Lögberg - 21.03.1918, Síða 4

Lögberg - 21.03.1918, Síða 4
» LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. MARZ 1918 <& eiQ Gefið út hvern Fimtudag af The C*l- umbia Press, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARKY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Ijtanáskrift til blaðsins: THE eOlUMBIA, PRESS, Ltd., Box 3172. Winnlpeg, M»R- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipeg, Man. Borgaðu! Borgaðu skuldirnar auknu, sem ríkið verður að fara í, í sambandi við þetta stríð, segir þjóðin, og það er rétt. Borgaðu stríðsprísa fyrir allar lífsnauðsynjar þinar segja kaupmennimir, og hjá því verður ekki kornist. Borgaðu ríkinu skyldugjöld þín á þessum rauna tímum, í hvaða mynd sem það krefst þeirra, því annars ertu ekki maður, segir mann- dómurinn. Og við þetta hefir Ottawastjómin nú bætt: BORGAÐU Canada Kyrrahafsbrautar félag- inu frá 815—820,000,000 á ári meira en þú hefir gjört, þar til stríðinu er lokið og eitt ár umfram, því ’annars græðir það ekki nægilega mikið. Eins og kunnugt er hafði járnbrautamála riefnd Canada veitt hinum ýmsu járabrautafélög- um, leyfi til þess að hækka flutningsgjald á fólki og vömm á brautum sinum um 15%. Vesturfylk- in risu öndverð á móti þessari ráðstöfun, og kröfð- ust þess að Ottawastjórnin—Unionstjómin nýja, tæki í taumana og frelsaði fólkið frá þessari skatt- kvöð félaganna, og nú hefir stjómin kveðið upp dóm sinn og hann er: Ekki fólkið, heldur félögin. Oss dettur ekki í hug að neita því’að dýrara er nú að starf^ækja þessar járabrautir, heldur en það var áður en stríðið hófst. En það ætti að vera skylda félaganna að taka sinn fullá þátt í kringumstæðunum, eins og þær eru nú. Og það virðist oss, að Canada Kyrrahafsbrautarfélagið ætti að vera eins fært um að leggja ofurlítið að sér, eins og einstaklingarnir, sem ekkert hafa á að byggja utan sínar tvær hendur. peim er sagt af þessum herrum, að það sé borgaraleg skylda þeirra, að leggja af mörkum og leggja á sig alt, sem þeir mögulega geta, og það er satt. En því er það ekki skylda járnbrautarfélaganna að gjöra það líka? Eru þjóðræknisskyldur félaganna og einstakling- anna ekki þær sömu ? Ef þær eru það, því lætur stjórnin þá ekki jafnt yfir báða ganga? Ársskýrsla Canada Kyrrahafsbrautar félags- ins sýnir, að það hafi borið úr býtum seytján miljónir dollara árið 1917. — En Ottawastjóminni hefir auðsjáanlega ekki þótt þetta nóg, og veitir félaginu því leyfi til þess að leggja nýjan skatt k herðar bænda og búalýðs, sem nemur miljónum dollara. Hefir stjórnin með því ekki einungis bmgðist vonum fólksins í Vesturlandinu, heldur einnig brennimerkt sjálfa sig sem auðmanna stjórn. Ekki fær félagið þessi hlunnindi sin samt ókeypis. pað verður að borga fyrir blóðtökuna, og er sú borgun nefndur skattur. Lágmark hans er sjö miljónir dollara, og borgast til Ottawastjórn- arinnar. Ekki verður annað sagt, en að þetta séu ógeðslegar aðfarir, eins,og nú er ástatt fyrir þjóð vorri. Hvað Canada getur. Blaðið “Monetory Times”, dags. 8. þ. m. flytur lesendum sínum upplýsingar um þátttöku Canada í yfirstandandi stríði, sem svo eru markverðar að vér teljum rétt að veita íslendingum ko^t á að kynnast þeim. pær eru fengnar úr ræðu, sem Hon. Newton W. Rowell, forseti leyndarráðsins í Ottawa, flutti nýlega í Toronto-borg. Ellefu hundruð miljónir dala. Meðal annars sagði hann að brezka hergagna- nefndin hefði síðan stríðið hófst pantað 1100 miljón dala virði af hergögnum í Canada, og að af þessari upphæð væri land vort þegar búið að fram- leiða 875 miljón dala virði. Hergögnin hafa verið smíðuð í nálega 600 verkstæðum, dreifðum um öll fylki Canada, að Prince Edward eyju einni undantekinni. Á þessum verkstæðum öllum hafa unnið 300 þús. manns, þar með taldar 35 þúsund konur, þegar flest var, þó nú vinni þar ekki fleiri en 5 þúsund konur. Meðal annars sem framleitt hefir verið á þessum verkstæðum, eru 53 miljónir stórskota- kúlur og 40 miljónir bras-kúlnahólkar, sem hver var 31/2 punda þungur. Ennfremur 58 miljónir kopargjarðir, og mestu kynstur af öðrum skot- færaefnum. Um eitt skeið á síðasta sumri, framleiddi Canada helming allra stórskotakúlna. af vissri gerð, sem allar herdeildir Breta notuðu á öllum hersvæðum. pegar Canada byrjaði að smíða stórskotakúl- ur, þá voru kveikjumar (fuses) pantaðar frá Bandaríkjunum, af því að álitið var að þær fengj- ust ekki gerðar, eða að minsta kosti ekki eins vel gerðar í Canada. En skömmu síðar var byrjað að búa kveikjur þessar til í Canada, og reyndust þær þá svo ágætar, að brezka hermáladeildin fann hjá sér köllun til þess bréflega, að votta hergagna- nefndinni hér velþóknan síná og þakklæti fyrir ágæti þessara skotkveikja. Canada býr nú til ná- lega þrjár miljónir á hverjum mánuði. Canada hefir einnig gert 16)4 miljón trékassa til umbúða skotfæranna, sem send hafa verið til Evrópu. Einnig hefir Canada síðan stríðið hófst, fram- leitt af mesta kappi, ýmiskonar málma og sprengi- efni, sem til hernaðarins hafa gengið. Málm- bræðslu iðnaðurinn í Canada hefir stórlega aukist við þetta stríð. Canada hjálpar Bandaríkjunum. Svo er nú Canada orðið öflugt til hergagna smiða, að það getur hlaupið undir bagga með Bandaríkjunum ekki síður en Bretum, þegar þörf krefur. Land vort er nú að smíða fyrir Banda- ríkin 7 miljónir stórskotakúlur, 10 miljónir kúlu- hólka og 2 miljónir smákúlur. Canada yfirgnæfir í fluglist. í engri grein hemaðar starfseminnar, hefir land vort tekið jafn stórfeldri framför eins og í flugvéla smíði og fluglist. Vér höfum stundað alt sem að fluglist lýtur og með afbrigða árangri. Sem dæmi má geta þess að þótt fluglistin hér væri að mestu óþekt þegar stríðið hófst, þá er nú svo komið að Canada framleiðir á yfirstandandi tíma yfir 3 hundruð fullgerðar flugvélar á hverjum mánuði. Canada framleiðir einnig allar flugvélar, sem brezka flugdeildin, “Royal Flying Corps”, notar á fimm hundruð flugsvæðum, og þess utan smíðum vér fjölda flugvéla fyrir Bandaríkin. pað er og nú verið að smíða í Canada eitt þúsund aflmótora af nýjustu og öflugustu gerð, til nota í flugvélum, sem gerðar verða. Canada hefir varið 10 miljónum dala til flug- útbúnaðar, að meðtöldum flugsvæðum og flugvéla skýlum. pegar “Camp Borden” flugvéla og flug- æfingastöðin var smíðuð, þá voru menn famir að æfa þar flug innan 60 daga frá því að fyrsta tréð var felt í skógi þeim, þar sem hún var sett. pess er einnig vert að geta og er mjög markvert atriði, að Canada leggur nú til fleiri en fjórðung allra flugmanna í brezku herdeildunum í öllu brezka ríkinu. Skipasmíðar Canada. Canada hefir fengið pantanir fyrir bæði stál og timburskipum, sem til samans eiga að hafa 350 miljón tonna lestarúm og sem eiga að kosta 64 miljónir dollara. pess utan er Ottawastjómin nú að gera ráðstafanir til mikilfenglegra skipagerða á ríkisins kostnað, svo að Canada geti átt nokkum skipastól að stríðinu enduðu. pað er áformað að smíða á þessu ári skipastól, sem sé átta sinnum meiri en sá, er gerður var árið áður en stríðið hófst. Verzlunarskipafloti sá er hér verður smíðað- ur á þessu ári, verður að lestarúmi meira en f jórð- ungur flota þess, sem Bandaríkin hafa áformað að smíða á árinu, og meira en fimtungur alls lesta- rúms þeirra skipa, sem smíðuð verða á Bretlandi á þessu ári. Með eða móti. Menn hrósa sér af því, að þeir láti þetta eða hitt málið afskiftalaust, eða að þeir séu hvorki með því, né heldur á móti því. Slíkt er hin ömur- legasta yfirlýsing, á sama tíma og hún er ósönn, því ef maður styður ekki eitt mál af einlægni, þá er maður ekki með því, og þá líka á móti því. öllum mönnum kemur saman um það, að þegar einn maður er óákveðinn, þá sé hann lítt líklegur til framkvæmda. Menn sjá að í lífi einstaklinganna koma at- vik fyrir þráfaldlega, þar sem “að hika er sama og tapa”. Menn sjá að þeir, sem eru óákveðnir og hikandi eru ávalt að tapa. Menn vita, að til þess að vinna þarf maður að vera einhuga og ákveðinn. Og ef þetta er rétt, í sambandi við líf einstak- linganna, þá er það satt í sambandi við líf þjóð- anna. Velferð þeirra í blíðu og stríðu er undir því komin, að þegnar þeirra séu einhuga með öllu því, sem varðveitir sóma þeirra og styrkir framtíðar frelsi, og líka jafn ákveðnir á móti öllu þvQ sem landi þeirra og þjóð vill granda. Að vera með fóstur- eða föðurlandi sínu þegar það er statt 1 neyð og dauðans hættu, og þá líka einhuga og ákveðnir á móti því eða þeim, sem því eru óvin- veittir. Stuttu eftir að fyrstu skotin í þrælastríði Bandaríkjanna riðu af, þá flutti Stephen A. Douglas ræðu í Chicago, og komst meðal annars svo að orði: “Nú er enginn tími til að deila um upptök, samsærið er uppvíst orðið. Hér hefir verið stefnt saman til þess að koma því í framkvæmd. Hver einasti maður verður nú að vera með Bandaríkj- unum eða þá á móti þeim. í þessu stríði geta hlut- leysingjar ekki verið til, heldur að eins löghlýðnir borgarar eða þá landráðamenn. peim mun fleiri sem í einlægni sameinast, því fyr rennur dagur friðarins upp”. pað sem var satt í Bandaríkjunum fyrir 57 árum síðan, er einnig satt í Canada í dag. í Canada geta hlutleysingjar ekki verið til í þessu stríði, heldur að eins löghlýðnir borgarar eða þá landráða- menn. Um þátt-töku Vestur-fslendinga í stríðinu er ekkert nema það bezta að segja. peir munu hafa orðið tiltölulega fleiri, en ekki færri, í samanburði við aðra þjóðflokka l|ér í landinu íslendingarair, sem gáfu sig fram þegar land þetta var statt í dauðans hættu og margir hafa þeir nú goldið hina síðustu og mestu skuld, sem eitt ríki getur krafist af borgara sínum. Hvar sem þeir hafa verið í fylkingu settir, þá hafa þeir reynst svo drengilega, að orðstír íslendingsins hefir borist alla leið frá Flanders til vor hingað vestur. peir landar vorir, sem til vígstöðvanna eru komnir, em áreiðanlega með. En hvað er um sjálfa oss? Erum vér Vestur- íslendingar með eða á móti vorum eigin hermönn- um? Erum vér eitt með þeim í hugsunum, vonum og í orðum. Ef vér erum það ekki, þá erum vér á móti þeim. Emm vér með eða á móti þessu landi, sem vér höfum svarið þegnhollustu og sem fæðir oss og klæðir? og verður að sjálfsögðu framtíðar- land afkomenda vorra. Ef vér erum af einlægni og heilum hug með því í stríðinu, annars ekki. Ef vér í orði og verki og öllum athöfnum styrkjum sigurvon þess, þá erum vér með „því, annars erum vér á móti því. Hlutleysingjar geta ekki verið til í Canada, eins og nú standa sakir. Vér eigum ekki við það, að allir Vestur-fslend- ingar fari í stríðið, því slíkt getur ekki með neinu móti látið sig gjöra. Vér erum ekki einu sinni að segja einum einasta manni af vorum þjóðflokki að fara í stríðið. En vér segjum að það er eins sjálfsögð skylda vor, sem heima sitjum, að reyn- ast þegnskvldu vorri trúir. Vér segjum að það er skylda þeirra, sem land þetta fæðir og klæðir, hvort heldur þeir eru borgarar eða borgarar ekki, að vera með. En þeir, sem ekki eru það í orði og í verki, eru á móti, því hlutleysingjar eru ekki til nú í Canada. Einu sinni var sagt um íslendinga, og það með réttu: Kongsþrælar íslenzkir aldregi voru, enn síður skrílsþrælar, lyndi með tvenn, en ætíð því héldu þá eiða þeir sóru og ágætir þóttu því konunga menn. Skyldi slíkt verða sagt um Vestur-íslendinga nú? * Oafsakanlegt, Allir muna sjálfsagt eftir hneyxlismálinu fáránlega, er upp kom í haust, þegar það sannað- ist að Davis kjötsölufélagið hafði, grætt á árs- verzlun sinni meira en sjötíu af hundraði, á harla varhugaverðan hátt. pað stendur og landslýð vafalaust í fersku minni, að forseti þess félags, og öflugur hluthafi, er Sir Josef ^Flavelle, fram- kvæmdarstjóri hinnar konunglegu brezku inn- kaupanefndar. Ávíttu menn harðlega þessar. aðfarir félags- ins, sem rétt var og eðlilegt, og jafnvel sum helztu stuðningsblöð Bordenstjómarinnar, þar á meðal “Winnipeg Telegram”, töldu hina mestu ósvinnu, ef Mr. Flavelle yrði eigi vikið úr embætti. — Öllum er ljóst hver árangurinn varð. Stjórnin gaf aðeins út nokkur fögur, bráðabyrgða loforð. Fyrir rúmum hálfum mánuði hafa dagblöð Winnipeg-borgar borið á sama félagið, dæmalaust athæfi í viðskiftastarfseminni hér í bænum. pví hef ir með öðrum orðum verið haldið fram, án nokkurra gildra mótmæla, að félagið hafi hald- ið í kælirúmum sínum í þessari borg um 8 þús- und pundum af fuglakjöti, er rotnað hafi niður og síðan verið kastað í sorphauginn. Svona var ágirnd þessa alræmda okurfélags orðin takmarka- laus, að fyr vildi það láta lífsnauðsynjar manna rotna, en að selja þær með sanngjömu verði. Hefir nokkurn tíma heyrst annað eins? Á sama tíma og galað er hæst um sparaað og aukna framleiðslu, — á sama tíma og oss er sagt, eflaust með réttu, að samborgarar vorir og samherjar, er berjast upp á líf og dauða fyrir mannrétt- indum á Heljarslóð Norðurálfunnar, séu í mestu hættunni sökum vistaskorts, þá lætur stjórnin okurfélögum haldast uppi að græða milli sjötíu og áttatíu af hundraði, og þar að auki kasta kjarngóðum fæðutegundum í sorpið, þegar hung- urskýin sveima um framtíðar-himinn þjóðanna! Að vísu hefir heyrst að rannsókn muni hafin á athæfi þessu. En hvers má vænta af stjórninni ? Skyldi ekki verða hylmt yfir brestina, eins og því miður oftar hefir átt sér stað, þegar auðfélögin hafa átt hlút að máli. Hugsa sér að annað eins athæfi skuli geta átt sér stáð, á stríðstíma — það tekur út yfir allan þjófabálk! Enn um framleiðslu og • vistaforða. pað virðjst sVo að leiðandi mennimir í Canada séu famir fyrir alvöru að vakna, og sjá hina hryggi legu og alvarlegu hættu, sem að sjáanlega vofir yf- ir ekki einasta þessu landi, heldur og yfir öllum þjóðum, í sambandi við hinn sí-þverrandi vistaforða heimsins, og þá líka hlýtur sá sannleik- ur að verða þeim, og öllum oss Ijós, að vistafram- leiðslan er að verða þýðingarmesta atriðið í sam- bandi við þetta yfirstandandi stríð. Áskoranir koma úr öllum áttum, um að lífsspursmál sé að leggja nú fram alla krafta sína, til þess að sam- bandsþjóðir vorar strandi-ekki á hungursskeri. Að sjálfsögðu telur hver sannur borgari það skyldu sína, að verða við þessum áskorunum — gjöra alt sem hægt er nú, þegar þörfin er svo brýn. — En þessu máli verður aldrei bjargað við með góðum vilja einum, án praktiskra framkvæmda. En það eru einmitt þær, hagsýnis framkvæmdimar, sem oss virðast brezta, hjá þeim, sem völdin hafa—Oss virðist, að eins lengi og haldið er áfram með að taka vinnukraft þann, sem við framleiðslu er van- ur, og að framleiðslu kann, þá sé engin von um það að framleiðslan geti haldist við, hvað þá heldur að hún géti vaxið, oss virðist að stjómarvöldin hafi ekki tekið þennan sannleika nógu mikið til greina og fyrri en það er gjört, verður áldrei veruleg bót ráðin á þessu vandasama spursmáli. ■— Oss er sagt að nægir vinnukraftar séu til. — En hverjir eru þeir? Drengir fyrir innan tvítugt, sem aldrei á æfi sinni hafa tekið á plóg,gefið> grip, eða lagt net; kvennfólk, sem aldrei hefir snert á heyvinnu, aldrei mjólkað kú og ekkert skilur í hinum nauð- synlegustu búverkum, og máské menn, sem alla sína daga hafa setið á skrifstofum og ekki þekkja hafra frá hveiti, né bygg frá baunum. Að auka jarðyrku framleiðsluna með þeim liðsafla er óhugs andi, jafnvel þó að til væru þrír af þeim á móti einum vönum manni, þá samt yrði minnu afkastað og verkið ver unnið. Hvemíg er þá hægt að búast við aukinni framleiðslu með því fyrirkomulagi, þó viljinn sé hinn allra bezti? petta sem nú hefir sagt verið gildir um allar greinar framleiðslunnar, en þó einkum og sér í lagi um fiskiveiðamar. Hér í Manitoba fylki er aðallega fiskað í Winnipegvatni, Manitobavatni og Winnipegosisvatni. Hvað fram- leiðslan úr öllum þessum vötnum er mikil, veit maður ekki með vissu, en maður veit að hún er mikil, maður veit að hún nemur, svcj tugum milj- óna punda skiftir á ári, og maður veit, að ef þeir menn, sem að þeirri atvinnugrein kunna eru teknir í burt, þá er úti um hana, — þá er sú framleiðslu- lind þrotin, — því ókunnugir menn, þótt til væru, sem ekki þekkja aðferðir við fiskiveiðar, né held- ur fiskimið og óvanir eru erfiðleikum þeim og eld- raunum, er fiskimenn hafa við að stríða, og yfir að stíga, eru með öllu ómögulegir til þeirrar vinnu. Vér viljum ekki telja úr neinum manni að fara i stríðið, vér viljum ekki að neinn maður sitji heima sem að heiman getur mist sig. — En vér viljum ekki að þeir sem ráðin hafa í hendi sér, fari svo með hina reyndu 0g æfðu vinnukrafta, að atvinnu- vegum landsins sé stofnað í stórhættu og sjálfum oss og samherjum vomm með. — pað er lífsspurs- mál að kröftum þeim, er sérþekkingu og æfingu hafa við vistaframleiðslu sé haldið í landieu. THE DOMINION BANK STOFNSETTLR 1871 Höfuðstóll borgaður og vurasjoour . . §13.000,000 Allar eignir...................... $87.000,000 Bankastörf öll fl16tt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögð á að gera skiftavinum sem þægilegust viðskiftin. Spar is j óðsdeild. Vrextir borgaðir eða þeim bætt við innstæður frá $1.00 eða meira. tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMII.TON, Manager. Selkirk Bi-anch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Varasjóðu. . Fresident - Vice-President HöfuðstóII greiddur $1,431,200 . $ 920.202 Capt. WM. ROBINSON JOHN STOVEL Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWI.F E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, GEO. FISHER Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga vl8 einstakllnga eða félög og sanngjarnlr skilmálar veittir. Avlsanir seldar tll hvaða staBar sem er á Islandi. Sérstakur gaumur gefinn sparlrjóCslnnlögum. sem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagðar viC á hverjum 6 mánuCum. T- E. THORSTEIN3SOIM, Ráðsmaður Co Wiliiam Ave. og Sherbrooke St., Winnipcg, Man. rTívir j-, ii t-v rr Öll framkoma keisarans var r all Komanorranna. náttúrieg, og viðmót hans hiý- ____ legt, það var bara hið starandi • Svo heitir bók ein, sem gefin hefir verið út í New York, eftir óþektan höfund, er þar lýst því, er keisara-hjónin rússnezku vora tekin föst, ásamt börnum þeirra. Keisarinnan, sem var í Isarskoe Selo höllinni ásamt syni sínum, ný stöðnum upp úr legu, og með dætur sínar tvær veikar af misl- ingum, er heimsótt af umboðs- mönnum dúmunnar, og tekin föst. Keisarainnan, sem víst hefir átt von á þessari heimsókn var klædd í svartan kjól, mjög látlausan, var náföl í framan, en stilt og virtist að ytra út- augnaráð, sem gaf til kynna hve þungt þessir viðburðir lögðust á hann. , Tiu mínútum áður en eimlest- in, sem keisarinn var á, kom til Isarskoe Selo kvaddi hann alla vini sína, sem með honum voru með kossi, og þakkaði þeim trygð og drenglyndi. peir aftur að rússneskum sið, kystu á herðar keisarans, og margir þeirra grétu sem böm. Undir eins og lestin nam staðar, steig Nikúlás út úr járnbrautarvagninum, og út á bið-pallinn, setti hendina upp að húfu sinni að hermanna litli vera róleg. Hún hlustaði á sið og gekk þannig hratt og djarf boðskap lögreglunnar, og það lega eftir bið-pallinum, án þess eina, sem hún sagði var þetta: “pað er ein bæn, sem mig langar til að bera fram, og hún er sú, að eg fái að njóta læknishjálpar frá borginni, ef eg þarf á að halda, handa börnum mínum að yrða á nokkurn mann, og sett- ist í bifreið, sem beið eftir hon- um við enda pallsins. Undir eins á eftir honum kom prins Dol- goroukoff. Frá jámbrautarstöð- inni hélt keisarinn beint til hall- þessi ósk var veitt, þó með því arinnar, þar sem f jölskylda hans móti, að í hvert sinn, sem að var og fór undir eins inn í prívat læknir heimsækti hána, þá skyldi herbergi þeirra hjóna, þar sem keisarainnan beið hans. Hún fleygði sér í fang honum grát- vera með honum varðmaður, sem aldrei mætti við hanh skilja. Keisarinn, sem fór til Mohelev; andi og sagði: “Fyrirgefðu mér! eftir að hann sagði af sér og ó fyrirgefðu mér! pað er mér beið þar þess er verða vildi, sat einni um að kenna, að svona er þennan dag að miðdagsverði með j komið”. \ móður sinni, sem þangað hafði farið í prívat jámbrautarvagni, til þess að tala við son sinn, þau sátu eins og sagt var við máltíð í vagni ekkjudrotningarinnar, þegar sendimenn “dumunnar” komu þangað. pegar að hann vissi að þeir voru komnir þangað stóð hann upp, kvaddi móður sína innilega og steig út á bið- pallinn við vagnstöðina, þar sem nokkrir herforingjar vom sam- ankomnir, og þeirra á meðal var General • Alexieff. Svo heldur höfundur bókarinnar áfram og segir: “pað var þögul og sorg- þrungin stund, þegar Nikulás II. kvaddi hvem og einn þessara vina sinna með handarbandi. Aðmírall Niloff beiddi um að mega fylgja keisaranum, en var neitað um það. Eftir að keisar- inn hafði kvatt þessa vini sína, fór hann skyndilega inn í jám- brautarlestina, sem beið hans. Móðir hans, ekkjudrotningin, stóð föl og þögul við gluggann á járnbrautarvagni sínum og horfði á það, sem fram fór. f fylgd með keisaranum á þessari eftirminnanlegu ferð hans, voru hirðmarskálkur keisarans, prins Dolgoronkoff, hershöfðingi Mar- ishkine og sveitarhöfðingi Mord- vinoff. Meðlimir dumunnar, sem sendir voru eftir keisaran- um, voru í öðrum vagni og sök- um kurteisistilfinningar létu fangann í friði. Á yfirborðinu virtist keisar- inn rólegur og ekki misti hann vald á sjálfum sér eina mínútu, en þeir.sem bezt þektu hann vissu að hann var í ákafri geðs- hræringu. Hann hafði auðsjá- anlega ekki búist við því, að hlut- imir mundu snúast í þá átt, sem nú var raun á orðin, og sízt svo skyndilega. Ef hann hefði vitað það, hefði hann að líkindum get- að keypt frelsi sitt af þeim Keisarinn þrýsti konu sinni að hjarta sér, hughreystandi hana og mælti: “Nei, mér einum er um að kenna”. En þessi viðkvæmni Alex- öndru Feodoroma, átti sér ekki djúpar rætur, því rrtjög bráðlega heyrðist hún brixla manni sín- um um bleyðuskap, að láta und- an mótstöðumönnum sínum svo auðveldlega, og láta kúga sig til þess að segja af sér keisaratign- inni. pegar Nikulás II. sagði syni sínum, ríkiserfingjanum, hvem- ig komið væri, grét hann hástöf- um og mælti: “Svo eg verð þá aldrei keisari”. Næsta hneyxlið í sambandi við þennan sorgarleik eru dag- blöðin, sem hin nýja stjórn hafði létt af allri þagnarskyldu, þau réðust að keisarahjónunum, og Romanoff-unum yfir höfuð, með fádæma ósvífni. Keisaranum var brígslað um allar vammir ag skammir; keisaradrotningunni var borin öll ósvífni á brýn, og jafnvel dætur þeirra voru ekki látnar óáreittar. Samtöl við suma, sem nærri stóðu keisara- fjölskyldunni stóðu dagsdaglega í blöðunum, mörg þeirra sýndu ótrúlega mikla framhleypni, aft- ur voru það aðrir, sem aldrei höfðu haft manndáð í sér til að opna munn sinn í nærveru keis- arans, sem sögðu með mesta spekingssvip: “Eg varaði keis- ann löngum við þessu, en ávalt til einskis”. Bikar óhróðurs, ósanninda og ósvífni var barma- fullur og brígsl mannanna lét ekki á sér standa, þeir virtust gleyma því, að hinn virkilegi sakarþungi var næsta nógur, án þess að við hann væri bætt ill- girni fólksins og upplognum* sökum. Aðal-ástæðan fyrir því að Romanoffamir féllu, er hjá keis- Gutchkoff og Schulguine, sem'ara drotningunni. pegar að að eins kröfðust þess, að keisar-1 þegnar eins ríkis missa virðing- inn segði af sér. Ef satt skal segja, þá var það ekki stjórnin á Rússlandi, sem krafðist þess að keisarinn væri tekinn til fanga heldur var það verkamanna- flokkurinn. Keisarinn talaði við samferða- mennina um hitt og þetta, um veikindi bama sinna, um stríðið, að eins einu sinni mintist hann á það, sem var að gjörast þenn- an dag og það var þegar einhver af samferðamönnunum mintist á það að greifi Frederik og hers- höfðingi Woyeikoffes hefðu ver- ið teknir fastir, þá segir hann: “pað er illa farið, þeir áttu þó enga skuld á þessu”. una fyrir þjóðhöfðingja sínum, er ekki við góðu að búast, en ógætni og bruðl drotningarinnar í sambandi við Rasputin gekk langt fram úr öllu hófi. Hin undarlega framkoma hennar í sambandi við stríðið, og hin takt- lausa framkoma hennar gagn- vart hinu rússneska fólki alment, varð til þes^ smátt og smátt að draga úr vinsældum keisarans, og veikja samband keisara og þjóðar, og að síðustu koma af stað borgara stríðinu. pjóðin sneri baki sínu við keisaradrotn- ingunni, af því að keisarinn sjálfur var ófáanlegur til þess. Trygð hans við sína kaldíyndu

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.