Lögberg - 23.05.1918, Page 1

Lögberg - 23.05.1918, Page 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garry 416 eða 41T 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 23. MAÍ 1918 NUMER 21 FRAKKLAND Vestur-vígstöðyarnar Síðan blað vort kom út síðast hefir ekkert stórkostlegt borið við á vigstöðvunum. pjóðverjar hafa iítið eða ekkert hafst að, verið að kanna lið sitt, fylla skörðin stóru og mörgu, sem í það komu við áhlaupin sem þeir gerðu í marz og apríl. En þeim hefir ekki orðið rótt samt, þvi sameinaði herinn hefir gjört fjölda mörg smá áhlaup á víg- girðingar þeirra, einkum fyrir austan og norðan bæinn Lecore fyrir norðan Lys í norður Frakk- landi, og vestur frá Kemmel, þar sem fjandmennirnir hafa verið reknir tvær mílur til baka, og eru það einkum Frakkar, sem þessi ahlaup hafa gjört, og hafa þeir allstaðar unnið á. Einnig hafa Ástralíumenn látið nokkuð til sín taka og unnið á nálægt Amiens. Uppihaldslaus stórskotahríð er nú svo að segja dag og nótt á ýmsum svæðum á vesturvíg- stöðvunum, og þykir það vera forboði þess að stórkostleg at- laga sé þar í vændum frá hendi Pjóðverja. BRETLAND Svifferja yfir Englands sundið. Síðan í febrúar síðastl. hafa Bretar notað svifferju til þess að flytja hermenn á milli Bretlands og Frakklands. Áður notuðu þeir skip, oð urðu talsverðar taf- ir við að ferma og afferma skip- 4n. Nú er þessu breytt, lestirnar fara nú rakleitt út á 3vifferjuna, og hermennirn- ir sitja í vögnum sínum þar til beir koma _L höfuðborgirnar á Frakklandi. Pessar svifferjur, sem flytja h.eiilar járnbrautalestir, eru taís- vert notaðar í Bandaríkjunum. Einna stórkostlegust er ferjan sem gengur á milli Key West og Havana. Ekki eru þær heldur óþektar í Evrópu, því milli ítalíu og Sikileyjar hefir ein gengið all- lengi og einnig -er ein slík ferja á Baikalvalninu í Síberíu, og er einn hlekkur í Síberíu jámbraut- arkerfinu. Hin síðasta árás pjóðverja með 'ioftbátum sínum á London, var einhver sú skæðasta sem þeir hafa gert. 30 loftskip heimsóttu Breta og voru 5 þeirra skotin niður. Skemdir urðu miklar á íveruhúsum. Bretar hafa nýlega tekið lög- taki stórt gufuskip sem tilheyrði Rússlandi og sem var 1 Montreal í viðbót við 12 önnur tekin upp i skuld, sem Rússar eru í við þá, en sem Bolsheviki stjómin neit- aði að borga, þegar hún komst til valda. Hin teknu skip eru til samans 130,000 ismálestir. CANADA Á fyrsta fjárhagsárinu lánaði bændalánsdeild Manitoba fylkis út $1,366,500.00 og nú lánar þessi deild til bænda um $150,000 til þess að auka framleiðsluna, sem allra mest. Verzlun Canada var $3,000,- 000 minni í síðastliðnum apríl- mánuði, heldur en hún var í apríl 1917. öll verzlun Canada fyrir fyrsta mánuðinn á þessu yfir- standandi f járhagsári var $151,- 318,149. í fyrra var verzlunin á sama tíma $154,320,035. Innfluttar vörur til Canada síðastliðinn apríl vom að undan- teknu mintuðu og ómintuðu gulli og silfri $78,623,941. Útfluttu- vörumar voru $71,161,652. f fyrra voru aðfluttu vörumar fyrir sama tíma $86,809,809, en iþær innfluttu $$65,145,449. Skattgildar vörur innfluttar í apríl 1918 voru $44,593,023, en skattfríar $34,030,918. Yfir sama tímabil síðastl. ár voru innfíuttar $44,786,638 virði af skattekyldum vömm, en $42,- 021,171 af skattfríum. Skattur innheiantaður síðastl. mánuð $13,837,227. f fyrra var hann $13,875,485. útfluttar landbúnaðarafurðir hafa verið miklu meiri í aprfl í ár en þær voru í fyrra. f apríl 1918 vom þær $30,216,948, en í apríl 1917 að eins $11,443,161. En aftur var mismunúrinn á út- fluttum verksmiðju iðnaði frá Canada í apríl 1918 og í apríl 1917 mjög mikill. f apríl 1918 var flutt út af þeim vamingi að eins $23,693,925, en í apríl 1917 $40,859,646. BANDARIKIN Carl Rodeger, sem einnig hef- ir gengið undir nöfnunum Karl Schrojers og Lieut. Commander X, og sem haldið er að sé aðal- njósnari pjóðverja 1 Bandaríkj- unum hefir verið tekinn fastur í New York. 1,200 konur og karlar, flest meðlimir I.W.W. voru tekin á fundi í Detroit nýlega. Fólki þessu var gefið það að sök að það væri hlynt pjóðverjum. Hermálaskrifari Bandaríkj- anna, Baker, biður hermála- nefnd Bandaríkjanna að veita $13,000,000,000 til stríðs þarfa á næsta fjárhagsári, biður um samþykki nefndarinnar til þess að vera búinn að safna her, sem nemi 3,000,000 í júlí 1919, og enn fremur fer hann fram á það að nefndin veiti Wilson forseta fult vald til þess að kalla út eins marga menn og með þarf — gefa honum fult vald í þeim málum. Járnbrautarstjóri McAdoo hef- ir nýlega gjört samninga um smíði á 100,000 flutningvögnum, sem eiga að kosta $300,000,000. Hermálanefnd Bandaríkjanna hefir gjört eftirfylgjandi ráð- stafanir gagnvart stríðinu á komandi ári: Tala hermanna sé aukin upp í 3,100,000. 2,170,000 eiga að vera vígbúnir fyrsta júlí. Fjármálaveitingar alls $15- 000,000,000 af þeirri upphæð eru $13,000,000,000 sem ganga eiga til herkostnaðar, og er hinum ýmsu deildum úthlutað þannig: Storskotaliðið. ..$2,000,000,000 Forðadeildin .... 5,000,000,000 Storskota byssur 5,000,000,000 Flugvéladeildin . . 1,250,000,000 Véladeildin . . . . 1,200,000,000 Mr. Wolf Goldsmith, sonur hans Samúel, Miss Gertrude Schofield og Julius Steiger hafa verið tekin föst og eru kærð fyr- ir að selja togleður á óleyfilegan bátt til Buenos Aires, sem þaðan var sent til pýzkalands. Vopnabúr sem bandaríkja- stjómin átti í Wankegan, 111. brunnu nýlega. Skaðinn metinn á $1,000,000. Undirtektir undir þriðja “Li- berty” lán Bandaríkjanna eru með afbrygðum góðar, síðasta frétt segir að hátt á fjórðu bilj. sé komið inn. Nýlega fengu Bretar $75 milj. lán hjé Bandaríkjunum, gjörir það upphæð lánsins, sem Bretar hafa fengið frá Bandaríkjunum síðan stríðið hófst $2,795,000,000 Alls hafa Bandaríkin lánað sam- herjum sínum $5,363,850,000. Ákveðið hefir verið að hækka vöru- og fólksflutningsgjald á járnbrautum í Bandaríkjunum. Vöruflutningsgjald um 25%, en fólksflutningsgjald um 20%, svo hér eftir verður fólksflutnings- gjaldið í Bandaríkjunum 3c. á hverja mílu, áður var það 2i/o cent á míluna. Tekjuauki áætl- aður við þessa hækkun vera $900,000,000, áætlað er að einn þriðji eða $300,000,000 af því gangi til verkamanna járnbraut- anna í launahækkun. Fyrrum forseti Bandaríkj- anna, Charles W. Fairbank, er sagður hættulega veikur. IRLAND Mikil tíðindi og ill. Á mánudagsmorguninn fluttu dagblöðin hér í Winnipeg fyrstu fregnirnar af stórkostlegu sam- særi, sem verið var að brugga á írlandi. — Eftir fréttunum að dæma hafa hinir svo nefndu Sinn Feiners, alræmdir uppvöðslu- seggir verið að reyna að koma á einhverskonar Ieynisambandi við pjóðverja, að því er fjármál snertir, og er sagt að auk þess muni hafa verið í aðsígi tilraun- ir, til þess að hjálpa pjóðverjum í því að skjóta liði á land. En hvort sem þessar sakir eru á- byggilegar eða eigi, þá er hitt þó víst, að verulega alvarlegar hafa tiltektirnar verið, þar sem stjóm in hefir látið taka fasta ekki færri en 600 af forkólfum þessa st j órnmálaf lokks. Á meðal þeirra, sem í varðhald hafa verið hneptir, má tölja alla núverandi þingmenn flokksins, og hina og aðra háttstandandi embættismenn, er haft hafa á hendi trúnaðarstörf í þarfir þjóð- arinnar, svo áratugum skiftir. Foringi Nationalistanna, Mr. John Dillon, sá er við tók af Red- mond, hefir hvorki mætt í þing- inu né heldur nokkrir af fylgis- mönnum hans um all-langa hríð, heldur virðist svo sem hann á- samt stuðningsmönnum sínum, hafi gengið í bandalag við Sinn Feiners flokkinn, til þess að vinna á móti herskyldumálinu, hvað sem öllu öðru liði. petta írska tiltæki setur svart an blett á sögu þjóðarinnar, og getur sjálfsagt hefnt sín grimmi- lega í framtíðinni. pjóðin var rétt að segja að því komin að fá það, sem hún lengi hefir verið að berjast fyrir — sjálfstjórn í öllum sínum málum. Frumvax’pið var á leiðinni, vant- aði að eins herzlumuninn. En svo kom ógæfan, eins og skúr úr heiðríku lofti. Skammsýnir, politískir ofstopamenn, sýnast að hafa verið á leiðinni með það. að svíkja alríkið og ganga í lið með óvinunum, þegar verst gengdi, þegar það var að heyja- mannréttinda baráttu þegna sinna og allrar veraldarinnar,upp á líf og dauða. — Hvað verður nú um heimastjórn írlands ? pað ætlar að rætast á frum máltækið gamla, um íslenzku þjóðina, með því að skifta á nöfnum landanna: að ógæfu fr- lands verður alt að vopni. hveiti heldur en reglugjörðin á- kveður tilkynni það hið bráðasta Hin breytingin er í því innifalin að mönnum er gefið leyfi til þess að halda hveitisekk ef á honum er tekið, þó hann sé þyngri en 25 pund. Ekki hægt við að gjöra. Umkvartanir hafa oss borist út af því, að menn sem í bæinn koma utan af landi,hafi verið hart leiknir af lögreglu bæjarins, — að það hafi komið fyrir að menn hafi verið teknir og settir í varðhald, án þess að hafa nokkuð til saka unnið, annað en það að líta of unglega út. Á því stendur svo, að lögregl- unni hefir verið falið að leita uppi þá menn, hér í bænum, sem á herskyldu aldri eru, og ekki hafa gefið sig fram til herþjón- ustu, og hefir hún auðsjáanlega haldið að svo væri ástatt fyrir þessum löndum, eða landa vor- um sem tekinn var. En við þessu verður ekki vel gjört fyr en hin almenna skrá- setning fer fram, sem væntan- lega verður í næsta mánuði. pá mun öllum þeim, sem undan eru þegnir herþjónustu gefið merki, eða viðurkenning, sem þeir geta sýnt. í millitíðinni gætu þeir menn, sem til bæjarins þurfa að koma og eru innan þessa aldur- takmarks; haft með sér einhver skilríki, sem sýna hverjir þeir eru, og hvar þeir eiga heima. samhug sinn með sambands- þjóðunum, og hrópað ámaðaróp fyrir Wilson forseta, Lloyd George og Clemenqeau. pjóðverjar ræna og rupla öllu ætilegu hver sem því verður við- komið, og láta greipar sópa um híbýli manna — taka seinasta bit ann frá munni bama og kvenna. óhugur Bæheimsmanna gegn hinum takmarkalausa yfirgangi pjóðverja, hefir magnast svo mjög í seinni tíð, að sagt er að þeir reyni heldur nú orðið að brenna matvælin en láta þau verða þjóðverjum að bráð. Stórkostlegt verkfall í Winnipeg. ITALIA ítalía hefir sent 250,000 her- inenn til vesturvígstöðvanna. Slavar og Sekkar hafa sent um 16,000 menn til þess að berj- ast með ítölum, á móti Austur- ríkismönnum. Fréttir frá ítalíu segja viðbún- að mikinn áf hálfu Austurríkis- manna á suður vígstöðvunum, Karl Austurríkis keisari kvað vera kominn þangað með sínu föruneyti, og ætla menn að stór- orusta sé þar í aðsígi. Um síSastliöna helgi geröu Austur- ríki'smenn hvert áhlaupiö eftir ann- aö á vígstöðvar ítaliumanna í fjöll- unum vestur viö Bienta, en ítalir tóku mannlega á móti og ráku óvinina af höndum sér og tóku allmargt fanga. Á aðfaranótt sunnudagsins geröu Aii'sturrikismenn atlögu mikla í Sotto Castello héraðinu, en þar fengu þeir útreið þaðan af verri, og mistu í at- rennu þeirri 11 loftför. Svo litur út, sem Italíumönnum veiti alment betur, i viðskift.um við Austurríkismenn, upp á síðkastið. Rússland. VERKFALLI MÓTMÆLT. Verkamanna samlm :d Ameríku mótmælir samhygðar-verkfalli. . All-ískyggilegt verkfall stend- ur yfir í borginni um þessar mundir; hafa fullar 10 þúsundir manns hætt vinnu þegar síðast fréttist og útlít fyrir að fleiri bætist í hópinn. Á meðal þeirra, sem lagt hafa niður vinnu má telja starfsmenn raftækja, öku- menn, vatnsveitumenn, slökkvi- liðsmenn, talsíma-stúlkur, verka menn á verkstæðum hinna ýmsu járnbrautafélaga, og vélastjórar Auk þess taka þátt í verkfallinu starfsmenn strætisvagnafélags- ins, um eitt þúsund að tölu. Fjöldi fólks mun hafa orðið að ganga langar leiðir til vinnu sinnar í gærmorgun, því þá hófst verkfall strætisvagna þjónanna. var þó mikið gert til þess að bæta úr samgönguleysinu, með því að einstakir menn og vei*zl- unarfólög léðu bifreiðar sínar til almenningsnota, án endurgjalds. Er gizkað á að T. Eatons félagið eitt út af fyrir sig, hafi lagt fram 1000 bifreiðir, mannaðar til fólks flutnings. Verzlunarfundur Norðurlanda 1917. Mr. Marsden G. Scott forseti alþjóða - prentara sambandins, sendi út eftirfylgjandi yfirlýs- ingu á þriðjudagskveldið: > “Framkvæmdarnefnd alþjóða prentara sambandsins, hefir al- drei viðurkent og mun ekki við- urkenna að meðlimir No. 191, skuli taka þátt í samhygðar-verk falli (Sympathetic Strike). pessi ályktun gildir í eitt skifti fyrir öll, og verða því engir fulltrúar sendir af vorri hálfu til Winni- peg í því skyni að rannsaka mál- ið þar. Ameríska verkmannasamband- ið hefir hvað eftir annað mót- mælt samhygðar-verkfalls að- ferðinni, og hið sama hefir al- þjóða samband prentara einnig gert, og ef að því meðlimir No. 191, fyrirskipa ólöglegt verkfall, þá mótmælir framkvæmdarnefnd in þeirri aðferð tafarlaust”. \rerz 1 unar£undur Noröurlanrla var haldinn í Stokkhólmi þann 14. og 15. september f. á. Fór fundurinn fram í hátíöasal efrimálstofu rikisþingsins. Höfðu fulltrúastofnanir verzlunar- stéttarinnar \ hverju landi fyrir sig kosiö sérstaka fulltrúa til þess aö mæta á fundinum. Danir og Norö- menn sendu hvorir um sig 25 full- trúa á fundinn, en fyrir hönd Svia mættu 23 fulltrúar. Fundarstjóri var kosinn bankastjóri Wallenberg frá Stokkhólmi, en varafundarstjórar Alf Bjercke stórkaupmaöur frá Kris- tjaniu og bankastjóri C. C. Clausen frá Kaupmannahöfn. Fyrsta máliö á dagskrá var sam- vinna milli Norðurlanda í verslun og viSskiftum. Inngangsfyrirlestra um máliö héldu þeir prófessorarnir Heck- scher /sænskur). Morgenstierne (norskur) og þjóöþingsmaöur Scho- velin (danskur). Voru allir ræöu- mennirnir sammála um það, aö mjög æskilegt væri aö nánari samvinna i atvinnumálum ætti sér staö milli landanna. Prófessor Morgenstierne lét í ljósi, aö þar sem aðeins væru ó- fullkotnin gögn fvrir hendi. þá vildi hann aö eigi væri fariö lengra en aö rannsaka hvaöa fyrirkomulag yrði heppilegast á væntanlegri samvinnu og sambandi. Hann benti á hina af- armiklu þýöingu, sem þaö mundi hafa fyrir iönaö Noröurlanda, aö hann fengi sameiginlegan markaö, meö um 11 milj. manns (þ. e. samanlögö íbúa- tala Danmerkur, Noregs og Svíþjóö- ar). Hann áleit ennfremur, aö ef ekki yröi úr beinu tollsambandi, þá mundu núverandi verzlunarsamning- ar ríkjanna valda erfiöleikum. Próf. Heckscher var hlyntur tollivilnunum rnilli landanna, en áleit aö hvert ríki fvrir sig yröi aö luia þannig um sig, aö þaö gæti hagað verzlun sinni eftir vild. Pjóðþingsmaöur Schovelin áleit tollsamband bráönauösynlegt. Hann geröi ráð fyrir aö eftir ófrið- inn mundi alt Bretaveldi mynda meö sér tollsamband, og ráðstafanir í svip- aöa átt myndti veröa ofan á hjá mið- veldunum. Þess vegna væri um aö gera fyrir Norðurlönd að standa fast saman. en ekki eyöa kröftunum i ó- þarfa innbyrðis samkepni. Út af málinu var samþykt ályktun á þessa leiö: “Með þaö fyrir augum, hvílíka erfiöleika og hættur framtíöin kann aö bera í skauti sínu fyrir verzlun og viöskifti Norð.urlanda, þá er þaö álit verzlunarfundarins að þaö sé einkar áríöandi, að stjórnarvöld landanna láti fara fram rannsókn á því, hvaöa leiðir eru færar til þess, meö innbyrð- is samvinnu, aö styrkja verzlunarað- stööu landanna út á við. ÞaÖ er enn- fremur álit fundarins, aö jafnhliöa þvi að safnað sé og unnið úr skýrsl- um um innbyrðis v’erzlunarviöskifti Noröurlanda, á sama hátt og áöur hefir veriö gert. skuli einnig, meö þetta fyrir augum, fara fram ítarleg rannsókn í hverjtl1 landi fyrir sig. Við rannsókn þessa ber fyrst og fremst aö notfæra sér þá praktisku sérþekkingu á sviöi viðskiftalífsins, er náð veröur til. Undir árangrinum af rannsóknum þessum er það komið hverjar frekari aögerðir veröa í málinu.” Annað mál á dagskrá var aukin sameiginlcg löggjöf fyrir Norðurlönd á sviði verslunarréttarins. 1 íundar- ályktun þeirri er gerð var um málið, var sérstaklega bent á, að æskileg væri sameiginleg endurskoðun á 1 sjó- lögunum, einkum í því skyni að kom- iö sé á hentugum reglum um ábvrgð á flutningsvörum. Þriðja mál á dagskrá var þaö, hvort Norðurlönd ættu, í löggjöf sinni um cinkaleyfi til atvinmirekst- urs, að veita livort öðru ívifnanir. 1 fundarályktun um málið var meöal annars tekiö fram að æskilegt væri, þegar um stórfyrirtæki er aö ræöa og nægilegt fé fæst eigi til þess innan- lands, aö þá sé reynt aö ná sem mestu af fénu innan Norðurlanda. Fjórða mál á dagskrá var endur- skoöun á myntasambandi Norðurlanda Um þaö mál urðu allmiklar umræöur og í ályktun sinni lét fundurinn þaö álit sitt í Ijósi aö myntasambandiö hefði verið til mikils gagns fyrir t Noröurlönd og að það bæri framvegis aö byggja á sama grundvelli. Ákveðiö var að næsti fulltrúafund- ur skyldi haldinn í Kaupmannahöfn, en fundartíminn var ekki fastákveð- inn. ) —Verilunartíðindi Verzlun Bandaríkjanna 1916-17 Komiloff mssneski hershöfð- inginn nafnkunni, er sagður fall- inn, hafði særst í orustu nálægt Yekaterinodar, og dó úr þeim 5. þ. m. Tyrkland. Tyrkneskir hermenn í Litlu- Asíu hafa gert upphlaup. Yfir 2,000 er talið að hafa tekið þátt í því. Einnig eru margir þeirra sem gæta hafnarbæjanna að hlaupa undan merkjum Tyrkja. Úr bænum. Ráðherra Thos. H. Johnson, sem staddur var suður i Bandaríkjum þegar verkfallið hófst. er kominn til baka. Breyting á vistareglugjörðinni. Sú breyting hefir verið gjörð á ákvæði vistarstjórans að ef bændur hafa á heimili sínu meira hveiti en vistareglugjörðin á- kveður, þá þurfi þeir ekki að skila því aftur, heldur er þeim uppálagt að tilkyrma kaupmanni þeim, sem þeir keyptu hveitið af hvað mikið þeir hafi undir hönd- um, og ef þeir geta ekki náð til þess kaupmanns, eða vita ekki hvar hann er, þá eiga þeir að til- kynna mylnueigandanum, þar sem hveitið var malað, en nafn hans eða mylnunnar er æfinlega á pokunum, svo að hann eða kaup maðurinn að vera búnir að til- kynna vistastjóranum þetta, ekki seinna en 15. júní næstk. Er því áríðandi að íslenzkir bænd ur, sem kynnu að hafa meira Forstööumenn veitingahúsa hér í bænum hafa beðið vistastjórann aö gefa leyfi sitt til þess aö kv'eldverðar tíma á matsöluhúsum bæjarins verði breytt. Hinn vanalegi kveldveröar- tími hér er frá kl. 6—9. Farið er fram á aö hann verði frá kl. 5.30 til 8.30. Lystiferð til Shoal Lake. Á morgun, 24. maí, sem er helgi- dagur, ætlar stjórn vatnsveitu borg- arinnar aö láta járnbrautarlest ganga til Shoal Lake. Allir þeir, sem vilja sjá þetta mikla verk, sem bærinn er aö láta gjöra, og eins hið fyrirhugaöa vatnsból Winnipeg borgar, gefst kost- ur á því á morgun. Höi-mungarástand í Bæheimi. MINNI Eftir síðustu fregnum að dæma frá Bæheimi, er ástandið þar farið að verða lítt þolandi, eins og tíðkast hefir, hvar sem þýzkarinn hefir komið við bol- magni sínu. Höfuðborgin Per- gue, hefir verið sett í herkví af Pjóðverjum því íbúar hennar hafa opinberlega látið í ljósi U Kvennfélags Fyrsta lút. safn. í Winnipeg. Flutt í kirkju safnaðarins 15. nóv. 1901. Heiðruðu herrar og frúr, vor háttvirti gestanna skari, með íslenzkum óði og söng yður vér heilsum í kvöld! íslenzkan efst skal á bekk í öndvegissætinu vera hvar sem að “landamir” Ijóð lesa hér samkomum á. Ungum sem öldnum er skömm álfu þótt nýja þeir byggi, feðranna túngu og trú týna í erlendum glaum. “ó þér unglinga fjöld “og fslands fullorðnu synir”, glatið ei gimsteini þeim er gaf yður Snæland í arf. Félagi erum við í, sem ástundar kristið að vera, eflandi alt sem er gott, enn þótt í veikleika sé. Lítið á alt það sem er oss umhverfis kristnin að vinna eldheitum áhuga með, aldrei sem þverrar né dvín. Andlegum býtir hún auð, uppreisir kirkjur og skóla, læknar sorgmæddra sár, sáandi lífsfi-æi’ á jörð; öldruðum uppbyggir hæli og uppeldi kristilegt veitir barni, sem engan á að og aumingi er munaðarlaus; sjúkrahús setur á stofn, og sendir út menn til að boða ‘heiðingjum hnöttinn um kring ’ið heilaga guðdómsins orð. Látum oss vera það Ijúft að leggja fi-am skerf vorn og styrkja einnig á ókomnri tíð alt þetta blessunarstarf. Verum því vakandi æ og vinnandi meðan er dagur, senn dettur svartnættið á svo að ei starfað fær neinn. Yður vér óskum alls góðs og allir að heim til sín snúi glaðir og hressir í hug heimboð vort þiggjandi næst. H. S. Blöndal. Q Fjárhagsárið 31. júlí 1916— 30. júní 1917 nam vöruinnflutn- ingur og útflutningur Banda- ríkjanna alls 8,953 milj. doll. par af var innflutningurinn 2,659 milj. doll. og útflutningurinn 6,293 milj. doll. og silfur, fyrir 35 milj. doll. Að því er snertir sjálfa vöruverzlunina, þá nam útflutn- ingurinn 470 milj. doll. meiru en innflutningurinn árið 1914, 1,094 milj. 1915, 2,135 milj 1916 og loks 3,635 milj. 1917. Eins og sést á þessu hefir mismunurinn aukist stöðugt og allar líkur til þess að árið 1918 muni mismun- urinn aukast enn meir. pegar miðað er við árið 1914, þá hefir innflutningurinn vaxið um 766 mflj. doll. par af stafa 477 milj. frá hrávöru til iðnaðar, 156 milj. frá hálfunnum vörum og 115 milj. frá hálf eða heilunn- um matvörum. Vöxturinn staf- ar meira af hækkuðu verði en auknu vörumagni. pannig jókst baðmullar innflutningurinn úr 123 milj. pd. upp í 147 milj pd. eða um 20%, en verðmagnið hækkaði úr 19 mflj. doll. upp í 40 milj. doll. eða yfir 100%. Sama máli er að gegna um út- fluttu vörumar. Jafnvel þótt vörumagn aðal-útflutningsvara anna hafi aukist mjög mikið, þá orsakast hækkun á verðupphæð- inni einnig af hinni’ almennu vöruverðhækkun. T. d. var hveiti í maí 1914 98 cent, en 2.58 doll. í maí 1917, og samsvarandi tölur fyrir mais voru 76 cent 1914 og 1.52 doll. 1917. —V erzlunartíðindi Fermingarböm í Fyrstu lút. kirkju á hvítasunnu 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. Stúlkur: Aðalbjörg Stefanía Árnason Elizabet Eggertína Sigur- jónsson. Gróa Sigríður Johnson. Guðný Salóme Backman. Jóhanna Sæunn Jóhannes- son. Jónína Aurora Bergmann. Magnea Ágústa Einarsson. Marion Ethel Elding. Sylvia Lenore Hall. puríður Lindal. Drengir: Alexander Amþór Johnson. Ásgeir J. Jakobsson. Carl Oscar Preece. Conrad Edward Joseph. Friðrik W. Magnússon. John Wilfrid Swanson. Jón Kristján Julíus. Jörgen Johann Kröyer. Jóhann Davíðsson. Magnús Stephensen. Sigurður P. J. Jakobsson. Theodore Westman. pórarinn Sigurður Melsted. George Theodore O’Hara (fermdur 5. maí).

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.