Lögberg - 24.01.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JANÚAR 1918
3
Dœtur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
Fvrsti kafli.
En að fylg-.ja tízkunni er all-dýrt og leiðir af
sér sérstakar afleiðingar að því er útgjöld snertir.
Klæðnaður og vagnar kosta allmikið. Laura, jafn
umhyggjulaus og hún var, pantaði stundum hvoru
tveggja þegar henni datt það í hug, og Carlton fór
að muna eftir því að þetta þurfti að borga. Hann
elskaði konu sína innilega, og gat enn þá ekki
fengið sig til að segja henni nokkur aðvarandi orð
um að vera sparsamari; en hann skrifaði föður
sínum og bað hann um peninga. Ekki um ákveðna
upphæð einu sinni; hann bað hann um að veita sér
árlega tiltekna upphæð, um leið og hann benti hon-
um á að kona sín væri dóttir jarls, og þar af leið-
andi væri dýrara að búa saman við hana á’ viðeig-
andi hátt, heldur en konu af almennum ættum.
Carlton vonaðist eftir svari á hverjum degi.
Hann hafði af eintómri skyldurækni skrifað föður
sínum og sagt honum frá giftingu sinni; hann
hafði skrifað honum aftur einu sinni eftir það; en
gamli maðurinn hefir eflaust verið411a uppalinn,
því hann sendi honum ekki eina einustu hamingju-
ósk til endurgjalds. Hann hafði alls ekki svarað
bréfunum. En Carlton beið vongóður eftir svari
þriðja bréfsins.
Hann þurfti heldur ekki að bíða lengi. pegar
hann stóð þarna við gluggann, sá hann póstinn
koma og ganga inn um hliðið, um leið og hann leit-
aði að bréfi í böglinum, sem hann hélt á. Tvisvar
á dag voru bréfin, sem komu frá London borin um
bæinn — morgna og kvöld. Eftir allmikinn bar-
daga við hina voldugu póstmeistarastjórn, hepn-
aðist South Wennock að fá þessa tilslökun við
byrjun ársins. Carlton hraðaði sér svo mikið ofan,
að hann var búinn að opna götudyrnar þegar póst-
urinn ætlaði að fara að hringja bjöllunni.
Bréfið var frá föður hans, það sá hann á ut-
anáskriftinni; pósturinn hafði snúið sér við,
gengið burt og var komin út fyrir hliðið þegar
Carlton mundi eftir nokkuru, sem hann vildi
spyrja um, kallaði á hann og gekk til hans, meðan
hann talaði.
“Rodney, thafið þér spurt yður fyrir viðvíkj-
andi hinum ranga reikning, sem mér var sendur
fyrir fáum dögum ?”
“Við höfum orðið að skrifa um það til borgar-
innar, hr., það var ekki pósthúsinu hérna að
kenna”, svaraði maðurinn. “Svarið því viðvík,,-
andi kemur líklega hingað á morgun”.
“Já, eg borga hann ekki ’.
“Eðlilega ekki, hr. pví ef það er rangur
reikningur, þá taka þeir har.n aftur".
Læknirinn var farinn að athuga bréfið, þegar
nann heyrði vagnskrölt; hann gekk út um hliðið
par eð hann hélt að þetta gæti verið kona hans,
sem kæmi akandi. pað var nú samt ekki. En í
vagninum sátu tvær konur, sem Oarlton þekti, og
l.ann heilsaði þeim um leið og þær óku framhjá.
Á næsta aygnabliki kom umsjónarmaðurinn Med-
ler; hann gekk hratt með löngum skrefum. jpó
hann hefði verið að elta strokinn þjóf, hefði h-.nr.
naumúast getað gengið harðara. J?egar hann sá
Carlton, gaf hann honum bendingu og fór að
nlaupa.
“Hvað er nú?” tautaði læknirinn hátt við
sjálfan sig, og rödd hans lét í ljós óafvitandi æs-
ing. “Hafa þeir ekki fengið nóg af því málefni
enn þá?”
Carlton átti við hið ógæfulega mál viðvíkj-
andi dauða konunnar í Palace Street. Medler
hafði ekki gengið betur með rannsókn þessa, held-
ur en fyrirrennara hans, og hann hafði verið
neyddur til að yfirgefa það um stund, sem óvið-
ráðanlegt málefni. pað var heitur dagur, því
sumarið var komið, og umsjónarmaðurinn, sem
vár nokkuð feitur maður, tók ofan hattinn og
þurkaði enni sitt, þegar hann kom til Carltons.
“Við viljum fegnir biðja yður að gera svo vel,
hr. Carlton, að rannsaka vesalings konu, sem er
orðin brjáluð, þannig að þér getið gefið oss hinar
nauðsynlegu sannanir, og John Grey skrifar undir
þær með yður”,sagði umsjónarmaðurinn, sem tal-
aði fremur ruglingslega sökum flýtirsins sem á
honum ar. “Við getum ekki látið flytj hana fyr
en við fáum þær. J?að er kona járnsmiðsins á
leiðinni til Great Wennock”.
“J?að er svo”, sagði læknirinn. “Hvað hefir
orsakað brjálsemi hennar?”
“Gömul meiðsli, heyri eg sagt. Hr. Grey
sagði mér, að fyrir nokkrum árum síðan hefði ovð-
16 að loka hana inni. Að minsta kosti er hún mjög
•eðisgengin nú. pér ætlið þá að líta til hennar
einhverntíma í kveld, svo að við getum flutt hana
þangað, sem hún er óhult, strax á morgun? Eg
sagði við einn af þjónum mínum, áður en eg fór
rá stöðinni, að hann skyldi fara og segja yður
þetta; en nú hefi eg sjálfur talað við yður. En
hvað veðrið er gott”.
Já, það er ágætt. Við, munum fá nægar hey-
birgðir ef svona viðrar”.
Pað er satt, hr. Carlton, það mál virðist ætla
að gabba okkur alvarlega”, sagði umsjónarmaður-
inn aftur, þegar hann var tarinn af stað en nam
nú staðar.
“Hvaða mál?” spurði Carlton.
“Með tilliti til frú Crane. Eg er hræddur um
að það verði eitt af þeim afbrotum, sem aldrei
verður ljóst hver framkvmt hefir — það hafa
komið fyrir nokkur slík tilfelli. Ástæðan er sú,
að þegar slíkir viðburðir eru ekki nógu vel rann-
sakaðir um leið og þeir eiga sér stað, þá er oftast
gagnslítið að eiga við þau mál seinna; þess hefi eg
oft orðið var”.
“J?ér eruð þá líklega hættir við það”.
“Já, eg er hættur við það. pað sýnist gagns-
laust að vera að grúska við það. J?að mun raunar
að vissu leyti verða opið til þess, að taka á móti
nýungum sem það snerta, og þá erum við reiðu-
búnir til að rannsaka það á ný. pað getur skeð
að það komi enn þá til rannsóknar hr.”
Carlton kinkaði kolli samþykkjandi, og um-
sjónarmaðurinn þaut af stað eins hratt og fætur
hans gátu borið hann, í öðru erindi, hvert sem
það hefir verið. Carlton gekk inn í húsið og inn í
borðstofuna og opnaði þar bréfið. Svart ský leið
yfir svip hans um leið og hann las það. Við skul-
um gægjast yfir öxlina á honum.
“Kæri Lewis! — Eg skal vera þér þakklátur,
ef þú hættir að ónáða mig með fleiri betlarabréf-
um. pú veizt að eg hefi aldrei getað liðið þau. Eg
réði þér til að gifta þig, segir þú, — það er satt;
en eg réði þér ekki til að giftast aðalmanns dóttur,
og eg hefi aldrei álitið þig nógu heimskan til þess.
J?essi ólíku hjónabönd flytja með sér hundrað
óánægjur af ýmsri tegund, eins og þú munt verða
var við; en það snertir að eins ykkur hjónin. pað
er alls ekki áform mitt að gefa þér fleiri peninga,
og hvort eg á að skilja þér eftir nokkuð af þeim
þegar eg dey, er undir sjálfum þér komið. Eg er
orðinn alveg frískur aftur og er heilsubetri en eg
hefi verið í mörg ár.
London í júní 1848.
pinn einlægur
J. Carlton”.
Carlton kreisti bréfið saman í hendi ðinni.
Hann vissi hvað bendingin um arfinn þýddi — að
ef hann bæði aftur um peninga, myndi hann ekki
erfa eitt cent.
“Hann hefir alt af verið slæmur faðir við
mig ” hrópaði hann æstur, slæmur og grimmur
f aðir!” -)
Á þessu augnabliki sá hann hinn leigða vagn
konu sinnar við dyrnar. Hann smokkaði bréfinu
í einn af vösum sínum, og hraðaði sér út.
“Eg verð að reyna að komast af eins vel og eg
get”, hugsaði hann, “en hún skal ekki líða baga við
það. Laura, elskan mín, eg hélt að þú værir hlaup-
in á burt”, sagði hann, þegar hún stökk fimlega
niður úr vagninum geislandi af ánægju og sá
bros hans.
“Hvar heldur þú að eg hafi verið, Lewis?”
“Á fimtíu stöðum”.
“pað hefi eg líka verið”. svaraði hún hlæjandi
“En eg á að eins við einn af þessum stöðum. ó,
þú getur aldrei getið þess. Eg hefi verið á mínu
gamla heimili, Cedar Lodge. Eg var í heimsókn
á “Bakkanum”, og þegar eg ók til baka aftur, datt
mér í hug að koma inn í gamla húsið okkar og líta
á það. Stúlkan, sem lítur eftir'því, þekti mig ekki;
hún áleit að eg væri einhver kona sem vildi leigja
húsið. Eg sá að það var vinnukonan, sem þau
réðu í vist hjá sér eftir að eg fór að heiman; hún
á að gæta hússins þangað til einhver leigir það.
par er einkennileg blöndun af húsmunum; allir
gömlu stólamir og borðin standa á sama stað og
þau voru, en nú er fáeinum nýjum húsmunum
bætt við til að gera alt myndarlegra. Hugsaðu
þér, Lewis, stúlkan gaf mér bréfspjald með árit-
un jarlins af Oakbum í London og sagði að eg
gæti skrifað þangað eða snúið mér til hr. Fischer
hér í bænum, hvort sem mér líkaði betur”.
Laura hló glaðlega þegar hún sagði frá þessu.
Hún var komin inn í borðstofuna ásamt Carlton
og leysti hvítu hattböndin sín. Hann brosti líka
og engin merki vonbrigðanna, sem hann hafði orð-
ið fyrir, sáust á andjiti hans; það eru fá andlit,
sem eiga jafn hægt með að dylja geðshræringar
og andlit Carltons, hvort heldur það var gleði eða
sorg.
“Mig furðar það, að jarlinn skuli reyna að
leigja húsið með húsmununum”, sagði hann.
“Mig hefir furðað á því alt af síðan eg sá auglýs-
inguna um það”.
“Pabbi tók húsið til leigu fyrir langan tíma”,
sagði Laura. “Eg býst við að hann hafi ekki get-
að sagt því upp þó hann vildi. Lewis, hvað heldur
þú svo að eg hafi gert enn fremur? — pegið
skyndilegt heimboð í kvöld”.
“Hvar?”
“Hjá hinni önugu, gömlu frú Newberry. En
hún hefir frænkur sínar hjá sér, þær eru svo und-
ur aðlaðandi, og eg lofaði að koma undir eins og
við höfðum neytt dagverðar. pað koma tíu eða
tólf gestir aðrir, boðnir á sama skyndilega hátt,
og við eigum að leika málsháttaleik. Verður þú
samf erða ?”
“Eg fylgi þér þangað og sæki þig aftur í
kvöld. En eg þarf að vitja sjúklinga þetta kveld”.
Laura heyrði naumast svarið. Hégómagirnd
hennar hafði ekki rýmað, og hún hraðaði sér með
ákafa miklum til búningsklefa síns, hugsandi um
það, hvaða klæðnað hún ætti að bera þetta kveld.
Um leið og hún kastaði hattinum sínum á
legubekkinn, sem hún hafði haldið á, og lét sjalið
detta af öxlum sínum, opnaði hún kommóðuna
sína og fataklefann, og fór að líta eftir sam-
kvæmnisklæðnaðinum. Hún var mjög áköf, og
þar eð henni þótti afarvænt um skemtanir, kom
hver óvænt skemtan henni í æsing.
“Eg ætla að vera í perlugráa silkikjólnum\
sagði hún við sjálfa sig. “pað ætti að vera nægi-
legur sorgarbúningur, ef eg læt setja svört bönd
á kniplingsermarnar. Sarah verður að sjá um að
það sé gert. Hvar eru þær ?”
pessi orð “hvar eru þær ?” áttú við þær ermar
sem nýlega voru nefndar, reglulega ermar, sem
frú Chesney hafði átt. Laura dróg út eina kom-
móðuskúffuna, þar sem kniplingarnir hennar og
línið var geymt, og leitaði í henni með litlu fjör-
ugu fingrunum sínum.
“Hvað hefir nú Sarah gert af þeim?” sagði
hún, þegar hún fann ekki ermarnar. “Hún er eins
kærulaus og hún getur verið. Ef ermarnar eru
nú týndar------”
Laura þagnaði og þaut að bjöllustrengnum
og hringdi svo hart að ómaði um alt húsið. Laura
hafði erft óþolinmæði föður síns, og þeman kom
hlaupandi upp; hún vissi að húsmóðir sín þoldi
enga töf með að fá skipanir sínar framkvæmdar.
Stúlkan hafði verið ráðin sem stofustúlka, en hús-
móðir hennar lét hana hjálpa sér með alt er hún
áleit sig þurfa hjálpar við. Sarah kom inn og sá
kommóðuskýiffumar standa opnar, kjóla og knipl-
inga liggjandi á víð og dreif í mikilli óreglu, og
húsmóðirina bíðandi eftir sér mjög æsta að útliti.
. .■
“Hvar em kniplingaermamar mínar?”
“Kniplingaermamar, lafði?” endurtók Sarah
í mjög efasömum róm, eins og hún vissi naumast
hvaða knipplingermar þetta váeri. Að minsta
kosti skildi lafði Laura orð hennar og róm á þann
hátt”.
“Fallegu ermamar úr Skrautsaumuðum knipl-
ingum, sem mamma átti”, sagði Laura reið og
óþolinmóð. “Eg hefi sagt þér hve mikils virði
þær eru, og eg hefi sagt þér að vera athugul og
varkár qjeð að næla þér í kjólana mína. Nú veizt
þú hvað eg meina”.
“Já, nú man eg eftir þeim, lafði”, svaraði
Sarah. “pær eru í kommóðunni”.
“Nei, en þar eru þær ekki”.
“En þær hljóta að vera þar, lafði”, sagði
stúlkan þrjózkulega; því hún var jafn geðrík og
bráðlát og húsmóðir hennar. “Eg hefi aldrei
geymt kniplinga yðar annarstaðar en þar”.
“Findu þá þá”, svaraði Laura.
Stúlkan gekk að kommóðunni og tók upp
hverja flíkina á fætur annari hægt og með var-
kámi; alt of seinlega fyrir óþolinmæði lafði
Lauru.
“Farðu frá, Sarah; þú verður ekki búin fyrir
dagverð, ef þú gaufar svona”. Og um leið og hún
tók í skúffuna kipti hún henni út og hvolfdi úr
henni á gólfdúkinn. Blaðapappírinn, sem lá á
botrii skúffunnar, féll á gólfið ásamt flíkunum.
“Láttu nú fötin upp í skúffuna aftur”, sagði
Laura, “og þú kemst brátt að því hvort eg hefi
sagt þér sannleikann eða ekki um ermamar”.
Sarah bældi niður í sér reiðina; hún mátti
ekki láta bera á henni ef hún vildi fá að vera kyr
í vistinni. Hún greip blaðapappíririn, hristi hann
með ákafa miklum, sem annaðhvort mátti álíta,
sem kappsamlega umhyggju fyrir starfinu, eða
sem reiði, hvora tegundina húsmóðir hennar kaus,
var hún sjálfráð um, svo laut hún niður til að taka
upp kniplingana. Lafði Laura stóð við hljjð henn-
ar og horfði á hana, um leið og hún var viss um
sigur sinn en vandræði Söruh, að því er ermamar
snerti.
“Nú, eru ermamar þama?” spurði hún, þegar
að eins voru fáar flíkur eftir á gólfinu, svo að
enginn efi gat átt sér stað um það, að þær voru
J>ar ekki.
“Lafði, alt sem eg get sagt er, að eg hefi
hvorki snert né séð ermamar. Eg man eftir þeim,
það er satt; en eg get ekki munað nær þér notuðu
þær síðast, eða við hvaða kjól það var. Ef eg hefði
tekið þær úr kjólnum, eftir að þær voru notaðar,
þá hefði eg látið þær hér og hvergi annarstaðar’*.
“Dettur þér í hug að eg hafi týnt þeim af
handleggjum mínum?” sagði Laura reið.
Sarah sagbi að sér dytti það ekki í hug; en
hún leit svo út sem hana langaði til að segja eitt-
hvað, og það ekki af beztu eða viðfeldnustu teg-
undinni. pegar hún greip seinustu flíkina af
gólfinu — það var svartur kniplings herðafetill —
sá lafði Laura eitthvað sem líktist snepil af sendi-
bréfi er legið hafði undir fötunum. Hún greip
hann með miklu meiri óþolinmæði heldur en Sarah
hafði tekið fetilinn. Rithöndin, sem var vel glögg,
vakti forVitni hennar og undrun.
Hún gleymdi ermunum, hún gleymdi reiði
sinni við Söruh, hún gleymdi skemtaninni fyrir-
huguðu og æ/singunni, eða réttara, ein æsingin
breyttist í aðra, og hún settist niður með bréf-
snepilinn í hendinni.
pað var byrjun á bréfi, skrifað, að því er
Laura hélt til Jönu systur hennar, og var dagsett
í London hinn 28. febrúar síðastliðinn. Neðri
hluti bréfsins var rifinn af því, en endirinn á
hinni hliðinni var kyr. Laura þekti rithöndina
eins vel og sína eigin; það var rithönd Clarice
systur hennar.
“Eg hélt að Jana gæti ekki verið jafn lymsk!”
sagði hún loksins. “Að fullvissa mig um, eins og
hún gerði, að Clarice hefði ekki skrifað sér síðan
á nýjársdag. Hvaða ástæðu gat hún haft til
þess ?”
Laura sat í þungum hugsunum með bréf-
snepilinn í hendlnni. Jafn ómerkilegt og þetta
atvik var, olli það henni samt mikilla vandræða;
hin fáu orð bréfsins ollu henni vandræða; aðferð
Jönu, að neita því, að hafa heyrt frá henni hið
minsta, olli henni vandræða. Hún hafði alt af
álitið systur sína sannsögla.
“Fólk má hiklaust búast við því, að brögð
þess verði uppgötvuð”, sagði hún hlæjandi að sín-
um eigin orðum. “Jana hefir ekki vitað að þessi
bréfsnepill fylgdist með fötunum mínum þegar
hún raðaði þéim saman til að senda þau. En eg
skal geyma þennan bréfsnepil til að sannfæra
hana”.
pegar hún sneri sér við og gekk að hallborð-
inu sínu, kom Sarah á móti henni með týndu erm-
arnar í hendi sinni.
“Ég fann þær vafðar inn í bómullarfóðraða
silkikjólinn yðar í djúpu skúffunni”, sagði þern-
an eins þrjózkulega og hún vogaði að tala. “Eg
hefi ekki látið þær þar”.
Laura mundi nú alt í einu eftir því, að hún
hafði sjálf látið þær þar einn daginn þegar hún
þurfti að flýta sér, og ,hún var nógu eðallynd til
að kannast við það. Hún sýndi nú Söruh hvar
hún ætti að láta nokkra svarta borða og tylla
þeim, sneri sér svo aftur að skrifborði sínu. J?eg-
ar Sarah fór út, heyrðist fótatak Carltons í stig-
anum. Laura kastaði bréfsneplinum í hallborðið
sitt og læsti því svo aftur áður en hann gat komið
inn; en hann gekk að eins inn í samkomusalinn.
Tilfinning, sem Laura hafði aldrei gert sér
það ómak að gera grein fyrir, en sem eflaust staf-
aði af drambi, hafðj bægt henni frá að minnast
nokkru sinni á Clarice systur sína við mann sinn.
Að eðlisfari þóttafull og drambsöm, aðal-eðlisein-
kunnir Chesney fjölskyldunnar, hafði hún ekki
getað fengið sig til að segja honum: “Eg á syst-
ur, sem er einhverstaðar úti í heiminum sem
kennari”. pegar þau — hún og Carlton — færi
aftur að umgangast fjölskyldu hennar, sem hún
áleit að seinna mundi koma fyrir, og að Carlton
yrði þess þá var að ein systirin væri enn til, sem
hann hefði hvorki séð né heyrt getið um, myndi
verða auðvelt að segja: “ó, Clarice var fjarver-
andi meðan pabbi var í South Wennock”. J?að
væri ekki rétt að segja að lafði Laura hefði ákveð-
MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að þaö
að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk-
ingu i þeim efnum. En svo er nú samt.
J?að er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en
EDDYS
EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI
“HLJóÐLAUSAR 500”
Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er
sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir
hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu,
sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er.
Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi,
hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum.
Við andlátsfregn vinar mrns
KRISTJÁNS HELGA KRISTJÁNSSONAR
Mér barst sú fregn, þú værir vinur farinn
úr veröld til að fá þér betri stað,
því nýjan bústað byggir andaskarinn
við betri kjör en hérna, eg veit það,
og eg kem seinna beint af hólmi barinn,
þá býst eg við þú leiðir mig í hlað.
Mig hrygði minna að heyra Jm rarst dáinn,
fyrst heilsa þín var þrotinn, vinur minn.
Nú rætist hjá þér heilög hugar-spáin,
að haldist líf J>ó bili líkaminn,
og máttug guðleg mannsins innri þráin
hún með þér fylgist inn í himininn.
pú varst hetja, hreinn og frjáls í lundu,
og hreinhjartaðir munu Drottinn sjá.
pú vanst með dyggð og manndóms styrkri mundu
og meiri laun þeir hljóta guði hjá, r
sem sannleiks takmark sitt hið æðsta fundu
og svikust aldrei réttu máli frá.
Jeg heiti á guð að hugga vini þína —
með helgri trú, um lífsins undra mátt.
Hann láti heimi ljós sitt kærleiks skína
og líkni sérstakt þeim sem eiga bágt,
hann birtir öllum sanna miskun sína,
Við sjáum hana í gegnum stórt og smátt.
pað skilja vini mílna mergð
og margt sem heftir fund,
þú hélzt í þína hinstu ferð,
en hér eg bíð um stund.
En aldrei greina orðin tóm
hvað ann þér hugur minn,
því legg eg tárvot ljóða-blóm
á legstað vinur þinn.
Sigurður Jóhannsson.
ið þetta áform af ásettu ráði með tilliti til ókomna
tímans; hún gerði það ekki; en henni datt þetta í
hug skyndilega. Hún talaði þess vegna aldrei um
Clarice systur sína, og Carlton hafði ekki hina
minstu hugmynd um, að hún nokkru sinni hefði
átt systur með þessu nafni. Laura áleit að Clarice
væri komin heim aftur fyrir löngu síðan, og þegar
hún las í “Moming Post” eða öðm blaði, sem
flutti nýungar um æðri stétta fólk, varð hún
stundum undrandi yfir því að sjá ekki nafn Car-
iee.‘ Einmitt þenna'dag hafði hún séð nöfn hinna
umtöluðu sem vitjendur blómasýningar: “Jarl-
inn af Oakboum og lafðirnar Jana og Lucy Ches-
ney”, en þar var engin lafði Clarice. “Pabbi og
Jana hegna henni fyrir að hafa tekið að sér kenn-
arastarf, og hafa ekki viljað hafa hana með sér
til þessara skemtana”, hugsaði Laura. Hún
verðskuldar það. J?að var mjög ósanngjarnt á-
form af Clarice að ráðast í þetta”.
Frá íslandi.
Reykjavík 5. des. 1917.. .
Settur sýslumaður í Árnes-
sýslu frá 29. f. m. er Bogi Brynj-
ólfsson yfirréttarmálaflutnings-
maður á eigin ábyrgð. Guðm.
Eggerz sýslumaður er nú hér í
Rvík við fossanefndarstörf. —
Séra Jóhannes L. Jóhannesson
á Kvennabrekku hefir fengið
lausn frá embætti og sezt að hér
í Rvík við orðabókarstörf með
dr. Bimi Bjamasyni, en þeir
eiga að halda áfram verki Jóns
heitins ólafssonar. — Séra Sig-
urgeir Sigurðsson, settur prestur
á ísafirði, er einn umsækjandi
um það prestakall.
Einar Helgason garðyrkju-
fræðingur hefir að undanfömu
ferðast um nágrennið, eftir til-
mælum atvinnubótanefndarinn-
ar, til þess að rannsaka skilyrði
fyrir kartöflurækt í stórum stíl.
Bezt líst honum á Brautarholt á
Kjalamesi og Garðskaga til þess
Á báðum þeim stöðum eru skill
yrði til mikillar kartöfluræktun-
ar. Á báðum stöðunum er send-
in jörð og þang og þari í fjörun-
um í kring. Á hvorum staðnum
fyrir sig mætti fá 50 dagsláttna
land, eða meira, til þessarar rækt
unar, og væri það svæði ræktað
kæmu þaðan 2000 tunnur af
kartöflum. Veitti ekki af báð-
um þessum stöðum til þess að
fullnægja þörfinni, og nægði ekki
þótt báðir væru teknir. Tæki nú
landið annanhvorn staðinn, gæti
komið til mála að bærínn tæki
hinn.
Hafís varð við Horn er björg-
unarskipið “Geir” fór þar um á
norðurleið seint í síðastl. viku.
fórst róðrarbátur úr Garðinum,
er 3 menn vom á, kollsigldi á
heimleið. Einn maðurinn komst
af, var bjargað af báti, sem var
skamt frá, en tveir druknuðu:
porsteinn ívarsson og pórður
pórðarson.
í sama stórviðrinu fórst vél-
bátur frá ísafirði, sem “Ingi”
hét, undan Stigahlíð, en fnann-
skaði mun ekki hafa orðið þar.
Umsóknir um styrk til skálda
og listamanna eiga að vera komn
ar til stjómarráðsins fyrir 1.
janúar næstk. 12,000 kr .verður
úthlutað.
»
Gigtveiki.
Fullkoniin lMximalækning-.
Vorið 1883 fékk eg mjög illkynja*!
vö*«va bólgu og gigt, eg þjft.S*ist stöCC
ugt I þrjú ár. eins og þeir vita bezt.
sem slíkan sjökdóm hafa. Eg reyndi
hvert me*a*lið ft fætur öðru, og hvem
læknirinn eftir annan, en batinn var
ftvalt skammvinnur. Eoksins nftði eg 1
meððali* sem dugði, og slððan hefi eg
aldrei orðið var við þennan ófögnuð.
Eg rftðlagði fjölda af vinum mlnum að
nota þennan læknisdóm, og allir lækn-
uðuðst & svipstundu. Eftir að þö hefir
notað meðalið, muntu viðuðrkenna það
hið eina óyggjandi við gigt. í»ö getur
sent einn dollar ef þö vilt. en þö skalt
vlta, að við kærum okkur ekki um pen-
ingana, nema þö sért fullkomlega ft-
nægður. Annað væri rangt. — I>ví að
þjftst lengur, * þegar ftreiðanleg læknia-
hjftlp fæst kostnaðarlaust ? Dragðu það
ekki á langinn. Skrifaðu strax í dag.
MAKK H. JACKSON
No. 458 D Gumey Bldg., Syracuse, N.T.
Mr. Jackson er ftreiðanlegur. Ofan-
ritað vottorð satt.
-- .....
Williams & Lee
Reiðhjól og bifhjóla stykki og á-
höld. Allskonar viögerriir.
Bifreiðar skoöariar og endurnýjað-
ar. Skautar skerptir og búnir til
eftir tnáli. Alt verk gert með sann-
gjörnu veröi.
f
stórviðrinu í síðastl. viku
764 Sherbrooke St.
Horni Hotre Dame