Lögberg - 09.05.1918, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.05.1918, Blaðsíða 2
t LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAí 1918 Mentamál á islandi. I. BARNASKÓLAR “Svo verður á svinnum sem ó- svinnum” datt mér í hug þá er eg las ágæta ritgjörð eftir Dr. Jón Stefánsson, sem nefnist: “Iceland: Its History an Inhabi- tants” og birtist í “Amuial Re- port of the Board of Regent of the Smithsonian Institution” 1916, þar stendur: “Engir eru skólar á íslandi, þó má sjá á kirkjubókum að hvert bam 12 ára gamalt er lesandi”. Hefir það oft viljað brenna við þá er menn hafa ritað um ísland á útlendum tungum, að þeim hefir orðið tamara að leita sér fróð- leiks í eldri ritum og úreltum fjölfræðisbókum, en að kynnast nánara þeim breytingum, sem orðið hafa á ýmsum svæðum á eynni í seinni tíð. Kunnugt er það að alþýðu- mentun fslands, hafði um langan aldur hvílt á heimilunum og prestunum, og náði víðast hvar að eins til lesturs og kristin- dómsfræðslu, en hvorutveggja var mjög af skornum skamti. Eftir miðja 19. öld tóku að mynd- ast smá kaupstaðir, og hverfi urðu til í stærstu veiðistöðunum jafnframt komust þar á fót barnaskólar, voru 9 af þeim komnir á þá er vér fengum heimastjórn 1874. Síðan fjölg- aði þeim eftir því sem kauptún- in uxu og voru nálægt 30 komnir á fót um síðustu aldamót. Voru þeir kostaðir af bæja og sveitar- sjóðum og fengu nokkurn land- sjóðsstyrk, það sem vantaði á, var náð með skólagjöldum, sem aðstandendur barnanna urðu að greiða. Alt var enn á ringulreið, kennarar völdust vanalega þeir sem gáfu sig fyrir minst kaup, skólahús voru vond, kensluáhöld lítil eða engin, og öll stjóm í handaskolum. Með lögum 22. nóv. 1907 var mikil bót ráðin á þessu fyrirkomulagi, þau mæla svo fyrir: að fastur barnaskóli skuli vera í hverju skólahéraði. Skólahérað er hver kaupstaður og sömuleiðis, hvert kauptún, sem er hreppsfélag út af fyrir sig, og enn fremur hver sá hrepp- ur, sem setur á fót hjá sér fast- an skóla, er veiti hverju barni í hreppnum, sem er á skólaaldri (10—14 ára), að minsta kosti 6 mánaða fræðslu á ári. Hluti úr hreppi getur einnig, með vissum skilyrðum, fengið leyfi til að vera sérstakt skólahérað. Skóla- nefnd hefir á hendi stjórn fræðslumála í hverju skólahér- héraði undir umsjón stjórnar- ráðsins. í skólanefnd eiga sæti 5 menn, sem kosnir eru af bæjar- stjóm í bæjum, en hreppsnefnd í sveitum og gildir kosningin til 3 ára. f skólahéruðum eru öll börn 10—14 ára gömu.1 skólaskyld, en þó getur skólanefnd veitt undan- þágu frá skólaskyldu, ef hún á- lítur, að fræðsla sú, sem barnið fær utan skólans, verði jafngild þeirri fræðslu, sem skólinn veitir. Ýfirstjórn fræðslumála getur veitt skólahéruðum heimild til að skipa fyrir um skólaskyldu fyrir böm, sem eru yngri en 10 ára, þó ekki yngri en 7 ára fullra. Árlegur námstími skal vera, að minsta kosti, 6 mánuðir. Kensl- an veitist ókeypis og greiðist skólakostnaðurinn úr bæja eða sveitasjóðum. En landsjóður veitir styrk til skólahaldsins, ef skólinn fullnægir vissum skil- yrðum, sem fram eru tekin í VI. kafla fræðslulaganna. f fjárlög- unum fyrir 1917 er landsjóðs- styrkur til barnaskóla 30,00 kr., þar af til bamaskóla í kaupstöð- um 10,000 krónur. Skilyrði þau, sem fræðslulög- in setja fyrir landsjóðsstyrk eru: að kennari skólans sé ráðinn samkvæmt lögunum, að kenslu^ áhöld séu þau, sem heimtuð eru, að kenslan standi tilskipaðan tíma, að skýrsla um skólann og reikningur yfir fjárhag hans sé kominn til yfirstjórnar fræðslu- mála á réttum tíma. Umsjónar- maður fræðslumála skipar próf- dómendur, er gefa sínar skýrsl- ur. öll ný skólahús skulu bygð með ráðum hans og bygginga- teikningar þeirra af bygginga- meistara, sem landið hefir í sinni þjónustu. Árið 1915—16 voru á fslandi 55 skólahéruð með 55 skólum, 3339 nemendum og 107 kennur- um, er skiftust þannig: nem- kenn allur endur arar kostn- aður f Reykjavík “ Hafnarf. . Á ísafirði ... “ Akureyri . “ Seyðisf. . . 1112 . 116 . 162 155 86 19 5 4 6 4 kr. 44,734 6,918 9,300 9,614 6,697 1631 38 77,263 Fyrir utan kaupstaðina eru: skól- nem- kenn ar endur arar í Sunnl.fjórð. .. 16 637 24 “ Vestf.fjórð. .. 15 469 20 “ Norðl.fjórð. .. 8 293 13 | “ Austf.fjórð. 11 309 12 Eigi geta öll böm á íslandi náð til skóla, bygðin er svo strjál til sveita að þess er enginn kostur, og þó er meirihluti bama á skóla skyldu aldri þar. Er það mikl- um erfiðleikum bundið að veita þar öllum börnum viðunandi <fræðslu, hefir enn ekki tekist að koma þar á því fyrirkomulagi, sem viðunandi megi kallast. Samt sem áður hafa tilraunir verið gerðar í þá átt og verða þær að skoðast sem millibilsá- stand. Sveitunum er skift í fræðsluhéruð. Hver hreppur, sem ekki er í skólahéraði, er fræðsluhérað. pó geta tveir hreppar eða fleiri fengið leyfi til að ganga saman í eitt fræðsluhérað. Á landinu eru 167 fræðsluhéruð. Stjóm fræðslumála í hverju fræðslu- héraði hefir fræðslunefnd undir yfirumsjón fræðslumálanna, en í fræðslunefnd sitja 3 menn, sem kosnir eru til þriggja ára í senn, einn af hreppsnefnd, en hinir tveir af hreppskilaþingi af þeim, sem atkvæðisrétt eiga í sveitamálum. f fræðsluhéruðunum eru gjörð ar samþyktir um fyrirkomulag barnafræðslunnar. öll fræðslu- héruð eru skyld til, annað hvort að halda uppi farskóla þannig löguðum, að hvert barn á skóla- aldri geti fengið, að minsta kosti 2. mánaða fræðslu á ári, eða ráða kennara til þess að hafa eftirlit með heimafræðslu í héraðinu. Ef haldið er uppi farskóla, eru öll börn í héraðinu á aldrinum 10—14 ára, skyld að taka þátt í farskólafræðslunni, nema sér- stök undanþága sé veitt frá því. Fræðslan í farskólum veitist ókeypis og greiðist kostnaðurinn við þá og eftirlit með heima- fræðslu, úr sveitarsjóði. En landsjóður veitir styrk til far- skólahalds og heimafræðslu eft- irlits, og nemur sá styrkur 20,000 krónum í fjárlögunum fyrir ár- ið 1917. Árið.1914—15 voru farskólar haldnir í 149 fræðsluhéruðum, í 18 héruðum fór fram eftirlit með heimafræðslu. Á þessu er auðsætt að enn þá hafa heimilin ~á hendi mikinn hluta af barnafræðslunni. Víða er það, að þau hafa kenslu allra barna undir skólaskyldu aldri, kenna lestur skrift og byrjun í reikningi. í bæjum og kauptún- um kosta heimilin smá skóla til að inna af hendi þessa kenslu. Og þó farkensla sé í fræðsluhér- uðunum, þar sem kennarinn kennir í'þrem stöðum, sína vik- una í hverjum stað- í 24 vikur. gefur það að skilja að heimilin verða að fylla í eyðurnar svo börnin dragist ekki aftur úr. Eftirlits kenslan er nálega öll í höndum heimilanna undir leið- beiningu og eftirliti farkennar- ans. pessi fræðslulög eru ung og hafa smátt og smátt komist í framkvæmd. Skólanefndir og fræðslunefndir hafa verið að læra að beita þeim, læra að starfa; hefir það gengið mis- jafnlega, sem von er til, þær hafa ekki allar skilið hlutverk sitt né þýðingu þess fyrir mann- félagið; má vænta meir af þeim síðar. óhikað má þá segja, að síðan lögin komu í framkvæmd hefir alþýðufræðslunni farið stórum fram,margskonar reynsla hefir fengist og ýmsir agnúar hafa komið í ljós: Farkenslan í fræðsluhéruðunum dýr og erfið miðað við árangurinn, skólarnir of litlir, ættu að vera með fleiri nemendum, kennurum grátlega illa launað starfið, alt annað bet- ur borgað, kenslubækur fábreyti- legar og óhentugar. Fólkið ekki vaknað til nógu skýrrar meðvit- undar um lífsnauðsyn alþýðu- mentunarinnar og hefir þess vegna ekki nógu mikinn yl til mentastofnana sinna. En þetta alt breytist til batnaðar með hverju ári, og nú hefir þegar komið til orða á Alþingi að end- urskoða lögin og lagfæra ýmsar af misfellum þeim, sem í ljós hafa komið við framkvæmd þeirra, og ef til vill, stofna heima vistarskóla í sveit, er yrði reynslustofnun er læra mætti á að koma kenslufyrirkomulagi sveitanna í betra horf. II. UNGLINGASKÓLAR. f fjárlögunum er veittur ár- legur styrkur, sem 14,500 kr. árið 1917 til unglingaskóla eða lýðskóla utan þeirra kaupstaða (Reykjavíkur, Akureyrar og Hafnarfjarðar) sem í eru gagn- fræðaskólar, kostaðir að öllu eða mestu leyti af landsfé. Styrk- urinn til unglingaskólanna er bundinn því skilyrði, að þeir njóti styrks annarstaðar að, sem ekki sé minni en helmingur landsjóðs- styrksins, er sá styrkur veittur úr hreppa og sýslusjóðum. Árið 1916 voru 18 unglinga- skólar á landinu með 314 nem- endum. f kauptúnunum standa þeir í sambandi við barnaskól- ana, hafa sömu kennara. peir eru ærið misjafnir, sumir standa að eins 4 mánuði, aðrir l1/* á ári og kenna þess vegna misjafnlega mikið. Yfir höfuð má seg.ja um þá flesta að þar séu kendar sömu námsgreinar og í fyrsta bekk gagnfræðaskólanna, en misjafnlega langt farið, og því miður er enn þá ekkert samband milli þeirra innbirðis. Tveir af þessum unglingaskólum: Hvítár- bakkaskólinn og skólinn á Núpi í Dýrafirði eru sérstgeðir. þeir eru með lýku fyrirkomulagi og lýð- háskólarnir dönsku, eru tveggja vetra skólar, og mega kallast at- kvæðamestir af unglingaskólun- um. Eftir fjórðungum er skól- unum þannig skift:- f Sunnlend- •ingafjórðungi 2, Vestfirðinga- fjórðungi 7, Norðlendingafjórð- ungi 5 og Austfirðingafjórð- ungi 4. III. KENNARASKÓLINN. var fyrst í mörg ár í sambandi við gagnfræðaskólann í Flens- borg í Hafnarfirði. Árið 1907 var kennaraskóli stofnaður í Reykjavík, en árið eftir lagðist kennaradeild Flensborgarskólans niður. í skólanum eru 3 árs- deildir og stendur kenslan yfir frá 1. vetrardag til síðasta vetr- ardags. 1916—17 voru þar um 40 nemendur. par eru 3 fastir kennarar auk skólastjóra. 1915 námu útgjöld skólans 14,170 kr.; hann er eingöngu kostaður af landsjóði. par fá kennarar skólahéraða, fræðsluhéraða og unglingaskóla, mentun sína , er veitist ókeypis. IV. GAGNFRÆÐASKÓLAR. 1. Akureyrarskólinn hefir tek- ið við af gagnfræðaskólanum á Möðruvöllum, en hann var stofn- aður árið 1880, en fluttur til Ak- ureyrar árið 1904. Gagnfræða próf á þessum skóla veitir inn- göngu í lærdómsdeild mentaskól- ans. Skólinn er í 3 bekkjum og stendur kenslan yfir frá 1. okt. til 31. maí. Heimavistir eru fyr- ir alt að 50 nemendur. 1915—16 voru í skólanum 90 nemendur; útgjöld hans voru sama ár 27,281 kr., hann er kostaður af landsjóði og þurfa nemendur ekkert kenslugjald að greiða. prír fastir kennarar eru við skólann auk skólastjóra, og nokkrir stundakennarar. 2. Gagnfræðaskólinn í Flens- borg í Hafnarfirði, stofnaður 1877 af pórarni próf. Böðvassyni og konu hans; var fyrst barna- skóli fyrir Garðaprestakall á Álftanesi, en 1882 var honum breytt í gagnfræðaskóla. Skól- inn stendur undir sérstakri stjórn, sem kosin er af sýslu- nefnd Gullbringusýslu, undir yf- irumsjón landstjórnarinnar. Skól inn nýtur styrks úr landsjóði, er í 3 ársdeildum og stendur kenslan yfir frá 1. okt. til apríl- loka. Gagnfræðispróf frá þess- um skóla veitir einnig inngöngu í lærdómsdeild menta skólans. Við skólann eru teir fastir kenn- arar auk skólastjóra og tveir stundakennarar. Árið 1916—17 voru 57 nemendur á skólanum. Heimavistir geta 25 nemendur haft við skólann og fá auk kensl- unnar ókeypis húsnæði hita og ljós. 3. Á Alþingi 1917 var búnað- arskólanum á Eyðum breytt í gagnfræðaskóla, er skyldi vera fyrir Austfirðingafjórðung og taka til starfa 1. okt. 1918. Reglugjörð fyrir þenna skóla, sem stjórnarráðið semur, hefir ekki enn komið hér. 4. Hinn almenni mentaskóli. Hann er áframhald af lærða skólanum, er fluttist til Reykja- víkur frá Bessastöðum 1846, ár- ið 1904 var fyrirkomulagi og nafni skólans breytt. Skólanum er nú skift í tvær deildir og eru 3 bekkir í hvorri. Kallast efri deildin lærdómsdeild en neðri deildin gagnfræðadeild. Kensl- an stendur frá 1. okt. til 30. júní. Skólaárið 1916—17 voru í skól- anum 153 nemendur. Útgjöld hans námu 1915 43, 384 kr. Við skólann eru 8 fastir kennarar auk skólameistara og margir stundakennarar. peir sem taka próf úr lærdómsdeild mentaskól- ans, sem nefnist stúdentspróf, eiga aðgang að háskólanum. Flesar atvinnugreinar á íslandi hafa nú orðið skóla, hver í sinni grein. Eru þessir helztir: V. BÆNDASKÓLAR. Samkvæmt lögum 10. nóv. 1905 heldur landið uppi tveim skólum fyrir bændaefni, öðrum á hólum í Hjatladal, Hinum á Hvanneyri í Barðarfirði. Náms- tíminn er tveir vetur. Skólaár- ið er á Hólum frá 1. okt. til 30. apríl. Nemendur fá ókeypis, auk kenslunnar, húsnæði, Ijós og hita. Auk hinnar reglulegu kenslu, skal síðari hluta vetrar halda stutt kensluskeið fyrir bændur og bfendaefni. Bændaskólinn á Hólum var stofnaður árið 1882, var fyrst kostaður af Skagafjarðarsýslu, en síðan af Húnavatns og Skaga- fjarðarsýslu í sameiningu. Árið 1889 varð hann fjórðungsskóli, árið 1900 tók amtsráð Norður- amtsins við stjórn hans, en 1907 varð hann landsskóli. Skólaárið 1916—17 voru 36 nemendur á skólanum. útgjöld hans 1915 voru 10,349 kr. og hefir hann 3 fasta kennara auk skólastjóra. Bændaskólinn á Hvanneyri var stofnaður 1889 af amtsráði Suð- uramtsins og stóð undir stjórn þess þangað til árið 1907 að hann varð landsskóli. Árið 1916—17 stunduðu 50 menn þar nám. út- gjöld skólans 1915 voru 8,277 krónur. Við hann eru tveir fast- ir kennarar auk skólastjóra. Stýrimannaskólinn var stofnaður með lögum 22. maí 1890 og tók til starfa 1891. Stýrimannaskólinn undirbýr læri sveina sína undir hið almenna stýrimannapróf, fiskiskipstjóra- próf og próf í gufuvélafræði fyrir skipstjóra og stýrimenn. Skólinn er í þrem deildum og stendur yfir frá 1. okt. til apríl- loka. Við stýriniannaskplann skal árlega halda námskeið í bif- vélafræði, er standi yfir minst 4 vikur. Skólaárið 1916—17 voru 67 nemendur á skólanum, en út- gjöld hans 1915 voru 8,496 kr. Auk skólastjóra eru 2 fastir kennarar og nokkrir stunda- kennarar. V élst jóraskólinn stofnaður með lögum 3. nóv. 1915, býr lærisveina sína undir vélstjórapróf og stendur frá 1. okt. til aprílloka, er í 2 ársdeild- um. 1916 voru 14 nemendur í skólanum. Sem stendur er aðal- kennari skólans danskur, en að- stoðarkennari er íslenzkur. Iðnskólar. í fjárlögum síðustu þinga, er styrkur veittur til Iðnaðar- mannafélaganna í kaupstöðun- um til þess að reka iðnskóla, en áskilið að styrkurinn megi ekki fara fram úr fjórum fimta rekst- urskostnaðar. Iðnskóli í Rekjavík var stofn- aður af Iðnaðarmannafélaginu haustið 1904 og rekinn af því; kensla stendur frá 1. okt. til 30. apríl. Skólinn er í 4 ársdeildum. í byrjun skólaársins 1916—17 voru í honum 62 nemendur. Kenslueyrir 10 kr. fyrir hvem nemanda. Á gildandi fjárlögum hefir hann 5,000 kr. styrk úr lanUsjóði. Á Akureyri ar iðnskóli stofn- aður 1906 af Iðnaðarmannafé- laginu þar í bænum og rekinn af því, en stjórnað af 3 manna nefnd. Árið 1917 er þessum skóla veittur 1,000 kr. styrkur úr landsjóði. Á Seyðisfirði er einnig iðn- skóli með 600 kr. landsjóðsstyrk. Verzlunarskóli Reykjavíkur stofnaður árið 1905 af kaup- manna og verzlunarmannafélagi í Rekjavík og rekinn af þeim með styrk' úr landsjóði undir yf- irstjórn landstjórnarinnar. Árið 1917 er skólanum veitt á fjár- lögum 5,000 kr. styrkur, þó ekki yfir fjóra fimtu reksturskotsn- aðar. Skólinn stendur yfir frá 1. okt til aprílloka og er í 2 árs- deildum. 1916—17 voru í hon- um 59 nemendur, kenslukaup fyrir hvern er 50 kr. um árið. t Kvennaskólinn í Reykjavík. var stofnaður árið 1874 og kost- aður af kvennaskólasjóði, er myndast hafði af samskotum. Sjóðurinn var 1916, 20,619 kr., er skólinn enn rekinn fyrir hans reikning, en mestur hluti kostn- aðar greiðist þó úr landsjóði. Árið 1917 er skólanum veittur 9,000 kr. styrkur gegn 1,800 kr. framlagi annarstaðar að. Skól- anum er stjórnað, undri yfirum- sjón landstjórnarinnar, af 5 manna nefnd. Honum er skift í 4 bekki og stendur kenslan yfir frá 1. okt. til 14. maí. Kenslu- kaup er 15 kr. fyrir hverja náms- mey. í byrjun skólaársins 1916- 17 voru nemendur 71. Auk þess er hússtjórnardeild í skólanum og eru haldin tvö námskeið á vetri, annað 5 mánuði frá 1. okt. til febr. loka og hitt 4 mánuði frá 1. marz til júníloka, enn fremur er haldið 6 vikna hús- stjónarnámskeið að sumrinu frá 1. júlí til 15. ágúst. Á hverju námskeiði geta verið 12 náms- meyjar, hafa þær heimavist í skólanum og greiða með sér 30 kr. á mánuði. Auk þess eru heimavistir fyrir 18 bekkjar- námsmeyjar, er greiða 33 kr. með sér á mánuði. pykir mjög kveða að skóla þessum, er hann talin með beztu skólum landsins fyrir flestra hluta sakir. Kvennaskólinn á Blönduósi Stofnaður 1880 af Húnvetring- um og haldinn á Ytriey, en flutt- ur 1904 til Blönduóss. Skólinn er sameign Austur og Vestur Húnavatnssýslu. Landsjóðs- styrkur hans 1917 alt að 5.20Q kr. gegn 1,000 kr. framlagi ann- arstaðar að; skal skólinn standa undir yfirumsjón landstjórnar- innar, en honum er stjórnað af 3 manna nefnd, völdum af sýslu- nefndum Húnavatnssýslu. Við skólann eru þrjár ársdeildir og skólaárið frá 1. okt. til 14. maí. 1916—17 voru 48 námsmeyjar í skolanum. Kenslugjald 15 kr.fyr- ir hverja námsmey, hafa þær all- ar heimavist í skólanum og greiða í fæðispeninga 135 kr. yfir skólaárið. Auk forstöðu- konu eru 3 kenslukonur við skól- ann. Matreiðsluskólar. Á ísafirði var einn slíkur skóli stofnaður 1912 af kvenfélaginu “Ósk” og rekinn af því meo land- sjóðsstyrk, eru veittar til hans 1,600 kr. gegn að minsta kosti 600 kr. framlags annarstaðar að. Á hverjum vetri eru haldin tvö 4 mánaða námskeið, hið fyrra frá 16. sept til 15. janúar, en hið síðai'a frá 16. jan. til 15. maí. Á hverju námskeiði eru 12 stúlkur, er hafa heimavist í skólanum og borga með sér 35 kr. um mánuð- inn hver. Á Akureyri er annar mat- reiðsluskóli með 1,000 kr. land- sjóðsstyrk gegn 400 kr. framlagi annarstaðar að. / Yfirsetukvennaskóli stofnaður með lögum 22. okt. 1912; námstími 6 mánuðir, byrj- ar 1. okt. Námskonur fá styrk alt að 45 kr..á mánuði meðan þær stunda námið. Landlæknir er kennari skólans, en auk hans eru 3 yfirsetukonur í Reykjavík ráðnar til að veita námskonum verklega tilsögn. í byrjun skóla- ársins 1916—17 stunduðu 16 konur nám í skólanum. Árið útgjöldin til hans nam 1915 námu 5,474 kr. Viðkomandi stjórnarvöld semja reglugjörð fyrir skólana með umsjón stjórnarráðsins og, að því er lægri skólana snertir, leið- beiningum frá fræðslumálastjóra landsins. En síðan er það komið undir starfsmönnum skólanna, hversu þeim er framfylgt. Háskóli fslands. Hann var stofnaður með lög- um 30. júlí 1909 og settur á fót á aldarafmæli Jóns Sigurðsonar \17. júní 1911. f fyáskólanum eru 4 deildir: guðfráeðisdeild, laga- deild, læknadeild og heimspekis- deild. Stjórn háskólans hefir rektor og háskólaráð, en í því eiga sæti forsetar deildanna. Rektor og deildarforsetar eru kosnir til eins árs í senn og eru að eins prófessorar kjörgengir til þeirra starfa, en allir kennar- ar háskólans taka þátt í kosn- ingu rektors, og allir deildar- kennarar í kosningu deildarfor- seta. Rektor er sjálfkjörinn for- seti háskólaráðsins, en það kýs varaforseta, kensluárið skifíist í 2 missiri, annað frá 1' okt til 15. febr., en hitt frá 15. febr. til 30. júní. Reglugjörð háskálans er gefin út af stjórnarráðinu 9. okt. 1912. Lestrar og kensluá- ætlanir deildarinna eru prentað- ar í Árbók háskólans. Erindis- bréf handa ritara og dyraverði eru prentúð í Árbókinni 1911— 1912. Árið 1915—16 voru nemendur háskólans 59, 19 í guðfræðis- deild, 10 í lagadeild og 30 í lækna- deild. Útgjöld háskólans námu sama ár 66,473 krónum. Aukakennarar eru sumir skyld- ir að kenna áh sérstaks endur- gjalds (holdsveikralæknirinn og þeir læknar í sérstökum sjúk- dómum, sem njóta styrks úr landsjóði) en aðrir aukakennar- ar fá borgun, sem ákveðin er í fjárlögum fyrir hvert fjárhags- tímabil. Kennarar háskólans: Guðfræðfsdeild: Prófessorar: Haraldur Niels- son, Sigurður Sivertsen, Dósent: Magnús Jónsson. Lagadeild: Prófessorar: Lárus H. Bjarna- son, Jón Kristjánsson, Einar Arnórsson. liæknadeild: Prófessorar: Guðm. Magnús- son, Guðmundur Hannesson. Aaukakennarar: Stefán Jóns- son kennari í sóttkveikjufræði, Jón H. E. Sigurðsson, héraðs- læknir í Reykjavík, Próf. Sæ- mundur Bjarnhéðinsson, holds- veikra læknir, pórður Sveinsson, geðveikralæknir, Andrés Fjeld- sted, augnlæknir, Gunnlaugur Claessen, forstöðum. Röntgens- stofnunarinnar, ólafur por- steinsson, háls, nef og eyma- læknir, Vilhelm Bemhöft, tann- læknir, Birger Normann Jensen, kennari í efnafræði. Heimspekisdeild: Prófessorar: Dr. phil. Björn M. ólsen, prófessor í íslenzkri málfræði og menningarsögu, Dr. phil Ágúst Bjarnason, professor í heimspeki. Dósentar: Jón Jónsson Aðils, dósent í íslenzkri sagnfræði, Bjami Jónsson, dósent í klass- iskum fræðum, Holgeir Wiehe sendikennari í norænni málfræði er launaður af ríkissjóði Dana. Einkakennarar. Dr. phil. Alex- ander Jóhannesson, heldur fyrir- lestra í þýzku og þýzkum fræð- um, Dr. phil. Guðmundur Finn- bogasí»n, heldur fyrirlestra um vinnuvísindi. Til mentamála má einnig telja bókasöfn landsins og önnur söfn. Merkast og stærst allra bóka- safnanna er: Landsbókasafnið. pað var stofnað árið 1818, fyrir réttum hundrað árum, og hét upphaflega stiftsbókasafn. Samkvæmt lögum 22. nóv. 1907 eru allar prentsmiðjur á landinu skylda að láta því í té ókeypis 2 eintök af öllu því, sem prentað er, stóru og smáu, og skal annað eintakið vera á skrifpappír. .í Landsbókasafninu voru 1917 97,200 bindi af bókum og 7,300 bindi af handritum. Kostnaður við safnið árið 1916 nam 22,000 krónum. Lesendur á lestrasal það ár voru 15,227, er fengu lán- uð til afnota 28,746 bindi. úr safninu voru lánuð 3,733 bindi 321 lántakendum. Auk aðal bókavarðar eru 8 starfsmenn við safnið. pjóðskjalasafn fslands. Stofnað árið 1882, var fyrst undir umsjón landritarans, en sérstakur skjalavörður var ekki skipaður fyrri en 1899. Safnið hét Landskjalasafn þangað til lög frá 3. nóv. 1915 voru gefin út um pjóðskjalasafn íslands. Reglugjörð fyrir safnið var sam- in árið eftir. f safninu eru geymd skjöl allra embætta og opinberra sýslana, eg ber venju- lega að senda safninu skjöl og bækur hvers embættis þegar þau eru orðin 20 ára gömul. í safn- inu eru um 20 þúsund bindi og böglar, enn fremur mikið af forn- bréfum. Elzta skjal í safninu er Reykjaholtsmáldagi, skrifaður á skinn, elzti hlutinn um 1200. Kostnaður við safnið árið 1916 var 7,550 kr. Lesendur á lestrar- sal voru það ár 675; er fengu lán- að til afnota 3,832 bindi. Fjórðungabókasafn. Samkvæmt lögum 30. júlí 1909 fá hin fornu amtbókasöfn Norð- lendingafjórðungs, Austfirðinga- fjórðungs og Vestfirðingafjórð- ungs, svo og bókasafn ísafjarð- arkaupstaðar, ókeypis frá prent- smiðjunum eitt eintak af öllum prentuðum ritum, sem eru stærri en 2 arkir. a. Bókasafni Norðurlands á Akureyri er stjórnað af 5 manna nefnd og eru 4 menn kosnir af bæjarstjórn Akureyr- ar, en 1 af sýslunefnd Eyjafjarð- arsýslu. Árið 1916 fékk það 725 kr. styrk úr landsjóðn b. Bókasafni Austurlands á Seyðisfirði er stjórnað af 3 manna nefnd, sem kosin er af bæjarstjórn Seyðisfjarðar. Árið 1916 fékk það 400 kr. styrk úr landsjóði, en auk þess fær það styrk úr bæjarsjóði Seyðisfjarð- ar, sýslusjóðum Norður-Múla- sýslu, Suður-Múlasýslu, Austur- Skaftafellssýslu og Norður-ping- eyjarsýslu. c. Stykkishplms bókasafn er eingöngu kostað af Snæfellsnes- sýslu með styrk úr landsjóði, sem var 400 kr. 1916; því er stjórnað af 3 manna nefnd, sem sýslunefndin kýs. d. Bókasafn fsafjarðar kaup- staðar fékk 725 kr. landsjóðs- •styrk 1916, því er stjórnað af 3 manna nefnd undir yfirumsjón bæjarfógeta og sóknarprest á ísafirði. e. Sýslubókasöfn og kauptúna 'voru árið 1916 11 talsins. Var þeim á fjárlögum veittur árlega 1,500 kr. styrkur, sem skiftist á milli þeirra gegn eigi minna til- lagi úr sýslu- og sveitarsjóðum. Auk þessa, sem hér er talið eru mörg einkabókasöfn, sem fé- lög ungra manna hafa stofnað, 1 svo og talsverð bókasöfn, sem skólamir eiga. petta yfirlit, sem hér er gefið yfir mentamálin á Fróni og er að mestu tekið úr Sl^rfskrá ís- lands fyrir árið 1917 sýnir hversu þeim málum er nú komið á íslandi. pá er þess er gætt, að mest af mentastofnunum í land- inu er verk þeirrar kynslóðar, sem enn er uppi, er tæpast meir að vænta; stofnanimar eru ung- ar og margar ófullkomnar enn, næsta kynslóð kemur þeim vænt- anlega í fastara og haganlegra horf. En það verður ekki úr skafið að talsvert hefir unnið verið á þessu svæði. ögm. Sigurðsson. Bókfregn, Eftir Jón Einarsson. Sig. Heiðdal: Stiklur. Sögur. Reykjavík 1917 pótt það sé reyndar ekki ýkja- langt síðan fslendingar fyrst byrj uðu að rita skáldsögur, hefir þeim þó farið, í þeim efnum, svo snögglega fram, að nú kemur hver ágætis sagan út eftir aðra, og standa söguskáldin okkar eigi ljóðskáldunum hót að baki, þótt vitanlega að í sagnskáldmærð séu færri er listina rækja. Ef til vill eru Jón Trausti og Einar Hjörleifsson fremstir í fylkingu söguskáldanna okkar; að minsta kosti kosti eru þeir víst afkasta- mestu mennimir, enn sem kom- ið er. pað er því orðið að vana, að hlakka til að sjá hverja nýja sögu, sem frézt hefir að hlaupin sé af stokkunum heima þar, því vonin boðar að æ muni eitthvað nýtt og gott vera tekið til með- ferðar og sýnt lesendum í að- gengilegri mynd, svo nautn sé að lesa að minista kosti. pað er orðið að venju, sem fá- ir virðast voga að andæfa, að á- litið sé og haldið fram, að eigin- lega séu engar íslenzkar bók- mentir til nema frá fyrri tíð: fornsögurnar og önnur eldgöm- ul rit. Klingja hér um og gjalla jafnt þeir, sem skyn bera á mál- in og hinir, sem að eins berg- mála annara ákvæði. Margur fjasar og masar um fomíslenzk- ar bókmentir, sem hvorki þekk- ir þær bókmentir að neinu, né nokkurar bókmentir af einu tagi né öðru. En þótt hér sé eigi áformið að ræða þessi mál að neinu leiti, þá má því eigi leyndu halda, að hér er í seinni tíð um sérstakar fram- farir að ræða með þjóðinni okk- ar fámennu. Má þó enginn skilja mál mitt svo, að alt sé jafn gott og gilt, sem ritað er í skáldsagna áttina fremur en kveðið í ljóð- liðum. Eg hefi rétt lokið við í flýti að lesa sögurnar “Stiklur” eftir Sig. Heiðdal. Og þótt eg hafi áður -lesið nokkrar smásögur ■hans í blöðunum og fundist fátt um, þá hygg eg að sögusafn það sem hér ræðir um, sé yfirleitt ekki miklu framar, sem listaverk en hinar. Eins og aðrar bækur að “Heim- an” er þetta sögusafn vandað að prentun, pappír, prófarkalestri og öðrum ytri frágangi. Brotið er einkar þægilegt, bandið er hvorki ljótt né fagurt, einfalt bókhlöðu léreftsband (Library Cloth Binding), sem hér er kall- að; meðallagi smekklegt að lit og sniðin æði homskökk fyrir “Spássíur”. Sögurnar eru 9 talsins, en bók- in að eins liðlega 230 blaðsíður. Er það ef til vill aðalkostur bók- arinnar hve frásagnimar eru stuttar. pað mun vera sjaldgæf undan- tekning að bækur, sem gefnar eru út á íslandi í seinni tíð séu ekki meira en meðal vandaðar að máli til; og það er oft sönn nautn fyrir okkur hér, sem aldrei heyrum óbjagaða íslenzka setn- ingu af vörum mælta, að bragða á góðgæti því sumu. En hér er ekki um neitt slíkt að ræða. Málið er óvandað, stirt og að svo miklu leyti, sem eg get íslenzku skilið, gjörsnautt af skáldlegum blæ, spjalda á milli. jHá. vera að sumir segi að aðal- atriði í sögu og ljóði sé skáldlega hugmyndarlistin, og skal hér ekki andæft því, að þar sé aðal- kjarninn. En fögur sagnhug- mynd nær naumast gildi sínu í öðru en samsvarandi málfæri. Enginn getur neitað því með réttu, að búningur sagnar sé mikils virði. Fyrir orðsnild og lipra samsetningu hafa sögur stundum náð almenningshylli, þótt skáldlegt gildi þeirra hafi verið næsta lítið. f ljóðagjörð er það ytri búningurinn, rimþýð- an, og klingi-lingi dingi mállýzk- unnar þýðingarlausu, sem fjöldi lesenda metur mest. Hávaðinn af fólki les ekki til að fræðast, glæða andlegan gróður né grafa eftir kjarna, heldur aðallega til að skemta sér, “gleyma” þvi sem ef til vill lá í huganum, sem stað- reynd eður þekkingarvitund. Að þessu leyti er þ\ð bókin eigi skemtibók. Einkennilegt, meðal annars að máli til er fyrirtekt höf. með vist orð, sem staglað er í gegn um alla bókina, orðið “kend”, sem er óefað nýsmíði í þeirri merkingu, sem höf. við hefur það, og alt annað en við- feldið. Er það sjáanlega kven- kyns nafnorð, sem vonandi verð- ur ekki algent nema með þeim, sem nýjabragðið er eina gildis- ákvæðið. pá kemur það og íyrir sem nafn á — já, hverju? í sög- unni: “Hvar ertu?” og víðast Framhald á 6. síðu

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.