sakir eins og vera ber og þar af leiðandi sjáum ekki alment þá hættu, sem fram undan oss er, sem einni af stríðsþjóðunum. En til þess að geta til fulls áttað sig á ástandinu, eins og það virkilega er, eigum við ekki að !íta á okkur sem sérstaka þjóð. heldur í sambandi við hinar stríðsþjóðirnar. Því þótt hátt sé í forðabúri okkar nú sem stendur, þá verður hvorki hærra né heldur lægra í því en í forða- búri alheimsins, þegar stríðinu er lokið og sam- göngur og siglingar komast í lag. Og hvernig er þá ástatt hjá sambandsþjóðunum í þessu efni Á Frakklandi hefir kornframleiðsla minkað um 50% og matvöruframleiðslan í heild sinni er 35% minni heldur en hún var, og nú nýlega hefir franska stjórnin leitað til Bandaríkjanna um hjálp, því þurð á matvælum væri óumflýjan- leg. Holland og Sviss eru algerlega upp á Breta og Bandaríkin komin með korn forða sérstaklega Bandaríkin. 1 Svíþjóð er á- standið ef til vill verst. Þar er brauðmat út- deilt og er hvers hluti 25% minni en slíkur skamtur hjá Þjóðverjum og er þar víst full hart í búL f Danmörku og í Noregi er að eins 6 rnánaða korn forði til, og þar að auki hafa Danir orðið að fækka búpening sínum mjög. 1 norðvestur fylkjum Bandaríkjanna segja skýrsl- ur að hveiti uppskeran hljóti að verða 25% minni 1918, heldur en hún var 1917. Bretland er það eina land, að undanteknu Canada, af þeim löndum sem geta náð til Evrópu, þar sem framleiðslan er heldur að vaxa, en það er deg- inum ljósara að það getur ekki nægt. Prófessor Sydny Webb kemst svo að orði í ræðu sem hann flutti í Lundúnum: “Hveiti byrgði heimsins hefir aldrei verið eins lítil og hún er nú, og svo er þetta alvarlegt að hver maður verður að spara 1 pund af hveiti á dag, til þess að heimsforðinn, eins og hann nú er, geti náð til allra, og ofan á þetta bætist að víða eru menn búnir að skéra meira og minna af búpening sínum, sér til matar”. Hann heldur því fram að það hljóti að verða hallæri þegar stríðinu linni. Menn geta lagt mikið eða lítið upp úr þess- um staðhæfingum prófessorsins, eftir vild, en eitt er víst, og það, er að ástandið er í mesta máta alvarlegt og oss ber að taka það til greina því það snertir hvern og einn of oss persónu- lega, og við þurfum hvert og eitt út af fyrir sig að finna til ábyrgðar þungans, sem á oss hvílir í því sambandi og læra nú á tímum stríðs og neyðar, að lifa ekki einasta fvrir sjálfan sig, heldur líka fyrir aðra, leggja eitthvað sérstakt á oss til þess að geta miðlað þeim, sem ekkert eiga, og á annan liátt hjálpa til þess að bera bvrðarnar mörgu og þungu, sem nú leggjas4 yfir einstaklinga og þjóðir. Canada er eitt af mestu kornræktar löndum heimsins, og mikið liefir hér verið framleitt, en framleiðslukraftar vorir eru líka að þverra. Nálega Ys af beztu vinnukröftum þessarar þjóð- ar eru nú farnir í stríðið, og algjörlega er óhugs andi að fært sé fyrir hana að halda áfram að senda frá sér vönustu og beztu vinnukraftana, frá framleiðslunni, án þess að fá það að ein- hverju upp bætt eða þá að framleiðslan hér hjá oss verður að minka. Oss er sagt að stjórnin ætli að sjá um að nægir vinnukraftar verði eftir í landinu, til þess að halda við og jafnvel auka þá framleiðslu sem nú er. Og vUjum vér ekki efast um einlægni stjórnarinnar í því efni. En korn framleiðsla þessa lands er svo þýðingar- mikið atriði og eitt aðal-skilyrði þess að mögu- legt sé að halda stríðinu áfram, að það dugir ekki að byggja upp á menn, sem ekkert kunna að jarðrækt og geta þess vegna ekki afkastað til hálfs því sem vanir jarðyrkjumenn geta, en krefjast hæstu borgunar. Það er eins þýðingar mikið fyrir farsælleg endalok þessa voða stríðs að vér höfum vana og hraust menn við korn og matforða framleiðslu þessa lands eins og að hafa þá í skotgröfunum. Því sýnir stjórnin ekki rögg af sér og flokkar menn undir þessum nýju herskyldulögum, skipar hverjum manni á þann stað, sem hann getur bezt notið sín og gjörir mest gagn — á vígvellinum eða heima. Menn sem eru vanir við jarðyrkju og korn fram- leiðslu, eru meira virði hver og einn við þá at- vinnu nú, bæði fyrir oss sjálfa og eins fyrir sambandsþjóðir vorar í stríðinu, heldur en tveir sem þeirri vinnugrein eru óvanir, og kunna ekk- ert að henni. En þrátt fyrir það þótt útlitið sé eim alvarlegt og vér nú höfum bent á, sýnist stjórnin ekki gjöra neinn greinarmun á þeim mönnum, sem lífsspursmál er að heima séu, og þeim sem manni virðast vel geta mist sig. Að vísu hefir hermálastjórinn nýji lýst því nýlega vfir í ræðu, að bænda synir, sem framleiðslu stundi á búum feðra sinna skuli undanþegnir herskyldu að sinni, slíkt er þó ekki nema orðin tóm, enn sém komið er. Drengskapur. “Drengir, eru vaskir menn og batnandi”, sagði Snorri Sturluson, og bera sögur vorar þess ljós merki, að Islendingar áttu í ríkum mæli þenna drengskapar hæfileika, að minsta kosti fyr á tímum, og eru þeir vona eg enn mavg- ir, sem hægt er að segja um að séu drengir, vask- ir og batnandi. En stundum vill nú bregða út af þessu, og svo hefir orðið hjá ritstjóra “Heims- kringlu” þegar hann reit grein sína, sem út kom í blaði hans 15. nóvember s. 1., með fyrir- sögninni: “Afstaða Sir Wilfrids Laurir”. Og er sú grein skrifuð annaðlivort af óvanalega mikilli vanþekking,eða þá réttumáli vísvitandi hallað, og mundi Snorri síst segja um menn, sem svo fara að ráði sínu að þeir væru vaskir menn og batnandi. Óþarft er að segja að greinin sé efnislítil, því hún tekur yfir allan æfiferil Sir Wilfrids, frá því fyrst að hann, sem ungur maður fór að láta á sér bera og þar til nú. Eins og gefur að skilja er þar ekki farið út í smá atriðin, heldur eru verk hans dæmd með einu stóru orði, og það er svik, og lífsferill hans með öðru, og það er: lýgi. tJt í öll atriði þessarar greinar get eg nátt- nrlega ekki farið eins og gefur að skilja, en nokkur skulu athuguð. Þá er fvrst að athuga afskifti Sir Wilfrids af stríðsmálunum á þingi. Sjálf tekur “Heims- kringla” það fram að vel hefði hann byrjað og efast eg ekki um að hún segi það satt, og um það atriði þarf því ekkert að segja. En svo fór það smátt og smátt að versna, Laurier fór að standa upp í hárinu á Bordenstjórninni. “ Heimskringla” segir hann hafa gert það af því að hann hafi verið hræddur við landa sína í Que- bec, sem er auðvitað staðleysa. Laurier hefir al- drei verið hræddur við nokkurn mann, né heldur hóp af mönnum. Sannleikurinn er sá að Laurier hefir alt af verið og er enn, vaskur maður og batnandi og þoldi ekki, og mátti ekki þola, þá óráðvendni, og þann ódrengskap, sem Borden stjórnin sýndi þjóð lians, Canadisku þóðinni og ekki síst hermönnum sem voru að fara til þess að leggja lífið í sölurnar fyrir manndóm og frelsi. 1 hverju þær misgjörðir Borden stjórn- arinnar voru fólgnar, ætla eg ekki hér að segja En þær skulu í té látnar ef “Heimskringla” langar til þess að heyra þær. Og svo komu her- skvldumálin, sem skildu þá alveg. Stefnum þeirra Sir R. Bordens og Sir Wilfrids í því máli þarf ekki að lýsa, því þær eru nú öllum kunnar og því óþarfi að fjölyrða um þær hér, enda eru þær ekki aðal-atriðið í þessu rnáli. Aðal-atriðið er, hafði Sir Wilfrid, sem brezkur borgari og leiðtogi fijálslvnda flokksins í Canada, rétt til að láta uppi skoðun í þessu máli, og standa við hana, eða hafði hann það ekki? 1 sambandi við afstöðu Sir Wilfrids af her- söfuunarmálunum í Quebec, er þetta að segja: Að í byrjun stríðsins fór Sir Wilfrid þess á leit með bréfi til Sir R. Bordens að fá saman sér- staka deild af frönskum Canadamönnum, sem væru- undir foringjum úr þeirra flokki, en það fékst ekki, þótt Borden sjálfur muni hafa verið því samþykkur. Og því fékst það ekki? Af því að Borden stjórnin þorði ekki að gera mikið að liðsöfnun í Quebec. Og því ekki? Vegna sambandsins, sem hún gjörði við Henry Bourassa leiðtoga Nationalistanna í Quebec og flokk hans. Þetta samband var gjört 1911, og til þess að drepa verzlunarsamning þann, sem Sir Wilfrid, þá forsætisráðherra Canada, hafði gjört við Bandaríkin og Hka til þess að koma í veg fvrir herflota hugmynd Sir Wilfrid: en sér- staklega til þess að koma Sir Robert Borden eða afturhaldsflokknum til valda í Canada. Og þetta gjörðu þeir og fengu að launum, heiðurinn! og þrjú sæti í Bordenstjórninni handa leiðtog- um flokksins. Er það nokkuð undarlegt þó að liðssöfnun gangi illa í Quebec? Og fer það nú ekki að verða vel skiljanlegt, að Bourassa var látinn afskiftalaus þegar hann ferðaðist aftur og fram meðal landa sinna og æsti þá á móti Bretum, stríðinu og stjórninni, sem hann nú er búinn að snúa bakinu við Um flotamálastefnu Lauriers, sem ritstjór- inn er að lítilsvirða, ætla eg að eins að segja þetta: Setjum svo að ritstjóri “Hoimskringlu” ætti dóttur, forkunnar fagra og að öllu leyti vel af guði gefna, hvcrs mundi hann óska sér fyrir hennar hönd? Hvað vildi hann að hún yrði í lífinu, fögur, stór, hraust og sterk, svo sterk, að hún gæti staðið ein og væri fær í allan sjó. Slík er hugmynd Laurier með Canada. Finst þér ritstjóri góður, að hann eigi skilið háð þitt og fyrirlitningu ? Um staðhæfingar ritstjórans í sambandi við tollmálin á stjórnartíð Sir Wilfrids, 'er vægast hægt að segja að þau séu ösönn. A þeim 15 árum, sem Laurier sat að völdum var bein lækkun á tollum að upphæð $80,000,000 eða $5,500,000 á ári, en auk þess var hinn óbeini hagur, sem þjóðin hafði af brezka verzlunar- samningnum. Langt mál mætti rita um afstöðu Lauriers til Bretlands og eins um þjóðhollustu Sir Wil- frids, sem blaðið gcfur í skyn að sé ekki á marga fiska. En hér verður nú að nema staðar að sinni að eins vil eg minna á vitnisburð tveggja blaða um Laurier, og er hann þannig: “Heimskringla” “London Times” 1917: 1907: “Sir Wilfrid Laurier, sem vér bjóðum velkom- in, er ef til vill bezt þektur allra canadiskra Svikari. stjóramálamanna. Hann er af frönskum ættum og hefir sýnt að það er engin hindrun frá því að vera hinn nýtasti starfsmaður alríkisins” ílg hefi ekki skrifað þessa grein í sam- bandi við hinn pólitíska bardaga, sem nú stend- ur yfir, heldur til þess að andmæla ósannindum og ódrengskap. Jón J. Bildfell. Illa farið, Ekki er því að leyna, að oss þótti fyrir að lesa fréttina, sem stóð í “Free Press” af fundin- um, sem þeir ráðherra Thos. H. Johnson og Dr. B. J. Brandson héldu nýlega í Árborg. Að hugsa sér að landar vorir skuli geta gert sig seka í ann- ari eins vanvirðu og þeirri er þar kom fram, er með öllu ófyrirgefanlegt. Fyrst og fremst er það siðferðileg þrotabús-yfirlýsing hjá mönnum að grípa til þeirra örþrifa-úrræða að vama mönn- um máls, með ærslum og ólátum. í öðru lagi skað- skemma þessir menn sinn málstað, með slíkri framkomu. Málstaður, sem ekki þolir mótmæli, hversu sterk sem þau eru, á hvergi mikla fram- tíð. það er nauðsynlegt í hvaða máli sem er, og maður ann, að því sé virðing sýnd, og það flutt með drengskap og allri gætni; á þann ihátt er því best borgið. Vér vonum að landar vorir láti slíkt aldrei spyrjast um sig framar. Sir Wilfrid Laurier. Eins og til stóð, hélt Sir Wilfrid Laurier leið- togi frjálslynda flokksins í Canada fund, í Iðnað- arhúsinu hér í bænum á mánudagskveldið. Fund- arsalurinn rúmar aðeins rúm 6000 manns, og var hann troðfullur, og urðu yfir 20,000 manns að hverfa frá, sem vildu fá að heyra Sir Wilfrid, en gátu ekki. Stundvíslega kl. 8 kom Sir Wilfrid í fundarsalinn, og var honuim fagnað af fundar- mönnum með lófaklappi miklu. Sir Wilfrid er 76 ára ungur, með sitt mikla andans þrek óskert, og eins fjörugur og líkamaléttur, sem um tvítugt væri. Hann talaði í eina og hálfa klukkustund, og var ræðan snjöll, og meistaralega flutt. Eftir- fylgjandi eru atriði úr ræðunni: “Samsteypustjórnin hefir kallað sig sigur- stjóm, og flokk sinn sigurflokk. Eg hefi ekkert á móti því, að hún nefni sig, og sinn flokk því nafni. En hún á engin einkaréttindi á því, eg lýsi hér yfir sem leiðtogi frjálslynda flokksins í Canada, að enginn maður, er einlægari í því að vilja halda áfram með, og vinna sigur í þessu rétt- láta stríði, heldur en eg. Mér hefir verið brígslað um að eg væri svikari —svikari við fólk það, sem býr í þessu landi og er af sama þjóðstofni runnið og eg, við trú mína og feðra minna, við þetta land, og við alríkið. Eg er hvorki svikari við fólk mitt, trú rnína, þetta land né heldur alríkið. Eg hefi æfinlega verið trúr, hugsjónum þessarar þjóðar, og brezkum rétt- lætis hugsjónum, eins og eg hefi skilið þær. Eg hefi hátíðlega lofað að gera alt, sem í mínu valdi stendur, til þess að vinna þetta stríð. En eg vil gera það sem frjáls maður.. Eg er á móti herskyldulögunum, af því þau koma í bág við brezkar fortíðar hugsjónir, og rétt- lætis meðvitund þess fólks, sem þær hafa fóstrað. Sjálfboðaliðs fyrirkomulagið hefir ekki verið reynt til hlýtar, en jafnvel með því ófullkömna fyrirkomulagi, sem á því var, inn-rituðust af frjálsum vilja mánuðina áður en herskyldulögin voru í lög leidd, eins og hér segir: f september 1916, 6,357, okt. 6,035, nóv. 6,543, des. 6,003; jan. 1917, 7,267, febr. 7,247, marz 7,644. apríl 6,670, maí 5,270. Hver var ástæðan fyrir því að herskyldulögin voru settá? pað hlýtur að vera ástæða fyrir því. Jú, eg skal segja ykkur ástæðuna, eins og hún er, og eins og hún var gefin fyrir nokkrum mánuðum af verkamála ráðherranum, og það er vegna þess, að menn í Quebec fylkinu gerðu ekki skyldu sína, og hverjum er það að kenna, að Quebec-menn gáfu sig ekki fram til herþjónustu sem aðrir? pað er Nationalistunum að kenna; þeirra pólitíska trúarjátning er: a) Canada skal aldrei taka þátt í stríði alríkis Breta. Aldrei berjast utan takmarka síns eigin lands. b) Berjast á móti öllum tilraunum til liðsöfn- unar í Canada til hjálpar Bretum. c) Berjast á móti kenningum um canadiskan sjóflota til aðstoðar alrikinu. d) Fult vald yfir herliði Canada, á stríðs- og friðartímum, leyfa enguim canadiskum her- foringja að taka þátt 1 alríkisstríði. Og yfir þessa játning lagði Borden og hans stjórn blessun sína, og honum og hans stjórn er um að kenna. Ef eg er kosinn, læt eg fólkið greiða atkvæði um það hvort það vilji hafa herskyldulögin, eða ekki. pað er sagt, að það muni taka langan tíma, ef til vill þar til í júní 1918. Setjum svo; það er nógur liðsafli til, til þess að fylla skörðin sem verða í fylkingum vorum á vígvellinum þangað til. peir segja að vér höfum nýja stjóm/ sem beri enga ábyrgð á syndum fyrirrennara sinna. Við höfum enga nýja stjóm. Fyrir 3 mánuðum höfðum við Bordenstjórnina, og vér höfum hana í dag. pað er sami forsætisráðherrann, og því sama stjómin. Mennimir sem leitað var til, til þess að ganga inn í stjómina, eða mynda þessa svo kölluðu sambandsstjóm, vissu það vel—Calder, Arthur, Sifton, Crerar og Hudson, og þeir neituðu að ganga inn. J7eir vildu sambandsstjórn, en ekki undir leiðsögn Bordens. peir vildu ekkert sam- neyti hafa við Sir Robert Borden. “Guð varðveiti oss frá Sir Robert Borden”, sögðu þeir, “vér tök- urn aldrei ábyrgðina á hans misgjörðum upp á oes”. En freistarinn kom, og hver var hann? Sir Robert Borden? Nei. pið vitið hver hann var, þið þektuð hann einu sinni betur en þið ger- ið nú. Hann heitir Clifford Sifton. Fyrsta til- raun Cliffords Siftons mishepnaðist, önnur til- raun hans fór á sömu leið. En hann gafst ekki i’pp, reyndi og reyndi, og hann kom snörunni um hálsinn á þeim og hélt þeim. peir fóru inn í stjómina, og síðan er hún kölluð ný. Ef þeir hefðu bara munað eftir því, sem skrifað stendur í bókinni, sem þeir lásu, þegar þeir voru ungir, þá hefðu þeir munað eftir að: “Enginn leggur bót óþæfðum dúk á gamalt fat, því að bótin nemur af fatinu og verður af verri rifa”. Látum vera S' m vill um það. pað hefir ekki að eins verið sett bót á gamla fatið, heldur margar. Og ef eg ætti að gefa því nafn, mundi eg kalla útgáfuna “crazy quilt” (ábreiða úr ósamstæðum pjötlum). Eg vil ekki eiga í stríði við fyrri sam- verkamenn mína. Eg vil ekki eiga í ófriði við neina menn, nema eg hafi ástæðu til þess að gruna þá um græzku, og eg vil ekki þurfa að gruna þá um neitt slíkt. Mér er nær að halda, að þeir hafi reitt sig á von, sem varð þó tál. Eg harma aðeins, að þeir skuli hafa stofnað þjóðinni í hættu, með því að gjöra sitt til þess að kljúfa hana, og þar með ónýta það verk, sem þeir, og eg hefi verið að vinna að með nokkrum árangri. Ef þeir vinna, þá veit eg að innbyrðis friðnum er hætta búin, og eining og bróðurhug þjóðarinnar spilt í langa tíð”. THE DOMINION BANK STOFNSETTUR 1871 TJppborgaður höfuðstóU og varasjóður $13,000,000 Allar eignlr - 87,000,000 Beiðni bœnda um lán tii búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Notre Dame Branclt—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðitóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstólí greiddur $1,431,200 Varasjóðu....$ 848,554 formaður ......... Capt. WM. ROBINSON Vice-President - JAS. H. ASHÐOWN Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWTjF E. F. IIUTCHINGS, A. McTAVISlI CAMPBELLi, JOHN STOVBIj Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relkninga vlð elnatakllnga eSa félög og sanngjarnlr skilm&lar veittir. Avlsanir seldar tll hvaða staðar sem er á fsl&ndi. Sérstakur gaumur geflnn sparisjóBslnnlögum, sem byrja mð. með 1 dollar. Rentur lagðar vlð & hverjum 8 m&nuCum. T- E. THORSTEIN3SON, Ráðsmaður Co Williaan Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man. fév > /av» r*\ * fy . rg\. rg\ ■ r*\. Ja Sendið hermönnunum yðar fallega mynd í jólagjöf. W. W. ROBSON 490 Main St. Það er til mynda- smiður í borginni yðar : : : : : : : Eftirfylgjandi ræðu flutti Wil- son forseti Bandaríkjanna í þjóðþinghúsinu í Washington fyrir þingmönnum Bandaríkj- anna 4. þ. m. Háttvirtu Congress menn: Átta mánuðir eru nú liðnir síðan mér veittist sú ánægja að ávarpa yður. peir mánuðir hafa verið þrungnir af alvarlegum at- burðum fyrir þjóð vora. Mér dettur ekki í hug að reyna að lýsa þeim, ekki einu sinni að gefa ágrip af þeim. Sá partur sem vér höfum átt í þeim at- burðum verður á sínum tíma lagður fraim og skýrður af þeirri deild stjórnarinnar, sem sér- staklega sér um þá hlið málanna Eg ætla að eins að tala um þau atriði, sem nú liggja fram und- an oss og hvemig vér eigum að mæta þeim, til þess að ná sem fljótast og bezt takmarki voru. Takmarkið. Eg ætla ekki að fara að rifja upp ástæðumar, sem liggja að upptökum þessa stríðs, þau ó- þolandi rangindi, sem vér höf- um orðið fyrir af völdum hinna illræmdu og grimmu leiðtoga P.ióðverja er öllum kunn fyrir löngu, og andstyggileg hverjum sönnum borgara þessa lands og þarf því eigi að fjölyrða um þau hér. Eg bið yður aftur að athuga mjög grandgæfilega á- form vort, og þau meðul, sem vér viljum nota til þess að koma því í framkvæmd, því orð töluð á þessum stað eru í rauninni fram- kvæmd, en framkvæmdir vorar verða að stefna beint og að settu marki og mark vort er að vinna stríðið, og við skuhrm hvorki slá undan, né láta glepja oss sýn, þar til því takmarki er náð. En það er rétt fyrir oss að spyrja sjálfa oss að hve- nær álítum vér stríðið unnið, og líka rétt að svara þeirri spum- íngu. með því að eyðileggja einu sinni fyrir alt, myrkra öfl þau, sem frið gera ómögulegan. Hún vill vita hvort hugsanir vorar og hennar eru í samræmi og Hka hver áform vor eru. pjóðin hef- ir ekkert umburðarlyndi með þeim mönnum, sem vilja taka hvaða friðarboðum sem bjóðast, og sárreið er hún við oss ef vér ekki hreint og afdráttarlaust látum í ljósi hverjar fyrirætlan- ir vorar séu 1 þeim efnum og einnig hver séu áform vor með því að ná takmarki friðarins með sverði. Hvorki drengskapur né réttlæti. Eg trúi því að eg tali máli þjóðar minnar, þegar eg segi að þetta óskaplega, sem hinir ráð- andi menn hjá pjóðverjum hafa sýnt oss í svo miklum illhug, er hætta, margföld og óumræði- leg, sem nú er svo augljós í valdafýkn p.jóðverja, gjörsneydd allri mannúð, réttlæti eða dreng- skap, er og varnarmúr í vegi varanlegs og velkomins friðar. Illhugur sá verður að ryðjast úr vegi, og ef hann er ekki al- veg eyðilagður, þá að vera út- lægur gjör úr viðskiptum og samlífi þjóðanna. f öðru lagi að þegar þessi ó- fögnuður og hans veldi er loks að velli lagður, og um frið verð- ur farið að semja, og þegar þýzka þjóðin hefir málsvara fyrir sína hönd, sem hægt er að trúa, og þegar þessir málsvarar í nafni þjóðar sinnar eru reiðu- búnir að taka á móti sameigin- legum dóm þjóðarinnar um það hver skuli vera undirstaðan und- ir lögum og sáttmálum þjóðanna þá skulum vér viljugir og undan- tölulaust borga friðinn fullu verði, vér vitum hvað það verð er — réttlæti, réttlæti í stóru sem smáu, til allra og allra þjóða til vina og óvina. Ekkert réttlæti. Hvenær er stríðið unnið? Frá einu sjónarmiði er það ekki nauðsynlegt að tala um þetta þýðingar mikla atriði. Eg efast aíls ekki um að hin amer- iska þjóð veit um hvað barist er, og hvaða endalok hún gjörir sig ánægða með. Sem þjóð erum við allir eitt í vonura og áform- um. Eg skifti mér ekkert um þá, sem annað segjá. Eg heyri mótbárur, slíkt er engin ný- lunda. Eg heyri aðfinningar og glamur, hugsunarlaust og æs- andi. Eg sé Hka menn hér og þar, seml æði sínu og óeinlægni reka sig á hinn sterka og ó- sveigjanlega þjóðar vilja. Eg heyri menn tala um frið, sem skilja hvorki eðli hans né heldur það hvemig hann sé fáanlegur. En eg veit að enginn þeirra tal- ar í nafni þjóðarinnar, þeirra orð hræra ekkert hjarta — lát- um þá burðast með sína vizku og gleymast. Mótbárur verða að vera skýrar. En frá öðru sjónarmiði álít eg nauðsynlegt að segja með skýr- um orðum hér á Jæssum stað, til hvers við álítum að strítt sé, og hvaða þátt vér hugsum okkur að eiga í því að ráða því til lyktar. Vér erum málsvarar hinnar am- erísku þjóðar, og hún á heimt- ingu á að fá að vita hvort vor hugtök og áforrn endurspeglast í vilja hennar. ,pjóðin þráir frið með því að vinna bug á hinu illa Hlustið þið með mér á alþjóða málið, sem liggur í loptinu, sem með hverjum deginum skýrist og færist nær með æ meiri hljóm- þunga og krafti. pað mál ícem- ur frá hjartanu og krefst þess að stríðið skuli ekki enda í hefnd- aræði, að enginn flokkur manna eða þjóða skuli rændur vera eða rangindum beittur, fyrir þá skuld að svikulir leiðtogar einnar þjóð- ar hafa sjálfir gjört sig seka í hróplegu ranglæti, það er sama hugsunin og kemur fram þessari setningu: “Engar landavinning- ar, engin ívilnan, engir blóðpen- ingar”. Hvemig Rússum voru viltar sjónir. Vegna þess að setning sú, sem hér að ofan er tekin fram, setur nákvæmlega fram réttlætistil- finningar manna alment, hefir henni verið nákvæmlega fylgt af hinu fláráða drotnunarvaldi pjóðverja, til þess að viHa hinni rússnesku þjóð sjónar, og ölluTn öðrum sem þeirra sendimenn hafa náð til, til þess að reyna að koma á friði, áður en drotnunar- valdið fengi sína síðursu sann- færandi ráðningu og fólkið sjálft fengi að ráða sér og framtíð sinni. Drotnunarvaidið verður að víkja En þótt að réttar hugsanir hafi þannig verið misbrúkaðar, er ekki ástæða fyrir því að þær \

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.