Lögberg - 09.05.1918, Síða 1

Lögberg - 09.05.1918, Síða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG iiftef i. Þetta pláss er til sölu Talsímið Garrv 416 eða 417 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 9. MAÍ 1918 NUMER 19 Séra Fa?ddur 15. apríl 1858 Friðrik J i. : Bergmann Dáinn 11. apríl 1918 “Tíðkast þau nú hin breiðu spjótin, og er skamt stórra högga á milli”. Eitthvað líkt þessu kom mér í hug, þegar mér barst fregnin um andlát séra Friðriks J. Bermanns. Svo óvænt og sviplegt sem það var. J7ví óðum tekur nú að þynnast fylk- ing hinna merkari starfsmanna og leiðtoga frá Landnámstíð okkar íslendinganna, hér vestra. Veldur þetta ekki einungis sárum söknuði hjá þeim fáu frumbyggjum, sem enn standa eftir á eyrinni, heldur líka tilfinning einstæðingsskapar og tómleika. Séra Friðrik kom vestur um haf snemma á árum. Tók ungur til starfa meðal þjóðar sinnar, eða réttara sagt, fyrir þjóð sína, og hélt því áfram, uppihaldslaust, til dauðadags. Landnámstíð íslendinga, hér í landi, er nú í rauninni lokið. Frumbýlings erfiðleikar útlendinganna ekki lengur tiL íslenzka þjóðin ihér, er orðin innlend og þarf því aldrei framar á leiðtogum að halda, í sama skilningi, né á sama hátt og þurfti fyrsta mannsaldurinn hér í landi. óhugsandi tel eg annað, en að það verði dómur sögunn- ar, að starfhæfasti, afkastamesti og áhrifamesti leiðtog- inn hjá fslendingum, á því tímabili, sem hér um ræðir, hafi séra Friðrik Bergmann verið, að séra Jóni Bjarnasyni einum undanteknum. Eg sá séra Friðrik fyrst fyrir þrjátíu og þremur árum síðan, og hefir ætíð síðan verið minnisstætt hve vel mér leizt á manninn. Var hann þá nýkominn frá Noregi, þar sem hann hafði lesið guðfræði um nokkur ár. Svo var hann eitt ár í Fhiladelphia, og hélt áfram námi við M't Airy Seminary prestaskóla General Council’s. Hann útskrifaðist þar og var vígður þar eystra til prestakallsins íslenzka í Norður Dakota. Söfnuðunum í þeirri víðlendu bygð, þjónaði hann einn um mörg og erfið ár, með frábærum dugnaði og trú- mensku, og varð, oft að leggja meira á sig, einkum við vetrarferðalög, en heilsa hans, sem aldrei var sterk, þoldi. En það var ekki safnaðaþjónustan ein, sem hann hafði á hendi á þeim árum. pví ekki var hann fyr kominn til em- bættis, en ihann fór að gefa sig við ritstörfum. Líka var hann um mörg ár varaforseti Kirkjufélagsins og tók ætíð að sér mikinn skerf af forsetastarfi, og að öllu leyti á ýmsum tímabilum. Enginn íslendingur, sem fengið hefir alla sína mentun hér í landi, eða utan íslands, hefir, að því er séð verður, aflað sér eins víðtækrar þekkingar um ísland og hann. Snemma fór hann að rita um íslenzkar bókmentir, einkum skáldskap- inn. Honum lét það ætíð vel, því hann unni mikið alls konar bókfræði, og kunni manna bezt að skilgréina kosti og lesti. bæði frá listarinnar jhlið og þá ekki síður að anda og stefnu, er þar réði. Hann ræddi það og gagnrýndi með þeirri ein- urð, sem sjálfstæði anda hans gaf honum heimild til. En líka með þeirri alvöru, að auðsætt var, að augnamið hans var að hafa áhrif. Hann var ekki einungis hugsjónarmaður.. Hann var líka andlegur ákafamaður, og vildi koma hugsjón- um sínum á framfæri. Hann skaut líka oft og einatt vel ti! marks og stóð ekki heldur á löngu, að orð hans vekti eftir- tekt. Eftir hann má heita að liggji feikna mikið af ritverkum, ekki eldri mann, sem ætíð hafði miklum og vandasömum embættisönnum að gegna, sem út af fyrir sig, hefði verið hverjum meðalmanni ærið nógur starfi, eða vel það. Hann var ritstjóri “Aldamóta” meðan þau komu út. Fór þar fyrst verulega að bera á honum, sem rithöfundi. Fyrirlestrar hans þar vöktu mikla eftirtekt. peir voru prýðilega samdir, og lýstu líka hinum brennandi áhuga hans fyrir málefni því, er hann hafði helgað líf sitt og krafta. par má líka finna eftir hann ýmsar ritgerðir annars efnis, mest bókmentalegs, einkar skarpar og skemtilegar, til dæmis í köflunum “Undir Linditrjánum”. Landnámssöguþættir hans í Almanaki ólafs Thorgeirs- sonar, voru einkar vel ritaðir. Kendi þar skilnings höf. á innra lífi nýlendumanna, ekki síður en á hinum ytri kring- umstæðum. peir söguþættir voru vinsælir og áttu það líka skilið, því þeir voru það lang læsilegasta, sem sést hefir í öllu því safni. Pá er “fsland um Aldamótin”, vel samin ferðasaga og hlýtur að vera sérlega hugðnæm öllum þeim, sem til manna og málefna þekkja þar heima. Hún er full af ýmsum fróð- leik og frumlegum hugsunum hins glögga og athugula ferðamanns og föðurlandsvinar. pað sem eg hefi nú minst hér á, er auðvitað ekki nema lítið af því, sem eftir þepna mikilvirka höfund liggur. En það er frá fyrri árunum, og þykir því meiri ástæða á það að minna. Kunnugt er að hann var stöðugt ritandi, til síðasta dags, og var einkenni alls er frá hans penna kom, frábær vandvirkni og stöðug framför í meðferð islenzkrar tungu. Svo stórt atriði í starfi og æfisögu séra Friðriks var ágreiningsmál hans við kirkjufélagið, sem hann svo vel og lengi hafði unnið með, eða öllu héldur, hafði átt svo stóran þátt í að byggja upp, að eg kann ekki við að ganga fram hjá því þegjandi. Mætti þá halda að eg treystist ekki til að geta -þess í þeim anda, er mér þætti viðeigandi, þegar eg er að minnast látins vinar. En að er nú síður en svo. pótt hugur hans hneigðist að stefnu og kenningum hinnar nýju guðfræði er ekkert til að undrast yfir. Stefna sú hefir, eins og kunnugt er, heillað hugi margra mikilhæfra og góðra manna. Aldrei hefir neinn efast um, að séra Friðrik hafi verið sú skoðanabreyting einlægni og alvörumál, og verður því ekki séð, hvað annað hann gat gert, en hefjast handa, skera upp úr. Hann hafði aldrei tamið sér að geyma hugsanir sínar undir lás, eða skoðanir á þeim efnum, sem honum þóttu nokkru máli skifta. Okkur, félagsbræðrum hans til margra ára, varð þetta auðvitað nokkuð mótlæti. En skilningur manna sér oft fremur skamt fram í tímann. Oft reynist það mótdræga blessun í dularbúningi. Svo getur farið með þetta. Eða hví skildi ekki kirkjunnar starfsmenn hafa lært eitthvað af þeirri reynslu? Og annar árangur liggur í augum uppi. Mikill fjöldi fslendinga, sem látið hafði sig slíkt mál litlu eða engu skifta, rumskaðist við þessa hreyfingu. Fyrst er þó að fá fólkið til að hugsa. Séra Friðrik fékk, upp úr þessu tilheyrendur, sem Kirkjufélagið aldrei náði til. Útbreiðslu- starfið fór vaxandi. — Um árangurinn er ekkert að óttast. Deilar), sem út af þessu reis, varð á sínum tíma, all- snörp, og ágreiningsatriðin sýnd almenning í gegnum stækkunargler. En jafnóðum og því veðri hefir slotað, hefir lækkað í sessi það sem á milli bar, og er nú óðum að detta úr sögunni. Mál þessi voru flutt og rædd af talsverðu kappi, sæmilegri stillingu og miklu viti, af leiðtogum beggja stefn- anna. Sanngjarnt finst mér þó að ætlast til, að árangurinn af allri þeirri discussion ætti að verða ábati, andlegur gróði, fyrir þá er fylgdust þar með. Enginn hefir lagt eins mikið til þeirra mála og séra Friðrik, eins og hann var líka, sem og kunnugt er, málshefj- andinn sjálfur. Ber 'honum því, með réttu, mest þökkin fyrir þann árangur til góðs, sem af þessu kann að leiða og ætti að leiða. Séra Friðrik var með fríðustu mönnum. Rétt meðal- maður á vöxt allann, og var þar alt í hinu nákvæmasta sam- ræmi. Bjartur á hár og yfirlit. Fremur fölur í andliti og yfirbragðið óhraustlegt. Enda hafði hann all-oft af van- heilsu að segja. Augun snör, glansandi og gáfuleg, með gletnisblæ nokkrum, þá er einhver glaðværð var á ferðinni. Ennið var hvelft og mjög hátt, yfir framhleyptum, svip- miklum augnabrúnum. Hann var höfðinglegur, glaður og þýður í viðmóti, beinn á velli, léttur í spori og glæzimenni hvár sem á hann var litið og hvernig sem á stóð. Hin ein- stakasta prúðmenzka einkendi alla hans framkomu. Skemt- inn í samræðum, glettinn og spaugsamur, þegar það átti við, en aldrei var dj úpt inn á alvöruna, og bezt naut hann sín og skemtilegastur var hann þegar umræðan snerist um það efni, er eitthvert verulegt, andlegt gildi hafði. Með séra Friðrik hefi eg lifað fjölda margar ánægju og gleðistundir, einkum á iheimili hans, þar sem eg var oft gest- ur framan af árunum, og átti í því sinn góða þátt hans ágæta kona, sem orðlogð er fyrir ljúfmensku, rausn og höfðing- skap, og var sérfræðingur í þeirri list, að láta gestum þeirra líða vel. Við séra Friðrik vorum nánir vinir um mörg ár. Vegir ókkar skildu á síðari árum, bæði bókstaflega og í skoðana- legu tilliti. Og þótt málshátturinn: “Svo fyrnast ástir, sem fundir”, sé líklega sannur, þá þykist eg iþess fullviss, að okkar foma vináttuþel hafi bjargast af. Að minsta kosti, nú við fráfall hans, er það mín reynsla. Eg finn til þess líka. að eg hefi notið meira góðs frá honum, en hann frá mér. Hann hafði af meiru að taka og gat því meira veitt. pess vegna finst mér nú, að eg vera við hann í skuld. Skuld sem aldrei verður goldin, en eg get hér um, og geymi með öðr um hlýjum endurminningum um einn minna beztu vina á æfinni. wnp PcX: í mótlœti. Lífið alt er umbreytingar, ýmist sorgir eða gleði, þar til örlög veginn vísa, veginn fram að hinsta beði. % Okkar hugar-borgir bjartar, breytast fljótt í vona myrkur. pá er ekkert afl að lýsa; engin þrá og farinn styrkur. Leiðin, sem í dag er dýrðleg, dregin fögrum ljósabogum; getur orðið myrk á morgun, máð og brend af þyrni logum. En svo kanske geisli gægist gegnum þrautir sorg og kvíða, geisli sem að kveikir kjarkinn, kjarkinn, til að vinna og stríða. ITví að láta sorgir sigra, sárt þó blæði hjartans undir. Hví að æðrast eða kvarta, örðugar þó reynist stundir. Bergthor Emil Johnson. I Skúli Lindal fallinn á Frakklandi i Ur bænum. Tækifæri fyrir þrifna stúlku að fá góða vist. prent í heimili. Ekkert barn. Phone G. 2859. Bazar þeim sem kvennfélag Fyrsta lút. safnaðar hafði á- kveðið að halda 7. þ. m. hefir verið frestað til þess 21. Nán- ari auglýsing í næsta blaði. Mr. Sigurður porsteinsson frá Winnipegósis kom til bæjarins til þess að innritast í herinn. Mr. Percy Jónasson frá Ár- borg var á ferð í bænum í vik- unni, sagði engin ný tíðindi úr sinni bygð. Mr. Jóhannes Baldwinson, Amaranth P. O. Man. kom til bæjarins á fimtudaginn var. Séra Steingrimur Thorláksson frá Selkirk og séra K. K. Olafs- son frá Mountain, N. D. komu til bæjarins í vikunni til þess að vera á skólanefndarfundi. í símskeyti frá Áma Eggert- syni segir að gufuskipið “Frede- rica” leggi á stað frá New York til íslands á mánudaginn kemur og verður póstur sendur með því. Utanáskrift fslands bréfa með skipunum hin sama og áður. — “Gullfoss” segir hann að sé vænt anlegur til New York í dag. Skúli Guðbrandur Lindal Á þriðjudaginn var kom 0. A. Eggertson heim aftur frá Piney, Manitoba, þar hélt hann sína síð- ustu Betelsamkomu, minsta kosti Skúli fyrst um sinn, 4. þ. m. Olafur hefir haldið 3 samkomur síðan hann kom frá Bandaríkjunum, Selkirk Morden-bygð (Brown P. 0.) og Piney. Skýrslur yfir þess-1 depru. ar samkomur birtast í næstu blöðum. Mr. Ágúst Vopni og sonur hans frá Swan River kom til bæjarins seinni part vikunnar sem leið. Mr. John Collin frá Winnipeg- osis kom til bæjarins á föstudag- inn og dvaldi fram yfir helgina. Mr. pórarinn Johnson frá Winnipegosis var á ferð í borg- inni fyrir síðasliðna helgi og hélt heimleiðis á mánudaginn. Sú sorgarfregn hefir nýlega borist hingað vestur að Skúli Guðbrandur Lindal hafi fallið í orustunni miklu á Frakklandi 15. f. m. Hann tilheyrði 27th Winnipeg Batt. þegar hann féll, cn innritaðist í 223. herdeildina og fór til Englands með þeii*ri deild. Skúli sálugi var fæddur 30. sept. 1893, nálægt Church- bridge, Sask. Vorið 1896, þá að eins þriggja ára, fluttist hann úr foreldrahúsum til Guðrúnar Guð- brandsdóttur (konu Finns Jóns- sonar að Tantallon, Sask). í fyrstu stóð til að hann yrði að eins nokkurn tíma hjá Guð- rúnu, en sú varð niðurstaðan, að hann ílengdist þar, og ól Guðrún hann upp og reynist honum. sem bezta móðir í hvivetna, og er missirinn henni því eins sár og tilfinnanlegur, eins og hún hefði verið móðir hans. Barnaskólamentunar naut sálugi í Ohurchbrigde, Sask. Árið 1910 byrjaði hann nám við Westley College í Winni- peg, en varð að hætta við námið tveimur árum síðar vegna sjón- En þótt heilsan væn ekki sem bezt, lét hann ekki hug- fallast, og byrjaði aftur á námi árið 1914 við Saskatchewan há- skólann í Saskatoonog lauk und- irbúnings prófi það ár. Árið eft- ir hélt hann áfram námi við sama skólann og tók hæstu verð- laun sem veitt eru við skólann. pótt framtíð hans virtist glæsileg og björt, kom samt að því, að Skúla fanst að skyldan við föðurlandið í nauðum statt skýlaus, og þörfin á hjálp svo brýn, að hann lagði alt annað ti! síðu og innritaðist í herinn Vorið 1917. Hann fór áleiðis til Englands með 223. herdeildinni og nokkru síðar hélt hann til Frakklands og var hann þar sett- ur i 27. herdeildina, er hann til- heyrði þar til hann féll. Hinn fallna hermann syrgir aldurhniginn faðir, og eftirlif- andi systkini, sem fyrir ári síð- an urðu á bak að sjá öðrum syni og bróður, sem Jakob Lindal hét, hann féll í bardaganum við Somme. En það má vera hugg- un fyrir hinn aldurhnigna föður, og aðra ættingja að drengimir hans reyndust vel, — að þeir voru í hættunni stórir eins og sæmir þeim mönnum, sem af ís- lenzku bergi eru brotnir. — Svo stórir að þeir af frjálsum vilja, 'og með fúsu geði vildu heldur bíða hel, en lúta veldi harðstjór- ans, og sjá samtíðarmenn sína og eftirkomendur reirða viðjum harðstjórans um ókomin ár. Minning þeirra manna sem létu líf til þess að aðrir mættu í friði njóta frelsis og mannrétt- inda, lifir í lotningarfullum sál- um þeirra, sem njóta ávaxtanna af lífi þeirra, ekki að eins í dag og á morgun, heldur líka um ó- komna tíð. Og þannig lifir minning hins fallna hermanns — hinna föllnu bræðra. priðji bróðurinn, Leut. Walter Lindal, sem er í hernum kom til baka frá vígvöllunum í vetur, sem leið til þess að leita sér lækn- inga við gasi, sem hann varð fyr- ir í fyrra haust. Myndasýning sú,"sem Mr. ögmundur Sigurðsson hélt í j Fyrstu lút. kirkjunni á fimtu- dagskveldið var, var allvel sótt. Myndirnar sem hann sýndi voru allar íslezkar, og flutti hann til- heyrendur sína í anda heim til æsku- og ættjarðarstöðvanna fornu, og sjaldan líður löndum vorum hér betur en við endur- minningarnar þær. — Mr. Sig- urðsson taiaði skýrt og skipulega og vér þökkum honum fyrir keldskemtunina, sem var ágæt. til íslands með “Gullfoss”, sem væntanlega fer frá New* Ýork um eða eftir næstu mánaðarmót. Frá Islandi. Mr. Árni Sigurðsson, sem búið hefir að 545 Toronto St. er flutt- ur norður að Gimli um stundar- sakir, og biður þá, sem kunna að vilja hafa bréfaviðskifti við sig að senda bréf sín til Gimli P. O. Man. Reykjavík 27. marz 1918 21. þ. m. andaðist hér í bæn- um Hans Andersen verzlunarstj. sonur H. Andersens heitins klæðskera. Banameinið var lungnatæring. Ein af stærstu og frægustu skáldsögum Victor Hugo, “Les Miserables” (Aumingjamir), er nú Einar H. Kvaran skáld að snúa á íslenzku, og er þess getið hér, til þess að aðrir taki sér ekki fyrir hendur að þýða sög- una. Nýjar skáldsögur íslenzkar ögmundur Skólastjóri Sig- urðsson og hr. Stefán Stefánsson sem hafa dvalið hér á meðal vor síðan snemma í vetur, lögðu á stað áleiðis til fslands á laugar- daginn var, þeir ætluðu að stansa á nokkrum stöðum í Bandaríkj- unum á leið til Newr York. Enjog frk. Kristín Danielsdóttir a þaðan hafa þeir áformað að sigla I Sigtúni við ölfusárbrú. — S. Kampmann lyfsali og frk. Magda Olsen, dóttir G. Olsens heitins kaupmanns. Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sig- urjónsssonar er kominn út á dönsku í skrautútgáfu með mörg um myndum. 20. þ. m. kom botnvörpungur- inn “Njörður” inn til Vestmanna eyja með seglskipið “Skandiu”, og hafði hitt það ósjálfbjarga nálægt Dynhólaey. “Skandia” var í förum fyrir Kveldúlfsfélag- ið og fór héðan 25. jan. áleiðis til Spánar með fisk, en fékk ofsa- veður sunnan við frland og misti af sér öll segl, en siglutré brotn- uðu og laskaðist skipið mikið ofan þilfars, en fleygja varð út nokkru af farminum. Rak það svo undan veðri þar til ‘Njörður’ hitti það. , koma tvær út í vor. önnur eftir i Dýravemdunarfélagið hér hef- Einar H. Kvaran og heitir Sam -r heypt Tungu-eignina hér aust- býli”, en hin eftir Jon Tmusta i n vjg bæinn 0g ætlar að stofna og heitir “Bessi gamli . Baðar|^ar greigastag fyrir ferðamenn Einnig á að fyrir sjúkar Ráðsmaður verður Óskar Gislason frá Miðdal i Mos- fellssveit. , Bessi gamli eru þær nútímalýsingar. j og hesta þeirra. Trúlofuð eru Egill Thoraren- j verða þar hæli Kirkjbæ á Rangárvöllum skepnur. Tr _ r\Á Aolror flí sen 1

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.