Lögberg - 28.02.1918, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1918
Meinsemdir.
Meinsemdir mannanna eru margar og marg-
víslegar. Sumar eru þær óviðráðanlegar, en marg-
ar eru þær mönnunum að kenna. Sumar meinsemd-
irnar eru líkamegs eðlis, eins og kunnugt er, og svo
eru líka til andlegar meinsemdir. Andlegar mein-
semdir eru það þegar menn kunná ekki að gjöra
greinarmun á því, sem er failegt og ljótt, heilbrigt
og óheiibrigt, satt eða ósatt; því það teljum vér
víst, að sá, sem andlega er heill, vilji ekki gjöra sig
sekann í neinu af því, sem heiibrigðu hugsanalífi
er ósamboðið. pví furðaði oss mjög á grein, sem
ut kom í “Heimskringlu” með fyrirsögninni: “ó-
fynrgefanleg eyðsla”, ekki samt á því, þótt talað
sé um eyðslu, sem í þessu sambandi lýtur að fjár-
máialegri ráðstöfun Norrisstjómarinnar, því hver
og einn hefir rétt til þess að hafa sína skoðun á
því máli; heldur furðar oss stóruro á því, á hvaða
rökum þessar aðfinslur eru bygðar.
Greinarhöfundurinn segir, að ein sterkasta
sönmm þess að Norrisstjómin hafi farið óráðvand-
lega með fé fylkisins sé sú, að hún hafi á síðast-
liðnu ári borgað málafærslumönnum í fylkinu
8174,521.41. Ef þessir peningar hefðu verið borg-
aðir án þess að fá nokkuð í aðra hönd, þá hefði
þessi ásökun blaðsins verið á góðum rökum bygð.
En nú er vani, þegar menn vilja réttilega dæma
um það, hvort peningum sé varið vel, eða illa, að
taka með í reikninginn til hvers peningunum er
eyitt. Ef að þessum peningum hefir verið eytt án
þess að fylkið fengi ígildi þeirra í peningum, eða
peningavirði, þá er ákæran réttmæt. En ef að
fylkið hefir fengið fult verðmæti þessara peninga,
eða meira en verðmæti þeirra, þá er hún á engum
rökum bygð — heldur er hún þá vindhögg slegið
út í blámn.
Nú er svo mál með vexti, að ekki að eins þessi
upphæð, sem “Heimskringla” tekur til ($174,521.-
44) heldur $309,300.00 var eytt af fylkisstjóm-
inni í málskostnað í sambandi við málshöfðan, og
málsrannsóknir, sem þessi stjóm lét hefja út af
fjárdrætti á fé þessa fylkis, sem vildarmenn Roblin
stjómarinnar gjörðu sig seka í. En fyrir að leggja
út þá peninga fékk Norrisstjómin, eða réttara
sagt fylkið til baka $1,378,500.000. Svo getur
hver maður með heilbrigðri skynsemi dæmt um,
hvort að það hefði verið meiri hagsýni fyrir fylkið
að eiga þessar $309,300.00, eða láta þá peninga og
iá í staðinn $1,378,500.00.
Enn fremur minnist greinarhöfundurinn í
“Heimskringlu” á það, að “Columbia Prss” félagið
hafi fengið um þrjátíu þúsund dollara hjá Norris-
stjóminni á síðastliðnu ári, ef að greinarhöfund-
urinn hefði sagt, að Columbia Press prentfélagið
hefði gjört prentverk fyrir fylkisstjómina, sem
að numið hefði um þrjátíu þúsund döllars, þá hefði
hann sagt satt. Manitobastjómin þarf að láta
gjöra mikið af prentverki. Columbia Press prent-
félagið hefir prentverkstæði, eins fullkomið og til
er í þessum bæ, og eins hæfa menn og nokkur önn-
ur prentsmiðja. pví skyldi félagið ekki taka að
sér alt prentverk, sem því býðst, hvort heldur það
er frá Manitobastjómjnni eða einhverjum öðmm?
þegar félagið gjörir verkið eins ódýrt eins og nokk
ur annar og eins vel. útgjöld stjómarinnar í sam-
bandi við prentverk, hefðu ekki verið einum doll-
ar minni fyrir það, þótt Columbia Press hefði ekki
gjört eins dollars virði af prentun fyrir hana.
Sá partur af verkinu, sem fólagið ihefir gjört, hefði
þá bara farið til einhvers annars. Fylkisreikn-
ingarair sýna að flest prentfélög í bænum hafa
gjört eitthvað af prentverki fyrir Manitoba stjóm
ina á síðastliðnu ári, sum meira og sum minna.
En þau hafa öll orðið að vinna fyrir hverjum ein-
asta doJlar, sem þau hafa fengið, og að “Heims-
kringla” er þar ekki með, er víst engu öðru en
hennar eigin uppburðarleysi að kenna.
En að vera að hafa það á homum sér, þótt
að “Columbia Press” eða önnur prentfélög hér í
bænum, taki að sér að vinna verk, sem endilega
þarf að vinna, þykir oss amasemi í meira lagi.
PVí varla dettur greinarhöfundinum í hug að halda
þvi fram, að Norrisstjórnin hafi verið eyðslusöm
í þeim sökum, því þrátt fyrir aukið starfsvið og
þrátt fyrir það, þótt að kjörskrár væru prentaðar
á þessu síðastliðna ári, sökum aukinna réttinda,
er stjómin veitti konum fylkisins, og þrátt fyrir
það þótt að vinnulaun hafi hækkað um 20% og
þar yfir, og pappír og allur kostnaður að sama
skapi, þá hefir Norrisstjórnin ekki eytt meira en
$131.753.94 í prentun á síðasta ári. En Roblin-
stjómin, sem Heimskringla bar altaf á örmum
sér og hélt hh'fiskildi yfir alt fram í andlátið
borgaði árið 1914 $151,048.54 fyrir prentverk, og
vom þó prísamir á öllu, sem að prentverki laut,
óendanlega miklu lægri en þeir eru nú, eins og
fram hefir verið tekið. Norrisstjómin borgaði því
$22,438.33 minna fyrir prentverk árið 1917, heldur
en Roblinstjómin gjörði árið 1914. Er því lítil
ástæða fyrir “Heimskringlu” að væna Norris-
stjórnina fyrir óhæfilega eyðslusemi á því sviði.
Sú staðhæfing greinarhöfundarins að ritstjóri
“Lögbergs” geti ekki kveðið upp óvilhaílan eða
ábyggilegan dóm um gjörðir Norrisstjómarinnar,
af því að Columbia Press hafi unnið verk fyrir
hana, er í fylsta máta kynleg. Fyrst og fremst
eru nú Cölumbia Pres-s og ritstjóri “Lögbergs”
ekki eitt og hið sama. En setjum nú svo, að það
væri, þá, eftir rökfræði greinarhöfundarins í
“Heimskringlu” ætti það, að hann vinnur verk
fyrir viðskiftamenn sína, að ólöghelga allar hans
umsagnir um þá. pá ætti líka samkvæmt þeim
sömu rökfræði, -hver einasti maður, sem vinnur
eitthvert verk fyrir einstaklinga og félög, að vera
ómerkur í orðum og dómum gagnvart þeim vinnu-
veitendum.
Hugsum okkur nú til dæmis presta, sem ráðnir
eru af söfnuðum til þess að prédika og vinna safn-
aðarverk fyrir vissa peninga upphæð á ári, þá á
ekkert að vera að marka það sem þeir segja, af því
þeir em í þjónustu safnaðarins og eftir því, sem
þeir fá meiri peninga, eða hærra kaup, þá eiga
þeir að líkindum að vera þeim mun óáreiðanlegri,
eða hugsum oss ritstjóra “Heimskringlu”, sem
náttúrlega fær peninga fyrir að vinna vist verk, og
af því að hann gjörir það, þá á elcki að vera að
marka eitt einasta orð af því sem hann segir um
þá menn, sem hann vinnur fyrir. Eða setjum svo
að “ Heimskringla fengi einhver hlunnindi fyrir
lítið, svo sem $3,600 frá einhverju félagi, eða þá
einhverri stjóm, þá ætti ekki að vera að marka
eitt einasta orð, sem blaðið segði um það félag, eða
um þá stjóm. Mundi vera nokkurt vit í slíku?
Er maður svo ekki kominn nógu langt út í þessa
rökfræði og rökfærslu greinar höfundarins í
“Heim-skringlu”, til þess að sjá að hún er ekki
einasta ósanngjöm og ósönn, heldur er hún líka
rökfræðisleg meinloka.
Úr myrkrinu.
Út af grein með fyrirsögninni: Vinnuveitend-
ur og vinnuiþiggjendur” er vér skrifuðum í blað
vort fyrir skömrnu, skrifar einhver maður frá
Gimli grein í síðustu “Heimskringlu” og er fyrri
parturinn af grein þessari misskilningur á grein
vorri, viljandi eða óviljandi frá höfundarins hend;
hinn síðari er illkvitni. Á þann hátt viljum vér
ekki ræða nokkurt mál, og síst við menn, sem
• skammast sín fyrir sjálfa sig og skrif sín.
Vinnuveitendur og vinnuþiggj-
endur.
Fyrir stuttu síðan skrifuðum vér grein í “Lög-
berg” með þessari fyrirsögn, og var ástæðan til
þess sérstaklega sú, að um það leyti var verið að
ræða verkamannamál á Bretlandi, og fanst oss að
þær umræður bera með sér, að hugsunarháttur
verkamanna þar væri talsvert að breytast. Aðal-
þungamiðja í hugsunum og ályktunum þeirra
virðist nú vera heill mannfélagsins, þar sem að
þeir virtust hugsa um sig að eins, sem sérstaka
heild. En á yfirlýsingu verkamannafélagsins
brezka í sambandi við stríðshugsjónir samherja,
hverfur þessi sérgæðistilfinning, sem æfinlega
gjörir alla menn litla, og þeir verða í hættunni
stórir og í hættunni eitt með þjóðinni. Ein hugs-
un var -það samt, sem vér hræddumst, og hún var
sú að þetta væri að eins vopnahlé á meðan að á
stríðinu stæði. En svo kemur framtíðar stefnu-
skrá verkamannafélaganna á Bretlandi, nú svo að
segja alveg ný út gefin og er -þar ljóst og skýrt
framsett hver þeirra stefna og aðal-hugsjón skuli
vera að stríðinu loknu. Stefnuskrá þessi er stutt
og laggóð. Fjórir em máttarviðimir:
Fyrsta: “Að lágmark vinnulauna sé sett”.
Annað:. .Frjálslegt þjóðeigna fyrirkomulag
á öl-lum iðnaði”.
priðja: “Algjörð breyting á fjármálum þjóð-
arinnar”.
Fjórða: “pjóðarauðurinn skal vera til upp-
byggingar jafnt háum, sem lágum, fátækum sem
ríkum'’.
Fyrir þessari stefnuskrá sinni gjöra verka-
mannafélögin grein í ensku tímariti á þessa leið:
“Auð-framleiðslan í höndum einstaklinganna
vonum vér að hafi séð sinn síðasta dag. Og líka
hið pólitiska fyrirkomulag eins og vér höfum átt
því að venjast með öllu því illa, sem það hefir haft
í för með sér. Verkamannaflokkurinn hvort held-
ur hann er í minnihluta eða á komandi tíð að hon-
um verður trúað fyrir stjómarvöldunum, réttir
aldrei fram sinn minsta fingur því til viðreisnar.
Bf vér, Bretar eigum að komast hjá siðferðilegri
rotnun þá verðum vér að sjá um að upp verði
byggt nýtt mannfélags fyrirkomuiag, sem ekki
byggist á stríði í neinni mynd„ heldur á bróður-
kærleik. Ekki á hlífðarlausri samkepni, til þess
að eins að geta dregið fram lífið. Heldur á traust-
um grundvelli, í samvinnu við framleiðslu og í
samnautn allra. Ekki á gífurlegum mismun á
auðlegð og örbyrgð, heldur að stefna að sanngjöm
um efnalegum jöfnuði í veraldlegum efnum á með-
al allra manna. Ekki á hrokafullum yfirráðum
harðstjórans yfir þegnum, og þjóðum, þjóðemum
eða nýlenduum, né he-Idur sérstökum flokkum
mannfélagsins, heldur byggist í iðnaði og í stjóm-
máiumlþþeim gmndvel-li frelis og mannréttinda,
þar sem viiji einstaklingsins fær að njóta sín, og
þar sem þátt-taka fólksins í stjómmálum og öllum
velferðarmálum þjóðarinnar fær að vera óþvinguð
og víðtæk”.
“Oss dettur ekki í hug, jafnvel eftir þá eld-
raun, sem nú gengur yfir heiminn, að þjóðfélags-
fyrirkomulagið geti breyzt á örstuttum tíma, siíkt
er ómögulegt, og það er heldur ekki aðal-atriðið
fyrir oss. Heldur er aðal-atriðið það, að frá því
að þessi nýja bygging er byrjuð, og þar til að hinn
síðasti steinn er lagður í hana, að hvert einasta
handtak og hver einasti steinn, sem verkamenn
hjálpa til þess að leggja skuli vera ósvikinn”.
f sambandi við fyrsta lið stefnuskrárinnar, þá
fara verkamannafélögin fram á það, að lágmark
vinnulauna á Bretlandi skuli vera 30 shillings eða
$7.50 um vikuna og er þar átt við bæði konur og
karla, sem vinna að allra algengustu vinnu. Einnig
krefjast verkamenn iþess, að stjómin sjái um að
ekkert uppihald verði á atvinnu verkamanna á
Bretlandi, við heimkomu hermanna úr stríðinu,
né heldur að laun þeirra verði lækkuð, þrátt fyrir
það mikla framboð á vinnukröftum, sem hlýtur að
eiga sér stað að stríðinu loknu. peir sýna fram á
að það sé skylda stjómarinnar að sjá jafnt konum
sem körlum, er í stríðinu hafa verið, fyrir arðvæn-
iegri atvinnu, án þess á nokkum hátt að hagga við
atvinnu þeirra manna, sem heima hafa verið og
unnið að framleiðslu þar, og stinga í því sambandi
upp á að stjórain láti vinna ýms opinber verk, þar
til jöfnuður kornist að í þessu efni.
Stefnuskráin fer fram á að herskyldulögin
skuli vera numin úr gildi, undir eins og stríðinu er
lokið. Enn fremur er tekið fram í þessari stefnu-
skrá verkamannafélaganna:
1. Að alt land sé þjóðareign, sem notist til
þjóðþrifa á þann hátt, sem bezt eigi við.
2. Að þjóðin taki í sína eign og starfræki í
einu samanhangandi kerfi allar jámbrautir, vatns-
vegi, hafnir og öll skip, og þar sem þetta alt séu
lífæðar viðskiftalífs þjóðarinnar, þá skuli hún
njóta allra þeirra hlunninda, sem þær geti veitt.
Verkamannafélögin eru mótfallin því, að
stjómin á Bretlandi láti af hendi að stríðinu loknu
jámbrautir landsins til hinna fyrri eigenda; halda
því hiklaust fram, að þær, ásamt vatnsvegum lands
ins eigi, og það ný strax að verða þjóðareign, og
fara fram á að verkamannafélögin verði meðráð-
endur við starfrækslu jámbrauta og náma, sem
líka eiga að verða eign þjóðarinnar, og á þann hátt
halda þeir að hægt sé að tryggja verð á kolum á
Bretlandi um alla ókomna tíð. Enn fremur er því
haldið fram að heilsutryggingarfélög, eða bræðra-
félög, sem lífsábyrgð selja, geti aldrei komist á
fastann fót, þar til að ríkið taki undir sig öll lífs-
ábyrðarfélög, sem bera hag hluthafanna mest fyr-
ir brjóstinu. pess vegna segja verkamannafélög-
in brezku, á ríkið eitt að hafa vald til þess að selja
lífsábyrgð.
í samb^ndi við vínnautnina segja þeir, að eina
ráðið til þess að verulegar umbætur í þeim efnum
geti átt sér stað sé, að taka vínbruggunina úr hönd
um þeirra manna, sem að græða stórfé á henni og
sjá hag sinn í því að styðja að vínnautninni á allar
lundir.
Framhald.
Loddaraskapur.
THEDÖIVÍÍNIÖNBANKi
SIR EDMUND B. OSLER, W. D. MATTHEWS, I
President. Vice-President. j
Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið. |
ByrjiÖ sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega |
Notre Dame Branch—VV. M. HAMII.TON, Manager.
Selkirk Branch—P. J. MANNING, Manager. |
Útdráttur úr ræðu landbúnaðar-ráðherrans
í Manitoba.
á háu stigi, er það, sem afturhaldsþingmennirnir
í Manitoba gjörðu sig seka í í síðustu viku, þegar
þeir gengu í lest út úr þingsalnum, og kváðust
ekki geta verið þektir fyrir að vera meðsekir í
þeirri ósvífni, er Norrisstjórnin færi fram á, í
sambandi við áætluð útgjöld fylkisins á komandi
ári, því þau væru of ihá. Að minsta kosti væm
$602,000, sem mætti fella úr. Við þetta er ekkert
að athuga, því það er siðferðisleg skylda minni
hlutans á þingi, að gjöra athugasemdir við það.
sem minnihlutanum finst athugavert. En það er
líka sjálfsagt að standa við aðfinslurnar, þegar
þær em gjörðar. En það er einmitt það, sem
-þessir menn ekki gjörðu, því undir eins og stjórnin
vildi færa rök fyrir þessum útgjaldaliðum, stóðu
menn þessir upp úr sætum sínum og gengu í hala-
rófu út úr þingsalnum, í stað þess að færa rök
fyrir sínum málstað, og berjast eins og menn fyrir
honum, ef hann annars nokkur var.
En þeir em víst ekki neitt í ætt við Egi!
Skallagrímsson, þessir menn, eða þá af vom for-
eldri, sem heldur vildu falla með sæmd, en flýja
sem raggeitur. En þessir menn flúðu ekki langt.
því að það næsta sem vér fréttum til þeirra var hjá
gjaldkera fylkisins, og er sagt.að þeir hafi verið
þar í þeim erindum, að fá það sem eftir stóð af
þingkaupi sínu, sem þeir vildu víst ekki missa,
enda þótt þeir, að sögn, ekki ætluðu sér að vinna
fyrir því. En það hafði nú ekki verið tilbúið.
pað næsta, sem vér fréttum af þessum
minnihluta, er það, að einhver náungi hefði átt
að segja þeim, sem í -honum em, að slíkt framferði
væri hvorki kurteist né karlmannlegt, og svo gæti
það komið til þess að kosta þá $8.00 á dag hvern,
fyrir það, sem eftir væri af þingtímanum, og
hafði þeim þá ekki farið að lítast á blikuna, ef
þessi leikur ætti að verða þeim svo kostbær.
Síðast fréttum vér að þeir væru aftur komnir
í sæti sín í þingsalnum, reyndari og vitrari menn.
Eimskipa f élagið •
Síðasta “Voröld” flytur grein,/ með þessari
fyrirsögn, og er sumt þar, sem þarf leiðréttingar
við. Á meðal annars það, að Hannes Hafstein
hafi barist á stofnfundi Eimskipafélags íslands, á
móti því, að einum eða tveimur Vestur-fslending-
um yrði veitt lögheimild til þess að fara með öll
atkvæði Vestur-íslendinga á fundum félagsins.
petta er með öllu ósatt. Hannes Hafstein, sem var
að eins á fyrri parti stofnfundarins, sagði ekki eitt
einasta orð til þess að draga úr áhrifum Vestur-
íslendinga á fundum félagsins, né heldur mót-
mælti hann með einu orði valdi því, sem “Voröld”
talar um að Vestur-íslendingum sé veitt og fram
eru tekin í 17. grein Eimskipafélagslaganna. Á
síðari parti stofnfundarins var Hannes Hafstein
ekki, hann lá þá veikur.
En eftir Eimskipafélagsfundinn, og þá líka
eftir Eimskipafélagslögin voru samþykt, fór Hann
es Hafstein, þá ráðherra íslands fram á það við
mig, að ef alþingi íslands krefðist þess að enginn
einn maður gæti á fundum Eimskipafélagsins far-
ið með fleiri atkvæði heldur en landssjóður, sem
með þátttöku sinni þá átti rétt á að fara með 4,000
atkvæði, að eg þá vildi styðja að því að Vestur-
íslendingar yrðu ekki þeirri ráðstöfun mótfallnir.
pessi eru afskifti Hannesar Hafsteins af Eim-
skipafélagsmálinu á stofnfundinum, hrein og
drengileg í garð vor Vestur-íslendinga eins og
vænta mátti.
f sambandi við bendingu Hjálmars Gíslasonar,
sem hann gaf á fundi, sem haldinn var í Good-
templarahúsinu á Sargent Ave. hér í bæ síðast-
liðið sumar í sambandi við komu Mr. Áma Eggerts
sonar að heiman bg skýrslu hans um framkvæmd-
ir síðasta ársfundar Eimskipafélags íslands, að
hann væri engan vegin sannfærður um að slíkt
vald, sem Vestur-fslendingar nú hafa á fundum
félagsins, séu því fyrir beztu, og líka það að engin
sanngimi væri í því, að ætlast til þess að Vestur-
fslendingar léti einn eða tvo menn hafa skilyrða-
laust vald yfir hlutum sínum á fundum, án þess
að taka tfllit til vilja eigenda. petta er grunduð
og réttmæt afstaða. Enginn hluthafi er, né ætti
að vera, knúður til þesá að láta af hendi umboð á
hlutum sínum, nema því að eins að hluthafi beri
fult traust til þess, sem með umboðið á að fara.
Enda hefir það aldrei verið meining neinna þeirra
manna, sem að þessu Eimskipafélagsmáli hafa
staðið, heldur er þetta fyrirkomulag að eins til
þess að gjöra Vestur-íslendingum mögulegt að
beita áhrifum sínum til góðs á mál félagsins. En
það gátu þeir ekki með neinu móti öðru en því, að
sameina atkvæðin. Aðdróttan sú um væntanlega
ótrúmensku Vestur-fslendinga í þessu máli, er
grein þessi flytur, mótmæli eg að sé á nokkrum
rökum bygð, eða hafi við minstu líkur að styðjast.
Að Vestur-íslendingar kostuðu erindreka sína
á Eimskipafélagsfundi, því væru líklega fáir mót-
fallnir, og sjálfsagt langar engan til þess að
eyða peningum og tíma til þeirrar ferðar, ef þess
er ekki þörf.
J. J. B.
Aldrei í sögu þessa fylkis hef-
ir mönnum skilist eins vel og nú,
hrve virðuleg og þýðingarmikil
jarðyrkjan er. Áður en stríð
þetta hófst hefir víst engum
manni komið til hugar, að vista-
forði heimsins mundi ganga til
þurðar. pað er óhætt að segja
að vér hér í Canada bárum engan
kvíðboga fyrir morgundeginum
um hvað vér skyldum borða. Vér
höfum dvalið í nægtanna landi,
og óafvitandi fallið inn í straum
eyðslu og óhófs. petta er og
skiljanlegt, bóndi, sem búið hef-
ir á 1/2 Section af landi, hefir
framleitt nægan forða til þess að
framfleyta frá 40—50 fjölskyld-
um, afleiðingin varð sú að meira
korn var framleitt en þörf var á
og verð var því tiltölulega lágt,
svo mönnum fanst kornfram-
leiðsla ekki borga sig, og voru
því óðum að hætta við þá atvinnu
og leita sér að annari arðvæn-
legri. Svona var ástandið fyrir
stríðið. En nú hefir alt breyzt.
f staðinn fyrir að hafa nú vistir
afgangs, er nú áð verða tilfinnan
leg þurð, að vísu ekki hér í
Canada — en þegar maður virðir
aiheims vistaforðan fyrir sér, þá
sér maður að síðan 1915 hefir
komframleiðslan minkað um
meira en tvö þúsund miljónir
mæla. í Manitoba voru árið
1915 framleiddir sextíu miljónir
mælar af hveiti, 1916 voru
það að eins þrjátíu miljónir og
1917 fjörutíu og sjö miljónir.
pannig er uppskeran í voru eig-
in fylki, Manitoba, árið 1916 og
1917 nítján miljónum mæla
minni, en hún var 1915, og er þar
óhagstæðri veðráttu aðallega um
að kenna, og svo er náttúrlega
víðar. En það er önnur ástæða,
sem hefir haft ósegjanlega mikil
áhrif á framleiðsluna, og er það,
að meira en fjörutíu miljónir
hinna hraustustu og vinnufær-
ustu manna, sem heimurinn á,
hafa verið teknir frá framleiðsl-
unni og settir í fylking eyðilegg-
ingar og dauða. Einnig hafa
neðansjávarbátar eyðilagt mjög
mikið af forða vorum.
prátt fyrir alla þessa erfið-
leika og fleiri, sem hér eru ekki
taldir, er skylda vor að leggja
fram alla vora krafta til þess að
framleiða brauð, ekki einasta
fyrir sjálfa oss, heldur líka og
fyrst og fremst fyrir hermenn
vora.
Fyrir stríðið voru bændur
einráðir um framleiðslu sína, nú
er það heilög skylda hans. Á
valdi bóndans er ekki einasta
auður framleiðslunnar í þessu
fylki, heldur hefir hann einn
reynsluna og þekkinguna, sem
framleiðslan byggist á, sem al-
drei getur réttilega orðið metin
til peninga. pað er að minni mein
ingu ábyrgðarhluti að taka stíka
þekkingu og reynslu í burt úr
landinu þegar þörfin á aukinni
framleiðslu er eins brýn og hún
er nú, skarð það er ekki hægt að
fylla, það hlýtur að verða autt
að minsta kosti í heilan manns-
aldur. Bændumir í Manitoba,
með sína sérþekkingu á fram-
leiðslu, eru þjóðinni meira virði,
en að hún geti mist þá eins og
nú er ástatt.
Akuryrkjumáladeildin.
Akuryrkjumáladeildin hefir á
árinu orðið að færa út verka-
hring sinn sökum þess að kröfur
fólks innan fylkisins hafa vaxið
og ný löggjöf til þess að bæta úr
þeim kröfum hefir verið vort
markmið, og má þar til nefna
kúa kaup þeim til handa, sem af
efnaskorti, ekki megnuðu, að
kaupa sér bústofn til lífs fram-
færsl-u, heldur þurftu að vera í
burt frá heimilum sínum þann
tíma ársins, sem þeir gátu komið
þar mestu í verk. pessi nýmæli
stjómarinnar hafa í mörgum til-
fellum komið 1 veg fyrir þetta,
og yfir höfuð hafa þessi kúa-
kaup stjómarinnar mælst mjög
vel fyrir, og þeir sem kýmar
hafa fengið, staðið mæta vel í
skilum með afborganir sínar.
Einnig hafa af þessari stjóm
verið búin til lög um sauðfjár-
vemdun, og kynbætur á hestum
sem í báðum tilfellum hefir gjört
mikið gott.
Búnaðarskólinn.
prátt fyrir ýmsa erfiðleika
hefir aðsóknin að Búnaðarskól-
anum verið meiri þetta ár, en
hún var árið þar á undan. Að-
sókn að skólanum hefir verið frá
15. jan. 1917 til 15. jan. 1918, 581
Ásamt kenslunni, sem þar fer
fram eru verklegar æfingar, 0g
tilraunir í sambandi við akur-
yrkj u og verður það verk ekki til
peninga metið. Einnig em kenn-
aramir, þegar um það er beðið,
boðnir og búnir til þess, að tala
á opinberum sveitasamkomtim,
og leiðbeina mönnum við akur-
yrkju tilraunir. pegar eg sá árs-
skýrslu forstöðumanna skólans
og s4 þar á hverju blaði nöfn
þeirra er í broddi lífsins, höfðu
farið í stríðið, margir til þess að
koma aldrei aftur, þá varð mér
að skiljast þótt eg hefði ekki
skilið áður hvað stríðið þýddi
fyrir oss hér í Manítoba.
Aukakensla.
Vér höfum ákveðið að hafa
aukakenslu á þrjátíu stöðum í
fylkinu í vetur. Að undanförnu
hefir þessi umferðakensla gefist
vel, aðsóknin mikil, síðastliðið
ár var hún meiri, en við sams-
lagsskóla í Sask., Alberta, Bri-
tish Columbia og New Bmns-
wick. Innritaðir nemendur vom
954 karlmenn og 790 kvennmenn
alls sóttu þá 30,000 manns.
Síðastliðið sumar var aukakensla
haldin í fjóra daga, var hún sér-
staklega handa kvennfólki og
sóttu þá kenslu 30,000 konur.
Einnig voru á sérstöku stöðum
haldnir viku skólar fyrir litlar
stúlkur í júlí, og síðar höfðum
vér skóla fyrir drengi, þar sem
aðaillega handverk í sambandi við
landbúnað var kent, og loks skóla
handa stúlkum til þess að læra
að fatagjörð. Alls sóttu þessa
bráðabyrgða kenslu 67,000
manns.
Jarðyrkjufélagslög.
Jarðyrkjufélög hér í fylkinu
hafa ekki náð þeim þroska né
heldur festu, sem þau þurfa að
öðlast. Félög þessi hafa verið
mynduð um alt fylkið, án þess að
menn hafi haft þroskunar mögu-
leika þeirra fyrir augum, og hafa
þau mannfæstu dregið fram lífið
að eins með þeim styrk, sem þau
fengu hjá stjóminni, og sem af-
leiðing af þessum fjölda félag-
anna var, að oft voru ihenn fé-
lagar í fjórum slíkum félögum í
einu. 1
Aðal-verkefni þessara félaga
er að leiðbeina og menta meðlimi
og þá aðra, sem áhrif þeirra ná
til. En nú er það engum vafa
hundið í mínum huga, að eitt öfl-
ugt sveitafélag má sín meira í
þessa átt, heldur en hin mörgu
og smáu. Félög þessi beita áhrif-
um sínum til þess að bæta bú-
pening, fullkomna jarðyrkju að-
ferðir og á annan hátt að bæta
samgöngur og sveitalíf. Lög
þessi, sem voru samin af þjón-
um Akuryrkjumála deildarinnar
voru borin undir yfirstjóm sveita
félaga fylkisins og eftir að vera
búin að vera í gildi eitt ár, er ó-
hætt að segja að þau hafa gefist
vel. 68 iðnaðarsýningar hafa
verið haldnar í fylkinu á siðast-
liðnu ári, þar að auki hafa marg-
ar sýningar á alifuglum og út-