Lögberg - 09.05.1918, Side 4

Lögberg - 09.05.1918, Side 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAÍ 1918 » iir’r £10 Gefið út hvem Fimtudag af The Cel- umbia Pre$», Ltd.JjCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Lltanáskrift til blaöains: TI|E 60LUMBIA PHE3B, Itd., Box 3172, Winnipeg, K|an. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, ^an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um 4ri8. <«»-27 UiUllllllllUlliliaUHIIIIIllHllUlllllUIÍIUHIHIIHIIIlMUilUllllUIIIUiilHllllllIllfflUiUllliHUIIIIIUlUllilillltS Fjármál Canada. Fjármálaræðu sína flutti bráðabyrg'ða f jár- málaráðherra McLean í Ottawa þinginu 30. apríl s. 1. Fór hann all ítarlega út í fjármál ríkisins. Sagði hann að útgjöld ríkisins hefðu verið á fjárliagsárinu, sem endaði 25. marz s. 1., $203,000,000, en inntektir $258,000,000 og því tekjuafgangur verið $55,000,000. Þar í sagði hann að stríðskostnaðurinn væri ekki talinn með. Aætlaður kostnaður við öll útgjöld á árinu 1918, önnur en þau, sem kynnu að stafa af járn- brautum stjórnarinnar, kvað hann að væri $980,000,000.00 en inntektir, sem hægt væri að gera sér vonir um, væru aðeins $700,000,000.00, en hallanum, sem væri $280,000,000.00 yrði að mæta með lánum, innanríkis eða annarsstaðar frá. Mr. McLean sagði að eftir að Canada væri búin að vera í stríðinu á fjórða ár, væri stríðs- kostnaðurinn nú orðinn um $845,000,000. Af þeirri upphæð hefði kostnaðurinn í Canada ver- ið $167,000,000.00, en utan lands $178,000,000.00. 31. Marz var búið að borga út í sambandi við stríðið 533,437,036.00, en 31. marz 1918 var stríðið búið að kosta $878,000,000.00. Þar í er ekki talið kaup hennanna, sem fallið er í gjald- daga, en hefir enn ekki verið borgað. Ríkisskuldin. Áður en stríðið byrjaði var ríkisskuld Canada $336,000,000, en nú er hún orðin um $1,200,000,000. V erzlunarmagnið. Verzlun Canada hefir á fjárhagsárinu ver- ið vfir 2Víí biljón dollara, og eru vörur þær, sem út hafa verið fluttar langt um meiri heldur en innfluttu vörurnar. Árið áðui1 en stríðið byrj- aði eða 1913, námu útfluttar vörur frá Canada $300,000,0(X) meira en innfluttu vörurnar, og þá var verzlunarmagn landsins rúm $1,000,000,000. 1918 hefir verzlunin aukist upp í rúmlega 2y2 biljón dollara og útfluttu vörurnar eru $625,- 000,000 meira virði en þær innfluttu. Innflutningur. Á síðastliðnum þremur árum hefir inn- flutningur fólks til Canada verið 202,985, og hefir flest af því fólki komið frá Bandaríkjun- um, eða nákvæmlega talið 169,640. Frá Bret- landi 20,124. Eftir að tala um verzlunarsamband og sér- stakJega um vöruskifti á milli Bretlands, Can- ada og Bandaríkjanna, víkur Mr. McLean aftur að væntanlegu útgjöldunum fyrir árið 1918 og kemst að þeirri niðurstöðu, eins og skýrt er frá hér að framan, þá verði þau $980,000,000. Af þeirri upphæð þarf til væntanlegra út- gjalda heima fyrir $230,000,000, til útgjalda í sambandi við stríðið $425,000,000, borgun til Breta í sambandi við utanlands verzlun Canada $325,000,000, sem gjörir til samans $980,000,000. Til þess að mæta þessu eru áætlaðar tekjur $270,000,000, $300,000,000 borgun frá Bretum í sambandi við viðhald canadiska hersins, sem farið hefir í stríðið, og $130,000,000 sem enn er eftir óeytt af Victory láninu. Samtals $700,- 000,000, og verður þá tekjuhalli, eins og að framan er sagt $280,000,000. Tollbreyting. Tekjuskattur er lagður á alla ógifta menn, ef tekjur þeirra nema $1,000 eða þar yfir. Á fjölskyldumenn, þegar árlegar tekjur þeirra nema $2/XX) eða meira. Beinn skattur er lagð- ur á inntektir þeirra manna, sem hafa $6,000 og þar yfir í tekjur, sem nemur 5%, og upp í 25% á allar upphæðir, sem nema $200,000 og þar yfir. $200 eru þó undanþegnir fyrir hvert barn eða ungling undir 16 ára að aldri. Inntektir manna fyrir árið 1917 eru undanþegnar þessum skatti. Skattur á félögum hækkaður um 4—6%. Toll- ur á unnu tóbaki er færður upp um helming, einnig er tollur á óunnu tóbaki innfluttu og því sem hér er framleitt færður upp um 5% á inn- kaupsverði. Tollur á te er færður upp um 10 cent á hvert pund. Á kaffi 5% á því, sem keypt er frá Bretlandi eða brezkum nýlendum, en um 7% á því, sem annars staðar er keypt. Á drvkki, sem hafa ekki meira en 2y2% af vín- í'.nda, er tollurinn færður upp í 40%. Á svefn- vagna farseðla er lagður skattur, sem nemur 10%, en lámarks ákvæði er 25 cent. Skattur á aðgöngumíða að “observation ears” er færður upp úr 5 centum og upp í 10 eent. 8 centa skattur lagður á spil. A eldspýtur er lagt eitt cent á hverjar 100 eldspýtur eða þar fvrir neð- an. Á kvikmynda plötur er lagður 5 centa skattur á hvert fet. Á bifreiðar 10% af sölu- verði. Á gullstáss 10% af söluverði. Á myndir, hljóðrita (Phonographs), talvélar og talvéla plötur og “Player Pianos” 10%. Eftirfylgjandi er listi yfir breyting á inn- tektasköttum frá því sem hann var. ógiftir menn, bamlausar ekkjur og ekkjumenn. Gamall Nýr Inntektir skattur skattur $ 1,600 ............. ....... $ 10 2,000 ............. $ 20 30 2,500 .................. 40 50 3,000 .................. 60 70 4,000 ................. 100 110 5,000 ............. 4 140 150 6,000 ................. 180 190 7,000 ................. 240 300 8,000 ................. 300 410 9,OÖO ................. 360 520 10,000 ................. 420 630 11,000 ................. 530 1,540 12,000 ................. 640 1,850 13,000 ................ 750 2,060 14,000 ................. 860 2,270 15,000 ................. 970 2,480 16,000 ............... 1,080 2,690 17,000 .............. 1,190 2,900 18,000 ............... 1,300 3,110 19,000 ............... 1,410 3,320 20,000 ............... 1,520 3,530 Allir aðrir. Gamall Nýr Inntektir skattur skattur $ 1,500 ............. —---------------- 2,000 ............. ....... ......... 2,500 ............. ....... $ 10 3,000 .......................... 20 4,000 ............. $ 40 60 5,000 .................. 80 100 6,000 ................. 120 140 7,000 ................. 180 250 8,000 ................ 240 360 9,000 ................. 300 470 10,000 ................. 360 580 11,000 ................. 470 1,490 12,000 ................. 580 1,800 13,000 ................ 690 2,010 14,000 ................. 300 2,220 15,000 ................. 910 2,430 • 16,000 ............... 1,020 2,640 17,000 ............... 1,130 2,850 18,000 ............... 1,240 3,060 19,000 ............... 1,460 3,480 Að leggjast til hvíldar. Fyrir nokkru stóð eftirfylgjandi grein í “The Seattle Star”, eftir herprest einn, sem séra Charles Stelzle heitir og sem fyrir skömmu er kominn heim frá vígstöðvunum. “ Sjúkravagninn nam staðar við sjúkrahús- dyrnar og í honum lá á börnum skozkur maður, sem þjónarnir tóku og báru inn í sjúkrahúsið. Læknirinn laut ofan að honum og kannaði sár hans. Eftir að hafa gjört það, rétti hann úr sér, sneri sér að herpresti í liði Canada manna, sem séra Donald Guthrie heitir og segir: “Hann lifir ekki lengur en í tíu mínútur, viljið þér gjöra svo vel og tala við hann?” Svo skulum við láta séra Guthrie segja frá viðtalinu, eins og hann sagði mér það. “Eg færði.mig nær hinum sjúka manni og spurði hann, hvort eg gæti ekki að einhverju leyti aðstoðað hann. “Nei”, svaraði sjúki maðurinn. “En þér eigið að eins eftir að lifa stutta* stund”, sagði eg. “Það gjörir ekkert”, svaraði Skotinn, og broshýr ánægjusvipur færðist yfir andlitið, er hann bætti við: “Eg hræðist ekki dauðann”. Svo litla stund var hann hugsi, þar til hann heldur áfram og segir: “Þetta er það eina ær- lega verk, sem eg hefi gjört í 30 ár”. “Á eg ekki að biðja fyrir yður”, spurði eg. Skotinn var fljótur til svars og segir: “Nei, það get eg sjálfur gjört”. “Viljið þér þá ekki gjöra það?” sagði eg, og var eg ekki fyr búinn að sleppa orðinu en að hann byrjar og segir: “Nú legg eg mig fyrir til svefns, eg bið guð að vernda sál mína ef eg skyldi deyja áður en eg vakna ’ ’. Lengra komst hann ekki. Höfuðið hné máttvana niður á svæfilinn—hann var dáinn. Eg hefi kynst um 5000 hermönnum, en eg hefi ekki orðið var við einn einasta, sem er hræddur við dauðann. Þeir undantekningar- laust allir álíta það hið fegursta hlutskifti að deyja fvrir fóstuTlandið, og níundi hver maður, Isem eg hefi séð deyja og sem í bæn sneri sér til drottins síns og guðs, gjörði það með bæn þeirri er hann lærði við kné móður sinnar—bæninni sem þér einnig kunnið öll, og lærðuð þar: Fljótt í svefn eg fallast læt,— faðir minnar sálar gæt. Deyi’ eg fyr en dagur skín, drottinn taktu sálu mín. En hvað skal svo segja um trúarlíf þeirra? — það er einfalt, en þó leyndardómsfult. þeir kæra sig ekki um að við prestarnir séum að segja þeim hvað þeir eigi að aðhafast og hvað þeir eigi að láta ógjört; það segjast þeir vita. Það sem þeir þrá, er kraftur til þess að gjöra það. Þeir kæra sig ekkert um að prestur þeirra sé sí og æ að stagast á því, að þeir eigi að varast ósiðsemi og illan félagsskap, slíkt vita þeir sjálfir. Ekki kæra þeir sig heldur um að syngja “áfram kristsmenn, krossmenn”, né “sonur guðs í herferð heldur”. Þeir eru dauðþrevttir á því að svngja um stríð, þótt þeir séu þyrstir í að berjast. En sálma þá, sem lyfta huga þeirra í lotning og bæn til guðs þeirra og herra þrá þeir, og þá vilja þeir syngja. Ekki vilja þeir heldur heyra stríðsprédik- anir. Þeir krefjast þess að boðskapur prest- anna lyfti þeim upp og út yfir það hversdags- lega og hverfula, og beini huga þeirra að því háa og háleita. Margt er það, sem hermennirnir læra í þessu stríði, og þar á meðal að meta gæði lífsins. Hégóminn sem umvefur líf vort, og umvafði líf þeirra á meðan þeir voru heima, hverfur. En hinna verulegu gæða lífsins gætir þeim mun meira hjá þeim, og það sem einna mest ber á af þeim gæðum eru áhrif móðurinnar, og þó eink- um bænirnar, er þeir lærðu við kné móður sinn- ar, þegar þeir voru litlir drengir. , Umhugsunin um það, sem mæðurnar kendu þeim í æsku, hefir gjörbreytt fjölda af mönnum í þessu stríði. K. F. U. M. Kristilegt félag ungra manna er ein af þeim stofnunum, sem verðskulda stuðning allra góðra manna. Yerk það, sem félagið hefir tekið að sér að vinna er svo vel þekt, að það er naumast þörf að fara um það mörgum orðum—að gjöra ungdóminn, hina uppvaxandi menn og konur í voru eigin þjóðfélagi og víðsvegar um allan heim líkamlega hraust og andlega heilbrigð. það er hlutverkið veglegasta og það er líka það, sem allir menn og öll mannfélög eru að reyna, að gjöra uppvaxandi kynslóðina betri en þá fallandi, sterkari og frjálsari heldur en feður þeirra og mæður voru, að færa hana út.úr myrkri og inn í ljósið, frá kuldanum í ylinn, frá dauðanum til lífsins. Það er aðal verkefni vort mannanna, og í því efni stendur K. F. U. M., ef ekki fremst, þá mjög framarlega. Undir vanalegum kringumstæðum er verka- hringur þessa félags stór og umfangsmikill, en þetta yfirstandandi stríð hefir þó stækkað hann margfaldlega. Neyð hinna stríðandi og líðandi þjóða gat félagið ekki séð, án þess að hjálpa. Enda hefði það svikið köllun sína ef það hefði ekki gjört það og ekki átt skilið virðingu né traust neins manns. En það sveik ekki köllun sína—það brást ekki skylduverkum sínum þeg- ar mest reið á, heldur lagði hönd á plóginn um- svifalaust til þess að græða og líkna á liinum ýmsu vígstöðvum norðurálfunnar. En til þesj! að geta orðið verulega að liði þar og líka heima fyrir, þarf félagið á peningum að halda, og ákvað það því að leita til almenn- ings í þessu landi og biðja hann að leggja fram $2,500,000 til þessa starfs, og teljum vér engan efa á því að fólk yfirleitt fnuni Verða vel við þeim tilmælum, því engum manni getur dulist að þörfin er brýn. f Winnipeg vonast nefndin, sem fyrir þess- um samskotum stendur, til þess að fá inn $225,000, og voru samskotin hér í bænum hafin á þriðjudegi í þessari viku og eiga að standa yfir í þrjá daga og er vonandi að þau takist vel og þeir sem fyrir þeim standa verði ekki fyrir neinum vonbrigðum. Ennfremur hefir félagið hafist handa í öllu landinu, frá hafi til hafs, og vonast eftir að geta náð saman upphæð þeirri, sem að framan er nefnd á þessum tiltekna tíma. Ákveðið er að verja þessum peningum sem hér segir: 60% af upphæðinni gengur til þarfa félagsins í sambandi við stríðið, nema því að eins að gefendurnir kveði öðru vísi á um gjafir sínar, og 40% til þarfa félagsins heima fyrir. Af þeim 40% er í ráði að veita sáluhjálparhem- um $25,000 til notkunar í sambandi við stríðið. Claude Debussy. Hinn 26. marz síðastliðinn lézt einn af merkismönnum frakknesku þjóðarinnar, tón- skáldið og sönglistarkennarinn Claude Debussy. Hann var fæddur í smábæ skamt frá Parísar- borg árið 1862, en fluttist til höfuðborgarinnar á ungum aldri, og innritaðist þar við aðal- kenslustofnun ríkisins, í hljómfræði. Þaðan út- skrifaðist hann eftir fimm ára nám, og liafði þá gefið sig nokkuð við sönglaga skáldskap. Sætti hann framan af næsta óvægilegum dómum fyrir verk sín, og þó lang helzt fundið það til foráttu, að hann væri eigi nógu þjóðlegur í listinni— eiginlega hreint ekki franskur! Það hefir verið sagt um franska hljóm- fræði, að hún hafi verið sannur spegill af lynd- iseinkunnum þjóðarinnar; formið strangt, en djúphugsað. En á móti þessu var Debussy sak- aður um að hafa brotið, og þeir sem það gerðu voru engin smámenni, lieldur hvorki meira né minna en sjálfur Gounod, Thomas, Massenet, Saint Saens og Reyer, er töldu tónlagasmíð hans ófrumlega og ófranska. Einkum feldu þeir þó harða dóma um tvö verk, er hann samdi á Italíu og sendi þaðan til Frakklands, sem sé “Spring” og “The Blessed Damozel”, og töldu þar vera ósamræmi í öllum sköpuðum hlutum; en þrátt fyrir það hafa samt þessi verk náð all- raikilli lýðhylli. Af öllnm tónverkum hans, er óperan Pellias og^Melisande, talin skara langt fram úr, og er hún álitin einstök í sinni röð, að því er til kemur útbúnaðar á sýningar-sviði. En þó muuu piano og orchestra-verkin halda nafni hans lengi á lofti. Debussy var afar einkennilegur maður; framan af æfinni var hann dæmalaust óhirðu- samur um sjálfan sig, gekk ávalt illa til fara, ókliptur, órakaður og stundum jafnvel óþveg- inn; var hann þá og blásnauður. Hann kvænt- ist ungur ágætiskonu og bjó með henni um hríð, en síðan skildi hann við hana og tók saman við vellauðuga frú, og breytti hann þá mjög til um lifnaðarháttu, og barst eftir það allmikið á, einkum í klæðnaði. Eftir að ófriðurinn hófst 1914 tók hann að gefa sig við stjórnmálum og ritaði hverja greinina á fætur annari um af- stöðu Frakka í stríðinu, og lét skammirnar dynja óspart á Þjóðverjum. , THE DOMINION BANK SIR EDMUND B. OSLER, President. W. D. MATTHEWS, Vice-President. Uppborgaður höfuðstóll og varasjóður $13,000,000 Allar eignir $100,000,000. Bankastörf öll fUótt og samvizkusamiega af hendi leyst. Dg Sherzla lögS á aS gera skiftavinum sem þægilegust viSskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaðir eða þeim bætt við innstæður frá $1.00 eða meira. Notre Dame Hranch—W. M. IIAMIUTON, Mauager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðxtóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu......$ 920,202 Presldent.................Capt. WM. ROBINSON Vice-President - - JOHN STOVEU Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWBF E. F. HUTCIHNGS, A. McTAVISH CAMPBEIíIj, GEO. FISHER Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga vtð elnstaklinga eða félög og sanngjarnlr skilmálar veittir. Ávlsanlr seldar tll hvaða staðar sem er á lalandl. Sérstakur gaumur geflnn sparirjóðslnnlögum, sem byrja má með 1 doliar. Rentur lagðar vtð á hverjum 6 mánuðum. T* E. TH0RSTEINS80N, Ráðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St., . Winnipeg, Man. Walters Ljósmyndastofa Vér skörum fram úr í 'því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þer $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Taltími: Main 4725 Nýjar bækur. Sigfús Blöndal: Drotningin í Algeirsborg og önnur kvæði. 199 bls. 8vo; verð í bandi $1.80, ób. $1.40. — útgefandi porsteinn Gíslason. — Rvík 1917. — Prentsmiðjan Guteniberg. Bók þessi hefst á all-löngum kvæða bálki, söguljóðum af drotningunni í Algeirsborg, en drotning sú, er íslenzk stúlka, Ásta Eiríksdóttir, hemumin í Vestmannaeyjum af Tyrkjum og flutt til Algeirsborgar. Er æfi hennar lýst í kvæðinu, frá því að hún yiir- gefur ættland sitt, giftist Hússein Khodja Dey, er löndum réði í Algeir 1626—1634, og þangað til hún deyr frá manni sínum, eftir fimm ára sambúð og ungum syni, er Hemet nefnist. Ásta er seld mannsali; kaupir hana siðspiltur harðstjóri, er Beiram hét, og er hún gerð að ambátt hjá einni af konum hans, Hadidje. Leið henni þar allvel, með því að húsmóðir hennar var hin göfugasta kona, og fékk hún að halda sinni kristnu trú óáreitt af hennar hálfu, og var þó auðvitað kóraninn — biblía Algeirs- borgarmanna. En nokkru öðru máli var að gegna með húsbóndann Beiram, hann vill knýja alla til hlýðni við spámanninn Mohamed, og þá auðvitað íslenzku ambáttina líka. Hann myrðþ* Hadidje konu sína, og leitast fyrir um kvonfang við Ástu, og neynir að hræða hana til þess að ganga af sinni kristnu trú; honum mishepnast tilraunin hrapalega, því trú íslezku stúlkunnar er á bjargi bygð, og er hún staðráðin í því að láta fyr líf sitt, en bregðast trú feðra sinna. Partur úr kaflanum um viðureign þessa hljóðar svo: Hann hvesti á mig augun og hvæsti svo, en hryllingur um mig fór “Kristna mey, eg vil kenna þér trúna, sem kendi vor spámaður stór, og ef að þú dirfist að hafna henni eg húðstrýki þig í stað, en annars gef eg þér auð og frelsi og annað meira’ en það”. “J7ví mér þykir vænt um falleg fljóð og faðmlög þín munu hlý, eg skal skilja við kerlingu eina’ er eg á því inndælli er sú, sem er ný, eg giftist þér svo, en eg get það ei nema guð dýrkir réttlega þú, því eg hef svarið að sænga aldrei með svanna af annari trú”. Mér bauð við fantsins fúlu orðum; eg fann ekki hræðslu til, en hrækti framan í svínið og sagði: “Hér sérðu hvað eg vil! Og hamslaus af reiði hann hljóp á mig og högg mér með svipunni gaf, eg bjóst ei við vöm, og í sömu svipan eg svipuna þreif honum af. Margt er vel sagt í kvæði þessu, þótt víða sé stirð kveð- andin, eins og erindi þessi benda til. — Efni kvæðaflokksins er veiga mikið — söguljóðahetjan — drotningin í Algeirsborg stefnu- föst, hreinlynd, ramíslenzk drengskaparkona! Á banasænginni eru skýrustu myndimar í huga hennar: Eiginmaðurinn — konungmennið Hússein; álftimar á íslandi og Kristmyndin, sú myndin er ekkert afl, engar hótanir gátu fengið hana til þess að afneita. Síðasta erindi kvæðabálksins, er á þessa leið: Hússein, er þoka þama yfir sjónum? Æ, þokan kemur nær — Hússein, faðma mig fastar að þér, ég finn hvað þitt hjarta slær — ó, hvað er dimt—eg er héma Hússein—Hússein, kystu mig—þey— vængjaþytur úti------álftimar heima-------ísland ----ó, Kistur eg dey! Enginn vafi er á því, að langbezt lætur höf að yrkja söguljóð, þótt allvíða skorti þar tilfinnanlega hagleik i framsetningu — rímfimi. Bezta kvæðið í békinni sögulegs efnis virðist oss Draum- ur Hannibals, málið á jþví er kröftugt og lýsingamar áhrifa miklar. Kvæðið byrjar þannig: Enn þá brunar nóttin um uppheimasalinn, úði er í klettum, næturdögg á völlum, hljóðlega lækimir liðast um dalinn, lágt þýtur í skógunum á Pyrenæafjöllum, og dimmir eru tröllauknir tindar en tunglið skýslæða blindar. — Svífið, svífið í ró, vængju ðu vindar. Flest eldri kvæði höf. eru miklu betri, en hin yngri, svo sem Atli Húnakonungur, Guðrún ósvífsdóttir, er prentuð vom í “Sunn- anfara” í Kaupmannahöfn fyrir hér um bil 20 ámm. Eramfarir höf. í ljóðagefð virðast, því miður, hafa verið litlar — ef nokkrar Kvæðið Dansleikur er dálítið sniðugt í fljótri svipan, en við nánari athugun lítur svo út eins og það hafi ort verið í óráði — ósjálfrátt: Eg ætla’ að dansa í alla nótt, í alja nótt, í alla nótt, unz sólin rís úr sænum hljótt og syfjuð vaknar drótt; mér finst svo kátt og fjörugt hér, eg fullur bæði og skotinn er, og elskan mín hún er hjá mér, og elskan mín hún er hjá mér, eg út í dansinn fer! eg út í dansinn fer! Ekki bætir annað erindið mikið úr skákinni: Mig sundla fer, mig svimar nú, mig svimar nú, mig svimar nú!

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.