Lögberg - 27.12.1917, Síða 3

Lögberg - 27.12.1917, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Vagninn þeirra beið fyrir fraanan kirkju- dymar, og Carlton og Laura voru sezt upp í hann, þegar alt var búið í kirkjunni, en um leið og þau óku burt á meðal hinna forvitnu áhorfenda, kom annar vagn úr gagnstæðri átt. í honum var lá- varður Oakbum og prikið hans. Jarlinn var nú aftur á leið til Ghesney Oaks, og ók nú til Great Wennock til að ná í eina af morgunlestunuiff. Pompey sat framan á við hlið ökumanns með stór- an ferðapoka á milli fótanna. Cedar Lodge hefir máske verið eina húsið í South Wennock, sem orðrómurinn um þessa gift- ingu náði ekki til. Jafnvel slíkir kjaftaskúmar og mjólkursölukerlingar og bakaradrengir, voru spar- samir á að segja frá því er snerti hina stroknu dóttur hússins. pegar lávarður Oakbum sá mann- þyrpinguna fyrir framan kirkjuna, leit hann á hana undrandi og furðaði á því, hvað nú væri á ferðum, og þá sá hann þau, sem í vagninum sátu. Snortin af skelfingu varð Lauru litið í augu föður síns. Lávarður Oakbum stokkroðnaði af gremju. f æsingunni sem greip hann, lyfti hann prikinu sínu upp hótandi, eins og hann ætlaði að berja ann- aðhvort þeirra, brúður eða brúðguma, máske bæði, hefði hann verið nær þeim, eða eins og hann hefði í huga að veifa því á eftir vagninum, eins og hann gerði stundum við Pompey. pað var samt ekki gerandi núna, og hann lét prikið síga niður í vagnsætið, með þeim orðum, sem ekki voru nein blessun; vagnamir héldu áfram og samfundinum var lokið. pað sást engin hræðsla í andliti Carltons, þvert á móti mátti sjá þar sigurhrós. Hinn óeðlilegi fölvi, sem hafði breitt sig yfir það á meðan á vígsl- unni stóð, hafði vikið frá, undan hans vanalega útliti, og hann var hneigðari fyrir að hlæja að lá- varði Oakbura, beint frammi fyrir honum, heldur en að hræðast hann. Jarlinn sjálfur gat nú ekki skilið þau. Carlton gekk nú inn í hús sitt ásamt konu sinni. Hann neytti morgunverðar með *Plýti, og fór svo af stað til að vitja sjúklinga sinna, sem voru allæstir, af því þeir álitu sér gert rangt með því, að læknirinn yfirgaf þá án þess að láta þá vita um burtför sína síðastliðna viku. Fyrri hluta dagsins varð honum gengið fram hjá lögreglustöð- inni. í dyrunum stóð meðaldra maður, með gáfu- legt andlit og þúfunef; hann leit á Carlton um leið og hann gekk fram hjá, með rólegri eftirtekt, sem skarpsýnir menn, sem eru forvitnir með tilliti til hreyfinga nágranna sinna, gera oft. petta var Medler, hinn nýi umsjónarmaður. Læknirinn hafði hafði gengið nokkur skref fram hjá bygg- ingunni, þegar hann mudi eftir boðinu frá því kveldið áður og sneri við, um leið og hann sagði: “Get eg fengið að tala við nýja umsjónar- manninn ?” “pér talið við hann núna”, var svarið. “pað er eg”. “Mér hefir verið sagt að þér vilduð tala við mig”, sagði læknirinn. “Eg er Carlton”, bætti hann við, þegar hann sá að hinn þekti sig ekki. “ó, já, hr.; eg bið afsökunar”, sagði umsjón- armaðurinn, um leið og skynsamlegur svipur kom í stað hins spyrjandi. “Gerið þér svo vel að ganga inn”. Hann lokaði sig inni í herbergi ásamt Carlton, sem ekki var til muna stærra en stuttur gangur. Læknirinn hafði komið þar inn einu sinni áður. pað var þegar hann hafði gefið hinum fyrverandi umsjónarmanni allar þær upplýsingar, sem hann gat, viðvíkjandi sama málefni og því, sem hann var hér aftur staddur til að ræða um. “Eg veit ekkert meira um þetta málefni nú heldur en áður”, sagði hann, eftir að hafa minst á komu lögregluþjónsins til hans kveldið áður. “Lögreglan fékk þá allar þær upplýsingar frá mér sem eg gat gefið þessu máli viðvíkjandi — sem raunar voru ekki miklar”. “Já, hr., það var ekki af því, að eg héldi að þér hefðuð komist að neinu hýju í þessu efni. Alt, sem eg vil biðja yður um, er, að þér segið mér ró- lega frá öllu, eins og fyrirrennara mínum, sem þér vitið um þetta málefni. Eg er hræddur um að mál- efnið hafi ekki mætt skynsamlegri meðferð”. “Haldið þér það”. “pað er eg sannfærður um”, sagði Medler, sem hélt fast við þessa fullvissu sína. “Ef málið hefði verið rekið á- réttan hátt, þá hefði eflaust komið meira í Ijós í það skifti. pað er mín skoðun”. “pað er ekki mitt álit”, sagði Carlton. “Eg get ekki séð að meira hefði verið hægt að gera, en þá var gert”. “Hjvað þá, þeir reyndu eða gátu ekki náð í þessa frú Smith, konuna sem kom og tók bamið burt, á eg við. peir urðu einskis fróðari um hana”. “pað er að sönnu satt”, svaraði Carlton. “Menn sneru sér að meira en hundrað Smiths frúm í London án þess að finna þá réttu. Og niðurstað- an, sem menn komust að var, að Smith væri alls ekki hennar nafn, heldur að hún hefði kallað sig því nafni þegar hún kom hingað”. “pað var að minsta kosti það nafn, sem veika konan skrifaði á umslagið til hennar, þegar hún skrifaði henni eftir komu sína hingað”, sagði em- bættismaður réttvísinnar og kinkaði kolli, sem virtist merkja það, að hann hefði lesið og íhugað máJið nákvæmlega. “En það getur hafa verið eftir samkomulagi þeirra. Eitt er áreiðanlega víst, að konan kom hingað með þeim ásetningi að vilja.vera ókunn. Eg fyrir mitt leyti er á þeirri skoðun, að hún hafi alis ekki komið frá London, og að konan Smith — I ef að Smith nafnið er eða var hennar nafn — hafi ekki komið frá London. Eg held að alt, sem hér var sagt eða gert, hafi verið gert í því skyni — að villa okkur sjónir”. Carlton studdi olnboganum á borðið, sem var rétt hjá honum eða réttara búðarborð, sem stóð langs með veggnum, meðan hann sagði þetta, og laut áfram um leið og skrifaði einhver merki á gólfið með efri endanum á regnhlíf sinni. Um- sjónarmaðurinn, sem að upplagi og vana var að- gætinn, varð undrandi yfir skyndilegri breyting á andliti hans. pað var sem hryllingur liði yfir það. “petta er það ógæfusamasta málefni, sem eg hefi nokkru sinni verið við riðinn”, sagði hann, um leið og hann lyfti upp höfðinu og leit á um- sjónarmanninn; “eg vona þess af alhuga, að eg verði aldrei oftar fyrir öðru eins. Menn vilja hlífðarlaust vefja mig inn í þetta ógæfusama mál- efni, að eins af því, að frú Crane á að hafa sagt, að nokkrir vinir mínir hafi mælt með því, að hún not- aði mig sem lækni”. “Og þér getið ekki komist eftir því, að neinir þeirra hafi gert það?” “Nei, eg get það ekki. Eg skrifaði til allra þeirra vina og kunningja, sem eg á í bænum, og spurði þá, hvort þeir hefðu mælt með mér við nokkra konu; en eg varð einskis vísari. Enginn þeirra þekti frú Crane”. “Eg álít það alls ekki vist að hún hafi heitið frú Crane”, sagði Medler. “Einmitt. pað er jafn áreiðanlegt og að nafn hinnar konunnar var Smith. pað er ekkert áreið- anlegt í þessu máli nema að hún dó. pað er því ver, mjög áreiðanlegt”. “Hver er skoðun yðar, hr. Carlton?” spurði umsjónarmaðurinn alúðlega. “Yðar eigin privat skoðun, á eg við”. “Um hvað?” “Orsökina til dauðans. Við vitum auðvitað allir, að hann orsakaðist af þessum sefandi drykk”, bætti hann við fljótlega; “en eg meina, hvemig hinir ógæfusömu dropar hafa verið blandaðir í drykkinn — hver blandaði þeim ?” “Mín skoðun er — en það er ekki þæglegt að verða að viðurkenna það, jafnvel ekki gagnvart yður — að lyfið hafi verið þannig blandað af Stephen Grey. Mér er ómögulegt að komast að nokkurri annari niðurstöðu. Eg get ekki skilið hvemig myndast hafa tvær skoðanir um það efni”. Umsjónarmaðurinn hristi höfuðið, eins og hann væri ekki Carlton samdóma í þessu; en hann sagði ekki eitt orð til að bera á móti því. Hann hélt ekki að Stephen Grey væri orsök að dauða konunnar. “pað sem eg sérstaklega vildi spyrja yður um hr., var maðurinn sem þér sáuð í stigaganginum”, sagði hann svo. “pað er það atvik, sem hefði átt að rannsaka”. “Eg sá engan mann í stigaganginum”, sagði hr. Carlton. “pað er satt, að eg ímyndaði mér að hafa séð andlit þar; en eg er kominn að þeirri niðurstöðu, að þetta hafi að eins verið ímyndun, að geislar tunglsins hafi valdið mér missýninga”. “Getið þér svarið það, að þar hafi enginn mað- urverið?” “Nú, til þess langar mig alls ekki. En samt sem áður er það skoðun mín, að þar hafi enginn maður verið eða neitt andlit, heldur að eins mis- sýningar”. Umsjónarmaðurinn lyfti fingri sínum og hristi hann, eins og hann vildi með því leggja á- herzlu á orð sín. “pér getið reitt yður á það herra, að þar hefir maður verið, og það hefir verið sá • maður, sem ógæfunni olli. Eg veit — eg veit, hvað þér ætlið að segja — að eiturlykt var af lyfinu þegar það kom í hús ekkjunnar, eins og þér gáfuð vottorð um; en til þess tek eg ekkert tillit. pað sýnist í byrjun vafasamt að ganga fram hjá þessu; en eg hefi rannsakað og hugsað um þetta á ýmsan hátt, og geng hiklaust fram hjá því. Eg tek ekki hið minsta tillit til þess”. “Haldið þér að eg hafi gefið vottorð um það, sem ekki er satt?” spurði Carlton. “Nei, alls ekki”, svaraði umsjónarmaðurinn rólegur. “pér munduð vera jafn ákafur um að halda staðreyndinni fram sem réttri, og færa henni eins margar sannanir eins og við vildum géra. En eg veit hve oft lyktarfærin svíkja mann. pér ímynduðuð yður, að þér fynduð eiturlykt af lyfinu; en þér funduð hana í rauninni ekki. Hjúkrunarkonan — hvað hét hún nú — sejjir, að hún hafi enga slíka lykt fundið; því eg hefi talað við hana hér. Hún hafði neytt dálítils af sterkum drykk að' sönnu, eg veit það, en það deyfir ekki lyktina. Verið þér viss um að lyktarfæri hennar vom betri en yðar”. “Rugl”, sagði Carltoij. “Eg er læknir, munið þér það, og vanur að þefa af lyfjum, svo það er ekki sennilegt að mér skjátli”. “pama höfum við það”, sagði umsjónarmað- urinn, stælinn og þverúðgur. “peir sem eru vanir við að þefa af lyfjum, lifa á milii þeirra, ef maður má svo að orði kveða, í lyfjastofum sínum, eru hneigðari til að imynda sér að þeir finni lykt af slíkum efnum, heldur en annað fólk. pað var ekk- ert eitur í lyfinu, þegár komið var með það í hús ekkjunnar”, sagði hann ákveðinn. “Já, en eg segji yður að það var”, sagði Carlton. “Og eg segi yður að það var ekki, hr. pað er mín skoðun. pað er eg jafn sannfærður um og að við tölum nú saman. Maðurinn, sem þér sáuð í stigaganginum, var sá, sem blandaði eitrinu í meðalið eftir að þér vomð farinn”. Carlton mótmælti honum ekki lengur. Um- sjónarmaðurinn var sjáanlcga ákveðinn í sinni skoðun, og það var gagnslaust að rejma að koma honum á aðra skoðun. En Carlton hefir líka máske munað eftir því, þegar hann sá það I síðara skiftið, kveldið sem hann flúði burt með Lauru Chesney. pá gat það ómögulega verið ímyndun; því Laura sá það lika — og heyrði það — eins vel og hann. Hvemig gat hann þá haldið áfram að neita því, að enginn hefði verið í stigaganginum ? Carlton vissi það ekki; en hann vonaði innilega, já, hann hálft í hvom trúði því, að hið ofboðslega andlit hefði aðeins verið til í ímyndun sinni. “Er þetta alt, sem þér ætlið að spyrja mig um?” spurði hann umsjónarmanninn. “Eg ræð ekki algerlega yfir tíma mínum þenna morgun”. “Nei, hr., það er ekki alt. Eg óska að þér ger- ið svo vel að segja mér alla smámuni, eins og þeir komu fyrir meðan þér veittuð athygli yðar að þess- um viðburði. Eg hefi heyrt þá hjá hr. Stephen Grey og ýmsum öðrum; en eg verð líka að heyra um þá hjá yður. pað er mjög merkilegt hvemig eitt orð frá vitni og eitt orð frá öðm vitni, hjálpa okkur til að skilja rétt gang málsins. pér sáuð hana fyrst, held eg, eitt sunnudagskveld. pað er slæmt að þér geymduð ekki bréfið, sem hún skrif- aði yður”. “Hverjum gat dottið í hug að maður kynni nokkru sinni á slíku bréfi að halda ?” sagði Carlton “Og þó eg hefði geymt það, hefði það engar upp- lýsingar gefið”. “Sérhvert orð, sérhver pappírssnepill er vitn- isburður fyrir þá, sem kunna að nota það”, svaraði hann. “Haldið þér áfram hr.”. Carlton gerði eins og hann óskaði. Hann sagði frá öllum smámunum, að svo miklu leyti, sem hann þekti þá, ekki með þeim vífilengjum, sem hann fann sig neyddan til að nota gagnvart likskoðar- anum, heldur svo gfeinilega í öllu tilliti, að það var alveg fullnægjandi. Umsjónarmaðurinn hlust- aði nákvæmlega á frásögn hans og skrifaði einu sinni eða tvisvar eitthvað. “Er þetta alt sem þér vitið?” spurði umsjón- armaðurinn. “Alt sem eg veit”. Umsjónarmaðurinn nuggaði nefið á sér með pennastönginni. Hann var í djúpum hugsunum. “Málefni þetta myndi verða að reyk, ef ekki væri tveir gagnstæðir deplar í því”, sagði hann svo. “Annar sá: hin mikla ósannsögli, að það hafi verið hr. Stephen Grey, sem gert hafi vangá við- tilbúning lyfsins; hinn: andlit þess manns, sem þér sáuð í stigaganginum. Eg get ekki áttað mig á þeim”. “En eg hefi fullvissað yður um, að það hafi ekkert mannsandlit verið”, endurtók Carlton. “Eg efast ekki um að þér haldið það núna. En þér hélduð það þá, annars hefðuð þér ekki minst á það við frú Gould. “Augnabliks áhrif eru mikils virði, þér megið trúa því, hr. Carlton, og það er að þessum grun- sama depil sem eg beini öllum tilraunum mínum. Eg þori að veðja embætti mínu um það, að það var einhver”. “Sem yður þóknast”, sagði Carlton. “petta er líklega alt, sem þér vilduð mér?” “pökk fyrir, hr., það er alt. Ef við verðum nokkurs varir, skuluð þér fá að vita það fyrst af öllum. Verið þér sælir”. Carlton, sem átti annríkt, og var gramur yfir því að verða að eyða svo miklum tíma á lögreglu- stöðinni fyrri hluta þessa dags, hraðaðfsér í burtu undir eins og hann losnaði. Hann þaut þvert yfir götuna með eimreiðar hraða í skáhalla stefnu til hliðar við kirkjuna — því lögreglustöðin og St. Markúsar kirkjan voru nálægt hvor annari —; hann vatt sér skvndilega um homið fast við Rauða ljónið, í áttina til Great Wennock, og slapp með nau/nindum við að verða undir vagni, sem ekið var inn á aðalgötuna. Carlton, sem var aðgætinn maður, leit á þá persónu sem í vagninum sat — þaS var fremur feit kona í sorgarbúningi. Hún laut áfram, og sýndi með því ákveðið andlit með dökkum augum, fast augnatillit og framstandandi höku, hún at- hugaði hann. Hún hafði tekið eftir ógæfunni, sem yfir vofði og hann siapp við, og hið mikilláta augnatillit hennar spurði greinilega, hvers vegna maður, sem út leit fyrir að vera mentaður, skyldi stofna sér í slíka hættu með óviðeigandi hraða. Henni kom alls ekki til hugar að hann væri sá, er bar það nafn, sem olli henni sárrar gremju — læknirinn Lewis Carlton. Cai,|lton þaut áfram og hugsaði ekki meira um vagninn né þá sem í honum sat. Hann var á leiðinni til sjúklings, sem heima átti í einu af þeim íáu húsum, sem voru á þessa hlið vegaríns, þar sem þeir nutu þeirrar ánægju að sjá hinn marg- nefnda almenningsvagn, aka fram hjá á hverjum degi. Undir eins og vagninn var kominn fyrir hom- ið, minkaði hann hraða sinn, og ökumaðurinn sneri sér við, eftir að hafa litið upp og ofan eftir vegin- um, og ávarpaði þjóninn, sem var rólegur maður með virðingarvert útlit og klæddur sorgarbúningi eins og húsmóðir hans. “Hverja leiðina á eg að fara?” Pjónninn vissi það ekki. Hann horfði upp og ofan götuna að gagnslausu; því hún gat ekkert sagt honum, en sá um leið nafnspjald Rauða ljóns- ins, sem dinglaði fram og aftur rétt hjá þeim. “petta er greiðasöluhús. þér gerið réttast í að leita leiðbeininga þar”. ökumaðurinn ók að dyrum greiðasöluhússTns; frú Fitoh, sem stóð þar af tilviljun, nálgaðist vagninn; en gamla konan hafði opnað gluggann á skýlinu að framan og talaði hörkulega til þjónsins. “Hvað gengur á Thoms? Hvers vegna nemur þú staðar hér?” Thoms sneri sér við og lyfti hattinum sínum. Ökumaður ratar ekki, lafði, eg áleit réttast að leita leiðbeininga í þessu greiðasöluhúsi”. En gamla konan var sjáanlega nokkuð sjálf- stæð, og kunni betur við að framkvæma sjálf það sem þurfti, heldur en að láta aðra gera það fyrir sig. Áður en Thoms — eins varkár'og stiltur, sem húsmóðir hans var fljótfær og rösk—gat ávarpað frú Fitch, hafði hún lokað framglugganum, opnað hliðargluggann, stungið höfðinu út og talaði til frú Fitch. “Hvar er Cedar Lodge?” Frú Fitch hneigði sig eins og hún var vön. “Skamt fyrir utan bæinn, á Bakka —” “Gerið svo vel að leiðbeina ökumanninum”, greip konan fram í með þeim svip er sýndi, að hún var vön að skipa og að sér væri hlýtt. “pér megið snúa við, ökumaður”, sagði frú Fitoh, um leið og hún gekk út á gangstéttina og nálgaðist hann. “Akið þér beint í gegn um bæinn; svo komið þér að langri ogjafnhallandi hæð, þar sem er talsvert af nýjum byggingum. pað er Bakkinn, og Cedar Lodge stendur hér um bil í miðri brekkunni til hægri handar”. SALTFISKUR Vér höfum byrgðir af söltum fiski, sem hefir verið til- reiddur undir sérstakri umsjá vorri, í vorum eigin húsa- kynnum. — Verðið er ótrúlega lágt. Einnig höfum vér mikinn forða af PORT NELSON BRAND. FISKIBOLLUR. NORSK SPIKSÍLD, K.K.K. REYKT SÍLD. NORSK ANCHOVIS. HELLUBAKAÐ BRAUÐ. FLATBRAUÐ. MYSUOSTUR. HLAUPOSTUR. KRYDD-OSTUR. Biðjið um PORT NELSON BRAND hjá kaupmanni yðar. — pað borgar sig margfalt að kaupa vömr, sem bera innsigli vort. Ef kaupmaður yðar hefir ekki vömr vorar, þá gerið svo vel að skrifa oss nafn hans og áritun. PORT NELSON FISH CO. LTD. 936 Sherbrooke Street - • Winnipeg, Man. PHONE: Garry 967. MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er árfðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLE GA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýtumar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr jæssar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. 1 ADANAC GRAIN COMPANY, j LIMITED HVEITIKAUPMENN Tals. Main 3981 1203 Union Trust .Building WINNIPEQ 208 Drinkle Block, Í Saskatoon, Sask. j 27. september 1917. i í Bóndi góður! Ekki nema á þeim komtegundum, hveiti, höfrum og j f flaxi, sem ekki ná fyrstu flokkun, er hægt að mæta verð- j ! samkepni. pað eina sem getur verið að ræða um er tegunda- | I mismunurinn. j Adanac Grain Co., Ltd. hefir tekið upp þá aðferð í skoð- ( j un á hveiti, sem algerlega fyrirbyggir rangindi. Vér höfum j j óháðan umsjónarmann, sem í mörg ár var aðal aðstoðar um- j | sjónarmaður sambandsstjórnarinnar. Hann lítur eftir öll- I I um vagnhlössum sem oss em send og hans ummæli fylgja | ! því sem seljandi hefir fengið. í f sambandi við þær korntegundir sem samkepni er hægt ) jj að koma að, er vort félag betur sett til að gefa góðan árang- j j ur. Aðal ráðsmaður vor hefir haft þrjátíu ára reynslu í j j þeirri grein — bæði hvað innkaup snertir úti um landið og j j eins á útflutningi til annara landa. Hans reynsla er peninga i ! virði í þinn vasa. Sendið vagnhlass til reynslu og mun það tryggja fram- I j hald verzlunar—því góður árangur eykur viðskifti. j Yðar þénustubúnir j ADANAC GRAIN COMPANY LIMITED j ítalía. í norðurhluta ítalíu hefir að undanförnu verið barist svo að segja hvildarlaust. Á milli fljótanna Brenta og Piave hafa orustumar verið harðastar, og urðu ítalir að láta undan siga á þeim stöðvum í vikunni sem leið. En núna síðustu dagana virðist þeim hafa vaxið Ásmegin að nýju, og hafa þeir aftur fengið á sitt vald stór landflæmi, er þeir höfðu mist og hrakið óvin- ina víða til baka á ringulreið. pjóðverjar hafa verið að reyna að draga fjöður yfir ófarimar, en viðurkenna þó, að á stöku stað hafi þeir vissra orsaka vagna dregið sig í hlé. Á hinn bóginn er her ítala i ágætu ásigkomulagi, bæði hvað aga og útbúnað áhrærir og má því Vænta að þeir taka ómjúk- um höndum á óvinum sínum fyrst um sinn Að vísu eru pjóðverjav miklu mannflein á vígstöðvum þessum, með því að þeir flytja daglega liðsauka frá Rússlandi, en ef ítalska þjóðin stendur sameinuð, er ekki ólík- legt að Austurríkismenn og pjóð- verjar fái sig fullreynda í viður- eign þeirri, áður en yfir lýkur. Kviðslit lœknað. Fyrlr nokkrum árum sfQan, var eg a?l lyfta kistu og kvÍÖslitnatSi. LæknirinD kvaö uppskurö hiö eina nauösynlesa. Um- bútSir lfomu aö engu haldi. Aö lokum fékk eg t>6 tangarhald á. nokkru, sem lœknaöi mig algerlega á skömmum tfma. Síöan eru liöin mörg ár; eg hefl unnlö erfiöa vinnu, sem trésmiöur og aldrei oröiö misdægurt. I*a# var enginn uppskuröur, enginn sársauki, ekkert tfma- tap. Eg sel elcki neitt, en eg er relöuháinn a# gefa y«ur fullnægjandi upplýsingar aS þvf er til lækningar kviöslits kemur. FfkrifilS mér. Utanáskrift mfn er Eugene M. Puiien, carpenter, 817 D Marcellus Avenue* Manasquan, N. J. I»ér ættuö aö klippa úr hlaSinu þenna miöa og sýna hann þeim, sem þjáSir eru sf kviðsliti — þú getur með þvl bjargað lífi þelrra, dregi® úr þrautum, sem kvið- sllti cru samfara og komið 1 veg fyrir hugarhrelling f sambandi við upp3kurð.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.