Lögberg - 27.12.1917, Síða 4

Lögberg - 27.12.1917, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1917 <|| Gefið út hvern Fimtudag af The C»l- umbia Prest, Ltd.,(Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: THE QOLUtyBMV PRES8, Ltd., Box 3172, Winnipeg, IRan. Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, R|an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriC. || Það má ekki gleymast. Skuld sú, er vér stundum í við þá íslenzku menn, sem á vígvellinum, með karlmensku og drengskap, verja rétt vom og frelsi, og með lifi sínu innsigla þá hugsjón feðra vorra, að >að sé betra að falla með sóma, en lifa með skömm, er ósegjanlega mikil. Aldrei getum vér bætt þeim mönnum, þá miklu fórn, sem þeir nú færa frelsis og manndóms hug- sjónum vorum. Aldrei getum vér fylt sætin, sem auð eru orðin, né heldur þau, sem auð verða. En vér getum og eigum að gjöra það sem í voru valdi stendur tii þess, að aðstoða þessa landa vora, og halda sóma þéirra á lofti hjá þjóð vorri, og öðrum þjóðum. Árið 1916 kom út skýrsla um tölu þeirra manna af hinum ýmsu þjóðflokkum, sem þá voru famir í stríðið, og eftir því, sem vér bezt munum, þá voru það að eins 27 fslendingar, sem þar voru taldir í Canada hemum, en oss vitanlega voru þá farair í stríðið frá 6—700 menn af íslenzku bergi brotnir. Ástæðuraar, sem að þessum misskilningi liggja eru skiljanlegar. Margt af þeim mönnum, sem í stríðið hafa farið eru fæddir hér í landi, og hafa skrifast inn, sem canadiskir, en ekki sem ís- lendingar, og dettur oss sist í hug að halda, að með því hafi hermenn vorir meint á nokkum hátt að lítilsvirða íslenzkt þjóðemi, finst í rauninni svo undur eðlilegt að þeir telji sig tilheyra landinu, sem þeir eru að berjast fyrir. og eru fæddir í. En á hinn bóginn vildurn vér benda á, að þessi afstaða getur orðið misskilin. Sá tími hlýtur að koma, að saga þessa voða ófriðar verður skrásett, og þar bent á hvað hinar ýmsu þjóðir eða þjóðarbrot, lögðu fram til þess að halda á lofti heiðri og sóma þjóða sinna — hvað þær lögðu á sig til þess að menning og réttlæti yrði ekki fótum troðið. Hvað hin ýmsu þjóðarbrot í þessu landi gjörðu þegar þeirra nýja fósturland var í dauðans hættu, og þá eftir skýrslunum að dæma, voru þeir aðeins 27 fs- lendingamir, sem manndáð höfðu til þess að draga sverð úr slíðrum og berjast. Vér þurfum að fá nákvæma og nákvæmlega rétta skýrslu yfir alla íslenzka menn, sem í stríðið hafa farið. Og til þess eru að eins tvær aðferðir. önnur sú, að fá menn til þess að fara yfir nafnaskrá allra hermanna, sem hafa innritast í Canada herinn, og tína úr íslenzku nöfnin, og er það miklum ervið- leikum bundið. Fyrst og fremst hefði það mikinn kostnað í för með sér, í öðrulagi, er svo ervitt að átta sig á sumium nöfnunum sökum þess hve óís- lenzk þau eru, að sú aðferð mundi ervið, þó hún sé aldeilis ekki ókleyf. Hin er sú, að í hverri einustu íslenzkri bygð taki einhver skýr maður sér fyrir hendur að safna nöfnum allra þeirra íslendinga, sem úr því bygð- arlagi hafa farið, og þarf á þeirri skýrslu að vera fult nafn mannanna, aldur, heimilisfang áður en þeir fóru í stríðið, og hvenær þeir innrituðust og í hvaða herdeild. petta virðist beinasti vegurinn og líka sá auðveldasti; ef það er gjört strax. Eins þyrfti að halda nákvæma skrá yfir alla þá sem falla, og væri auðveldast að gjöra það á sama hátt. Rétt er hér að minnast þess með þakklæti, sem Jóns Sigurðssonar félagið hefir gjört í þessa átt, það hefir að því er vér bezt vitum safnað nöfn- um margra íslenzkra hermanna; þó munu þau ekki fleiri en um 5—600, en tala þeirra, sem farið hafa er víst mikið hærri. Félag þetta hefir lagt mikið verk í að tína nöfn þessi saman úr dagblöðum hing- að og þangað að, án þess að nokkuð fast fyrirkomu- lag — líkt og vér höfum hér bent á, ætti sér stað. Ef nú menn í öllum íslenzkum byggðarlögum bæði í Bandaríkjunum og Canada vildu verða við þess- ari bendingu vorri, erum vér þess fullvissir að Jóns Sigurðssonar félagið mundi vera viljugt að taka á móti öllum slíkum skýrslum, og færa þær í eina heild. þessu þarf svo að halda við þar til stríðinu er lokið, og með því móti, og með því einu getum vér eignast gögn, sem á er hægt að byggja í sambandi við íslenzka hermenn, sem í stríðið hafa farið. “Lögberg” skorar á menn að hefjast handa í þessu efni og það strax, áður en að svo fymist yfir, að verkið verði ervitt eða ókleyft. Kosninga iúrslitin. pau eru nú orðin lýðum Ijós, og eins og kunn- ugt er, hefir samsteypu-stjórnin unnið mikinn sig- ur. ö 11 vestur fylkin ásamt Ontario fóru nálega einhliða stjórainni í vil. Frá byrjun mátti búast við því að sambandsstjórain mundi vinna, þvi til þess bar sérstaklega tvent. Fyrst kosningalög, sem voru svo einhliða, og stjóminni I vil að naum- ast var við því að búast, að nokkur andstæðinga- flokkur gæti unnið. í öðru lagi var af öllum þorra fólks, svo skilið, að kosningarnar snerust eingöngu um það, hvort Canada ætti að halda áfram þátt- töku sinni í stríðinu eða ekki. J?eirri spumingu hefir nú Canada þjóðin svarað svo skýlaust og á- kveðið, að um afstöðu hennar í því sambandi verð- ur ekki deilt. Vér höfum áður haldið því fram hér í blaðinu að Sir Wilfrid Laurier hafi verið, og sé eins einlægur í því að vilja halda áfram að veita sambandþjóðum vorum í stríðinu allan þann styrk, sem Canada gæti, að eins, vildi hann eins og kunn- ugt er, fara öðru vísi að — vildi engin herskyldu- lög — vildi undir sjálfboðaliðs fyrirkomulaginu fá alla þá menn, sem unt var, og hafði trú á því að það mundi takast, en að fólkið sjálft skyldi ráða því með atkvæðagreiðslu hvort herskylda yrði inn- leidd eða ekki. Eins og tekið hefir verið fram, hefir nú fólkið í Canada svarað. — Vér viljum að þátttaka vor í stríðinu haldi áfram, og það uppi- haldslaust — og til þess að það sé hægt þurfum vér herskyldu — vér höfum sent fjölda af okkar beztu mönnum í stríðið, og vér skulum senda alla hina ef á þarf að halda til þess að vinna þetta stríð, — að vinna stríðið er okkar fyrsta og síðasta skylda. — Vér skulum í bili gleyma öllum flokka- ríg, öllum yfirsjónum, og misgjörðum Borden- stjóraarinnar. — Vér skulum sýna öllum heimi að við séum menn til þess að fresta dómsorði, þó rétt- látt sé, þar til hinni æðstu skyldu vorri við menn- ing og manndóm liðins og yfirstandandi tíma er fullnægt. Með allmikilli beiskju var sótt og varist í þessum kosningarbardaga, og er það skiljanlegt, því bæði eru tilfinningar manna nú á þessum tím- um næmari, og opnari fyrir öllum áhrifum, en vanalega gjörist og spursmálið, sem fyrir lá, og um var barist, herskyldan, svo undur vel fall- ið til þess að auka og örfa og jafnvel hleypa í bál þeim tilfinningum, og satt að segja fanst oss, eigi alllítið vera gjört að því í þessum kosninga- bardaga. All-mikið hefir um það heyrst frá hlið þéirra, sem undir urðu í kosningunum, eða réttara sagt frá einstaklingum, sem mótsnúnir voru flokki þeim, er sigurinn vann, að þjóðarviljinn hafi aldeilis ekki komið fram við þessar kosningar, að með hinum óréttátu kosningalögum hafi ráðunum verið svift af fólkinu, og hinn sanni og óþvingaði þjóðarvilji því ekki fengið að njóta sín. — Sumir fara svo langt að segja opinberlega að kosningun- um hafi verið stolið. Slíkt er þó hvorki drengilega né heldur hyggilega mælt, þó jafnvel að þessir menn hefðu eitthvað fyrir sér, þó að á þjóðarvilj- an hafi verið lagðar hömlur með þessum kosning- lögum, þá hefði sá partur þjóðarinnar, sem her- skyldulögunum var mótfallinn, átt að sína sig sterkari, en raun varð á, ef hann hefði verið til, eins og sjá má af austurfylkjunum, þar sem at- kvæðin skiftust, eða féllu Laurier í vil. J?að eina, sem líberalar geta gert í þessu sambandi er að viðurkenna að þeir hafi tapað, og það fyrir þjóðar- viljanum, og beygja sig fyrir þeim dómstól. J?essi sambands-stjóm, sem nú er kosin með 45 manna meiri hluta eins og nú standa sakir, vex að líkindum að nokkrum mun, þegar hermanna atkvæðin eru talin. En í þessu sambandi er rétt að benda á, að 44 af fylgjendum stjómarinnar á þingi eru menn, úr frjálslynda flokknum, en sem sóttu nú um þingmensku, og unnu undir merkjum samsteypustjóraarinnar, svo með þeim, og fylgis- mönnum Lauriers, eru frjálshugsandi menn í meiri hluta í neðri málstofunni, og hefir maður því fylstu ástæðu til þess að vonast eftir áhrifum frá þeim til bóta og í frelsisáttina, því enginn mað- ur með heilbrigða skynsemi, getur látið sér detta í hug að þeir menn úr frjálslynda flokknum, sem studdu samsteypu-stjómina við þessar kosningar hafi svikið sínar fyrri hugsjónir, og alt í einu í- klæðst öðrum, gjörólíkum þeim, sem þeir áður börð ust fyrir. Slíkt væri með öílu óhugsanlegt, og óeðli- legt. Hitt liggur nær að halda, að undir kringum- * stæðunum, hafi þeir í allri einlægni litið svo á, að þetta væri það eina rétta fyrir land og lýð, og frels- ishugsjónir síns eigin flokks. En hvernig sem öllu þessu kann að vera varið, — sem tíminn einn leiðir í ljós, þá er eitt víst, og það er, að oss íslend- (ingum ber, hvaða pólitískum flokki sem vér til- heyrum, og hveraig svo sem vér kunnum að hafa litið á þessar kosningar og hveraig svo sem oss kann að hafa fallið úrslitin, að láta falla niður alla misklíð innbyrðis, og taka saman höndum og leggja fram krafta vora óskifta til stuðnings þessari ný- kosnu stjórn, í öllu því, sem hún gjörir vel. Vér megum aldrei gleyma því, og síst nú, að sundraðir föllum vér. Vér erum ekki að fara fram á það við neinn mann, að hann breyti sannfæringu sinni, þvert á móti, vér virðum hvem þann, sem stendur við hana eins og góðum dreng sæmir. Vér erum ekki að fara fram á að fslendingar láti allan skoð- anamun niðurfalla, heldur hitt að þeir láti hið minna þoka fyrir hinu meira — láti sinn eigin sóma, sóma þessarar þjóðar og sóma íslands sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru, að minsta kosti þar til stríðinu er lokið. Gleymum vorum ágreiningsmál- um — munum að pjóðverjar eru fyrir dyrum — þá sem bregðast trausti voru heima fyrir, get- um við tekið til bæna síðar. I þokunni. pegar eg las grein ritstjóra “Heimskringlu”, með fyrirsögninni: “Afstaða Lauriers”, hélt eg að þar væri vísvitandi hailað réttu máli. En nú er eg farin að halda að þetta hafi ekki verið ásetn- ingssynd heldur skilningsleysi, og er naumast rétt að ásaka menn fyrir það, sem þeir geta ekki að- gjört. — Sjálfur vil eg ekki gjöra neinum manni rangt vísvitandi, og þá ekki heldur ritstjóra “Heimskringlu”. En þessi siðari villa ritstjórans, sem út kom í “Heimskringlu” 20. des. og sem er argari hinni fyrri, sýnir berlega að hann hefir að mestu misskilið grein mína og tilgang minn með henni, og meira, hann leggur mér orð í munn, sem eg hefi aldrei sagt, og tileinkar mér hugsanir, sem mér hafa aldrei til hugar komið, svo sem þess- ar: “Til dæmis segir hann skoðanamun manna nú á dögum orsakast af ódrengskap vissra manna í mannfélaginu, af því surnir séu annara skoðana en hann, kvað Sir Wilfrid Laurier snertir, lætur hann vera sönnun þess, að þeir menn séu ódrengir” Slikt hefi eg aldrei sagt. J?að sem eg sagði, og segi enn, er að Snorri Sturluson hefði ekki kallað þá menn “vaska og batnandi”, sem vísvitandi, eða af ásettu ráði hölluðu réttu máli. Misklíðin milli mín og ritstjóra “Heimskringlu”, kemur aldeilis ekki til af því, að hann sé á annari skoðun í stjórn- málum heldur en eg, því til þess hefir hann hinn fylsta rétt. Heldur af því, að í þetta umrædda sinn að minsta kosti, fór hann óráðvandlega með sína skoðun, og til þess hefir hann engan rétt. ' Enda hefir maðurinn auðsjáanlega fundið til þess sjálfur, því í grein sinni í síðustu “Heimskringlu”, kemst hann þannig að orði: “pað er æfinlega eitt- hvað bjart og aðlaðandi við sannan drengskap, og eitthvað myrkt og fráhrindandi við hvern ódreng- skap. petta veit Jón J. Bildfell, er hann semur greinina ofannefndu og finst honum því mesta snjallræði að koma mönnum í skilning um hinn mikla drengskap Lauriers, með því að benda þeim á ódrengskap sumra annara”. Mér þykir þessi yfirlýsing frá ritstjóranum, um það, að ódreng- skapur frá hans hendi hafi átt sér stað, í sam- bandi við hina áminstu grein þakklætisverð, því hún lýsir óspiltu hjarta. — En af hverju honum er svo ant um að kæfa þá tilfinningu í moldviðri því, sem hann lætur út frá sér ganga, í þessu sam- bandi, í síðasta blaði sínu, er mér óskiljanlegt. J. J. B. Kveðjuorð. íslendingar; lesendur Lögbergs! Eins og þér eflaust hafið veitt eftirtekt, hef- ir nafn mitt sem ritstjóra ekki verið í blaðinu í nokkrar vikur að undanförau. Ástæðan var upphaflega sú að eg fékk frí frá blaðinu meðan kosningabaráttan stóð yfir, til þess að geta gefið mig við ferðum og ræðuhöldum. pegar Bordenstjórain var komin aftur til valda, héldu stjómendur blaðsins tafarlaust fund og sögðu mér upp atvinnu. . Gerði eg mér fulla grein fyrir því í upphafi, að afstaða mín í stjómmálunum gæti bakað mér atvinnumissi; en sannfæring mín var mér meira virði en staða. Eg hefi verið ritstjóri Lögbergs nálega þrjú ár, og “Sólskins” meira en tvö ár, og hefir blaðið notið almennari vinsælda og meiri útbreiðslu undir minni stjóm, en nokkru sinni áður, eftir því, sem mér er bezt kunnugt. Kaupendum blaðsins hefir fjölgað afarmikið, og áhrif þess má greinilega sjá á síðustu kosningum, því þá voru íslendingar svo að segja alstaðar eindregið á móti Bordenstjóm- inni og með þeirri stefnu, sem Lögberg hefir haldið fram. Fyrir þær vinsældir, sem eg hefi notið, þakka eg að skilnaði viðskiftamönnum blaðsins. Sökum þess að eg hefi verið aleinn við Lög- berg, en altaf tveir áður, fer það að líkum, að blað- ið hafi ekki verið eins vandað og ella; þó vænti eg Jæss að mér hafi tekist að vinna nokkurt gagn með iheilbrigðisgreinum þeim, sem blaðið hefir flutt, og með Sólskini. Ekki get eg endað þessi kveðjuorð, án þess að þakka ráðsmanni blaðsins, herra J. J. Vopna, fyrir þá góðu samvinnu, sem æfinlega átti sér stað milli okkar; og sama get eg sagt um suma aðra stjómendur blaðsins, að ógleymdri þeirri vináttu, sem eg átti að mæta hjá öllu starfsfólki félagsins. J?eim sem telja þörf á nýju blaði, frjálslyndu, skal eg skýra frá því, að eg hefi þegar bundist samtökum við marga góða menn og áhrifamikla í því skyni. Verði undirtektir góðar, kemur blaðið út skömmu eftir nýárið; verður það eins vandað og tök gefast og með því alþýðlegt unglingablað. Með hugheilum nýjársóskum. Sig. JÚI. Jóhannesson. Athugasemd. Við ofanritaða grein frá Dr. S. J. Jóhannessyni höfum vér litlu að bæta. Eins og hún ber með sér, og sumum var áður kunnugt, hefir hann nú látið af ritstjóm Lögbergs og er byrjaður að undirbúa útkomu nýs blaðs. Ástæðan fyrir því, að hann hefir farið frá blaðinu Lögberg, og tekið sér þessa nýju blaða útgáfu fyrir hendur er sú, eins og hann sjálfur segir, að hann gat ekki, sannfæringar sinnar vegna, haldið áfram ritstjóminni. Blaðið Lögberg hefir frá upphafi verið flokksblað; hefir frá upphafi fylgt frjálslynda flokknum að málum, ein sog öllum er kunnugt, og þeim hugsjónum held- ur blaðið eindregið fram í komandi tíð. En það eru til þau atvik í sögu þjóðanna, eins og þau eru til í lífi einstaklinganna, að skyldan krefst þess, að flokkadráttur sé látinn falla niður, en menn með heilum huga taki höndum saman, og beiti öllu sínu afli til þess, að ná settu takmarki — og ekki síst þegar um framtíðar frelsi og líf er að ræða. Nú eru líka eyktamörk í sögu þessarar þjóðar. Vér segjum ekki að vér séum allskostar á- nægðir með J>essi kosninga úrslit. Vér viður- kennum að hafa beðið ósigur, og ihonum viljum vér taka með stillingu og tilliti til þeirra kringum- stæða, sem nú eru. í fyrsta lagi er það, að fjöldi af áhrifamestu og viðurkendustu mönnum frjáls- lynda flokksins í Canada, létu öll flokksmál niður falla, og verður því síður en svo með sanni sagt, að það hafi verið frjálslyndi flokkurinn í heild sinni, sem barðist og beið ósigur. f öðru lagi lít- um vér svo á að sundur-lyndi innbyrðis vor á með- al, bæði í stjómmálum og öllum öðrum málum, sé háskalegt eins og nú standa sakir. Eina viturlega ráðið verður að taka með jafnaðargeði því, sem orðið er, og styðja þessa stjóra í öUu því, sem hún gerir vel. J?ó á hinn bóginn að vér munum hlífð- arlaust benda á yfirsjónir hennar og galla. Og það er þessi stefna sem hefir skilið stjóm- arnefnd Lögbergs og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, ásamt yfirlýsing frá honum sjálfum, þess efnis að ef samsteypustjómin sigraði við þessar kosn- ingar, þá yrði með öllu ómögulegt fyrir sig að halda áfram ritstjórn Lögbergs. Stefnu vora í hermálunum og öðrum málum leggjum vér svo undir dóm lesendanna og væntum trausts þeirra, og stuðnings henni til fulltingis. | THE DOMINION BANK ! \ i STOFNSETTUR 1871 HöfuðstóU borgaður og varasjoour . . $13.000,000 Allar eignlr...................... $87.000,000 Bankastörf öll fllótt og samvlzkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögð á aS gera skiftavinum sem þægilegust viCskiftin. Sparisjóðsdeild. Vextir borgaðir ei5a þeim bætt við innstæöur frá $1.00 eöa meira. tvisvar á ári—30. Júni og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMIl/TON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuÖstólI greiddur $ 1,431,200 Varasjóðu.......$ 848,554 formaður - -- -- -- -- Capt- WM. BOBIN SON Vice-President - JAS. H. ASHDOWN Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWIiF E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEDD, JOHN 8TOVBSL Allskonar bankastörf afgrreidd. Vér byrjum relkninga vlö elnBtakllnga eöa féiög og sanngjarnlr skilmálar veittir. Avlsan'ir seldar til hvaöa staöar sem er á Islandi. Sérstakur gaumnr gefinn sparirjóöslnnlögum, sem byrja má meö 1 dollar. Rentur lagöar viC & hverjum 6 mánuCum. T- E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Co William Ave. og Sherbroofee St„ - Winnipeg, Man. 5S5 Sendið hermönnunum yðar fallega mynd í jólagjöf. Það er til mynda- smiður í borginni yðar ::::::: w. w. ROBSON 490 Main St. 1 ^ ■■ ■■ . ■■ ~ Minningarrit um séra Jón Bjarnason, dr. theol. er nú komið út. Er það gefið út af Hinu Evangiliska lúterska kirkjufélagi fslendinga í Vestur- heimi. Margir hsfa hlakkað til útkomu þessa rits og beðið þess með óþreyju; þess ánægjulegra er að það kemur þannig úr garði gjört, bæði að efni og ytri frá- gangi, að hver bókavinur hlýtur að hafa ánægju af því að bæta því við bókasafn sitt. petta rit sýnir þeim, er les, mynd af miklum og ágætum manni, er beztu starfsárum æfi sinnar varði til þess af heilum hug, að auðga andlegt líf Vestur- fslendinga og beina því á heil- næmar brautir. Hvert sem menn voru honum samdóma eða ekki, viðurkendu allir sanngjamir mefin að hann væri mikilmenni, sannur maður og sannur íslend- ingur. Og þeim, sem kyntust honum vel og voru í verki með honum, var hann einkar kær vinur, sem þeir elskuðu og virtu, bæði vegna hinna frábæru hæfi- leika hans, og ekki síður vegna þeirrar ástúðar og trygðar, sem hann átti í svo ríkum mæli. J?að er þvi í alla staði eðlilegt, að kristnir Vestur-fslendingar taki fegins hendi minningarritinu um manninn, sem var um heilan mannsaldur foringi þeirra og í mörgum greinum “höfði hærri en allur lýður”. í minningarritinu er fyrst á- grip af æfisögu séra Jóns Bjama- sonar í þrem þáttum. Fyrsti þátturinn er eftir séra Runólf Marteinsson, fósturson hans og forstöðumann þess skóla, er ber nafns hans. Sá þáttur nefnist “Fram að hádegi” og segir frá 35 æfiárunum fyrstu, — foreldr- um hans og æskuárunum í föður- garði, námsárunum í latínuskóla og prestaskóla, prestskapar ár- unum fyrstu, kvonfangi og kensluárunum í Reykjavík, ferð- inni vestur um haf og kenslu- 3törfum og blaðamensku meðal Norðmainna í Band^ríkjunum, og loks prestskaparárunum í Nýja fslandi. — Annar þáttur- inn er eftir hr. Sigurbjöm Sig- urjónsson prentara í Winnipeg. Segir hann frá dvöl séra Jóns og starfi á Seyðisfirði á árunum J880—1884. — Og þriðji Jráttur- inn er eftir hr. W. H. Paulson, þingmann í Leslie, Sask., er segir frá prestskaparárunum í Winni- peg 1884—1914. pá eru þrjár ritgerðir um séra Jón sem leiðtoga, predikara og rithöfund, eftir þá séra Bjöm B. Jónsson, séra Guttorm Gutt- ormsson og séra H. J. Leo. J?ess- ar ritgerðir eru, eins og æfisögu- þættimir, mjög vel ritaðar og skemtilegar aflestrar. f þeim kemur fram glöggur skilningur á manninum, sem um er ritað, og starfi hans, og margt er þar prýðilega vel sagt. Benda mætti til dæmis á hina snildarlegu lýs- ingu á séra Jóni í upphafi rit- gerðar séra Bjöms, eða það hvemig séra Guttormur lýsir sannleiksást hans á bls. 100— 101; en það er ervitt að benda á einstök atriði í þessari ritgerð, er taki öðrum fram, því hún er öll ágæt og höfundinum til stór- mikils sóma, og mun vekja marg- ar ljúfar endurminningar hjá þeim, er áttu því láni að fagna, að hlýða að staðaldri á kristin- dómsprédikanir séra Jóns. í þriðja aðal-kafla bókarinnar eru “Endurminningar og um- mæli” eftir þá hr. Jóhann Briem séra Matthías Jochumson, Eirík prófessor Briem, pórhall biskup Bjamarson og Jón landskjala- vörð J?orkelsson. Og loks eru minningarljóð eft- ir séra Jónas A. Sigurðsson, Valdimar biskup Briem og séra Matthías Jochumson. Vel hefði farið á því, að ítar- legar hefði verið sagt frá heimil- islífi séra Jóns í ritinu. Heimili hans í Winnipeg var sannkallað fyrirmyndarheimili og þaðan geyma margir góðar og ánægju- legar endurminningar; því þau hjónin lögðu mikla alúð við það. að láta gestum sínum líða sem bezt og gjöra þeim alt til ánægju er í þeirra valdi stóð. Heimili þeirra var fyrsta húsið sem eg kom í þegar eg kom fyrst til Winnipeg fyrir rúmum 14 árum, og aldrei gleymi eg því, hve ást- úðlega þau tóku okkur langferða- fólkinu og hve vel okkur leið hjá þeim bæði þá og oft síðar. Og þeim sem þar voru kunnugir, var það bezt ljóst, hve ómetan- legur stuðningur frú Lára var manni sínum í öllu starfi hans og stríði. Ytri frágangur ritsins er hinn prýðilegasti í alla staði, pappír- inn ágætur og letrið fallegt; í kring um hverja blaðsíðu er smekkleg umgjörð. f því era margar myndir af séra Jóni og konu hans á ýmsum aldri; enn- fremur af húsi þeirra í Winni- peg, kirkju Fyrsta lúterska safn- aðar, og minnisvarðanum á leiði séra Jóns. Er óhætt ,að segja að þetta rit er að öllum frágangi eitt hið allra vandaðasta er út hefir verið gefið á íslenzku hér vestan hafs. J?að er Prentað hjá Columbia Press í Winnipeg. Hvergi er þess getið í ritinu. hverjir fyrir útgáfunni hafa staðið. En það eru þeir: Séra Bjöm B. Jónsson, séra R. Mar- teinsson, séra N. S. Thorláksson, J. J. Vopni og H. S. Bardal; voru þeir til þess kjömir á kirkjuþingi á Girnli 1914. Eiga þeir þakkir skilið fyrir þá miklu alúð er þeir hafa lagt við þetta verk. Baldur, Man., 8. des. 1917 F. Hallgrímsson^ Leiðrétting. Upphafið að grein séra Björns B. Jónssonar “pjóðrækni”, sem birtist í síðasta eintaki Lögbergs, ruglaðist því miður hrapalega í pressunni og gerbreyttist að efni. — pessu er höfundur greinar- innar og lesendur blaðsins vin- samlegast beðnir velvirðingar á.. Upphafsorðin eru á J?essa leiðr “Svo er talið, að fimti hver fulltíða fslenzkur karlmaður í Canada sé nú í herþjónustu. Langflest íslenzk heimili eiga eitt eða fleiri sæti auð við jóla- borðið í ár. Sum þeirra verða vonandi aftur setin, þegar stríð- inu linnir; sum þeirra verða ávalt auð”.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.