Lögberg - 28.02.1918, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.02.1918, Blaðsíða 2
I LöGBERG. FIMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1918 I för með rauða kross Italíu. tnum ✓ a pað hefir verið margsagt fyr ir langa löngu, að sagan endur- segi sig á vissum tímamótum og er því sízt að neita, að í því liggi fólginn sannleikur nokkur en þá kemst maður að raun um að venjulegast standa í nánu sam bandi við endursögnina, margir hryggilegustu harmsöguþættir, er sótt hafa mannkynið heim Harmsögu-þættir liðinna alda, hafa verið að gerast daglega á ftalíu nú á seinni tíð. — Fyrir nokkrum öldum, réðust pjóð- verjar, sem kunnugt er, inn á hinar fögru sléttur í Lombardí- inu og Toscana, og fóru með báli og brandi, svo að segja alla leið til Rómaborgar; hlífðust þeir þá hvergi við, kröfðust skatts af bændum og búalýð, en væri þeim synjað skattsins, var dauðinn á aðra hönd, og hryðjuverkin unn in í há-þýzkum stíi. Borgir rændar og brendar, musteri guð- anna jöfnuð við jörðu; börn krossfest og konur smánaðar. pessa sömu meðferð hefir ítalía nú orðið að þola. Ofbeldishug- sjónir pjóðveria, hafa orðið þess valdandi, að Norður-hluti ftalíu, hefir verið í hræðilegu blóðbaði undanfama mánuði, og að ítalir biðu þar tilfinnanlegan ósigur; þótt þeim að lokum hepnaðist eftir langar og harðar hörmung- ar að stöðva innrás óvinanna við ána Piave. Eg sem þetta rita var í Rómaborg, um það leyti, sem skæðustu rimmumar stóðu yfir, og pjóðvefjar höfðu komist yfir Alpana inn á sléttumar í norðanv'erðu landinu, í annað skiftið í sögu veraldarinnar. Ekki verður því neitað að óhug nokkrum sló á borgarbúa við fyrstu fréttimar, en enginn lif-ínæði og öðrum lífsnauðsynjum; andi sála misti móðinn, og víst j þó má eftir atvikum telja að það er um það, að eldur brann úr j hafi gengið ótrúlega vel. En augum margra við tíðindin. j skyldi til þess koma að ítalir Árangurinn af áhlaupi Mac- j yrðu að láta undansíga og gefa Kensen’s, er nú orðin öllum kunnur. — Cadama yfirhers- höfðingi ítalíumanna, gaf út fregnir um undanhald manna sinna, með örfáum orðum. En forsætisráðgjafi Breta Lloyd George, varð nokkuð fjölorðari; átaldi hann sambandþjóðimar harðlega fyrir sinnuleysi, er þær hefðu sýnt í sambandi við hem- aðarástand ítalíu og ósigur þann er af því hefði hlotist, og dró ekkert undan. Eyðilegging annarar hersveit- arinnar. önnur hersveit ítalíumanna hafði bækistöð sína á milli fljót- anna Piave og Brenta. — Hafðí liðið hvergi nærri búið um síg sem skyldi, og kom því hið feyki- lega áhlaup pjóðv. mjög á óvart; fóru leikar síðan svo sem kunn- ugt er þannig, að pjóðverjar unnu sigur all-mikinn, hertóku svo að segja alt lið ítala á stöðv- um þessum, og náðu þess utan á sitt vald ógrynni af vopnum, vistum og sjúkraskýlum. — f þessari ógurlegu sennu, mistu ftalir mest allan sinn mikla her- útbúnað í Norður-landinu, er kostað hafði þá ærið fé og vinnu Meira en þriðjungur af Norður- ftalíu féll í hendur hinna þýzku hervaldshöfðingja í viðureign þessari, og mátti sja í hverja átt, sem litið var, þúsundir á þús- undir ofan af flýjandi fólki; gamalmennum konurn og böm- um, húsnæðislausum, klæðlitlum og svöngum, sem þrátt fyrir alla ógæfuna, sýndi svo mikið hug- rekki og drenglyndi að vert er íullrar aðdáunar. f allar áttir hraktist þessi ógæfusami flótta- ýður villuráfandi til Sardiníu og Sikileyjar og víðsvegar með ströndum fram. Langan tíma tók að koma skipulagi á og sjá þessu vesalings iólki fyrir hús- upp virki sín við Piave og Veni- cia lenda undir yfirráð Austur- ríkis; þá gæti tala hinna húsviltu flóttamanna komist upp í tvær miljónir. — Hin þreytta og þjak- aða þjóð, yrði að taka upp á sig þá þungu byrði, sem af því ieiddi að sjá tveim miljónum húsviltra manna f.vrir skjóli og lífsbjörg; þetta kæmi eigi einungis hart niður á ítalíu sjálfri, heldur og öllum sambandsþjóðum hennar í stríðinu. — Og þetta er alvar- legasti skugginn, sem hvílir yfir hinni ítölsku þjóð um þessar mundir. Til þess að geta gert sér full- ljósa grein fyrir því, sem gerst hefir í ítalíu, verður nauðsynlegt að líta aftur í tímann, yfir at- burði hinna síðustu mánaða, og leita að orsökunum er lágu til grundvallar fyrir því að ítalir urðu að láta af hendi sínar miklu aðal-herstöðvar við Udine. Ver- ið getur samt að orsakir þess ó- sigurs, verði aldrei með öllu kunnar alþjóð manna. í Róma- borg var mörgum orsökum um kent, en almennust var sú skoð- un, að um bein svik hefði verið að ræða. En hvað sem er urn það, þá er hitt víst, að jafn ram- byggilegur herútbúnaður og ít- alir höfðu í norður-hluta lands- ins, gat eigi hrunið til grunna eins og hann gerði, nema til þess lægju margvíslegar orsakir, og mun það sannast að þar hafi engum einum verið um að kenna, heldur hafi þýzk áhrif verið smátt og smátt að grafa rætum- ar undan eðlilegu og bráðnauð- synlegu samkomulagi hins ít- alska hers, með hinni og þess- ari svikagyllingunni; þar til svo var komið, að einmitt þegar mest reið á, þá liðaðist heildin í sund- ur, þótt átt hafði að vísu marga trúa einstaklinga, og fékk eigi rönd við reist. pess vegna vefð- ur því ábyrgðinni sjálfsagt aldrei komið fram, á hendur nokkurs hún að falla jafnt á alla. Lævísi Austurríkismanna og pjóðverja. Ekki er það nokkrum vafa undirorpið, að ítalskir jafnaðar- menn höfðu gengið í einhvers konar bandalag við Austurríkis- menn og játendur hinnar kaþólsku trúar, til þess að reyna að koma af stað friðarhreyfingu á meðal hersins, undir hinu og þessu fölsku yfirskyni. — f dag- legu lífi hata þessir flokkar hver- ir aðra og vilja hverjum um sig ilt eitt; þó er full víst að fjórum mánuðum fyrir ósigur ítalíu- manna höfðu flokkar þessir, staðið í allskonar leynibralli, og verið í kyrþev að útbreiða hinn svokallaða friðarboðskap sinn. Kaþólsku prestarnir, reyndu að hafa áhrif í söfnuðum sínuni, sérstaklega á meðal kvenna og unglinga; jafnaðarmenn á með- al verkamannafélaganna og verzlunarstéttarinnar, en síðast og ekki sízt Austurríkismenn sjálfir, er um sama leyti út- breiddu af kappi miklu boðskap _þann, að eiginlega væru þeir og hefðu ávalt verið vinveittir ítalíumönnum, og vildu því að- allega þeirra vegna reyna að koma á friði. — f flugriti einu, sem Austurríkismenn lótu ka- þólska presta útbýta meðal ítalíumanna, segir meðal ann- ars: “Látum þá berjast, er vilja; en hví ættum vér Austur- ríkismenn og ítalir að berast á banaspjótum; vér sem erum, ættingjar og blóðtengdir margra alda vinir. Vér þráum frið; ekk- ert stendur í vegi. Heilagur páfinn þráir frið; það gera ítalíu menn einnig, og vér Austurríkis- menn þráum vitanlega frið fyrst af öllu. Vér erum allir löngu þreyttir af stríði. Hví ættum vér að fresta friðarsamningum ? Látum oss verða samtakji og leggja homsteininn undir varan- legan heimsfrið þegar í stað.” jpessi er þá höfuð-orsökin fyr- eins eða sérstaks, heldur hlýtur ir 6sigr\ .^b'umanna, og merfh mega rekja rætur hennar til Vilhjálmsstrætis í Berlín; með þessari aðferð átti að gera ítali óvíga; ginna þá til þess að semja sérstakan frið. Friður, friður! petta fagra og innihaldsríka orð, var notað til blekkingar og tortryggingar kjama hinnar ítölsku þjóðar. — Blekking og lævísi hafa jafnan verið tíðustu vopn Austurríkis- manna og pjóðverja allan tím- ann síðan stríðið hófst. Opinber svik. Ekki er það nú lengur orð:Ö nokkurt leyndarmál, að í mörg- um tilfellum mun hafa verið um svik og samsæri -að ræða, af hendi ítalíumanna sjálfra. — Hinn frægi ítalski stjómmála- maður Cavour, sagði fyrir meira en fimmtíu árum, þégar við lá að Piedmont yrði yfirunnin af Austurríkismönnum, að engin orð þekti hann er væru nógu sterk, til þess að lýsa þeim, sem sæti á svikráðum við föðurland sitt. Ummæli hans hljóða ná- kvæmlega upp á ástand það, er í ítalíu ríkti um þessar mundir. En þó er sjálfsagt, áður en harð- ur dómur er kveöinn upp yfir ítalíumönnum, að kynna sér mjög nákvæmlega orsakir á all- ar hliðar. Dag nokkum var svo fyrir- mælt að ítöl^k hersveit ein, skyldi á ákveðnum tíma, mæta annari austurrískri, til þess að tala og semja um væntanlegan frið. — Stundin rann upp, og hin ítalski her flýtti sér alt hvað hann mátti á staðinn, til þess að undirskrifa friðarsáttmálann við óvinina. En einmitt á þeim stað pg á þeim ákveðna tíma, urðu úr slitin harla ólík því, sem ítalir höfðu búist við. Friðarloforðin höfðu fokið út í veður og vind.— Austurríkismenn höfðu dregið lið sitt til baka, en í þess stað voru komnar heilar prússneskar hersveitir, óþreyttar með gnægð- ir vopna og vista. Skutu hinir þýzku þá vægðarlaust á ftalíu- menn á allar hliðar, og urðu hin- ir síðamefndu ofurliði bomir í viðureign þeirri og lögðu á flótta, mistu þeir þar lið nokkurt. Mac- kensen sótti mjög að ítölum og rak flóttann af kappi miklu. Eitt af mörgu, sem upp komst á und- anhaldinu var það, að í hinu flýj- andi liði ítala sjálfra, voru eigi all-fáir þýzkir herforingjar, er einhvern veginn höfðu náð í ítalska einkennisbúninga og þektust því eigi úr. Njósnar- menn þessir vom á víð og dreif um allar hinar mörgu flótta her- sveitir ítalíumanna og hrópuðu í ákafa: “Flýtið ykkur heim! Stríðið er á enda! Friður! Friður! , Friður með sæmd, var það sem hinir ítölsku bændur þráðu, og þegar þeir heyrðu friðarmálin hljóma af vörum manna, er þeir hugðu vera foringja sína, verður aðstaða þeirra afsakanlegri. En geta má nærri hve vonbrigðin hafa verið sár, er þessir sak- lausu, auðtrúa menn, komust að raun um að þeir höfðu verið sviknir og dregnir á tálar og föðurlandinu — hinni sö^ufrægu ítalíu stofnað í háska! Undanhald Cadoran’s. þótt svona illa tækist til, verð- ur því þó eigi umkent að siðferð- isþrótturinn hafi brugðist hin- um ítaska her yfirleitt. ]?að er langt frá að svo væri; enda eru ítalir yfir höfuð eldheitir þjóð- emisvinir og hafa um langan aldur verið taldir í röð hinna allra-hraustustu hermanna í heimi. Enda er og fullvíst að orsakir ófaranna voru eins og áður hefir verið bent á, lævísi. sú og lymska, er pjóðverjar og Austurríkismenn beittu, með því að útbreiða á meðal hcrsins frið- armál, undir fölsku og sviksam- legu yfirskyni. — pótt hinir pýzk-A usturrísku hermálasnápar ynnu að vísu nokkuð á, þá er hitt þó Ijóst, að í aðai-tilganginum brást þeim boga-listin; þeir höfðu ætlað sér að leggja undir sig alla ítalíu í einni stryklotu, eða þá að minsta kosti kúga þjóðina til þess að semja sérstakan frið. — En hvorugt hepnaðist. Eftir að ítalir höfðu komist til hins sanna skilnings um það, hvemig í öllu lá, óx þeim ásmegin, börðust af dæmafárri hreysti og tókst um síðir að hnekkja framgangi pjóðverja með öllu. Bjuggust þeir svo um við aðra varnarlinu, er Cadoma hafði fyrirhugað, og gerðist alt þetta með ótrúlegum flýti, og innan fárra daga höfðu þeir komið svo ár sinni fyrir borð, að sókn var hafin af hendi þeirra gegn hinum þýzk-aust- urísku yfirgangsseggjum. Enginn vafi leikur á því að þegar sagan dæmir um atburði þá, er á ítalíu gjörðust um þess- ar mundir, þá verður bjart um nafn Cadoma yfirhershöfðingja. pví snilli sú, er hann sýndi í her- stjóm sinni á undanhaldinu, og svo hið snögga áhlaup, er hann gerði á óvinina, og stöðvaði meðj öllu innrás þeirra, var reglulegt meistaraverk. Áætlað er að pjóðverjar og Austruríkismenn, muni hafa á valdi sínu um þriðja hluta af Norður-ítalíu, og var breytni þeirra gagnvart hinum undir- okaða lýð, auðvitað nákvæmlega hin sama og í Belgíu. Vesalings fólkið flýði frá heimilum sínum, í því ástandi er það var, þegar ógnirnar bar að höndum, klæð- lítið, sjúkt og hrætt. Konur flýðu með ungböm á handleggj-' unum á eyðimerkur, en á eftir flestum þessara aumingja, sóttu hópar pjóðverja með brugðnum byssustingjum, og léku sér að því, að kvelja og pína þessa alls- lausu píslarvotta. Og áður en tvær vikur voru liðnar var meira en helmingu af öllu því fólki, er heima átti á hinu hertekna svæði, komið eitthvað út í busk- ann, því flestir kusu heldur að deyja sem ftalir, heldur en lenda undir þýzkri harðstjóm. í bréfi nokkru frá einum af þessum útlögum, standa þessar línur: “Trúið mér! Eg á ekk- ert eftir — hreint ekkert. Eg hefi mist alt, nema ástina og traustið á framtíð þjóðar minn- ar og lands”. Annar maður skrifar á þessa leið: “Eg flýði frá heimili mínu undir skelfilegri skothríð, og á flóttanum misti eg af konu minni og tvítugri dóttur. pó er eg engan veginn hugsjúkur, nei, langt í frá. Traust mitt á guði, traust mitt á réttlætinu, sem verja muni þjóð mína gegn eyðilegging, bilar aldrei, nli aldrei!” Hugprýði og drenglyndi ítalíu- manna. “Hvað er það, sem í raun og veru hefir skéð? Hver hefir verið hin sanna orsök ógæfu vorrar? Um leið og eg hefi aft- ur fundið konu mína og dóttur, skal eg verja land mitt oddi og egg”. Og í öðru bréfi standa þessar setningar: “Vér megum til með að taka hverju, sem að höndum ber með karlmensku og tápi. Persónulegri ógæfu verðum vér að gleyma; hugsum að eins um eitt — landið dásamlega, lista og vísinda, land sjálfra vor, land feðra vorra, land framtíðar- draumanna. Látum einskis þess ófreistað, er frelsað getur þjóð vora og lyft henni á hærra menn ingarstig! Verum reiðubúnir að leggja fram lífið sjálft fyrir þjóð vora, nær sem heiður henn- ar krefst. Berjumst sem menn, iöllum sem menn!” pessi stuttu sýnishom, sem tekin hafa verið úr fáeinum bref- um, gefa næsta glögga lýsing af hugarfari hinnar ftölsku þjóðar. pessu líkar hugsanir munu hafa verið og vera efst í huga hvers ítalsks manns, hverrar ítal.skrar konu, hverá ítalsks gamalmennis hvers íítalsks bams, um þessar mundir. Einkenni hinna ítölsku flótta og útlegðarhanna voru á- valt og allstaðar hin sömu: að láta eigi hugfallast — að missa ekki móðinn! pað sem harðast kom niður á fólkinu var, hvé dæmalaust 'snögglega ógaéfuna bar að garði. Mönnum veittist svo afar-örðugt að átta sig á því, hvað gerst hafði og með hverjum atburð- um Eí mál g hitti einu sinni að ítalskan lögregluforingja, sem hafði það hlutverk, að undir- skrifa skipanir ásamt sjálfum yfirforingjanum, um flutning hermanna; sagði hann mér frá ýmsum atburðum er gerðust, í sambandi við undanhald Cad- oma; svo nærri gekk honum frásögnin, að tárin streymdu niður eftir kinnum hans og var hann þó sýnilegt karlmenni. Flótti kvenna og bama. “Eg var með á undanhaldinu”, sagði lögregluforinginn, “ekki sem hermaður, eins og þér skilj- ið heldur að eins sem fulltrúi lögreglunnar. Margt sem skeði á ferðalagi því, var svo skelfilegt, að því verður eigi með orðum íýst. Sumt var svo afskaplega ljótt, að eg treysti mér eigi til þess að skýra frá því. Konur með ungböm á hand- leggiunum höfðu gengið matar- lausar um fjörutíu kílómetra, og bömin, sem stálpaðri voru hengu í pilsum þeirra. pó voru sumar konur þessar svo að segja klæð- lausar, höfðu að eins sveipað um sig rekkjuvoðum, eða þá ein- hverri sjaldruslu. Eg sá eigi all- fáar konur, er gengið höfðt: svo langa leið, íæturnir voru blóð- risa og leggimir stokkbólgnir upp að knjám. pær hefðu ekki komist í neina skó, þótt haft hefðu við hendinu. Sumar höfðu lagt af stað, með nauðsynlegustu klæði, ögn af matbjörg í poka, er þær báru á bakinu, en orðið svo þreyttar á flóttanum, að þær urðu að kasta dótinu hér og þar, hveraig sem á stóð. Ymsar þeirra höfðu hvorki bragðað þurt né vott í tvo sólarhringa; böm- in grétu átakanlega, og höfðu sum orðið viðskila við mæður sánar. í nokkram tilfellum ólu konur böm fyrir tíma fram, án læknis eða nokkurrar annarar mannlegrar hjálpar, og án þess að við hendina væri svo mikið sem þumlungur af líni. Og voru því þessi blessuð eyðimerkur- börn, reifuð í dagblaðatætlur. Og var hvergi mjólk að fá,því brjóst mæðranna vora þur, sökum hinna skelfilegu aðþrenginga, er þær höfðu sætt. Aldrei á æfinni hefi eg lifað átakanlegri augna- blik en þau, að horfa á þessar alls-lausu, en þó hugprúðu konur þar sem þær skreiddust áfram með hvítvoðungana í fanginu, um leið og göfug tár féllu eitt og eitt á stangli, niður eftir fölvum kinnunum. “pó get eg fullvissað yður um það, að á öllum þessum fyrstu skelfingardögum, heyrði eg ekki svo mikið sem eina umkvörtun! En eg hefi ekki lokið máli mínu. — Vegir allir, eins og þér skilj- ið, voru krökir af flóttalýð, er ávalt fór vaxandi að tölu; en þar við bættust fjölmennar hersveit- ir vorar. Auk þess var fjöldi af sjúkravögnum og hinum og þess um flutningstækjum á víð og dreif innan um þyrpingarnar, og olli það stundum eigi all-litlum glundroða á ferðalaginu. Oft kom það fyrir að konur námu staðar og hrópuðu til hermann- anna: ‘Hvað hefir eiginlega gerst ? Og hvers vegpa erað þér hér á þessum svæðum ? Hví er- uð þér eigi að berjast ?’ Svöruðu hermennirnir þá stundum þann- ig: “pví veldur ósigur — skelfi- legur ósigur!” Aðrir sögðu að stríðið væri á enda, en nokkrir hrópuðu með þrumandi rödd: “Landráðamenn og svikarar, hafa selt oss í hendur Austur- ríkismönnum . ítalía er dauða- dæmd!” “pegar á jámbrautarstöðina kom tók ekki mikið betra við. parna var mörgum þúsundum fleira flótta fólks, en lestimar gátu flutt, og þar að auki fjöldi hermanna, er máttu til með að fara fyrst; svo eina ráðið varð. að reyna að safna saman ögn af matvælum, dýnum og ábreiðum, handa þessum sárþreyttu píslar- vottum, og láta þá síðan fyrir- berast undir beram himni, þang- að til að stjómin gæti séð fyrir nægum flutningsfæram. En afar-áríðandi var að hafa eins hraðan við og unt var, að koma fólkinu eitthvað suður á bóginn, því þar var hin eina von um friðland, og enginn gat fyrir- séð hvar og hvenær miklu fleiri þúsundir af fólki, er eins var á- statt um, gætu hlaðist á oss á næsta augnabliki, því helzt leit út fyrir að íbúar allar Norður- ítalíu væru landflóttamenn um þessar mundir, og vér urðum að vera Við hinu versta búnir. pér getið hugsað yður fregnirnar, sem þutu eins og eldingar á milli Rómaborgar og stöðva vorra, svo að segja á hverri einustu mín- útu! Hvílíkar örlagaþrungnar ályktanir, sem þarna voru gerðar á sekúndu! Og þó hefir ítalíu- mönnum aldrei verið víðbrugðið, fyrir það, hve fljótir þeir væru að álykta. En neyðin kennir naktri konu að spinna. Engin ályktun þoldi bið — og þér vitið nú, eins og líka öll veröldin veit, að Grettistak hinnar ítölsku þjóðar á þessum alvarlegustu timamótum, verður sögufrægt svo öldum skiftir. — “Eftir að kollhríðin var um garð gengin, mátti svo að orði kveða, að kviknað hefði nýtt fjör í hverri ítalskri sál! Auðugir og snauðir, aldnir og ungir, tóku til starfa með margföldum krafti. úr öllum áttum streymdu inn pen ingamir, til hjálpar hinum bág- stöddu. Rauðakross félag ítal- íumanna, ásamt öðrum líknar- stofnunum, aðstoðaði stjómina, skjótt og drengilega á allar lund- ir í því, að ráða fram úr vand- ræðunum, og svo, einmitt þegar mest reið á, kom hinn Rauði kross Bandaríkjanna, engill hjúkrunarinnar, til hjálpar þjóð- inni, og helti sólskini og kjark inn í hug hins þjáða, ítalska ílóttalýðs! “Smátt og smátt komst gott skipulag á fólskflutninga, og var fólkið fyrst sent til Bologna, og hvílt þar um hríð; en lengi gat það eigi hafst þar við, með því að það var þá of nálægt orustustöðv ununj. Mjög var þröngt í búi á þessum stöðum, þó var eftirlit með úthlutun matvæla alveg meistaralegt mun aldrei nokkurt mannsbam hafa orðið algerlega útundan, þótt um þúsundir væri að ræða. — Eftir því sem fleiri komu lestirnar, er flóttagestina fluttu; þess fleiri voru þjónamir er vistunum útbýttu; var mat- urinn borinn rakleitt inn í vagn- ana, þar sem þeir námu staðar á jámbrautarstöðinni, og hverjum farþega þegar í stað gefin hress- ing; var þörfin og næsta brýn, með því að sumt af fólki þessu, hafði hungrað í tvo og þrjá daga og var mjög aðframkomið. (Framh.L

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.