Lögberg - 09.05.1918, Page 6

Lögberg - 09.05.1918, Page 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. MAf 1918 i Bókfregn. Framhald frá 2. síðu. kemur það andkannalega fyrir. Talsvert er málfærið og gróí- gert í stöku stað, má þar tilfæra “endalykt” sögunnar “Kossinn”. par er síðasta setningin ]?annig: “Jeg elska nefnilega andskot- ans kaupmannsdótturina enn þá’’ Er iþað næsta undarlegur og óvenjulegur talsmáti af hálfu saknandi elskanda. Fleira er athugavert við mál- ið á þessum sögum, en óþarft að færa meira til af slíku. pá er efni sagnanna. í sjálfu sér er það engin sönnun né hrakning þess, að saga hafi lítið eður mikið skáldlegt gildi hvert efni valið er. pað er meðferð skálds á efni, sem sker úr því. Margir fordæma allar sögur, sem “fara illa”, en hrósa öllu rusli. sem “fer vel”. Sannleikurinn er sá að heimsins merkustu og Iær- dómsríkustu sögur fara oft illa, hver sorgin rekur aðra og hverju gleði atviki er varpað í veður út með komandi sorgar-óhappi. Naumast er hægt að benda á, að efnið t. a. m. í “Quo Vadis”, “Ben Hur”, “Uncle Toms Cabin”, “Les Miserables” o. s. frv. sé í hvervetna fagurt eða málum ljúki þar æ eftir því er lesandi vildi helzt hafa á kosið. pað er því við þessar sögur ekkert athugavert að þessu leyti En meðferð efnisins í sögunum er víða vandræðaleg. Fyrsta sagan, “Halastjarnan”, á víst að sýna hjátrú, sem ríki meðal fólks á íslandi og fáfræði þess í skilningi á gangi himin- tungla, og enn fremur á efnum þeim er þau myndast af. Má vera að til séu á íslandi hálfvit- ar, sem haldi að aðal-efni hala- stjamanna sé blásýra, eins og sagan segir. En ef þeir halda það, hvemig gátu þeir vitað að blásýra var til og eitruð? Var ekki líklegra að fólkið hefði hald- ið að þetta væri “skeiðvatn”, sem all-flestir höfðu þekt að nafni til og lengi var álitið (á íslandi) hættulegasta eitrið, sem náttúr- an ætti til í eigu sinni. Yfirleitt var og ef blásýra ekki “alþýð- legur” vökvi, né líklegur til að vera á vörum jafn lítilsiglds fólks, sem gefið er í skyn í gegn um flestar þessar sögur að ís- lendingar séu. Sannarlega er undarlega farið með saknaðartilfinningu elsk- enda í sögunni “Bjami og Guð- rún”, þar sem Guðrún segir: “. . . . en hann sveikst um að gefa mér mynd af sér, 'sá góði mann . .. .” Sé hægt að staðhæfa að nokk- ur sérstök hugsun gangi, sem rauður þráður í gegnum sögur þessar, þá væri það helzt tilfinn- ingarleysi, hugsunarkuldi og til- raun til að gera gys að söguhetj- unni eða réttara sagt söguræfl- unum. pví lang mest ber á því, að flestir menn muni vera öðru- vísi en þeir ættu að vera, og kjarkleysið fram úr hófi. Fjöld- inn allur af piltum of einurðar- lausir til að láta kærustunum ást sína í ljósi, jafnvel þegar þær gefa svo undir fótinn að vilji þeirra er meira en auðséður. Mjög einkennilegt, í ástarmál- um, er niðurlagið af sögunni “pórður”, og víst óvanalegt. — Kveðju handtök pórðar og Mar- grétar voru “sein og máttlaus, eins og dauðra hendur snertust”. “pegar pórður rölti heim, fanst honum jörðin lækka undir fótum sér við hvert skref” — Sé þetta skáldlegt kveðjumál kann eg eigi um slíkt að dæma. Eftir ástandi því, sem gefið er í skyn að pórði hafi brugðið til, við svar Margrétar, mætti búast við að honum hefði fundist gang- an erfiðari en venjulegt undan- hald. En þannig stefna all-flest ástamál, tilfinningamál bókar- innar. pað er í meiralagi ömurlegt þegar algjörlega þekkingar- snauðum manni í vissum efnum, verður það, að semja háðsögu um þau hin sömu efni, jafnvel þá er höfundurinn er að öðru leyti skáldlegum tökum vanur. Sag- an “Hvar ertu ?” er lengsta sag- an í bókinni. Markmið þessarar sögu er i mesta máta mikils umvert, — blátt áfram það að sýna hve einskisverð, heimskuleg og kát- leg öll dulspekileg fyrirtæki og eftirgrenslanir hugsandi manna séu. Fyrir stórskáld, sem sjálf- ur hefir nákvæmlega rannsakað mál þessi, með þeirri einu hvöt, að reyna ef unt væri, að græða meiri þekkingu á tilraununum,en eem hefði þó komist að þeirri nið- urstöðu, að staðhæfingar og hug- myndir þeirra, er málinu héldu fram, sem mikilsverðu, hefðu við ekkert að styðjast nema skamm- sýni og fáfræði, — fyrir slíkan mann var hér um efni að ræða, sem óefað hefði getað orðið nægilegt í lengri sögu og yfir- grips meiri, en nokkur ertn rituð saga er. En hér er ekki um neitt slíkt að ræða. pað má heitq! gagn-merkilegt á þessari tíð að þrátt fyrir alt, sem ritað hefir verið og rætt bæði af lærðum og ólærðum, um dulfræðileg efni, að nokkur með- algreindur maður skuli “koma fram fyrir fólkið”, sem rithöf- undur, jafn gjörsnauður af þekk- ingu á efni því, er hann fjallar um, sem saga þessi ber höfundi sínum vitni um. Eg slæ því föstu að hér liggji ekki til rótar hvöt til að fara rangt með um- ræðuefnið, heldur þekkingar- skortur að eins og fyrir van- þekkinguna eina sé réttu máli hallað. pað leynir sér ekki að höf. telur guðspeki (Theosophie) Andartrúarhugmyndina (Spiri- tualism) og Hrifni (Hypnotism) eitt og hið sama. Að minsta kosti ruglar hann þessum hug- myndum öllum í óaðskiljanlegt mauk. Flestum er nú orðið kunnugt um, að eitt aðal-atriði guðspekinnar er endur-holdgun- ar eða sí-holdgunar hugmyndin, það, að sálin við aðskilnað líkam- ans, taki sér bústað í öðrum nýj- um líkama. Vera má að hitt sé mörgum enn ókunnugt um, fleir- um en höf., að einnig er gjört ráð fyrir, að einhver (ákveðinn) hluti sálarinnar( ?) “vera”, sem oft var talað um í íslenzkri hjá- trú, geti á hérveru tíð sinni einn- ig vitað f jarlægra staða og unn- ið viss störf. Vísa eg þar til meðal annars, bókar sem heitir “Psychic Stories, Professional and Otherwise”, “First Steps in Theosophy” og ótal bækur aðrar, sem ef til vill eru ekki eins al- kunnar. Má vera að Svipir, sem nefndir voru á hjátrúartíð þjóð- ar vorrar, ekki að eins svipir framliðinna, heldur og svipir ó- kominna lifandi gesta, hafi í rauninni verið theosofiskir, sann ir viðburðir. Sagan byrjar á því að skýra aðferðir og áhöld, sem notuð séu við orðsendingar í annan heim c: til framliðinna. par segir svo: “pegar skeyti átti að senda frá öðrum heimi, var mönnum gjört aðvart með sérstökum hugvaka- sveiflum. pær verkuðu á raf- magnsgeisla, sem voru fram- leiddir með vél, er var í sam- bandi við hugskeytinn” (bls. 100). Á næstu blaðsíðu segir svo: “Hugskeytirinn kom að beztum notum í myrkri og þar, sem engin rafmagnsáhrif voru nærri”. Flestir, sem lesa þetta. hugsandi, sjá fljótt að eitthvað er bogið við samræmi þessarar frásögu. En það gerir lítið til, þvi hvorug staðhæfingin hefir neitt vísindalegt við að styðjast. en er að eins skýrsla út í bláinn. Enn segir svo á bls. 101: “Auðveldast var að taka við skeytunum og þá urðu þau skýr- ust, er menn sofnuðu með hug- skeytinn á höfðinu. Gat þá ann- ar maður spurt þann, er svaf, því oft vildi hanri gleyma því ella, vegna óstyrks þess, sem var á sambandi draumvitundar og vökuvitundar”. Löngu áður en höf. sögu þess- arar var getinn, vissi fáfróðari hluti alþýðu á íslandi meira um dáleiðslurnar svo nefndu (þó ranglega, því hrifni væri réftara nafn) í gegnum þjóðsögur fram- an úr ættum, og datt ekki í hug að tengja þessa “vitundar”-fræði höf. við andatrú. Sannleikurinn er, að hugtengd (Rapport) verð- ur auðveldlega framkvæmd milli tveggja eða fleiri persóna án allra “kúlna” eða hylkja, og hef-y ir, mér vitanlega ekki verið af neinum álitið stafa frá “öðru lífi”. “Málmhrifninni” (Metallo- Therapautic), er sannað að vera alt öðruvísi varið en hér segir frá. Höf. væri gott að kynna sér ‘Hypnotisme by Albert Moll’ og taka eftir hvort hér er ekki ólíkt skýrt sama efnið. Gæti og verið gott að líta um leið í “Li- brary of Mesmerisme by William Fishbough and John Bovee Todd”; “Hypnotisme, Its Histo- ry and Present Development by Fredrik Bjömström”; “Hypno- tism by Carl Sextus”, o. s. frv. pess var getið í gömlu þjóð- sögunum (Jóns Árnasonar) að ekki þyrfti annað en að halda um litla fingur sofandi manns og spyrja hann um hluti skeða og ó- skeða, og myndi hann segja af létta, satt og rétt, um aft, hvort sem hann vissi svörin í vökunni eður eigi. pótt ólíklegt megi virðast þá er sagnstaðhæfing fþessi nákvæmlega rétt frá “Hyp- notisku”-sjónarmiði. Á hinn bóg- inn má og geta þess, að engin nauðsyn krefur þess að hrifvæn- ingurinn (Subject) sé svæfður til þess að hrifvaldur geti náð yfir honum fullu valdi — þó sú aðferð sé venjulegast, einkum meðal umferða fúskara, sem lít- ið eða ekkert kunna í Hypnotism Og ekki var það sevfn kvensj úkl- ingsins, sem orsakaði það að Dr. Eraid gaf áhrifunum nafnið “Hypnotism” forðum, og venju- lega eru allar slíkar svæfi-að- ferðir gagnslausar við þá er setja sig viljandi á móti áhrifum hrif- valdar, og verður þá að neyta annara ólíkra bragða, en þá eru engar höfuðskýlur til þess nauð- synlegar. par, sem höf. talar um “óstyrk sem var á sambandi draumvit- undar og vökuvitundar”, er svo að skilja að hann áliti að hinir svo nefndu “miðlar” (Medium) séu þá sofandi er þeir verða fyrir áhrifum eða taka við skeytum frá framliðnum, eins og það er venjulega kallað,, og að slík skeyti, hverskonar sem þau kunna að vera, séu venjulegir draumar. Er hér farið rangt með efni, því slíku er ekki haldið fram af andatrúarmönnum né guðspekingum, og tilheyrir því ekki þeirra kenningum. Má þó vera að viíhallir íslenzkir ritl- ingar, líkt o. t. m. “Fróðár-undr- in nýju”, og önnur ómerk rit haldi slíku fram. Ef höf. vildi leggja það á sig að lesa nýja bók er heitir: “Photographing the Invisible by James Coats, 1911. Published by Advanced Thought Publishing Co. Chicago, 111”, þá kynni -hann að komast að raun um hve miklu minna, en að sofna miðillinn þarf að leggja á sig til þess, að ljósmyndir og — jafnvel litmyndir komi í ljós,'án mann- legra handaverka á einn hátt eða annan. Einkennilegt í mesta máta, er bygginga listaverkið á stofu ól- afs stórkaupmanns í Reykjavík og myndi æfðum húsaskreytend- um (Deeorators) ekki verða um sel ef þeir vissu smekk þann er hér hefði ráðið, og óvíst er að þeir gætu skilið rétt, hvort upp um “kringlótt op”, sem var á miðju gólfinu þrengdist venju- legur vatnsstrókur eða það var þvalur andarcfráttur að neðan! Ekki lítur út fyrir að höf. þekki vel starfrækslu verk- smiðjufélaga í Ameríku, sízt bókfærslureglur þeirra: ólafur kaupmaður hafði verið meðeig- andi í verksmiðjunum»við Gull- foss og loksins keypt þær að fullu. Hann hafði verið fram- kvæmdarstjóri þess, og sýnilega falsað reikninga svo, að félags- menn héldu sig stórtapa á hverju ári. pað er ekki algengt í Amer- íkri starfrækt félaga, að fram- kvæmdarstjórinn sé og aðal- “bókhaldarinn”, og ekki einu sinni að aðal-bókhaldarinn sé einn um þá hitu. Félögin hafa yfirlitsmenn (Auditors) o. fl. gæzlumenn, svo að býsna erfitt er oft að telja fél. trú um að það tapi árlega. Hitt verður skiljan- legra að þeir trúi að stolið sé ár- lega, og láti svo rannsaka málið. Hér var ekkj um neitt slíkt að ræða. Félagar ólafs bara trúðu og það var honum nóg, og þeim sömuleiðis. Aðal-þráður sögunnar, að svo miklu leyti, sem um þráð er að ræða, er/það, að ólafur vill láta anda framliðinna stela fé úr banka, eftir að hann (Ólafur) er sjálfur gjaldþrota orðinn. Var sá fyrsti Jón Skalli, ófús starf- ans; en Gvendur, bróðir ólafs, lét tilleiðast. pegar þetta var samið með þeim, kemur miðillinn þar Gvendi til styrktar. “Miðillinn var þegár sofnaður í einum legubekknum. . . . Eftir þetta stóð miðillinn á fætur og fór út. Hann var nú með sál Guðmundar í líkama sinum”. Hvaðan höfundurinn hefir þessa fræðaröð sína, er mér óljóst, og að líkindum mörgum, sem meira þekkja en jeg í efnum þessum. Guðrún, dóttir ólafs, svaf á legu- bekk í fjarlægu húsi á meðan Gvendur stal peningunum og dreymdi hvað hann hafðist að. pegar hún svo síðar í óðafári kemur heim til Ólafs segir hann: “Farðu út, dóttir mín, rétt á meðan jeg er að vekja miðilinn”. parna er enn auðséð að höfundur hefir “Hypnotism” í huga og að miðillinn er hrifinn (dáleiddur). pað lítur út fyrir að miðillinn hafi “vaknað sjálfur” af hávaða samtali þeirra feðgina og verður honum að orði: “Gefur þú lík- ama minn á vald einhverjum djöflum, sem nota hann til ill- verka?” þarna er miðillinn sjálf- ur látinn halda, að það sé líkam- inn, en ekki sálin hans, sem var að vinna, Gvendur, þar á móti eignar það sálinni, bls. 117, þar segir hann: “Sál miðilsins er ■skýlan”. Á bls. 133 er Guðrún, sem andi í öðrulífi, látin upplýsa elskhuga ■sinn eftirlifandi um að sálin sé II/* .. | • \<• timbur, fjalviður af öllum lNyjar vorubirgðir tegumlum, geirettur og al.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og flugnahurðir. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limit.d HENRY AVE. EAST WINNIPEG í augunum: “í augum Ásdísar munt þú finna mig, sál Guðrún- | ar þinnar”. Á 139 bls. “dáleiðir” Halldór konu sína, Ásdísi. En til þess að geta þetta verður hann að síma eftir tveim beztu miðlum borg- arinnar. 0g svo “dáleiðir” hann miðlana líka! 1 pað er óefað erfitt að semja meiri lokleysu en frásögnina frá bls. 140 til loka sögunnar, og því hæpið, að þessi saga raski skoðunum nokkurra, er um anda trú eður annað líf hugsa. En alt af er ruglað saman þessum þremur fræðigreinum guðspek- inni, andatrúnni og hrifninni í óaðgreinanlega þvælu. pað er ekki vandasamt að vera •söguskáld, ef ekki þarf höf. að þekkja betur efnið, sem deilir um, en hér ber raun vitni. pað er farið að tíðkast með skáldum nú yfirleitt að íslenzkri gerð, að gefa bókum sínum nöfn, sem varast er að geti nokkura vit- und bent á efni bókarinnar. pað er því ekki tiltökumál, fremur með þessa bók en aðrar, af líku tagi eða betra, þótt nafnið og sögumar hafi óskylda þýðingu. pað yrði oflangt mál að íhuga hverja af þessum sögum sér- skilda, enda þýðingarlaust, því ólíklegt er, að lesendur, sem sikilja hvað þeir fara með, verði | hugfangnir af skáldakippunum í j þeim né fögrum hugsjónum. En þótt málfærið sé ekki sem liðug- j,ast prútta tiltölulega fáir um. Ef þessi sagnahöfundur er ■ ungur maður, ætti hann öldung- I is ekki að hætta sagnagjörð, heldur sí-reyna að gjöra betur og betur. Mannshöfuðið er lengi að þroskast og hann getur, ef til vill orðið reglulegt “Heiðar- ekáld” með tímanum. Sé höf. þar á móti gamall eður lærður maður, ætti hann ekki að leggja hart á sig við ritverk, því hætt ter við að þetta sé “hans feg- jursta”, og “skáldalaunin” fyrir það,'sem síðar væri ritað yrðu þau, að hann “lenti á lægra til- yerustigi en þessa heims” (sjá (bls. 124) fyrir bragðið. Æfiminning. Davíð Jónasson var fæddur 20, nóvember 1834. Faðir hans Jón Einarson, bjó á Spena í Miðfirði í Húnavatnssýslu. pegar Davíð var 5 ára flutti faðir hans að Kárastöðum og dó þar skömmu seinna. pá fór Davíð að Ána- stöðum til Stefáns og önnu föð- ursystur sinnar og var þar til heimilis, þar til hann gifti sig pórdísi Guðmundsdóttir, árið 1859. pórdís var fædd 15. nóvember 1839 á Kambhóli í Víðirdal í Húnavatnssýslu. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Ásmundsson og Guðrún Guðmundsdóttir, er len'gi bjuggu þar. En pórdís ólzt upp hjá Sigurði og pórdísi móð- ursystur sinni, er bjuggu á Stóru-Borg og fór hún til Sigur- bjargar, dóttir gömlu hjónanna og Davíðs manns hennar er fluttu að Súlnavöllum, og hjá þeim var hún þar til hún giftist Davíð. Svo bjuggu þau á ýms- um stöðum, þar til þau fluttu af landi burt árið 1876, og settust að í Nýja íslandi, 2 mílur norður af Gimli. par voru þau í 5 ár, fluttu svo til Winnipeg og voru þar eitt ár. paðan fluttu þau til N. Dakota og tóku land mílu vestur af Eyford í Pembinasveit og þar bjuggu þau til dauðadags. pórdís dó 2. okt. 1913, en Davíð 19. maí 1917. pau áttu 14 börn. 5 af þeim dóu í æsku, og einn dreng fullorðinn mistu þau í Nýja íslandi, Jón að nafni, en 3 stúlkur fullorðnar mistu þau í N. Dakota, Sigurbjörgu, Sigríði og Jónu Sesselju, en 5 eru á lífi: Magnús, sem býr 6 mílur austur af Milton, giftur Guðrúnu Reykjalín; Anna, sem er ekkja og á heima í Milton, N. Dak.; pórdís, sem er kona Geirmundar Olgeirssonar bónda 1% mílu vestur af Eyford, og Sigurður og Kristmundur, sem búa á föður- leyfð sinni með fóstursystur sinn Geirlaugu Geirs. ^ “Davíð heitinn var jafnlyndur | og blíðlyndur í stríðu sem blíðu. Hann var drenglundaður og sér- lega hjálpsamur og jafn við hvern, sem heimsótti hann, háan eða lágan. Hann var sterkur trú- maður og hélt fast við sína barna trú og hélt uppi húslestrum á heimili sínu. Hann var sjálf- stæður efnalega og góður félags- maður í hvervetna. Hans er sárt saknað af vinum og vandamönn- um. Blessuð sé minning hans. ■ Vinur. 2 SÓLSKIN Munið það að fara vel með mállausu skepnurnar. pað mun marg borga sig. Ýkkar með vinsemd, Jack Frost. Dýravinur. SAGAN AF HENNI INGU LITTLU. pað var einu sinni lítil stúlka, sem hét Inga, hún átti heima í smábæ. Inga litla var ekki vön mótlæti, því hún var alin upp í eftirlæti og hafði alt sem hún vildi, hún gekk á skólann og var í þriðja bekk og hún var fremur námfús. Inga átti 6 systkini, fjórar systur og tvo bræður. Henni þótti ósköp vænt um annan bróðir sinn, enda var hann góður við hana. prjár systur hennar voru giftar konur. Dag einn um vorið gekk bróðir hennar, sem henni þótti svo ósköp vænt um, í sjálfbo<5aliðið, og eftir fjóra daga var hann kominn í herbúninginn. Ingu þótti þetta sárt en stilti sig þó, því hún var svo skynsöm að hún gætti þess að mörg stúlkan misti bróður sinn í herinn. Samt stóðst hún ekki við að fella tár í kyrþey, því hún vildi ekki láta menn sjá sig gráta. pegar morgunin rann upp bjartur, og blómin vöknuðu og breiddu út blöðin, lagði bróðir Ingu af stað í stríðið. Henni datt svo margt í hug þann morgun, sem við getum hugsað okkur, þegar hún átti að sjá á bak bróður sínum; hún var svo lengi að reima skóna sína, því hún var í svo djúpum hugsunum. Hún hugsaði að þetta mundi kanske vera síðasti morgunin sem elsku bróðir hennar sæti við morgunborðið, og nú mundi hún líklegast aldrei sjá hann koma aftur. Mamma hennar sagði henni að fara ekki í skólann, því hún þyrfti að fylgja bróður sínum á jámbrautarstöðina. Nú var sú stund komin að hann þurfti að fara á lestina. Var Ingu nú enn þyngra fyrir hjartanu, því þetta var fyrsta mót- lætið, er mætti henni á æfinni. Tárin hrundu ótt og títt ofan rjóðu kinnamar á henni og hún grét sárt. Bróðir hennar faðmaði hana að sér og sagði henni að hún mætti ekki vera að gráta þegar hún sæi sig ætla að fara að berjast og vinna sigur. Ingu tók það sárt, er lestin fór að færast af stað með bróður hennar og fleiri hermenn. Svo alt í einu Kom sterkt hljóð úr katlinum.sem kveðja, er lestin var að hverfa út úrbænum. / Nú liðu margir mánuðir og í hverri viku með- tóku systkini og foreldra'r Ingu bréf frá bróður og ^syni. En dag einn, árí eftir að bróðir hennar fór, kom símskeyti um að hann væri særður. Nú bætt- ist enn á raunir Ingu, en samt var hún einlægt að reyna að stilla sig. Kennarinn á skólanum sá oft tár í augunum á Ingu, og mikin raunasvip. Á hverju kveldi, er Inga var háttuð, bað hún guð að vera með bróður sínum og leiða hann heim aftur. Alt af leið tíminn og nú voru jólin komin. Aldrei hafði Ingu leiðst eins mikið, hún vildi ekk- ' ert þiggja og hafði ekki gaman af neinu. Hún hugsaði til jólanna í fyrra, þá var bróðir hennar hjá henni. Oft dreymdi Ingu bróður sinn og ætíð var hann þá heima hjá henni. Og nú voru liðnir 18 mánuðir síðan bróðir Ingu fór. Einn dag í nóvember, í inndælu veðri og blíða logni, kom skeyti um að að bróðir Ingu kæmi heim. pá snerist sorgin upp í gleði, og Inga réði sér varla Hún var ekki lengi ofan á brautarstöðina til að taka á móti honum. Lestin var í nánd og brunaði inn á jámbraut- arstöðina. Inga varð nú hálf feimin og mjakaði sér aftur á bak. Nú sá hún hvar bróður hennar kom út úr lestinni og heilsaði öllu fólkinu, og alt glumdi í söng og fagnaði. Inga heilsaði bróður sínum og var nú svo ánægð, að hún hugsaði sér að að þakka nú guði undir eins í kveld, enda gleymdi hún því ekki. Hún þakkaði honum innilega fyrir að hann hefði sent bróður sinn heim. Nú voru dagamir hver öðrum skemtilegri, Inga hætti að gráta, en hún hætti ekki að biðja guð. Nú voru jólin bjartari en þau næstu á undan og allur vet- urinn leið svo fljótt. Samt, þrátt fyrir alt, var mótlætið ekki búið hjá Ingu. Skömmu fyrir afmælisdaginn hennar lagðist mamma hennar og dó, og á afmælisdaginn varð hún að -sitja í við kistu móður sinnar. Svo leið vika og Inga var farin að hressast eftir,alla sorgina. En nokkrum dögum eftir lát móður hennar, dó elzta systirin frá þremur ungum dætrum. Nú bættist enn meira á sorg Ingu, en hún bar alt mótlætið með stillingu; hún vissi að guð mundi alt af hjálpa sér. Auminga Inga litla var búin að reyna margt er hún var 10 ára,en hún sneri sér til guðs í heitri bæn í hvert skifti er sorgina bar að höndum, og var alt af góð stúlka. Ef til vill skrifa eg ykkur meira um Ingú litlu seinna. Fríða. SÓLSKIN 3 HIÐ SAKLAUSA BARNSHJARTA Einu sinni sat bóndi einn út í garðinum, sem var umhverfis hús hans, með heimafólki sínu; sá sá hann þá ljómandi fallegan fugl, sem sat á trjá- grein þar nærri. Sonur hans, sem var sex ára gamall, og var þar hjá fólkinu, rstarði hugfang- inn á fuglinn. Bóndinn hélt að syni sínum mundi þykja gaman að sjá hann nær, greip hann því byssu sína, í hugsunarleysi, og skaut fuglinn. Kallaði síðan á drenginn til þess að hann gæti séð hversu fjaðrimar væru fallegar. En dregurinn fór að gráta þegar hann sá litla fallega og saklausa fuglinn dauðan, sneri hann Bér að föður sínum með tárvot augun og mæti: “Faðir minn, þessi fugl syngur aldrei framar”. Hvað skyldu þær vera margar stúlkumar og konumar, sem finna til sárs&uka í hjarta sínu út af því, hvað margir fuglar hafa orðið að láta lífið til þess, að fullnægja hégómagimd þeirra. — Hvað mörg lítil fuglshjörtu hafa látið líf sitt, til þéss að hattarnir þeirra mættu vera í samræmi við feg- urðarsmekkinn, og að þeir syngja aldrei framar. HóGVÆRÐ. Einu sinni var trúabragða-ofsókn mikil í Sviss. Trúrækinn maður vaknaði við það um há- nótt, að illviljaðir menn vom famir að rífa þakið af húsi hans. Maðurinn spratt á fætur og gekk út til að vita, hvaða ógangur þetta væri. Hann sá þá hvers kyns var, en hann reiddist ekki, heldur tók öllu með hógværð frelsara síns og Drottins. Hann gekk inn til konu sinnar hljóður og biðj- andi og sagði við hana: “Elsku konan mín, farðu nú á fætur og búðu til góðan málsverð, því að vehkamenn eru komnir til okkar”. Konan lét að orðum hans með þetta og stundu síðar var hún búin að bera á borð. Maður hennar gekk þá til spillvirkjanna, þar sem þeir voru að hamast við að rífa þekjuna af, og sagði við þá: “pið eruð nú búnir að vinna bæði lengi og kappsamlega, komið þið nú og fáið ykkur dálítinn bita að borða”. peim þótti þetta broslegt tiltæki í meira lagi og létu ekki segja sér það tvisvar. peir komu og settust að borði. En þá kraup gamlimaðurinn á kné og bað frelsarann þess af heitu hjarta, að þeir mættu komast við og láta af ilsku sinni. Og Drottinn heyrði bæn hans; samvizka þeirra vaknaði og þeir blygðuðust sín fyrir mannvonzkuna. Jafnskjótt, sem máltíðin var úti, fóm þeir aft- ur upp á þakið, og bættu þá alt aftur, sem þeir höfðu skemt. — Kveldvers. Nú til hvíldar halla’ eg mér höfði á augu síga fer. i Alskygn drottinn, augu þín yfir vaki hvílu mín. VEGURINN. Veistu það ekki, vinur minn, að viljinn á færar leiéir. pangað, sem heillar þig hugurinn: þó hönd þín sé grönn og fóturinn, ef það er æðra en seiðir eru þeir vegir greiðir. ' j Vissan um takmarkið, valið rétt„ veitir þér afl í hendur að velta steini og kljúfa klett, þó það kunni að vera f jarri sett. og ylgeisli er andanum sendur, er yrki hans hrjóstugu lendur. Legðu því ókvíðinn á þá braut, er ætlarðu að skapi þínu. pó sjáirðu álengdar einhverja þraut, ei dugir að leggja hendur í skaut. Eftir beinni og léttfærri línu fer ei lífið að takmarki sínu. Og trúðu’ á kærleikans kynjamátt, er kalsárin andlegu græðir, þá verður þér ekki vina fátt, er veg þinn greiði í rétta átt. pann andstraumur ekki hræðir, sem annara vonaeld glæðir. Aðalst. Sigmundsson frá Árbót.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.